Tíminn - 15.08.1944, Blaðsíða 3

Tíminn - 15.08.1944, Blaðsíða 3
78. blað TÍMINN, þriðjMdagimn 15. ágúst 1944 311 Landsmenn hylla forsetann Forsetinn kemur til Sauðárkróks. Bœrinn er fánum skreyttur, og hlið mik- ið hefir verið reist um aðalgötuna þvera, og þar yfir eru letruð árnaðarorð. Forsetinn í Lystigarðinum á Akureyri. Þar var samankominn mikill mann- fjöldi, sennilega um 3000 manns. Hópur barna, sem þyrpzt hefir um for- setann, vottar honum hollustu yngstu kynslóðarinnar J Koma forsetans til ísafjarðar. Forsetinn stendur á fánum skreyttum svöl- um húss Jónasar Tómassonar bóksala, og ávarpar mannfjöldann, sem hóp- azt hefir saman á götunni fyrir framan húsið. Þó telja margir, að stjórn heim- ilins og uppeldi barnanna hvíldi þó enn þyngra á herðum hús- freyjunnar, svo sem raunar er algengast. Laust eftir síðustu aldamót var dönsk kona húsmóðir á stóru heimili í Fljótsdalshéraði. Ein- hver færði í tal við hana, að slíkt starf hlyti að reynast henni erfitt. Hún kvað nei við. Vand- inn væri sá einn að haga bú- skapnum á sama hátt og Mar- grét á Egilsstöðum. V. Engin bújörð á íslandi mun liggja svo gjörsamlega á kross- götum sem Egilsstaöir, rétt við brúna yfir Lagarfljót, enda Fagradalsbrautar og leiðarinnar til Seyðisfjarðar. Mestöll umferð í Héraði, kaupstaðarferðir og önnur venjuleg ferðalög liggja þa.r um garð. Sömuleiðis straum- ur langferðamannanna. Jón Bergsson var forustumaður um félagsmál austanlands. M. a. af þeirri ástæðu urðu Egilsstaðir miðstöð félagslegra samtaka. Fjölmennir mannfundir voru því oft haldnir þar, og stóðu sumir allt að heilli viku. Auðskilið er, hver viðbót það var við störf húsfreyjunnar, að annast alla þessa gesti. Húsakostur var lítill og ófullkominn fyrst lengi. Árið 1903 var ráðizt í að reisa stórt íbúðarhús úr steinsteypu, hið fyrsta í Héraði. Húsið er 24X14 álnir, tvær hæðir fullar, og kjallari. Efni allt úr kaupstað varð að flytja á klökkum. Þetta var mikið afrek, og gegnir furðu, á hve stuttum tíma verkið varð unnið. Við þetta batnaði aðstað- an mikið. En heimilið varð rúm- frekara, umsvifin jukust og gest- um fjölgaði. Þótt ótrúlegt muni þykja, varð. stjórn heimilisins einskonar smámunir fyrir hús- freyjuna, nokkurs konar hvíld, í samanburði við þunga gest- nauðarinnar. Enn var húsakost- urinn aukinn. Árið 1914 var bætt við lengd hússins nál. 20 álnum. Var þá orðið meira húsrými á Egilstöðum en á nokkru öðru ís- lenzku bóndabýli. Mun hafa ver- ið ætlazt til þess, að heimiíið hefði eldra húsið fyrir sig, en að viðbótin yrði gistihús. Húsfreyj- ar átti að losna að mestu við gestaganginn, en fá tækifæri til að helga heimilinu krafta sína að fullu. Enn batnaði aðstaðan, en húsmóðurstörfin öll héldu áfram að hvíla á einum og sömu herðum. Mörgum munu minnisstæðar viðtökur á Egilsstöðum um þess- ar mundir. Menn bar þar að garði svo að segja á öllum tím- um sólarhringsins, allavega á sig komnir, oft hráktir, hungr- aðir og svefnvana, eftir að hafa brotizt í illviðrum og ófærð yfir fjöllin. Gestirnir voru leiddir í upp- hitaðar stofur, sem ekki voru al- gengar á þeim tímum. Húsbónd- inn ræddi við þá glaður, hlýr og nærgætinn, en á öðrum stað stjórnaði hönd húsmóðurinnar, lagði til gnægtir af góðum, heit- um mat og vel umbúin hvílurúm. Hafði jafnvel tíma til að koma inn til gestanna, ræða við þá um stund, sjálfsagt meðfram til þess að fullvissa sig um, að öll- um liði vel, og engum þyrfti að hjúkra sérstaklega. Fyrir þessar móttökur var tekin borgun, sem nú mundi talin hlægilegt smán- argjald, ef nokkur borgun var þá tekin. Sumir munu þó hafa álit- ið, að hin mikla umferð gesta á Egilsstöðum gæfi bóndanum þar ríflegar tekjur. „Mikið græðir þú á gestunum hérna“, mælti kunningi Jóns Bergssonar eitt sinn'við hann. „Já, það ætti öll- um að vera auðskilið", var svarið. Sá veitti forstöðu stóru búi í Héraði, hafði mikil ferðalög, gisti ætíð sjálfur, og menn hans, á Egilsstöðum, án þess að vera nokkru sinni krafinn um eyri til endur^jalds. Þetta voru engin einsdæmi. Egilsstaðahjón áttu vini og kunningja í öllum átt- um og voru gestrisin og hjálpfús. Enda mun vart verða úr því skorið, hvor gestahópurinn var stærri, sá, er eitthvað galt fyrir gistingu á Egilsstöðum þá, eða hinn, er þáði þar gistingu og annan greiða endurgjaldslaust. VI. Egilsstaðahjónum varð níu barna auðið. Fyrsta barn sitt, dóttur, misstu þau ársgamla. Hin átta eru öll fædd á Egils- stöðum og hafa- alizt upp þar. Ekki veit ég tölu annarra barna og unglinga, sem að meira eða minna leyti uxu upp með þeim hjónum, en það var stór hópur. Gamalmenni voru þar og löng- um. — Þess er getið áður, að frú Ólöf, móðir Margrétar, varð yfir hundrað ára að aldri. Enn er á Egilsstöðum kona ní- ræð, Rósa Bergsdóttir, mágkona frú Margrétar. Rósa hefir verið alblind s. 1. tuttugu ár. Ekki hef- ir húsfreyjan á Egilsstöðum ver- ið reynslulaus um hjúkrun barna, gamalmenna, og annara þeirra, er lasburða voru. Kom henni sú reynsla vel í hald um eitt skeið ævi sinnar. Nálægt fimmtugs aldri tók sjón Jóns Bergssonar að daprast. Allra ráða var leitað, innan lands og utan, en árangurslítið. Sjónin þvarr æ meir, og loks að fullu. Síðustu tíu ár ævinnar var hann sama sem eða alveg blindur. Auðskilið er hvert áfall þetta var slíkum áhugamanni. Hitt er máske ekki jafn augljóst öllum, hver raun það var konu hans. Fyrst óvissan og barátta vonar og ótta, en síðar kaldur og átak- anlegur veruleikinn. Svo vel reyndist Margrét manni sínum í þessum raunum, bæði á meðan einhver von gat verið um bata, eða frest, og eftir að sú von var horfin og sjónin töpuð, að varla verður betur gert. Þetta var raunar ekkert undarlegt. Mar- grét hafði aldrei mátt neitt aumt sjá og úr öllu slíku viljað bæta. Nú var líkast því, að öll sú æfing og reynsla, sem lífsstarfið hafði veitt við að hjúkra og hlynna að þeim, er þess þurftu við, væri forði, fjársjóður, sem ausið var úr óspart og takmarkalaust. Að- stoðin var þegin með jafn ljúfu geði og hún var veitt. Börnin lögðu til ómetanlega hjálp. Þó mun hlutur eiginkonunnar hafa orðið drýgstur. Sambúðin og samstarfið varð enn innilegra, og traustið ótakmarkað. Um þær mundir, sem Jón varð alblindur, fóru fram kosningar til Alþingis. Jón kom á kjör- fund. Hann óskaði þess að kona hans mætti aðstoða hann við að kjósa. Kjörstjórn sagði — sem rétt var — að kosningalögin gerðu ráð fyrir að kjörstjórnar- menn einir veittu slíka aðstoð. Jón kaus ekki og kom' ekki á kjörfund eftir það. '* y VII. Jón Bergsson andaðist sum- arið 1924. Vorið 1920 byrjaði Sveinn, næst elzti sonur þeirra .hjóna, búskap á hálfum Egils- stöðum á móti foreldrum sínum. Hann tók þá einnig að sér að reka gistihúsið. Margrét bjó á sínum hiuta jarðarinnar fyrst eftir andlát manns síns.enlétsvo jörðina alla á hendur sona sinna, Svéins og Péturs. Eftir það hélt hún þó heimili á Egilsstöðum með sérstakri aðstoð Sigríðar, elztu dóttur sinnar. Sigríður hef- ir dvalið á Egjlsstöðum alla ævi, að frádregnum þeim tíma, er hún varði til náms.Á þessu heim- ili var svo að sjálfsögðu frú Ólöf móðir Margrétar, tjl æviloka. Var Margrét 72 ára að aldri, þá er móðir hennar andaðist. Rósa Bergsdóttir, sú er fyr var nefnd, hefir og löngum dvalið á þessu heimili ofe algerlega nú síðustu ár. Má af þessu öllu nokkuð marka hverja aðstoð Sigríður hefir veitt ættfólki sínu. Þessi eru börn þeirra Egils- stáðahjóna talin í aldursröð: 1. Þorsteinn, kaupfélagsstjóri á Reyðarfirði. Tók við þeim starfa af föður sínum í ársbyrj- un 1916. 2. Sigríður, hefir unnið að og veitt forstöðu póstafgreiðslu og landssímastöð á Egilsstöðum frá því er hún var uppkomin. 3. Sveinn, bóndi og gistihús- haldari á Egilsstöðum. 4. Egill, héraðslæknir á Seyð- firði. 5. Ólöf, ýmist heima eða hefir stundað verzlunarstörf hjá bróð- ur sínum á Reyðarfirði. 6. Bergur, bóndi á Ketilsstöð- um á Völlum. 7. Pétur, bóndi á Egilsstöðum. 8. Unnur, iþróttakennari í Reykjavík. VIII. Margrét á Egilsstöðum var greind, kona og vel menntuð. Hún var vel að sér í íslenzkum bókmenntum, ljóðelsk og kunni fjölda af kvæðum eldri góð- skálda. Ættfróð var hún í bezta lagi. Hún hafði brennandi áhuga fyrir öllum gagnlegum framför- um, ekki sízt þeim, er við komu landbúnaði. Hún hafði því á- kveðnar skoðanir í almennum málum og reyndist traust og trygg, þar sem annars staðar. Margrét tók meiri virkan þátt í almennum málum er á ævina leið. Félagsleg samtök kvenna og menntun húsmæðraefna urðu þá hin mestu áhugamál hennar. Hún átti sæti í stjórn Kvenfé- lagasambands Austurlands alla tíð frá því er sá félagsskapur varð til. í skólaráði Húsmæðra- skólans á Hallormsstað var hún frá byrjun og þar til hún lézt. Voru tillögur hennar þar ætíð hinar gagnlegustu, mótaðar af reynslu hennar og hyggni, áhuga og góðvild. Margrét andaðist í sjúkrahúsi í Reykjavík 16. júlí s. 1. og var jarðsett 28. s. m., réttum 20 ár- um siðar en maður hennar. Mikill fjöldi manna fylgdi henni til grafar. Nú hvíla hjónin saman í heim- ilisgrafreitnum á Egilsstöðum. Virðist mér að ummæli þau, er Grímur leggur Bergþóru í munn óvíða eiga betur við: „Yfir bæði eitt skal ganga, ung ég mær var gefin Njáli, honum samhent lífs um langar leiðir, eins og segull stáli; nokkuð hans á hugfró brysti, hjúkrun væri’ hann sviptur minni, og sæti’ eg eftir sár á kvisti, saknaði’ hann mín í eilífðinni.” Páll Hermannsson. Samband tsl. samvinnuféiaga. SAMVINNUMENN! Dragið ekki aff brunatryggja innbú yffar. Biffjiff kaupfélag yffar aff annast vátryggingu. Tilkynmng um kartöfluverð Verfflagsnefnd garðávaxta hefir tilkynnt ráffuneyt- inu, aff hún hafi ákveffið aff heildsöluverð á kartöflum skuli frá og með 11. þessa mánaffar vera kr. 190.00 liver 100 kg. og smásöluverff frá sama tima kr. 2,35 hvert kg. og gildir hvorttveggja fyrst um sinn þar til öðruvísi verður ákveffiff. Ráffuneytiff hefir í tilefiý þessa ákveffiff samkvæmt heimild í lögum nr. 42/1943 um dýrtíffarráðstafanir, aff smásöluverð á kartöflum skuli ekki vera hærra fyrst um sinn en kr. 2.00 hvert kg. og heildsöluverff kr. 160,00 hver 100 kg. Jafnframt hefir ráffuneytiff falið Grænmetisverzlun ríkisins, að kaupa eftir því sem ástæður leyfa, eða sémja viff affra um aff kaupa þær kartöflur, sem fram- leiffendur í landinu kunna aff vilja selja af þessa árs uppskeru. Grænmetisverzlunin getur sett nánari ákvæði um vörugæffi og móttöku og annaff er viffkemur kaupun- um á kartöflum. Atvinnu- og sanuiönfiumúlaráðundyti&9 10. áfiúst 1944. O p A1 Rasstiduft — er fyrir nokkru komið á markaðinn og hefir þegar hlotið hið mesta lofsorð, því vel er til þess vandað á allan hátt. Opal ræstiduft hefir alla þá kosti, er ræstiduft þarf að hafa, — það hreinsar án þess að rispa, er mjög drjúgt, og er nothæft á allar tegundii- búsáhalda og eld- húsáhalda. Xotíð O P A L raestiduft IJtsöliiverð á amerísku reyktóbaki má ekki vera hærra en hér segir Sir Walter Raleigh 1 lbs. pappadós — — — . y2 ibs. — — — — 1% oz. ------ — — — sliced 1% oz. ----------- Edgeworth ready rubbed 1 lbs. blikkdós Dills Best'rubbed — lf/4 oz. pappadós 1% oz. pappadós segir: kr. 30,00 kr. 15,00 kr. 3,75 kr. 4,00 kr. 40,00 kr. 4,00 kr. 15,00 kr. 3,50 •ffiff vera 5% hærra vegna fiutningskostnaffar. Tóbakseinkasala ríkisins

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.