Tíminn - 18.08.1944, Blaðsíða 2

Tíminn - 18.08.1944, Blaðsíða 2
314 TÍMPíN, íöstiidaginn 18. ágwst 1944 79. blafS Hvað er iramundan? Margur hefir áhyggjyr af því, hvað verða muni um þróun stjórnmálanna á næstunni hér á landi. í heiminum er nú tekizt á um lýðræði og einræði, um frelsi annars vegar og harðstjórn og kúgun hins vegar. Menn sjá fram á ósigur Þjóð- verja og Japana, og það hlýtur að gleðja hvern óspilltan mann. En hvað verður hér hjá okk- ur? Auðnast íslendingum að skapa fyrirmyndarþjóðfélag, þar sem lýðræði og jafnrétti verður í heiðri haft? Eða sundra menn kröftum sínum framvegis á sama hátt og nú hefir verið gert í tvö ár, með þeim árangri, að til upp- lausnar horfir gersamlega? Fáum við hér „fullkomnasta lýðræði í heimi“ að fyrirmynd kommúnista, þar sem öll stjórn- málasamtök eru bönnuð, nema flokkur kommúnista, þar sem allir frambjóðendur verða að vera af þeim flokki, jafnframt því, sem flaggað er með almenn- um kosningarétti, þar sem full- komnasta ritskoðun ríkir, til þess að ekkert sé sagt nema það, sem ráðandi klíku þykir rétt að sagt sé? Fáum við hér ríki stríðsgróða- valdsins nýja í landinu, þar sem hinir ríkustu drottna og verjast öllum skattgreiðslum, þar sem atvinnuleysi verður eitt aðalein- kenni þjóðlífsins, þar sem vinn- an verður þjónn fjármagnsins, en ekki fjármagnið þjónn vinn- unnar, þar sem hervald kemur í stað lýðræðis og frelsis. Allur þorri laridsmanna er al- veg fullkomlega mótfallinn því, að öfgamennirnir til vinstri, geti komið hér .á einræði, að erlendri fyrirmynd og játast hjartanlega vera andvígur því, að stríðs- gróðamennirnir í landinu ráði stefnunni framvegis. Þetta er al- veg áreiðanlegt og þetta er gott og blessað. En það þarf meira en að vera andvígur þessu. Það þarf að gera sér grein fyrir því, hverjir það eru, sem vinna að því, að aðrir hvorir öfgarnir verði ráðandi í stjórn- málum íslendinga. Fjölda margir hafa við síðustu kosningar stuðlað að þeirri upp- lausn t. d., sem síðan hefir átt sér stað, án þess að þeir hafi ætlast til þess, að farið væri með umboð þeirra á þann hátt, sem gert var. Þannig er með fjölda marga af þeim, sem kusu frambjóðend- endur Sósíalistaflokksins og frambjóðendur Sjálfstæðis- flokksins. Menn verða að gera sér grein fyrir því að með því að efla kommúnista eða láta þá halda þeirri aðstöðu, sem þeir hafa nú, þá er unnið markvisst að því, að innleiða- hér annað hvort „fullkomnasta lýðræði í heimi“, þ. e. a. s. einræði og harðstjórn ákveðinnar flokksklíku, eða þá harðstjórn, sem beinist gegn kommúnistum, fyrst sem nauð- vörn gegn upplausn þeirra, en síðar fær á sig einkenni aftur- haldsins, þegar búið er að ganga af lýðræðinu dauðu í þeim átök- um, sem kommúnistar koma af stað. Þeir, sem efla íhaldið og öfg- arnar hægra megin, stuðla einn- ig að því, að aðrar hvorar öfg- arnar sigri og vinna gegn því, að hér verði tekin upp sú stjórn- arstefna, sem tryggt geti frelsi og jafnrétti. Það er hart að bollaleggingar eins og þessar skuli eiga rétt á sér um þær mundir, sem fjöldi manna fórnar lífi sínu, til þess að kveða niður ofbeldi og yfir- gang, og vitrustu og góðgjörn- ustu menn í helztu lýðræðis- löndunum gera sér vonir um að takast muni þar, að koma á fjölmörgum umbótum í þjóð- félagsháttum, án þess að glata hinu pólitíska frelsi. En það bjargar engum, þótt höfðinu sé stungið í sandinn, og það er kannske ein aðalástæðan til þess hvernig gengið hefir hér hjá okkur, að menn geta ekki (Framh. á 3. s’.Cu) íþróttamóf ungmeQnalélaganna í 74. tölublaði Tímans var skýrt frá íþróttamótum allmargra ungmennasambanda í sumar og árangri þeim, er þar náðist. Hér er enn skýrt frá íþróttamótum þriggja héraðssambanda og eins ungmennafélags. Héraðsmót Ungmeima- sambands Skaga- f jarðar. Héraðs- og íþróttamót Ung- mennasambands -Skagafj., sem var jafnframt aðal lýðveldis- hátíð sýslunnar, fór fram á Sauðárkróki 17. júní Hófst það með guðsþjónustu kl. 1 e. h. Sr. Helgi Konráðsson prédikaði. Síð- an var gengið í skrúðgöngu út á íþróttavöll. Þar fluttu ræður: Gísli Magnússon bóndi Eyhild- arholti og sr. Halldór Kolbeins Mælifelli. Karlakórarnir Heimir og Ásbirningar sungu. Þá hófst hópsýning 46 fimleikamanna undir stjórn Kára Steinssonar íþróttakennara. Að sýningu lokinni fór fram íþróttakeppni og tóku þessi fé- lög þátt í henni og hlutu eftir- greind stig: Umf. Tindastóll Sauðárkróki 29 stig. Umf. Hjalti Hjaltadal 13 stig. Umf. Framför Lýtingsstaðahreppi 10 stig. Umf. Staðarhrepps 6 stig og Umf. Höfðstrendingur Hofshreppi 1 stig. Úrslit í einstökum íþrótta- greinum urðu þessi: 100 m. hlaup: Ottó Geir Þorvaldsson (T) 11,6 sek. Jóhann Eymundsson (F) 12,2 sek. ' 400 m. hiaup: Ottó Geir Þorvaldsson (T) 59,4 sek. Sveinbjörn Jónsson (S) 61,0 sek. 3000 m. hlaup: Steinbjörn Jónsson (S) 10.25,8 sek. Jóhannes Gíslason (T) 10.30,0 sek. « Hástökk: Árni Guðmundsson (T) 1.51 m. Guðmundur Stefánsson (Hj) l, 49 m. Langstökk: Árni Guðmundssón (T) 5,86 m. Ottó G. Þorvaldsson (T) 5,55 m. Þrístökk: Guðmundur Stefánsson (Hj) 12,11 m. Árni Guðmundsson (T) 11,58 m. Kúluvarp: Eiríkur Jónsson (T) 10,86 m. Garðar Björnsson (Hj) 10,56 m. Kringlukast: Júlíus Friðriksson (T) 32,52 m. Marinó Sigurðsson (F) 28,46 m. Spjótkast: Sigfús Steindórsson (F) 33,60 m. Árni Guðmundsson (T) 33,37 m. 4X100 m. boðhlaup: 1. sveit umf. Tindastóll 52,5 sek. 2. sveit umf. Hjalti 62,0 sek. Fjölmenni sótti mótið, og var veður sæmilegt. Hcraðsmót Ungmeima- sambands Dalamanna. Héraðsmót Ungmennasam- bands Dalamanna var haldið við Sælingsdalslaug 23. júlí. Formað- ur sambandsins, Halldór Sig- urðsson, bóndi að Staðarfelli, setti mótið og stjórnaði því. Ræður fluttu: Þorleifur Bjarna- son námsstjóri og Þorsteinn Ein- arsson íþróttafulltrúi. Ávörp fluttu: Jón Emil Guðjónsson og Guðmundur Einarsson, Anna Þórhallsdóttir og Kristín Einars- dóttir sungu einsöngva og tví- söngva með aðstoð Jóhanns Tryggvasonar. Úrslit í íþróttakeppninnj urðu þessi: 50 m. bringusund drengja: Einar Jónsson (Unnur Djúp- úðga) 46,4 sek. Stefnir Sigurðs- son (Dögun) 48,4 sek. 100 m. sund karla (frjáls aðf.): Kristján Benediktsson (Stjarn- an) 1,22,3 mín. Torfi Magnússon (Stjarnan) 1,22,5 mín. 80 m. hlaup drengja): Bragi Húnfjörð (Dögun) 10.4 sek. Sturla Þórðarson (Dögun) 10.9 sek. * ✓ 100 m. hlaup karla: Kristján Benediktsson (Stjarn- an) 12,7 sek. Torfi Magnússon (Stjarnan) 13,0 sek.. Langstökk: Kristján Benediktsson (Stjarn- an) 5,65 m. Ólafur Guðbrands- son (Ólafur Pá) 5,19 m. Hástökk: Kristján Benediktsson (Stjarn- an) 1,55 m. Jakob Jakobsson (Stjarnan) 1,43 m. 2000 m. hlaup drengja: Stefnir Sigurðsson (Dögun) 7,16 mín. Þorsteinn Pétursson (Dögun) 7,16,4 mín. 3000 m. hlaup: Gísli Ingimundarson (Stjarn- an) 10,40,7 mín. Jakob Jakobs- son (Stjarnan) 11,13,4 mín. Stig félaga: 1. Stjarnan 47 stig. 2. Dögun 19 stig. 3. Ólafur Pá 7 stig. 4. Unnur Djúpúðga 4 stig. 5. Von 0 stig. Stigahæstu menn: 1. Kristján Benediktsson (Stjarnan) 16 stig. 2. Torfi Magnússon (Stjarnan) 9 stig. 3. Ólafur Guðbrandsson (Ólafur Pá) 7 stig. Mótið var mjög fjölmennt og fór hið bezta fram. Héraðsmót Ungmeiina- sambands Norður- Þingeyinga. Héraðsmót Ungmennasam- bands Norður-Þingeyinga var haldið í Ásbyrgi sunnudag- inn 9. júlí og hófst kl. 2. Björn Þórarinsson í Kílakoti, formaður sambandsins, setti mótið og stjórnaði því. ðæður og ávörp fluttu Einar Kristjánsson, Her- mundarfelli, Grímur Norðdahl, Reykjavík og Björn Guðmunds- son hreppstjóri, Lóni. Valdimar Helgason leikari í Reykjavík las upp. Á milli þess að ræður voru fluttar var almennur söngur samkomugesta. Því næst fór fram íþróttakeppni og urðu úr- slit þessi: 100 m. hlaup (Þátttak. 7): Friðrik Jónsson U.M.F. Öxfirð- inga 12,1 sek., Þorkell Halldórs- son U.M.F. Keldhverfinga- 12,4 sek, Langstökk (Þátttak. 9): Friðrik Jónsson U.M.F. Öxfirð- Fiml&ika hópsýningin á Þingvöllum 17. júní 1944. Þátttakendur í henni voru 170 )rá íþróttafélögum og skólum í Reykjavík og 15 þeirra voru frá Umf. Skeiðamanna. Stjórnandi var Vignir Andrésson, jim- leikakennari í Reykjavík. Þetta var ein hin fjölmennasta og glœsilegasta hópsýning, sem sézt hefir, enda vakti liún óskipta athygli þeirra þúsunda, er til Þingvalla sóttu 17. júní. inga 5,63 m., Grímur Jónsson U. M.F. Öxfirðinga 5,29 m. Þrístökk (Þátttak. 8): Grímur Jónsson U.M.F. Öxfirð- inga 11,52 m., Árni Sigurðsson U.M.F.- Núpsveitunga 11,42. Hástökk (Þátttak. 10): Björn Jónsson U.M.F. Öxfirð- inga 1,47 m., Stefán Jónsson U. M.F. Öxfirðinga 1,47. 800 m. hlaup (Þátttak. 3): Þorgeir Þórarinsson U. M. F. Keldhverfinga 2,18,7 mín., Si^- urður Jónsson U.M.F. Keldhverf- inga 2,20 mín. • U.M.F. Öxfirðinga vann mótið með 17 stigum, U.M.F. Ke^d- hverfinga fékk 9 stig. Friðrik Jónsson hlaut 6 stig og Grímur Jónsson 5 stig. — Að lokum var stiginn dans til kl. 3 um nóttina. Mótið sóttu um 750 manns. Veð- ur var þurrt, en sólar naut ekki. Iþróttaiiiót á Lofts- staðabökknm. Sunnudaginn 30. júlí var í- þróttamót haldið á Loftsstaða- bökkum í Árnessýslu. Ung- mennafélögin Samhygð og Vaka kepptu þar í frjálsum íþróttum og ísl. glímu, Þessi urðu helztu úrslit mótsins: . Kúluvarp: Guðmundur ' Á- gústsson' V. 12,88 m., Bjarni Á- gústsson V. 10,63 m., Andrés Sig- hvatsson S. 10,20 m. Langstökk: Guðm. Ágústsson V. 6,14 m., Steindór Sighvatsson S. 6,02 m., Sigurður Guðmunds- son V. 5,86 m. Hástökk: Guðm. Ágústsson V. 1,58 m., Árni Guðmundsson S. 1,53 m., Steindór Sighvatsson S. 1,53 m. í Þrístökk: Guðm. Ágústsson V. 13,04 m., Jóhannes Guðmunds- son S. 12,92 m., Steindór Sig- hvatsson S. 12,55 m. 100 m. hlaup: Guðm. Ágústs- son V. 12,1 sek. í undanrás 12 sek.),Þórður Þorgeirsson V 12,1 sek., Jóhannes Guðmundsson S. 12,3 sek. Stangarstökk: Steindór Sig- hvatsson S. 2,73 m., Andrés Sig- hvatsson S. 2,63 m., Guðmundur Oddsson S. 2,63 m. 800 m. hlaup: Þórður Þorgeirs- son V. 2,17,1 mín., Sigurður Ól- afsson S. 2,25,6 mín., Sigurjón Guðmundsson V. 2,32,6 mín. ísl. glíma: Einar Ingimundar- son V. 3 vinn., Sigurjón Guð- mundsson V. 2 vinn., Andrés Sighvatsson S. 1 vinn. Vallaraðstæður voru ekki að öllu leyti löglegar, og vindur var keppendum til hagræðis í lang- stökld, þrístþkki og 100 metra hlaupi. í stangarstökki var hlaupið móti vindi. Umf. Vaka vann mótið meö 29 stigum gegn 19. Hinn vel- þekkti glímukappi íslands, Guð- mundur Ágústsson í Hróarsholti hlaut flest stig, 15 alls. Kraftaverk nútímans Grein þessi er eftir ástralskan blaðamann, William Holt að nafni, og segir hann þar frá komu sinni í starfsstöð eina, þar sem hið nýja undralyf, pensillínið, var framleitt. Það var enskur maður, prófessor Fleming, er fyrstur uppgötvaði þetta lyf. Pensillínið hefir þegar verið mikið notað erlendis og gefið mjög góða raun, en hér á landi höfum við lítið haft af því að segja, enn sem komið er. Þó var fyrsta íslenzka sjúklingnum — manni, er fengið hafði blóðeitrun — gefið pensillín í Landsspítalanum nú fyrir fáum dögum. Hafa hlutaðeigandi stjórnarvöld gert ráðstafanir til þess að fá hæfilegar birgðir af lyfinu sendar hingað loftleiðis frá Vest- urheimi. En sá galli er á því, að það geymist aðeins þrjá mánuði óskemmt, og er því óhjákvæmilegt að afla þess með stuttu millibili og hraða flutningi þess til ákvörðunarstaðar. Nýlega kom ég í geysistóra starfsstöð, þar sem flokkur lækna og vísindamanna og fjöldi fólks í þjónustu hersins vinnur að ræktun og uppeldi sérstaks gerlagróðurs, gerir tilraunir með hann, elur hann á því, sem hann þrífst bezt á, sér honum fyrir heppilegum hita og verndar hann gegn hvers konar grandi. Og það er líka þess vert að hlynna að þessum gerlagróðri, því að það er úr honum, sem unnið er hið nýja undralyf, pen- sillínið, er nú reynist læknun- um eitt ómetanlegast vopn í bar- áttu þeirra við sjúkdóma og dauða. Á vígvöllunum hefir það reynzt mjög áhrifaríkt til varn- ar gegn drepi í sárum, meðal annars. Með því hefir einnig tekizt að vinna það kraftaverk, að lækna sjúklinga, sem þjáð- ust af langvarandi beinabólgu, og loks hefir það reynzt mjög áhrifaríkt læknislyf gegn blóð- eitrun, lungnabólgu og heila- himnubólgu. Ranhsóknarstöðin, sem ég kom í, er sjálfsagt einhver kyn- legasta stofnun, sem hægt er að hugsa sér, að starfi í þjón- ustu hers. Þeir rækta gerlagróð- urinn í flöskum, sem eru um það bil eitt fet að vídd, ofan á næringarmiklu kjötseyði, sem blandað er sykri og salti. Gerl- arnir eru þó ekki ræktaðir, végna þeirra sjálfra bókstaf- lega, — enn sem komið er að minnsta kosti — heldur er það efni, er þeir gefa frá sér, sem verið er að sækjast eftir. Gerl- unum er því fleygt, er þeir hafa framleitt það af þessu efni, er þeir megna að framleiða, og lyf- ið unnið úr séyðinu. í stöðinni, sem ég kom í, var þessi vinnsla rekin í stórum stíl. Ég gekk eftir geysilöngum skálum, þar sem flaska stóð við flösku á hillum til beggja hliða. Innihald þeirra var áþekkt sírópi á litinn, og ofan á leginum unnu pensillín- gerlarnir sitt nytjastarf. í einni deildinni voru stúlk- ur í hvítum frökkum að hella leginum, sem innihélt hið dýr- mæta lyf, á kúta, er síðan voru sendir í aðra deild til vinnslu. Þar var pensillínið skilið frá, hreinsað, þurrkað og búið um það. Aðrar stúlkur störfuðu að því að þvo og gerilsneyða flösk- urnar, sem síðan voru notaðar við áframhaldandi gerlaræktun. Gerlasporarnir eru fyrst fóstraðir í bölum í þykku hlaupi, sem unnið er úr þangi. Þegar þeir hafa náð vissum þroska, eru þeir teknir úr þessum böl- um, hlaupið leyst upp og síðan er öllu saman dælt með dælum, af svipaðri gerð og málarar nota, í flöskurnar, sem seyðið er í. Eftir fáar stundir sjást þess merki, að gerlagróðurinn er tekinn að dafna ofan á seyðinu, og eftir tíu daga, eða því sem næst, er komin þykk, grá skóf ofan á löginn. Gerlarnir þrífast bezt við visst hitastig, og er loftinu haldið á sífelldri hring- rás með gríðarstórum vind- snældum. Baðmull er troðið í stútinn á flöskunum til þess að forða því, að aðrir sporar eða gerlar en þar eiga að vera, komizt niður í þær, án þess þó að pensíllíngerlunum sé meinað þess lofts, sem þeir þurfa. Þegar hellt er úr flöskunum, situr kjórinn eftir. Stúlkurnar veiða hann upp úr og fleygja honum. Þefurinn í stofunum, þar sem þær eru að starfi, minn- ir á gorkúlur. Að litnum til er lögurinn orðinn ekki ósvipaður sterku öli. Loks var mér sýnt lítið glas, sem í var á að gizka hálf fing- urbjörg af gulu dufti. Það var . pensillín í því ástandi, sem það er sent út til læknisnota. Þegar pensillínið er notað, er stútur- inn, brotinn af glösunum, sem það er goymt í, soðnu vatni hellt í þau og upplausninni síð- an dælt í sjúklingana. Framleiðsla Breta á pensill- íni er þegar orðin allmikil. Þessi stöð, sem ég skoðaði, er aðeins ein af mörgum, þar sem pensill- ín er framleitt. Margar fleiri er verið að stofnsetja og þær taka til starfa jafnskjótt og þær hafa verið búnar nauðsynlegum tækj- um og fólk þjálfað til starfa þar. Flöskur þær, sem gerla- gróðurinn er ræktaður í, eru nú búnar til í hundraða þús- unda tali, og gerlagróðurinn, sem nauðsynlegur er til þess að framleiða lyfið, er alinn upp í stórum stíl. Innan fárra mán- aða mun þetta gerlauppeldi ha'fa færzt gífurlega í aukana. Tilbúningur pensillínsins hef- ir þó reynzt vísindamönnum ótrúlega örðugur. Þegar unnt var að fara að nota það, stóð hin mikla leiftursókn Þjóðverja sem hæst, og Bretar stóðu einir uppi með vopn í hönd andspænis hinum geigvænlega óvini. Eng- in brezk verksmiðja treystist til þess að takast á hendur stór- framleiðslu pensillíns, eins og þá stóðu sakir. Ræktun gerlagróðursins var svo skammt á veg kómin, að það eitt að ala upp gnægð gerla til framleiðslunnar var ærið verkefni. Lækningatilraunir, sem verið var að gera, runnu stundum út í sandinn vegna þess, að lyfið þraut, áður en þeim var lokið. Þannig dó eitt sinn sjúklingur, sem virtist þó vera á batavegi, í höndum læknanna, er pensil- lín-birgðirnar voru þrotnar, áð- ur en tími vannst til þess að fá viðbót. En nú er notkun þessa undra- lyfs í þann veginn að færast á það stig, að unnt sé að nota gerlagróðurinn sjálfan til lækn- inganna í stað efnis þess, sem hann gefur frá sér. Hafa árang- ursríkar tilraunir í þá átt verið gerðar. Jafnframt vinna fjöl- margir vísindamenn kappsam- lega að því að rannsaka efna- samsetningu þessa undralyfs í þeirri von, að fyrr eöa síðar verði hægt að framleiða það í svo stórum stil sem vill á efnafræði- legan hátt. Brezka stjórnin hefir skipað nefnd sérfræðinga til þess að stjórna og hafa umsjón með þeim tilraunum, sem gerðar eru og ráðlegt þykir að gera, og tryggja sem bezta samvinnu og beztan árangur. Og enn er ekki nema hálfsögð sagan af því, hvaða þýðingu uppgötvun og notkun pensillínsins getur haft á sviði læknisfræðinnar.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.