Tíminn - 20.02.1945, Blaðsíða 2
2
TÍMINN, þrið.indagiiin 20. felir. 1945
14. blað
Þriðjudagiir 20. febr.
Brostin loford
Þegar ríkisstjórnin kom til
valda á síðastl. hausti, birti hún
langa og glæsilega stefnuyfir-
lýsingu. Þar var m. a. gerð grein
fyrir því, hvernig stjórnin ætl-
aði að hátta aukinni tekjuöflun
fyrir ríkissjóð. Samkvæmt því
skyldi hún gerast með þessum
hætti:
1. Leggja hina auknu skatta
á þá, sem helzt gætu undir þeim
risið.
2. Bæta skattaeftirlitið og
koma í veg fyrir skattsvik.
Margir landsmenn tóku þess-
um loforðum stjórnarflokkanna
með ánægju, eins og öðrum
hinum fögru loforðum þeirra um
réttlæti og viðreisn í málum
þjóðarinnar. Nú eru þeir að
byrja að reyna efndirnar.
Stjórnin hefir lagt á marga
nýja skatta. Þegar einn þeirra
og sá óverulegasti er undan-
skilinn, útflutningsgjald á tog-
arafiski, verður um engan þeirra
sagt, að hann leggist helzt á
þá, sem fá undir þeim risið.
Fyrsta skatthækkunin var
símgjaldahækkunin. Hún leggst
jafnt á alla, er símann þurfa
að nota, og verður því þung-
bærust þeim, sem minnsta hafa
getuna.
Önnur skatthækkunin var
tekj uskattsviðaukinn. Hann
leggst aðallega á atvinnufyrir-
tæki, sem hafa tekjur innan
við 200 þús. kr. Á tekjur, sem
eru hærri en 200 þús. kr., leggst
hann ekki. Hér er því ekki lagð-
ur skattur á þá, sem helzt fá
undir honum risið.
Þriðja skatthækkunin var
hækkun stimpilgjalda, lesta-
gjalda og fleiri slíkra gjalda, sem
leggjast jafnt á þá, sem annast
þá starfrækslu, er þessir skatt-
ar leggjast á. Þar er því ekki
um skatthækkun að ræða, er
kemur helzt á þá, sem bezt fá
undir sköttum risið.
Fjófða skatthækkunin er svo
veltuskatturinn, sem leggst
jafnt á veltu fyrirtækja, án til-
lits til afkomu og efnahags, og
í flestum tilfellum mun reyn-
ast hreinn tollur, sem ýmist
hækkar vöruverðið eða hindrar
að það lækki. Þar er vissulega
farið eins langt fjarri þeirri
stefnu og hugsast getur, að
skattarnir séu lagðir á þá, sem
helzt fá undir þeim risið.
Fimmta og seinasta skatta-
tillaga stjórnarinnar kórónar
svo þetta allt saman. Hún er
um að veita auðugasta einka-
fyrirtæki landsins, Eimskipa-
félagi íslands, fullt skattfrelsi
á sama tíma og skattar verða
þyngdir á öllum öðrum.
Með öllum þessum skatta-
frumvörpum hefir stjórnin
þannig brotið það loforð sitt að
leggja aukna skatta á þá, sem
bezt gætu undir þeim risið. All-
ir þessir skattar koma niður á
almenningi. Jafnvel þeir, sem
ekki gera það í fyrstu, eins og
tekjuskattsviðaukinn, gera það
síðar, því að með honum er
skertur gjaldstofn sveitar- og
bæjarfélaga og útsvörin verða
því að hækka á alþýðu manna.
Síðara loforð stjórnarinnar
um bætt skattaeftirlit hefir ekki
síður verið vanefnt. Ekkert hefir
verið gert til tryggingar því, að
verðbréf og skuldabréf kæmu
fram til skatts né banka- og
sparisjóðsinneignir. Ekkert hef-
ir verið gert til þess, að skatta-
yfirvöldin fengju aðgang að
gögnum viðskipta- og verðlags-
ráðs til samanburðar við skatta-
framtöl. Skattsvik fá að haldast
óáreitt áfram, og ríkissjóður
þannig látinn tapa fjármunum,
er vafalaust hefði getað sparað
honum sumt hinna nýju skatta-
álagna.
Þjóðin ætti vissulega að geta
lært mikið af því, hvernig
stjórnin hefir efnt áðurgreind
loforð sín. Hún ætti að geta á-
lyktað af því, hvernig efndirnar
verða á öðrum sviðum. Hún ætti
að geta séð af þessu, hvað mikið
verður úr „nýsköpuninni" fyr-
irhuguðu, því að hvaða aðferð
er líklegri til að hindra hana
en síhækkandi skattaálögur og
síhækkandi framleiðslukostnað-
ERLENT YFIRLIT;
Hryðjuverk Elasmanna
Fisksölumálin.
Talsvert hefir nú greiðst fram
úr því öngþveiti, sem var ríkj-
andi í fisksölumálunum i síðastl.
mánuði. Stjórninni hefir loks
tekizt að fá umráð yfir brezku
skipunum, er flytja vörur hing-
að. Um sextíu færeysk skip hafa
verið leigð til flutninganna.
Jafnframt virðist Fiskimála-
nefnd vinna að því, að flutning-
arnir séu sem mest í höndum
sölusamlaga útvegsmanna.
Þann árangur, sem hér hefir
náðst, má vissulega þakka bar-
áttu og gagnrýni Framsóknar-
manna. Þegar þeir hófu fyrst
umræður um þessi mál á Al-
þingi og í blöðum, hafði stjórnin
.sama og engan viðbúnað haft,
enda rakti öngþveitið, sem ríkti
í selnasta mánuði, rætur sínar
til þess. Svo mikið hafði undir-
búningsleysið verið, að nokkrir
fjáraflamenn voru búnir að fá
brezku skipin á leigu og ekkert
hafði verið gert til að ná heild-
arsamningum við Færeyinga.
Gagnrýni Framsóknarmanna
varð til þess, að stjórnin rank-
aði við sér og árangurinn af
því hefir orðið sá, sem að fram-
an greinir. Loks tókst svo Fram-
sóknarmönnum að fá því fram-
gengt á Alþingi, þegar rætt var
um Færeyingasamninginn, að
ríkisstjórnin skyldi sjá um, að
hlutur smærri verstöðvanna yrði
sem bezt tryggður.
Framsóknarmerin geta því
verið vel ánægðir yfir starfi sínu
í fisksölumálunum, þótt enn
megi finna þar ýmsa fyrirkomu-
lagságalla og sumt sé enn óút-
kljáð, eins og t/ d'. ráðstöfun
verðjöfnunargjaldsins. Fram-
sóknarmönnum má það því í
léttu rúmi ligga, þótt stórnar-
sinnar brigzli þeim um siðleysi
og aðra óhæfu í þessum málum.
Stjórnarsinnum mun ekki með
slíkum heimskulátum lánast að
draga athyglina frá þvi, að það'
var hin einbeitta og jákvæða
gagnrýni ■ Framsóknarmanna,
sem vakti stjórnina af svefni og
knúði hana til að láta meira
liggja eftir sig en orðin ein.
Áki og innheimtulaunin.
í seinasta blaði var sagt frá
því, að Áki kommúnistaráð-
ráðherra hefði verið einn helzti
fiskbraskari landsins og þénað
stórfé á þeirri starfsemi. Með
því er þó aðeins talið lítið af
því, sem hann hefir aðhafst í
gróðaskyni. Meðal þess, sem ekki
hefir áður verið nefnt, er til-
raun hans til að fá innheimtu-
laun hjá Tryggingastofnun
ríkisins með nokkuð nýstárleg-
um hætti. Skömmu eftir að Áki
gerðist málafærslumaður í Rvík,
tóku Tryggingastofnuninni að
berast reikningar frá honum
fyrir hönd ýmissa gamalmenna,
er áttu að fá greidd ellilaun hjá
stofnuninni. Var vissulega allt
gott um þetta að segja, ef Áki
hefði gert það í greiðaskyni að
sækja ellilaunin fyrir gamla
fólkið. En nokkur böggull fylgdi
skammrifi. Áki vill fá rífleg
innheimtugjald frá stofnuninni
fyrir ómakið. Starfsmenn stofn-
unarinnar höfðu ekki vanizt
þessu áður og gekk því málið til
Tryggingaráðs. Þar átti sæti
sálufélagi Áka, Brynjólfur
ur, sem leiðir af öðrum aðgerð-
um stjórnarinnar.
Mikilhæfasti foringi enskra
jafnaðarmanna, Morrison, sagði
nýlega á fjölsóttu æskulýðs-
þingi, að það væri mesti háski
lýðræðisins, að fólk léti glepjast
af tungumjúkum kjaftaskúm-
um, er lofuðu gulli og græn-
um skógum, en væru hvorki
menr> til að standa við loforðin
né ætluðu sér að gera það.
Morrison átti hér fyrst og fremst
við ensku kommúnistana. Þetta
hefir sannazt á ekki litlum
hluta íslenzkú þjóðarinnar; sem
um skeið lét glepjast af fagur-
gala og gyllingum stjórnar-
„plötunnar“. En nú talar „plat-
an“ ekki lengur, heldur verk
stjórnarinnar sjálf. Og þjóðin er
að byrja að fá þá beizku reynslu,
sem Morrisojj sýndi fram á, að
hlytist af því að trúa ábyrgðar-
lausum og getulitlum glömrur-
um.
Bjarnason, og vildi hann tafar-
laust láta greiða innheimtu-
launin. Aðrir tryggingarráðs-
menn neituðu hins vegar að
greiða þau. Áki varð því af fjár-
mununum og hefir ekki heyrzt
frá því sagt, að hann hafi eftir
þetta gert sér ómak til að sækja
ellilaun fyrir gamla fólkið!
Hefði þessi fjáraflatilraun Áka
heppnazt, myndi hún hafa orð-
ið gildur baggi fyrir trygginga-
stofnunina og verulegur hluti
þess fjár, sem rann til éllilauna,
hefði orðið fyrirhafnarlítill
gróði ýmissa innheimtumanna.
Hvort þessari fjáraflaaðferð
verður afstýrt til frambúðar,
skal ósagt látið, en ekki þyrfti
það að koma á óvart, þótt Áki
og Brynjólfur reyndu að tryggja
h>*heimtulaun handa Áka og
öðrum dugandi fjáraflamönn-
um í sambandi við þá „nýsköp-
un“ tryggingalaganna, sem nú
stendur fyrir dyrum.
Öfugmæli Alþýðublaðsins.
Alþýðublaðið hefir nýlega
haldið því fram, að Framsókn-
armenn væru sérlega neikvæðir
stjórnarandstæðingar. Annað-
hvort fylgist ritstjórinn illa með
eða segir viljandi öfugmæli.
Segja má, að stjórnarsinnar
hafi ekki kjörið sér nema tvö
verkefni á þingi því, sem nú
situr. Annað er að auka. fjár-
sukkið með nýjum embættum
og launahækkunum og leggja á
nýjar skattaálögur til að mæta
bessum útgjöldum. Hitt er að
fella lífræn umbótamál at-
vinnuveganna, sem Framsókn-
armenn hafa borið fram. Má
bar nefna áburðarverksmiðju-
málið, raforkumálafrv., jarð-
ræktarlagafrv., strandferða-
skipsmálið, landnám ríkisins,
skipulagningu flugmála, hús-
mæðraskólamálið o. f 1., o. fl.
Sjálfir hafa stjórnarflokkarnir
ekkert mál borið fram, sem at-
vinnuvegunum má að verulegu
gagni koma. Ummæli Alþýðu-
blaðsins um neikvæða stjórnar-
andstöðu Framsóknarmanna,
eru þannig eins mikið öfugmæli
og framast er hægt að hugsa
sér.
Óbreytt stefna..
Ýmsir héldu, ■ að þátttaka
kommúnista í ríkisstjórninni
væri merki þess, að þeir myndu
framvegis taka upp ábyrgari
vinnubrögð en áður. Þeir myndu
hér eftir vinna að umbótum
innan ríkjandi stjórnskipulags í
stað þess að reyna að koma öllu
í öngþveiti og byggja hið kom-
múnistiska ríki sitt á rústunum.
Framkoma kommúnista í sam-
bandi við brezku samningana
sýnir, að þessir menn munu
verða fyrir vonbrigðum. Kom-
múnistar höfnuðu ek»ki aðeins
að eiga mann í samninganefnd-
inni til að sleppa undan ábyrgð
í sambandi við samningagerð-
ina. Þeir hófu einnig á þeim
tíma, þegar samningarnir voru
í þann veginn að hefjast, ein-
hverjar svívirðilegustu blaðaá-
deilur á hendur brezkurri stjórn-
arvöldum og brezka forsætis-
ráðherranum. Hvarvetna ann-
arsstaðar hefðu slík blaðaskrif
— ekki sízt þegar svona stóð á,
— verið talin til verstu land-
ráða, enda eru þess mörg dæmi,
að slík skrif hafa stórspillt fyrir
milliríkjasamningum. — Með
þessu þjóðháskalega framferði
voru kommúnistar að þjóna
hagsmunum erlendra flokks-
bræðra og ef til vill sínum eig-
in hagsmunum um leið. Hvaða
leið er kannske álitlegri fyrir
kommúnista til að koma á hrun-
inu en óhagstæðir samningar
fyrir framleiðsluna út á við og
síhækkandi dýrtíð inn á við?
Takmark kommúnista er vissu-
lega óbreytt, þótt þátttakan í
ríkisstjórninni eigi að sýna, að
þeir séu orðnir ábyrgir og vilji
umbætur innan ríkjandi þjóð-
skipulags.
Bílstjórarnir og
kommúnistar.
Kommúnistar hafa löngum
látizt vera miklir vinir bílstjór-
anna. Reynslan hefir þó nýlega
sýnt á næsta athyglisverðan
hátt, að þeir láta sér þó meira
umhugað um annan vin sinn.
Það er olíufélagið Nafta. Þegar
breyting varð á olíuverðinu ný-
lega, ætluðu kommúnistar að
koma því fram með mjög kæn-
legum hætti, að benzínlítrinn
hækkaði tveimur aurum meira.
Gróðann sem fékkst með þess-
um hætti, áttu olíufélögin að
verja til lækkunar á olíuverð-
inu, nema Nafta, sem ekki hefir
neina hráolíusölu. Það átti að
halda gróðanum óskertum.
Mikið mætti vera, ef bílstjór-
arnir og aðrir þeir, sem benzín
nota, myndu ekki eftir þessu
vinarbragði kommúnista, þótt
síðar væri.
„Stjórnlist“
í dálki ungra kommúnista
í Þjóðviljanum 17. þ. m. segir
svo: "
„Við ungir sósíalistar stefn-
um að því markmiði að
mynda sósíalistiskt þjóðfélag
á íslandi. Við viljum afnema
auðvaldsskipulagið..... Við
munum nota hvert tækifæri
til að vinna þessum stefnu-
málum fylgi. En okkur er
einnig ljóst, að erfið barátta
er framundan. Sú barátta er
í nánum tengslum við lífsbar-
áttu verkalýðsstéttarinnar,
sem hefir það hlutverk að
framkvæma sósíalismann.
Þegar henni er ógnað af ó-
vinum hennar, verðum við að
beita ýtrustu stjórnlist til
stuðnings henni, semja jafn-
vel um frest á framkvæmd
stefnumála okkar, ef nauð-
synlegt reynist."
Eftir þennan inngang segir
síðan:
„Dæmi um þessa stjórnlist
er myndun núverandi ríkis-
stjórnar“.
Þarna hafa menn skýringuna,
sem ungum kommúnistum er
gefin á samvinnunni við íhald-
ið: Hún er stjórnlist til að koma
fram kommúnismanum!
En m. a. o.: Var það ekki
svona stjórnlist, sem kommún-
istar töldu jafnaðarmönnum
mest til lýta áður fyrr?
Er Mbl. driðið óánægt?
Mbl. telur, að- það sýni sam-
vizkubit hjá Framsóknarmönn-
um, að aðalfundur miðstjórnar-
flokksins ályktaði að vinna að
(Framhald. á 8. síðu)
Winston Churchill hefir oft
átt því láni að fagna að vinna
mikla sigra. Sjaldan hefir hann
þó unnið öllu meiri sigur en í
Grikklandsdeilunni nú í vetur.
Fyrst eftir að bogarastyrjöld-
in hófst í Grikklandi, sætti af-
staða Churchills harðri gagn-
rýni fjölmargra vinstri manna
víða um heirn. Þessum mönnum
virtist, að baráttan stæði milli
frjálslyndu flokkanna og aft-
urhaldsins í Grikklandi. Öll hin
margþættu áróðurstæki komm-
únista reyndu líka að útbreiða
þessa skoðun eftir megni. Chur-
chill var því ásakaður fyrir að
beita brezkum herafla til stuðn-
íngs gríska afturhaldinu. Síðan
hann kom til valda vorið 1940
hefir ekkert mál komizt nær því
að hnekkja áliti hans en þetta.
Þótt þessi áróður væri þann-
ig óvenjulega öflugur, lét Chur-
chill ekki bugast. Honum var
ljóst, að hann var hér að vinna,
eins og í allri styrjöldinni, fyrir
málstað lýðræðisins og frelsis-
ins gegn ólögum og ofbeldi.
Hann vissi, að þessi afstaða
hans myndi hljóta fulla viður-
kenningu, þegar öll gögn væru
lögð á borðið. Þess vegna hélt
hann óbreyttri stefnu sinni og
lét sig engu skipta áróðurinn,
sem kommúnistar ráku jafn
öfluglega og margir vinstri
menn glöptust til að taka undir.
Churchill getur nú fagnað
fullum sigri í þessari deilu. Það
hefir ekki aðeins náðst fullur
friður í Grikklandi á þeim
grundvelli, að allar skærusveit-
ir verði afvopnaðar og haldnar
verði frjálsar og almennar kosn-
ingar. Það hefir einnig fengizt
sú viðurkenning næstum allra
þeirra, sem" áður gagnrýndu
Churchill, að hann hafi haft
á réttu að standa og honum
beri nú að þakka lýðræðinu var
bjargað í Grikklandi. Kommún-
istar eru þeir einu, sem ekki
vilja viöurkenna þetta.
Grikkir sjálfir eru og bersýni-
lega þessarar skoðunar. Þess
munu ekki dæmi, að nokkur
maður hafi hlotið slíka hyllingu
í Aþenu og Churchill, þegar
hann var þar fyrir fáum dög-
um síðan. Grikkir sýndu þá bezt,
að þeir álitu Churchill hafa
frelsað þá undan nýrri áþján
og kúgun.
Það, sem kom þeim, er gagn-
rýnt höfðu Churchill, til að
breyta um skoðun, voru fregn-
irnar um hin óheyrilegu hryðju-
verk, sem kommúnistar unnu í
Grikklandi. Þessi hryðjuverk
leiddu gleggst í ljós, að hér voru
ekki frelsisvinir að verki. Jafn-
hliða fengust svo nýjar og nýj-
ar sannanir fyrir því, að um
þx-autundirbúna byltingartilraun
var að' ræða. Lýsing sú, sem
Churchill gaf í brezka þinginu
18. janúar hefir staðfezt í öll-
um atriðum. Hún var í stuttu
máli þessi:
— Bretar komu til Grikklands
í haust í annað sinn í þessari
styi’jöld. Þeir komu til að tryggja
ró og reglu eftir ógnarstjórn
Þjóðverja, svo að löglegar kosn-
ingar gætu farið fram og lýð-
ræðið komizt á traustan giund-
völl. Þeir komu og tií að útvega
Grikkjum matvæli og sjá um
dreifingu þeirra. Þeir komu fá-
liðaðir, því að þeir áttu sér eins-
kis ills von, þar sem Þjóðverjar
voru farnir úr landinu.
Undanfarin ár höfðu Bretar;
sent Elas, en svo nefndu komm-
únistar í Grikklandi hernaðar-
samtök sín, talsvert af vopnum.
Æitlunin var, að þeir notuðu þau
í baráttunni gegn Þjóðverjum.
Sá árangur var þó harla lítill
og alveg ósambærilegur við á-
rangurinn af starfi skæxulið-
anna í Frakklandi. M. a. af þeim
ástæðum kom brezki herinri fá-
liðaður til Grikklands. Við van-
mátum styrk kommúnista vegna
þess, hve andstaða þeirra gegn
Þjóðverjum hafði verið óveruleg.
Síðar kom í ljós, að við höfð-
um veriö blekktir. Kommúnist-
ar höfðu geymt öll vopnin,
er við höfðum sent þeim, og til
viðbótar keypt vopn af Þjóð-
verjum eða rænt þeim, til þess
að vera undir það búnir að
brjótast til valda, þegar her-
námi Þjóðverja lyki.
Fyrstu vikurnar, sem brezki'
herinn var í landinu, fór allra
flokka stjórn Papandreou með
völd. Ráðherrar kommúnista
tóku bersýnilega þátt í henni í
því eina augnamiði að hafa sem
bezta aðstöðu til að eyðileggja.
hana og aðra þá aðila, sem
önnuðust trúnaðarstörf fyrir
þjóðina. Þeir reyndu , að tefja,
fyrir framkvæmdum hennar og
spilla þeim á allan hátt og þeir
reyndu einnig að spilla fyrir
hjálparstarfsemi brezka hersins
með verkföllum og öðru slíku.
Markmiðið var að skapa sem
(Framhald á 7. síðu)
í Degi 25. f. m. er rætt um efl-
ingu fjórðungssamtaka, sem Austfirð-
ingár hafa þegar hafizt handa um
og nú eru á byrjunarstigi norðan-
lands. Dagur segir:
„Allar umræður og framkvæmd-
ir, er hníga í þessa átt, eru auð-
vitað sprottnar af þeirri rót, að
augu æ fleiri manna í landinu eru
að opnast fyrir hættum þeim, sem
þjóðfélaginu eru búnar af sívax-
andi ægivaldi, áhrifum og sérrétt-
indum höfuðstaðarins í öllum mál-
efnum ríkisins að kalla. Hinn sí-
vaxándi mannfjöldi í Reykjavík
1 hlutfalli við aðrar byggðir lands-
ins var einn út af fyrir sig ærin
ástæða til þess að auka þessar
hættur, auk þess sem höfuðborgar-
aðstaða — aðsetur þings og stjórn-
ar og samþjöppun ríkisvaldsins á
einum stað — hlaut ávallt að skera
úr um valdaaðstöðu Reykjavíkur
í þjóðfélaginu. En þar við hefir
svo bætzt, að með hverri breytingu
að kalla, sem gerð hefir verið á
stjórnskipunarlögum, kosningafyr-
irkomulagi og kjördæmáskipan í
landinu á síðustu árum, hefir
markvist verið stefnt í þá átt að
ójafna metin, gjöreyða síðustu
leifijm byggðavaldsins og selja
Reykjavíkurvaldinu sjálfdæmi í
hverju máli. Alþingi hefir þannig
raunar verið gert að nýju bæjar-
þingi Reykvíkinga fremur en sam-
eiginlegri brjóstfylking þjóðarinnar
allrar. Þungir straumar hverfa
vissulega enn i þetta horf og raun-
ar óvíst, hvort möguleiki er á að
ráða þar straumhvörfum að sinni
— úr því sem komið er. En samtök
fjórðunganna mættu þó reynast
markverð tilraun til eðlilegs og
heilbrigðs viðnáms í þessum efn-
um og upphaf nauðsynlegrar
valda- og aðstöðujöfnunar í þjóð-
félaginu.“
Hér er vissulega um mál að ræða,
sem ekki hefir verið veitt nóg athygli,
og sjálfsagt er að taka til gaumgæfi-
legrar athugunar í sambandi við þá
endurskoðun stjórnarskrárinnar, sem
nú er fyrir höndum.
* ❖ *
í Einherja á Siglufirði 8. þ. m. er
veltuskatturinn gerður að umtalsefni.
Segir þar m. a.:
„Veltuskatturinn er lagður á
veltuna, jafnt hvort stórgróði er
á veltunni eða stórtap. Getur
nokkur íslendingur neitað því, að
slíkt mælir á móti allri sanngirni
og réttlæti? Hann er líka lagð-
ur jafnt á veltu verzlunar með
lífsnauðsynjar og á veltú glysvarn-
ingsverzlunar og verzlunar með
óþarfa og í raun réttri kemur
hann vægar niðm' á glysvarnings-
verzluninni en verzlun, sem verzl-
ar með lífsnauðsynjar. Lífsnauð-
synjaverzlunin þarf að hafa mikla
veltu til þess að forðast tap. Glys-
varningsverzlunin má leggja
meira á og hún getur því stór-
grætt á þeirri veltu, sem færir
lífsnauðsynjaverzluninni tap. —
Veltuskatturinn er þvi léttbærast-
ur á stórgróða og lendir minnst
á óþörfustu verzlununum alveg
gagnstætt því sem vera skyldi.
Hann lendir harðast á lífsnauð-
synjaverzlunum, einmitt þar sem
sízt skyldi (sbr. kaupfélögin).
Veltuskatturinn er því hinn rang-
látasti skattur, sem hugsast get-
ur.“
Þá bendir Einherji á, að veltuskatt-
urinn komi harðast niður á verzlun-
um úti á landi. Hann segir:
„Veltuskatturinn kemur tiltölu-
lega ódýrast niður á Reykjavík-
urverzluninni og iðnaðl þar, þar
sem ágóðinn á verzlunarveltunni
og iðnaðinum er mestur, en harð-
ar niður á verzlunarveltu (og iðn-
að) utan Reykjavíkur, þar sem
minni ágóði er hlutfallslega."
Þetta er víssulega mjög rétt athug-
að, Við verzlun út á landi er marg-
víslegur aukin tilkostnaður (t.d. flutn-
ingskostnaður), en þó ekki leyfð þar
hærri álagning. Stjórnarflokkarnir
eru jafnan fundvísir á það, sem þreng-
ir tiltölulega mest að íbúum dreif-
býlisins.
* * *
í forustugrein Vísis 16. þ. m. segfr
svo:
„Það er nú svo komið, að ná-
lega engum af hinum gætnari
mönnum, er stutt hafa ríkisstjórn-
ina finnst sæmandi að afsaka þær
margháttuðu skattaálögur, sem
hún hefir talið sig þurfa að leggja
á almenning. Hins vegar vita allir,
sem fylgzt hafa með þeim mál-
um, hvers vegna þessar nýju
skattaálögur urðu til. Það er fyrst
og fremst vegna þeirrar stefnu,
sem ríkt hefir innan stjórnarinn-
ar, að láta undan kröfum sósíal-
istaflokkanna', sem þeir hafa verið
með á döfinni í mörg ár, en allir
hafa verið sammála um að væru
margsinnis ofvaxnar gjaldþoli rik-
isins."
Já, það er vissulega komið fram,
sem Pétur Ottesen sagði í bréfi til
kjósenda sinna, þegar stjórnin komst
á laggirnar, að forsprakkar Sjálfstæð-
isflokksins hafi orðið að vinna það til
samvinnunnar „að skuldbinda flokk-
inn til að koma fram áhugamálum (
kommúnísta og jafnaðarmanna, hvað
sem það kostar". Veltuskattur, tekju-
skattsviðauki og aðrar skattaálögur
stjórnarinnar eru óyggjandi sannanir
um það.