Tíminn - 02.03.1945, Blaðsíða 6

Tíminn - 02.03.1945, Blaðsíða 6
6 TÍMINiy, föstndagiim 2. marz 1945 17. ÍBlað 8 5 á r as Guðríður Guðmundsdóftir ljósmóðír í Stóra-Bóli Guðríður Guðmundsdóttir í Stóra-Bóli varð 85 ára í haust. Hún fæddist að Steinsmýri í Vestur-Skaftafellssýslu 11. okt. 1859. Hún lærði snemma listina þá, að neyta síns brauðs í sveita síns andlitis. 12 ára gömul fór hún í vinnumennsku til vandalausra og var á fyrstu árum meðal annars smali á hinum víðlendu og grösugu heiðum Vestur- Skaftafellssýslu. Hún var hjarð- mey. 23 ára var Guðríður, er hún fluttist sem vinnukona að Rauðabergi hér á Mýrum 1882. Eigi löngu síðar byrjaði hún búskap með elskhuga sínum, Halldóri Sæmundssyni að Rauða bergi. Þaðan fluttu þau að Bakka, síðan að Viðborði ,þá aftur að Bakka og svo síðast að Stóra-Bóli. Keyptu þau síðar þá jörð. Þau hjón, Guðríður og Halldór bjuggu lengstaf við erfiðan fjár- hag fremur en almennt gerð- ist hér á þeim tíma. Þó virtust þau alltaf veitandi, þegar mann bar að garði, enda var hjálp- semin framúrskarandi. Þau hjón eignuðust 8 börn, er upp komust, og auk þess hefir Guðríður, með aðstoð manns síns og Sigríðar dóttur sinnar, alið upp 2 barnabörn sín, og fleiri á tímabilum. Það má nærri geta, hvort ekki hafi oft verið þungur róðurinn með þenna stóra barnahóp og lítil efni. En það var róið á bæði borð með forsjá og dugnaði, og guðs bless- un fylgdi starfinu. Ekki sá ég, á mínum yngri árum, stærri mjólkurfötu borna undan einni kú annars staðar en hjá þeim hjónum; og svo var með afurðir annarra þeirra fáu gripa, enda var Halldór annar bezti gripa- hirðir, er ég kynntist á þeim tímum. Það var aðdáunarvert að sjá þegar Halldór heitinn var að hirða hestinn sinn í hest- húsinu að vetrarlagi, þegar hann kom einhv’ers staðar að á honum og hélt að hann væri þreyttur. Það var gaman að sjá, þegar Halldór var að jafna því þurrasta af taðinu um hesthúsgólfið, svo að hest- urinn gæti lagzt og látið fara sem bezt um sig. Árið 1917 missti Guðríður mann sinn. Einnig hefir hún mátt sjá á bak þremur börnum er upp komust. Öll voru börnin hin mannvænlegustu. Þau, sem enn eru á lífi, eru þessi: Sæ- mundur póstur og bóndi að Baldurshaga, Elín saumakona á Höfn, Sigríður húsfreyja að Stóra-Bóli, Ragnar líkkistusmið ur í Reykjavík og Guðlaugur út- gerðarmaður í Vestmannaeyjum Pósturbörnin eru: Halldór Sæ- mundsson bóndi að Stóra-Bóli og Sigurbjörg Sæmundsdóttir, húsfreyja á Hólmi. Veturinn 1904—’5 fór Guðriður til Reykjavíkur að læra ljósmóð- urstörf. Þá voru börnin enn ung, en Guðríður þó orðin 45 ára. Var hún svo Ijósmóðir hjá okk- ur hér og tók^t með afbrigðum vel — í 25 ár eða þar til hún var 70 ára. En þá var hún farin að missa sjónina. Þau 15 ár, sem hún er búin að vera blind, hefir hún unnið miklð að tóskap„ bæði spunnið — oft fyrir marga í sveitinni — og einnig tvinnað og prjónað. Og enn er hún furðu ern, heíir oftast fótavist og fer út þegar gott er veður. Hún er hress í anda og fylgist vel með útvarpi og einnig öðru því, sem hún hefir spurn af. Þetta er í fáum dráttum ævi- atriði Guðríðar í Bóli. Við ger- um ekki ráð fyrir því, að nafn hennar verði fært inn á nafna- reg'istur veraldarsög'imnar, en við, sem höfum kynnzt starfi Guðríðar og lifað með henni, erum full aðdáunar og þakklæt- is fyrir það mikla líknarstarf fyrir okkur öll, íbúa þessarar sveitar, er hún hefir unnið. Það er mikið starf að ala upp 10 börn í mikilli fátækt og koma þeim til manns, þótt ekki væri nema það eitt. En um leið og við þökkum það starf fyrir hönd þjóðfélagsins, þá þökkum við sveitungarnir Guðijíði fyrir allt hitt, sem hún hefir gert. Hún hefir annazt heimi,lin okk'ar, oft á erfiðustu stundum. Hún hefir annazt börnin okkar sem hvítvoðunga, og hún hefir ann- azt konurnar okkar á örlaga- ríkum stundum með þeim kær- leika, lipurð og heppni, að við dáumst að. Nú situr hún á friðstóli heima hjá Sigríði dóttur sinni í Bóli og lætur hugann dvelja við liðna tíma. Hún minnist erfiðleik- anna starfanna, sigranna og sólskinsblettanna, sem sá einn getur hlýjað sér við, sem unnið hefir til þess. Hún situr á frið- stóli umvafin umhyggju vanda- manna og hlýju þakklætis frá okkur öllum hinum. Fyrir hönd sveitunganna. K. B. Bókmeimtir og' lisíir (Framhald af 3. síöu) tveimur stórum bindum árin 1941 og 1943. En þar eð hér er eingöngu um eldri sögur að ræða, verður ekkert af henni ráðið um áframhaldandi þróun höfundarins. Hins vegar gefa sögurnar nokkurt yfirlit um rithöfundárferil Þórunnar frá því Dætur Reykjavíkur komu út' og þar til Draumurinn um Ejósaland komst á pappírinn. Þessar átta smásögur eru snoturlega gerðar, og yfirleitt því betri sem lengra kemur fram í bókina, og sýnir það hvernig höfundur hefir stig af stigi náð vaxandi tökum á yrk- isefnum sínum á þessum árum. Verður næstu bókar Þórunn- * ar beðið með talsverðri eftir- væntingu. En því miður mun hún eiga við heilsuleysi að búa, svo að afköst verða eigi sem skyldi. Evudætur er 250 blaðsíður að stærð og kostar 25 krónur ó- bundin og 35 krónur í bandi. DÁNARMIMIIVG: Sæmundur Bjarnason frá Lambadal. Á síðastl. jóladagsmorgni tók út háseta af togaranum Karls- efni, er hann var staddur út af ísafjarðardjúpi. — Hásetinn var Sæmundur Bjarnason frá Lambadal í Dýrafirði. Hann var fæddur 18. maí 1913 á Fjallaskaga í Dýrafirði. For- elörar hans, Bjarni Sigurðsson og Gunnjóna Vigfúsdóttir, bjuggu þar á annan tug ára og voru síðust búendur þar, en Skagi, eins og jörðin er kölluð nú, var sauðjörð góð og útræði. Þau hjón áttu 14 börn, 7 syni og 7 dætur, og eru öll uppkomin og mannvænleg, og öll á lífi nema Sæmundur. Hann stund- aði sjó frá barnsaldri og var viðbrigða duglegur og harðfeng- ur maður. Bjargaði hann eitt sinn sér og samskipverjum sín- um, er vélbátur, sem hann var á, strandaði, með því að brjótast i land með línu í brimi við urð undir vestfirzkum núpi. Sæmundur var góðum gáfum gæddur og bókelskur. Stundaði hann mjög sjálfsnám með bók- lestri til þess að bæta sér, að hann fór á mis við skólanám í uppvextinum. Er hinum aldurhnignu for- eldrum hans, systkinum og sveitungum hin mesta eftirsjá að slíkum dugnaðarmanni í blóma aldurs síns. Minningar- guðsþjónusta var haldin í Mýra- kirkju sunnudaginn 7. janúar að viðstöddu fjölmenni, til að kveðja hinn nýlátna sveitunga. 16. febrúar 1945. J. D. REYKJANES Nú geng ég- út að njóta góðrar nætur, því nú er ðimmt, svo enginn maður les. En gegnsætt rökkur vorið leggjast lætur sem iéttan hjúp um Reykjanes. Af lífsins dýrð um laugar finnst mér anga, og Ioftið sjálft er undur hlýtt og rótt. Tvær stúlkur heim til húss úr sundi ganga á hinni þöglu maí-nótt. En ég fer út í gleði góðra kynna og gæfusögu úr manndómsverkum les, og sál mín hrifin fær að sjá og finna hinn fagra draum um Reykjanes. Þann draum, er sést í sigri góðra verka, en sveif þó aðeins fyrst í gufu og reyk, en varð í hönd og hugsun aflið sterka, sem hófst í fagran veruleik. Hér var þó oft við örðugleika að búa, en unnið bezt, er harðast móti blés. Því er hér gott á framtíð fólks að trúa og fagna með þér, Reykjanes. Reykjanesi, 12. maí 1944. GUbMUNDUR INGI KRISTJÁNSSON. Varhugaverður tekfustofn (Framhald af 3. síðu) lega: „Jón Sigurðsson var aldrei bindindismaður". Rétt eins og ritið vilji segja: Þarna er fyrir- myndin. Þetta rit, sem lætur sér mjög annt um hundahreinsun, veggjalýs, göturyk ' og gerist dómari um meðferð mjólkur, hefir ekki annað að segja um áfengið og áhrif þess fyrir heilsu og velferð manna.Áhrif þess fyr- ir þjóðfélagið virðast ekki vera umtalsverð á meðan ríkissjóður uppsker 28 miljónir í hreinan gróða af áfengissölu á einu ári og vitað er, að margir menn glata heilsu sinni og lífsham- ingju vegna óhóflegrar áfengis- notkunar. Nei, menningin ver íslendinga aldrei fyrir áfengisbölinu. Við getum rætt endalaust um meiri þroska og menningu, um sið- lega drykkjutízku, um skömmt- un á áfengi, um bindindis- fræðslu, um drykkjumannahæli og haldið bindindismálasýningu, sem skýrir á einfaldan hátt ægi- legar staðreyndir. Allt eru þetta smáskammtalækningar á alvar- legu og djúptæku þjóðfélags- böli, sem heldur áfram að grafa um sig eftir ótal leiðum, meðan við, skammsýnir menn, erum að bollaleggja um ýms haldlítil úr- ræði gegn vágesti þessum. Baimlög. Hér er aðeins eitt ráð, sem dugar. Það er bann án allrar undanþágu og framkvæmt sem önnur lög. Allar hrakspár bann- manria fyrir 1935 hafa rætzt og meir en það. Bruggið hefir ekki lagzt niður. Það dafnar ágætlega í skjóli hinna löglegu vína. Slys af bráðdrepandi áfengi hafa orðið stórfelldari en nokkru sinni áður, einnig í skjóli hinna lögvernduðu vína. Niðurlæging drykkjuskaparins er komin í al- gleyming með þjóðinni og birt- 1 ist stöðugt í nýjum og nýjum myndum. Hér á mest á hættu 'sú kynslóð, sen; er að vaxa upp og mótast. En öll þjóðin mun ' gj'alda mikið afhroð. ! Bannlög verða brotin, segja ýmsir. Víst getur svo farið. En hvaða lög eru ekki 1 þeirri hættu? Og hverjum dettur í hug að afnema þau þess vegna? Spurningin er aðeins þessi: Eru j íslendingar menn til þess að bægja þessum óvini mannkyns- ins frá sér eða eru þeir dæmdir til þess að lúta honum? j Það væri vegleg gjöf nýstofn- ■ uðu lýðveldi að gera þáttaskipti 1 í áfengismálunum, skapa siði og lífsvenjur að hætti fram- sýnna manna og draga örugga og óumdeilanlega merkjalínu !milli lýðveldisins og ríki Bakk- usar, skapa lög, sem verður nægileg landvörn og öryggi fyr- ir þjóðina á ókomnum árum. Áhugamenn um bindindi eiga skilyrðislaust að taka upp kröf- una um bann og vinna henni fylgi, þar til sigri er náð. Það er eina leiðin, sem að gagni kemur. Um það er reynslan ó- lygnust. Væri vel, ef umræður yrðu strax teknar upp um það mál, svo að þeirri smán yrði létt af þjóðinni, að fjórðá hver i króna, sem kemur í ríkissjóð, sé af áfengisgróða, eins og var síð- astliðið ár og stefnt er að á þessu ári. Samband ísl. samvinnufélaga. SAMVINNUMENN: Vöruvöndun er eitt af stefnuskráratriðum samvinnufélaganna. Sfainar tannkrem gerir tennurnar mjallhvítar Eyðir tannsteini og himnu- myndun. Hindrar skaðlega sýrumyndun í munninum og varðveitir með því tennurn- ar. Inniheldur alls engin skaðleg efni fyrir tennurnar eða fægiefni, sem rispa tann- glerunginn. Hefir þægilegt og hressandi bragð. JVOTID SJAFNÆR TANNKREM KVÖLDi OG MORGWA. Sápuverksmiðjan Sjoín Akureyrí Tilkynning Samkvæmt lieimild í lögum m*. 34 12. febniar 1945, um breytingn á lög- nm nr. 106, 1936, hefir bæjarstjórn Mnfnarf jarðar samþykkt, að upp í út~ svar yfirstandandi ár beri gjaldskyld- um útsvarsgreiðendum aö greiða fyr- irfram sem svarar 40% af útsvari þeirra árið 1944, tneð gjalddöguaa 1. marz, 1. apríl, 1. maí og 1. júní n. k., sem nsest 10% af útsvarinu 1944 hverju sinni og að allar greiðslur skuli standa á hálfunt eön heiluna tug króna. Reykjavík. Sími 1249. Símnefni: Sláturfélag. Reykhús. — Frysihús. Mðursuðuverksmiðja. — Bjúgnagerð. Framleiðir og selur í heildsölu og smásölu: Niður- soðið kjöt og fiskmeti, fjölbreytt úrval. Bjúgu og alls konar áskurð á brauð, mest og bezt úrval á landinu. Hangikjöt, ávallt nýreykt, viðurkennt fyrir gæði. Frosið köt alls konar, fryst og geymt í vélfrystihúsi eftir fyllstu nútímakröfum. . Verðskrár sendar eftir óskum, og pantanir afgreiddar um allt land. ♦ Ú T B R E I Ð I Ð TIMANN4 Hufnarfir&U 26. febrímr 1945. -RAFVEITA HAFNARFJARDAm. Raívirkjar Verkstjórastaðan við útikcrfi Maf- veitu Mafnarfjarðar (spennistöðvar, línur og inntök húsa) er laus til tam- sóknar. Kaup samkvæmt launasamþykkt Hafnarfjarðarbæjar, en frekari ispp- lýsingar gefur rafveitustjórinn. Umsóknarfrestur til 10. marz n. k. Bæjarsijóriiaai.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.