Tíminn - 21.07.1944, Blaðsíða 4

Tíminn - 21.07.1944, Blaðsíða 4
284 TlMirciV, föstudaginii 21. julí 1944 71. hlað Sextngur: Felix Guðnmndsson Felix Guðmundsson kirkju- garðsvörður í Reykjavík varð sextugur 3. þ. m. Af störfum sínum að marg- háttuðum félags- og umbóta- málum er hann löngu orðinn maður landskunnur. Um langt skeið var hann meðal forystu- manna Alþýðuflokksins, mikill bindindis- og bannfrömuðu'r, forgöngumaður um alþyðutrygg- ingar og áhugamaður um sam- vinnumál. Hefir hann löngum gegnt fjölmörgum trúnaðar- störfum vegna þessara mála og annara, og jafnan reynst lið- tækur í bezta lagi, en auk þess er hann drengur góður og því vinsæll og vel metinn. Útigöngni é - Föstudaginn 7. júlí s. 1. 'fór fram vorsmölun á afrétti Hruna- mannahrepps í Árnessýslu. Fundust þá m. a. 2 ær frá Sveini Sveinssyni bónda í Efra-Lang- holti, Hrunamannahreppi. Ær þessar höfðu verið reknar á af- rétt vorið 1943, með öðru heima- fé, og voru þær þá báðar með ibmbum. Síðastl. haust vantaði þær báðar af fjalli, en lambið undan annari kom í fyrstu haustsmölun. Nú komu þær báðar geldar og vel útlítandi, en hafa auðsjá- anlega lifað við allþröngan, kost í vetur. Höfðu þær týnt mest- allri ull. Líklegt má telja, að lambið, sem átti að vera með annari ánni, hafi farizt úr harð- rétti í vetur, því land er frem- ur kostarýrt á þeim slóðum, er kindurnar fundust. Ærnar voru, önnur tveggja og hin þriggja vetra á þessu vori. Ekki er kunnugt um að fé hafi áður lifað af' vetur á Hrunamannaafrétti. By ggí ngar kostnaður Teiknistofa landbúnaðarins hefir, með hliðsjón af bygging- arkostnaði húsa þeirra, sem reist hafa verið á vegum hennar á tímabilinu 1. maí 1943 — 1. maí 1944, talið, að byggingarkostn- aður ibúðarhúsa úr steinsteypu, aðstærð 7—8 metrar, ein hæð og kjallari, með þrem herbergj- um, eldhúsi og forstofu á hæð- irmi, en snyxtiherbergi og geymslum í kjallara, hafi verið á þessu tímabili 40.580 kr. En það 23% hækkun frá árinu áð- ur, en tæplega 306% hækkun frá 1938—39. — Eftirfarandi yf- irlit sýnir hækkun byggingar- kostnaðarins árlega síðan fyrir stríð: kr. 1938—39 . . . . 10.000 1939—40 . . .. 12.500 «4941— 42 . . .. 17.500 1941—42 . . . . 19.975 1942—43 .. . . 32.875 1943—44 . . . . 40.580 Samkvæmt þessu hefir bygg- ingarkostnaðurinn fjórfaldast síðan fyrir st'ríð. Nýr vélbátur Skipasmíðastöð Hafnarfjarð- ar hefir nyiega lokið smíði á 43 smál. vélbát, sem nefndist Morgunstjarnan. í bátnum er 171 ha. vél og er frágangur all- ur vandaður. Eigendur bátsins er nýstofnað hlutafélag í Hafnarfirði, er nefnist Hafstjarnan h. f. Bátur- inn er farinn á síldveiðar. ÚR BÆNCM Dr. Richard Beck er nýkominn til bæjarins úr ferða- lagi um Austurland og Vesturland. Hann flutti ræðu á Hallormsstaða- skemmtuninni 9. þ. m. og fór síðan til Reyðaríjarðar, þar sem hanrf er fædd- ur og uppalinn. Hann flutti ræðu á samkomu, sem var haldin fyrir hann á Reyðarfirði, og einnig á samkomu ungmennafélagsins á Eskifirði. Þegar hann kom úr Austurlandsförinni, fór hann til ísafjarðar í boði bæjarstjórn- arinnar þar. Þar flutti hann ræðu í samsæti, sem honum var haldið, og eins á Núpi í Dýrafirði, þar sem hald- iri var samkoma, er hann var þar. Dr. Beck rómar mjög ferðalag þetta, en hitt er líka víst, að þeir, sem nutu kynningar við hann, hafa líka rómað komu hans og talið hann hinn mesta ííufúsugest. Koma hans hingað mun mjög hjálpa til að styrkja böndin milli íslendinga austan og vestan hafsins. Eldsvoði. Laust eftir miðnætti aðfaranótt s. 1. miðvikudags var slökkviliðið kallað að Laugavegi 53. Hafði þar komið upp eldur í einlyftri viðbyggingu við húsið, sem í voru fjórar íbúðir. Var eldurinn í nyrstu íbúð viðbygging- arinnar. Slökkviliðinu tókst að verja frekari útbreiðslu eldsins, en hins veg- ar urðu mjög miklar skemmdir á íbúð þeirri, sem eldurinn kom upp í. Þar bjó maður að nafni Jóhann Sigurðsson með' konu og einu barni. Brenndist Jóhann svo að flytja varð hann á sjúkrahús. Öll búslóð fjölskyldunnar eyðilagðist. Ekki er enn vitað um upp- tök eldsin's. Fimleikaflokkar úr Ármanni eru nýlega komnir úr hálfsmánaðar ferðalagi jm Vestfirði. Þeir sýndu þar fimleika á 13 stöðum; en alls höfðu þeir 15 sýningar. Um 5600 manns sáu sýningarnar og má af því marka, að aðsóknin hefi" verið mikil. Fimleikafólkið rómar mjog þær viðtökur, sem það fékk- yfirleitt í ferðinni. Valsbíllinn. Pyrir nokkrum dögum fór fram af- hending happdrættisbíls Vals. Hand- hafar miðans nr. 14449, sem vinning- urinn kom upp á, voru systkinin Jó- hanna og Hafsteinn Ziemsen, Bjarkar- götu 6. Eru það börn Knud Ziemsen, íyrrverandi borgarstjóra. Skýrsla LandsbanKans fyrir 1943 er nýlega komin út. Er þar að finna mikinn fróðleik um. atvinnu- vegi og f járhagsmál landsmanna á þvi Tímarit Verkfræðingafélags íslands, 1. hefti þessa árgangs, er nýlega kom- ið út. Aðalgrein þess er eftir Gisla Halldórsson verkfræðing og fjallar um jarðgufu til rafmagns og hitanotkunar. Félag Vestur-fslendinga heldur fund í Oddfellowhúsinu í kvöld kl. 8,30. Heiðursgestur fundarins verður prófessor Riehard Beck. Vestur- íslendingar, sem hér eru staddir eru sérstaklega boðnir. ASgöngumiða sé vitjað í verzlunina Kjöt og Fiskur, Baldursgötu. ' Hjónaband. Nýlega voru gefin saman í hjóna- band í Siglufirði ungfrú Sigurbjörg Guðmundsdóttir fulltrúa Sveinssonar á Sauðárkróki og Björgvin Bjarnason lögfræðingur á, Siglufirði. Trúlofun. "Nýlega hafa opinberað trúlofun sína í Siglufirði ungfrú Gyða Jóhannsdóttir og Sigurður Jónsson gjaldkeri hjá Síld- arverksmiðjum ríkisins. Tvíhöfðaður hænuungi. Það sjaldgæfa fyrirbrigði kom, ný- legá fyrir í hænsnabúi Valgeirs Svein- björnssonar, Litla-Landi við BreiS- holtsveg, að tvíhöfðaður hænuungi kom úr eggi. TJnginn var að öðru leyti rétt skapaður. Höfuðin voru gróin sam- an í miðju. Unginn hafði fjögur augu og tvö nef. Hann var dauður, er hann var tekinn úr egginu. Hann er nú kom- inn á Náttúrugripasafnið. Leiðrétting. í grein um „Fjallið og drauminn" eftir Ólaf Jóh. Sigurðsson í næst- síðasta blaði eru nokkrar prentvillur. Er sú meinlegust, þar sem talið er að mergð fágætra orða geri stílinn nokkuð „hrökköttan" — en átti að vera hnökr- óttann. Á víðavangi. (Framh. af 1. síðu) höll, sem var líka mesta nauð- synjamál, og' endurbætur þar margfallt meira aðkallandi en viðkomandi mjólkursölunni. Hvernig standa . svo þessi mál: Mjólkursamsalan hófst strax handa um byggingu mjólkur- stöðvarinnar, þegar lóðin var fengin, hið mikla stöðvarhús rís nú hátt við Suðurlandsbraut óg vélarnar eru löngu pantaðar. En fiskhöllin er ókomin enn og örlar hvergi á framkvæmdum í því máli. Ætla að Reykvíkingum þyki ekki þetta lærdómsríkt um það, að alveg eins og það er betra áð hafa búskapinn í hóndum bænda en Bjarna og Sigfúsar, sé líka betra að fela þeim mjólkursöluna en Bjarna og Sigfúsi? GÓÐA MJÓLKIN Á LÝÐ- VELDISHÁTÍÐINNI. Þessar hugleiðingar um mjólkurskrif Sigfúsar þykir rétt að enda með lítilli frásögn frá lýðveldishátíðinni á Þingvöll- um. í veitingatjöldunum fengu allmargir gestirnir sér mjó'lk, og viðkvæðið hjá ýmsum þeirra var: Þetta er góð mjólk, reglu- leg sveitamjólk. Það er nokkur rriunur á henni og samsullinu í Reykjavík. Mjólkin var venjuleg samsölu- mjólk frá Reykjavík. Þessir litlu viðburðir á lýð- veldishátíðinni á Þingvöllum eru alveg nægilegt svar við öllum skætingi Sigfúsar um Samsölu- mjólkina. En þeir sýna jafn- framt skemmdaráhrif hins ó- svífna blaðaáróðurs. Skólamálanefndín Milliþinganefnd í skólamál- um heldur nú fundi hvern virk- an dag, og mun svo næstu vikur. Auk þess skipta nefndarmenn með sér störfum og rannsaka nú þau svör, er nefndinni hafa borizt varðandi hina ýmsu skóla, svo sem t. d. barnaskóla, gagn- fræðaskóla, héraðsskóla og menntaskóla. Svör þessi eru enn mikils til of fá, og telur nefndin það miður farið, ef ekki verður úr því bætt. Erlent yfirlit (Framh. af 1. síðu) beinist jafnan í rétta farvegi. Ríkið fær raunverulega vald yfir því, hvar og hvernig vinnuafl- ið er hagnýtt. Það getur bann- að ný atvinnufyrirtæki á stöð- um, þar sem atvinna er nóg og ekki er talið heppilegt að fólkinu fjölgi, og fyrirskipað, áð þau skuli reist þar, sem atvinnu vantar og skilyrði eru til fólks- fjölgunar. Það getur látið skammta ýmsar nauðsynjavörur og bannað framleiðslu luxus- vara. Þannig mætti lengi telja. í tillögunum er mjög ákveðið tekið fram, að skattar muni halda áfram að vera háir. Þá er tekið fram, að ríkið verði að veita þeim atvinnugreinum, sem séu álitnar þjóðinni nauðsynleg- astar, sérstakan stuðning, og eru þar einkum nefndar skipa- smíðar, kolavinnsla og landbún- aður. Sú stefna á vaxandi fylgi í Bretlandi, að landbúnaðurinn verði viðurkenndur sem einn þýðingarmesti atvinnuvegurinn, en honum var um skeið lítill sómi sýndur, meðan ýmsir út- flutningsatvinnuvegir voru í uppgangi. Reynzla stríðsáranna hefir sýnt Bretum, hve þýðing- armikill landbúnaðurinn er. Hér yrði oflangt mál að^rekja efni hvítu bókarinnar til nokk- urrar hlítar. Ráðherrar úr báð- um aðalflokkum þingsins hafa mælt með henni, m. a. Bevin og Anderson. Yfirleitt virðist hún fá heldur góða blaðadóma. Með- al brezkra stjórnmálamanna virðist sú skoðun vaxandi, að framtíð Bretlands sem stórveld- is byggist mjög á því, að það geti orðið forustuland í félags- málum. Þeir telja, að Bretar geti orðið slík forustuþjóð, ef beir geta náð iafngóðum ár- angri í fjárhagslegum og hag- skipulagslegum efnum undir lýðveldisstjórn og náðst hefir undir einræðisstjórn. Hvíta bók- in miðar í þá átt, þótt vafalaust barfnist þær tillögur, sem þar eru, ýmsra endurbóta. , Nokkurri gagnrýni hefir hvíta bókin sætt. Ýmsir íhalds- menn telja hana ganga of langt inií á starfssvið einkaframtaks- ins, en.róttækir jafnaðarmenn telja hana aftur á móti ekki ganga nógu langt. Fyrir jafnað- armönnum vakir meiri þjóðnýt- ing, m. a. að bankarnir verði ríkiseign. TJARNARBÍÓ Minnisstæð nótt (A Night to Remember) * Bráðskemmtileg gaman- og lögreglumynd. LORETTA YOUNG, BRIAN AHERNE. Sýnd kl. 5, 7 og 9. •GAMLA BÍÓ« ~> Flugskytta (Aerial Gunner) RICHARD ARLEN, CHESTER MORRIS, LITA WARD. Sýnd kl. 5, 7 og 9. Börn innan 12 ára fá ekki affgang. ?NÝJA HlÓ-o—o—XMM.A í glaumi líf sins. (Footligt Serenada) Aðalhlutverk: BETTY GRABLE, VICTOR MATURE, JOHN PAYNE. Sýnd kl. 5, 7 og 9. SHERLOCK HOLMES OG ÓGNARRÖDDIN. Spennandi leynilögr.m. BASIL RATHBONE og NIGEL BRUCE. Bönnuð yngri en 12 ára. Sýnd kl. 5 og 7. Ibúð 2—3 Iierbergi og eld- héís óskast híi þegar eða síðar. Upplýsingar í skrif- síofu prentsm. Eclclu. ff $úðinéé vestur og norður í byrjun næstu viku. Tekið á móti flutningi til Skagafjarðar-, Húnaflóa- og Strandahafna í dag. Paptaðir farseðlar óskast sótt- ir fyrir hádegi á mánudag. GÆFAN íylgfir trúlofunarhringunum frá SIGURÞÓR, HAFNARSTR. 4. Sent mót póstkröíu. Sendið nákvæmt mál. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinsemd við útför mannsins míns Jöms Jónssonar á Loftsstöðuní. Fyrir mína hönd og annara vandamanna. RAGNHILDUR GÍSLADÓTTIR. Tílkynníng Takið þessa Iiók með í sumarfríið. Stef án Jóhann (Framh. af 1. síðu) 1934, átt sæti í utanríkismála- nefnd, sambandslaganefndinni, menntamálaráði og mörgum fleirum nefndum. Stefán er maður vel starfs- hæfur. Hann hefir átt mikinn þátt í undirbúningi flestra þeirra umbótamála, sem Alþýðu- flokkurinn hefir komið fram, (verkamannabústöðum, trygg- ingarlögunum, o. s. frv.). Hann er málafylgjumaður góður fastur fyrir, þegar því er að skipta. Árásir andstæðinganna og þó sérstaklega kommúnista, hafa mætt meira á honum en öðrum foringjum Alþýðu- flokksins síðan Jón Baldvinsson leið. En Stefán hefir mjög á- kveðið tekið upp merki Jóns, lýðræðisjafnaðarstefnuna, og varað verkamenn við byltingar- brölti og æfintýrapólitík. Stjórn- málabarátta hans hefir mótázt af því, að hægt sé að koma hug- sjón jafnaðarstefnunnar fram á umbóta- og lýðræðisgrund- velli og slík þróun sé betri og ör- uggari leið en bylting. Um hitt má svo vitanlega deila, hvort Stefáni og flokki hans hafi allt- af tekizt að vinna í samræmi við slika umbótastefnu, og hefir hann oft verið gagnrýndur í því sambandi í þessu blaði. En þrátt fyrir það ber samt réttilega að meta, að Stefán hefir viljað starfa á grundvelli lýðræðis- jafnaðarstefnunnar og fyrir það hefir hann verið meira ofsóttur af kommúnistum en nokkur annar hérlendra manna. Stefán er giftur Helgu, dóttur Björns Ólafssonar skipstjóra í Mýrarhúsum. Þau eiga þrjá sonu. Samkvæmt 86. gr. lögreglusamþykktar Reykjavíkur er óheimilt að skilja eftir eða geyma á almannafæri muni, er valda óþrifnaði, tálmunum eða óprýði. Nú verður hafin hreinsun og brottflutningur slíkra muna af bæjarsvæðinu. Flutningurinn fer fram á ábyrgð og kostnað eiganda, en öllu því, sem lögreglan telur lítið verðmæti í, verður fleygt. Hreinsunin mun lícrst fara fram á svæðinu milli Lækjargötu og Garðastrætis annars vegar, en Skot- húsvegar og Tryggvagötu .hins vegar, og verða þá fluttir af því svæði slíkir munir, er að ofan getur, hafi þeim eigi verið ráðstafað af eigendunum fyrir 24. júlí n..k. Lögreglustjórinn í Reykjavík, 19. júlí 1944. Agnar KoSoed-Hansen Fréttir frá L S. í. Þessi ungmenna- og íþrótta- sambönd hafa gengiff í f. S. f.: U. M. S. Borgarfjarðar er geng- ið í sambandið, en í því eru þessi sex ungménnafélög: Baula félagatala 40, Björn Hítdæla- kappi félagatala 40, Borg félaga- tala 30, Brúin félagatala 45, Dagrenning félagatala 54 og Egill Skallagrímsson- félagatala 47. Áður voru í í. S. í. félög í Borgarfirði, en alls eru félögin 11 með 624 félagsmenn. Formað- ur er Jón Björnsson frá Deild- artungu. . U. M. S. Skagafjafðar hefir gengið í sambandið. í því eru 8 félög með 811 félagsmenn. og~JFormaður er Guðjón Ingimund- arson. Nú eru sambandsfélög í. S. í. 175 að tölu með yfir 20 þúsund félagsmenn. Göngulag í. S. 1: Sambandinu hefir borizst göngulag frá Árna Björnssyni tónskáldi, sem er til- einkað sambandinu. Glímubók: Stjórn í. S. í. hefir ákveðið að gefa út Glímubók í. S. í. Hennar er orðin mjög þörf með hinum vaxandi glímu- áhuga um land allt. Strandfötin eru komin aftur. II. Toft Skólavörðustíg 5. Sími 1035. úti á landi, Afrekaskrá Islands 1943, Rabb um árangurinn 1943 (Sig. Ól.), Afrek íslendinga er- lendis (J. B.). Merk hlaup: Skólahlaupið, Afreksmenn, II.: Guðjón Júlíusson, íslenzk met, íslenzk drengjamet, Norður- landamet, Heimsmet, minning- arorð um látna íþróttamenn o. m. fl. • Ritstjórar árbókarinnar eru þeir Jóhann Bernhard og Brynj- ólfur Ingólfsson. Árbók frjáls- íþróttamanna Árbók frjálsíþróttamanna 1944 er nýkomin-út. Er þetta í annað sinn, sem þessi árbók kemur ár. Hefir árbókin að geyma margvíslegan fróðleik og upplýsingar, sem íþróttamönn- um i frjálsum íþróttum og unn- endum þeirra íþróttagreina er gagnlegt að kunna skil á. Efni árbókarinnar er m. a., sem hér segir:- Upphaf frjálsra íþrótta á íslandi II. (Ólafúr Sveinsson), íþróttamótin í Reykjavík 1943, íþróttamótin Karfoflumat Nýlega er kominn út leiðar- vísir um flokkun og mat kar- taflna, gefinn út af verðlags- og matsnefnd garðávaxta.. Hefir Ingólfur Davíðsson samið hann að tilhlutun nefndarinar. Mat á kartöflum átti að hefjast í fyrra- haust, en var þá frestað um eitt ár, vegna hinnar lélegu upp- skeru. Leiðarvísirinn mun send- ur sem flestum kartöflufram- leiðendum og eru þeir hvattir til að fara eftir þeim leiðbeining- um, sem þar eru gefnar, ekki sízt um yal útsæðis. í verðlags- og^ matsnefnd garðávaxta eiga sæti Stein- grimur Steinþórsson, Kristjón Kristjónsson og Þórarinn Kr. Guðmundsson. Vinnið ötullega fyrir Timann.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.