Tíminn - 18.08.1944, Blaðsíða 1

Tíminn - 18.08.1944, Blaðsíða 1
RITSTJÓRI: ÞÓRARINN ÞÓRARINSSON. ÚTGEFFANDI: FRAMSÓICNARFLOKKURINN. PRENTSMIÐJAN EDDA h.f. Símar 3948 og 3720. RITSTJÓRASKRTFSTOFUR: EDDUHÚSI, Lindargötu 9A. Simar 2353 Og 4373. AFGREIÐSLA, INNHEIMTA OG AUGLÝSINGASKRIFSTOFA: EDDUHÚSI. Lindargötu 0A. Sími 2323. 28. árg. Rcykjavik, föstudaginn 18. ágúst 1944 79. lila'ð Erlent yíirlit: Innrásín í Suður- Frakkland Ný stórtíðindi hafa gerzt þessa viku. Mikill liðsafli Bandaríkja- manna, Breta og Prakka réðust inn á Suður-Frakkland snemma að morgni síðastliðinn þriðju- dag. Hófst innrásin með gífur- legum loftárásum á strandvirki Þjóðverja við Miðjarðarhaf. Síð- an var fallhlífalið látið svífa til jarðar. Var það fjölmennt mjög. Einnig var mikið lið flutt í svif- Sir Henry Maitland Wilson, yfirhershöfðingi Bandamanna við Mið- jarðarhaf. Hann var hœgri hönd Wavells yfirhershöfðingja, þegar ítalski herinn var hrakinn brott úr Libýu. f lugum til innrásarsvæðisins, og er tilkynnt, að aldrei hafi aðrir eins liðflutningar átt sér stað með þeim hætti sem þessa nótt. í dögun komu herskip Bandamanna til sögunnar og hófu skothríð mikla á land upp, og nokkru síðar lentu fyrstu inn- rásarbátarnir við ströndina. Gengu hersveitirnar á land víðs vegar milli Nizza og Marselju, og er talið, að átta hundruð skip að minnsta kosti hafi verið notuð við innrásina. Nokkrum klukkustundum eft- ir að þetta gerðist gaf Sir Henry Maitland Wilson, yfirhershöfð- ingi Bandamanna við Miðjarð- arhaf, út fyrstu tilkynningu sína um innrásina — aðeins fáorða tilkynningu um það, að hún hefði átt sér stað. Innrásin gekk mjög greiðlega frá upphafi, enda munu Þjóð- verjar hafa verið mjög fáliðaðir þarna suður frá. Mörg strand- vígi þeirra voru gersamlega mannlaus. En víða höfðu þeir þó allmikinn viðbúnað og veittu landgöngusveitunum snarpa mótspyrnu meðan þeir máttu. Einnig munu þeir hafa valdið Bandamönnum talsverðu skipa- tjóni sums staðar. Innrásarnóttina og morgun- inn, sem hún hófst, var í sífellu varpað út frá útvarpsstöðvum Bandamanna. Var meðal annars mjög heitið á franska föður- landsvini að rísa upp gegn Þjóð- verjum og torvelda þeim vörnina með margvíslegu móti. Voru nákvæm fyrirmæli gefin um það, hvaða baráttuaðferð bezt myndi henta á hverjum stað. Meðal annars talaði þá de Gaulle„ foringi Frjálsra Frakka, til frönsku þjóðarinnar og sagði, að nú væri tími uppreisnarinnar kominn. Til franskra verka- manna beindi hann þeim fyrir- mælum, að gera allsherjarverk- fall til þess að gera Þjóðverjum sem erfiðast fyrir. Enn sem komið er hefir inn- rásin gengið mjög að óskum. Hersveitir Bandamanna eru komnar 15—20 km. inn í landið, án þess að Þjóðverjar hafi veitt neina verulega mótspyrnu. En í þýzkum fregnum er gefið í skyn, að hörð átök séu í vænd- um, hvort sem þar er um annað en hreystiyrði að ræða. Frakkar sjálfir eru komu Bandamanna (Framh. á 4. tíðu) Héraðshátíðir Fram- sóknarmanna að Htafnagílí og Blönduósi Framsóknarmenn í Eyjafirði og Austur-Húnavatnssýslu héldu héraðshátíðir sínar um síðustu helgi. Héraðshátíð Framsóknar- manna í Eyjafirði og á Akureyri var haldin að Hrafnagili. Eins og kunnugt er eiga félögin land- spildu á Hrafnagili, sem Hólm- geir Þorsteinsson bóndi þar gaf þeim 1939. Hin síðustu ár hefir ekki verið hægt að halda þar samkomur vegna setuliðsbygg- inga og dvalar setuliðsins þar. Var þetta því fyrsta samkoma félaganna, sem þarna var haldin að nýju. Er aðstaða fyrir úti- samkomur hin prýðilegasta og var veður með afbrigðum blítt samkomudaginn og tókst sam- koman með ágætum. Munu hafa sótt hana um 1000 manns. Bernharð Stefánsson alþm. setti samkomuna með ræðu og stjórnaði henni. Þá fluttu ræð- ur Steingrímur Steinþórsson búnaðarmálastjóri og Jóhann Frímann ritstjóri. Lúðrasveit Akureyrar, undir stjórn Jakobs Trygjjvasonar, lék á milli ræð- anna. Að lokum var stiginn dans framh. á 4. slðu) Fimmfaldur grasvöxtiir á enginii, sein borið var á Tilraumr Unnsteins Ólafssonar, skólastjóra Gardyrkjnskólans Unnsteinn Ólafsson, skólastjóri Garðyrkjuskólans í Hveragerði, hefir í sumar gert athyglisverðar tilraunir um notkun tilbúins áburðar á engjalönd. Hefir árangur tilrauna þessara orðið sá, að þar sem 600 kg. áburðar voru borin á hektara, hefir heyfallið 5—6-faldazt, miðað við sams konar engi, sem ekki var borið á, uuk þess sem sjálfsagt er allmikill gæðamunur á heyinu. Sænsku fískískípín 50 rúml. bátar kosta 212 þús. sænskar kr. 80 rúml. 266 pús í framhaldi af tilkynningu ráðuneytisins frá 11. maí s. 1., um smíði' fiskiskipa í Svíþjóð, vill ráðuneytið gefa almenningi eftirfarandi upplýsingar um þetta mál. - Sendiráð íslands í Stokkhólmi hefir undanfarna mánuði starf- að að öflun fjölda tilboða frá sænskum skipasmíðastöðvum í smíði téðra fiskiskipa, svo og tilboða í aðalvélar og hjálpar- vélar. Fyrir nokkrum dögum hafa tilboð borizt í þá 45 báta, sem nú er leyfi fyrir að byggðir verði. Fiskifélag íslands hefir haft tilboð þessi til athugunar, og er það álit þess, að tilboð Föreningen Sveriges mindre Varv í Gautaborg sé lang hag- kvæmast í smíði bátanna, og hagkvæmasta vélatilboðið sé frá A/B. Atlas Dissel í Stokk- hólmi. Verð skipa og véla verður ca. i' sænskum kr. sem hér segir: 50 rúml. bátar: Skipsskrokkar með tilheyrandi kr. 145.000,00. Aðalvél og hjálparvélar kr. 67.000,00. 80 rúml. bátar: . Skipsskrokkar með tilheyrandi kr. 193.000,00. Aðalvél og hjálparvél kr. 73.000,00. Við þessa kostnaðarliði bæt- ast ca. 5% til þess að standa straum af eftirliti með smíði og annar óhjákvæmilegur kostnað- ur. Framangreint skipasmiða- samband hefir skuldbundið sig til að afhenda alla bátana 45 að tölu innan 12 mánaða frá undirskrift samnings, en af- greiðslutími véla verður allt að 19 máhuðir. í þessu sambandi vill ráðu- neytið láta þess getið, að gerð- ar hafa verið ítarlegar tilraunir til þess'að fá togara smíðaða í Englandi og Svíþjóð. Enn sem komið er hafa þessar tilraunir ekki borið árangur, en þeim verður haldið áfram. Fréttamaður frá Tímanum brá sér í fyrradag austur í Ölfus til þess að kynna sér tilraunir þessar og árangur þeirra, þar eð hér er um að ræða nýjung, er getur haft mikla hagræna þýð- ingu fyrir bændur víða um land, ekki sízt þegar áburðarvinnslan verður orðin innlend og áburð- arkaupin krefjast ekki lengur erlends gjaldeyris, heldur skapa aukið starfslíf í landinu sjálfu. Tilraunir þessar voru gerðar á stórri engjaspildu, er Lambeyja nefnist og er í Ölfusá fyrir neð- an Arnarbæli í Ölfusi. Landið er þurrlent og vaxið gulstör, sem hefir sprottið illa undanfarið. Síðastliðið vor lét Unnsteinn Ól- afsson skólastjóri bera þar Ammophos óg brennisteinssúrt ammoníak á tíu tilraunareiti, en aðrar spildur voru látnar vera án áburðar. eins og verið hefir. Áburðarska'mmtarnir voru mismunandi — sem svaraði 150 —600 kg. á hektara. Til saman- burðar má geta þéss, að mjög algengt er að bera einn poka á eina dagsláttu í túni, eða 300 kg. á hektara, en mest eru notuð 600 kg. á hektara, eins og Unn- steinn notaði á engireiti þá, er mestan áburð fengu. Árangurinn af þessúm tilraun- um virðist vera sá, að þar sem mest var borið á, hafi heyfallið 5—6-faldazt, og hlutfallsleg við það er aukningin, þar sem minna var borið á. Brennisteins- súrt ammoniak virðist þó gefa mun betri raun en Ammophos, og þarf tiltölulega lítinn skammt af því til þess að tvöfalda gras- vöxtinn. Auk þess sem grasvöxturinn eykst stórum við áburðinn, virð- ist grasið einnig mun kjarn- meira. Störin verður dökkgræn, þróttmikil og safarík, og benda allar líkur til þess, að hún hafi meira fóðurgildi en stör, sem vex á áburðarlausu landi. Mun rannsóknarstofa háskólans láta fram fara athugun á því, hvaða munur sé á fóðurgildi þeirrar starar, er fengið hefir tilbúinn áburð, og hinnar, er einskis til- búins áburðar hefir notið. Af árangri þessara tilrauna virðist óhætt að draga þá álykt- un, þótt hér sé aðeins við aðeins við eins ár reynslu að styðjast, að á jörðum, þar sem um þurr- lenda og véltæka engjateiga er að ræða, muni borga sig betur að bera á þá tilbúinn áburð til vaxtarauka heldur en nýta þýfðar eða blautar engjar. Sums staðar hér á landi eru geysivíð- lend engjaflæmi, sem vafalítið mætti, með hæfilegu magni af heppilegum áburði, láta verða að margföldu gagni miðað við það, sem nú er. Væri slík nytj- un góðra, véltækra engja sjálfsagt mun hagkvæmari en ræktun og nýting lélegs lands, til dæmis jafnvel illra fram- ræstra, grýttra Qg ógreiðfærra túna. Sé tilbúinn áburður borinn snemma vors á stararengi má vafalaust byrja áð slá þau eins snemma og tún, flest ár að minnsta kosti. Þar sem um á- veituengjar er að ræða mun þó heppilegra að láta vatn standa á engjunum fyrri hluta vors og bera síðan á, þegar vatninu hef- ir verið hleypt af. Vitaskuld þarfnast þetta ný- mæli frekara rannsóknar, enda verður tilraununum sjálfsagt haldið áfram. Á þessu stigi er ekki hægt að fullyrða neitt um það, á hvern hátt slík nýbreytni gæti orðið búnaðinum að mestu gagni, sízt í einstökum atriðum, og verða áframhaldandi til- raunir og aukin reynsla að skera úr um slíkt. Gunnar Björnsson selur blað sitt Minneota Mascot Nýlega urðu eigandaskipti á blaðinu „Minneota Mascot", sem Vestur-íslendingurinn Gunnar Björnsson hefir verið eigandi að síðastliðinn 50 ár. Núverandi eigandi blaðsins er einnig Vest- ur-íslendingur, Ragnar Gutt- ormsson að nafni. Ragnar starf- aði við blaðið sem unglingur og var síðastliðið ár ritstjóri þess. „Minneota Mascot" er frægt meðal íslendinga vestan hafs, sökum. þess að fjórir afbragðs blaðamenn af íslenzkum ættum, þeir Gunnar Björnsson og synir hans Valdimar, Hjálmar og Björn, hófu starfsferil sinn við það. Gunnar Björnsson festi kaup á blaðinu ásamt öðrum manni árið 1895, en varð brátt einn eigandi og ritstjóri þess. Er synir hans, sem störfuðu við blaðið á skólaárum sínum, höfðu lokið námi við'Minnesota Uni- versity, sneru þeir aftur til blaðsins og gerðust ritstjórar þess hver á fætur öðrum. Við „Minneota Mascot" hlutu þrír synir Gunnars fyrstu til- sögn í blaðamennsku. Hjálmar er nú ritstjóri „Minneapolis Star Journal", Valdimar starfar sem blaðafulltrúi Bandaríkjahers á íslandi og er vel kunnur í Minneapolis fyrir útvarpsfyrir- lestra sína, Björn, sem var próf. í blaðamennsku við Grand Forks í Norður-Dakota, starfar nú sem fréttaritari NBC í Stokkhólmi. Þjóðræknísfél. þakkar Utanríkisráðherra barst á miðvikudagsmorgun skeyti frá stjórnarnefnd Þjóðræknisfélags íslendinga í Vesturheimi. Er skeytið á þessa leið: „Þjóðræknisfélagið vottar for- seta íslands, ríkisstjórn og þjóð hjartfólgnar þakkir fyrir fram- úrskarandi viðtökur og fyrir- greiðslu í sambandi við heim- sókn fulltrúa síns og Vestur- íslendinga á lýðveldishátíðinni. Hugheilar kveðjur". Innlent endurtryggíng- arfélag* í undírbúningi Fímm miljóna króna hagnaður ai innlendum strídstryggingum Fyrir fimm árum var hér komið á laggirnar stofnun, sem hafa skyldi með höndum tryggingar íslenzkra skipshafna vegna stríðshættu. Um síðastliðin áramót var hagnaðurinn af þessari starfsemi orðinn rösklega fimm miljónir króna, og hefir nú verið ákveðið að nota þenna sjóð sem stofnfé innlends endur- tryggingafélags. Er með því stigið merkilegt spot í þá átt að skapa alíslenzkt tryggingakerfi. Ymsir. lesendur Tímans, er kynntust dr. Beck í sumar, hafa beðið blaðið að færa honum kveðjur, og er það hér með gert. Á árinu 1939 var stofnað tryggingafélag til þess að tryggja skipshafnir á íslenzkum skipum gegn ófriðarhættu. Félag þetta var nefnt „Stríðstrygg- ingafélag íslenzkra skipshafna," og var stofnað með áhættufjár- framlagi frá íslenzka ríkinu, bönkunum, íslenzkum trygg- ingafólögum og framlögum frá einstökum útgerðarmönnum. Upphaflega var til þess ætlazt, að félag þetta yrði leyst upp, þegar hlutverki þess væri lokið, og voru ákvæði í reglugerð nr. 33 frá 12. marz 1941 um úthlutun tekjuafgangs og skiptingu á eignum félagsins. Með lögum nr. 106 30. desem- ber 1943 var gerð sú breyting á tilgangi félagsins, að þegar stjórn þess teldi núverandi aðal- hlutverki þess lokið, skyldi nota sjóði þess sem fjárhagsgrund- völl almennra endurtrygginga í landinu, einkum sjóvátrygginga, eins og ákveðið yrði í lögum. í samræmi við þetta hefir hagur félagsins verið gerður upp til síðastliðinna áramóta, og er hreinn hagnaður af starfsemi félagsins þá þegar orðinn fullar fimm miljónir króna. Hefði félags þessa ekki notið við, hefði sennilega allt þetta fé og jafnvel meira runnið út úr landinu, þar sem félagið hefir nokkrum sinnum-beitt áhrifum sínum til iðgjaldalækkunar á markaðinum í Lundúnum. Sam- tímis hefir tilvera félagsins bætt aðstöðu hinna tryggðu. Hér hefir þannig komizt til framkvæmda eitt af stefnu- skrármálum Framsóknarflokks- ins um að gera sem mest af tryggingum innlent. Afkoma þessa félags bregður skörpu ljósi yfir það, hvílíkur þjóðarhagur er að innlendri tryggingastarfsemi, og mætti verða til þess, að ekki dragist lengur að gera raunhæfar ráð- stafanir til þess að allar íslenzk- ar tryggingar komizt í hendur íslendinga sjálfra. Skyldi enginn ætla, að trygg- ingastarfsemi annara þjóða sé nein góðgerðastarfsemi, þótt hún að sjálfsögðu hafi orðið okkar þjóð að liði sem skynsam- leg fyrirhyggja. En þessa fyrir- hyggju þyrftum við að fára að hafa sjálfir, og ætti ekki að fresta aðgerðum. Því fyrr því bétra. Á víðavangi „GÁINN" HUGSAR UPPHÁTT. Einn aðalstjórnmálaritari Mbl. kallar sig Gáin og segist rita „af sjónarhóli sveitamanns." Hann ritar ekki óliðlega, og er ef til vill stundum dálítið hreinskiln- ari en hinir. Eða er það kannske eitthvað annað en hreinskilni? Þann 16. ág. ritar hann mjög um, hversu ægilegt það væri, ef Framsóknarfl. og Alþýðuflokk- urinn mynduðu stjórn saman, eins og var árin 1928—'31 og 1934 —'37. Siðan segir hann mjög rogginn: „Sem betur fer, kemur skipan Alþingis eins og hún er nú í veg fyrir, að slíkt endurtaki sig." Það er sem sé öllu óhætt. Það eru nógu margir kommúnist- ar á Alþingi til þess að sjá fyrir því, að ekki verði farið að mynda umbótastjórnir, sem fara í taug- arnar á íhaldsmönnum. Menn geta sofið rólegir þess vegna, að dómi Gáins. Það hefir tekizt að efla svo kommúnistana, að þeirri hættu hefir verið bægt frá! SAMSTJÓRN KOMMÚNISTA OG ÍHALDSMANNA. En svo, ja — svo er eins og Gá- inn verði hugsi. — Hann segir: „En Alþingi verður að rækja þá fyrstu og æðstu skyldu, að mynda starfhæfa ríkisstjórn." En eftir nokkra umhugsun hressist Gáinn á ný og hefir nú f undið lausnina,' og hún er þessi orðrétt: „Krafa þjóðarinnar nú er sú, að þeir tveir flokkar, sem mynda meirihluta Álþingis í stað stjórnarflokkanna áður, hafi forystu um stjórnarmyndun, enda þótt, ekki sé óeðlilegt, að hinir fái líka að vera með, til að bæta fýrir sínar mörgu, gömlu syndir"!!! Það er bitastætt í þessari klausu. Fyrst er nú það, að „af sjón- arhóli sveitamanns" er þess krafizt, að Sjálfstæðismenn og kommúnistar myndi stjórn í stað stjórnarflokkanna áður, þ. e. Framsóknarfl. óg Alþýðufl. í fljótu bragði mun sumum koma á óvart þessi skoðun Gáins á kommúnistum og tröllatrú hans á því, hve þeir séu til margra hluta nytsamlegir. En þetta er ekkert undarlegt og þarf eng- um að koma á óvart. Gáinn þessi stendur sem sé ekki á sjónarhóli sveitamanns. Hann er einn af þeim íhaldsmönnum, sem und- anfarin ár hafa hlaðið undir- kommúnista, með þvi að koma í veg fyrir umbótastjórn í land- inu og til þess að geta leikið list- ir sínar og gróðabrögð óáreittir af „bitlingasjúkum" umbóta- mönnum. En hvar skyldi sá maður finn- ast í sveit, sem væntir úrlausnar á vandamálum þeim, sem nú eru framundan, með samstjóm kommúnista og Sjálfstæðis- manna? Það væri fróðlegt, ef hann vildi gefa sig fram. NÚ FÉKKST ÞAÐ STADFEST. Aumingja Gáinn. Honum hefir örðið það á, að hugsa upphátt í Mbl. og staðfesta það fullkom- lega, sem Framsóknarfl. og Al- þýðufl. hafa haldið fram und- anfarin ár um stuðning Sjálf- stæðismanna við kommúnista og hinar barnalegu framtíðaráætl- anir íhaldsforkólfanna í því sambandi. Ýmsir kjósendur Sjálfstæðis- manna hafa ekki viljað trúa því, að íhaldsforkólfarnir hafi beinlínis eflt kommúnista und- anfarin ár. Þeir ættu þó að vita, að þetta er rétt. Gáinn er ljóst dæmi um þenna hugsunarháfa, og takið eftir því hvað hann er rogginn, þegar hann minnist þess, að Alþfl. og Framsóknarfl. hafi ekki lengur meirihluta á Alþingi, — þökk sé kommúnist- um. — , (Framh. á 4. síöu)

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.