Tíminn - 16.02.1945, Blaðsíða 2

Tíminn - 16.02.1945, Blaðsíða 2
2 Föstudagur 16. febr. Brezku samnÍDgarn- ir og kommúnistar Slðan kommúnistar komust í stjórnaraðstöðu hafa þeir ekki unnið kappsamlegar að öðru en að eignast fulltr-úa í öllum nefndum, þar sem því hefir við komið. Þeir tróðu inn manni í flugmálanefndina, er fór til Chicago, í samninganefnd ut- anríkisviðskipta, í viðskiptaráð o. s. frv. Það vakti því ekki litla athygli, þegar þeir höfnúðu því að eiga fulltrúa í samninga- nefndinni, sem fór til Bretlands. Höfðfe þeir þó mjög rætt um, að starf þessarar nefndar væri mikilsvert og bæri því að skipa hapa færustu mönnum. Hafði fram að þessum degi hreint ekki borið á því, að kommún- istar héldu sig ekki hafa færum mönnum á að skipa og þótti því ekki sennilegt, að kommúnistar væru allt í einu búnir að fá svo rétt mat á sjálfum sér, að hlé- drægni þessi stafaði af þeirri ástæðu. Af skrifum Þjóðviljans síðarv þessi samninganefnd fór utan, hefir vel mátt ráða, hvers vegná flokkurinn hefir ekki viljað eiga mann í nefndinni. Hann gerir bersýnilega ráð fyrir að ekki muni nást samningar um eins hátt fiskverð og verið hefir hingað til. Flokkurinn vill því vera laus af allri ábyrgð og geta skellt því að einhverju leyti á nefndina, ef ekki nást eins hag- kvæmir §amningar og æskilegt væri. Þennan grun kommúnista um lækkun fiskverðsins má ekki sízt sjá á því að Þjóðviljinn birt- ir-dag eftir dag þær fullyrðing- ar, að það verði Tímanum og Vtéi að kenna, ef til þess kemur, að Bretar lækki fiskverðið! Þessi blöð ræði iðulega um, að fisk- verðið muni lækka og þess vegna múni Bretar hlaupa upp til handa og fóta og lækka fisk- verðið, sennilega eíngöngu vegna þessara skrifa Tímans og Vísis! Telur Þjóðviljinn því, að þessi skrif Tímans og Vísis'séu hrein landráð og fjandskapúr við þjóð- ina og verði því að gera ráðstaf- anir til að stöðva þau! Það sanna í þessu máli er, að þær fregnir, sem Tíihinn og Vísir hafa um þessi mál birt, eru engan veginn undan þeirra •rótum, heldur aðeins frásagnir af því, sem Bretar sjálfir tala og skrifa um þessi mál. Tíminn hefir talið rétt að leyna þessu ekki fyrir þjóðinni, heldur reyna að gera henni það Ijóst, sem í vændum væri. Ef illt á að ske, er bezt að vera viðbúinn í tæka tíð. Það er eitt þýðingarmesta hlutverk blaðanna að búa þjóð- ina undir örðugleika þá, sem á vegi hennar verða, og er hitt vissulega nær því að vera fjand- skapur við þjóðina, að leitast við að leyna hana erfiðleikum og telja henni trú um, að allt sé í lagi, þegar hættan nálgast. Sá maður, sem nú er forsætis- ráðherra fyrir tilstyrk kommún- ista, má líka eiga það, áð hann hefir gengið enn betur fram í því en bæði Tíminn og Vísir samanlagt að vara þjóðina við þeim örðugleikum, sem hér eru í vændum. í áramótagrein þeírri sem hann birti í Mbl. 31. des. 1943, segir m. a. orðrétt á þessa leið: „Um hið háa verðlag á höf- uðútflutningsvöru okkar, skal það eitt sagt, að það mun ekki standa deginum lengur eftir að Bretar og aðrar þjóð- ir að nýju hefja fiskveiðar að ófriðarlokum. Og þá mun verðfallið fyrr en varir verða svo mikið, að óvíst er, hvort við fáum meira en Ys eða jafnvel V™ hluta þess verðs, er við nú berum úr býtum“. Hér er vissulega tekin enn fyllri munnurinn um væntanlega fiskverðlækkun í Bretlandi en í nokkurri þeirri yegn, sem Tím- inn eða Vísir hafá birt. Hafi því nokkur maður gerzt brotleg- ur úm landráð samkvæmt þess- um kenningum Þjóviljans er það núverandi forsætisráðherra og gætu kommúnistar vissulega ekki verið þekktir fyrir að styðja 11 TÍMIIlMy, föstndaglim 16. fcbr. 1945 13. blað ijijrij— i_r»~í ■ r ‘i i‘,i*1 ■* * ‘ *— *"* ■ ** ~ ** * * "" viðavangi ERLENT YFIRLIT: arráðstefna „Fordæmdu stefnunni“ verður fylgt áfram. Ýmsir töldu, að það myndi verða upphaf að iðrun og yfir- bót, þegar Mbl. og fleiri blöð stjórnarsinna í Sjálfstæðis- flokknum tóku nýlega að lýsa yfir því, að ríkjandi fjármála- stefna væri „fordæmd stefna“ og ekki mætti dragast öllu leng- ur að hefjast handa um viðnám gegn dýrtíðinni. Þeir, sem þetta hafa haldið, hafa enn einu sinni fengið að reyna, að sitthvað eru orð og athafnir Sjálfstæðismanna. Næstum í sömu andránni og þeir lýsa yfir að stjórnarstefn^n sé „fordæmd stefna“, sem ekki megi fylgja lengur, ákveða þeir á Alþingi, að öllum frekari að- gerðum í dýrtíðarmálunum skuli frestað fram á haúst, án minnstu trygginga fýrir því, að etfki komi til vetrarkosninga og töfin á viðnámihu gegn dýrtíð- inni dragist þannig um ófyrir- sjáanlegan tíma. Með þe'ssu hefir Ólafur Thors fengið ráðherradóm sinn fram- lengdan a, m. k. í nokkra mán- uði. En umhugsunarvert hlýtur það vissulega að vera fyrir ýmsa Sjálfstæðismenn, að þurfa að kaupa ráðherradóm formanns síns því verði, að fylgt sé stjórn- arstefnu, sem _ aðalmálgagn þeirra viðurkennir að sé „for- dæmd stefna", er steypa muni öllu i glötun, ef ekki verði horf- ið frá henni hið bráðasta. Fiskbraskari. Þjóðviljinn lætur sér nú mjög tíðrætt um fisbraskara og dæmir þá harðlega. Menn vita þó ekki betur en að kommún- istar hafi valið sjávarútvegs- málaráðherra sinn úr þeim hópi. Þegar Áki Jakobsson var bæjar- stjóri á Siglufirði fyrir nokkr- um árum, var honum m. a. fal- ið að kaupa uppmokstursskip fyrir bæinn. Áki k eypti slíkt skip, en ekki fyrir bæjarfélag- ið, heldur fyrir sjálfan sig og annan mann til. Fiskverðið fór þá hækkandi og ýmsir menn, sem Þjóðviljinn kallar nú brask ara, græddu þá vel á fiskfþitn- hann, ef þeir meintu nokkuð með landráðaákærunum gegn Tímanum og Vísi, nema því að- eins að það sé markmið þeirra, að styðja „landráðamenníí og „fjandmenn“ þjóðarinnar til valdasetu! Afstaða kommúnistanna til Ólafs Thors sýnir það bezt, að áðurgreindar ákærur þeirra gegn Tímanum og Vísi eru aðeins uppfundnar til að kenna öðrum um sakir, sem þeir eru saklausir af, en kommúnistar sekastir um sjálfir, eins og sýnt mun verða. Hér er samj hugsunarhátturinn að verki og þegar kommúnistar vildu ekki taka þátt í brezkci samninganefndinni. Það er við- leitnin til að koma allri ábyrgð af sér og kenna öðrum um allt, sem miður fer. Svo langt er gengið í þessum vopnaburði, að þess er ekki gætt, þótt skeytin hitti fyrst og fremst þeirra eig- in forsætisráðherra! Þessar tilefnislausu ádeilur kommúnista stafa. ennfremur af annarri veigamiki'lli ástæðu. í sambandi við undirbúning brezku samninganna hafa verið unnin mikil skemmdarverk og standa kommúnistar að þeim verkum. í fyrsta lagi var byrjað of seint á þessum samningum vegna hirðuleysis og slóðaskapar sjávarútv.málaráðherrans. Það mun vissulega koma í ljós, að því nær,,sem dregur að stríðs- lokum, verður erfiðara að ná hagkvæmum samningum um þessi mál. í öðru lagi eru svo hin viðbjóðslegu skrif Þjóðviljans um Breta og forráðamenn þeirra þegar samningarnir voru að hefjast. Þessi skrif voru hin verstu vegabréf, sem samninga- mennirnir gátu fengið. Þau gátu til einskis annars leitt en að spilla sámbúð Breta og íslend- inga og skapa andúð Breta til íslenzkra stjórnarvalda, þar sem vitanlegt er, að tveír ráðherrar standa að baki blaðinu, er niðið flutti. Slík blaðaskrif hafa iðu- lega stórspillt samningum þjóða ingunum. Áki vildi einnig fá slíkan gróða, þótt frá smáút- vegsmönnum og fiskimönnum væri, og því lét hann „dubba upp“ gamla uppmokstursskipið, sem menn dreymdi ekki um, að væri haffært lengur, og notaði það til fiskflutninga. Eftir að hafa grætt vel á þessum flutn- ingum, seldi Áki sinn hluta í skipinu með mjög ríflegum hagnaði. Er þáð álit kunnugra, að Áki hafi þannig grætt nokk- ur hundruð þúsunda kr. á kostnað útvegsmanna og sjó-* manna með mjög hægum og fyrirhafnarlitlum hætti. Það er því ekki að undra, þótt Þjóðviljinn þykist geta talað digurbarkalega um fisk- braskara, þar sem kommúnistar hafa gert einn helzta fiskbrask- ara landsins að sj ávarútvegs- málaráðherra! Rógskrifin um Ameríkuför forsetans. Ólíklegt er það ekki með öllu, að nöldur Mbl. um ósæmilega framkomu stjórnarandstæðinga í utanríkismálum sé að ein- hverju leyti sprottið af því, að blaðið veit hlut sinn meira en slæman í. þeim efnum og vill því koma slíkri sekt einnig á aðra. Má t. d. minna á, að um alllangt skeið var Mbl. nær dag- lega með þær dylgjur í tilefni a f Ameríkuför forseta íslands, að Bandaríkjamenn hefðu kvatt hann og Vilhjálm Þór vestur í hinum tortryggilegustu erinda- gerðum. Var jafnvel gefið til kynna, -að Bandaríkjamenn vildu fá þá til að gera ein- hverja landráðasamninga vestra og í því sambandi skírskotað til ummæla nafngreinds amerísks stjórnmálamanns um hernaðar- bækistöðvar á íslandi. Slík skrif voru vissulega hin ó- sæmilegustu í garð vinveittrar þjóðar, enda munu þau hafa vakið mikla furðu vestanhafs. Ameríkumenn voru hér að sýna íslendingum vinarvott, en fengu aðeins róg og dylgjur í staðinn hjá aðalblaði stærsta íslenzka stjórnmálaflokksins. Væri ekki að undra, þótt slík frámkoma á milli.. Sést ekki aðeins á þessu, hve litla umhyggju kommúnist- ar bera fyrir framleiðslu lands- manna, að þeir skyldu hefja þessi blaðaskrif einmitt á þeim tma þegar henni gegndi það langverst, heldur sýnir þetta einnig hina takmarkalausu þjónustu þeirra við málstað er- lendra kommúnista, þar sem þessi skaðsemdarskrif voru ein- göngu í þeirra þágu. Hefir fátt sýnt öllu betur, að kommún- istar líta miklu frekar á það sem hlutverk sitt að þjóna er- lendurp málstað en íslenzkum. Um það verður vitanlega aldrei með vissu sagt, hve mikið þessi skrif kunna áð hafa spillt fyrir samninganefndinni, er fór^ til Bretlands. En víst er það, að “þau munu gera hehni stórum erf- iðara fyrir. Kommúnistar finna þetta sjálfir og því m. a'. þyrla þeir nú uþp moldviðrinu um Tímann og vísi í sambandi við fisksölumálin. En allt slíkt mold- veður þeirra og aðrar tilraunir til að koma sökum af sér á aðra, munu ekki verða þeim að neinu gagni. Svívirðingaskrifin um Breta sýna bezt, hvernig komm- únistum er varið. Sjávarútvegs- mönnum er og allra manna ljós- ast, að kommúnistar bera ekki hag þeirra fyrir brjósti, því að það er fyrst og fremst hin gengdarlausa dýrtíð, sem komm- únistar hafa skapað innanlands, er veldur því, hve höllum fæti útgerðin stendur, ^þrátt fyrir margfallt fyrirstríðsverð afurð- anna. Þau vinnubrögð hafa sannfært útvegsmenn um, að kommúnistar vinna markvisst að því að skapa hrun og öng- þveiti og þeim mun því ekki þykja ólíklegt, að níðskrifin um Breta hafi tvennan tilgang hjá kommúnistum: Þjóna hinum er- lendu húsbændum þeirra og flýta fyrir hruni íslenzkra at- vinnuvega með því að spilla fyr- ir samningum við Breta með hinum viðurstyggilegustu níð- skrifum, er hugsast geta. hefði nokkuð kælt hug þeirra í okkar garð. Vafalaust hefir Mbl. ekki ætl- að sér neitt annað illt með þessu en að ófráegja Svein Björnsson og Vilhjálm Þór. En slíkt skefja- leysi í málum, sem útlendingum eru viðkvæm, geta haft þjóð- háskalegar afleiðingar út á við. Yfir þetta og önnur svipuð á- byrgðarleysisskrif sín getur Mbl. ekki bætt með að bera aðra ranglega sömu sökum. Fjárafla„plön“ kommúnista hjá Nafta. Kommúnistar hæla sér af þvi meðal smáútvegsmanna, að þeir hafi viljað haga hinni ný- orðnu verðhækkun á hráolíu og benzíni þannig, að hráolían hækkaði tveimur aurum minna, en benzín tveimur aurum meira. Segja þeir, að þannig hefði aukinn gróþi olíufélag- anna af benzínsölunni, getað jafnað hallann, sem orðið hefði á olíusölunni. Þegar betur er aðgætt, mun smáútvegsmönnum verða ljóst, að kommúnistar voru hér fyrst og fremst að hugsa um eigin hagsmup. Þeir eiga olíufyrir- tæki, sem, nefnist Nafta. Þetta fyrirtæki verzlar eingöngu með benzín hér í bænum. Kommún- istar vildu að Nafta fengi að græða tveimur aurum meira á hverjum benzínlítra. Það hefði orðið hreinn gróði hjá Nafta, þótt hin olíufélögin. hefðu orð- ið að verja þesum gróða til að jafna með hallann á olíusöl- unni! Þeir kunna það vissulega vel, kommúnistarnir, að þykj ast vera að vinna fyrir aðra, þegar þeir eru fyrst og fremst að hlúa að eigin gróða og bitling- um. Marghrakinn uppspuni Morgunblaðsins. Alltaf þegar Mbl. finnur til kviða út af því, hvar ríkjandi stjórnarstefna muni enda, tek- ur það að hafa yfir þann upp- spuna sinn, að Framsóknar- menn hafi neitað allri stjórn- arsamvinnu á síðastl. hausti og enga stjórn aðra viljað en ut- anþingsstjórnina, sem með völdin fór. (Framhald á 7. síðu) storveldanna i ' ' Síðastl. mánudagskvöld var opinberlega tilkynnt í London, Washington og Moskvu, að ráð- stefnu þeirra Churchills, Roose- velts og Stalins, sem haldin var í Jalta á Krímskaga, væri nú lokið eftir að hafa staðið í 8 daga. Ennfremur var birt yfir- lýsing um, að algert samkomu- lag hefði náöst á ráðstefnunni og getið þar ýmissra helztu sam- komulagsatriðanna. Fer hér á eftir yfirlit um þau: 1. Þýzkaland: Fullt sam- komulag náðist um' lokasóknina gegn Þjóðverjum úr öllum átt- um. Þjóðverjar verða látnir gef- ast upp skilyrðislaust. Þýzka- landi verður skipt í þrjú her- námssvæði milli Breta, Banda- ríkjanna og Rú^sa, en Frökkum verður síðar veitt þátttaka í her- náminu. Þýzkaland verður al- gerlega afvopnað. Herforingja- ráð og her fær ekki aö starfa þar og enginn hergagnaiðnaður verður leyfður í landinu. Öllum stríðsglæpamönnum verður refs- að. Nazistaflokkurinn verður bannaður og allir nazistar og hernaðarsinnar látnir fara úr embættum. Þjóðverjum verður gert að greiða fyllstu skaðabæt- ur og mun sérstök nefnd, er fær aðsetur í Moskvu annast framkvæmd hennar. 2. Pólland: Landamæri að austan verða í aðalatriðum eins og Curzonlínan. Pólverjar skulu fá aukin lönd að vestan, en það verðúr þó ekki ákveöið endanlega fyrr en á friðarráð- stefnunni. Lublinstjórnin verður endurskipuð þannig, að allir flokkar fá fulltrúa í henni og skal það gert undir yfirumsjón Molotoffs og sendiherra Breta og Bandaríkjanna í Moskvu. Al- mennar fr j álsar kosningar skulu fara fram við fyrstu hentug- leika. 3". Jugoslavía: Samkomulagið, er orðið var milli Titos og stjórn- ar Péturs konungs, skal gilda að því frábreyttu, að allir þing- menn, er áttu sæti á þingi Jugo- slaviu fyrir styrjöldina og ekki hafa haft samneyti við Þjóð- verja ,skulu fá sæti á þingi því, er þjóðhreyfing Titos hefir stofn að. Stjórnarskráin, sem þetta nýja þing setur, skal síðan end- urskoðuð af nýju þingi, sem er kosið með frjálsum, almennum kosningum. 4. Önnur hernumin lönd: í öðrum löndum Evrópu, er Þjóð- verjar hafa hernumið, verður unnið að því, að þau losni und- an öllum nazistiskum áhrifum og leysi mál sín á lýðræðis- grundvelli. Stjórnir stórveldanna þriggja skulu aðstoða þjóðir þessara landa við uppbygging- una, eins og þeim er frekast kostur. Um þau mál, sem snerta sfórveldin sjálf, skulu þau snúa sér beint til hlutaðeigandi ríkis- stjórna, en rísi alvárleg vanda- mál í einhverju þessara ríkja, skal haldinn um það sameigin- leg ráðstefna hinna þriggja stór- velda. 5. Ný alþjóðasamtök: Komið skal upp nýrri alþjóðastofnun til að tryggja öryggi og frið í framtíðinni. Skal boðað til ráð- stefnu, er undirbýr slíka stofn- un, í San Francisco 25. apríl n. k. og verður þar byggt á grund- velli þeim, er lagður var með ráðstefnunni í Dumbartons Oak síðastl haust. Stjórnum Kína og Frakkl. mun boðið að bjóða full- trúa til þessarar ráðstefnu ásamt stórveldunum þremur. Til að tryggja sem bezt samstarf stór- veldanna þriggja skulu utanrík- isráðherrar þeirra hittast á þriggja til fjögurra mánaða fresti. Það er dómur flestfa heims- blaðanna, að ráðstefna þessi hafi yfirleitt tekizt betur en menn þorðu að gera sér vonir um, enda.þótt framkvæmdirnar verði’ samt aðalmælikvarðinn um árangur ráðstefnunnar. Það vekur sérstaka ánægju að Rijssar hafa undirgengizt að breyta verulega frá þeim fyrir- ætlunum sínum að þröi^va lepp stjórnum upp á Pólverja og Jugoslava, þótt eftir sé að sjá, hvernig efndirnar verða í fram- kvæmd. Einnig vekur það á- nægju, að Rússar hafa ekki haldið því til streitu, að Pólverj- ar fengju allt þýzkt land austan Oderfljóts, heldur verður á- kvörðunum um þetta frestað til (Framhald á 8. síðu) Þann 3. þ. m. birtist grein í Skutli indir fyrir sögnirini: Hví ekki kross? 3reinin fjaBar um sendiför Arent Olaesen til Svíþjóðar og segir þar á óessa leið: „Nýlega hefir íslenzka ríkis- ! stjórnin sent viðskiptanefnd til Svíþjóðar. Meðal fulltrúa íslenzka ríkisiKs er Arent Claessen heild- sali, einn aðaleigandi heildsölu- firmans O. Johnsen & Kaaber, , sem fyrst var kært fyrir verð- lagsbrot og fölsun farmskírteina yfir ameríkuvörur. Þetta er nýtt hneykslismál. Stærstá trúnaðarbrot, sem framið hefir verið gegn - íslenzka ríkinu er launað með því að velja einn hinn ákærða heildsala til á- byrgðarmikilla trúnaðarstarfa í þjónustu ríkisins við allra fyrsta tækifærið, sem til þess gafst. Ætli það hefði þótt hæfa fyrir nokkrum árum, að kjósa sauða- þjófa í sýslunefndir, svo að smærra dæmi sé nefnt. Nei, hér er utanríkis- og við- skiptamálaráðherrann að draga fjöður yfir afbrot hinna stórseku heildsala, og hefði verið allt eins viðkunnanlegt að hreinlega hefði verið gengið til verks og svikar- arnir í heildsalastéttinni sæmdir krossl fyrir frammistöðu sína.“ Hér er vissulega ekki of sterkt til orða tekið, en hins vegar er hitt ekki rétt að ásaka utanríkismálaráðherr- ann einan um þennan verknað, því að vitanlega er hann gerður með samþykki allrar ríkisstjórnarinnar. Ummæli Skutuls sýna vel, að önn- ur tök myndu höfð á þessu máll, ef fulltrúar Alþýðuflokksins í ríkisstjórn- inni væru eins skeleggir í því og flokksbræður þeirra á ísafirði. * * * í Degi 25. þ. m. segir svo um sam- starf íhaldslns og kommúnista: „Stjórnarblöðin segja, að þjóð- in hafi fagnáð þessum samruna íhaldsins við byltingaröflin í land- inu. Réttara mun þó vera að orða þetta á þá leið, að meiri hluti þjóðarinnar hafi staðið orðlaus af undrun. Og sannarlega var hér undrun- arefni á ferðinni. Fjölda manna um land allt er það kunnugt, að ekki er langt síðan að Ólafur Thors var aö hyggja að ráðum 1 þá átt, hvernig hægt væri að af- . má kommúnistaflokkinn eða að minnsta kosti að gera hann á- hrifalausan og óskaðlegan. M. a. hafði hann þá orð á þvi, hvort ekki mundi hægt að koma í veg fyrir, að kommúnistar fengju pappír til blaðaútgáfu sinnar. Þetta var nú á þeim tíma, þegar engar vonir stóðu til þess, að kommúnistar styddu Ólaf Thors til forsætisráðherratignar. En síðan hafa tímarnir breytzt að þessu leyti. Kommúnistar eru hin- ir sömu og þá, er Ólafur vildi gera þá pappírslausa, svo að þeir gætu ékki gefið út Þjóðviljann, en nú er Ólafur forsætisráðherra fyrir vikalípurð kommúnista. Þar með er afstaða Óláfs stór- breytt til byltingarmanna.“ Já, það er engin furða, þótt þeir Sjálfstæðismenn, sem hafa munað eftir pappírsbannshugmynd ÓJafs Thors og fleiru slíku, séu talsvert undrandi yfir hinum snöggu sinna- skiftum hans. Þeir kunna heldur ekki að meta ráðherradóminn, þegar lítið fylgir honum annað en titillinn. * * * Gamanið er nú tekið að kárna milli Mbl. og Vísis. í Reykjavíkurbréfi sínu 11. þ. m. kallaði Valtýr blaðamenn Vísis m. a. grænjaxla. Vísir svaraði þessu aftur í grein 13. þ. m. og rekur þar fyrst baráttu Valtýs gegn Rússum, en síðan, hversu Valtýr íjefir nú horfi- ið til undirgefni við þá. Vísir segir: „Sú var tíðin, er Morgunblaðið hafði her úti og herjaði á ríki Moskovíta. Var hann illa búinn að vegarnesti, herinn sá, mannvit lit- ið, enda ekki búsældarlegt í ríki blaðsins, því að fjólur einar gátu 'sprottið á harðbölum vitsmunaver- anna við Austurstræti. En herinn gerði þó Moskóvítum margar skrá- veifur, felldi þá unnvörpum, svo að milljónir líka lá£u í valnum. Þótti ekki annað sýnt um hríð, en að landeyða vofði yfir hjá Moskó- vítum. En þeir reyndust jafn heimskir og Bretar og fengu alls ekki skilið, að fjólurnar væru í raun og veru bannvænar og þeir því gersigrað- ir samkvæmt öllum leikreglum. Risu þeir jafnan upp æ magnaðri og efldari eftir hverja atlögu. Er svo var komið, þótti vitsmunaver- unum hyggilegra að leita banda- lags við Moskóvíta. Var því ekki illa tekið, því að Moskóvít- ar þurfa jafnan fjölda skósveina, sem lítt eru gáfum búnir, en þó nothæfir til þeirra verka, sem öðrum þykir fyrir neðan virðingu sína. Þá er friður hafði verið sam- inn milli Moskóvíta og vitsmuna- veranna og alikálfinum hafði ver- ið slátrað á hinni hátíðlegu stundu, þótti almannarómi rétt að gefa friðarpostulanum, æijstu vitsmuna- veru blaðsins, nýtt nafn, er væri í samræipi við hugarfarsbreyting- una, sem átt hafði sér stað. Var sveinstaulinn, sem jafnan hefir nefndur fjólupabbi, því vatni ausinn á nýjan leik og hlaut nú nafnið „rauða akurliljan“.“ Verður nú fróðlegt að sjá, hversu fimlega „rauðu akurliljunni" tekst að svara þessu ávarpi Vísis.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.