Tíminn - 16.02.1945, Blaðsíða 8
DAGSKRÁ er bezta íslenzUa tímaritið um
þióðfclaysmál.
8
REYKJAVÍK
f»eir, sem vilfa kynna sér þjóðfélagsmál, Intt-
Iend og útlend, þurfa að lesa Dagshrá.
16. FEBR. 1945
13. blað
f awmájll tíiwaws V
12. febrúar, mánudagur:
Krímarráð-
stefnan.
Krímarráffstefnan: Tilkynn-
ing birt í London, Washington,
og Moskvu, um að ráðstefnu
Churchills, Roosevelts og Stal-
ins sé lokið og meðal annars l\afi
samkomulag náðst um aðal-
málin (Sjá 2. síðu).
Vesturvígstöðvarnar: Kan-
adamenn tóku Cleve og sóttu
lengra fram. Þriðji Bandaríkja-
heriiin tók Prtím.
Austurvígstöffvarnar: Her
Konievs hélt áfram sókninni í
Slesíu milli taorganna Glogau
og Breslau og sótti í áttina til
Dresden, höfuðborgar Saxlands.
Hann tók borgina Punzlau, við
Boberfljót, sem er 120 km. frá
Dresden.
13. febrúar, þriffjudagur:
Bndapest*
sóknln.
Austurvígstöðvarnar: Rússar
tilkynntu, að Budapest uœri
alveg á valdi þeirra og öll vörn
Þjóðverja þar þrotin. Þeir til-
kynntu, aff- her Konievs hefði
umkringt Glagau og nálguðust
Görlitz.
Vesturvígstöffvarnar: Harðir
bardagar voru á vígsvæði Kan-
adamanna við Cleve. Kanada-
menn unnu á. Aur og óveður
hamlar hernaðaraðgerðum.
Krímarsáttmálinn: Pólska
stjórnin hefir mótmælt sam-
komulaginu á Krímarráðstefn-
unni um skiptingu Póllands.
Frakkar taka einnig kuldalega
þeim ákvæðum samkomulags-
ins, sem þá snerta.
14. febrúar, miffvikudagur:
Loftsókn gegn
Dresden.
Vesturvígstöffvarnar: Banda-
menn gerðu stórkostlegar loft-
árásir á Dresden og urðu stór-
kostlegar skemmdir. Kanada-
menn unnu enn á hjá Cleve.
Fyrir suðaustan Priim ,eru
Bandaríkjamenn komnir inn í
öflu'fustu varnarlínu Sigfried-
virkjabeltisins.
Austurvígstöðvarnar: Her Zu-
kovs tók Schneidemíihl, sem var
þýðingarmikil varnarstöð Þjóð-
verja. Her Konievs sótti fram í
áttina til Dresden og tók all-
margar smáborgir.
Grikkland: Churchill flutti
ræðu fyrir miklum mannfjölda
í Aþenu og var mikið hylltur.
Vcltuskatturinn . . . legt skattaframtal. Mælir þetta
sízt með frv.
(Fravihald af l. síðu) j Af framangreindum ástæð-
snertir þann hluta landsmanna,' um legg ég til, að frv. þetta verði
sem verzlar við samvinnufélög, fellt. En þar sem stuðnings-
en það mun nú vera (að heimxl- flokkar rikisstjórnarinnar munu
isfólki meðtöldu) um helmingur hafa samið um framgang þess,
landsmanna. Liggur í augum þykir mér ‘þó rétt að gera til-
uppi, að þótt kaupfélagi’ sé raun til að fá brýnustu lífs-
bannað að hækka vörurnar nauðsynjar almennings að
vegria skattsins, þá hlýtur hann minnsta kosti Aidanþegnar
samt að koma niður á viðskipta- þessum skatti og mun því bera
mönnunum sem lækkaður arð- fram breytingartillögu um það“.
ur af viðskiptunum. Og að því | Tillaga sú, sem Bernharð
er verzlun samvinnumanna minntist hér á, er á þá leið, að
snertir, kemur í þessu efni í auk andvirðis innlendra land-
sama stað niður, hvort frv. er búnaðar- og sjávarafurða,
samþ. óbreytt eða skatturinn ! skuli andvirði kornvöru allskon-
er lagður á veltu ársins 1944,! ar, malaðrar og ómalaðrar, og
eins og komið hefir til orða og byggingarefnis allskonar und-
a. m. k. einn nefndarmanna anþegið veltuskattinum.
hallast að. En þó að þetta sé | Frv. var til 2. umræðu í efri
augljósast, að því er snertir deild í gær og urðu talsverðar
samvinnuverzlun, hlýtur skatt- j umræður. Að umræðum loknum
urinn að hafa sömu áhrif á allt drógu fulltrúar kommúnista og
vöruverð i landinu, að því er Alþýðuflokksins tillögu sína til
snertir þær vörur, sem hann 3. umræðu, en tillaga Bernharðs
nær til; fyrr eða síðar hlýtur . var felld með atkvæðum stjórn
hann beint eða óbeint að leggj- arliðsins. Sézt bezt á því, að enn
ast á neytendurria. Hann mun er stjórnarflokkunum ekki mik-
þannig hafa sömu áhrif á vörú- ið umhugað um að draga úr
verðið og nýr tollur, en er að dýrtíðinni.
þvi leyti ranglátari en aðrir toll- ’
ar, að hann kemur jafnt niður
á öllum vörum, hvort heldur eru
brýnustu nauðsyjijar eða hrein-
asti óþarfi. Virðist því skárra
úrræði að hækka enn tolla,
einkum á miður þörfum varn-
ingi, en að leggja slíkan neyzlu-
skatt á þjóðina. < 'r\
Ríkisstjórnin lofar því, að
skattur sá, er frv. ‘gerir ráð fyr-
ir, verði ekki framlengdur og að
hann gildi því aðeins í eitt ár.
Ekki er þó annað sýnilegt en að
eins mikil tekjuþörf verði ,á
næsta ári og nú og þó sennilega
meiri, 1 að óbreyttri fjármála-
stefnu ríkisstjórnarinnar og
stuðningsflokka hennar. Verð-
ur þá að finna nýjan tekju-
stofn, sem vonandi verður rétt-
látari en veltuskatturinn. Virð-
ist alveg eins mega finna þann
tekjustofn nú þegar eins og að
ári liðnu, og væri réttara að
gera tilraun 1 þá átt heldur en
að samþ. þetta frv.
Það mun1 sennilega reynast
erfitt að hafa nægilegt éftir-
lit með vörusölu fyrirtækjanna,
til að tryggja rétt framtal og að
skatturinn leggist ekki beinlín-
is á vörurnar.'Mun þv,í þurfa
aukna starfskrafta hjá skatta-
yfirvöldunum og verðlagseftir-
liti, sem hlýtur að kosta all-
mikið fé. Samt sem áður er hætt
við, að svo fari um þennan
skatt, sem við hefir þótt vilja
brenna áður, að hann komi
þyngst niður á þeim heiðarlegu,
sem telja rétt fram, og það í enn
ríkara mæli en á sér stað um
aðra skatta, vegna þess að svik
verði auðveldari en við vepju-
Mesta stórgpóðafc-
laglð ...
(Framhald af 1. síðu)
Þá sagði Eysteinn, að fullyrð
ingar Ólafs um það, hve margir
hluthafar Emskipafélagsins
væru, væri lítið að marka, því
að hvergi nærri allar breyting-
ar á hlutabréfaeigninni myndu
sjást á hluthafaskrá félagsins
Sú staðreynd stæði líka óhögg
uð, að aðalfund félöfsins sæktu
venjulega örfáir menn, er færu
með mikinn hluta atkvæða
magnsins. Á því sæist bezt, að
raun réttri væri félagið komið
í einkaumráð örfárra manna.
Eysteinn lýsti .svo yfir þeirri
undrun sinni, að Alþýðuflokk
urinn og Sósíalistaflokkurinn
skyldu fylgja þessu frv., þar sem
ekki hefðu aðrir aðilar áfellzt
meira gróða Eimskipafélagsins
né bent oftar á, hve hættulegt
væri, að einu einkafélagi væri
þannig sköpuð drottnunarað-
staða í flutningamálum lands-
manna. Það reyndist hér sem
oftar, að þeir stæðu helzt til
illa við stóru orðin og yfirlýs
ingarnar um baráttu sína gegn
einkaauðvaldinu.
Allmiklu meiri umræður urðu
um frv. og var því síðan vísað
til nefndar. Er það áreiðanlega
víst, að meginhluti þjóðarinnar
mun telja þetta hið mesta
hneykslismál, þar sem auðug-
asta gróðafélagi landsins er veitt
algert skattfrelsi á sama tíma
og skattar og álögur eru stór-
Uppdráttur þessi sýnir hið fyrirhugaða sumardvalarheimili fyrir börn að
Laugarási í Biskupstungum. Rauði kross íslands mun reyna að koma
þessu heimili upp á vori komanda. Sjá nánar í grein um Rauða krossinn.
Rauði krossinn færir úl
starfsemi sína
/
Hann ætlar að reisa stórt sumardvalarheimili
1 ’ I ly' <
fyrir kaupstaðarbörn
Hinri árlegi söfnunardagur Rauffakrossins er Öskudagurinn,
og var síffastl. miffvikudagur síá 20. í röffinni. Fé því, sem inn kom
þann dag, muh affallega verffa variff til byggingar bárnaheim-
ilis aff Laugarási í Biskupstungum, en það er aðalmál félagsins
um þessar mundir. Er ætlunin aff koma heimilinu upp fyrir sum-
aríff, ef nokkur tök eru á. Rauði krossinn hefir starfaff á íslandi
rúm 20 ár og unniff aff mörgum störfum. Formaffur Rauða-
kross íslands, Sigurður Sigurffsson berklayfirlæknir, hefir átt tal
viff blaffamenn og skýrt þeim frá starfi félagsskaparins hér á landi.
Sem kunnugt er, þá er Rauði
krossinn alþjóðleg líknarstofn-
un, félagsskapur, sem rekur án
efa stórbrotnustu og viður-
kenndustu mannúðarstarfsemi,
sem sögur fara af í heiminum.
Hann er í eðli sínu hópur þjóð-
legra félaga sitt í hverju landi,
sem- vinna óháð hvert öðru en
lúta þó öll yfirstjórn alþjóða
Rauða kross nefnd-
arinnnar í Genf.
Raúði kross íslands var stofn-
aður árið 1924. Eru nú alls
starfandi 9 Rauða kross deildir
í landinu og félagstala hans og
deilda hans um 3 þúsund. Árið
1939 tók til starfa ungliðadeild
Rauð kross íslands. Eru nú
starfandi um 30 U. R. K. í. með
tæplega eitt þúsund meðlimum
alls.
Fyrst í stað miðuðust störf
félagsins hér á larídi aðallega
við það að sjá sjúkum og særð-
um fyrir nauðsynlegum flutn-
ingstækjum. Eiga nú deildir
Rauða krossins 5 sjúkrabíla.
Árið 1944 voru farnar 1800
.sjúkraflutningsferðir í Reykja-
vík og 198 ferðir út um land.
í Sandgerði hefir Rauði Kross
íslands komið á fót sjúkraskýli
með plássi fyrir 6 sjúklinga. Er
þetta sjúkraskýli starfrækt yfir
vertíðina, mánuðina jan. til
maí ár hvert. Hjúkrunarkona
veitir skýlinu forstöðu. í sam-
bandi við skýlið er almennings-
bað. Árið 1944 voru þannig látin
í té tæp tvö þúsund böð í sjúkrg,-
skýlinu þá4!/2 mánuð, sem það
var starfrækt. 6 sjúklingar voru
vistaðir að skýlinu. Hjúkrunar-
konan framkvæmdi um 1100
hjúkrunaraðgerðir og fór í yfir
200 hjúkrunarvitjanir í sjóbúð-
ir og hús í nágrenninu.
Sumarið 1944 annaðist Rauði
Kross íslands framkvæmdir
vegna sumardvalar barria í
sveit, eins og að undanfornu.
Rúmlega 400 börn nutu fyrir-
greiðslu í þessu efni, en ríki og
bæjarfélag báru mestan hluta
kostnaðarins.
Rauði krossinn hefir mikinn
hug á, að greiða .enn frekar
fyrir því, að kaupstaðabörn geti
notið sumardvalar í sveit, en
kostur hefir verið til þessa.
Hyggst félagið að koma sjálft
upp sumardvalarheimili og reka
það í framtíðinni.
í þessu skyni hefir Rauði
krossinn tekið á leigu allstórt
land í Laugarási í Biskupstung-
um og tryggt sér afnot nægjan-
legs magns af heitu vatni. Hefir
Rauða krossinum verið afhent-
ir 10 setuliðsskálar úr timbri
endurgjaldslaust ,og verða þeir
fluttir að Laugarási og reistir
þar sem sumardvalarheimili,
væntanlega á vori komanda. Er
gert ráð fyrir, að þetta sumar-
dvalarheimili muni rúma allt að
100 börn. Er augljóst, að þessar
framkvæmdir munu kosta mik-
ið fé.
Rauði Kross íslands hefir
nokkra útgáfustarfsemi með
höndum. Ungliðadeildir Rauða
Kross íslands gefa út barna-
blaðið Unga ísland. Árið 1941
byrjaði Rauði Kross íslands að
gefa út tímaritið Heilbrigt líf.
Rauði Kross íslands er fátæk
og ung stofnun, sgm tæplega
enn hefir náð því valdi og þeirri
aðstöðu, sem samsvarandi félög
hafa í öðrum löndum. Hann hef
ir, þrátt fyrir þetta, síðustu ár
leitazt við að taka upp og vinna
að málefnum, sem ótvírætt miða
að almenningsheill meðal þjóð
arinnar, þó í smáum stíl sé
ennþá.
Bímaðarþmgið kýs
nefndir.
(Framhalfy af 1. síðu)
Jónsson Arnarvatni, Sigurður
Jónsson Stafafelli og Sveinn
Jónsson.
Reikninga- og laganefnd: Sig-
urður Jónsson Stafafelli, Sigurð-
ur Jónsson Arnarvatni og Krist
ján Guðmundsson.
Auk þessara fastanefnda þings-
ins var kosin þriggja manna
nefnd til að ræða við vi^skipta-
fulltrúa Færeyinga hér um horf
ur á að útvega bændum verka
fólk frá Færeyjum á næsta
sumri. Nefndina skipa Bjarni
Ásgeirsson, Ólafur Bjarnason
og Þorsteinn Sigurðsson.
1, Þá gaf Steingrímur Steinþórs-
son búnaðarmálastjóri Búnað
arþinginu skýrslu um afgreiiffslu
þeirra mála, er afgreidd voru
frá Búnaðarþingunum 1943, og
1944.
Á þriðjudag og miðvikudag
voru eingöngu haldnir nefndar-
fundir, en í gær flutti dr. Hall-
dór Pálsson þinginu skýrslu um
utanför sína síðastl. sumar.
auknar á öllum / atvinnufyrir-
tækjum og öðrum einstakling-
Erlent yfirlit.
(Framhald af 2. síðu)
friðarráðstefnunnar. Má telja
llklégt, að Rússar hafi gert þess-
ar tilslakanir til að ná hag-
kvæmari samningum við Banda-
menn um "ýms viðskiptamál.
Þótt smáþjóðirnar séu á ýms
an liátt ánægðar yfir þessari
ráðstefnu, ber því samt ekki að
leyna, að það veldur þeim nokk-
urum geig.að sýnt þykir,að stór-
veldin ætla sér að ráða sjálf
mestu og vald hinna nýju al-
þjóðasamtaka verða a. m. k. í
fyrstu meira í orði en á borði.
-GAMLA bíó.
BLINDI
LEYNILÖGREGLU-
MAÐURBNHV
(Eyes in the Night)
EDWARD ARNOLD,
ANN HARDING,
DONNA REED.
Sýnd kl. 5, 7 og 9.
Bönnuff yngri en 14 ára.
► NÝJA BÍÓ-
LOGINM IIELGI
(„Det Brinner en Eld“)
Sænsk stórmynd, gerð
undir stjórn meistarans:
Gustaf Molander.
Aðalhlutv. leika:
Inga Tidblad,
Lars Hansen,
Victor Sjöström.
Sýnd kl. 5, 7 og 9.
DÁÐIR
VORU DRÁGÐAR
Saga Nólseyjar-Páls
og fleiri afreksmanna.
er m e r k bók ®g'
1
skemmtlleg.
TJARNAriBÍÓ
I DAGREAAIAG
(The Hour' Before the
Dawn).
Amer. mynd, gerð eftir
skáldsögu W. Somerset
Maughams.
VERONICA LAKE,
FRANCHOT TONE.
Sýnd kl. 3, 5, 7, 9.
Bönnuff yngri en 12 ára.
Sala hefst kl. 11.
LEIKFÉLAG REYKJAVÍKUR
Álf hóll
Sjónleikur í 5 þáttum eftir J. L. HEIBERG.
Sýning í kvöld kl. 8.
Aðgöngumiðar seldir eftir kl. 2.
I'
Ú R B Æ N U M
Sundmót Ægis
1, fór fram síðastliðið mánudagskvöld
og voru pallar sundhallarinnar þétt-
skipaðir áhorfendum.vMargir utanbæj-
armenn tóku þátt í mótinu. Úrslit
í einstökum greinum: — 50 metra
skriðsund karla: Ari Guðmundsson,
Æ, 28,3 sek. — 200 metra baksund
karla: Guðmundur Ingólfsson, Í.R.,
3:3.9 mín. — 50 metra skriðsund
stúlkna: Ingibjörg Pálsdóttlr, Æ.,, 38.8
sek. — 100 metra bringusund drengja:
Sigurður Helgason, S. R. (Skólafél.
Reykh.sköla) 1:31.1 mín. — 100 metra
bringusund kvenna: Kristín Eiríks-
dóttirj Æ., og Halldóra Einarsd,óttir,
Æ., jafnar, 1:39.9 mín. — 50 metra
skriðsund drengja: Guðmundur Ing-*
ólfsson, Í.R., 30.8 sek. — 500 metra
bringusund karla: Sigurður Jónsson,
K. R., 8:18.2 mín. — 200 metra skrið-
sund karla: Ari Guðmundsson, Æ.,
2:36.1 min.
Skólaboffsundiff.
Boðsund framhaldsskólanna fer
fram í kvöld. Tíu sveitir munu taka
bátt í mótinu, óg eru 20 menn í hverri
sveit eða 200 þátttakendur. Þessir skól-
ar hafa tilkynnt þátttöku nemenda
sinna: Háskólinn, Menntaskólinn.
Kennaraskólinn, Samvinnuskólinn,
Verzlunarskólinn, Iðpskólinn, Gagn-
fræðaskóli Reykjavikur, Gagnfræða-
skóli Reykvíkinga, Stýrimannaskól-’
inn og Reykholtsskóli. Þetta er í fyrsta
sinn sem utanbæjarskóli tekur þátt í
mótinu. Eflaust mun keppni verða
spennandi, er það álit manna að Iðn-
skólinn og Menntaskólinn verði skæð-
astir. í fyrra vann Menntaskólinn, en
oftast hefir Iðnskólinn borið sigur úr
býtum. Áhugi skólafólks er mjög mikill
fyrir sundiþróttinni eins og sjá má af
hinni miklu þátttöku í þessu móti.
Sérstaklega er athyglisvert að utan-
bæjarskóli sækir' mótið, og ættu aðrir
skólar að fara að dæmi Reykhyltinga.
Ef að venju lætur mun þeim, sem ætla
að sjá þetta mót, bezt að tryggja sér
aðgöngumiða 1 tíma.
um.
B.A.-próf.
Nýlega lauk ungfrú Bodil Sahn B.A.-
prófi í ensku, þýzku og heimspeki við
háskólann með 1. einkunn og er hún
fyrsti kandídatinn, er lýkur þesáu
próíi.
Ölieft samviimu-
verzluu.
(Framhald af 1. síðu)
þeim efnum. Ef fylgt er
að öffru leyti rangri fjármála-
stefnu, kemur frjálsa verzlunin
ekki að tilætluffum notum og
þá koma gjaldeyrisvandræðin
aftrir til sögunnar og höftin í
kjölfar þeirra. Allir þeir, sem
berjast fyrir frjálsri verzlun
ættu því jafnhliffa að berjast
fyrir þeirri fjármálastefnu, er
tryggir sem mestan útflutning.
Kynningarkvöld
Vestur-íslendinga.
Félag Vestur-íslendinga hélt kynn-
ingar- og skemmtikvöld í Oddf&llow-
húsinu fyrir skömmu. Samkoman
var fjölmenn. Meðal gesta voru fimm
liðsforingjar úr Bandaríkjahernum
hér, þeir Dóri Hjálmarsson, Ragnar
H. Ragnars, Haraldur Melsted og
Karl Frímann. Héldu þeir allir ræður
og sögðu frá byggðarlögum þeim, er
þeir eru ættaðir frá vestra.
Grettir Eggértsson, fyrrv. formað-
ur íslendingafélagsins í New York
var og á samkomunni og sagði hann
frá félagsstarfi Íslendingaí New York.
Eftir ræðuhöldin var staðið upp
frá borðum og dansað.
Hestum stoliff.
Snemma morguns þann 13. þ. m.,
þegar maðiuinn, sem hirðir hestana,
í bæjarhesthúsinu við Hringbraut, kom
að hesthúsinu, sá hann, að farið hafði
verið inn í húsið. Þegar maðurinn
kom inn í hesthúsið, sá hann tvo beztu
reiðhestana standa sveitta og illa út-
lítandi eftir notkun. — Hér er um mjög
ruddalega og ósæmilega framkomu að
ræða, og ef einhverjir hefðu orðið var-
ir við þessa hestaþjófa um nóttina,
væri rannsóknarlögreglunni mjög kær-
komið að fá vitneskju um það. Þess
skal getið, að hestunum hefir verið
riðið berbakt, og getur það e. t. v. að
einhverju leyti hjálpað til að hafa upp
á sökudólgunum.
Skemmdarvargpr ráffast
á autt hús.
Það er nokkuð algengt í höfuðstaðn-
um að skemmdarvargar ráðist á mann-
laus hús sjálfum sér til skemmtunar.
Um seinustu helgi var ein slík árás
gerð á hús strætisvagnanna við Hring-
braut og hefir meira en helmingur
glugganna verið brotinn með grjót-
kasti. Þeir, sem varir verða við þessa
illgjörnu skemmdarvarga, ættu að gera
lögreglunni aðvart svo að hægt sé að
venja þá af þessum ljóta ósið, sem
ósæmandi ér í siðmenntuðu þjóðfélagi.
Strætisvagnarnir hafa nýlega verið
fluttir úr þessari byggingu í ný húsa-
kynni við Iiaugarnesveg.
Fæffingarheimili.
Komið hefir til.mála aðj hefja bygg-
ingu fæðingarheimilis í Reykjavík 1
vor, og hefir Guðjón Samúelsson húsa-
meistari ríkisins gert uppdrætti að
húsinu. Byggingin verður reist á lóð
Landsspítalans og verður hún þriggja
hæða hús úr steinsteypu, 638 ferm. að
stærð. Fæðingarheimilið mun hafa
rúm fyrir 54 sængurkonur. Jafnframt
verður þar húsnæði fyrir Ljósmæðra-
skóla íslands, ásamt heimavist fyrir
15 nemendur.
/
J
/
I