Tíminn - 19.09.1944, Blaðsíða 1
RITSTJÓRI:
ÞÓRARINN ÞÓRARINSSON.
ÚTGEFFANDI:
PR AMSÓKN ARFLOKKURINN.
PRENTSMIÐJAN EDDA h.f.
Símar 3948 og 3720. -
28. árg.
RITST JÓR ASKRIFSTOPUR:
EDDUHÚSI, Lindargötu 9 A.
Símar 2353 Og 4373.
APGREIÐSLA, INNHEIMTA
OG AUGLÝSINGASKRIFSTOFA:
EDDUHÚSI. Lindargötu 9 A.
Sími 2323.
Reykjavík, þrlðjudagiuu 19. sept. 1944
Meiri síldveiði
en nokkuru
sinní íyrr
Síldveiðin í sumar hefir
orðið meiri en nokkuru sinni
fyr, þegar miðað er við stærð
fiskiflotans, sem stundaði
veiðina. Alls munu nú vera
komin á land yfir 1.500 þús.
mál, og hafa ríkisverksmiðj-
urnar einar tekið á móti 919
þús. málum. Aðeins einu sinni
áður hefir heildaraflinn verið
meiri, árið 1940, en þá stund-
aði miklu stærri skipastóll
veiðina.
Síldveiðunum mun nú vera í
þann veginn lokið. Af þeim bát-
um, sem hafa lagt upp hjá rík-
ísverksmiðjunum, hafa þessir
orðið hæstir (talið í málum):
Bjarki, Siglufirði 17.428
Sigurfari, Akranesi 17.127
Sæfinnur, Neskaupstað 17.029
Bris, Akureyri 15.738
Keflvíkingur, Keflavík 15.736
Þorsteinn, Reykjavík 15.396
Maghús, Neskaupstað 15.221
Már, Reykjavík 15.077
Ásgeir, Reykjavík 14.585
Af þeim bátum, sem verið hafa
tveir um nót, hafa orðið hæstir
Björn Jörundsson, Hrísey og
Leifur, Dalvík, 14.390 mál, og
Anna og Einár Þveræingur, Ól-
afsfirði 14.197 mál.
Nokkur skip, sem hafa lagt
upp afla hjá einkaverksmiðj-
unum, munu hafa meiri afla en
framarigreind skip. Eldborgin
mun vera aflahæsta skip síld-
veiðiflotans með rösklega 26
þús. mál, og Freyja frá Reykja-
vík næsthæst með tæp 26 þús.
mál. Meðalafli skipa hjá ríkis-
verksmiðjunum er um 9 þús.
mál, og er það talsvert hærra en
i fyrra.
Síldveiðin var treg framan af,
en batnaði mjög, þegar á leið.
Meginhluti síldarinnar var vel
feitur og eru því afurðirnar með
allra beztu móti.
Um 28 skip lögðu nú inn afla
sinn hjá ríkisverksmiöjunum
gegn því að borga vinnslukostn-
að, en selja ekki aflann fyrir-
fram fyrir ákveðið verð. Þessi
skip munu fá talsvert betra verð
en þau, sem strax seldu aflann.
Um 17 skip gerðu þetta í fyrra
og hö'gnuðust á því þá.
Stækkun ríkisverk-
smiðjaiina.
Undirbúningur er nú hafinn
að því að stækka verksmiðjur
ríkisins á Siglufirði um 3500—
4000 mál, og mun stækkunin
kosta iy2—2 milj. kr. Stækkun
þessari mun lokið fyrir næstu
síldarvertíð.
Kommúnistar í Hlíf
gáfust upp
Kommúnistar í Hafnarfirði
sáu sitt óvænna að halda Hlíf-
arverkfallinu til streitu, og^voru
því nýir samningar undirritaðir
síðastl. fimmtudag. Höfðu kom-
múnistar þá fallið frá öllum
helztu kröfum sínum og urðu
jafnvel að sætta sig við lakari
kjör en þau, sem þeim hafði
verið boðið, þ. e. sama kaup og
í Reykjavík. Þannig verður
tímakaupið í Hafnarfirði 5 aur-
um lægra en í Reykjavík.
Atvinnurekendur höfðu all-
mikinn viðbúnað til að mæta
verkfalli kommúnista, og var m.
a. ráðgert að gera togarana út
frá Englandi. Óánægja verka-
manna yfir verkfallinu fór líka
sívaxandi. Kommúnistafor<-
sprakkarnir sáu því það ráð
vænst að gefast upp.
Ríkísstjórnín
fær lansn
Tímanum hefir borizt svo-
hljóðandi tilkynning frá skrif-
stofu forseta íslands:
Á ríkisráðsfundi, sem haldinn
var laugardaginn 16. september
kl. 10 f. h.,veitti forseti íslands
ráðuneyti Björns Þórðarsonar
lausn samkvæmt beiðni forsæt-
isráðherra. Samkvæmt ósk for-
seta tók ráðuneytið að sér að
gegna störfum á sama hátt og
undanfarið, þangað til nýtt
ráðuneýti hefði verið myndað.
Kl. 11 f. h. ræddi forseti við
Gísla. Sveirisson forseta sam-
einaðs Alþingis út af viðhorfi
því, sem skapazt hefir við lausn
ráðuneytisins frá störfum. Að
loknum þeim viðræðum ráðlagði
hann forseta að eiga viðræður
við alla þingflokkaformennina
samtmis.
Kl. 11.15 ræddi forseti við þá
Ólaf Thors, formann Sjálfstæð-
isflokksins, Eystein Jónsson,
formann þingflokks Framsókn-
arflokksins, Einar Olgeirsson,
formann þingflokks sósíalista, og
Harald Guðmundsson, formann
þingflokks Alþýðuflokksins, alla
saman.
í viðræðulok lýstu formenn
þingflokkanna yfir því, að þing-
flokkarnir myndu halda áfram
þeim tilraunum til myndunar
stjórnar, sem njóta stuðnings
allra 4 þingflokkanna, er staðið
hafa yfir um skeið. Ennfremur,
að þeir teldu æskilegt að tak-
ast mætti að mynda nýja stjórn
sem allra fyrst.
Búnaðarþmgíð
Búnaðarþing hefir verið kvatt
saman til aukafundar, sem mun
hefjast 21. þessá mán. Mun þar
verða rætt um verðlagsmál land-
búnaðarins.
88. blað
Nýrrí klofiningstilraim kommúnísta svaraðs
Bréf stiórnar Búnaðarfél. Islands
Kommúnistar hafa nú tekið upp nýja starfshætti til að reyna
að sundra samtökum bænda. Þeir hafa látið Alþýðusambandið
senda út laumubréf, þar sem reynt er að ófrægja forvígismenn
Búnaðarfélags íslands, og bændunum er síðan boðið^á eins konar
alþýðuráðstefnu, sem eigi að halda í haust. Sést vel á þessu, hve
Alþýðusambandið er fullkomlega orðið áróðurstæki kommúnista
og hve ósvífið þeir beita því í þágu sína.
í eftirfarandi bréfi stjórnar Búnaðarfélags íslands til búnað-
arfélaganna og í grein Steingríms Steinþórssonar, sem birt er
á öðrum stað, er rætt um þessi nýju vinnubrögð kommúnista
og sýnt fram á, hversu fráleit og fordæmanleg þau eru.
Bréf stjórnar Búnaðarfélags
íslands er svohljóðandi:
Stjórn Búnaðarfélags íslands
hefir fengið vitneskju um það,
að Alþýðusamband íslands hafi
sent búnaðarfélögum hreppanna
boðsbréf um að senda fulltrúa á
ráðstefnu," er Alþýðusamband
íslands gengst fyrir í Reykjavík
í nóvembermánuði næstkom-
andi, til þess að ræða við þá um
ýms hagsmunamál landbúnað-
arins.
í tilefni þessa vill stjórn Bún-
aðarfélags íslands taka fram
eftirfarandi:
Búnaðarfélag íslands er ætíð
viðbúið að taka upp samræður
við félagssamtök verkamanná,
Alþýðusamband íslands, sem og
samtök annarra stéttarfélaga í
landinu, til að leita lausnar á
sameiginlegum vandamálum,
eða að reyna að jafna ágrein-
ingsmál þau, er upp kynnu að
koma á milli hinna einstöku
hagsrpunasambanda — sem oft
er langt framyfir það, sem þyrfti
að vera, og ætíð báðum aðilum
Nvíþjóðarbátarnir
Furðuleg iramkoma kommúnista og íhaldsins
Atvinnumálaráðherra mun nú í þann veginn að ganga frá
samningum um smíði 45 /vélbáta í Svíþjóð, sem sænska stjórnin
hefir leyft, að íslendingar fengju smíðaða þar. Hefir atvinnu-
málaráðherra fengið samþykki þriggja þingflokkanna til að
ganga frá samningum.
Samningarnir eru gerðir við þær skipasmíðastöðvar og véla-
verksmiðjur, sem gerðu hagkvæmust tilboð að áliti Fiskifélags ís-
lands. Nokkrir bátanna munu verða það snemma tilbúnir, að
þeir ættu að vera komnir hingað fyrir síldveiðivertíðina næsta
sumar.
Eins og kunnugt er, aflaði at-
vinnumá,laráðherra allmargra
tilboða í smíði bátanna og voru
ráðunautar Fiskifélags íslands
síðan látnir ákveða, hver væri
heppilegust. Útgerðarmönnum
og útgerðarfélögunum var síð-
an gefinfí kostur á því að sækja
um bátana og bárust alls um
40 umsóknir. Allmargir umsækj-
endanna höfðu þó ekki gengið
þannig frá fjárhagslegum trygg-
ingum, að hægt væri að semja
um smíði bátanna á þeim
grundvelli. Atvinnumálaráð-
herra sneri sér þá til þingflokk-
anna og óskaði eftir samþykki
þeirra til þess að ganga frá
samningum eigi að síður. Tveir
flokkanna, Framsóknarflokkur-
inn og Alþýðuflokkurinn, gáfu
strax samþykki sitt, en Sósíal-
istaflokkurinn svaraði með vífi-
lengjum. Ráðherrann endurnýj-
aði þá fyrirspurn sína og fékk
að lokum jákvætt svar flokks-
ins. Sjálfstæðisflokkurinn hefir
enn engu svarað. "
Það má telja víst, að bátar
þessir, sem eru ýmist 50 eða 80
smál., séu tiltölulega ódýrir,
eftir því, sem horfur eru á, að
verðlag verði næstu árin.
Þörfina fyrir þá efar enginn. ís-
lenzkar skipasmíðastöðvar ættu
eftir sem áður að hafa nóg að
gera, því að svo mikil er þörfin
fyrir endurnýj un f iskif lotans,
ekki sízt smærri skipa, sem mun
auðveldast að smíða hér.
Það er lærdómsríkt, að Sjálf-
stæðisflokkurinn, sem helzt þyk-
ist bera útgerðina fyrir brjósti,
skuli ekki hafa viljað sinna
þessu máli neitt og engan styrk
veita því. Sést á þvi, eins og
fleiru, að sitthvað eru orð og
efndir hjá þeim flokki. Fram-
koma kommúnista er líka lær-
dómsrík. Þeir hafa galað allra
hæst um, að fiskiflotinn yrði
endurnýjaður, og þegar þing-
menn Alþýðuflokksins urðu
fyrstir til að benda á þann
möguleika, að hægt myndi vera
að fá skip í Svíþjóð, ruku þeir
upp til handa og fóta og fluttu
tillögu um rriálið! Áhuginn er
svo ekki meiri en það, þegar til
framkvæmdanna kemur, að þeir
láta fyrst blaö sitt ófrægja
sænsku tilboðin og svara svo
fyrirspurn ráðherrans um sam-
(Framh. á 4. síðu)
til tjóns. En til þess að slík sam-
tök geti borið árangur verða þau
að takast upp á skipulegan hátt
og undirhyggjulaust.
Til þess að sýna að Búnaöar-
félag íslands hefir litið' þannig
á málin og hagað sér samkvæmt
því, vill stjórn þess benda á þessi
atriði.
í desember 1942 sendi Banda-
lag starfsmanna ríkis og bæja
Búnaðarfélagi íslands bréf, þar
sem það óskaði, að félagið tæki j
upp viðræður við það, ásamt Al- j
þýðusambandi íslands og Fiski- j
félagi íslands — um vandamál \
verðbólgunnar og hugsanleg ráð j
til lausnar þeim. Bréfi þessu t
svaraði stjórn Búnaðarfélags ís- 1
lands á þá leið, að hún væri við-
búin að ræða mál þessi við full-
trúa frá áðurnefndum félaga-
samtökum. Af framkvæmdum
varð þó ekki, af hverju sem það
hefir stafað.
Næst má geta þess, að Bún-
aðarþing lagði grundvöll að
frjálsu samstarfi bænda og laun-
þega um tilraunir við stöðvun
dýrtíðarinnar með ályktun, sem
það samþykkti um niðurfærslu
verðlags landbúnaðarafurða
gegn sams konar niðurfærslu
kaupgjalds í landinu.
Ályktun þessi bar þann
árangur, að Alþingi lögfesti hina
svokölluðu sexmannanefnd, til
að leita að réttu hlutfalli af-
urðaverðs og kaupgjalds í land-
inu. Nefnd þessi var síðan skip-
uð fulltrúum frá Búnaðarfélagi
íslands, Alþýðusambandi íslands
og Félagi starfsmanna ríkis og
bæja, auk íveggja sérfræðinga í
verðlagsmálum.
Samstarfið í sexmannanefnd-
inni var hið ákjósanlegasta og
bar þann árangur, sem eftir var
leitað.
Þá skal að lokum minnst á
hina síðari sexmannanefnd, er
Búnaðarfélag íslands og Alþýðu-
samband íslands skipuðu fyrir
forgöngu ríkisstjórnarinnar til
að athuga, hvort unnt yrði að
fá samkomulag á milli þessara
aðila um e'inhverja gagnkvæma
lækkun afurðaverðs og kaup-
gjalds frá þáverandi verðlagi. Þó
að samtöl þessi færu fram i fullri
vinsemd, báru þau engan já-.
kvæðan árangur, þar sem full-
trúar Alþýðusambandsins gátu
ekki fallizt á neina lækkun
launa, þó að fulltrúar Búnaðar-
félags íslands legðu fram tilboð
Búnaðarþingsins frá 1942 um
nokkra lækkun afurðaverðs að
því tilskildu, að kaupgjald yrði
lækkað í sömu hlutföllum.
Aftur á móti sendir Alþýðu-
samband íslands Búnaðarfélagi
íslands bréf hinn 19. júní 1943,
og býður því þátttöku í eins
konar „ráðstefnu“, er það síðar
tilkynnir að haldin skuli í
Reykjavík í nóvembermánuði
sama ár til að ræða um stofn-
un „Bandalags vinnandi stétta“,
ásamt eftirtöldum samböndum,
(Framh. á 4. siðu)
Forseti íslands
þakkar
Við lok ferða minna um land-
ið að þessu sinni færi ég öllum
sem hlut áttu að máli, alúðar-
þakkir fyrir hlýjar og ógleym-
anlegar viðtökur hvar sem ég
kom á landinu. Ég þakka þeim
sem gengust fyrir virðulegum
móttökum hvarvetna og þeim
sem tóku þátt í samkomum og
mannfagnaði þar sem ég kom
á svo alúðlegan hátt og mér til
óblandinnar ánægju. Fagrar
myndir af landi og þjóð hefi ég
eignazt í viðbót við það, sem ég
átti áður.og verða þær óafmáan-
legar. Og öllum þeim, sem fögn-
uðu mér með fánum íslands,
þar sem leið mín lá um, þakka
ég einnig innilega.
Ég hefi staðið við í öllum
kaupstöðum landsins og öllum
þeim stöðum, sem sýslumenn
sitja, auk nokkurra staða ann-
arra. Óviðjafnanlegar orsakir
ollu því, að ég gat ekki komið
í öll þau héruð og byggðarlög
sem ég óskaði. En það er ásetn-
ingur minn að koma þangað að
sumri að forfallalausu eins
fljótt og við verður komið.
SVEINN BJÖRNSSON.
Sjötugnr:
Tíyggvi Ólalsson
irá Víðivöllum
Tryggvi Ólafsson, starfsmaður
í Kaupfélagi Reykjavíkur og
endurskoðandi S. í. S„ áður
bóndi að Víðivöllum í Fljótsdal,
er sjötugur í dag.
Hann hefir jafnan reynzt
hinn nýtasti maður, hvaða störf
sem hann hefir haft með hönd-
um, og alla ævi hefir hann ver-
ið öruggur samvinnumaður og
innt af höndum mikils verða
þjónustu við samvinnufélags-
skapinn. Munu margir minnast
Tryggva í dag og senda honum
hlýjar kveðjur.
Flugvél laskast
Sjóflugvél h. f. Loftleiðir
stórskemmdist í fyrradag. Var
hún að hefja sig til flugs af
Miklavatni í Fljótum, er hún
lenti í vindhviðu, sem hvolfdi
henni. Flugmennirnir björguð-
.ust nauðulega, en flugvélin varð
fyrir stórfelldum skemmdum.
Hún hefir í sumar verið í þjón-
ustu ríkisverksmiðjanna til að
annast síldarleit.
Á víðavangi
ALGER UPPGJÖF.
Jakob Möller sagði í útvarps-
umræðunum, að íhaldsstjórnin
hefði orðið að gefast upp fyrir
hótunum hafnarverkamanna
vorið 1942, því ef stjórnin hefði
ekki látið undan og hækkað
kaupið, mundu siglingar hafa
stöðvazt.
Eftir fyrra stríð skipuðu borg-
arar Kaupmannahafnar upp
vörum undir lögregluvernd,
þegar upplausnaröfl verka-
manna höfðu gert verkfall við
höfnina. Eru Reykvíkingar það
vesælli en Hafnarbúar, að á
þeim hefði staðið?
Jakob sagði, að þjóðin hefði
verið á móti gerðardómslögun-
um. Flokkarnir, sem að þeim
stóðu, höfðu 60—70% af fylgi
þjóðarinnar í kosningum vorið
1942. Jakob sagði, að enn væri
fólkið á móti lögbindingu og
þess vegna væri hún ófram-
kvæmanleg.
Ef kommúnistar vilja ekki
gera það fýrir Jakob og aðra
góða menn, að stöðva verk-
falla- og dýrtíðarölduna til að
koma í veg fyrir hrun — ja, þá
er ekkert við því að gera að á-
liti Jakobs. Fjármálakerfi lands-
ins og atvinnulíf verður bara að
hrynja.
Þetta er það, sem kallað er á
hernaðarmáli — alger uppgjöf.
ÖNNUR VINNUBRÖGÐ.
Stjórnmálamennirnir í Eng-
landi og Bandaríkjunum hugsa
og breyta öðruvísi en Jakob.
Kaupgjald og verðlag var lögfest
í Kanada og Bandaríkjunum og
í framkvæmd í Englandi — eins
og Framsóknarfl. lagði til að
gert yrði hér 1941. — Verkföllin
hafa herjað þessi lönd í kola-
námunum, í hergagnaverk-
smiðjum, í skipasmíðastöðvun-
um. Stjórnmálamennirnir hafa
ekki látið undan. Þeir hafa ekki
gefizt upp eins og ihaldsstjórn-
in hér vorið 1942. Þeir vissu, að
það var jafnvel betra að vanta
sjálf vopnin, kol eða skip, held-
ur en að hleypa öldu dýrtíðar
yfir þjóðina. Þess vegna hafa
þeir ekki gefizt upp fyrir upp-
lausnaröflunum, eins og Jakob
gerði, og segir að halda eigi á-
fram að gera. —
ORÐ. — EFNDIR.
Morgunblaðið segir þessi spak-
legu orð í Reykjavíkurbréfi
sunnudaginn 17. þ. m.:
„Þeim mun fyrr er hægf að
vara sig á þeim mönnum, sem
ennþá eru við það heygarðs-
hornið, að láta hagsmuni flokka
eða stétta sitja í fyrirrúmi fyr-
ir hagsmunum þjóðarinnar".
Ætli það væri ekki dálítið
bjartara yfir íslenzku þjóðlífi nú,
ef viss flokkur hefði munað
þetta siðalögmál og breytt eftir
því vorið 1942? Eða hvaða flokk-
ur var það, sem þá gekk á gef-
in heit og rauf samstarf til þess
að reyna að ná með breyttri
kjördæmaskipun í nokkur þing-
sæti „vegna hagsmuna flokks-
ins“.
En meðan „andinn frá 1942“
og andinn, sem ríkti í Sjálfstæð-
isflokknum og Sósíalistaflokkn-
um á Lögbergi 17. júní, svífur
yfir vötnunum, mun illa fara —
og á meðan tekur enginn tal
Mbl. alvarlega.
Seinagangfurinn
með fjárlögin
Áður en gengið var til dag-
skrár á Alþingi síðastl. laugar-
dag, kvaddi Eysteinn Jónsson
sér hljóðs og beindi þeirri fyr-
irspurn til fjármálaráðherra,
hvers vegna fjárlagafrv. fyrir
1945 væri ekki enn komið fram.
Eysteinn sagði, að fjárlagafrv.
það, sem hefði verið lagt fram á
þingi í vetur, hefði aðeins verið
flutt til að fullnægja þingregl-
(Framh. á 4. síöu)
X