Tíminn - 19.09.1944, Blaðsíða 2
350
TÍMITVTV, þrigjiiclagtmi 19. sept. 1944
88. blað
Þriðjudaftur 19. sept.
Kosningar í haust
eða að vori?
Dýrtíðarmálin eru enn í sama
öngþveitinu og verið hefir und-
anfarin ár, jafnvel enn meira,
þár sem lausn þeirra verður
stöðugt meira og meira aðkall-
andi. 'Allir sjá, að nauðsynlegt
er að gera öflugar ráðstafanir,
en þegar til framkvæmdanna
kemur, brestur kjark eða úthald.
Breytni fráfarandí ríkis-
stjórnar er gott dáemi um þetta
Stjórnin ber fra,m dýrtíðarfrum-
varp, þar sem hún treystir sér
eígi til að gera tillögu um það,
sem er þó, eins og nú er komið,
grundvallaratriði fyrir stöðvun
dýrtíðarinnar, en það er að
festa grunnkaupið. Þegar þetta
frv. stjórnarinnar mætir mót-
spyrnu, þvær hún hendur sínar,
líkt 9g Pílatus forðum, og segir:
Ég hefi reynt allt, sem ég hefi
getað og nú fer ég. En það er
einmitt þetta, sem stjórnin hef-
ir ekki gert. Hún reyndi ekki
allt, því að þótt þetta frv. henn-
ar næði ekki samþykki, var
hugsanlegt að fara ýmsar aðr-
ar leiðir og reyna að ná sam-
komulagi við Alþingi eða^meira-
hluta þess um þær? En þeim
tækifærum sleppti stjórnin. Það
getur verið skiljanlegt, að
stjórnin vildi losna við áfram-
haldandi erfiði og ábyrgð, vegna
þessara mála, en eins og málum
er háttað og Alþingi skipað, þá
var hitt vænlegast til árangurs
að hlaupa ekki frá öllu saman,
heldur knýja enn fastar á með
önnur úrræði og reyna að þoka
saman þeim öflum, sem líkleg-
ust voru á þinginu til að styðja
stjórnina í þeirri viðleitni.
Á Alþingi gerist sama sagan
og endranær. Þar er hver hönd-
in uppi á móti annari. Þeir
menn þar, er vildu styðja ríkis-
stjórnina til að stöðva dýrtíðina,
þótt ekki næðist samkomulag
um frv. hennar, voru gerðir
máttvana, þegar ríkisstjórnin
auglýsti lausnarbeiðni sína. Allir
þeir kraftar þingsins, sem hafa
verið stjórninni fjandsamlegir,
sameinuðust þá um að hindra
hverja þá ráðstöfun, sem stjórn-
in hefði getað sætt sig við. Til-
raunir til að mynda þingræðis-
stjórn, sem áorkaði verulegu í
dýrtíðarmálunum, virðast meira
en vonlitlar, þar sem þrír flokk-
ar þingsins hafa lýst sig mót-
fallna hvers konar lögbindingu,
eins og sakir standa, en verkföll
kommúnista eru bezti vitnis-
burðurinn um það, sem vænta
má af „frjálsu leiðinni".
Ýmsir halda því fram.að bezta
ráðið úr því, sem komið er, sé
að láta fara fram kosningar,
sem yrðu vart fyrr en seinast í
nóvember. Þetta gæti verið ráð,
ef vænta mætti verulegra end-
urbóta á þinginu. En það er
grátlega satt, sem Jakob Möller
sagði í útvarpsumræðunum á
dögunum, að enn virðist fjölda
manna vanta viljann til að taka
á sig þær fórnir, sem af lausn
dýrtíðarinnar hljóta að leiða,
þótt þeir sjái fram á háskann,
sem af henni stafar. Það er því
eigi ólíkleg tilgáta, að kosningar
nú yrðu háðar á grundvelli
þrengstu stéttarhagsmuna,
heildarsjónarmiðið gleymdist,
málin yrðu enn fjarri heil-
brigðri lausn á hinu nýkjörna
þingi, vegna kosningahitans, og
engar breytingar, sem þýðingu
hefðu, eru heldur líklegar á
styrkleika flokkanna. Það kynni
að vísu að geta hjálpað bæjar-
flokkunum eitthvað, ef ófærð
og ótíð hamlaði kjörsókn í sveit-
unum, en vissulega myndu þær
breytingar, sem af þvi hlytust,
ekki gera nýja þingið gæfulegra
til starfa.
Flest bendir líka til þess, að
yrði kosið í haust, myndi engar
ráðstafanir gerðar nú til að
halda dýrtíðinni í skefjum fram
yfir kosningarnar. Dýrtíðarvísi-
talan færi þá í ein 300 stig og
ykist síðan koll af kolli. Hrunið
væri þá orðið óumflýjanlegt.
Bezta úrræðið úr þessu er tví-
mælalaust það, að þau öfl þings-
ins, sem ekki vilja stuðla að
íullkomnu niðurrifi og upp-
Stcingrímur Stcínpórsson, búnaðarmálastj.:
Bréf Alþýðasambandsins og
stðrf sex manna nefndanna
Stjórn Alþýðusambands ís-
lands hefir í júlímánuði s. 1. sent
frá sér bréf til ýmissa bænda
víðsvegar um land og boðið þeim
að mæta á einhvers konar ráð-
stefnu verkamanna og bænda,
sem Alþýðusambandið ætlar að
beita sér fyrir að haldin verði í
haust. Margt er einkennilegt
um það, hvernig „ráðstefna"
þessi er fyrirhuguð. Ég mun þó
ekki ræða það hér, því að það
mun verða gert á öðrum vett-
vangi.
í áðurnefndu bréfi Alþýðu-
sambandsins er nokkuð vikið
að störfum vísitölunefndar
landbúnaðarins frá síðastliðnu
sumri, og einnig að störfum sex-
manna nefndarinnar síðari, sem
samkvæmt ósk ríkisstjórnarinn-
ar var skipuð fulltrúum frá Al-
þýðusambandi íslands og Bún-
aðarfélagi íslands. Hlútverk
þeirrar nefndar átti að vera, að
leita að samkomulagi milli
bænda og verkamanna um ráð-
stafanir til þess að lækka dýr-
tíðina. í bréfi Alþýðusambands-
ins er á þann hátt vikið að
störfum þessara nefnda, og þó
einkum þeirrar síðari, og í
sumum atriðum skýrt villandi
og rangt frá ýmsu í sambandi
við störf nefndanna, að ekki
verður hjá því komizt að gera
við það nokkrar athuganir.
Sá, sem þetta ritar, var full-
trúi Búnaðarfélags íslands í báð-
um nefndunum og er af þeim
ástæðum allvel kunnugur hvað
þar gerðist. Ég tel nauðsynlegt
að leiðrétta helztu missagnir í
bréfi Alþýðusambandsstjórnar-
lausn, reyni að þoka sér saman
um eitthvert bráðabirgðaúrræði
til að stöðva dýrtíðina fram á
næsta vor, en lengur verður það
vart dregið að leggja málin
undir dóm kjósenda, nema ný
viðhorf hafi skapazt á þinginu.
Flest bendir til þess, að kosn-
ingar á næsta vori væru á allan
hátt æskilegri en vetrarkosning-
ar. Evrópustríðið verður þá von-
andi búið fyrir nokkru. Fjár-
málaviðhorfið út á við yrði þá
miklu greinilegra en nú. Þetta,
ásamt mörgu fleiru, ætti að gera
mönnum miklu auðveldara að
átta sig á málum þá en nú. Vor-
kosningar gefa á allan hátt betri
vonir um starfhæft þing en
vetrarkosningar. Þ. Þ.
innar, sem hún virðist með leynd
leitast við að dreifa út meðal
bænda.
í nefndu bréfi segir, að störf
vísitölunefndar landbúnaðarins,
sé ágætt dæmi um það, hve góð-
ur árangur geti náðst, þegar
fulltrúar bænda og verkamanna
ræða saman. Ég viðurkenni það
fúslega, að samstarf í vísitölu-
nefndinni var gott. Ég lít' svo á,
að allir nefndarmenn hafi starf-
að vel og með fullum vilja til
samkomulags, sem og náðist að
lokum. Þessi árangur náðist,
þótt sjónarmið nefndarmanna
væru af eðlilegum ástæðum
nokkuð ólík, og erfitt væri oft
og tafsamt að samræma þau. Ég
get þess vegna tekið undir með
stjórn Alþýðusambandsins um
þetta.
Hvernig fór svo, þegar Alþingi
átti að staðfesta það samkomu-
lag, sem náðist í vísitölunefnd,
— samkomulag, sem miðað var
við það, að bændur fengju hlið-
stæð laun fyrir störf sín og aðrar
vinnandi stéttir þjóðfélagsins?
Alþingi bar að sjálfsögðu að-
tryggja það, að bændur fengju
raunverulega það verð fyrir af-
urðir sínar, sem nefndin hafði
ætlað þeim. Mjög stórt atriði í
því sambandi var að bændur
fengju það verð, sem nefndin
ákvað, fyrir útflutningsvörur
sínar. Væri bændum ekki tryggt
það, var starf nefndarinnar
einskis virði og blekking tóm. En
hvað gerðist á Alþingi? Þeir
flokkar, sem munu telja sig mál-
svara Alþýðusambands íslands,
beittu sér af alefli gegn því, að
greiddar yrðu verðuppbætur á
útfluttar landbúnaðarafurðir,
svo að bændur fengju það verð,
sem þeim var ákveðið. Þetta voru
nú heilindi þessara flokka í garð
bænda og gagnvart því sam-
komulagi, sem náðist í vísitölu-
nefnd. Þeir vildu að vísu tryggja
bændum sæmilegt verð fyrir af-
urðir sínar í orði, en neituðu svo
algerlega að fylgja því fram,
þegar á reyndi. Þetta er sama
aðferð, og ef atvinnurekendur
samþykktu ákveðið kaup til
verkamanna, en greiddu þeim
síðan aðeins nokkurn hluta þess,
sem um var samið. Þeir pólitísku
flokkar á Alþingi, er að Alþýðu-
sambandinu standa, gerðu það,
sem í þeirra valdi stóð til þess
að sniðganga það samkomulag,
sem varð í vísitölunefnd og í
sumum atriðum gengu þeir al-
gerlega gegn því, eins og skýr-
ast kemur í ljós í afstöðu þeirra
til verðuppbóta á útf-lutnings-
vörurnar.
Nú hefir farið svo, að bændur
, hafa ekki fengið það verð fyrir
| ýmsar framleiðsluvörur sínar á
innlendum markaði, sem þeim
ber samkvæmt samkomulagi
vísitölunefndar. Svo er það um
slátur-afurðir hrossa, nautakjöt
og jafnvel fleiri vörur. Þetta
stafar af því meðal annars, að
ríkissjóður greiðir niður verð á
dilkakjöti innanlands til þess að
halda vísitölunni í skefjum. En
það veldur aftur þvi, að verð á
hrossakjöti og nautakjöti lækk-
aði niður úr því, sem nefndin
| ákvað, þar sem ávallt er nokk-
| urn veginn ákveðið hlutfall milli
verðs á dilkakjöti og verði ann-
ara kjöttegunda, sem eru á
markaði. En nautakjöt og
hrossakjöt hefir enn ekki feng-
ist verðbætt úr ríkissjóði, þótt
ég telji tvímælalaust, að ríkinu
beri skylda til þess samkvæmt
samkomulagi vísitölunefndar.
Hefðu þeir flokkar á Alþingi, er
að Alþýðusambandinu standa,
komið fram vilja sínum um það,
að ekki yrði greiddar verðupp-
bætur á útfluttar landbúnaða’r-
vörur, hefði þó enn stærra skarð
verið höggvið í tekjur bænda og
hlutur þeirra rýrður, móts við
verkamanna.
Út af þeim kafla bréfsins um
störf vísitölunefndar, vil ég að
lokum segja þetta: Það er ekki
nægilegt að tala fagurt um jafn-
rétti bænda og verkamanna í
kaupgjaldsmálum, heldur verður
að sýna á borði, að hugur fylgi
máli. Reynslan hefir því miður
einmitt leitt í ljós, að svo er ekki
um þá málsvara Alþýðusam-
bandsins, er sæti eigi á Alþingi.
Þá kem ég að síðari sex manna
nefndinni. Sú nefnd skyldi leita
að leiðum til þess að samkomu-
lag næðist milli bsénda og verka-
manna um r^ðstaðanir til þess
að lækka dýrtíð og verðbólgu.
Sá kafli bréfsins, sem fjallar um
það efni, er svohljóðandi: .
„Síðan var skipuð önnur sex
manna nefnd, sem Búnaðarfé-
lagið og Alþýðusambandið til-
nefndu fulltrúa í, samkvæmt ósk
ríkisnefndarinnar, til þess að
gera tillögur um ráðstafanir til
að lækka dýrtíðina. Það reyndist
hið ákjósanlegasta samkomulag
og samstarf í nefndinni, og
komst hún að þeirri niðurstöðu
að hægt væri að lækka vísitöl-
una um 20 stig og dýrtíðina þó
raunverulega miklu meira, með
því að létta tollum af nauð-
synjavörum. Var þetta hið mesta
nauðsynjamál, jafnt verka-
manna sem bænda, og virtist
ætla að verða fullt samkomulag
um þessar tillögur. Þá var
skyndilega sett fram krafa af
hálfu fulltrúa Búnaðarfélagsins
um almenna kauplækkun og þá
jáfnframt lækkun á afurðum
bænda, og þessi krafa var gerð
að skilyrði fyrir öllu samkomu-
laginu. Var augljóst að fleygur
þessi var rekinn af pólitískum
aðilum, sem höfðu önnur sjón-
armið — ándstæð stéttarsjón-
armiðum verkamanna og
bænda“.
Hér er svo villandi skýrt frá,
að mig furðar það mjög, að
stjórn Alþýðusambands íslands
skuli senda slíkt- frá sér. Þvi er
haldiö fram, að samkomulag
hafi lengi vel verið hið ákjósan-
legasta í nefndinni, en fulltrú-
ar Búnaðarfélagsins hafi þá
skyndilega sett fram kröfu um
lækkun á kaupgjaldi og afurða-
verði. Er fullyrt að þessi fleygur
hafi verið rekinn í störf nefnd-
arinnar af pólitískum aðilum,
andstæðum sjónarmiðum verka-
manna og bænda. Allt er þetta
tilbúningur.
í sameiginlegu áliti frá nefnd-
inni segir svo:
„Á fyrstu fundum nefndar-
i innar voru lögð fram eftirfar-
jandi skjöl: Steingrímur Stein-
þórsson lagði fram Búnaðar-
| þingstiðindi frá 1943 og vísaði
I til máls nr. 54, bls. 97. Tillögur
: til þingsályktunar um verð á
! landbúnaðarvörum. Taldi Stein-
1 grímur að þessar tillögur væri
lagðar fram sem umræðugrund-
völlur af hendi fulltrúa Búnað-
arfélags íslands."
En tillaga sú, sem þarna er
vísað til, er svohlj óðandi:
„Búnaðarþing ályktar, fyrir
hönd bænda, að lýsa yfir að það
geti eins og nú er ástatt sam-
þykkt að verð það, sem var á
landbúnaðarvörum á innlendum
markaöi 15. des. s. 1. verði fært
niður, ef samtímis fer fram hlut-
■ fallsleg lækkun á launum og
kaupgjaldi. Jafnframt vill Bún-
aðarþing taka það fram, að það
telur mjög varhugavert gagn-
vart landbúnaðinum að lækka
útSöluverð á landbúnaðarvörum
með greiðslu neytendastyrks úr
ríkissjóði um stundarsakir, og
eigi viðunandi að lögbundið
verði verðlag á þeim vörum, án
þess að jafnframt sé tryggt að
vinna sú, sem lögð er fram við
framleiðslu landbúnaðarvura,
verði eins vel launuð og önnur
sambærileg vinna í landinu,
þannig að ekki raskist hlutfall
það milli kaupgjalds og afurða-
verðs, sem gilti 15. des. 1942.“
Þessari tillögu létum við full-
trúar Búnaðarfélagsins fylgja þá
skýringu, sem síðar var bókuð
í séráliti okkar: Að verðákvörð-
un vísitölunefndar landbúnað-
arins frá sumrinu 1943 hafi í öll-
um aðalatriðum staðfest, að
hlutfall það, sem búnaðarþing
miðaði við milli kaupgjalds og
verðlags á landbúnaðarvörum
innanlands, hafi verið nálægt
réttu lagi. En með tilvísun til
þess samkomulags, sem varð í
vísitölunefndinni um hlutfall
milli kaupgjalds og verðlags
landbúnaðarvara, og sem Bún-
aðarfélag íslands hefir sætt sig
við fyrir hönd bænda, þá telja
fulltrúar Búnaðarfélagsins sjálf-
sagt að miða nú við þann grund-
völl, sem þar var lagður.
Með þessu er skjallega sannað
að á fyrstu fundum nefndarinn-
ar hefir þessi tillaga verið lögð
fram af fulltrúum Búnaðarfé-
lagsins sem umræðugrundvöll-
ur. Fulltrúum Alþýðusambands-
ins hlaut þess vegna að vera
ljóst, strax ~og nefndarstörfin
hófust, hver var aðaltillaga okk-
ar. Að einhver annarleg sjónar-
mið, andstæð stéttarsjónarmið-
um verkamanna og bænda, hafi
komið fram af hálfu fulltrúa
Búnaðarfélagsins síðar í nefnd-
inni, er fleipur eitt, sem við ekk-
ert hefir að styðjast. Ég get full-
yrt það, að við fulltrúar Búnað-
arfélagsins bárum tillögur okk-
ar fram með það fyrir augum,
að réttur bænda og aðstaða væri
tryggð eftir því, sem unnt væri,
en þó með fullum skilningi á því,
. að nauðsynlegt væri að lækka
| verðbólgu í landinu, og það yrði
ekki gert svo að verulegu gagni
, kæmi á annan hátt en þann, að
kaupgjald og verðlag landbún-
[ aðarvara á innlendum markaði
væri lækkað. Töldum við og
teljum enn, að báðar þessar
stéttir þjóðfélagsins verði
nokkru að offra til þess að ná
því marki. Fulltrúum Alþýðu-
sambandsins hlaut því að vera
ljóst, allt frá fyrstu fund’um
nefndarinnar, að við litum svo
á, að eini raunverulegi árangur,
sem náðst gæti af starfi nefnd-
arinnar væri sá, ef samkomulag
næðist um niðurfærslu kaup-
gjalds og verðlags á landbúhað-
arvörum innanlands í réttum
hlutföllum. Öll málfærsla okkar,
fulltrúa Búnaðarfélagsins fyrr
og síðar innan nefndarinnar,
hvíldi á þessu. Hinu lýstum við
ávallt yfir, að við værum reiðu-
búnir til þess að athuga fleiri
leiðir, sem leiddu að sama marki.
Létum við í ljós, að jafnframt
lækkun kaupgjalds og afurða-
verðs væri sjálfsagt að taka
nokkurn hluta stríðsgróðans og
nota hann til þess, samhliða
öðrum ráðstöfunum, að lækka
dýrtíð og verðbólgu.' Fulltrúar
Alþýðusambandsins virtust hafa
lítinn áhuga fyrir þessu og báru
(Framh. á 4. slðu)
Laun opinberra starfsmanna
Sigurvín Einarsson:
Ósamræmið.
Fyrir 25 árum voru launalög
sett. Innihald þeirra er lítið ann-
að en það, hversu margar krón-
ur hver einstakur starfsmaður,
er lögin taka til, skuli hafa að
árslaunum. ’Þessi lagafyrirmæli
hafa reynzt haldminni en ætlazt
var til, þótt enn séu talin í gildi
á pappírnum. Þegar á 2. ári kom
dýrtíðaruppbót. Allt frá þeim
tíma hafa launabreytingar átt
sér stað og það í öllum hugsan-
legum myndum, án nokkurrar
viðleitni til samræmis eða heild-
arsvips. Einn hefir fengið þetta
og annar hitt, aukalaun, launa-
uppbót o. s. frv. Aðrir hafa eng-
an rétting fengið sinna mála.
Síðast kemur grunnlaunahækk-
un með verðlagsuppbót ofan á
allt saman. Þá eru dýrtíðarupp-
bæturnar orðnar tvær. Auk
þessa eru starfsmenn allra
þeirra stofnana, er komið hafa
eftir að launalög voru sett, með
laun í litlu samræmi við það, er
í launalögum getur.
Ósamræmið og misréttið inn-
byrðis í launagreiðslum til opin-
berra starfsmanna er orðið svo
mikið, að lítt er sæmandi menn-
ingarþjóð að láta slíkt viðgang-
ast öllu lengur. Þar að auki hef-
ir, á síðustu misserum, skapast
nýtt ósamræmi frá því, sem áður
var, þ. e. milli opinberra starfs-
manna annars vegar og flestra
annara þjóðfélagsþegna hins
vegar.
Á síðustu misserum hafa flest-
ir fengið grunnlaunahækkanir 1
einni eða annari mynd. Munu
þessar hækkanir vera farnar að
nálgast 100% hjá sumum stétt-
um. Á sama tíma hefir þorri op-
inberra starfsmanna aðeins
fengið 25—30% hækkun. Hlut-
fallið milli launa opinberra
starfsmanna annars vegar og
kaupgjalds verkafólks og fram-
leiðenda hins vegar hefir því
breyzt stórkostlega starfsmönn-
um hins opinbera í óhag. Hvað
sem segja má um hinar miklu
grunnlaunahækkanir, sýnist lít-
il sanngirni í því að halda niðri
starfsmannalaunum. Ef lækning
fæst á dýrtíðinni, þar á meðal
á kaupgjaldinu hg verðlagi lífs-
nauðsynja, þá hlýtur að mega
láta þá lækningu ná til opin-
berra starfsmanna sem annarra.
Hagur ríkissjóðs. —
Hagur þjóðarinnaí-.
Því er haldið fram að starfs-
mannalaun séu föst og ákveðin,
en vinnutekjur annarra mjög
óvissar og áhættusamar frá ári
til árs. Auk þéss fari tekjur rik-
issjóðs ekki hækkandi eða lækk-
andi eftir tekjum annarra
vinnukaupenda. Reynslan hefir
orðið sú, hversu sem háttað var
tekjum ríkissjóðs, að með vax-
andi dýrtíð og hækkandi. kaupi
almennt hafa laun fjölmargra
opinberra starfsmanna farið
hækkandi.' En það hefir gerzt
skipulagslaust og af handahófi.
Sparsemi hins opinbera í þess-
um efnum hefir þá komið niður
á fjölmennustu og" lægst laun-
uðu stéttunum, enda munaði þar
mest um að spornað yrði við
hækkun. í þessu felst ekki sízt
ósamræmið, sem orðið er inn-
byrðis meðal starfsmanna. Um
lækkandi kaupgjald og verðlag
lífsnauðsynja hefir ekki verið að
ræða í langa tíð og þess vegna
heldur ekki um nauðsyn á lækk-
un launa af þeim ástæðum yfir-
leitt. Hins vegar hefir á ýmsu
gengið um fjárhagslega afkomu
landsmanna almennt og hefir
hún oft verið í ósamræmi við
launakjör. Er við því að búast,
því að kauptaxtar eru ekki ein-
hlýtur mælikvarði á fjárhag
manna og atvinnutekjur fram-
leiðenda fara ekki alltaf eftir
áætlun. Engu af þessu verður
haldið föstu, ekki heldur laun-
unum. Því er full nauðsyn á að
finna reglur fyrir því, að em-
bættislaun verði framvegis í
meira samræmi við fjárhag al-
mennings í landinu á hverjum
tíma.
Ef landsmenn almennt verða,
af einhverjum ástæðum, að búa
um stund við þröngan kost, er
eðlilegt og sanngjarnt að opin-
berir starfsmenn taki þátt í slík-
um erfiðleikum með lækkandi
launum. Þegar fjárhagsleg vel-
megun er ríkjandi og atvinnu-
tekjur manna jafnvel margfald-
ast, er jafn sanngjarnt að opin-
berir starfsmenn njóti góðæris-
ins á við aðra með hækkandi
launum. Sé fjárhag ríkisins stillt
til samræmis við fjárhag al-
mennings á hverjum tíma, eftir
því, sem verða má, verða þessar
launabreytingar honum mun
hagkvæmari en’ undanfarandi
skipulagsleysi þessara mála.
Endurskoðun launalaga hefir
oftr borið á góma og Alþingi og
ríkisstjórnir hafa gert tilraunir
í þessu efni, en þær hafa jafnan
strandað. Hvað veldur því? Um
tvennt er að ræða, annað hvort
ótti við útgjaldaaukningu ríkis-
sjóðs, vegna væntanlegra launa-
hækkana, eða viðkvæmni fyrir
hönd þeirra manna, er myndu
lækka í launum við endurskoð-
un laganna, nema að hvort
tveggja sé; Lítill vafi er á því,
að hvort tveggja þetta mun
verða með nýjum launalögum, ef
núverandi misrétti um launa-
kjör á að hverfa. En með hvor-
ugu þessu er hægt að afsaka
frekari drátt á leiðréttingu þess-
ara mála. Fyrri ástæðunni má
svara með því, að fjárhag ríkis-
sjóðs má hafa í samræmi við
fjárhag einstaklinganna í þjóð-
félaginu, þar sem allar tekjur
hans eru beint eða óbeint frá
einstaklingunum komnar. Síðari
ástæðunni þarf ekki að svara.
Aukatekjur. — Aukastörf.
Menn munu yfirleitt sammála
um það, að skipa beri oplnber-
um starfsmönnum í launaflokka,
svo að náð verði innbyrðis sam-
ræmi í launagreiðslum. Flokk-
unin er vandaverk og þarf til
hennar mikinn kunnugleika og
samvizkusemi. En þegar gerð
hefir verið launalækkun, verður
hún að vera tæmandi um
launagreiðslur. Sú launaflokkun,
er óbeint felst í gömlu lögunum,
hefir í framkvæmdinni verið
þurkuð út, ýmist með beinum
launahækkunum til einstaklinga
án nokkurs innbyrðis samræmis,
með launuðum aukastörfum eða
með aukatekjum án sérstakra
aukastarfa. Um þetta mætti
sýna mörg talandi dæmi. Þrír
álíka háttsettir embættismenn
eiga allir að hafa sömu laun.
Einn þeirra gegnir aðeins emb-
ætti sínu og hefir aðeins hin
ákveðnu laun. Annar hefir laun-
uð aukastörf og nýtur því raun-
verulega helmingi hærri launa.
Sá þriðji nýtur aukatekna,
sem embættinu fylgja, er nema
tvöföldum laununum. Hann hef-
ir þá þreföld laun. Launaflokk-
un er þýðingarlítil, þar sem
svona hlutir geta gerzt. Með nýj-
um launalögum verður að koma
í veg fyrir, að samræmi það, er
lögin eiga að skapa, verði í
framkvæmdinni breytt 1 svipað