Tíminn - 27.02.1945, Side 6

Tíminn - 27.02.1945, Side 6
6 TÍMCVN, þrlðjndaglim 27. febr. 1945 16. blað DANARMINMNG: Sigurdur Erlendsson fiiskimatsmaður í Kefilavík Verðlag á smjöri Eftfr Gnnnar Þórðarson, bónda í Grænnmýrartimgu Sigurður Erlendsson lézt að heimili sínu 1 Keflavík 18. jan síðastl. Hann var fæddur að Klöpp á Miðnesi. Foreldrar hans voru Sigríður Sigurðardóttir, ættuð úr Flóanum, og Erlend- ur Oddsson kennari, alþekktur gáfumaður af hinni kunnu Vík- ingslækjarætt. Sigurður naut ágætis uppeld- is hjá hjónunum Rannveigu Þorsteinsdóttur og Magnúsi Sig- urðssyni í Garðbæ, og seinna á Lambastöðum í Garði. Árið 1903 giftist Sigurður eftirlifandi konu sinni, Ágústu Guðjónsdótt- ur, og reistu þau bú í Keflavík og hafa búið þar síðan. Sigurður tók ungur að stunda sjó, og var einn hinn fyrsti vél- bátsformaður hér. Farnaðist honum ævinlega mjög vel, enda var hann gætinn og reyndur sjómaður, er hann tók að sér formennsku, og alla tíð var hann áræðinn sjósóknari, meðan hon- um entist heilsa til að stunda sjóinn. Hann var aflasæll. og vildi honum eða mönnum hans aldrei til neitt slys alla hans sjómannstíð. Á þeim tímum, sem vélbáta- útgerð var að hefjast í Kefla- vík, var í meira lagi erfitt að stunda sjó. Voru löndunarskil- yrði hin herfilegustu og mátti heita að erfiðasti hluti hverrar veiðiferðar væri að koma afl- anum í land í hinni slæmu lend- ingu. Ýmislegt annað var þá mjög ófullkomið varðandi út- gerðina, og þurfti þrek og karl- mennsku til að komast vel frá þeim erfiðleikum, sem alls stað- ar biðu þeirra, sem sóttu björg- ina á hafið. Eitt sinn stóð Sig- urður hvíldariaust við stýrið í 18 klukkustundir og átti að sækja móti sjó og stórhríð, og eftir þá ferð mun hann aldrei hafa náð sér til fulls. Síðustu 20 ár ævinnar átti hann við vanheilsu að búa meira og minna, enda þótt hann bæri lasleika sinn með þolinmæði og stillingu og væri sívinnandi allt þar til er hann lagðist banaleg- una. Fiskimatsmaður var hann skipaður 1932, og rækti hann það starf með dugnaði og sam- vizkusemi. Þeim hjónum, Sigurði og Á- gústu, varð 9 barna auðið, 5 sona og fjögra dætra. Tvo sonu sína uppkomna misstu þau í sjóinn, Guðjón og Magnús.mikla efnismenn, og varð það þeim hjónum sárt og þungbært áfall. Einn son misstu þau ungan. Hin börnin, öll uppkomin, eru búsett i Keflavík, og hefir sonur þeirra, Erlendur, fetað í fótspor föður síns, og stundað sjóinn. Er hann með duglegustu og aflahæstu formönnum hér, og mun föður hans hafa þótt mikils um vert. Umhyggja Sigurðar fyrir heim- ili og börnum var frábær og til fyrirmyndar. Lét hann ekkert aftra sér til þess að gera allt, sem hægt var til að þeim gæti farnast sem bezt, enda var heimili hans fyrirmynd að ástúð og eindrægni í hvívetna. Keflavík saknar góðs drengs, þar sem Sigurður var, búinn dugnaði og mannkostum öðr- um, sem svo nauðsynlegir eru í hverju byggðarlagi. Hann var vel greindur maður og mínnug- ur á gamlar sagnir, og vil ég þakka honum marga ánægju- stund, sem ég átti með honum. Hann hefir nú skilað sínu dags- verki vel unnu. Dan. Danivalsson. Það sætir furðu, hvað hljótt hefir verið um það hámarks- verð, sem bændur eiga nú við að búa á smjöri. Hvort sem smjörverðið er borið saman við mjólkur- eða kjötverð kemur í ljós, að það er of lágt, eins og síðar skal sýnt fram á. Það má telja mjög óheppilega ráðstöf- un að halda smjörverðinu niðri, svo sem gert er, ekki sízt þegar tekið er tillit til þess, að skort- ur er á smjöri í landinu.- Ein- mitt þess vegna væri full ástæða til að verðleggja smjör tiltölu- lega hærra en aðrar landbún- aðarafurðir til þess að örva framleiðslu þess. Svo sem kunnugt er verðfelldi fyrrverandi stjórn smjörið úr kr. 21.50 i kr. 13.00, en verðbætti heimatilbúið smjör með kr. 5.30. Fengu bændur á 4. krónu minna fyrir kg. eftir þessa breytingu, þegar verzlanir sáu um söluna. Við þetta bættist svo það, að bændur gátu nú ekki selt smjör- ið beint til neytenda, nema með því móti, að neytendur tækju á sig allt verðjöfnunar- gjaldið. En slíkt var óviðfelld- inn viðskiptaháttur fyrir báða aðila. Fór því svo með þessari ráðstöfun, að bændur voru i mörgum tilfellum sviptir allt að af smjörverðinu. Nú hafði stjórnin gefið yfir- lýsingu um, er hún tók við völd- um, að hún myndi bæta að íullu þær verðlækkanir, er hún gerði á framleiðsluvörum. Það sýnist því full ástæða til að ætla, að ríkinu beri skylda til að endur- verðbæta smjörframleiðslu árs- ins 1943 með allt að kr 5.00 á kg. Væri ástæða til að láta ganga dóm í því máli. Svo þegar loks þessu arðráni var aflétt, var sett hámarksverð á smjörið, sem hefir haldizt ó- breytt síðan. Var það sama verð og áður kr. 21.50 á kg. Þess virð- ist þá hvorki hafa verið gætt, að mjólkurverð hækkaði til framleiðenda í millitíðinni, né heldur að bera verð þess sam- an við verðlag á annarri land- búnaðarvöru, t. d. kjöti. Þá verð- ur og út af fyrir sig að telja næsta undarlegt að ekki skuli hafa þótt þörf á að greiða til- svarandi verðuppbót á smjör eins og mjólk og kjöt, þótt selt væri í svipuðum hlutföllum á markað, þar sem skortur á því er jafn tilfinnanlegur og raun ber vitni. Hitt er þó aðalatriðið, að ekki er forsvaranlegt að ákveða há- marksverð á smjöri, nema með fullu tilliti til verðlags á mjólk og kjöti, og með það fyrir aug- um, að almennt er ekki hægt að hagnýta neitt að ráði af und- anrennunni, nema sem fóður- vöru. Ef gert er ráð fyrir, að úr 100 lítrum af mjólk fáist að meðal- tali um 4 kg. smjör gerir það kr. 80.00, ef kostnaður .er ekki talinn nema kr. 1.50 á kg., sem mun helzt til lítið. Undanrenna mun naumast verða metin meira en kr. 0.15 lítri, og sé ekki gerð- ur nema 1 lítri fyrir rýrnun, sem mun oflítið, verður undan- rennan kr. 14.25 eða samtals smjör og undanrenna kr. 94.25. Nú er talið, að síðastliðið ár hafi verð mjólkur til bænda, þar sem það hefir verið gert upp, orðið kr. 1.23 lítri, eða kr. 123.00 100 lítramir. Hér verður því verðmunurinn kr. 28.75, eða nærri kr. 0.29 á lítra, sem svar- ar til að smjörið ætti að greið- ast til bænda með kr. 27.20. Er þó ekkert reiknað til greiðslu fyrir vinnuna við að skilja mjólkina og strokka rjómann og ganga frá smjörinu til sölu. Að þessu athuguðu ætti hverj- um manni að vera það ljóst, að smjörverð til bænda er stórum lægra en vera þyrfti. Það er því ekki von, að bændur leggi kapp á framleiðslu þess. Einnig vita flestir að tilfinnanlegur smjör- skortur er í landinu. k þessu tvennu verður ekki ráðin bót nema leiðrétting fáist á verð- lagi smjörsins, þannig að verð þess hækki svo, að það borgi sig að framleiða það víðast hvar á landinu. DAMIWIINMNG: Þorsteinn Bjarnason bóndi að Asi i Vatnsdal í dag er til moldar borinn Þorsteinn Bjarnason bóndi í Ási í Vatnsdal. Þorstelnn var fæddur 13. júlí 1899 og var því maður á bezta aldri, er hann andaðist þ. 12. jan. s. 1. Þegar Þorsteinn var 12 ára gamall, fluttist hann til föður- bróður síns, Guðmundar Magn- ússonar, Sunnuhlíð, og konu hans, Guðrúnar Guðbrandsdótt- ur. Þar ólst Þorsteinn upp til fullorðins ára. Frá fósturforeldrum sínum fór hann sem vinnumaður til Lár- usar bónda í Grímstungu. Þorsteinn sál. dvaldi sem vinnumaður nokkur ár í Gríms- tungu, Ási og Undirfelli. Þar kvæntist hann árið 1929 eftir- lifandi konu sinni Ingiríði Jó- hannesdóttur. Þeim hjónum varð tveggja barna auðið, sem bæði eru á lífi. Þorsteinn bjó síðan á ýmsum jörðum i Ás- hreppi og nú bjó hann á hluta af stórbýlinu Ási. Þorsteinn unni Vatnsdal svo, að þaðan gat hann eigi hugsað til að flytja, enda þótt hann ætti kost ýmsra góðra jarða utan Vatnsdals. Þorsteinn var trúr sonur sinn- ar fósturjarðar. Meðan hann vann hjá öðrum, vann hann verk sín af trúmennsku og umhyggju fyrir hag húsbænda sinna. Eftir að hann reisti bú sjálfur var hann hvorttveggja, góður heim- ilisfaðir og áhugasamur og hygginn bóndi. Hann var allan sinn búskap leiguliði og gat þvi eigi sýnt í verki miklar búnað- arframkvæmdir, því að jarðnæði hafði hann aldrei nema ótryggt. Þess vegna beindist áhugi hans mest að ræktun búpenings. Má tvimælalaust telja hann þann bónda í Vatnsdal, sem staðið hefir í fremstu röð um áhuga og afrakstur á því sviði. ; Þorsteinn var sérstaklega dag- farsprúður maður, ávallt glaður og reifur, hvað sem fyrir kom. í fámennri sveit er mikið skarð höggvið þegar góður bóndi flyt- ur yfir landamærin. Við sveitungar Þorsteins sökn- um hans, og þeir, sem þekktu hann bezt, vita, að með honum er fallinn í valinn góður dreng- ur og ágætur bóndi. p. t. Reykjavík, 8. febr. 1945. H. P. Frjáls aðgangur að iðnnámi Askorun útvarpsivrkja Félag útvarpsvirkja í Reykja- vík samþykkti eftirfarandi á- lyktun á aðalfundi sínum þann 9. þ. m.: Aðalfundur Félags útvarps- virkja í Reykjavík, haldinn 9. febrúar 1945, ályktar að skora á Alþingi og ríkisstjórn að stuðla að því með endursko^un iðn- löggjafarinnar að aðgangur að iðnnámi verði frjáls og starfs- réttindi tryggð að loknu námi. Ennfremur beinir fundurinn þeim tilmælum til fræðslumála- stjórnarinnar, að ráðamönnum gagnfræðaskólanna verði falið að athuga, með hæfileikapróf- um, hvort áhugi einstakra nem- enda beinist að sérstökum iðn- greinum, og bendir á að sam- vinna milli fræðslumálastjórn- arinnar og iðnaðarmanna um þessi efni gæti orðið hagtvæm fyrir alla aðila. SAVON de PAJtlS mýklr húðina og styrkir. Gefur henni yndisfagran litblœ og ver hana kvillum. NOTIÐ SAVON Tcíundir samvimnuélaga Verkefni þau, sem leyst eru á samvinnugrundvelli eru mörg og margvísleg. Verksvið sam- vinnufélaganna er því næsta mismunandi. Tegundir þeirra eru þess vegna margar, eins og raunar flestir kannast við. ís- lendingar þekkja t. d. kaupfé- lög, pöntunarfélög, sláturfélög, mjólkurbú, byggingarsamvinnu- félög, útgerðarsamvinnufélög o. fl. Ef telja ætti samvinnufé- lögin upp á þennan hátt mundu tegundir þeirra verða óendan- lega margar. En þó að verkefni in séu mörg, má þó skipta þeim í flokka eða tegundir. Á þann hátt má greina samvinnufélög- in í eftirfarandi 4 meginflokka eða tegundir: 1. Neytendafélög, þ. e. félög, sem annast innkaup á vörum fyrir félagsmenn sína bæði til heimilisþarfa - og framleiðslu. Til þeirra teljast t. d. pöntun- arfélög og kaupfélög, sem að- eins annast innkaup fyrir neyt- endur. 2. Sölufélög framleiðenda, þ. e. félög, sem annast um sölu á afurðum félagsmanna sinná. Til þessa flokks teljast sláturfélög, mjólkurbú, smjörbú o. s. frv. 3. Lánafélög, þ. e. félög, sem annast um útvegun lána fyrir félagsmenn sína til húsgagna- kaupa, verkfærakaupa o. s. frv. Þar undir heyra byggingarsam- vinnufélög. 4. Framleiðslufélög, sem ann- ast um útvegun atvinnu fyrir félagsmenn sína. Teljast til þeirra samvinnuútgerðarfélög, samyrkjubú, samvinnuverk- smiðjur o. s. frv. Það fer eftir staðháttum, hvar hver flokkur félaga hefir náð mestri útbreiðslu. Neytendafé- lögin eru einkum útbreidd með- al verkamanna og smáframleið- enda. Þau eru einna útbreidd- ust í Englandi og Svíþjóð. Sölu- félög framleiðenda eru einkum útbreidd í landbúnaðarhéruðum á meðal smáframleiðenda. Þau hafa náð elnna mestri út- breiðslu í Danmörku, Finnlandi og ýmsum sjálfstjórnarnýlend- um Bretaveldis. Lánafélögin eru útbreidd í Mið- og Austur- Evrópu, Indlandi og víðar. Fram- leiðslufélögin hafa til þessa náð fremur lítilli útbreiðslu. Þó hafa samvinnuverksmiðjur verið reyndar í Englandi og Frakk- landi. Samyrkjubúin eru eink- um útbreidd í Ráðstjórnarríkj- unum rússnesku. Þar hafa einn- ig fleiri tegundir framleiðslu- félaga verið reyndar. í borgum og þar sem þéttbýli er, hefir hvert félag venjulega sitt skýrt afmarkaða starfsvið. Sérstök félög annast um inn- kaup á vörum til heimilisþarfa, önnur annast um kaup á vör- um til framleiðslu t. d. áburði, sáðvörum o: s. frv. Eitt félag annast um sölu á sláturfjáraf- urðum, annað um sölu á mjólk- urafurðum, þriðja um sölu á eggjum o. s. frv. Hér á landi hefir verkaskipt- ing þessi víðast hvar ekki orð- ið eins mikil. Byggist það á strjálbýlinu. Kaupfélögin hér eru venju- lega allt í senn: Neytendafé- lög, sölufélög framleiðenda og lánafélög. í kaupstöðum eru þó nokkur hrein neytendafélog og í sveitum nokkur hrein sölufé- lög framleiðenda. Segja má að það fyrirkomu- lag, að sama félagið hafi með höndum innkaup og afurðasölu, hafi gefizt mjög vel. Staðhætt- irnir gera það nauðsynlegt, og á meðan ekki verður komizt hjá lánsverzlun, er trygging í því fólgin að fá gjaldeyrisvörurn- ar til sölumeðferðar. Þessu skipulagi mun því vafalaust verða haldið áfram hér á landi. Tilkynning frá Nýbyggingarráðí umsOknir um imvflutmivg a vélum O. FL. Nýbyggingarráð óskar eftir þvi að allir, sem hafa I hyggju að kaupa eftirgreindar vélar erlendis frá, sæki um innflutnings- og gjaldeyrisleyfi til Nýbyggingarráðs fyrir marzlok: 1. Vélar í hvers konar skip og báta. 2. Vélar til landbúnaðar og landbúnaffarframleiðslu. 3. Vélar til bygginga og mannvirkjagerffar. 4. Túrbínur. 5. Vélar til hvers konar iðnaðar og framleiðslu. 6. Rafmagnsmótorar og -vinnuvélar. Tekið skal fram, ef óskað er aðstoðar Nýbyggingarráðs við út- vegun vélanna. Nýbyggingarráff vekur athygli á þvi, aff umsóknir um inn- flutnings- og gjaldeyrisleyfi fyrir fiskiskipum, sbr. fyrri auglýs- ingu ráffsins, þurfa aff berast Nýbyggingarráffi fyrir marzlok. Nýbyggingarráð Raftækjavinnustoían Selfossi * framkvæmir allskonar rafvirkjastörf. ORÐSENDING TIL KAUPEIVDA TtMANS. Ef kaupendur verða fyrir vanskilum á blaðinu, eru þeir vin- samlega beðnir aö gera afgreiðslunni þegar aðvart.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.