Tíminn - 20.02.1945, Blaðsíða 6

Tíminn - 20.02.1945, Blaðsíða 6
6 TÍMM, þriðjudagínn 20. fobr.1945 14. blað PANARMHVNKVG; Frú Anna Gr. Kvaran fædd 6. sept. 1890 Ég hefi nú um stund staðið úti og horft með hrlfnlngu á fegurð kvöldhiminsins, — blik- andi stjörnur og bragandi norð- urljós. Fegurðin getur birzt okkur á margvíslegan hátt hér í þess- ari tilveru. En á dásamlegastan hátt kemur hún okkur fyrir sjónir i góðum og göfugum mannssálum. Minningar um kynni af því- líkum mannssálum geta verið sem skínandi bjartar stjörnur á himni endurminninganna, sem færar eru um að varpa birtu inn á framtíðarlöndin. Þannig verður bjart um endurminn- inguna um frú Önnu Gr. Kvar- an, fyrrv. prestsfrú að Mæli- felli i Skagafirði, sem mjög að óvörum var kvödd burt frá ætt- ingjum og vinum, hinn 7. nóv. sl. — Kölluð burt til annarra starfa innfyrir hið þunna for- tjald, sem aðskilur heimana. Margar eru þær orðnar minn- ingarnar, sem ég á frá 25 ára kynningu minni af hinni ágætu konu, frú Önnu Gr. Kvaran. Þeim minningum bregður nú örhratt upp í huga mínum, líkt og myndum á kvikmyndatjaldi. Fyrst sá ég hana unga og atorkusama húsmóður, standa við hlið hins glæsilega og gáfaða eiginmanns síns, síra Tryggva Kvaran, prests að Mælifelli, — samhenta honum í höfðings- skap, gestrisni og gjafmildi. Ég sé í sklru ljósi myndina af duglegu og hagsýnu húsfreyj- unni á mannmarga gestaheimil- inu, sem alltaf var rík af mein- lausum en hnittnum gamanyrð- um.nærgætni og umhyggju fyr- ir verkafólki sínu, þrátt fyrií mikið annriki, er oft hlauzt af komu og langdvölum aðkomu- fólks. Fagrar eru og, minningarnar um ástríki hennar sem eigln- konu og umhyggju hennar og hlýju til aldraðrar tengdamóð- ur. Fyrlrmynd mætti og teljast framkoma hennar og ástúðleg umhyggja gagnvart aldraðri móður — hinni gáfuðu og list- elsku konu, frú Jónínu Thorar- ensen (konu hins merka bónda, Grims Thorarensen á Kirkju- bæ á Rangárvöllum), sem ég var svo heppin að kynnast, er hún dvaldi í heimsókn hjá dótt- ur sinni. Ljúft er að staldra við endur- minninguna um hana sem móð- ur og uppalanda. Hún var hinn skynsami og ástríki uppalandi, full af fórn- fýsi, sem lét aldrei hina hægrl hönd vita hvað sú vinstri gerði. — dáin 7. nóv. 1944 Ég minnist frú Önnu frá hin- um erfiðu stundum lífs hennar. Ég man ,er hún stóð þegjandi og æðrulaus yfir brennandi ANNA GR. KVARAN rústum bæjar síns, þar sem mestur hluti eigna hennar hafði farizt. Var hún þá í þögn sinni og stillingu að íhuga hverful- leik hinna jarðnesku auðæfa? eða sannleikann um gildi þess fjársjóðs, sem hvorki mölur eða ryð fær grandað? Ég minnist hennar, er heittelskaður eigin- maður og foreldrar fóru á und- an henni inn á lönd eilífðarinn- ar. Þá mátti glöggt sjá, hvað skapgerð hennar var heilsteypt og traustlega samantvinnuð af þreki og viðkvæmni, þeim höf- uðþáttum, sem sízt má vanta í mannssálina. Og nú ert þú horf- in, trygglynda vinkona, af vett- vangi hins sýnilega sviðs. Dætur þínar, fósturbörn, ættingjar og vinir standa eftír á ströndinni, fullir af söknuði. En björt og fögur minningin um ævistarf þitt verður ekki frá okkur tekin. Stjörnur himinsins skína. Norðurljósin leiftra. Mælifells- hnjúkur stendur þögull í hátíð- legri ró. Hann biður mig að skila kærri kveðju frá Skagfirðiing- um, og þökkum til fjallanna syðra, - í grennd við hinn „fagra Rangárvöll“ - skila kærri kveðju og þökkum til æskustöðvanna, sem báru frú Önnu Gr. Kvaran á brjóstum sínum, — þá konu, sem við Skagfirðingar teljum með réttu, að verið hafi ein af hinum beztu og merkustu kon- um þessa lands. Góða ferð, vinkona, um lönd eilífðarinnar. Við hittumst þar síðar. Ingibjörg Jóhannsdóttir. Löngumýri, Skagafirði. S jötugur: Benedikt Kristjánsson oddviti á Þverá í Öxarfirði. Hann er'fæddur að Snærings- stöðum í A.-Hún. 16. des. 1874. Kristján faðir hans var sonur Kristjáns hins ríka í Stóradal. Þrettán ára gamall fór Benedikt alfarinn úr Húnvatnssýslu og dvaldi eftir það hjá föðurbróð- ur sínum, Benedikt Kristjáns- syni, prófasti að Grenjaðarstað, unz hann fór í búnaðarskólann í Ólafsdal, en frá þeim skóla útskrifaðist hann árið 1897. Að afloknu búnaðarnámi dvaldi harin enn 2 ár hjá sr. Bene- dikt og var þá ráðsmaður á staðnum, en prófastur hafði stórt bú og fjölda hjúa. Þótti Benedikt þá þegar sýna afburða stjórnsemi og ágæta foringja- hsBfilsik^ Árið 1899 sigldi Benedikt til Noregs og stundaði þar fyrst nám við búnaðarskólann á Mæri, en gerðist síðan ráðsmaður á ýmsum stórbúum í Noregi og var við það til ársins 1906. Kom hann þá heim til landsins aftur og gerðist skólastjóri við bún- aðarskólann á Eiðum. Árið 1907 lét hann af skólastjórn og gerð- ist ráðunautur hjá Búnaðar- samb. Austurlands, en kenndi þó jafnframt við Eiðaskóla. Ráðunautur var hann til ársins 1912, en á þeim árum dvaldi hann elnn vetur við nám í landbúnaðarháskólanum í K,- höfn. Þegar Bergur Helgason skólastjóri andaðist 15. mars 1910, var Benedikt aftur ráðinn skólastj óri að Eiðum og gegndi hann því, ásamt ráðunautsstarf- inu, þar til Metúsalem Stefáns- son tók við af honum. Þegar Benedikt tók við skóla- stjórn á Eiðum harðindavetur- inn 1910, var ástandið þar þann- ig, að heita mátti bæði matar- og eldiviðarlaust og heybirgðir í minna lagi. Er því viðbrugðið, hversu Benedikt stjórnaði með mikilli röggsemi og fyrirhyggju, og hvernig hann fann úrlausn í hverju vandamáli. Árið 1912 lét hann af ráðu- nautsstarfinu og gerðist bóndi að Þverá i Öxarfirði, því að um þessar mundir kvæntist hann Kristbjörgu Stefánsdóttur frá Þverá. Hófu þau búskap vorið 1912 og hafa búið þar síðan. Benedikt byrjaði fljótlega á því að húsa jörð sína og bæta á ýmsan hátt. En þó munu störf hans í þágu hrepps og héraðs halda nafni hans lengst á lofti. Sama árið, sem hann kom, stofnaði hann búnaðarfélag í hreppnum og var formaður þess um 20 ára skeið. Þá stofnaði hann Búnaðarsamb. N.-Þing., 1927, og hefir verið í stjórn þess síðan. Þá var hann og (Framhald á 7. síBu) Málverkasýníng Kjarvals (Framhald af 3. slSu)~ stórbrotna svipinn, eins og myndirnar eru þó margbreyti- legar. Þarna gefur að líta tign jök- ulsins, dul hraunsins, súgandi báru við útskagavog, formfeg- urð tröllakirkjunnar, jökulelf- ina í stórbrotnu umhverfi há- sumarsins, yndislegt móbergsgil, hrauntanga frá Skaftáreldun- um, sem mosinn og annar brautryðjendagróður hefir tek- ið sér fyrir hendur að umskapa í nytjalönd, hraunkletta, mó- bergsgljúfur með sitrandi fossi, sem virðist eiga fullt í fangi með að halda samhengi, jafnvel bryndreka stríðsáranna hefir Kjarval tekið með inn á eina yndislegustu myndina, en á svo fyrirferðarlítinn og smekklegan hátt, að jafnvel eigandinn mun ekki óska þeim veg allrar ver- aldar. Öll þessi fjölbreytni formsins, og þó miklu fleiri, er endursögð í hinni fjölbreyti- legustu birtu hinna fjölbreyti- legu árstíða og hinna enn fjöl- breytilegri skipta ljóss og skugga hinna einstöku eykta sólarhringsins. Og hér eiga auk þess að koma sérsöfn mikilla listamanna, þar sem annað hvort yrði safn- að saman úrvali, sem auðkennli þróun listamannsins, eins kon- ar þverskurði af verkum hans, ellegar safni, sem hann ynni sjálfur að, um lengri eða skemmri tíma. Er þetta eina leiðin til þess að eigi aðeins landsmenn sjálf- ir, heldur einnig erlendir að- komumenn, eigi þess kost að kynnast þessari menningargrein þjóðarinnar. Það hefir verið sagt um Vest- mannaeyjar, að þær mundu vera frægar, fyrir fegurðar sakir og náttúruauðlegðar, ef þær væru 1 Ameríku! Sama máli gegnir um einstaka afburðamenn, sem við eigum. Þeir mundu hafa náð mikilli frægð, ef þeir væru fæddir með stærri og voldugri þjóð. En hvað, sem þessu líður, þá er nú svo komið, að frægð Kjarvals er orðin mikil með hans eigin þjóð. Það staðfestir hin vaxandi athygli, sem það Systrastapi á Síðu Áður en klukkustund var lið- in vöru að kalla allar .myndir Kjarvals seldar. Ýmsir gestanna höfðu varla komizt hringferð um salinn, þegar rödd lista- mannsins kvað við og skýrði frá þessu, og var eins og kenndi angurværðar yfir því hvar komið var. Mátti skilja á honum, að ef til vill hefði hann kosið, að „þessar myndir“ hefðu orðið al- mennings eign, og víst er um það, að þjóðin þarf að taka að hugsa stærra, þegar um gersem- ar listarinnar er að ræða. En í rauninni er þetta allt á réttri leið. íslendingar eru að skilja það æ betur, að við lifum ekki á einu saman brauði. Og ekkert sannar það betur en ást al- mennings á okkar mestu lista- mönnum. En fram til þessa, hlaut þetta að þróast svona. Málverkin hlutu að lenda í einstakra eign. Þjóðfélagið hafði hvorki skiln- ing né fjárráð til þess að haga þessu öðru vísi. í heimilunum hafa þau gert sitt mikla gagn. Haft sína uppeldisþýðingu. Hugsið ykkur allar þær viðræð- ur, sem málverk Kjarvals t. d. hafa vakið á þeim hundruðum heimila, þar sem þau eru fyrir hendi. Ungur íslendingur, sem stund- ar háskólanám vestur í Kali- forníu, skrifar föður sínum: „Nú þakkar maður fyrir að hafa al- izt upp með málverkum". Ef til vill hefir það komið flatt upp á kennara hans og annað gott fólk, að útlendingurinn frá ey- landinu með ískalda nafninu gat af skilningi „talað með“ um þessa ekki alltof útbreiddu list- grein. Nei. Kjarval þarf ekki að harma örlög verka sinna. Þau eru að vinna sitt verk. Ala upp skilning, opna augun fyrir dá- semdum litar og línu, ekki að- eins í mynd, heldur einnig í sjálfri náttúrunni. Hitt er annað mál, að nú verð- ur það ekki dregið öllu lengur, að þjóðfélagið fari að hugsa um það, sem því ber. Hér þarf að koma upp alls- herjarsafni listaverka. vekur í hvert sinn, þegar skýrt er frá, að nú ætli Kjarval að opna sýhingu! Það staðfestir aðsóknin að sýningunni. Það staðfestu mál- verkakaupin. Og vísast vildu menn gefa tvöfalt það verð um kvöldið fyrir sum málverkin, sem þau voru seld fyrir um morguninn! Sú saga er sögð um Kjarval, að þegar hann var spurður um, hvað hann vildi að gert yrði við fé það, sem inn kom fyrir seldar myndir á sýningu hans árið 1942, og það var víst æðimikil fjárhæð, hafi hann svarað: „Sendu bæjarstjórn Reykjavík- ur það, og segðu þeim að hreinsa Tjörnina.“ Þessu var ekki hlýtt. Og hefir nú þetta fé staðið undir efnis- kaupum og nauðþurftum Kjar- vals árin tvö, sem hann hefir unnið að málverkum þeim, sem nú eru til sýnis. Svona er Kjarval. Hann hugsar ekki um sjálfan sig fyrst og fremst, þótt lífið hafi aðra stundina þrengt kosti hans. Fyrir ekki allmörgum árum varð hann að gera myndir með ódýrum svörtum lit á veggina í vinnvstofu sinni af því að hann skorti fjármuni til þess að standa straum af kaupum á dýrari litum og lérefti. Þegar þessu var lokið, flutti hann „bú- slóð“ sína út og bauð upp á sýningu. Sú sýning var of lítið sótt. Öðru sinni varð hann að búa við það, að bæjarfélagið skrúf- aði fyrir rafmagnsljósin hjá honum. Kjarval hefir unnið mikið við ljós um dagana. Þetta var af peningaskorti. Hvort tveggja bar Kjarval með hinni mestu karlmennsku. Nú hefir Kjarval orðið mat- vinnungur talsvert fram í tím- ann. Mundi þó ekki tímabært, að þjóðfélagið gerði einhvers konar samning við Kjarval, svo að hann hér eftir, við góð vinnu- skilyrði, gæti unnið að myndum, sem þjóðin öll eignaðist, og til sýnis yrðu öldum og óbornum á einum og sama stað. G. M. Samvinnueinkenni Kaupfélög hafa starfað hér á landi í rúmlega 60 ár. Eru þau nú dreifð víðs vegar um landið og eru svo að segja á hverri höfn, enda munu þau vera fjöl- mennustu samtök í landinu. Ættu þvi flestir að kannast við þau og kunna á þeim nokkur skil. Mun það einnig vera' svo, að flestir, sem komnir eru til vits og ára, þekkja samvinnufé- lög, og vita, að þau fást aðal- lega við verzlun, en eru samt ekki gróðafélög. Flestir félags- manna þekkja og tilgang þeirra, starfsemi og skipulag í megin- atriðum. Þó skortir allmikið á, að almenningur kunni glögg skil á skipulagseinkennum sam- vinnufélaga, þ. e. þeim atriðum, sem greina þau frá öðrum fé- lögum og auðkenna þau sem samvinnufélög. Er því ástæða til að rifja þau upp og vekja á þeim athygli. Megin einkenni samvinnufé- laga eru fjögur. Eru það eftir- farandi atriði: 1. Félagið er opið öllum, sem fullnægja ákveðnum, al- mennum skilyrðum, sem tekin eru fram í samþykkt- um félagsins. 2. Hver félagsmaður hefir eitt og aðeins eitt atkvæði, án tillits til inneigna eða við- skipta við félagið. 3. Ágóða af starfsemi félags- ins skal úthlutað til félags- manna í hlutfalli við við- skipti þeirra.* 4. Vextir af stofnfé og öðrum inneignum skulu vera fyrir- fram fastákveðnir, en breyt- ast ekki eftir því, hvort á- góði er mikill eða lítill. Samvinnufélög, hverrar teg- undar sem eru, verða að hafa öll þessi ■ atriði í samþykktum sínum. Að öðrum kosti eru þau ekki samvinnufélög. Auðsætt er, að hér er um skipulag að ræða, sem er frá- brugðið skipulagi annarra fé- laga. í hlutafélögum og öðrum sameignarfélögum er atkvæðis- réttur og yfirráð að jafnaði bundin við fjáreign í félaginu. í hlutafélögum t. d. fylgja eitt atkvæði hverjum hlut. í sam- vinnufélögunum er atkvæðis- réttur hins vegar bundinn við persónu, en ekki hlut félags- manna í félaginu. Fjárfélög eru venjulega að meira eða minna leyti lokuð, þ. e. aðgangur er ekki frjáls fyrir hvern sem er. Sam- vinnufélögin eru hér alger und- antekning. Þar á hver og 'einn, sem fullnægir þeim ákveðnu | skilyrðum, sem samþykktirnar setja, heimtingu á að fá inn- göngu í félagið og gerast þar með samaðili að eignum félags- ins. í hlutafélögum og öðrum sameignarfélögum en sam- vinnufélögum er hagnaðl þeim, sem verður af félagsstarfinu út- hlutað eftlr fjárhlut hvers í fé- laginu. Þá er og ákvæðið um há- marksvexti af stofnfé og öðrum inneignum einkennandi fyrir samvinnufél. og kemur í veg fyr- ir, að þau geti orðið gróðafélög. Oft eru nokkur • fleiri atriði talin einkenni á samvinnufélög- um. í samvinnulögunum eru t. d. ennfremur eftirfarandi at- riði talin einkenni á samvinnu- f élögum: 1. Árlega sé ákveðið tillag af óskiptum tekjum félagsins lagt í varasjóð. 2. í stofnsjóð leggist sem sér- eign hvers félagsmanns nokkuð af tekjuafgangi þeim, er kemur í hans hlut við reikningslok. 3. Arður af viðskiptum við ut- anfélagsmenn skal lagður í varasjóð, nema honum sé varið á an»an hátt til al- menningsþarfa. 4. Nafnaskrá skal haldin yfir félagsmenn, svo að jafnan sé fyrir hendi óræk skýrsla um félagatal. 5. Innstæðufé í óskiptilegum sameigriarsjóðum skal ekki borgað út við félagsslit, heldur skal það geymt og ávaxtað, unz samvinnufélag með sama markmiði tekur til starfa á félagssvæðinu. Fær það þá umráð sjóðeign- arinnar, að fengnu sam- þykki sýslunefndar eða bæj - arstjórnar og atvinnumála- ráðherra. En um þessi ákvæði í heild er það að segja, að þau eru ein- göngu starfsreglur, sem ekki er óhugsanlegt að önnur félög settu sér í samþykktum sínum. T. d. gæti hlutafélag ákveðið árlegar greiðslur í varasjóð og stofn- sjóð með svipuðum hætti. Nafnaskrá myndu þau einnig halda. Helzt kemur til greina geymsla sameignarsjóðanna, en þó er ekki óhugsanlegt að önnur félög en samvinnufélög hefðu slíkt ákvæði í samþykktum sín- um. Þau atriði í skipulagi sam- vinnufélaga, sem greina þau skýrast frá öðrum félögum, eru því hin áðurtöldu fjögur ein- kenni. Mega þau með réttu heita samvinnueinkenni. Eiinkaleyfi Hagnýting íslenzks einkaleyfis nr. 40, á kælitæki, stendur til boða árið 1945. Lysthafendur semji við: Frosted Foods Company, Inc., 250 Park Avenue, New York, U. S. A. Sveinspróf verða haldin hér í Reykjavík fyrri hluta marzmán- aðar n. k. Umsóknir um próftöku skulu sendar formanni próf- nefndar í viðkomandi iðngrein fyrir 1. marz n. k. Lögreglustjórinn I Reykjavík 15. febrúar 1945. Jörðin Krossanes í Helgustaðahreppi, er laus til ábúðar í næstu fardögum. Nánari upplýsingar gefur undirritaður hreppstjóri Helgu- staðahrepps STEFÁN GlÐ\ASO\, Karlsskála. TÍ er víðlesnasta anglýsingablaðlð! t

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.