Tíminn - 28.07.1944, Blaðsíða 4

Tíminn - 28.07.1944, Blaðsíða 4
292 TÍMIRÍX, íöstudagiim 28. júlí 1944 73. blaS 1 Á víðavangi. (Framh. af 1. síðu) , því, að meirihluti hlutabréfa- eignarinnar eða umboð fyrir hana sé í höndum fárra manna. Full ástæða er líka til þess að efast um, að hlutahafatalan sé svona há, því að þess munu þekkjast dæmi, að menn, sem eru búnir að selja hlutabréf sin, eru skráðir hluthafar hjá félögum. En jafnvel þótt hlut- hafatalan 13274 sé rétt, þá sýnir hún ekkert annað en að nær 13700 menn ráða nær engu, því að völdin eru í höndum hina fáu útvöldu. SLEIFARLAGIÐ Á REKSTRI EIMSKIPAFÉLAGSINS. Eimskipafélagið er átakanleg sönnun þess, hvernig „óskabarn og þjóðþrifafyrirtæki“ getur lent á villugötum. Það er ekki nóg, að félagið hafi komizt í hendur fárra manna, er noti það til að skapa sér sérréttindi og völd. Slíkt gæti átt sér nokkur- ar málsbætur, ef það væri rekið með dugnaði, sívakandi áhuga og framsýni. En slíkt virðist all- mjög hafa skort og í stað þess hefir Eimskipafélagið reynt að hreiðra um sig í skjóli skatt- fríðinda og annara opinberra hlunninda. Lítið dæmi um það, hve framsýni forráðamanna fé- lagsins er lítil og þeir fylgjast illa með á sínu sviði, er það, að þegar ríkið lét byggja Ægi með olíuvélum, lét Eimskipafélagið á sama tíma byggja skip með kola- vélum. Annað dæmi um það, hve forráðamennirnir miða lít- ið við heildarhagsmuni er skemmtiferðaskipið til Dan- merkurferða, sem þeir vildu láta byggja fyrir stríðið, í stað vöru- flutningaskips til Ameríkusigl- inga, eins og Framsóknarmenn börðust fyrir. Ef framtak for- ráðamanna Eimskipafélagsins hefði verið meira, hefði félagið áreiðanlega getað endurnýjað eitthvað af skipastól sínum fyrir stríð, líkt og Skipaútgerðin gerði, er gamla Esja var seld og nýja Esja byggð. í stað þess hafði Eimskipafélagið nær eingöngu gömul skip og þurfti að hafa há fargjöld og útlendingar gátu svo rekið siglingar hingað í skjóli þess. Þannig mætti lengi telja. Það hefir vantað líf og fjör í rekst- ur Eimskipafélagsins lengi. Það hefir gleymt heildarsjónarmið- inu. Það hefir verið rekið eins og búralegt einkafyrirtæki. Það þarf að koma í það krafti, fjöri og framtakssemi. Það gerir sigl- ingarnar aldrei innlendar eins og það er rekið nú. Það verður að hrífa það úr fjötrunum, sem gróðamennirnir hafa lagt á það. Það verður að gera það „óska- barn“ aftur undir bættu skipu- lagi og þróttmeiri forystu. Það verður eitt af hinum stóru verk- efnum þings og stjórnar að vinna að því. SKIPULAG FLUGMÁLANNA. Eins og margsinnis hefir verið bent á hér í blaðinu, er engin trygging fyrir því, hvernig Eim- skipafélagið muni ráðstafa hin- um mikla gróða sínum. Það at- riði eitt er nægilegt til þess, að ríkisvaldið getur ekki látið um- rædd mál afskiptalaus. Heyrst hefir, að forráðamenn þess ætli að verja nokkru af gróðanum til gistihússreksturs og flugvéla- kaupa. Slíkt væri full fjarstæða. Hér eru þegar fyrir tvö flugfé- lög, sem vonandi taka upp ná- ið samstarf, og þau ættu að vera þeim vanda vaxin, að ann- vast í samráði við ríkisvaldið flugsamgönfurnar bæði út á við og inn á við, að svo miklu leyti, sem íslendingar reka þær. Það væri aðeins til að skapa aukinn glundroða og skaðlega sam- keppni við flugfélögin, ef Eim- skipafélagið ætlar að hefja ein- hver afskipti af þessum málum. Það verður að starfa á sínu upp- runalega starfsáviði og flugfé- lögin á sínu. Rikisvaldið þarf síðan að hafa það samráð við báða þessa aðila, er tryggir að heildarhagsmununum sé bezt þjónað. Ffölsótt skemmtun (Framh. af 1. síðu) Hreppamanna söng undir stjórn Sigurðar Ágústssonar, Birtinga- holti, fimleikaflokkur úr Ár- manni sýndi leikfimi undir stjórn Jóns Þorsteinssonar og íþróttakeppni var milli ung- mennafélaga í Hrunamanna- og Gnúpverjahreppum. Lauk henni ÖLLU >VÍ ÁGÆTA FÓLKI, ER SÝNDI MÉR VINSEMD OG HLÝHUG FIMMTUG- USI, ÞAKKA ÉG INNILEGA. STEFÁN JÓH. STEFÁNSSON. • ----------—-----—— t R B/ENUM Olafsökan 1944, blaðið, sem færeyski blaðamaðm'inn Sámal Davíðsson gefur út í tilefni af Ólafsvökuhátíðinni, hefir borizt Tím- anum. Það flytur minningargrein um Dahl prófast eftir Sigurgeir Sigurðs- son biskup, Hugvekju á Ólafsvöku eftir séra Jakob Jónsson, Ólafsvaka og 17. júní eftir Sigurð Magnússon, Noröur- landamót eftir Jón H. Guðmundsson, í dag er hátíð eftir Danjál í Beitini, Gestur í Maríugarði eftir Gunnar M. Magnúss, Heilir Færeyingar eftir Her- stein Pálsson, Nú líður fram til kláran dag eftir Sig. Guðmundss, Grindadráp eftir Ríkarð Jónsson og loks Ijóð eftir Óskar Þórðarson. Margar myndir prýða ritið og er það hið vandaðasta. Vatnsleysi er nú tilfinnanlgt á ýmsum stöðum í bænum. Bæjaryfirvöldin hafa gert sérstakar ráðstafanir til að reyna að draga úr því, eins og sést á auglýs- ingu á öðrum stað í blaðinu. Ægir, mánaðarrit Fiskifélags íslands nr. 6—7 37. árg. er nýkominn út, fræðandi og vandaður að efni. Af greinum rits- ins má nefná: Síld og hungraðar þjóð- ir, Bretar undirbúa skipulagningu sild- veiðiútvegsins, Sjómannadagurinn 4. 1944, Ræða Kjartans Thors á sjó- mannadaginn, Stærsta síldarniður- suðuverksmiðja heimsins, Um vélgæzlu, Botnvörpuskjp framtíðarinnar, Mat- sveinanámskeið á Norðfirði og margt fleira smærri greina. Maður hverfur. Rannsóknarlögreglan 1 Reykjavík auglýsir um þessar mundir eftir manni, sem ekki hefir spurst til í 8 mánuði. Hann heitir Jóhann Björnsson, fæddur 8. sept. 1925 og á heima á Akuryri. Jóhann var sklpverji á erlendu skipi, er var í siglingum hingað. Þann 18. des. fyrra árs fór Jóhann frá heimili sínu og ætlaði um borð í skipið, sem fara átti þennan dag, en er síðast fréttist af skipinu hér á höfninni, var Jóhann ekki enn kominn um borð. Þó er mögulegt, að Jóhann hafi komið út i skipið eftir að siðast var farið út í það hér, því að það lá nokkurn tíma úti á ytri höfn og beið skipalestar, sem það átti að hafa samflot við. Skip þetta hefir ekki komið hingað síðan. Leiðrétting. Það er rangt, að Færeyingar séu boðnir til Vífilsstaða á Ólafsvökuhá- tiðinni, eins og sagt var frá í seinasta blaði. Heimildin, sem blaðið hafði fyrir fréttinni, reyndist ekki rétt. Skípaáfgerð ríkísins (Framh. af 1. síðu) koma hjá flestum, og þó sér- staklega hjá þeim aðilum, sem burftu að annast viðkomur á smáhöfnunum. Það fyrirkomulag hefir verið hér í allmörg ár, að einstakir aðilar hafa haft sérleyfi til fólksflutninga á ákveðnum landleiðum. Samkeppnin hefir ekki verið talin eiga þar við. Þetta skipulag virðist hafa líkað vel og verið öllum aðilum til hags. Niðurstaðan yrði hin sama, ef strandsiglingarnar væru allar á einni hendi. Annars tel ég ekki rétt á þessu stigi, segir Pálmi að lokum, að ræða nánara um einstök fram- kvæmdaatriði ý framtíðarskipun þessara mála. Ég á sæti í milli- þinganefnd, sem hefir stsand- ferðamálið til athugunar og mún hún væntanlega skila áliti sínu áður en langt líður. Þar mun ég koma tillögum mínum á framfæri og álít því ekki rétt að ræða einstök atriði nánar að svo stöddu. — Tíminn vil eindregið taka undir þær tillögur Pálma, sem hann hefir hér minnst á. Til- lögum þeim, sem milliþinga- nefndin í strandferðamálum mun bera fram, verður áreiðan- lega mikil athygli veitt og ber þess að vænta, að þar verði stefnt að því að koma þessum málum í sem haganlegast og ör- uggast horf. með sigri Gnúpverja. Lúðrasveit- in Svanur úr Reykjavík lék nokk ur lög. — Að lokum var stiginn dans. Skemmtunin fór hið bezta fram. Rit um búnaðarmál (Framli. af 3. síðu) og hefir ritstjórinn, Ingólfur Davíðsson, samið hvorttveggja. Einnig minnist hann lýðveldis- stofnunarinnar í formála ritsins. Hann minnist þar á hlutverk garðyrkjunnar í þágu-þjóðar- sjálfstæðisins á komandiiv ár- um. „Efling atvinnuveganna", segir hann, „og efnalegt sjálf- stæði, er nauðsynlegt, ef vel á að fara. Gott er að geta búið sem bezt að sínu og þar á garð- yrkjustéttin að leggja til drjúg- an skerf í þjóðarbúið. „Garður- inn er heilsulind heimilins," og heimilismenningin mótar kyn- slóðirnar meira en flest annað“. Efni Garðyrkjuritsins er að öðru leyti á þessa leið: Klemens Kristjánsson á Sáms- stöðum skrifar um kartöfluaf- brigði, val útsæðis, stöngulsýki. Þar segir frá tilraunum um þessi efni, er gerðar hafa verið á Sámsstöðum undanfarin ár. Tilraunirnar sýna, að miklu skiptir að velja rétt útsæði og þarf þá að hafa sem fyllsta hlið- sjón af uppskerumagni, matar- gæðum og viðnámi afbrigðisins gegn sjúkdómum. Þegar ^ru not-> uð hér allt of mörg kartöfluaf- brigði og ætti að mega að gera kartöfluræktina stórum arð- meiri og árvissari með frekari tilraunum á þessu sviði. Þegar tilraunirnar eru komnar á það stig, að örugglega má fullyrða um árangur, verður að vinna vel að því, að kartöflu- framleiðendur hagnýti hann. Þessa ætti ekki að vera mjög lengi að bíða, en hins vegar má heldur ekki hrapa að neinu í fljótræði og allar tilraunir þurfa sinn tíma. Niels Tyberg skrifar um gróð- urhús — garðyrkjumenningu. Hún er hvatning til hinnar sí- vaxandi garðyrkjumannastéttar að gera sitt ítrasta til að reyn- ast hlutverki sínu vel vaxin, og er hún hin þarfasta hugvekja. Anna Sigurðardóttir skrifar um austfirzka ræktun'arfrömuð- inn Guðnýju á Bakka í Eski- firði og lýsir garðinum hennar. Guðný hefír unnið mikið og merkilegt starf og sem að ýmsu leyti er einstætt. Jónas Kristjánsson læknir skrifar snjalla hugvekju um garðrækt og manneldi. Hann segir þar öllum eiturlyfjum stríð á hendur og minnist þess m. a„ að eitt nýtt eiturlyf hafi enn komið hér til sögunnar, „þar sem sé Kóka-kóla, sem gerir menn hjartveika og tauga- veila“. Hann rökstyður nauðsyn aukinnar neyzlu á garðávöxt- um og grænmeti og bendir jafn- framt á þá uppeldislegu þýð- ingu, ef borgarbúar hefðu allir eitthvað af slíkri ræktun til að hugsa um. í niðurlagi hug- vekju sinnar segir hann: „Það hefir verið sagt, að sveitin væri vagga mannkynsins, en borg- in gröfin. í borgum verða menn hóglífir og sællífir og þar af leiðandi kvillasamir. Þar venjast menn á iðjuleysi og illa siði, sem spilla þeim siðferðilega, heilsufarslega og andlega. Þar hrörnar allt líf, þrátt fyrir auð- ævi og allsnægtir, óhóf og skraut, vegna þess, að þar lifa menn ekki í samræmi við hið gróandi líf“. Ingólfur Davíðsson skrifar um grasbletti og limgarða, þar sem hann lýsir réttri hirðingu gras- bletta og nytsemi og fegurðar- auka limgirðinga. Ole P. Peder- sen skrifar uhi vetrargarða — gróðurskála, þar sem hann lýsir þeim möguleika að hafa vetrar- garða (gróðurskála) í sambandi við íbúðarhús, en hann telur það tiltölulega auðvelt í Reykjavík síðan hitaveitan kom til sög- unpar. Arnaldur Þór skrifar um riddarastjörnu, þar sem lýst er ræktun þessarar fögru jurtar, August Möller skrifar um hort- ensiur, þar sem lýst er meðferð þessarar fallegu innijurtar. Bjarni F, Finnbogason skrifar um trjágarða, þar sem veittar eru margar ágætar upplýsingar um skipulag þeirra o^ ræktun. Gunnlaugur Ki'istmundsson skrifar um melgrasið, sem reynst hefir hin gagnlegasta jurt hér- lendis til að hefta sandfok og græða upp sandfokssvæði. Ing- ólfur Davíðsson skrifar um gúrkukvilla, en gúrkurækt fer hér óðum vaxandi í gróðurhús- um og eykst neyzla þeirra stöð- ugt. Ingólfur Davíðsson skrifar ennfremur um fræ og spírun, .>~-o_k_k> TJARNARBÍÓ o—. Kossaflens (Kisses for Breakfast) Bráðfjörugur gamanleikur. DENNIS MORGAN, JANE WYATT, SHIRLEY ROSS. , Sýnd kl. 5, 7 og 9. > > Leyndarmál Rommels (Five Graves to Cairo). FRANCHOT TONE, ANNE BAXTER, AKIM TAMIROFF, ERICH von STROHEIM sem Rommel. Sýnd kl. 7 og 9. Bönnuð yngri en 14 ára. YNGISSVEINAR (Little Men) JACK OAKIE, Sýnd kl. 3 og 5. • NÝJA EÍÓ-o-_—, Ég á pig einn (You Belong to Me). Rómantísk og fyndin hjú- skaparsaga. Aðalhlutverk: BARBARA STANWYCK, HENRY FONDA. Sýnd kl. 9. MÚSIK OG MÁLAFERLI („How’s about it“) Skemtil. söngvamynd með ANDREWS SYSTRUM. Sýnd kl. 5 og 7. Fyrsta óratóríó (söngdrápa), sem gefin er ót á íslandi: Friðnr á jörðn eftir BJÖRGVIN GU»MUNDSSON. Söngtextinn er tekinn úr samnefndum ljóðaflokki eftir GUÐ- MUND GUÐMUNDSSON skólaskáld. Þetta er óður til friðarins, samstilltur i orðnm og’ tónum. Mikið og giæsilegt tónverk merkasti viðburður í tónbókmenntum þjóðar- inar að svo komnu. ©11 söngelsk heimili landsins þnrfa að eignast þessa sérstæðu bók. Friður á jörðu fæst í öllum bókaverzlunum. Bókaútgáfan Aordri h.f. Aðalútsala: Frakkastíg 7 — Reykjavík - Sími 3987. Mínar innilegustu þakkir til allra nœr og fjœr, er glöddu mig á sjötugsafmœli minu með gjöfum, heillaskeytum, heimsóknum eSa á annan hátt. SÆMUNDUR ÓLAFSSON. Kraftbrauð Þar eð óvíst er, hvenær hveitiklíðið kemur til landsins höfum við undanfarið gert tilraunir með aðrar kornteg- undir til kraftbrauðgerðar, og getum nú boðið fólki brauð, sem sízt eru lakari en kraftbrauð úr hveitiklíði. Korn það, er vér notum er knúsað maltkorn og verða brauð úr því sér- lega bragðgóð og yfir höfuð mjög áþekk kraftbrauðum. Læknirinn Jónas Kristjánsson hefir fylgst með lögun þessara brauða og er meðmælandi þeirra, Eins og áður verða brauðin seld í öllum matvörubúðum KRON. Reynið þessi ágætu brauð, og þér munuð sannfærast um, að hér er góð vara á ferðinni. F. h. Sveinabakarísins, Karl Þorsteinsson Tílkynning Samkvæmt 86. gr. lögreglusamþykktar Reykjavíkur er óheimilt að skilja eftir eða geyma á almannafæri muni, sem valda óþrifnaði, tálmunum eða óprýði. Hreinsun og brottflutningur slíkra muna af bæjarsvæð- inu er hafinn og fey fram á ábyrgð og kostnað eiganda, en öllu því sem lögreglan telur lítið verðmæti í verður fleygt. Næst verður hreinsað af svæði, er takmarkast af Lækj- argötu, Frikirkjuvegi og Sóleyjargötu annars vegar og Njarðargötu, Frakkastíg og Laugavegi hins vegar..Verða þá fluttir af því svæði slíkir munir, er að ofan getur, hafi þeim eigi verið ráðstafað af eigendunum fyrir 29. júlí n. k. / Lögreglustjórinn í Reykjavík, 25. júlí 1944. Agnar Kofoed-Hansen Orðseudíng (Framh. af 3. síðu) búkka hefir aldrei verið væður sjór. Fyrir rriitt leyti tel ég tryggt og víst, að öll þessi ár hafi aldrei kind farið í gegn á fjörunni við sjóinn. Það fé, sem hittist hið fyrsta ár er varzla var, norðan lín- unnar, og átti hehna sunnan hennar, hefir tvímælalaust far- ið. yfir við daladrög, eða á há heiði um vorið, rétt áður e'n lín- an var byggð. Ég tel, að nú hafi greinarhöf- undurinn fengið sannar og þarf- legar upplýsingar og honum treysti ég til réttrar athugunar og drengskapar, að því hefi. ég reynt hann fyrr. Hólum viö Steingrímsfjörð 3. marz 1944 Magnús Steingrímsson. Erlent yfirlit (Framh. af 1. síðu) stjórnin í London sé aðeins arf- taki einræðisstjórnar þeirrar, sem fór með völd í Póllandi fyr- ir stríðið og að hún hafi ekkert fylgi í Póllandi. Sannleikurinn er sá, að helztu stuðningsflokk- ar pólsku stjórnarinnar í Lond- on, bændaflokkurinn og jafn- aðarmenn, voru í andstöðu við pólsku einveldiss^jórnina og voru fjölmenmístu flokkar Póllands. Allar fregnir benda líka til þess, að Pólverjar standi örugglega að baki þeirri stjórn og komm- únisminn hefir alltaf átt lít- inn jarðveg hjá þeim og þó allra helzt, þegar honum er þröngvað upp á þá af erlendu stórveldi. Það sást m. a. á því, að Rússar höfðu flutt mörg hundruð þús- und Pólverja, sem bjuggu í hér- uðunum, er þeir tóku 1939, til Síbiríu. og annarra fjarlægra staða Rússlands. Meðal Bandamanifa hefir við- urkenning Rússa á leppstjórn- irini í Póllandi skapað mikinn óhug. Núverandi styrjöld hófst vegna þess, að Pólverjar vildu ekki beygja sig undir erlent ok. Getur ekki ný tilraun til að kúga Pólverja orðið undirrót nýrrar styrvaldar? Þessi framkoma Rússa virðist marka þá stefnu, að þeir þoli ekki frjálsar, óháðar stjórnir í nágrannaríkjum sínum. Þeir vilja, að þær séu Rússum háðar. Fleiri vandamál í líkingu við betta geta því skapast næstu mánuðina. mjög fróðlega grein. Þá er hitt og þetta eftir Ingólf Davíðs- son, molar eftir Niels Tyberg, bjarkaljóð og blómavísur eftir Ingólf Davíðsson, mjög laglegur kveðskapur, og loks frásögn um sölufélag garðyrkjumanna og Garðyrkjufélag íslands. Ritið er | prentað á góðan pappír og er allur frágangur vandaður. Ritið er ritstjóra sín- um og útg. til sóma. Þ. Þ. GÆFAN fylgir trúlofunarhringunum frá SIGURÞÓR, HAFNARSTR. 4. Sent mót póstkröfu. Sendið nákvæmt mál. Askriftar^iald Tímans utan Rvíkur og Hafnarfjarðar er kr. 30.00 árgangurinn. Dregíð hefír verið í happdrætti U. M. F. Grund- firðinga og komu upp þessi númer: 341 (reiðhestur), 1691 (skíði), 6268 (saumavél), 1908 (kvenarmbandsúr), 6779 (kaffi- stell). Munanna sé vitjað fyrir 15. október.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.