Tíminn - 08.09.1944, Blaðsíða 3

Tíminn - 08.09.1944, Blaðsíða 3
85. blað TÍMINN, föstmlagiim 8. sept. 1944 339 DMARMIMING: Krislín Jóns 9 ir Gemlufalli í Dýrafirði Ein af mestu merkiskonum Dýrafjarðar, Sigríður Kristín1 Jónsdóttir, andaðist að heimili sínu Gemlufalli í Dýrafirði 15. maí s. 1. Sigríður var fædd að Vöðlum í Önundarfirði 8. júlí 1855. For- eldrar hennar voru merkishjón- in Jón Sigurðsson, sem var af önfirzkum bændaættum og Ingi- björg Bjarnadóttir, ættuð úr Dýrafirði. Jón var talinn gáfu- maður með afbrigðum, víðlesinn, skrifaði mætavel og hafði num- ið ^ danska tungu. Var hann vandaður og vinsæll og átti ekki óvildarmenn. Ingibjörg var einnig afbragðs kona að mann- kostum og atgervi. Var hún talin vera afkomandi Jóns Gissurar- sonar á Núpi. — Frá foreldrum sínum hefir Kristín, en það nafn notaði hún, erft sína miklu mannkosti og gáfur, en fyrir þá eiginleika varð hún merkiskona, en ekki fyrir auð, ættríki, né veraldargengi. Föður sinn missti Kristín árið 1871, og dvaldi síðan í vinnu- mennskú í nálægð móður sinn- ar, sem hætti búskap er hún missti mann sinn, fyrst í Ön: undarfirði, en síðar í Dýrafirði, eða frá 1880. Var hún hinn fyrsta vetur sinn hér í Dýrafirði við barnagæzlu hjá F. R. Wendel verzlunarstjóra á Þingeyri, og var sú vistráðning sú eina leið, er henni var fær, til að afla sér nokkurrar menningar og svala útþrá æskuáranna í heimahög- unum. „Þar var kostur á að nema margt þarft og -gott.“ Árið 1885 lærði Kristín ljós- móðurfræði hjá Þorvaldi heit. Jónssyni á ísafirði, og var hún sama ár skipuð ljósmóðir fyrir Dýrafjörð, sem var eit.t ljósmóð- urhérað til 1891, en síðan gegndi hún ljósmóðurstörfum í Þing- eyrarhreppi til ársins 1908. Kristín var sem vænta mátti skyldurækin og góð ljósmóðir, og mun margri sængurkonunni hafa þótt þraut sín léttbærari, er Kristín var til hennar komin með sínar mjúku og nærfærnu hendur og ástúð og hlýja við- mót. Tók hún alls á móti 270 börnum. Árið 1886 giftist Kristín Ólafi Guðmundssyni frá Hólum i Dýrafirði og bjuggu þau þar til 1910, er þau brugðu búi, og áttu . síðan heima þar og á Þingeyri til vorsins 1916 er þau fluttu að Minna-Garði í Mýrahreppi til Jóns sonar síns, er þá hóf þar búskap, en þaðan fluttust þau með honum að Gemlufalli í sömu sveit, vorið 1920, og áttu þar heima til dauðadags. Mann sinn missti Kristín 1928. Hann var líkur konu sinni um mannkosti og gæði, og mátti þar ekki á milli sjá. Var sambúð þeirra hin ástúðlegasta, þó að fjárhagur þeirra væri lengstum þröngur, vegna ótryggrar heilsu þeirra, einkum hans, og svo mun starf hennar hafa verið svo lítt laun- að, og ekki ríkt eftir launum gengið, er fátækir áttu í hlut, að-lítt hefir það bætt fjárhag- inn. Þau Kristín og Ólafur eign- uðust fjögur börn, tvær stúlkur er báðar eru dánar, og tvo syni, Jón bónda á Gemlufalli og Guð- mund húsgagnasmið í Reykja- vík. Kristín var góðri skáldgáfu gædd, og mjög létt um ljóða- gerð. Gaf hún út ljóðmæli sín árið 1928. Hún orkti ljóð sín ekki fyrst og fremst sér, heldur öðrum til hugarhægðar, en aldr- ei sér til lofs né frægðar. Eru þau langflest minningarljóð, helguð vinum hennar og ná- grönnum til að létta þeim sorg- arstundjr, eða til að auka gleði þeirra á hátíðastundum lífs þeirra. Má því segja, að hún hafi verið sjálfri sér samkvæm í með- ferð þess, er hún mátti öðrum miðla. Svo víðlesin og gerhugul var Kristín að fátítt er, en þó sást hún nær því jafnoft með verk í hönd og bókina eða pennann, eftirað hún var rúmföst orðin.en rúmliggjandi var hún síðustu 8—10 árin. Hún naut alls þess, er hún heyrði i útvarpi, eða las, fram á síðustu stund, því minn- ið var frábært og greindin söm. Það var yndi að sitja við rúm- stokkinn hennar og ræða við hana um hugðarmál sín, eða fornar minningar. Síðasta verk hennar í þessum heimi, var að taka þátt í þjóðar- atkvæðagreiðslunni daginn eftir að fyrst mátti kjósa heima. Hafði hún oft, s. 1. vetur, haft orð á því, að hún gæti á ein hvern hátt komizt á kjörstað, þvi þangað fannst henni að hún yrði að komast, til að leggja sitt lóð í vogarskálina við þessar kosningar. Enjsvo að segja sam- stundis og hún hafði 'tjáð vilja sinn í þeim efnum, missti hún ráð og rænu og var látin innan sólarhrings. - Er því eihs og forsjónin, sem hún tignaði svo innilega, hafi haldið lífsþræði hennar óbrák- uðum svo lengi, að hún fengi aðeins framkvæmt þetta lang þráða verk. Og seðillinn hennar var hvorki auður né ógildur, frekar en lífs- bók hennar sjálfrar. Jóhannes Davíðsson. Tilkynning írá Þjóðhátíðarnefnd Hátíðanefndir viðs vegar á landinu, er fengið hafa tilmæli um að senda skýrslur og myndir frá hátíða- höldunum 17. júní, eða síðar, eru beðnar að senda þær fyrir í. október til Þjóðhátíðarnefndar í Alþingishús- inu. Jafnframt eru aðrir þeir, sem eiga góðar myndir frá hátiðahöldunum, beðnir að gefa Þjóðhátíðarnefnd kost á að líta á þær fyrir ý. október. PIJDLO vatnsþéttiefni í steinsteypu, múrhtiðun «« út- kúst (hvíttun), fyrirliggjantli. S0GIN H.F. Höfðatún 2. vSínti 5652. Sá, sem hefir tapað gfráum hesti mark: blaðstýft framan h., og vaglskora fr. vinstra, tali hið fyrsta við eiganda hestsins PÉTUR JÓNSSON, Spákonufelli, Skagaströnd. GÆFAN fylgir trúlofunarhringunum frá SIGURÞÓR, HAFNARSTR. 4. Sent mót póstkröfu. SendUf nákvæmt mál. Knúts saga Rasmussens FRAMHALD „Æ-nei, þakka’ yður fyrir .... nei, nei, þakka’ yður fyrir,“ stundi Ekblaw. „Nei, ég er oi’ðinn saddur.“ „Enga hógværð! Það er ekki svo oft, að hingað komi góðir gestir, að það má ekki minna vera en þeim sé gert gott.“ Að svo mæltu valdi hann nýjan bita handa gesti sínum, sýnu stærri en hinn fyrri, velti honum lengi milli handa sér og hrós- aði honum mjög og rétti honum hann síðan. Ekblaw var orðinn helblár í andliti, er hann hafði loks kingt síðasta munixbitanum. Þá mælti Knútur: „í Danmörku er það siðvenja að drekka kaffi á eftir mat, en það væri synd að spilla þessum yndislega kjötkeim, sem er i munni manns, með slíku skólpi, enda á það alls ekki saman: kjörréttur norðan úr heimskautslandi og drykkur úr hitabeltinu. — Þess vegna drekkum við bara blávatn á eftir.“ Ekblaw var um kyrrt um nóttina, en hann langaði víst lítið í hnossgæti þeirra Knúts, svo að hann flýtti sér að opna nestis- poka sinn morguninn eftir og bauð húsráðendum að snæða með sér. Það þáðu þeir með þökkum — og brostu í laumi. * Nokkru síðar fór Knútur á sleða suður til Holsteinsborgar og tók sér þar far til Danmerkur. Pétur varð eftir til þess að undir- búa ferð til Pearylands, er þó varð eigi af. Ástæðan til þess var sú, að 15. apríl 1915, skömmu áður en ráðgert hafði verið að leggja af stað í þessa för, barst norður til Týli bréf frá Knúti. Það var skrifað í ágústmánuði 1914, og sérstakar ráðstafanir höfðu verið gerðar til þess að það bærist sem allra fyrst til við- takanda. í bréfi þessu skýi’ði Knútur frá því, að það væri skollin á styi’jöld, — hræðileg styrjöld, sem enginn vissi, hve lengi kynni að vara, og væri ægilegri en allar aðrar styrjaldir i sögu mann- kynsins. „Þeir, sem bölsýnir eru, halda, að hún verði vart til lykta leidd fyrr en í október í haust, þótt manni finnist það ótrú- legt, að slík hrannvíg geti átt sér stað til lengdar. En óhjákvæmi- ieg afleiðing af þessari styrjöld er dýrtíð,“ sagði í bréfinu, - „vertu því íhaldssamur, Pétur, og reyndu að gera fólkinu skiljanlegt, að þetta haust verður ógnþrungnasta tímabilið í sögu mannanna." Jafnframt var frá því skýrt, hvernig gangur sti’íðsins hefði verið. Hina síðust daga höfðu miklir rússneskir herir verið send- ir til Norður-Englands, og þaðan ættu þeir að fara til megin- landsins og veita öðrum BandamönnumMið við að hrekja Þjóð vei-ja brott úr Belgíu. Það væri því sýnt, hvernig stríðinu hlyti að lykta. Þetta voru þær einu fregnir af heimsstyrjöldinni, sem komust til Norður-Grænlaiids um sinn. Engin skip komu um sumarið, því að siglingar voru mjög lamaðar. Auk þess hafði verið harð- ur vetur, svo að ísinn lá fyrir ströndum allt sumarið. Það var mjög þröngt í búi, skortur á flestu, en þó dó enginn úr hungri Eskimóari^ir voru þess fullvissir, að þetta harðærj stafaöi af því, að veröldin blygðaðist sín fyrir það, að fólk skyldi hegða sér eins og óargadýr. Gamlir menn fi’ömdu særingar kvöld eftir kvöld, en þeir fengu engu áorkað. Þeir furðuðu sig mjög á þessu. „Knútúr er vanur að ráða fram úr ýmsum deilum og vandræð um, og hann er þó í landi hvítra manna núna. Hví getur hann ekki komið á friði?“ sögðu þeir og litu spurnaraugum hver á annan og hristu höfuðin. Pétur reyndi að gera þeim skiljanlegt, hvað í rauninni væri að gerast í heiníinum, og þótt það tækist ekki nema að takmörkuðu leyti, þá varð þetta til þess, að hinir eldri og reyndari menn ætt- stofnsins settust á ráðstefnu og létu að henni lokinni þau boð út ganga, að þeir ætluðu að senda 10—12 unga menn með byssur Knúti til fulltingis, ef nokkur skipsferð félli. Það gæti kannske vanið hvítu mennina af því að nota vopn sín til þess að drepa hver annan. En skipakomur urðu engar. Pétur Freuchen vai’ð að koma á skömmtun á öllum erlendum nauðsynjavarningi í umdæmi sínu. Þannig skyldi hvert heimili aðeins fá tvo eldspýtnastokka um árið og hver veiðimaður þrjátíu skothylki. Það var liðið langt fram á vor árið 1916, þegar byggðin berg rnálaði skyndilega af hrópum og köllum einn blíðviðrisdag: „Knútur er kominn, Knútur er kominn.“ Knútur hafði frá mörgu að segja. Hann hafði verið í Lundún- um og hitt þar særða hermenn og hermenn, er fengið höfðu heimfararleyfi sér til hvíldar og hressingar. Til Grænlands hafði hann komið með Lauge Koch, er þá var ungur stúdent, og norð- ur til Týlhhöfðu þeir ýmist ferðazt á sjó eða landi. Svo fast höfðu þeir sótt ferðina, að þeir sváfu til skiptis á sleðanum. Það var í júnímánuði, sem þeir komu til Týli, og þeir höfðu svo ráð fyrir gert að leggja þá þegar á Grænlandsjökul og freista þess að brjótast þá leið til norðurstrandarinnar, allt til Peary- lands. En hér voru margar þúfur í vegi. Þá skorti meðal ann •ars skotfæri, og þeir áttu aðeins takmarkaðar birgðir af hunda- mat. Þá vantaði einnig olíu; svo að þeir gátu ekki farið neitt að ráði á sjó og reynt að útvega sér vistir í öðrum byggðum. En um sumarið gerðust þau tíðindi, að skip kom til hafnar. Á því var sænski vísindamaðurinn dr. Thorild Wulff. Hann hafði meðferðis gnægð hvers konar nauðsynja, sem hann lét þeim í té svo að nú var ekki lengur hörgull á neinu, er þeim var óhjákvæmi- iegt í langferð. Var þá þegar afráðið að hefja hinn fyrirhugaða leiðangur næsta vor, 1917. í honum voru þeir Lauge Koch og dr Wulff báðir þátt, auk Knúts. Þessi för var nefnd annar Týlileiðangurinn. Var svo til ætlazt að leiðangursmenn veiddu sér til matar, svo að matvæli voru eigi höfð með að heiman nema af tiltölulegu skonium skammti. Eftir þriggja vikna ferðalag urðu þeir félagar fyrir þvi óvænta happi að finna stóra birgðastöð, sem enskir ferðalangar höfðu komið sér upp árið 1877. Voru þar niðursoðnar vörur margs konar, er voru mjög vel þegnar. En þrátt fyrir þessa heppni í upphafi fararinnar, urðu erfið- leikarnir margir og ægilegir. Og þeir fengu fljótt að kenna á þeim Fá veiðidýr urðu á leið þeirra. Sauðnaut virtust ekki til, hérar sáust varla og selirnir voru ljónstyggir, ef þeir á annað borð sáu einn og einn á stangli. Allt sumarið voru þeir í sífelldum krögg um, og ólánið virtist elta þá. Einn duglegasti maðurinn, fyrir utan Knút sjálfan, Grænlendingurinn Henrik Olsen, varð úlfum að bráð; þeir réðust á hann í svefni og átu hann upp til agna En áfi’am var haldið, eins og ráðgert hafði verið, þrátt fyrir allt er yfir dundi. ÚTBREIÐIÐ TIMANN4 Samband ísl. samvinnufélaga, SAMVINNUMENN! % Dragið ekki að brunatryggja innbú yðar. Biðjið kaupfélag yðar að annast vátryggingu. Tilkynníng írá Frystíhúsinu Herðuhreið Allir, sem eiga vörur í kæligeymslu hér, verða að taka þær í þessari viku. FrysflMsíð Herðubreið. op A *<■ Rœstiduft er fyrir nokkru komið á markaðinn og hefir þegar hlotið hið mesta lofsorð, því vel er til þess vandað á allan hátt. Opal ræstiduft hefir alla þá kosti, er ræstiduft þarf að hafa, — það hreinsar án þess að rispa, er mjög drjúgt, og er nothæft á allar tegundir búsáhalda og eld- húsáhalda. Notlð O P A L rœstiduft Aðvörun Hérmeð erú menn varaðir við að kaupa hermanna- skála í lögsagnarumdæmi Hafnarfjarðar með það fyr- ir augum að láta þá standa áfram. Verður stefnt að því að skálarnir verði teknir burtu svo fljótt sem hægt er og leyfi til þess að láta þá standa áfram. Verður stefnt að því að skálarnir verði teknir burtu svo fljótt sem hægt er og leyfi til þess að láta þá standa eða byggja þá upp annars staðar i umdæminu munu ekki verða veitt. — Bæjarstjórinn í Hafnarfirði. Áætlunarferðir um Borgarfjarðarhérað Akrancs — Reykliolt — Borgarnes: Frá Akranesi kl. 9 árd. (áður kl. 12,15) miðvikudaga, fimmtudaga , föstudaga og laugardaga. Reykliolt — Rorgarnes — Akranes: Frá Reykholti kl. 17,30, miðvikudaga, fimmtudaga, föstudaga og sunnudaga. - Bifreidastöð K. B. Borgarnesi. Síini 18. Raítækjavínnustofan Selfossi framkvæntir allskonar rafvirkjastörf.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.