Tíminn - 02.03.1945, Blaðsíða 1
, RITSTJÓRI:
ÞÓRARINN ÞÓRARINSSON.
I ÚTGEFFANDI:
FR AMSÓKN ARFLOKKURINN.
Símar 2353 Og 4373.
PRENTSMIÐJAN EDDA h.f.
RITST JÓRASKRIFSTOFUR:
EDDXJHÚSI. Lindargötu 9A.
Símar 2353 og 4373.
AFGREIÐSLA, INNHEIMTA
OG AUGLÝSINGASKRIFSTOFA:
EDDUHÚSI, Llndargötu 9A.
Sími 2323.
29. árg.
Reykjavík, föstudaginn.2. marz 1945
17. blað
Uigerðin á Vestfjörðum
Frásögn Kristjáns Jónssonar frá Garðsstöðum
Kristján Jónsson frá Garðsstöðum, erindreki Fiskifélags ís-
lands á Vestfjörðum, var nýlega staddur hér í bænum og not-
aði Tíminn tækifærið til að spyrja hann frétta um útgerðina
á Vestfjörðum. Frásögn Kristjáns fer hér á eftir:
Kristján Jónsson, erindrelci
Þrjár heiidverzlanir
kærðar enn
Verðlagsráð hefir sent saka-
dómaranum í Reykjavík kæru á
3 heildsölurfyrirtæki til viðbót-
ar þeim sex, sem áður höfðu
verið kærð fyrir grunuð brot á
ákvæðum um álagningu á vörur,
sem þessi fyrirtæki hafa keypt í
Bandaríkjunum og flutt hingað
til lands.
Þessi þrjú heildsölufyrirtæki
eru: Guðmundur Ólafsson & Co.,
Heildsöluverzlunin Berg og Jó-
hann Karlsson & Co.
Sakadómari mun þegar hafa
hafið yfirheyrslur út af þessum
kærum, jafnframt því sem hann
heldur áfram rannsókn sinni á
hendur hinum sex fyrirtækjun-
um.
Búist er við, að verðlagsráð
muni enn kæra hokkrar fleiri
heildverzlanir.
Kartöfluskortufinn
Jón ívarsson forstjóri Græn-
metisverzlunar ríkisins báuð
blaðamönnum á fund sinn síð-
astl. þriðjudag og rakti fyrir
þeim ástæðurnar til þess, að
nokkur kartöfluskortur virðist
ætla að verða á landinu í ár.
Áætlað er að kartöfluframleiðsl-
an sl. haust hafi numið um 80
þús. tunnum, en ennþá er ekki
vitað um það til fulls vegna
þess að ekki er búið' að skila
skýrslum um framleiðslunq* alls
staðar að af landinu. Strax á
seinasta hausti gerði Grænmet-
isverzlunin allt, sem í hennar
valdi stóð til þess að fá kartöfl-
ur erlendis frá. Það er mjög
miklum örðugleikum bundið, en
þó er líklegt að hægt verði að
fá eitthvað af kartöflum frá
Englandi og ef til vill frá Am-
eríku.
Sjá annars grein Jóns ívars-
sonar: „Hvað--■veldur kartöflu-
skortinum?“ á -4. síðu blaðsins
í dag.
íslendmg’ar í
Danmörku
i
Samkvæmt tilkynningu, sem
utanríkisráðuneytið hefir feng-
ið frá Stekkhólmi hinn 27. fe-
brúar, líður öllum íslendingum
í Danmörku vel.
Uupplýsínga óskað
Þeir, sem kynnu að geta gefið
upplýsinggir um ættingja eða
víni Jóhanns Vilhelms Ólafs
Sigurðssonar, sem um nokkurra
ára skeið hefir dvalið í Teheran,
eru góðfúslega beðnir að láta
þær utanríkisráðuneytinu í té.
— Mér virðist útgerðin hafa
gengið sæmilega — víðast hvar.
Reyndar er á sumum stöð-
um um nokkra afturför að
ræða, einkum í hinum smærri
fiskveiðiplássum. Svo er t. d.
um Flatey, þar sem útgerð má
heita undir lok liðin.
Patreksfjörður.
Svo ég byrji á syðri endanum,
þá má segja, að sjávarbændur í
víkum vestan Patreksfj. haldi
við með líku fyrirkomulagi og
áður. Þeir stunda fiskveiðar á
opnum bátum að vori, og með
köflum á sumrin.
í Patreksfirði var kominn upp
álitlegur floti þiljaðra vélbáta,
en síðan hefir nokkuð fækkað
þar hinum stærri bátum.Þar eru
sem kunnugt er tvö hraðfrysti-
hús, annað aðallega eign smá-
bátaeigenda og sjómanna. Auk
bess eru gerðir út þaðan tveir
togarar.
í Tálknafirði er eingöngu um
smábátaútgerð að ræða, sem
gerðir eru út af bændum og
heimamönnum þar. Hefir bát-
unum fækkað síðustu árin, svo
nú eru þeir ekki fleiri en 4—5.
Bildudalur og
Þingeyri.
Á Bíldudal var nýlega minnst
í Tímanum.- Vanhöld hafa verið
ár fiskibátum þar í ár, og aldrei
jafn fátt báta stundað fisk-
veiðar þar og s. 1. ár.
Á Þingeyri hefir dugnaðar-
maðurinn Eiríkur Þorsteinsson
kaupfélagsstjóri, beitt sér fyrir
stofnun útgerðarfélags og
kaupum á 2—3 stórum vélskip-
um til Þingeyrar, er hefir heppn-
ázt vel til þessa, og veitt góða
atvinnu. Auk þes á línuveiðari
þar heima, og fiskflutninga-
skipið Hamona, eign Antons
Proppé. Þá bættist þar við ný-
smíðaður 16 hesta vélbátur,
Gullfoss, í haust. — Eitt stórt
hraðfrystihýs er starfandi á
Þingeyri, sameign Kaupfélags
Dýrfirðinga og ég hygg hluta-
félagsins Dofra.
Flateyri og
Suðureyri.
Á Flateyri er fremur lítií út-
gerð í jafn fjölmennum verzl-
unarstað, en samt virðist at-
vinna ekki lakari bar en ann-
ars staðar, Hraðfrystihús, stórt,
hefir lengi verið rekið þar með
góðum árangri. Þá var og stofn-
sett þar annað hraðfrystihús í
fyrravor, er aðallega snéri sér
að hraðfrystingu á skelfiski
(kúfiski) að tilhlutun Fiski-
málanefndar. Framkvæmda-
stjóri þess er Hjörtur Hjartar
kaupfélagsstjóri.
Á Suðureyri er tiltölulega
margt fiskibáta, einkum vor og
sumar, er smærri bátar bætast
við. Það er nú verið að auka' og
efla hraðfrystihúsið. Var það
selt nýju félagi á sl. sumri, sem
er að stækka húsnæði frysti-
hússins til muna. Framkvæmd-
arstjóri þess er nú Örnúlfur
Valdimarsson.
Kaupfélag var stofnað í
Súgandafirði fyrir aðeins fáum
árum, fyrir forgöngu þeirra
Kristjáns Eiríksspnar, Sturlu
Jónssonar o. fl. — Hefir það eflzt
fljótt og vel, svo það hefir nú
meginhluta verzlunarinnar í
þorpinu og hreppnum. Fram-
kvæmdastjóri þess er ungur
Súgfirðingur, Jóhannes Þ. Jóns-
son.
Bolungavík og
Hnífsdalur.
í Bolungavík helzt bátaút-
(Framhald á 8. síSu)
slendingar vilja ekki
gerast stríðsaðili
ORRUSTAIV UM KÖLN
MeSjylgjandi uppdráttur sýnir þýðingarmesta orustusvœðiö á vesturvíg-
stöðvunum. Bandarjjcjamenn hafa undanfarið eóít fram til Kölnar (Co-
logne), sem er stœrsta þýzka borgin vestan Rínar og ein stœrsta borg
Þýzkalands. íbúarnir voru nálgt 800 þús. Missi Þjóðverjar Köln, eru
varnir þeirra vestan Rínar alveg vonlausar eftir það.
Afgreiðsla „nýsköi>unar“-málaima:
Merkileg yíirlýsing fjármála-
ráðherra við lokaumræðu
veituskattsins
llialdsmeim óttast verk sín í launalagamál-
inu. — Kommúnistar hjálpa ilialdinu í Eim-
skipafélagsmálinu.
Búast má við þinglausnum nú um helgina, þar sem helztu
málin, er stjórnin hefir beitt sér fyrir í þinginu, hafa verið af-
greidd seinustu daga eða eru í þann veginn að hljóta afgreiðslu.
Þannig varð veltuskattsfrv. að lögum í gær og launalagafrv. er
komið aftur til efri deildar og verður sennilega endanlega af-
greitt þaðan á morgun. Þriðja aðalmál stjórnarinnar, skatt-
frelsi Eimskipafélagsins, verður og sennilega afgreitt sem lög á
morgun.
Þriðja umræða um veltu-
skattsfrv. fór fram í neðri deild
síðastl. miðvikudag. Skúli Guð-
mundsson og Eysteinn Jónsson
fluttu við það tækifæri ýtarleg-
ar ræður um frv. og fjármála-
stefnu stjórnarinnar yfirleitt.
Verður aðalefnis þeirra getið
nánar síðar. í tilefni af þessum
ræðum lýsti fjármálaráðherra
A fi m æ I i
Sigurður Eggerz, fyrrv. for-
sætisráðherra, átti sjötugsaf-
mæli í gær.
Ingvar Kjaran, skipstjóri á
Súðinni, átti fimmtugsafmæli í
gær.
Nýr doktor
Á fundi 15. febrúar sam-
þykkti heimspekideild Háskóla
íslands að sæma prófessor Ól-
af Lárusson doktorsnafnbót í
heimspeki 25. febrúar næstkom- ,
andi í tilefni af sextugsafmæli
hans. Ákvörðun þessi var rök-
studd með því, að Ólafur hefði
fullkomlega unnið til þessarar
nafnbótar fyrir hinar ýmsu
sögulegu ritgerðir sínar.
enn einu sinni yfir því, að þeirri
fjármálastefnu, sem nú væri
fylgt, væri ekki hægt að fylgja
áfram. Ennfremur lýsti hann nú
yfir því, að það væri óhjá-
kvæmilegt að taka upp nýja
fjármálastefnu, ef koma ætti
hinni fyrirhuguðu nýsköpun í
framkvæmd. Hins vegar kvaðst
hann ekki geta sagt, hver hin
nýja fjármálastefna ætti að
vera! Mun þess ekkert dæmi áð-
ur, að fjármálaráðherra hafi
þannig sjálfur fordæmt fjár-
málastefnu, sem hann þó fram-
fylgir, og jafnframt játað getu-
leysi sitt til að benda á aðrar
færari leiðir.
Atkvæðagreiðsla um frv. fór
svo fr^m í gær og var það end-
anlega samþykkt með 17:11
atkv. Móti frv. greiddu atkvæði
Framsóknarmenn allir, Pétur
Ottesen og Gísli Sveinsson.
Fimm sátu hjá við atkvæða-
greiðsluna.' Voru það. Alþýðu-
flokksmennirnir fjórir (Ásgeir
er erlendis), og Haraldur Jón-
assorv
Laimalögin.
Atkvæðagreiðslan við þriðju
umræðu launalagafrv. í neðri
deild fór fram í fyrradag. Voru
(Framhald á 8. siðu)
Sæmd þeirra og ioriíð
leyfir það ekki
Sú fregn hefir breiðst út og vakið mikið umtal, að íslendingar
hafi verið meðal þeirra átta þjóða, sem Krimskagaráðstefnan
hafi ákveðið að bjóða á hina fyrirhuguðu ráðstefnu í 'San
Francisco, ef þær segðu Þjóðverjum og Japönum stríð á hendur
fyrir 1. þ. m. Mun þetta mál hafa verið rætt á lokuðum fund-
um Alþingis undanfarna daga og að lokum verið samþykkt að
hafna því að gerast styrjaldaraðili. Þó mun hafa verið um þetta
ágreiningur, eins og sjá má af skrifum Þjóðviljans.
Framsóknarflokkurinn lagðist eindregið gegn þvf, að íslend-
ingar gerðust styrjaldaraðili.
Stríðsyflrlýsing
andstæð sóma
þjóðariimar.
Ástæðurnar til þe&s, að ís-
lendingar gerast ekki styrjald-
araðili liggur öllum í augum
uppi. Styrjaldaryfirlýsing af
hálfu íslendinga, þegar úrslit
styrjaldarinnar eru öllum aug-
ljós, væri í fullri mótstöðu-við
íslenzkan hugsunarhátt. Það
stafar í fyrsta lagi af því, að
íslendingar telja það andstætt
heiðri sínum að gefa mikil-
mennskulegar yfirlýsingar, sem
yrðu aldrei meira en orðin ein
og myndu ekki ráða hið minnsta
um úrslitin. Það stafar í öðru
lagi af því, að íslendingum
finnst það lítilmannlegt að birta
þá fyrst stríðsyfirlýsingu, þeg-
ar úrslit striðsins eru alveg ráð-
in, þótt enn geti þau dregist um
nokkrar vikur eða mánuði.
Hefir sú framkoma jafnan
þótt lítill sæmdarauki að veitast
að þeim, sem eru að verða und-
ir, en hafa hins vegar hlífst við
því, þegar úrslit voru tvísýn. ís-
lendingar geta ekki talið sér
slíka framkomu sæmatídi, þótt
einhver stundarhagur kunni að
vera annars vegar og þeir hafi
fulla andúð á starfsháttum
þeirra, sem eru að bíða lægri
hlut.
Fyrri afstaða
þjóðariiinar.
Fleira kemur og til en það,
að slík styrjaldaryfirlýsing
myndi særa sómatilf inningu
þjóðarinnar, þar sem hún væri
gefin, án þess að nokkrar at-
hafnir gætu fylgt á eftir og ekki
fyrr en úrslit styrjaldarinnar
væru fullráðin. íslendingar hafa
um margar aldir engin vopn
borið. Það hefir verið ótvíræður
vilji þjóðarinnar að taka ekki
upp vopnaburð. En það yrði ó-
hjákvæmilegt, ef vikið yrði af
þeirri braut, að taka ekki þátt
í styrjöldum.
Með því að víkja af þeirri
braut, að taka ekki þátt í styrj-
öldum, væri tekin upp alveg ný
stefna. Það væri brotið blað í
sögu íslands. Sú sérstaða, sem
við höfum haft sem vopnlaus
þjóð, kæmi ekki aftur. Hefði ís-
lendingum verið það í huga að
taka upp nýja stefnu, var tæki-
færi til þess á undanförnum ár-
um, án þess að þjóðin minnkaði
sig með því. Menn voru þá sam-
mála um að taka ekki upp slíka
stefnu.
Það mikilvæga atriði, hvort
þjóðin víkur frá þessari alda-
gömlu stefnu sinni, verður
vissulega að ákveðast undir öðr-
um kringumstæðum en þeim, er
myndu skerða sjálfsvirðingu
hennar og gera hana broslega í
augum sjálfra sín og annarra.
Þá aðstöðu ættu allar frjálsar
þjóðir að skilja.
Islendiiigar og
Randamenn.
Þótt íslendingar hafi þannig
ekki viljað gerast stríðsaðili né
taka sér vopn í hönd á undan-
förnum árum, hefir hinum sam-
einuðu þjóðum vissulega ekki
dulizt afstaða þeirra til styrj-
aldaraðilanna. íslendingar lifðu,
eins og margar aðrar smáþjóðir
í þeirri trú, að hlutleysið gæti
verið þeim nægileg vörn. Þótt
íslendingar. reyndu í lengstu
lög að halda í þessa trú og mót-
mæltu því hernámi Breta á sín-
um tíma, var öll framkoma
stjórnarvalda og landsmanna í
garð brezka setuliðsins á þann
veg, að ekki var villzt um hug
þjóðarinnar. Þessi hugur þjóð-
arinnar kom þó ljósast fram,
þegar öll ríkisstjórnin og yfir-
gnæfandi meirihluti Alþingis,
fór að þeim óskum Breta, að
biðja Bandáríkjamenn um her-
vernd. Þetta var gert á þeim
tima, þegar sigurhorfur Banda-
manna voru einna minnstar og
skipatjón þeirra alvarlegast.
Með því að verða við þessari
ósk, viku íslendingar frá hlut-
leysisstefnunni og tóku á sig
aukna ábyrgð og-hættu til að
greiða fyrir málstað Banda-
manna. Greinilegar varð ekki
sýnt, að íslendingar fylgdu mál-
stað Bandamanna, eins og þeim
var frekast fært, án þess að
brjóta gegn þeirri aldagömlu
stefnu sinni að vera alltaf
vopnlaus þjóð og eiga aldrei í
styrjöld.
Þessi aðstaða íslendinga hef-
ir líka verið fullkomlega viður-
kennd af Bretum og Bandaríkja-
mönnum. Þeir hafa boðið íslend-
ingum á allar þær ráðstefnur, er
hingað til hafa verið haldnar,
og íslendingar þar sýnt, að þeir
væru fúsir til að takast þær
skuldbindingar á herðar, sem af
alþjóðasamvinnu komandi ára
myndi leiða. Þess vegna kom
orðsendingin frá Krímarráð-
stefnunni íslendingum á óvart
og einkennilega andstætt fyrri
framkomu hinna engil-saxnesku
þjóða. Frá sjónarmiði íslend-
(Framhald á 8. slðu)
I DAG
birtist á 3. síðu grein eftir
Daníel Ágústínusson um
áfengisgróða ríkisins.
Neðanmáls á 3. og 4. síðu
er grein eftir Arnór Sigur-
jónsson, Þáttur af Erlendi
í Tungunesi.
•----------------------