Tíminn - 21.07.1944, Side 1

Tíminn - 21.07.1944, Side 1
RITSTJÓRI: ÞÓRARINN ÞÓRARINSSON. ÚTGEFFANDI: . FRAMSÓKNARFLOKKURINN. | PRENTSMIÐJAN EDDA h.f. Símar 3948 og 3720. RITSTJÓRASKRIFSTÓFUR: EDDUHÚSI, Lindargötu 9A. Símar 2353 Og 4373. AFGREIÐSLA, INNHEIMTA OG AUGLÝSINGASKRIFSTOFA: EDDUHÚSI. Lindargötu 9 A. Sími 2323. 28. árg. Reykjavík, fösíndagiim 21. júlí 1944 71. l»lað Framleiðsla á heymjöiiund- írbúínvið Garðyrkjuskólann Emnág verda gerðar filraunír með purrkun grænmetis Við Garðyrkjuskólann á Reykjum í Ölfusi eru nú í undirbún- ingi tilraunir með framleiðslu á heymjöli í allstórum stíl. Skóla^- stjórinn þar, Unnsteinn Ólafsson, hefir góða trú á því, að fram- leiðsla heymjöls eigi verulega framtíð hér á landi og svo er með ýmsa búfróða menn aðra, m. a. Ólaf Jónsson, sem ritað hefir um málið í Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands, og Árna Eylands, sem ritað hefir um það hér i blaðið. Jafnframt eru í undirbúningi á Garðyrkjuskólanum á Reykj- um tilraunir með þurrkun grænmetis, sem eigi er síður merkileg Erlent yflrlit: Hvíta bókin — Ég er ágætlega ánægður meö margt í hvítu bókinni, en ýmis- legt fellur mér ekki. íhaldsmenn eru líka ánægðir með sumt, en einnig óánægðir með margt. í hvítu bókinni hefir verið reynt að þræða meðalveginn. — Þannig fórust Stafford Cripps orð á kjósendafundi, sem hann hélt .nýlega í kjördæmi sínu. Hann ræddi þar við kjós- endur sína um ýms framtíðar- mál, en þó aðallega um hvítu bók stjórnarinnar, er kom út í maímánuði síðastliðnum. Síðan Beveridgetillögurnar voru birtar, hefir ekkert innan- landsmál vakið meiri athygli í Bretlandi en hvíta bókin. Það fer líka mjög að vonum, því að hvíta bókin fjallar um málefni, er hvern einstakling varðar. Efni hennar er einskonar grein- argerð um ráðstafanir þær, sem ríkisstjórnin hefir eftir nána rannsókn og marga samninga- fundi orðið sammála um að leggja til að gerðar verði á næstu árum til að tryggja öllum atvinnu og atvinnuvegunum þá afkomu,' sem geti skapað al- menna velmegun í landinu. Enska blaðið „Daily Tele- graph“ hefir látið svo ummælt, að fyrir stríðið myndu þessar tillögur stjórnarinnar hafa verið kallaðar byltingartilraun og hefði því öllu verið komið fram, sem þar er gert ráð fyrir, hefði það verið talin bylting. Nú munu tillögur stjórnarinnár ekki hljóta neitt slíkt nafn og margir munu telja þær of ihaldssamar. Svona stórlega hefir almenn- ingsálitið breyzt í Bretlandi á stríðsárunum. Það má segja, að grundvallar- atriðið í hvitu bókinni sé það, að einkaframtakið eitt sé ófært til þess að koma þeirri skipu- lagningu á atvinnulífið, er tryggt geti öllum atvinnu og sæmilega afkomu. Hins végar er það jafn- hliða viðurkennt, að einkafram- takið sé ein mesta driffjöður at- vinnulífsins. Þess vegna felast lillögur stjórnarinnar aðallega í því, -að komið verði á miklu strangara aðhaldi og eftirliti ríkisvaldsins með atvinnuveg- unum. Samkvæmt tillögunum er valdsvið þess faunverulega margfaldaö frá því, sem áður var, og það verður litlu eða engu minna en nú á stríðsárunum. Ríkið fær vald yfir lánsfjár- starfseminni til þess að hún (Framh. á .4. síðu) Seinnstu Iréttir Hitler var sýnt banatilræði í bækistöðvum sínum í gær. Segir í fregnum þýzka útvarpsins, að sprengju hafi verið komið þar fyrir, og særðust fjórir háttsett- ir Þjóðverjar mikið, er hún sprakk, en Hitler hlaut óveruleg brunasár og snert af heilahrist- ingi. í fregnúm Bandamanna er enn rætt með varfærni um at- burð þennan. Brezki herinn í Normandí hóf stórsókn á þriðjudaginn og hefir verja við Caen. Þar geisa nú verja við Caen. Þar geysa nú miklar orustur. Bandaríkjamenn tóku St. Lo á þriðjudaginn eftir harðar orustur, en Þjóðverjar halda enn stöðvum við borgina. Rússar hafa fyrir skömmu byrjað sókn í Suður-Póllandi og nálgast Lwow hraðfluga. Þeir hafa einnig byrjað sókn sunnan við Peipusvatn og stefna þar inn í Lettland. Nokkru sunnar sækja þeir inn í Lettland. Þeir eru komnir að Brest-Litovsk. Bandamenn hafa tekið hafn- arborgirnar Ancona og Livorno á ítaíiu. Voru þær seinustu vígi Þjóðverja sunnan við gotnesku varnai'línuna. Guðmundur Finu' bogason látínn Hinn þjóðkunni og mikilhæfi fræðimaður,dr. phil. Guðmundur Finnbogason, fyrv. landsbóka- vörður, varð bráðkvaddur síðast- liðinn mánudag. Með honum er fallinn í valinn einn mesti gáfu- maður,*sem þjóðin hefir átt. Dr. Guðmundur Finnbogason fór héðan frá heimili sínu sið- astliðinn laugardág, ásamt Guð- jóni Samúelssyni prófessor og ætluðu þeir norður í land. Kl. 5 á mánudag var Guðmundur staddur hjá kunningjafólki sínu á Sauðarkróki og var glaðvær að vanda og ræðinn, en allt í einu leið hann út af og var þegar örendur. Upp á síðkastiö hafði dr. Guð- rnundur kennt hjartabilunar, en þó eigi svo mikilar að hann hefði óþægindi af. Guðmundur Finnbogason varð rúmlega 71 árs að aldri, fæddur að Arnarstapa í Ljósavatns- skarði 6. júní 1873. Hann tók stúdentspróf 1896 og magister- próf í heimspeki 1901. Árin 1908,.—1910 stundaði hann heim- speki 1 Kaupmannahöfn, .París og Berlín. Prófessör í hagnýtri sálarfræði yar hann skipaður árið 1918 og var það til ársins 1924, en landsbókavörður var hann skipaður það ár, en lausn frá því embætti fékk hann rétt fyrir sjötugsafmæli sitt í fyrra. Dr. Guðmundur Fjnnbogason var geysilega afkastamikill rit- höfundur og liggur eftir hann fjöldi bóka, frumsaminna og þýddra. Ræðumaður var hann ágætur og erú margar tækifær- isræður hans meðal þess bezta, sem íslenzkar bókmenntir eiga. Dr. Guðmundur var kvænt- ur Laufeyju Vilhjálmsdóttur Bjarnasonar á Rauöará. Þau eignuðust fjögur börn, sem öll eru uppkomin, Guðrúnu, sem er í heimahúsum, Vilhjálm, sem er verkfræðingur, og Örn og Finnboga, sem báðir eru í Há- skólanum. Sundafrek í fyrradag synti 15 ára gömul stúlka, Sigrún Sigtryggsdóttir, til heimilis á Breiðabóli á Sval- barðsströnd, úr Veigastaðabás, austan Eyjafjarðar, yfir að hafnarbryggj unni. Vegalengd þessi er sennilega um 1500 metr- ar. Áöur hefir Pétur Eiríksson synt þessa leið. Stúlkan virtist lítið þreytt eftir sundið. Þaö mun vera einsdæmi hér á landi, að stúlka syndi slíka vegalengd. % Setuliðsbifrelðar eru ekki til sölu Nefnd setuliðsviðskipta og sölunefnd setuliðseigna biður um að láta þess getið, að engar setuliðsbifreiðar séu til sölu eða muni verða til sölu. Að undan- förnu hefir mjög borið á því, að falazt hefir verið eftir bifreiðum hjá þessum nefndum, svo að- þær hafa séð sig neyddar til að taka þetta sérstaklega fram. nýjung. Á Garðyrkjuskólanum á Reykj- um er nú verið að reisa stóran skála, um 300 ferm. að flatar- máli og 5 m. háan, og verða til- raunirnar með heyþurkunina gerðar þar. Hveraorka verður notuð til þurkunarinnar og er ætlast til að þurkunin fari þannig fram, að heitu lofti verð- ur dælt gegnum heyið. Þurkun með hveraorku, sem er fáanleg á staðnum, verður miklu ódýrari en með raforku, eins og verðlagi hennar er nú háttað, og virðist a. m. k. fyrst í stað vart rétt að gera ráð fyrir öðru en hveraorku til þúrkunarinnar. Það er skoðun Unnsteins Ólafssonar, senl mjög hefir kynnt sér þetta mál. í skála þessurn er gert ráð fyrir að hægt verði að þurrka um 20 hesta af heyi eða 2 smál. á sólarhring. Takist þessi til- raun vel, verður vitanlega bætt við fleiri þurkskálum. Þótt ekki sé hugað til þess að heymjöl verði framleitt til út- flutnings, a. m. k. ekki fyrst um sinn, ætti að verða til verulegur markaöur fyrir það. Hingað eru fluttar i allstórum stil erlendar fóðurvörur, sem óþarft væri að flytja inn, ef heymjöl yrði fram- leitt hér að ráði, Kaupstaðir og kauptún, sém búa við mjólkur- skort vegna örðugra samgangna við framleiðsluhéruðin, ættu einnig að geta aukið nautgripa- stofn sinn með því að kaupa heymjöl og þurkað hey frá inn- lendum þurkunarstöðvum. Er engan vegin ósennilegt, að kaup- staðir eins og ísafjörður og Siglufjörður gætu leyst mjólur- mál sín á þessum grundvelli. Ef tilraunirnar með heymjöls- framleiðsluna gefast vel, þyrftu að í’ísa upp þurkstöðvar á helztu hveraorkusvæðunum, þar sem jafnframt eru góð ræktunarskil- yrði i nánd. Allar framkvæmdir t. d. framleiósla og flutningur heysins, þurfa að miðast við það, að kostnaðurinn verði sem minnstur. Eins og Ólafur Jóns- son benti á í áðurnefndri grein sinni, er vel hægt að hugsa sér nýbýlahverfi í sambandi við þurkstöðvarnar. Bændur þar myndu rækta og nýta stóra grasakra í sameiningu, en hefðu jafnframt sérstakt smábýli fyrir sig og fjölskyldu sína. Hveraorkan mun vissulega hrökkva til þessarar framleiðslu. Auknar boranir munu leiða í ljós, að hún er meiri og víðar en flesta grunar nú og ef til vill eiga íslendingar þar sinn mesta orkugjafa, þótt fossarnir séu taldir fremri nú. ÞsirrkuiiK K'ræiiinctis. Jafnframt og gerðar verða til- raunir með heyþurkímina á Garðyrkjuskólanum á Reykjum, verða gerðar þar tilraunir með þurrkun grænmetis og er þar eigi síður um merka tilraun að ræða. Takist slík þurkun sæmi- lega og með litlum tilkostnaði, verður hægt' að hafa hér græn- meti á boðstólum allt árið og jafnvel flytja það til annara landa. Með þessu- móti mundu skapast stórauknir möguleikar til aukinnar framleiðslu á græn- rneti. Innilufningur á bílum í vor og sumar hafa komið hingað til lands 101 ný vörubif- reið og 5 nýjar fólksbifreiðar. Vörubifreiðunum hefir aðallega verið úthlutað til sérleyfishafa fólksflutninga, til opinberra stofnana og mjólkurflutninga. Fólksbifreiðarnar hafa farið til opinberra stofnana. Fimmtngnr: Stefán Jóbann Stefánsson Stefán Jóhann Stefánsson, formaður Alþýðuflokksins, átti fimmtugsafmæli í gær. Stefán er fæddur 20. júlí 1894 að Dagverðareyri í Eyjafiröi. Þar bjuggu foreldrar hans,' Stefán Gddsson og Ólöf Árna- dóttir. Stefán missti föður sinn, er hann var á fyrsta ári, en móð- ir hans hélt búskap áfram og ólst Stefán upp hjá henni. Stefán stundaði jöfnum hönd- um landbúnaðar- og sjávarvinnu á unglingsárum og eins eftlr að hann fór í skóla. Hann gekk í Gagnfræðaskólann á Akureyri 1912, lauk stúdentsprófi 1918 og lögfræðiprófi 1922. Árið 1925 stofnaði hann málafærsluskrif- stofu með' Ásgeiri heitnum Guð*- mundssyni frá Nesi og rekur hann hana enn og er Guö- mundur I. Guðmundsson alþm. nú meðstarfsmaður hans þar. Stefán hefir verið í Alþýðu- flokknum síðan hann hóf af- skipti af stjórnmálum. Hann hefir átt sæti í miðstjórn flokksins síðan 1924, ritari flokksins var hann 1930—38, en bá var hann kjörinn eftirmaður Jóns Baldvinssonar sem formað- ur flokksins. í bæjarstjórn Reykjavíkur átti hann sæti 1924—42 og í bæjarráði 1932— 42. Alþingismaður hefir hann verið 1934—37 og aftur 1942 og síðan. Hann var utanríkis- og félagsmálaráðherra 1939—42. Stefán hefir gegnt mörgum öðrum trúnaðarstörfum. Hann hefir verið formaður Norræna félagsins frá 1936, formaður bankaráðs Útvegsbankans 'frá (Framh. á 4. síðu) Samkoma F. U. F. vestan Rangrár Félag ungra Framsóknar- vestan Rangár hélt samkomu að Þjórsártúni síðastl. sunnudag. Samkomuna sóttu um 200 manns. Ræður fluttu alþingis- mennirnir.Helgi Jónasson og sr. Sveinbjörn Högnason. — Gísli Sigurðsson skemmti með eftir- hermum. Þá var sungið og að lokum.stiginn dans. Skemmtun- in fór hið bezta fram. Félagsskapur ungra Fram- sóknarmanna 'í Rangárvalla- sýslu stepdur með miklum blóma, eins og samkoiirur F. U. F. vestan Rangár og F. U. F. í Fljótshlíð bera glöggan vott um. A víðavangi MISHEPPNUÐ SORPGREIN SIGFÚSAR KORPÚLFS- STAÐABÓNDA. Sigfús Sigurhjartarson birtir eina af venjulegum æsinga- greinum sínum um Mjólkursam- söluna í Þjóðviljanum á þriðju- daginn. Hann kallar samtök bænda um mjólkursöluna ein- okun, sem helzt virðist hafa það takmark að selja bæjarbúum spillta og rándýra vöru! Hann gerir og bændum fleiri getsakir, sem eru á borð við þessar.,011 grein hans er átakanlegt dæmi þess, hvernig ábyrgðarlaus lýð- æsingasnakkum meðhöndlar sannleikann. Vel má vera, að þessi æsinga- skrif Sigfúsar séu sprottin af bví, að nýlega var hér í Tíman- um gefin lítilsháttar lýsing á Korpúlfsstaðabúskap þeirra Sig- fúsar og Bjarna Benediktssonar. Þeir létu Reykjavíkurbæ kaupa Korpúlfsstaði fyrir fáum árum og lýstu þá báðir yfir því, að þar skyidi rekið enn myndarlegra stórbú en áður. Það skyldi sýna, hvernig framleiða ætti góða og ódýra mjólk og hvílíkir bölvaðir slóðar bændurnir væru. Niður- staðan hefir hins vegar orðið á nokkuö aðra leið hjá Bjarna og Sigfúsi, en fullt samkomulag hefir verið milli þeirra um þetta mál í bæjarráði og bæjarstjórn. Bæjarbúið á Korpúlfsstöðum hefir nú 20—30 sinnum færri kýr en þar voru áður. Hefðu bændur almennt farið þannig að, myndu Reykvíkingar fá harla litla mjólk um þessar mundir. Af skiljanlegum ástæðum minnist Sigfús ekkert á þennan Korpúlfsstaðabúskap þeirra Bjárna. Hann eys upp þeim mun meira moldviðri um mjólkur- sölufélög bænda. Þetta moldviðri 4 að hylja Korpúlfsstaðabúskap- inn. En það mun ekki koma að gagni. Allir hugsandi menn munu sjá í gegnum það. Þeim mun þykja nóg, að Sigfús og Bjarni hafa fengið að reyna sig við búskapinn, og því sé þeim veitt full hvild frá þvi að reyna sig við mjólkursöluna líka. DÓMUR ÚTSVARANNA UM STJÓRN SIGFÚSAR & BJARNA. Sigfús Sigurhjartarson er allt- af að prédika það, að bezt muni vera að fela Reykjavíkurbæ mjólkursöluna. Þannig myndi hún verða ódýrust. Reynsla út- svarsgreiðenda í Reykjavík styð- ur þó ekki þetta mál Sigfúsar. Hin þungu útsvör, sem lögð eru á bæjarbúa, sýna bezt, að lélegri og kostnaðarsamari stjórn muni okki hægt að hugsa sér en stjórn Reykjavíkurbæjar. Og því miður er þetta .ekki sök Sjálf- stæðismanna einna, þótt þeir hafi meirihlutann. Sigfús Sigur- hjartarson hefir setið alllengi í bæjarráði og bæjarstjórn, og bess hefir ekkert orðið vart, að hann hafi getað bent á neinar leiðir til að gera rekstur Reykja- víkurbæjar ódýrari og hagfelld- ari. Hann hefir verið sammála Bjarna og því virðist réttast að segja, að bærinn sé undir stjórn Bjarna og Sigfúsar. Meðan svo horfir, mun erf- itt að finna þannig Reykvíking, sem vildi fela bænum mjólkur- söluna. Útsvörin sýna Reykvík- ingum, að stjórn bæjarins er orðin þeim nógu dýr, eins og hún er nú rekin, þótt ekki sé hún gerð umfangsmeiri. HVAR ER „FISKHÖLL" SIGFÚSAR & BJARNA? Framtakssemi bæjarstjórnar- innar til allra endurbóta er svo annað atriði. Um Tíkt leyti og Mjólkursamsalan leitaði árang- urslaust til bæjarins um lóð undir nýja og fullkomna mjólk- urstöð, samþykktu þeir Bjarni og Sigfús í bæjarstjórninni aö komið skyldi upp vandaðri fisk- (Framh. á 4. síSu) Fílar í herþjónustu í Burmastyrjöldinni nota Bandámenn fila til áS vinna ýms verk og kemur hið mikla afl þeirra oft aö góöum notum. — Mynd þessi er frá flugvelli í Burma, þar sem Bandamenn hafa tekið fíla í þjónustu sína.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.