Tíminn - 27.02.1945, Page 2

Tíminn - 27.02.1945, Page 2
2 TÍMKVN, þrigjMdagiiui 27, fchr. 1945 16. blað ERLENT YFIRLIT: Þýðlngarmesta sóknin Heildsalahneykslið Það er vafasamt, að nokkurt mál hafi vakið meiri athygli al- mennings á síðari árum en heildsalamálið svonefnda, er uppvíst varð um áramótin. Sá grunur hafði lengi legið á, að margir heildsalarnir létu sér ekki aðeins nægja þá ríflegu á- lagningu, sem leyfð er af verð- lagsyfirvöldunum, heldur færu ýmsar aðrar krókaleiðir til að ná sem mestum fjármunum af almenningi. Þetta staðfestist fullkomlega, þegar uppvíst varð, að allmargar he'ildverzlanir, er komið höfðu sér upp útibúi vestra,. hefðu látið þau leggja miklu meira á vörurnar en leyfi- legt var. Það eitt vakti ekki athygli al- mennings, að hin óleyfilegu gróðabrögð sönnuðust þannig á heildsalana. Það vakti einnig athygli og umræður, hvernig málum þessum yrði tekið af rík- isstjórninni. Vitanlegt var, að þar yrðu átök milli tveggja and- stæðra afla. Ráðherrar Sjálf- stæðisflokksins myndu vissulega gera sitt til að hilmað yrði yfir hinn löglausa fjárdrátt mestu stórgróðastéttarinnar. Ráðherr- um verkalýðsflokkana var hins vegar treyst til að halda á rétti almennings og sjá um að okur- starfsemi þessi yrði upplýst til fulls og refsingu komið fram á hendur þeim seku. Átökum þessum lyktaði með fullum sigri Sjálfstæðisflokks- ins. Kommúnistar töldu það til- vinnandi að hlífa heildsölunum, ef þeir fengu áfram að ráða fjármálastefnunni og láta hana leiða til hruns og niðurdreps. Endalokin urðu því þau, að rík- isstjórnin lýsti eins konar vel- þóknun á brotunum með því að gera einn hinna brotlegu heild- sala að trúnaðarmanni landsins og láta málið svo að öllu Öðru leyti afskiptalaust. Hér í blaðinu var þess strax krafist, að tafarlaust yrði skip- uð opinber allsherjarrannsókn gegn öllum þeim heildverzlun- um, sem verðlagsráð áleit grun- samlegar og gert höfðu að stað- aldri mjög óhagst,æð innkaup. Það var eina, aleina leiðin til að fá þetta ljóta afbrotamál upplýst til fulls. Rannsókn þeirra fáu mála, sem verðlagsráð hefir getað komið á framfæri, hefir sýnt, að þetta var ekki að ástæðulausu. Það hefir hvórki meira né minna en upplýzt, að heildsalar hafi farið þess á leit við amerisk firmu, að senda sér falska reikninga og leggja. mismuninn inn á sérstakan reikning fyrir sig erlendis. Með þessari svindl- starfsemi hefir það allt verið gert samtímis: Okrað á almenn- ingi, peningar fluttir óleyfilega úr landi, verðlagslögin brotin og síðast en ekki sízt, fjárglæfra- stimpill settur á verzlunarstétt landsins í augum erlendra manna. Enginn getur um það sagt, hve víðtæk þessi svindlstarf- semi kunni að vera. Vegna að- gerðaleysis ríkisstjórnarinnar verður það aldrei upplýst, nema að takmörkuðu leyti. Rannsókn verðlagsráðs er svo seinvirk og ófullnægjandi, að hún mun aldrei upplýsa nema lítið af þvi, sem opinber rannsókn hefði gert. Hin grunsamlega þögn stjórn- arblaðanna um þetta mál sein- ustu vikurnar bendir ótvírætt til, að hér þyki stjórnarflokk- unum þó ekki nóg að unnið. Það hefir einnig fregnazt, að ætlun- in væri að svæfa kærur verð- lagsráðs og rannsókn sakadóm- ara í stjórnarráðinu á sínum tíma, en það er endánlega á valdi dómsmálaráðherra, hvort mál verður höfðað gegn þeim fyrirtækjum, er ákærð hafa verið. Það er vissulega full ástæða fyrir þjóðina að fylgjast vel með þessu máli og veita stjórnar- herrunum fyllsta aðhald. Mikil réttarafglöp hafa þegar verið unnin, en meiri munu þau verða, ef ekki tekst að skapa ríkis- stjórninni meira aðhald. Hér er Ráðstefna kaupstaðanna. í Degi er nýlega sagt frá því, að bæjarstjórn Vestmannaeyja- kaupstaðar hafi nýlega snúið sér bréflega til annara bæjarstjórna landsins, að bæjarstjórn Reykja- víkur undanskildri, og óskað eftir, að efnt yrði til sameigin- legrar ráðstefnu, þar sem rætt væri um hagsmunamál kaup- staðanna, Reykjavík þó ekki meðtalin. Var sérstaklega tekið fram í málaleitun þessari, að ekki væri óskað eftir þátttöku frá Reykjavíkurbæ, þar sem hann hefði sérstöðu og mikil hlunnindi umfram önnur bæj- arfélög. Þessi málaleitun er glöggt dæmi um, að það eru ekki að- eins sveitirnar og kauptúnin, er finna til þess, að hlutur þeirra er fyrir borð borinn í saman- burði við Reykjavík, heldur gera kaupstaðirnir það einnig. Rvík nýtur ýmsra mikilvægra hlunn- inda á kostnað þeirra og dreg- ur þannig úr viðgangi þeirra og vexti. Þangað beinast nær allir flutningar frá útlöndum með ærnum aukakostnaði fyrir önn- ur byggðarlc)g landsins. Þar eru veitt ríflegri framlög til ýmsra stofnana, t. d. spítala, en ann- arsstaðar þekkist. Þar eru svo yfirstjórn landsins og bankarn- ir og öll þau hlunnindi, sem því fylgja. • Það er ekki nóg, að Reykjavík njóti þannig margvíslegra sér- hlunninda, heldur hafa sumir forráðamenn Reykjavíkur tek- ið upp baráttu gegn því, að aðrir staðir fengu sömu þægindi og Reykjavík hefir fengið fyrir tilstyrk ríkisins. Þannig berj- ast nú aðalmenn Reykjavíkur- deilda Sjálfstæðisflokksins og Sósíalistaflokksins gegn því, að landrafveitur komist upp, enda þött þær séu lífsnauðsynlegar landsbyggðinni og það jafnt mörfum kaupstöðum og sveit- unum. Kaupstaðirnir utan Reykja- vilflur þurfa því vissule«ga að taka upp varnarbaráttu gegn yfirdrottnun höfuðstaðarins. Þá baráttu eiga -fceir að heyja í samstöðu við aðra hluta lands- byggðarinnar, sveitir og sjávar- þorp. Sú ráðstefna, sem Vest- mannaeyingar vilja efna til, verður vonandi haldin fyrr en síðar og leiðir til þéss, að haf- ist verður handa um að tryggja sjálfsagt jafnrétti milli lands- byggðarinnar og Reykjavíkur. Framkvæmdaáætlanir kaupstaða og kauptúna. Framsóknarmenn í Vest- mannaeyjum hafa nýlega gert tillögu um, að bærinn skipaði fimm manna nefnd, er gerði tillögur um atvinnufram- kvæmdir í Vestmannaeyjum á næstu árum. Tillögur þessar skyldu bæði fjalla um endur- nýjun og eflingu útgerðarinnar, aukna ræktun og aðrar nauð- synlegar framkvæmdir. Þess væri vissulega þörf, að aðrir kaupstaðir og kauptún tækju upp svipaða tilhögun. Þessir staðir þurfa að gera sér vel 1/óst, hvaða framfarir þurfa að verða þar á næstu árum og og beita sér síðan eftir fyllstu getu fyrir því, að þeim verði komið í framkvæmd. Þótt það skipti kanske ekki miklu máli, er það samt rétt að koma slík- um tillögum á framfæri við ný- byggingaráð, svo að hluturþeirra verði ekki útundan í áætlun þeirri, sem frá því kann að koma. Nýbyggingaráð er þann- ig skipað, að Reykjavíkursjón- armiðin ráða þar mestu, ef ekki verður haldið vel á málum af fulltrúum annarra kaupstaða, kauptúna og sveita. Lántaka til byggingar á skrifstofuhúsi. Nýlega er komið fram á Al- á góðum vegi að skapast aftur það ástand, sem ríkjandi var fyrir 1927, að refsivöndur lag- anna nái aðeins til smælingja og lítilmagna, en þe/?i, sem eru nógu ríkir og áhrifamiklir, þurfi ekkert að óttast, hversu stór- vægileg sem afbrot þeirra eru. „Athugun í stað athaina** Síðastl. föstudag setti Þjóð- viljinn það met að birta stærstu forsíðufyrirsögnina, er komið hefir í blaðinu, og mátti því halda, að um eitthvað óvenju- legt væri að ræða. Við nánari athugun reyndist það þó ekki, því að það eitt hafði gerzt, að meirihluti Sjálfstæðismanna í bæjarstjórn Reykjavíkur hafði beitt sömu svæfingaraðferð við umbótatillögur .* í bæjarstjórn- inni og Sjálfstæðismenn & kommúnistar hafa undanfarið beitt á Alþingi. M. ö. o. bæjar- stjórnarmeirihlutinn vísaði mál- unum til nýbyggingarráðs! Fyrirsögn Þjóðviljans er eigi að síður athyglisverð, því að hún sýnir bezt, hvert er raun- verulegt ádit kommúnista á þvi að vísa málum til nýbygginga- ráðs. Fyrirsögnin var svohljóð- andi: „Kjörorff íhaldsins er: Athug- un í stað athafna. Sjálfstæffisflokkurinn brást skyldu sinni í húsnæffis- og at- vinnumálum bæjarins.“ Þessi ummæli um það atferli meirihlutans í bæjarstjórn Reykjavíkur að vísa málum til nýbyggingarráðs, eiga vissulega ekki síður víð um samskonar atferli stjórnarsinna á Alþingi. Hverju umbótamálinu á fætur öðru hefir verið vísað til ný- byggfngarráðs af stjórnarflokk- unum á Alþingi. Áburðarverk- smiðjumálinu hefir verið vísað þangað. Jarðræktarlagafrum- varpinu verður vísað þangað. Raforkulagafrv. verður svæft með þeirri forsendu, að það þurfi nánari athugun þar. Það var því vissulega ekki að undra, þótt afturhaldsöflin í bæjarstjórn Reykjavíkur gripu, feginshöndum þetta svæfingar- tæki, sem stjórnarflokkarnir hafa útbúið, og notuðu það gegn umbótamálum, sem fram kæmu í bæjarstjórninni. Tillög- ur .kommúnista og Alþýðu- flokksmanna hafa verið vegnar með þeirra eigin vopni. En hitt er vel, að þessi máls- meðferð í bæjarstjórninni hefir orðið til þess, að áhrifamesta stjórnarblaðið hefir upplýst til fullnustu, hvað fyrir stjórnar- flokkunum vakir, þegar þeir eru að vísa umbótamálunum til ný- byggingaráðs. Þeir eru að tefja athafnir undir yfirskyni athug- unar. Þeir eru að framfylgja kjörorði og stefnu íhaldsins: At- hugun í stað athafna. Fyrsta starfsár ríkisstjórnar- innar verður líka söguríkt um þetta: Engin nýsköpun, engin meiriháttar skipakaup, engin aukin ræktun, engar nýjar verksmiðjur, engin aukin rann- sókn á gæðum landsins. Allt lendir í athugun, athugun, at- hugun, þótt um þrautundirbúin mál sé að ræða. Þetta er heldur ekkert undar- legt. Fjármálastefna ríkisstjórn- arinnar leyfir enga nýsköpun. Gjaldþol skattþegnanna er reynt til hans ýtrasta og allir hinir miklu skattar munu þó vart hrökkva til að standa undir lögboðnum rekstrargjöldum. Með slíku áframhaldi verður allur hinn mikli gróði undan- farinna ára uppetinn, þegar at- hugununum verður loks lokið, ef þeim lýkur þá nokkurntíma. Athafnirnar verða þá sjálf- dauðar, svo að óþarft mun reynast, ef sáms konar aftur- haldsöfl verða við stjórn þá og nú, að vísa þeim til framhalds- athugunar! Það eina, sem getur afstýrt því, að athafnirnar verði þann- ig dregnar með yfirskynsat- hugun, unz þær eru orðnar um ofseinan, er að þjóðin láti ekki lengur blekkjast af nýju föt- unum keisarans, stjórnarsátt- málanum og nýbyggingaráði, sem stjórnarflokkarnir eru að láta hana dást að, heldur heimti það hiklaust, að umbæturnar verði hafnar og tekin upp fjár- ,málastefna, sem gerir þær fram- kvæmanlegar. þingi frumvarp frá ríkisstjórn- inni um byggingu skrifstðfuhúss við hliðina á Arnarhvoli. Er þetta áreiðanlega hin nauðsyn- legasta framkvæmd, því að margar opinberar stofnanir þurfa nú að notast við rándýrt leiguhúsnæði. Jafnframt táknar þetta frv. ánægjulega stefnu- breytingu hjá Sjálfstæðisflokkn- umj sem fram til þessa hefir talið fara bezt á því, að ríkis- stofnanir væru í leiguhúsnæði og átaldi því byggingu Arnar- hvols harðlega á sínum tíma. Þannig sigra rétt mál jafnan að lokum. Þótt þannig megi margt gott um þetta frv. segja, er hitt leið- inlegra, hve slæmar upplýsing- ar það veitir um fjárhag ríkis- sjóðs. Frv. gerir nefnilega ráð fyrir því, að húsið verði byggt fyrir lánsfé. Svo ömurlega er fjárhag ríkisins komið, eftir hin mestu veltuár, að það verður að fá lánsfé til að geta byggt yfir stofnanir sínar. Mætti þetta verða mörgum ábending um, að ggrsamlega þarf að breyta um stefnu í fjármálum ríkisins, ef því á að verða kleift að full- nægja þeim mörgu verkefnum, er kalla munu á aðstoð þess á komandi árum. Verffur Áki rekinn? Þjóðviljinn hefir undanfarið verið að hnýta i.forstjóra Græn- metisverzlunarinnar, Jón ívars- son. Tilefnið er það, að nokkuð hefir borið hér á kartöfluskorti. Kartöfluuppskera var hér með minna móti á síðastl. ári, bæði vegna fólksleysis og óhagstæðr- ar veðráttu. Frá útlöndum hefir verið erfitt að útvega kartöflur, enda er hörguil á þeim í Bret- landi, og það, sem Bretar hafa aflögu, mun þeim þykja réttara að senda til hungruðu þjóðanna á meginlandi Evrópu en til okk- ar. Verðum við að sætta okkur við það, a^ð Bretar hafa í þess- um efnum aðrar skoðanir en ís- lenzku kommúnistaforsprakk- (Framhald á 7. síðu) í blaði frjálsra Dana í London, „Frit Danmark,“ var nýlega rætt um styrjöldina í Evrópu ,í for- ystugrein. Þar kemur fram sú skoðun, að sókn Bandamanna að vestan og Rússa að austan hafi nokkurn veginn haldist í hendur og verði því eigi dæmt um það, hvorum megi þakka meira. Síðastl. sumar voru horf- ur á því um skeið, að Þjóðverjar myndu missa Varsjá á undan París, en reyndin hefði orðið sú, að þeir hefðu misst París fimm mánuðum fyrr en Varsjá. Sókn Rússa að austan hefði vissulega létt sókn Bandamanna að vest- an og auðveldað þeim töku Par- ísar og á sama hátt hefði feókn Bandamanna að vestan nú auð- veldað Rússum að ná Varsjá og halda uppi hinni stórfelldu vetr- arsókn. Sambandið milli hern- aðaratburðanna að austan og vestan væri þannig svo náið, að það, sem annar aðilinn áorkaði mætti einnig með miklum rétti þakka hinum. Blaðið telur, að ekki verði heldur á milli þess gert, hvorir herirnir berjist frækilegar. Það segir: — Ardennaorustan mun í framtíðinni verða talin ein ör- lagaríkasta og harðfenglegasta viðurqignin í þessari styrjöld. Mikið var undir úrslitunum komið. „Alger sigur eða algert niðurlag“, sagði Göbbels. Hinn ameríski Doughboy með aðstoð hins brezka Tommy, lét sigurinn bresta í höndum Rundstedts. Hin hreysitilega vörn Banda- ríkjamanna mun gera Bastogne eins sögufræga í vestri og Stalin- grad í austri. Afrek hins unga hers Banda- ríkjamanna í Ardennafjöllunum stendur ekki að neinu leyti að baki afrekum rússneska hers- ins. Sú mikla þolraun, er Banda- ríkjamenn stóðust með óbilandi þrautseigju og hreysti, mun hnýta böndin fastara milli þeirra og vopnabræðranna. — Sú frásögn hins danska blaðs, að herir Bandamanna og Rússa hafi háð svo frækilega baráttu á vígstöðvunum í vetur, að ekki verði á milli þeirra gert, mun ekki verða í efa dregin. Afrekin verða ekki metin af landvinn- ingunum einum saman, enda væri slíkur samanburður ósann- gjarn, þar sem Þjóðverjar höfðu safnað saman úrvalsliði sínu til sóknar á vesturvígstöðvunum og styðjast þar einnig við hin beztu náttúruskilyrði til varnar og virkjabelti, sem þeir hafa unnið að árum saman. Það skiptir meginmáli fyrir úrslitin, að hernaðarlegt tjón þeirra þar hefir sízt orðið minna en á austurvígstöðvunum. Sá aðilinn, sem sennilega hef- ir þó unnið mest að því í vetur að veikja viðnám Þjóðverja, er hvorki landher Bandamanna að vestan né rauði herinn að aust- an. Flugher Bandamanna hefir vafalaust unnið drýgstan þátt- inn á því sviði. Loftárásirnar á þýzkar borgir og samgöngu- æðar hafa aldrei verið jafn stórfelldar og í vetur né tjónið jafn gífurlegt. Vegna loftárás- anna hafa hernaðaráætlanir Þjóðverja orðið fyrir stórfelld- um truflunum og hergagnaiðn- aður þeirra er nú áreiðanlega margfallt minni af vöídum loft- árásanna en hann væri ella. Hefði hinna miklu yfirburða flughers Bandamanna ekki not- ið við, myndi mótspyrna Þjóð- verja vera margfallt harðari og vafasamt, hvort Bandamönnum og Rússum hefði enn tekist að nálgast þýzkt land. Tjónið, sem loftárásirnar á Þýzkalarjd hefir valdið, mun ekki verða með orðum lýst. Mik- ið orð fór af eyðileggingu þeirri, sem Þjóðverjar unnu með loft- árásum sínum fyrstu stríðsárin, en hún mun þó aðeins svipur hjá sjón í samanburði við það, sem nú er að sjá í flestum þýzk- um borgum. Áhrif og afleið- ingar þessarar eyðileggingar hafa lika átt meginþátt í því að buga viðnámsþrótt almenn- ings. Stöðugur ótti, lélegasta húsnæði og aðrar slíkar afleið- (Framhald á 7. siðu) Sigurður Jónasson forstjóri, er var fulltrúi Alþýðuflokksins í raforkumála- nefndinni, ritar í Skutul 8. þ. m. ýtar- lega grein um frumvarp nefndarinnar. Telur Sigurður það mjög mikilsvert, að í nefndinni náðist samkomulag milli fulltrúa þriggja flokka um heild- arskipulag faforkumálanna á þeim grundvelli, að ríkið ætti og ræki orku- verin.^ Síðan segir Sigurður: „Hit atriðið, sem ég tel mjög mikilsvert, er það, að bráðabirgða- áætlun nefndarinnar, sem gerð var í samvinnu og samráði við Raf- magnseftirlit ríkisins, bendir til þess, að unnt sé að útvega meira en % hlutum þjóðarinnar næga raforku með allódýru verði. Það verð, sem bráðabirgðaáætlunín gerir ráð fyrir, er svo lágt, að það mundi létta stórkostlega undir með alls konar framleiðsluframkvæmd- um í kauptúnum og þorpum lands- ins, sem nú búa við ónóga og rán- dýra raforku eða sums staðar alls enga.“ Þá segir Sigurður á öðrum stað í greininni: „Margur kann að finna að því, að gert er ráð fyrir því að hafa eitt heíldarverð fyrir allt landið, en þegar það mál er rækilega skoðað niður í kjölinn, sýnir sig, að þetta er langréttasta aðferðin. Með því að hafa þá aðferð, hækk- ar fjöldi notendanna miklu fyrr en annars hefði verið og Rafveit- ur ríkisins fá meiri og öruggari viðskipti. Er auðvelt að benda á, að ef þessi aðferð yrði ekki höfð, mundi það dragast alllengi, að ýmsir staðir fengju rafmagn og eilífur reipdráttur og krytur yrði meðal einstakra manna og sveita- félaga og bæja í því sambandi “ Margt fleira er athyglisvert í grein Sigurðar. Raforkumálanefnd hefir málsins hefja ekki öflugri samtök um að hrinda þvi fram. 1 * * * Guðmundur Þ. Sigurgeirsson á Drangsnesi birtir grein um síðasta Alþýðusambandsþing í Alþbl. 20. þ. m. Segir þar m. a.: „Eitt af þeim málum, sem fyrír þingið var lagt, var áskorun til Alþingis og ríkisstjórnarinnar, um að auka sem unnt væri innflutn- ing landbúnaðarvéla. Þessu máli tók Sigúrður Guðnason þann veg, að ekki væri ólíklegt, að bændur landsins gæfu því nokkurn gaum, þó manntötrið væri fráleitt sjálf- ráður orða sinna, og því síður á- byrgur. Sigurði Guðnasyni fannst það ekki geta náð nokkurri átt, að hlynnt væri að starfsgrein bændanna. Það væri svo kostn- aðarsamt, að ríkið risi blátt áfram ekki undir slíku. Og hvað ættu líka bændur með vélar að gera? Þeir kynnu ekkert með þær að fara, og væru ekki menn til að hirða þær. — Pinnst bændum og alþýðufólki þetta ekkl dálaglegur vitnisburður? Hverju viljið þið svara? Hvað segja forráðamenn búnaðarskólanna um slíkan vitnis- burð til handa lærisveinum sínum? Hvernig geðjast Búnaðarfélagi ís- lands þessi lýsing eins alþingis- manns á bændum og búaliði? Hér svarar hver, sem hann hefir þank- ann til, ég fyrir mitt leyti mótmæli þessum áburði Sigurðar." Þeim, sem til þekkja, kemur þessi frásögn af ummælum kommúnista- þingmannsins vissulega ekki á óvart. Barátta þeirra gegn framförum land- búnaðarins heflr þarna birzt í sinni réttu mynd, en ekki verið hulin þeirri umbótahræsni, er kommúnistar reyna oft að hylja sig í. Mættu þessi ummæli únistar vinna að því að bæta þá sam- búð. * * * í forustugrein Alþýðublaðsins 24. þ. m. er réttilega gagnrýndur lofsöngur sá um grísku Elasmennina, er Sverrir Kristjánsson flutti í síðasta útvarps- erindi sínu um Grikki. Blaðið telm-, að útvarpsráð muni þó vart telja frá- sögn hans rétfári en frásögn hlut- lausra sjónarvotta. Síðan segir það: „En þá verður hinu að minnsta kosti ekki neitað, að útvarpsráð hafi í þessu tilfelli sýnt hið furðu- legasta hirðuleysi og brugðist með öllu þeirri höfuðskyldu sinni, að varðveita pólitískt hlutleysi ríkis- útvarpsins; munu þó flestir telja, að það geri alvég nóg að því, að ráða fyrirlesara og starfsmenn yf- irleitt að útvarpinu úr röðum kommúnista, þótt það geri sig ekki sekt um það dæmalausa andvara- leysi, að láta þeim haldast uppi að smygla, ef svo mætti að orði komast, áróðri sínum inn í útvarp- ið svo að segja eftirlitslaust. Hefir þó oft á það verið bent opinber- lega, síðast'meira að segja alls ekki fyrir löngu á Alþingi, að póli- tísks hlutleysis útvarpsins væri illa gætt, og jafnvel fréttastjórn þess með þeim hætti, að mjög orkaði tvímælis hvort viðunandi væri. Útvarpsráð hefði þvi átt að vita, hvað til þess friðar heyrði, ef á- framhald yrði á slíkri mjgnotkun útvarpsins til áróðurs fyrir einn eða annan pólitískan flokk." Hér er vissulega ekki of fast að orði kveðið. Tilfelli það, sem blaðið minnist á, er þó engan veginn einstakt í sinni röð. Lofræðan, sem Björn Franzson flutti um rauða herinn síð- astl. fimmtu'dag, var sízt betri en ræða Sverris. Hún mun þó hafa verið flutt að beinni tilhlutan útvarpsráðs. Hefir það vissulega ekki verið út í bláinn, vissulega unnið merkilegt starf með frv. og vafalaust bent á farsælustu lausn málsins. En því miður er ekki ríkjandi sami skilningur hjá ríkis- stjórninni og áhrifamestu stuðnings- mönnum liennar. Þelr hafa fyrirhugað frv. gröf á þessu þingi og mun svo verða framvegis, ef stuðningsmenn vera athyglisverö öllum þeim, sem lagt hafa nokkurn trúnað á þá hræsni, og þó ekki sízt þeim, er hafa látið blekkjast til að trúa, að kommún- istar vilji vlnna að bættri sambúð verkamanna og bænda. Pramangreind ummæli Sigurðar Guðnasonar á þingi verkamanna sýna bezt, hvernig komm- að kommúnistar fengu því framgengt, að þingsályktunartillaga Eysteins Jdnssonar um hlutleysi útvarpsins, yrði ekki samþykkt, heldur vísað til ríkisstjórnarinnar. Menntamálaráð- herrann hefir þakkað Alþýðuflokks- mönnum traustið á þann hátt, sem sjá má á skrifum Alþýðublaðsins!

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.