Tíminn - 18.08.1944, Blaðsíða 3

Tíminn - 18.08.1944, Blaðsíða 3
79. hlað TÍMIM, íöstMdagimi 18. ágúst 1944 315 r r Meistaramót I. S. I. Meistaramót íþróttasambands íslands í frjálsum íþróttum fór fram um síðustu helgi, á laugardag og sunnudag. Voru þátttak- endur úr sjö félögum, þar af f jórum utan Reykjavíkur, Ungmenna- og íþróttasambandi A’usturlg.nds, Knattspyrnufélagi Vestmanna- eyja, Umf. Skallagrími í Borgarnesi og Fimleikafél. Hafnarfjarðar, og þrem héðan úr bænum, Knappspyrnufélagi Reykjavíkur, í- þróttafélagi Reykjavíkur og Glímufélaginu Ármann. A mótinu voru sett 3 íslandsmet, í hástökki Skúli Guðmunds- son, ^stökk 1,94 m., í kringlukasti samanlagt, Gunnar Huseby, kastaði með hægri hendi 43,02 m. og með vinstri hendi 30,08 m., samanlagt 73,10 m., og í langstökki Oliver Steinn, stökk 7,08 m. Skípulag íþrótíamálanna og ungmennafélögin Úrslit í einstökum greinum urðu þessi: 200 m. hlaup: íslandsmeistari 1944: Finn- björn Þorvaldsson, ÍR. 23,5 sek. 2. Guttormur Þormar, U.Í.A., 24,4 sek. íslandsmeistari 1943: Brynj- ólfur Ingólfsson, KR. 23,6 sek. Hástökk: íslandsmeistari 1944: Skúli Guðmundsson, KR. 1,94 m. 2. Jón Ólafsson, U.Í.A., 1,75 m. íslandsmeistari 1943: Oliver Steinn 1,80. Kúluvarp: íslandsmeistari 1944: Gunnar Huseby, 15,40 m. 2. Jóel Sigurðsson, 14,55. íslandsmeistari 1943: Gunnar Huseby, 14,53 m. 800 m. hlaup: íslandsmeistari 1944: Kjartan Jóhannsson, ÍR. 2:2,5 mín. 2. Brynjólfur Ingólfsson, KR., 2:5,2 mín. íslandsmeistari_ 1943: Sigur- geir Ársælsson, Á., 2:5,0 mín. Spjótkast: íslandsmeistari 1944: Jón Hjartar, KR., 50,95 ni. 2. Tómas Árnason, U.Í.A., 49,68 m. íslandsmeistari 1943: Jón Hjartar, 53,19 m. 5000 m. hlaup: íslandsmeistari 1944: Óskar Jónsson, ÍR., 17:3,4 mín. 2. Steinarr Þorfinnsson, Á., 17:12,6 mín. íslandsmeistari 1943: Indriði Jónsson, KR., 17:34,8 mín. . Langstökk: íslandsmeistari 1944: Oliver Steinn, F.H., 7,08 m. 2. Skúli Guðmundsson, KR.; 6,63 m. íslandsmeistari 1943: Oliver Steinn, F.H., 6,67 m. 100 m .hlaup: íslandsmeistari 1944: Finnbj. Þorvaldsson, ÍR., 11,3 sek. 2. Oliver Steinn, FH., 11,4 sek. íslandsmeistari 1943: Oliver Steinn, FH., 11,4 sek. Stangarstökk: íslandsmeistari 1944: Guðjón . Magnússon, KV., 3,40 m. 2 Torfi Bryngeirsson KV., 3,40 m. 3. Þorkell Jóhannesson, FH., 3,40 m. íslandsmeistari 1943: Magnús Guðmundsson, FH., 3,20 m. Afrek þeirra Torfa og Þorkels er nýtt drengjamet og eiga þeir það báðir. í umstökki stökk Guðjón 3,48. 1500 m. hlaup: íslandsmeistari 1944: Óskar Jónsson, ÍR., 4:20,2 mín. 2. Hörður Hafliðason, Á., 4:21,2 mín. íslandsmeistari 1943: Sigur- geir Ársælsson, Á., 4:18,0 mín. Kringlukast: íslandsmeistari 1944: Gunnar Huseby, KR., 43,02 m. 2. Ólafur Guðmundsson, ÍR., 38,81 m. Íslandsmeistari 1943: Gunnar Huseby, KR., 43,24 m. 110 m. grindahlaup: íslandsmeistari 1944: Skúli Guðmundsson, KR., 17,4 sek. 2. Brynjólfur Jónsson, KR., 19,7 sek. íslandsmeistari 1943: Oddur Helgason, Á., 19,8 sek. Sleggjukast: íslandsmeistari 1944: Gunnar Huseby, 36,81 m. 2. Símon Waagfjörð, KV„ 35,31. íslandsmeistari 1943: Gunnar Huseby, 43,24 m. Þrístökk: íslandsmeistari 1944: Skúli Guðmundsson, KR., 13,61 m. 2. Jön Hjartar, KR., 13,39 m. íslandsmeistari 1943: Oddur Helgason, Á., 13,33 m. 1 ' 400 m. hlaup: íslandsmeistari 1944: Kjartan Jóhannsson, ÍR., 52,3 sek. 2. Bdynjólfur Ingólfsson, KR., 53,5 sek. íslandsmeistari 1943: Brynj- ólfur Ingólfsson, KR., 53, 5 sek. Auk þessa hafði áður farið fram keppni í boðhlaupi, er sveit K.R. vann, og fimmtarþraut, sem Jón Hjartar (K.R.) sigr- aði í. Eftir er að keppa í tugþraut og 10.000 metra hlaupi. Fundur um íþrótta- mál Þann 19. júlí og 2. ágúst héldu forvígismenn íþróttamálanna í Rvík fund í Oddfellowhúsinu, til þess að ræða um íþróttasvæð- ið í Laugadal og vallarmál iþróttafélaganna í Reylcjavík. Hafði í. S. í. boðað fundinn. Fundurinn samþykkti ályktun, þar sem skorað var á bæjar- stjórn Reykjavíkur að hraða undirbúningi aö framkvæmdum á Laugadalssvæðinu, svo sem byggingu sundlaugar og íþrótta- leikvangs og að unnið verði að byggingu íþrótta- og leikvalla á allmörgum stöðum í bænum. Þá mælti fundurinn eindregið með því, að héraðssamband íþrótta- félaga í Reykjavík yrði stofnað sem fyrst. Hvað er iramundan? (Framh. af 2. síöu) fengið sig til þess að trúa því, að lýðskrumarar þeir, sem sendir eru út af örkinni af öfgamönnunum verstu til hægri og vinstri, stefndi þang- að, sem þeir þó raunverulega ætla, og þá ekki sízt fyrir það, að þeir eru síhræsnandi — tal- andi um umbætur — þegar þeir meina niðurrif og talandi um áhuga sinn fyrir almennum framförum, þegar þeirra aðal- erindi er að fá aðstöðu til þess að vernda stríðsgróða og sér- réttindi. Það er vonlaust um pólitískt frelsi og jafnrétti á íslandi, ef menn geta ekki séð kjarna hlutanna, — ef menn láta bjóða sér svik á svik ofan og ef það sýnir sig, að lýðskrumið, þröng- sýnin og heimtufrekjan sé æski- legast til þess, að mönnum verði trúað fyrir ábyrgðarstöðum. Yfirgnæfandi meirihluti kjós- enda á íslandi er alveg á móti Moskvastefnu kommúnista og í- haldsstefnu stríðsgróðamann- anna. Það, sem á skortir, er aðeins það, að þeir, sem þannig hugsa, láti það ekki henda sig að kjósa á Alþing eða í aðrar tÆnaðar- stöður, þjóna og verkfæri öfg- anna, þótt þeir kunni að tala fagurt, þvert um hug sér eða vegna þess, að þeir eru sjálfir blekktir af þeim, sem nota þá. Umbótamenn í landinu verða að taka höndum saman og meg- inkjarni þeirra samtaka verði að sjálfsögðu að vera bændur, bæði til lands og sjávar, fiski- menn og verkamenn. Almenningur í landinu verður að velja fulltrúa í trúnaðar- stöður eftir því, hvort þeir vilja stuðla að slíku samstarfi undan- dráttarlaust og af fullri alvöru eða ekki, og útiloka lýðskrumar- ana og þjóna stríðsgróðavalds- Flestum héraðsmótum ung- mennafélaganna er nú lokið eða að ljúka og hefir margra þeirra verið getið hér í blaðinu og ann- arra mun getið síðar. íþróttirn- ar hafa sem endranær víöast sett svip sinn á mótin. Fjölmenni mikið hefir sótt þau, enda eru þetta orðnar aðal héraðssam- komur margra byggðai’laga og haldnar á sama stað ár hvert og hefir svo verið um langan tíma. Forvígismenn héraðssamband- anna og íþróttamenn leggja fram mikla vinnu vegna marg- víslegs undirbúnings að mótun- um. Ágóði, sem kann að verða, gengur til menningarstarfsemi Umf. og til framkvæmda ýms- um framfaramálum þeirra t.'d. samkomuhúsum, íþróttamann- virkjum o. fl. Mörg Ungmennasamböndin eru 30 ára og sum eldri og hafa lengst af þennan tíma haldið árleg héraðsmót. Þau eru 15 að tölu innan vébanda Ungmenna- félags íslands og ná 5 þeirra yf- ir tvær sýslur, en 10 yfir eina sýslu hvert. Landfræðilegar tak- markanir og samgöngukerfi hafa að mestu mótað stærð sam- bandanna og möguleika félag- anna til samstarfs. Héraðsþing halda þau árlega. Störf þeirra eru misjöfn að vöxtum og fjöl- breytni, en öllum er sameigin- leg nokkur íþróttastarfsemi á sambandssvæðum sínum, enda hafa þau forustu um alla íþróttastarfsemi þar, eins og héraðsmótin bera líka glöggt vitni um. Samböndin eru þessi, talið vestur um: Ungmennasamband Kjalarnesþings, Ungmennasam- band Borgarfjarðar, Ungmenna- samband Snæfellsnes- og Hnappadalssýslu, Ungmenna- samband Dalamanna, Ung- mennasamband Norður-Breið- firðinga, Ungmennasamband Vestfjarða, Ungmennasamband Vestur - Húnvetninga, Ung- mennasamband Austur - Hún- vetninga, Ungmennasamband Skagafjarðar, Ungmennasamb. Eyjafjarðar, Héraðssamband Suður - Þingéyjarsýslu, Ung- mennasamband Norður-Þing- eyjarsýslu, Ungmenna- og íþróttasamband Austurlands, Uijgmennasamband Austur- Skaftfellinga, Úlfljótur, og Hér- aðssambandið Skarphéðinn, er nær yfir Árnes- og Rangárvalla- sýslu. ins og alla þá, sem ástæða er til þess að gruna um þjónustu við öfgana og upplausnina. Ef vilji er til, þá er hægt að jafna ágreining milli alþýðu- stétta landsins og finna grund- völl fyrir samstarfi þeirra, til þess að hefja nýtt glæsilegt tímabil í sögu þjóðarinnar. Þetta verður að gera áður en það er orðið of seint. Það hefir komið fram, hvað eftir annað, bæði í blaðagrein- um og útvarpserindum að nauð- synlegt sé að stofna íþróttahér- aössambönd og hefir það jafn- vel verið talin skylda samkvæmt íþi'óttalögunum og lögum í. S. í. Hafa einkum haldið þessu fram menn, sem lítið þekkja til utan Reykjavíkur. Um þetta er það að segja, að íþróttalögin gera ráð fyrir héröðum „eftir legu og að- stöðu til samvinnu um íþrótta- iðkanir“. Hefir íþróttanefnd rík- isins fyrir löngu gert þessa skiptingu, og er hún svipuð og þróun ungmennasambandanna hefir verið, enda eru þau bezti leiðarvísirinn um möguleika til samvinnu og mynduð að yfir- lögðu ráði og hafa hlotið reynslu margra ára. Þau eru því í full- komnu samræmi við íþróttalög- in. Hitt má vel vera, að sé skylda samkvæmt lögum í. S. í. og er ekkert við því að segja, ef einhvers staðar finnst jarðvegur fyrir stofnun nýrra sambanda. Annað mál er það, að sum ung- mennasamböndin og einstök Umf. hafa' gengið í í. S. í., án þess að nokkur ákvæði íþrótta- laganna kæmu þar til. Hins veg- ar hefir ekkert samband verið milli íþróttafélaganna í Reykja- vík en von er til þess, að úr því tómlæti verði bætt bráðlega. Ástæðan fyrir þessari þróun úti um landið liggur í augum uppi og hefir oft veriö rædd. Fé- lagskraftarnir eru fáir og þola ekki, að þeim sé dreift. Ung- mennafélagsskapurinn hefir reynzt hið heppilegasta form, sem völ er á, til þess að sameina kraftana um hin beztu mál, sem uppi eru-meðal unga fólksins á hverjum tíma, jafnt íþróttamál sem önnur menningarmál. Ef stofna ætti hins vegar sérstakt félag um hvert mál, yrði úr því óheppileg flækja margra félaga, með miklum árekstrum, en til- tölulega litlum árangri. Vegna íþróttamálanna þarf því ekki nein ný kerfi, þegar Reykjavík er undanskilin, heldur þarf að hjálpa fórnfúsu og dugandi fólki til þess að skapa skilyrði til margvíslegra íþróttaiðkana sem víðast og vinna að því, að hvert hérað eða tvö nágranna- héröð fái ákveðinn íþróttakenn- ara með fullri menntun, sem verði leiðtogi í íþróttamálun- um í viðkomandi byggðarlögum. Að því ber að stefna. D. Á. HESTUR tapaðist frá Bólstað í Stein- grímsfirði, steingrár að lit, járn- aður, mark: sneiðrifað vinstra og fjöður framan. Sá sem yrði var hestsins er vinsamlega beðinn að gera að gera aðvart í síma í Djúpuvík. Tíðíndí írá 7. flokksþingi F r amsoknar manna ásamt greinargerð eftir Hermaim Jónassou formann Framsóknarflokksms og myndum frá flokksþinginu, fást í bókaverzlunum í Reykjavík og bókaverzluninni Eddu á Akureyri. Einnig send um land allt gegn eftirkröfu frá skrifstofu Framsóknarflokksfns í Edduhús- inu, Reykjavík. Verð kr. 5,00. Allir, sem um stjórnmál hugsa, verða að eignast þetta rit. KVENNAHEIMILIÐ: Hallveigarstaðir h.f. Hluthafafundur verður haldinn í Reykjavík síðari hluta sept. Staður og stund auglýst síðar. STJÓMIX. Samband ísl. samvinnufélaga. SAMVINNUMENN! Dragið ekki að brunatryggja innbú yðar. Biðjið kaupfélag yðar að annast vátryggingu. F ramkvæmdastjórastaða Oss vantar fjölhæfan verzlunarmann sem fram- kvæmdastjóra við útbú vort í Thorshavn, Færeyjum, frá maí/júní 1945 að telja. Þarf að vera í samstarfi við núverandi forráðamann um 4—6 mánaða skeið, áður en hann tekur við stjórn útibúsins. Félagið legg- ur til íbúðarhús. Skriflegar umsóknir, ásamt kaupkröfu og ýtarlegum upplýsingum, póstleggist hólf 547, Reykjavík, fyrir 15. sept. n. k. G. Helgason & Melsfed h.S. (Jtsolnverð á amerískum vindlingum má ekki vera hærra en hér segir: Lucky Strike 20 stk. pakkinn kr. 3,40 Old Gold 20 stk. pakkinn kr. 3,40 Raleigh 20 stk. pakkinn kr. 3,40 Camel 20 stk. pakkinn kr. 3,40 Pall Mall 20 stk. pakkinn* kr. 4,00 Utan Reykjavíkur og Hafnarfjarðar má útsöluverðið vera 5% hærra vegna flutningskostnaðar. Tóbakseinkasala ríkisins Anglý§ing irá atvínnu- og samgðngumálaráðuncytmu Þeir, sem hafa sent ráðuneytinu umsóknir um kaup á fiski- bátum frá Svíþjóð geta skoðað uppdrætti, smíðalýsingar og fram- komin tilboð hjá Fiskifélagi íslands, næstu daga kl. 1—3. Að lokinni téðri athugun verða þeir, sem óska að gerast kaup- endur bátanna að staðfesta skriflega fyrri umsókn sína og láta fylgja greinargerð um greiðslumöguleika sína. Reykjavík, 14. ágúst 1944. %

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.