Tíminn - 16.02.1945, Blaðsíða 1

Tíminn - 16.02.1945, Blaðsíða 1
\ I \ KITSTJÓRI: | ÞÓRARINN ÞÓRARINSSON. ÚTGEFPANDI: FRAMSÓKNARFLOKKURINN. Símar 2353 og 4373. , PRENTSMIÐJAN EDDA h.f. >4 RITST JÓRASKRIFSTOFUR: EDDUHÚSI. Lindargötu 9A. Símar 2353 Og 4373. AFGREIÐSLA, INNHEIMTA OG AUGLÝSINGASKRIFSTOFA: EDDUHÚSI, Lindargötu 9A. Sími 2323. 29. árg. Reykjavík, föstudagiim 16. felir. 1945 13. blatíi \ fb Oheít samvinnuverzlun tryggír bezt hag neytenda Ályktun aðalfundar miðstjórnar Framsókn- , arflokksins. Á aðalfundi miðstjórnar Framsóknarflokksins, sem haldinn var hér í bænum dagana 7.—11. þessa mánaðar, var einróma sam- þykkt svohljóðandi tillaga um verzlunarmálin: Þar sem gjaldeyrisástæður eru nú mjög hagstæðar, en reynsl- an hefir sýnt, að samvinnuverzlun, óhindruð og óheft, er styrk- asta stoðin, til þess að skapa heilbrigða og hagkvæma verzlun í landinu, þá ályktar aðalfundur miðstjórnar Framsóknarflokks- ins, að flokkurinn beiti sér fyrir því, að innflutningshömlur verði felldar niður jafnótt og hægt er vegna útflutningstakmarkana í viðskiptalöndum okkar. Tvær bæjarstjórnir mótmæla veltu- skattinum Á fundi bæjarstjórnar Akur- eyrar var nýlega gerð svohljóð- andi samþykkt um veltuskatts- frv., sem liggur fyrir Alþingi: „Bæjarstjórn Akureyrar sam- þykkir að fela þingmanni bæj- arins að koma á framfæri og fylgja fast fram eftirfaraiidi á- lyktun: Vegna þess að sýnt er, að frumvarp það um veltuskatt, sem nú liggur fyrir Alþingi, hlýtur stórkostlega að skerða tekjuöflunarmöguleika bæjar- og sveitafélaga, telur bæjar- stjórn Akureyrar sig tilneydda að krefjast, ef skatturinn verð- ur að lögum, að þá verði jafn- framt ákveðið að helmingur skattupphæðarinnar renni í hlutaðeigandi sveitasjóð, þó ekki meira en 25% af heildarútsvör- um viðkomandi bæjarfélags“. Þá hefir bæjarstjórn Seyðis- fjarðarkaupstaðar nýlega gert svohljóðandi samþykkt um veltuskattsfrumvarpið, „Bæjarstjórn Seyðisfjarðar- kaupstaðar telur frv. það um veltuskatt, sem fram hefir verið borið á Alþingi, ganga mjög á hagsmuni bæjar- og sveitarfé- laga, sem vitað er, að hafa til þessa tekið verulegan hluta út- svara sinna með álagningu á umsetningu. Um leið og bæjar- stjórnin mótmælir frv., skorar hún á Alþingi að fella það“. Sannast bezt á þessum mót- mælum, það sem áður hefir verið sagt hér í blaðinu, að hin- ar nýju skattaálögur stjórnar- innar munu verða til þess að hækka stórum útsvör á lág- tekjufólki, .því að ekki verður hægt að leggja þau á aðra aðila, þegar búið er að skerða aðra möguleika til útsvarsálagningar. Búnadarþingíd kýs nefndir Á fundi Búnaðarþings síðastl. mánudag fór fram kosning í nefndir og fór hún á þessa leið: Fjárhagsnefnd: Björn Halls- son, Einar Ólafsson, Guðjón Jónsson, Helgi Kristjánsson, Jón Hannesson, Jón Sigurðsson og Páll Pálsson. Allsherjarnefnd: Guðmundur Erlendsson, Hafsteinn Péturs- son, Hólmgeir Þorsteinsson, Jó- hannes Davíðss. Ólafur Bjarna- son, Þorsteinn Þorsteinsson og Þorsteinn Sigurðsson. Jarðræktarnefnd: Jakob H. Lindal, Kristján Karlsson, Ólaf- ur Bjarnason, Ólafur Jónsson og Þórarinn Helgason. Búfjárræktarnefnd: Guð- bjartur Kristjánsson , Júlíus Björnsson, Kristján Guðmunds- son, Páll Stefánsson, Sigurður Ályktun þessi er raunar sam- hljóða ályktun flokksþings Framsóknarmanna, er haldið var á síðastl. vetri, og er í fullu samræmi við stefnu Framsókn- arflokksins alla tíð. Flokkurinn hefir jafnan talið frjálsa verzl- un, þar sem samvinnufélögin fengju að njóta sín til fulls, bezta verzlunarfyrirkomulagið. Þetta nær þó ekki til vara, sem ríkið sjálft verzlar með í ágóða- skyni t. d. áfengi og tóbak, eða nauðsynlegt þykir að hafa á ríkisverzlun af sérstokum ástæð- ; um, t. d. tilbúinn áburður og útvarpstæki. Framsóknarflokk- urinn hefir því aðeins fylgt inn- flutningshöftum, að þau hafa verið talin nauðsynleg vegna gjaldeyrisástæðna, skipaskorts eða verzlunarhafta erlendis. Stefna hans hefir því líka verið su, „þegar þurft hefir að beita höftum, að þau hindruðu sem minnst frjálsa verzlun og væri því beitt þannig, að neytendur hefðu aðstöðu til að velja milli verzlana, og innflutningur þeirra miðaðist síðan við vilja neýtenda (höfðatölureglan). Framsóknarflokknum þótti ,sérstök ástæða til að endurnýja þessa ályktun sína. , Heildsala- hneykslið, sem nýlega hefir orð- ið uppvíst um, sýnir gleggst þá spillingu, sem skapazt hefir í verzluninni og að verulegu leyti á rætur sínar að rekja til hafta- fyrirkomulagsins. Framsóknar- flokkurinn telur, að bezt verði úr þessari spillingu bsétt með frjálsri verzlun, er gefur kaup- félögunum fyllstu aðstöðu til að tryggja neytendum sannvirðis- verzlun. Þá telur Framsóknar- flokkurinn þetta ekki síður nauðsynlegt vegna þess, að fyr- irsjáanlegt er, að kaupgjald í landinu hlýtur að lækka inn- an tíðar. Slík kauplækkun ætti að litlu eða engu leyti að þurfa að skerða kaupgetu verka- fólksins, ef . jafnhliða yrði dregið úr milliliðakostnaðinum. Hin mikla gróðasöfnun heild- sala og kaupmanna á undan- förnum árum hefir gleggst sýnt, að mikill hluti þeirrá kauphækk- unar, er launastéttirnar hafa fengið, hafa runnið í vasa milli- liðanna. Úr þessu er alveg ó- hjákvæmilegt að bæta og það verður ekki betur gert með öðru móti en því, að samvinnufélags- skapurinn fái notið sín sem bezt. Á undanförnum árum hafa höftin lagt margar hindranir í veg hans og félögin hafa iðu- lega orðið að kaupa vörur ann- ars staðar en hjá S. í. S„ sem hefði getað tryggt þeim miklu betri viðskipti, ef innflutnings- leyfi hefðu nægt. Jafnhliða því, sem verzlunin verður gefin frjáls, verður vit- anlega að kappkosta, að út- flutningsframleiðslan sé svo blómleg, að útflutningurinn geti verið jafnmikill og innflutning- urinn. Frjáls verzlun, er tryggir sem hagkvæmust viðskipti, ætti að geta stutt að þessu með því, að draga úr dýrtíðinni innan- lands. Það má samt ekki gleym- ast, að hún er ekki einhlít í (Framhald á 8. síOu) (Framhald á 8. slðu) i- BlNDEVDlSMÁLASÝNINGm Mynd þessi er frá bindindismálasýningunni, er um þessar mundir stendur yfir í Hótel Heklu. Er þetta stœrsta myndin á sýningunni og er fyrir gafli „Bakkusarhofs" og á að tákna dýrkun áfengisseljandans og út frá honum eru myndir, sem tákna ófarnað þann, sem leiðir af áfengisneyzlunni. — Sýningin mun verða opin til n. k. sunnudagskvölds frá kl. 1,30 til 10,30 daglega. Aðsókn hefir verið góð að sýningunni; í gœr höfðu skoðað hana um 5000 manns. Veltuskatturinn er rang- látari en nokkur tollur Nefndarálit Bernliarðs Stefánssonar. Nefndarálit fjárhagsnefndar efri deildar um veltuskattsfrv. var lagt fram í gær. Nefndin hafði þríklofnað. Fulltrúar Sjálf- stæðisflokksins lögðu til, að frv. yrði samþykkt óbreytt, fulltrúi kommúnista og Alþýðuflokksins lögðu til, að því yrði breytt þannig, að skatturinn legðist á veltu ársins 1944 í stað velt- unnar á þessu ári, og fulltrúi Framsóknarflokksins, Bernharð Stefánsson, lagði til, að frv. yrði fellt. í sérstöku áliti, sem Bernharð hafði skilað, gerði hann svo- hljóðandi grein fyrir atkvæði sínu: / Stjórnarflokkarnii vinna nýtt óhæfuverk i skattamálunum Þau furðulegu tíðindi gerðusj, á Alþingi síðastl. miðvikudag, að lagt var fram og jekið samstundis til umræðu stjórnarfrumvarp um að veita Eimskipafélagi íslands fullt skattfrelsi árin 1945 og 1946, enda verji þá félagið tekjuafgangi sínum „til kaupa á skip- um eða á annan hátt í þágu samgöngumála." Kom frv. þetta mjög á óvart, því að vítað var, að það hafði verið lengi til með- ferðar hjá ríkisstjórninni og ráðherrar kommúnista og Alþýðu- flokksins ekki viljað fallast á það. Gengur líka sá orðrómur, að Sjálfstæðismenn hafi þurft að kaupa þennan stuðning dýru verði og mun það sjást innan skamms, hvað hæft er í þeim efnum. „Ég get ekki verið meðnefnd- armönnum mínum sammála um það, að mæla með þessu frv. Mér er að vísu ljóst, að eins og nú er komið, þarf ríkissjóður á auknum tekjum að hálda, ef komast á hjá stórfelldum tekju- halla á árinu, enda hefi ég ekki mælt í gegn hinum öðrum skattafrumvörpum, sem ríkis- stjórnin hefir nú borið fram. En hvað snertir skatt þann, er þetta frv. ráðgerir, þá tel ég hann þess eðlis, að óforsvaran- legt sé að leggja hann á þjóðina. Samkvæmt frv. eiga verzlun- arfyrirtæki og iðju- og inðfyrir- tæki að greiða skatt í ríkissjóð af veltu þessa árs, er nemur lJ/2% af heildsölu og umboðs- sölu og 1% af veltu smásölu- verzlana og iðju- og iðnfyrir- tækja. Er skattur þessi jafnhár, hvort sem seldar hafa verið þarfar eða óþarfar vörur og hvort sem það hefir verið með miklum eða litlum ágóða eða jafnvel tapi. Hann fer því ekk- ert eftir gjaldþoli skattgreið- andans eða arði hans af rekstr- inum, eins og allir aðrir skattar gera þó aö einhverju leyti, og er því svo ranglátur sem fram- ast má verða. Veltuskattur slíkur sem frv. ráðgerir mundi hindra verð- lækkun í landinu sem honum nemur og þannig gera sitt til að viðhalda dýrtíðinni eða jafn- vel auka hana. í 7. gr. frv. er að vísu bannað að telja skatt- inn í kostnaðarverði vöru eða taka á annan hátt tillit til hans við verðákvörðun. En öllum er auðsætt, að ef fyrir.tækin geta greitt skattinn með þessu móti, þá gætu þau alveg eins lækkað vöruna jafnmikið og skattin- um nemur, og hefir verðlags- eftirlitið vald til að þvinga þau til þess. Mundi sú leið, að lækka vöruverð, draga úr tekjuþörf ríkissjóðs, auk þeirra hagsmuna, sem framleiðsla landsmanna hefði af því. Þrátt fyrir ákvæði 7. gr. frv. er alveg Ijóst, að skattur þessi leggst á allan almenning í land- inu sem neyzluskattur og það jafnt á nauðsynjar manna sem á óþarfavarning. Greinilegast kemur þettá fram, að því er (Framhald á 8. síðu) Nýr bæjaTÍógeti á Akureyrí Á ríkisráðsfundi 12. þ. m. veitti forseti Friðjóni Skarphéðinssyni bæjarstjóra í Hafnarfirði, bæj- arfógetaembættið á Akureyri og sýslumannsembættið 1 Eyja- fjarðarsýslu. Frv. varx. lagt fram í neðri deild og fylgdi Pétur Magnússon því úr hlaði með nokkrum orð- um. Eysteinn Jónsson tók næst- ur til máls. Hann kvað sig undra, að þetta frv. væri komið fram. Hann og flestir aðrir þing- menn hefðu að vísu verið því fylgjandi á undanförnum árum, að Eimskipafélagið nyti slíkra hlunninda, en þá hefði efna- hagur félagsins verið ólíkur þvi, sem nú er. Nú væri Eimskipa- félagið orðið langsamlega auð- ugasta fyrirtæki landsins. Það væri færara um að endurnýja og auka atvinnufyrirtæki sín og borga jafnframt skatta" en nokkurt annað íslenzkt fyrir- tæki. Þess vegna væri það ó- réttlátt í mesta máta, að ætla að veita þessu fyrirtæki áfram skattfrelsi á sama tíma sem skattar og álögur væru auknar á öllum öðrum atvinnurekstri landsmanna. Þá sagði Eysteinn Jónsson, að ekki væri síður varhugaVert, að veita félaginu þessi skatthlunn- indi áfram, þar sem það virtist alltaf færast meira og meira í það horf, að vera einkafyrirtæki fárra manna, eins og aðalfund- ir þess sýndu ljóslega, og því engan veginn tryggt, að það yrði rekið með hag landsmanna fyrir augum. Gróði þess árið 1943 væri athyglisverð ábend- ing um, hvernig félagið rækti það verkefni að tryggja lands- mönnum óclýra flutninga, og aðstöðu þess til rikisins. mætti nokkuð marka á því, að það keppti við ríkið um ábatasöm- ustu strandferðirnar, en léti rikið eitt um þær strandferðir, er lélegastar væru. Fyrirætlun þess um byggingu „luxusskíps- ins“ á árunum fyrir styrjöldina, sýndi og glöggt, að það létl meira stjórnast af sérsjónar- miðum heldur en þjóðarþörf. Eysteinn benti á það að lokum, að þessi mál væru komin á það stig, að ríkisvaldið yrði að gera sér ljóst, hvaða stefnu það ætl- aði að fylgja í þeim. Þar væri um tvær aðalstefnur að ræða. Önnur þeirra væri, að ríkð hefði fulla íhlutun um flutningana, t. d. í sameiningu við aðra að- ila, svo að tryggt væri, að þeir yrðu reknir í samræmi við þörf heildarinnar. Hin stefnan væri að leyfa óháða samkeppni og styðja þá ekki frekar einn að- ila fremur en annan til flutn- inganna. Báðar þessar stefnur væru þverbrotnar með þvl frv. sem hér lægi fyrir. Með því væri einu einkafélagi veitt sérrétt- indi, án minnstu tryggingar fyr- ir því, hvort rekstur þess sam- ræmist þjóðarhag eða ekki. Það ákvæði frv., að félagð ætti að verja tekjuafgangi sínum til skipakaupa eða annara sam- göngubóta, væri svo losaralegt og illa frá því gengið, að það myndi ekki koma að neinu gagni, enda vart ætlað annað meira en að sýna það til að draga úr óánægju manna. Ólafur Thors talaði næstur. Sagði hann, að það væri ekkert hættulegt, þótt Eimskipafélagið græddi, því að tekjum þess yrði vel varið. Hann sagði, að E. J. væri ekki mótfallinn skatt- hlunnindum S. í. S„ en það nyti sömu hlunnindá og Eimskipa- félagið. Hann kvað Eimskipa- félagið eiga 13—14 þús. hluthafa og þvi væri rangt, að telja það einkafyrirtæki. Emil Jónsson tók að ýmsu leyti í sviþaðan streng og Ólaf- ur. Hann sagði, að Eimskipafé- lagið þyrfti að eignast mörg ný skip eftir stríðið og helzt skuld- laust, því að það ætti ■ harða samkeppni i vændum. Hann kvaðst viðurkenna, að herða þyrfti ákvæðið um ráðstöfunina á tekjuafgangi félagsins og lof- aði að vinna að því. Eysteinn Jónsson hélt ýtar- lega svarræðu. Hann sagði, að vafalaust væri hægt að segja það um marga aðila fleiri en Eimskipafélagið, að ekki væri hættulegt, að þeir græddu. Með slikum röksémdum mætti krefj- ast skattfrelsis fyrir flest at- vinnufyrirtæki landsins. Hann- kvað það vissulega rétt, að æskilegt væri, að Eimskipafélag- ið gæti eignast skip skuldlaust, en sama mætti t. d. segja um út- gerðarfyrirtæki landsins, er sízt ættu minni samkeppni í vænd- um en Eimskipafélagið. Skatt- frelsi Eimskipafélagsins yrði ekki réttlætt með svona rök- semdum. Meginkjarni málsins væri sá, að Eimskipafélagið væri miklu færara um að endurnýja atvinnutæki sín og greiða jafn- framt skatta en nokkurt annað atvinnufyrirtæki landsins, og því væri það ranglæti að veita því skattfrelsi með þeim afleið- ingum, að skattar yrðu að þyngj- ast á þeim, sem ekki þyrftu síður að endurnýja atvinnufyr- irtæki sín en Eimskipafélagið. Eysteinn kvaðst furða sig á því, að Ólafur Thors skyldi halda því fram, að S. í. S. nyti sambærilegra skatthlunninda við Eimskipafélagið. S. í. S. borgaði fullan stríðsgróðaskatt og ýmsa fleiri skatta. Hann kvaðst reiðubúinn til samkomu- lags um það, að Eimskipafélagð borgað ekkí meiri skatta en S. í. S. og myndi sjást á því, hvern- ig því tilboði yrði tekið, hve réttur væri þessl samanburður hjá Ólafi. Frh. á 8. síðu. I DAG birtist á 3. síðu grein eftlr Ólaf Jóhannesson lögfræð- ing um fjármálaóreiðuna. Neðanmáls á 3. og 4. síðu er grein eftir Magnús Torfason, fyrv. sýslumann, og nefnist hún: „Eigum við að gefa beim Grænland?“ Ofanmáls á 4. síðu er bréf úr Lýtingsstaðahreppi I Skagafirði.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.