Tíminn - 21.07.1944, Blaðsíða 3

Tíminn - 21.07.1944, Blaðsíða 3
71. blað TÍMIXN, föstadagma 21. júlí 1944 283 Mínníng Jóhannesar Bjarna- sonar á Merkigili Fæddur 19. ágúst 1896 — Dáinn 14. apr. 1944. Fyrir nokkrum dögum barst hingað andlátsfregn Jóhannes- ár bónda aö Merkigili. Jóhannes var kvistur, sprott- in af góðri rót. Hann var kom- inn af góðum skagfirzkum bændaættum, sonur hjónanna Bjarna Jóhannessonar og Elínar Finnbogadóttur, sem bjuggu á ýmsum jörðum í Tungusveit og ólst Jóhannes þar upp hjá for- eldrum sínum. Árið 1920 keypti Jóhannes hálfa jörðina Merkigil í Austur- dal og fluttist. þangað, ásamt foreldrum sínum. Nokkru síðar keypti hann Merkigil allt, og bjó þar til jlauðadags. Árið 1926 kvæntist Jóhannes Moniku Helgadóttur frá Reykj- um í Tungusveit, dugmikilli at- hafnakonu, og lifir hún mann sinn. Eignuðust þau saman 8 börn, 7 stúlkur og 1 son, sem flest e?u ung, aðeins 2 dætur komnar yfir fermingu, en yngsta barnið fæddist þeim hjónum nú skömmu fyrir andlát Jóhannes- ar. — Það var sama þráin, sem leiddi Ingimund, Eirík og Þor- brand og alla hina, til að leita í skaut dalsins og festa þar bú, er benti Jóhannesi beint móti straumi tíðarandaps í faðm dalsins uppi við hinn ónumda og óháða fjallageim. Hann váldi sér rúm í fremstu víglínu ís- lenzkra bænda og hélt þar merk- únu djárflega á lofti. Merkigil er stór jörð, og höfðu lengi búið þar ríkir stórbændur með margt hjúa. En jörðin er afskekkt og erfið á nútímamæli- fagna gestum sínum, og halda þá jafnvel heila daga um há- sláttinn. Skorti þá hvorki skemmtan né annan beina. Jóhannes á Merkigili var þétt- ur fyrir og þrekmenni. Hann var starfsgláður og átti heilbrigðan og hógværan metnað fyrir stétt sína og stöðu. Hann var maður yfirlætislaus og fremur hlé- drægur, prúðmenni, drengur hinn bezti og óhlutdeilinn um annarra málefni. Greindur var hann vel og góður félagsmaöur. Þótti öllum, sem þekktu, gott með honum að vera. Hann var einn þéirra traustu masna, sem ekki láta bugast, þó að móti blási, en reynast bezt, þegar mest reynir á. Jóhannes á Merkigili sveipaði að sér kyrtlinum og gekk æðru- laust til starfa eins og fyrr, þó að hann kenndi banabroddsins í brjósti sér, og þegar þrekið þvarr svo, að ekki varð lengur staðið, bar hann sig enn sem hetja, tók hest sinn, kvaddi stóra hópinn sinn heima og hélt á fund læknanna, en það varð árangurslaust. „Römm er sú taug, er rekka dregur föðuftúna til“. Afdala- bóndinn, Jóhannes á Merkigili, lét fljúga með sig frá Reykjavík til Skagafjarðar, til þess eins að fá að loka augunum í hinzta sinn í faðmi héraðsins, þar sem vaggan stóð. Hann lézt á Sauð- árkróki 24. apríl, sama kvöldið sem flugvélin kom með hann frá Reykjavík. Starf bóndans er að jafnaði hljóðlátt og lætur lítið yfir sér, kvarða, og þangað verður ekkW’en hann stendur djúpum rót- ekið nauðsynjum, hvorki á bíl né hestvagni. Það er ekki vandalaust að taka við höfuðbólum og halda í horfinu með risnu og annað við gagnólíkar aðstæður. Áður hafði það ekki þótt' um of, þó 3—5 vinnumenn væru á Merkigili og álíka lið kvenna, en Jóhannes bjó þar lengst af einn með konu sinni, ungum börnum og föður sínum öldruðum. Þó hafði hann ekki minni áhöfn á jörðinni en fyrirrennarar hans, en miklu árvissari, því að búið á Merki- gili blómgaðist svo vel, að heita mátti, að tvö höfuð væru á hverri skepnu. Nærri má geta, að slík afrek verða ekki unnin nema með ó- venjulegum dugnaði og atorku, enda voru þau Merkigilshj.ón orðlögð fyrir hvort tveggja. Risnu þeirra var við brugðið, og þó að miklar væru annir, þá gaf bóndinn sér tíma til þess að um í því, sem íslenzkt er. Hann er þéttur fyrir, stefnir beint fram og lætur ekki stormsveipi hvikuls aldarfars hrekja sig af leið. Þannig var Jóhannes á Merkigili, og slíkum mönnum á ísland ógoldna þakkarskuld. Sár harmur er það og mikill skaði, er slíkir menn verða að fella niður merkið á miðri leið. Og mikill er missirinn og sökn- uðurinn sár, þegar stóri ást vinahópurinn þinn horfir á eftir þér yfir um djúpið dulda. Þá er ekkert til, sem getur svalað sundurkrömdu mannshjarta ekkert nema eitt — Kristur, meistarinn mikli frá Nazaret sem sagði: „Ég lifi og þér mun- uð lifa“. Vertu sæll, samherji og vinur. Þökk fyrir starfið og þökk fyrir allt. Hljóðar bænir fylgja þér yfir á landið ókunna. Guðm. L. Friðfinnsson. Minning Ingibjargar Jóns- dóttur, BlÖndudalshólum Þá eik í stormi hrynur háa hamra því beltin skýra frá, en þegar fjólan fellur bláa, fallið það enginn heyra má. Þessar ljóðlínur skáldsins komu mér í hug, er mér barst andlátsfregn. Ingibjargar í Hól- um. Hér var vissulega ekki hin háreista eik að falla til foldar með þrumugný. Hér var, í bók- staflegum skilningi, fjólan bláa að hníga til jarðar, undur hægt og hljóðlega, svo sem hún hefði viljað vekja sem minnsta eftir- tekt á hvarfi sínu úr hinum lif- anda gróðri. En ilmur horfinn innir fyrst urta hvers byggðin hefir misst. Okkur, sem þekktum hina látnu bezt, dylst það nú ei, hversu umhverfi hennar er að snauðara við fráfall hennar. Ingibjörg í Hólum var ein þeirra hljóðlátu kvepna, sem fyrst og fremst helga allt líf sitt og starf heimili sínu og ástvinum, en breiða þó jafnframt birtu og yl á veginn, svo að öllum, sem hann fara, hlýnar í návist þeirra. Byggðir íslands hafa á öllum tímum verið auðugar af slíkum konum og þó að héraðs- brestur yrði ei ætíð við fráfall þeirra, þá varð skarðið oft þeim mun auðara og vandfylltara í þeirra nánasta umhverfi. Slíkar konur, sem oft ber lítið á í ys og umstangi hins fjölþætta at hafna- og félagslífs, vinna þjóð sinni meira gagn og eru henni dýrmætari eign en sumt það sem á yfirborðinu er metið meira og sett skör hærra. en þeirra kyrlátu störf. Við arineld heimilisins vaknar til lífsiris og þroskast sérhver góð og göfug hugsun mannsandans og því bjartari og Ijreinni, sem logi þessa elds er, þess heilbrigðari og traustari verður sá gróður, er vex við skin hans. Það verður aðeins sumra hlutskipti í lífinu að gefa meira en þeir þiggja en slíkt er mikil hamingja Þessarar hamingju varð Ingi björg aðnjótandi í ríkum mæli Hún var alltaf að gefa. En af öllum gjöfum hennar þykir okk- ur vænst um og erum henni þakklátust fyrir, sólskinið og hlýjuna, sem hún ávallt bar með sér, hvar sém hún fór og nú þegar hún er horfin af sjónar- sviði þessa lífs, þá er minning hennar í hugum okkar vafin bjarma hinna mörgu sólskins stunda, sem hún gaf okkur. Slíka minning er gott að geyma. J. T. Ntíflan Ein fegursta og frjósamasta byggð norðanlands, Stíflan, verður fyrir þungum búsifjum af völdum Fljótárvirkjunar, sem Siglufjarðarbær er að byggja. Margar jarðir þar munu missa allar eða mestallar engjar sínar, sem eru mjög frjó- samar, undir vatn, vegna virkjunarinnár, og einnig verða þær fyrir ýmsu öðru tjóni. Bændur á þessum jörðum eiga því um sárt að binda og þótt sjálfsagt megi telja, að þeir fái tjón sitt bætt fjárhagslega að fullu, mun vafalaust mörgum þeirra finnast, að jarðir þeirra og byggðarlag verði fyrir skaða, sem aldrei verður bættur, og er þá ekki átt við hina fjárhagslegu hlið málsins. Einn bóndi í Stíflu, Hannes Hannesson á Melbreið, gerir í eftirfarandi grein nokkra grein fyrri því tjóni, sem þar hlýzt af virkjuninni, jafnframt og hann lýsir hinu fagra og frjósama byggðarlagi. „Inn af Fljótum gengur „Stífl- an“, fagur dalur og grösugur". Svo segir Steingrímur Arason í sinni landafræði. Þessi lýsing Steingríms er rétt og sönn það sem hún nær. Ég myndi ekki heldur sjá ástæðu til að bæta neinu við hana, ef þessi grösugi dalur virtist nú ekki vera að syngja sitt síðasta lag sem einn frjósamasti’ og fegursti dalur þessa lands. Austur-Fljótin er allstór dalur, sem skerst til suðurs inn milli hárra fjalla. Þjóðvegurinn frá Siglufirði og Sauðárkróki til Eyjafjarðar liggur eftir honum austanmegin Fljótár. Þegar komið er um 12 km. fram í dal þenna, frá Haganesvík, verða fyrir manni hólar miklir, sem liggja þvers um dalinn og loka honum austan megin árinnar. Framan við þessa hóla er Stíflan. Upphaflega hétu hól- ar þessir „Stífla“ (sbr. Land- námu, bls. 147—8). Síðar færð- ist svo nafn þetta yfir á dalinn sjálfan, en hólarnir kallaðir Stífluhólar. Dalur þessi, sem kallaður er Stífla, er ekki stór, ca. 5 km. á lengd frá fremsta bænum — Þrasastöðum — út að Stíflhól- um, þar sem símalínan liggur yfir þá. Það mun og láta nærri, að hann sé um 2 km. á breidd, að meðaltali milli hlíða. Öll lág-Stíflan er gamall vatnsbotn. Þarna eru renni- sléttar flæðiengjar, sem geta gefið af sér þúsundir hesta af stör á hverju ári. Upp af slétt- unni rísa svo hliðarnar, all- brattar að vísu, en grasi vafðar, sérstaklega austanmegin. í dal þessum eru 15 jarðir, sem allar eru nytjaðar, þó nú sem stendur séu ekki bæjarhús nema á 10 þeirra. Fyrir alllöngu voru taldir vera þarna yfir 20 bæir, og mun Stíflan þá hafa verið lang þétt- býlasti dalur þessa lands. Varla getur fegurri sýn en þá, að horfa yfir Stífluna á björtum sumardegi, af svokallaðri Bröttubrekku, en svo heitir brekkan, sem þjóðvegurinn liggur niður af, fram í Stífluna. Þar á brekkubrúninni kvað Páll heitinn Pálsson frá Knappsstöð- um hina þjóðkunnu vísu, gr hljóðar svo: Spretta fíflar Fróni á, fæst því ríflegt heyið. Ó, hve líflegt er að sjá ofan í Stíflu greyið. Framan dalinn liðast áin hljóðlát og silfurtær, í ótal bugðum og krókum. Þegar kem- ur norður að hólunum, skiptir áin sér í tvær meginkvíslar. Fellur önnur til vesturs í stefnu á Gautastaði og fýllir þar dá- litla kvos og myndar lítið stöðu- vatn, Gautastaðavatn. — Stefn- ir svo til norðausturs og sam- einast hinni kvíslinni, sem fell- . air til norðvesturs meðfram hól- unum og slær sér nokkuð út með köflum og mynda víkur og voga inn í rennslétt starengið. Milli álanna, sem áður getur, eru tveir hólmar allstórir. Stærri hólminn heitir Stórihólmi, tangi hans að austan er vaxinn skógi og víða í honum eru ljómandi fallegir runnar. Það yrði of langt mál ef lýsa ætti fegurð og gagnsemi Stífl- unnar eins og hún er, og læt ég því staðar numið. Nú vildi ég fara fáeinum orð- um um þær búsifjar, sem virkj- un Fljótár veldur Stíflunni sem slíkri og Holtshrepp sem heild. Ríkið á fimm jarðir í Stíflu og verða þær allar fyrir meiri eða minni skemmdum eða eins og hér segir: Húnstaðir missa bæði af tún- um og engjum. Þeir hafa verið í eyði að undanförnu„ en samt nytjaðir. Knappsstaðir missa nær allar engjar sínár og mikið af túni. Þar hefir verið kirkjustaður síð- an land var kristið, en áður var þar hof Fljótamanna. Tunga missir allt engið og góða sneið af túni. Þessa jörð er ríkið nýbúið að kaupa, en Siglu- fjarðarbær mun þá hafa verið búinn að kaupa allt það land hennar, sem talið var að færi undir vatn af völdum virkjun- arinnar. í Tungu er stórt og reisulegt steinhús, nýbyggt, og hlýtur það að hafa verið þetta hús, sem ríkið hefir verið að seilast eftir, er það keypti jörð- ina,'-því að ólíklegt er, að þeir, sem um kaupin fjölluðu fyrir þess hönd, hafi ekki vitað um að engið var selt. Þorgautsstaðir, sem er gömul hjáleiga *-og fýlgir nú Tungu, missir allt engi sitt. Háakot, «em einnig er gömul hjáleiga og fylgir nú Tungu, missir mikið af engi sínu. Af jörðum í sjálfsábúð verða þessar fyrir tjóni: Hringur missir allt engi sitt og góðan skanka af túni. Hamar, sem fylgir Hring, missir mikið land. Nefstaðir missa góða sneið af engi. Melbreið' missir mikið land og sennilega alla sína mótekju. Gautastaðir missa mikið aí engi og stóra sneið af túni. Svona er nú viðhorfið viðkom- andi jörðum bænda í Stíflu, og við þetta bætast svo aðrar skemmdir á mannvirkjum á þessu svæði. Símalínuna verðui að færa á alllöngum kafla. Þjóð- veginn verður að færa á löngum kafla, líklega- á annan km. Mjög er nú deilt um það hvort þarna geti þrifizt bygg2 eftir að búið verður að fylla uppistöðulónið. Um það vil ég ekkert segja, en fari svo, að þa? þyki ekki svara kostnaði a? rækta það land, sem eftir verð- ur, svo að engjátap vinnist upp er sýnilegt, að Stíflan fer í eyði en verði það, bíður Holtshreppu] einnig stórtjón af völdum Fljót- árvirkjunar. Hvaða skaðabætui fær hann og hvaðan? Þess má geta, að um 10 síðast- liðin ár hafa 33% gjaldendt Holtshrepps búið í Stíflu og þessi 33% hafa borið að meðal- tali 37% af öllum gjöldun hreppsins. Það er hvorki mein né minna en fullur þriðjungu: tekna, sem Holtshreppur missi: ef svo fer og sem margir ætls að verði. Fyrir skemmstu var stofnaður svokallaður Landgræðslusjóður, og var þess full þörf og ekki nema gott eitt um þaö að segja, en það virðist vera einkenni- legt öfugstreymi, að á sama tima er eyðilagt fagurt og frjó-' samt lánd, sem hið. alskapandi afl hefir búið manninum í hend- ur. — Skípulagsstjdfí Ríkisstjórnin hefir skipað Hörð Bjarnason arkitékt, skipu- lagsstjóra ríkisins. Er þetta nýtt embætti, sem stofnað er til sam- kvæmt lögum um skipulagningu kauptúna og sjávarþorpa. Skipulagsstjóri mun annast framkvæmdir skipulagsuþp- drátta og eftirlit með skipulagi um allt land. Hann starfar undir félagsmálaráðuneytinu og skápu- lagsnefnd. Samband ísl. samvinnufélaga. SAMVINNUMENN! Dragið ekki að brunatryggja innbú yðar. Biðjið kaupfélag yðar að annast vátryggingu. O p A L Rœstiduft er fyrir nokkru komið á markaðinn og . hefir þegar hlotið hið mesta lofsorð, því vel er til þess vandað á allan hátt. Opal ræstiduft hefir alla þá kosti, er ræstiduft þarf að hafa, — það hreinsar án þess aö rispa, er mjög drjúgt, og er nothæft á allar tegundir búsáhalda og eld- húsáhalda. \otið O P A JL rœstidufi Athygli allra viðskíptavina vorra er liér með vakiu á því, að vér iiöfum lagt niður nafnið Byggingafélagið h/f, en tekið í þess stað upp nafnið Skrifstofa vor er á Hverfisgötu 117. ®ygg*DgaféIagíð Brú h.f. Sími 3807. Raftækjavinnustoían Seliossi frainkvæmir allskonar rafvirkjastörfi. TÍMINN er víðlesnasta auglýsingablaðið!

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.