Tíminn - 09.03.1945, Blaðsíða 2
TÍMINIV, föstndagtim 9. marz 1945
19. blað
Föstudufíur 9. marz
Ættjarðarsvík
Þegar rætt var um lýðveldis-
stofnunina á sínum tíma, bar
nokkuð á þeim ótta, að ekk-i
myndi fást viðurkenning ann-
ara þjóða á lýðveldinu. Þessi
ótti reyndist þó með öllu á-
stæðulaus, því að lýðveldið
hlaut raunverulega viðurkenn-
'ing annara þjóða, að Rússum
undanskildum, áður en formlega
var frá stofnun þess gengið eða
næstum strax eftir að kunnugt
varð um ‘úrslit þjóðaratkvæða-
greiðslunnar. Þessi viðurkenn-
ing var fólgin í því, að hlutað-
eigandi þjóðir skipuðu sérstaka
fulltrúa til að vera viðstadda á
lýðveldishátíðinni.
Það, sem réði mestu um það,
að lýðveldið var þannig viður-
kennt fyrr en við var*búizt, var
tvímælalaust hinn mikli ein-
hugur, er kom fram við þjóðar-
atkvæðagreiðsluna. Eining ís-
lendinga í þessu máli gjæddi
skilning og virðingu ahnara
þjóða.
íslendingar fengu hér lær-
dómsríka sönnun fyrir því, hve
mikilsvert það er að vera ein-
huga og samstilltir í þýðingar-
miklum utanríkismálum.
Hefðu íslendingar svarað orð-
sendingu Krímarfundarins
fljótt og einhuga á þann veg, að
þeir gætu ekki gerzt styrjaldar-
aðilar, en teldu sig þó hafa unn-
ið til þátttöku í ráðstefnunni,
má telja það alveg víst, að þátt-
taka þeirra hefði fengizt viður-
kennd. En í stað þess, að málið
gengi þennan veg, eru hafðir um
það margir lokaðir fundir á Al-
þingi og þannig augljóslega
sýnt, að óeining væri um málið.
Þegar svo loksins Alþingi hefir
gengið frá svari, byrjar annað
höfuðstjórnaíblaðið að mæla
með því, að ísleridingar færi
„fórnina", þ. e. fari í stríðið, og
lofsyngur jafnframt hlægilega
striðsyfirlýsingu austurlenzkr-
ar smáþjóðar.
Með þessum hætti var auglýst
óeining hjá ráðamönnum þjóð-
arinnar um þetta mál. Aðstaða
þjóðarinnar var veikt út á við.
Fyrir þá, sem af einhverjum
ástæðum kynnu að vilja útiloka
fslendinga, var æskilegt að geta
bent á þennan klofning.
Það er ekki ofsagt, að flokk-
urinn, sem hér rauf brýna þjóð-
areiningu íslendinga, hafi unn-
ið sér til algers óhelgis. Með
því að berjast fyrir því, að ís-
lendingar með einum eða öðrum
hætti gerðust stríðsaðilar hefir
hann unnið að því, að þjóðin
yrði sév til athlægis og smánar,
jafnframt og hún skapaði
sjómönnum sínum stóraukna
hættu og léti hneppa nokkur
huntíruð íslendinga í þýzkar
fangabúðir. Með því að berjast
fyrir þessari stefnu hefir hann
jafnframt spillt þeirri einingu,
sem var líklegust til að geta á-
orkað því, að íslendingar fengju
sæti á ráðstefnunni í San-
Francisco, án stríðsþátttöku.
Með þessu frpmferði sínu
hefir flokkurinn sýnt, að hann
metur einskis islenzka hags-
muni, heldur fer beint eftir er-
lendum áskorunum, þegar visst
erlent stórveldi stendur að þeim.
Þjóðin má ekki þola það, að
slíkur flokkur, sem þannig er
staðinn að hreinum ættjarðar-
* svikum, ráði nókkru um mál
hennar. Sjálfstæði hennar get-
ur ekki staðið lengi, ef slíkum
vörgum verður ekki útrýmt úr
véum hennar.
Etgum við ekkí að
sækja um þátttöku?
Fyrir þjóið, sem hefir jafnmik-
il utanríkisviðskipti og íslend-
ingar, er það mikil nauðsyn a^
geta tekið þátt í alþjóðlegum
samtökum, þar sem verzlunar-
og framleiðslumál eru rædd.
Þess vegna verða íslendingar
að leggja kapp á að geta orðið
aðilar í samtökum þeim, er
stofnuð verða á ráðstefnunni í
San Fransisco, því að vafalaust
munu þau m. a. fjalla um þessi
mál. Hins verður svo að gæta,
Á víðavangi
Þingeftirmæli
st j ór nar blaðanna.
Öll stjórnarblöðin hafa nú
skrifað eftirmæli um seinasta
Alþingi. Þau fara þar mörgum
fallegum orðum um stjórnar-
myndunina. Þau telja hana
jafnvel engu ómerkari en sjálfa
lýðveldisstofnunina! Þegar svo
kemur að því að telja upp afrek
stjórnarinnar á þinginu, þynn-
ist lofið. Sum blöðin nefna
launalögin, en önnur engin stór-
mál, er stjórnin hefir komið
fram á þinginu. Öll eiga þau
sammer-kt um það að nefna
ékkert nýsköpunarmál á sviði
atvinnulífsins og verklegra
framkvæmda, er stjórnin hafi
komið fram.
Með því að lesa þessi þing-
eftirmæli stjórnarblaðanna,
geta menn áreiðanlegá komizt
að raun um, að aldrei hefir ver-
ið hér stjórnarforusta, sem hef-
ir jafn lítið beitt sér/ fyrir ný-
sköpun í atvinnumálum, og
aldrei setið hér þing, sem hefir
jafnlitlu afrekað á því sviði.
Jafnvel á stjórnarárum íhalds-
ins hér áður fyrr, kom það ekki
fyrir, að stjórnarblöðin gætu
ekki minnst í þinglok einhverra
framfaramála, er stjórnin hefði
beitt sér fyrir.
Þó á þessi stjórn algera» sér-
stöðu með það, að hafa lofað
meiri nýsköpun en nokkur
stjórn önnur.
Virðing Alþingis.
Stjórnarblöðin taía mjög um
það, að virðingu þingsins hafi
verið illa komið, þegar núver-
andi stjórn kom til valda. Hverj-
um skyldi finnast, að stjórnin
hafi aukið virðingu þingsins?
Það sat að störfum í 4 ý2 'mánuð,
eftir að stjórnin kom til valda.
Það fékk því nægan tíma til að
endurreisa virðinguna. En
hvernig notaði það tímann? Til
þess að hækka laun velflestra
opinberra starfsmanna, jafnt
þeirra, sem ekki þurftu þess
með, og þeirra, er verið höfðu
útundan. Til þess að stofna
mörg ný embætti, m. a. ein 7
við háskólann. Til þess að leggja
á marga nýja skatta, m. a.
veltuskattinn, sem er ranglát-
asti skattur, er hér hefir þekkzt.
Til þess að eyða öllum fram-
faramálum atvinnuveganna, er
fram voru borin, eins og t. d.
rafprkulagafrv., jarðræktarfrv.,
áburðarverksmiðjufrv., strand-
ferðaskipsmálinu, o. fl. o. fl. Til
þess að verða aðgerðaminnsta
þing í framfaramálum atvinnu-
vegánna, er nokkru sinni hefir
hér sitið.
Getur Alþingi aukið virðingu
sína með slíkum vinnubrögð-
um? Hver er líka sá, er finnst
að kostnaðurinn af þessari þátt-
töku verði ekki gerður óþarflega
dýr með því að senda fjölmenn-
ar sendinefndir og ætti að
nægja, að sendiherra eða sendi-
me.nn íslands þeim löndum,
sem ráðstefhurnar eru haldnar,
væru fulltrúar landsins á þeim.
Fari svo, að íslendingum verði
ekki boðið á San-Francisco-ráð-
stefnuna, mega þeir ekki leggja
árar i bát í þessum efnum. Þeir
verða að fylgja heilræðinu:
Knýið á og fyrir yður mun upp-
lokið verða. Vafalaust kemur
það mjög vel til greina, að senda
fulltrúa á ráðstefnuna í San-
Fransisco og ósba eftir því, að
það verði borið undir hana,
hvort íslendingar fái þar sæti.
Væri fróðlegt að sjá, hváða ríki
greiddu atkvæði gegn þátttöku
íslendinga eftir að þeir hefðu
greint ástæður sínar. Það er t.
d. ótrúlegt, að Bretar og Banda-
ríkjamenn verði í þeim»hópnum,
ef dæmt er eftir fyrri vinsemd
þeirra í garð íslendinga.
Það er veigamikill þáttur í
sjálfstæðisbaráttu íslendinga,
að þeir verði viðurkenndir hlut-
gengir í samstarfi þjóðanna í
framtíðinni. Það er líka veiga-
mikill þáttur í fjárhagslegri við-
reisnarbaráttu þeirra, því að
eftir öllum líkum að dæma verð-
ur reynt eftir stríðið að leysa
sem flest þýðingarmikil við-
skiptamál á grundvelli alþjóð-
legrar samvinnu.
Alþingi hafa aukið virðingu sina
síðan núv. stjórn kom til valda?
Alþýðuflokkurinn kýs mann
í bankaráð Búnaðarbankans.
Alþýðublaðið lætur oft ílla af
því, hve kommúnistar séu
hættulegir menn og verkalýðs-
félögunum skaðlegt að fela þeim
trúnaðarstörf. Þegar hins vegar
sumir forkólfar Alþýðuflokksins
eiga þess kost að velja menn í
opinber t^únaðarstörf, virðast
þeir ekki hafa meiri áhuga fyrir
öðru en að koma kommúnistum
í þau.
Þannig áttu landbúnaðar-
nefndir þingsins nýlega að til-
nefna tvo menn í nýbýlaráð og
tvo menn í bankaráð Búnaðar-
barikans. Sjálfstæðismenn gátu
ráðið vali annars mannsins og
endurskipuðu þeir Jón Pálma-
son í nýbýlaráðið- og Þorstein
Þorsteinsson í bankaráðið. Al-
þýðuflokkurinn gat hins vegar
valið milli samvinnu við Fram-
sóknarflokkinn og kommúnista.
Framsóknarmenn buðu* þeim,
hvort heldur væri annað sæti í
bankaráðinu eða nýbýlaráðinu.
Alþýðuflokksmenn höfnuðu
þessu, og hjálpuðu í þess stað
kommúnistum til að fá Kristinn
Andrésson kosinn í bankaráð-
ið. í nýbýlaráðið var kosinn
Helgi Hannesson, erindreki Al-
þýðuflokksins.
Þessi framkoma Alþýðuflokks-
ins kom ekki síður á óvart, þeg-
ar þess er gætt, að annar land-
búnaðarnefndarmaður flokks-
ins. ‘Haraldur Guðmundsson,
átti sæti sitt í nefndinni Fram-
sóknarmönnum að þakka.
En vel mætti minnast þess,
þegar Alþýðuflokkurinn grátbið-
ur næst um liðvpizlu í verka-
lýðsfélögunum, að hann álítur
kommúnista vel 'hæfa til að
vera í bankaráði Búnaðarbank-
ans. Hversvegna ætti þá Al-
þýðuflokkurinn að telja þá ó-
hæfa til trúnaðarstarfa í verka-
lýðsfélögunum?
Háskaleg ógætni.
í tveimur bréfum, sem blað-
inu hafa borizt frá sjómönnum
úti á landi, hefir verið látin í
Ijós mikil óánægja yfir því
framferði ríkisstjórnarinnar að
láta lesa upp skýrslu frá sér í
útvarpið, þar sem það var til-
kynnt að mörg íslenzk og út-
lend skip myndu annast fisk-
flutninga til Bretlands á vegum
hennar á yfirstandanþi vetrar-
vertíð. Mönnum finnst að von-
um, að hættan-, sem sjómönn-
unum er búin af drápstækjum
óvinanna sé nóg, þótt þeim séu
ekki veittar jafn greinilegar
upplýsingar með aðstoð Ríkis-
útvarpsins.
Þegar stríðið hófst, var út-
varpinu réttilega bannað að.
segja nokkuð frá skipaferðum.
Það er vissulega hastarlegt, að
siálf ríkisstjórnin skuli rjúfa
þetta bann og það á þeim tíma,
sem Þjóðverjar eru að hefja ör-
væntingarfyllstu kafbátasókn
sína.
Þótt stjórnin telji sig miklu
skipta að nota útvarpið til áróð-
urs fyrir sig og reyni að gera
hlut sinn sem mestan í augum
útvarpshlustenda, þyrfti ofur-
kappið ekki að vera svo mikið,
að það gleymdist að gæta sjálf-
sögðustu hagsmuna sjómann-
anna.
Réttindi til skipstjórnar.
Á nýloknu Alþingi voru gerð-
ar nokkrar breytingar á sigl-
ingalögunum. Nokkur átök urðu
um þessar breytingar og þó sér-
staklega eina þeirra. Vegna þess,
að nýju vélbátarnir eru yfirleitt
stærri en þeir gömlu, má búast
við, að skortur verði á mönnum
riieð meira fiskimannaprófi, a.
nji. k. næstu árin. Úr þessu var
eðlilegt að bæta með því að
auka réttindi þeirra, sem höfðu
lókið minna fiskimannaprófinu
og reyndir voru að góðri skip-
s|i;jórn. Margir þessara manna
höfðu fullkomlega sýnt það, að
þeir ættu rétt til að mega stjórna
sí^ærri bátum, án þess að þurfa
ag setjast á skólabekk að nýju.
Framsóknarmenn og þó sérstak-
lega Eysteinn Jónsson beittu sér
fyrir þvi, að þessi réttindi yrðu
rýmkuð. Úrslit urðu þau, að
réttindi þeirra manna, sem ann-
ast skipstjórn eða stýrimennsku
í 5 ár, voru aukin þannig, að
þeir mega fara með skip allt að'
85 smál. í stað 75 smál. áður.
Mun þetta m. a. gera þeim fært
að fara með stærri Svíþjóðar-
bátana, sem keyptir hafa verið
til landsins, en þeir verða um
85 smál.
Nýsköpunarloforðin
og fjármálastefnan.
Þegar Framsóknarmenn bentu
á það við stjórnarskiptin, að
engin veruleg nýsköpun at-
vinnulífsins gæti átt sér stað,
ef fylgt væri þeirri fjármála-
stefnu, sem var mótuð í stjórn-
arsáttmálanum (hækkað' kaup
og auknar launagreiðslur), voru
þeir taldir oalandi og óferjandi
af stjórnarliðinu. Það var sagt,
að þeir væru á móti nýsköpun-
inni. Þeir væru hrunstefnumenn
og fjandmenn framfaranna.
Nú er svo komið, að ekki að-
eins störf þingsins sanna að
Framsóknarmenn hafi haft rétt
fyrir sér. Sjálfur fjármálaráð-
herrann lýsti því yfir í þinglok-
in, að engin veruleg nýsköpun
geti átt sér stað, nema breytt
sé um fjármálastefnu.
Þjóðin getur á þessu séð, hvor-
ir hafi haft réttara fyrir sér
Framsóknarmenn eða stjórnar-
sinnar á síðastl. hausti. Hún get-
ur líka á þessu séð hvorum megi
betur treysta, Framsóknarmönn-
um, sem sögðu sannleikann, þótt
ýmsum líkaði hann miður, eða
stjórnarflokkunum, sem reyndu
að blekkja hana með glæsileg-
um nýsköpunarloforðum, sem
þeir vissu að ekki var hægt að
standa við, því að fjármála-
stefnan gerði það ómögulegt.
Nýr Pílatus.
Margir hlutir gerast nú und-
arlegiP, en fátt er þó öllu und-
arlegra en að fjármálaráðherr-
ann skuli lýsa yfir því, að ríkj-
andi fjármálastefna leiði til
hruns og glötunar og hindri alla
nýsköpun, án þess þó að ðfann
geri sitt minnsta til að fá henni
breytt.
Sérhver annar fjármálaráð-
(Framhald á 7. síðu)
ERLENT YFIRLITs
Hversvegna beíta Rússar sér
fyrír synjunarákvæðinu?
Þann 5. þ. m. var tilkynnt,
að send hefðu verið bqð um þátt-
töku í ráðstefnunni í San Franc-
isco til allra þeirra ríkja, sem
talin voru fullnægja settum
skilyrðum. Ríki þessi eru 45
talsins. Ríkjum(þeim, sem alltaf
hafa verið hfutlaus í styrjölS-
inni, var ekki boðin þátttaka,
né þeim ríkjum, er barizt hafa
við hlið Þjóðverja, þótt þau eigi
í stríði við þá nú.
Boðið um þátttökuna var
undirtitað af fulltrúum Banda-
ríkjanna, Bretlands, Kína og
Rússlands. Frökkum hafði verið
boðið að undirrita boðið, en þeir
höfnuðu því. Munu þeir hafa
. vilj að sýna það með þeirri synj -
un, að þeir hafi verið óánægðir
með ýmsar ákvarðanir Krímar-
fundarins. en þar var samþykkt
að gefa þeim kost á að undirrita
boðsbréfin.
Helzta verkefrii þessarar ráð-
stefnu verður að stofna nýtt
þjóðabandalag, sem hefir það
aðalmarkmið að vernda friðinn
og afstýra styrjöldum. Á ráð-
stefnu Bandaríkjamanna Breta
og Rússa,' sem haldin var í
Dumbarton Oaks i Bandarikjun-
um í haust, voru samin frum-
drög að lögum þessarar nýju
stofnunar og þau voru síðan
tekin til endurskoðunar á Krím-
arfundinum.
Tillögurnar, sem samþykktar
voru á ráðstefnunni í Dumbar-
ton- Oaks, sættu á sínum tíma
talsveírðri gagnrýni. í blöðum
margra smáþjóðanna var á það
bent, að smáþjóðunum væri ætl-
uð næsta takmörkuð áhrif á til-
högun og starfsemi stofnunar-
innar. Þá var það og mjög gagn-
rýnt, að stórveldunum (þ. e.
Bretl., Frakkl., Bandaríkjunum,
Rússlandi og Kína) var tryggð-
ur réttur til þess að greíðá at-
kvæði um deilumál, sem þau
voru aðilar í, og ákvörðun-
um refsiaðgerðir gegn einhverj-
um aðila varð að samþykkjast
með samhljóða atkvæðum, ef
hún átti að öðlast gildi.
Það var upplýst á ráðstefn-
unni í Dumbarton Oaks,að Rúss-
ar gerðu það að ófrávikjanlegu
skilyrði, að ekkert stórveldanna
yrði útilokað frá atkvæða-
greiðslu, þótt það yrði deiluaðili,
og engin ákvörðun um refsiað-
gerð skyldi öðlast gildi, nema
hún hlyti samhljóða samþykki.
Það er talið víst, að þetta á-
kvæði hafi mjög verið rætt á
Kríma^fundinum, og bæði
Churchill og Roosevelt hafi
reynt að fá því breytt, en án
teljandi árangurs. Afstaða Rússa
virðist hafa verið óhagganleg í
þessu máli.
Þeir, sem hafa gagnrýnt þetta
ákvæði, hafa réttilega bent á,
að það sé í fyllsta lagi tor-
tryggilegt, að stórveldi, er þykist
ekki hafi neina árás í huga og
ekki eigi því að þurfa að óttast
neinar refsiaðgerðir, skuli gera
kröfu um slíkan synjunar-
rétt að ófrávíkjanlegi* skilyrði.
Slík framkoma gefi til kynna,
að allir landvinningadraumar
séu ekki enn lagðir á hilluna
og því þyki hyggilegra að búa
þanriig um hnútana, að hinu
nýja þjóðabandalagi verði gert
erfitt um að beita refsiaðgerð-
um.
Þá hefir verið bent á, að
synjunarréttur eins ríkis geri
stofnunina algerlega ólýðræðis-
lega, auk þess, sem hún geti
orðið óstarfhæf undir mörgum
kringumstæðum.
Til þess virðist ætlazt. að
stofnunin skipi sérstakt örygg-
isráð, þar sem ellefu ríki eigi
sæti. Bretl., Frakkl., Bandaríkin,
Rússland og Kína eiga að eiga
fast 'sæti í ráðinu, en þing
stofnunarinnar ræður því hverju
sinni, hvaða ríki önnur eiga þar
fulltrúa. Þetta öryggisráð tek-
ur allar mikilvægustu ákvarð-
anir og það er í því, seifi stór-
veldin eiga að hafa synjunar-
rétt, hvert um sig, samkvæmt
tillögum Rússa.
Talsvert hefir verið um það
rætt, hve mikið vald hinni fyr-
irhuguðu ráðstefnu í San Franc-
isco muni ætlað til að ákveða
skipulag og starfshætti stofn-
unarinnar. Þykir mörgum lík-
legt. að þetta vald »verði ekki
(Framhald á 8. síðu)
ZADDIR NÁöRAHNANNA.
í Degi 22. f. m. er rætt um Eim-
skipafélagsmálið og segir þar m. a.:
„Siglingamál íslands verða ekki
leyst á viðunandi hátt fyrir for-
göngu þeSsa félags, meðan þeirri
stefnu er haldið, sem nú hefir
verið upp tekin um skeið. Til þess
þarf aðrar leiðir, svo sem samtök
^andsmanna í samvinnufélögun-
um um skipakaup og stofnun
eimskipafélaga fjórðunganna.
Eimskipafélagið hefir fyrst og
fremst verið fyrirtæki Reykjavík-
ur nú um margra ára skeið og
hefir látið sig litlu, skipta hag
annarfa landsmanna. Siglingarn-
ar hafa nær einvörðungu snúizt
um þann stað og þar hefir öllum
varningi verið hrúgað á land, al-
veg án tillits til þurftar og skorts
í öðrum landshlutúm. Af þessu
hefir m. a. leitt einokunaraðstáð-
an illræmda, seni Reykjavík þefir
náð í innflutningsverzluninni og
umhleðslufarganið nafnkunna, og
allt það böl, amstur og kostnaður,
sem landsmenn utan Reykjavíkur
hafa mátt þola af þess völdum.
Fjasið um „þjóðarfyrirtæki"# i
þessu sambandi er markleysa ein;
þjóðin hefir ekkert vald um stjóm
þessa fyrirtækis, jeynslan sannar
það bezt. Ef einhvern tíma hefir
verið um slíka aðstöðu að ræða,
hefir hún glatað henni fyrir
löngu.“
Hér er vissulega ekki of fast að orði
kveðið. Dagur segir ennfremur:
„í hörðum umræðum á Alþingi
nú fyrir skemmstu um 'þessi mál,
lögðu Framsóknarmenn það til,
að ríkið veitti þessu félagi engin
forréttindi um skatta nema að
það fengi þá jafnframt íhlutun
um stjórn þess og rekstur. Það
var þetta atvik, sem gaf Mbl. til-
efnið til þess að ■ hefja gamla
sönginn um „óskabarnið" ennþá
einu sinni. En blekkingarnar
verða haldlitlar, þegar þungbær
reynsla sker úr; fallegt vögguljóð
er misskilin uppeldisaðferð við
við „óskabarn", sem er orðinn ó-
dæll og ófyrirleitinn uppivöðslu-
seggur, sem skeytir um ekkert
nema eigin hag. Við slíkan karl
þarf’ aðrar orðaræður og önnur
handtök. Það er þetta, sem Fram-
sóknarmenn vilja vinna að: Ný
stefna í siglingamálum með íhlut-
un ríkisins um stjórn og rekstur
Eimskipafélagsins annars vegar,
en skipakaupum samvinnufélag-
anna og stofnun eimskipafélaga
annarra landshluta hins vegar.
Meirihluti þings vildi ekki sinna
þessari stefnu. Telur sennilega, að
þjóðin sefist við fallegan bí-bí-
blakasöng um „óskabarn" meðan
óskabarnið veitir henni þungar
búsifjar. Það kynni svo að fara,
að þessi þingmeirihluti vaknaði
við vondan draum. Það er ekki
alveg víst, að landsmenn uni því
um aldur og ævi, að þessu Reykja-
víkurfyrirtæki sé veittur milljóna-
stuðningur frá ríkinu á ári hverju,
nema þá, að þau siglingafélög, sem
á stofn kunna verða sett í öðrum
landshlutum, njóti sömu kjara."
Það væri vissulega fróðlegt að heyra
tóninn í Mbl„ ef t. d. kaupfélögin færu
fram á sömu hlunnindi og Eimskip.
Ætli að blaðið hefði þá annan eins
áhuga fyrir aukningu siglingaflotans
og það þykist hafa í sambandi við
Eimskipafélagsmálið?
* * *
í eins konar eftirmælagrein um
seinasta Alþingi, er Þjóðviljinn birti
4. þ. m., -er smeygt inn svohljóðandi
klausu:
„Það er enn of snemmt, að ræða
opinberlega um síðustu ákvarðan-
ir alþingis í utanríkismálunum.
En síðar meir verða þær vafa-
laust taldar með helztu máske
örlagaríkustu ákvörðunum þess, —
í 'svip. En sú er þar máske bót
í máli, að góðri stjórn megi tak-
ast síðar, að lagfæra það, sem
þinginu hefir mistekizt."
Hér er bersýnilegt, að kommúnistar
telja það mistök hjá Alþingi að hafa
ekki viljað fara í stríðið. Annað
stjórnarblað, Alþýðublaöið, skilur þessi
ummæli líka þannig og segir um þaú
í forijfstugrein 7. þ. m.:
„ Hafi nokkur vafi leikið á því,
hvað kommúnistar hafa viljað í
þessu örlagaríka máli, þá ætti
hann nú að vera horfinn eftir
slík ummæli aðalblaðs þeiiya. Það
eru mistök af hálfu þingsins, að
dómi Þjóðviljans, að þáð skyldi
ekki verða við þeim skilyrðum,
sem sett voru: að við gerðumst
styrjaldaraðilar og segðum tveim-
ur þjóðum stríð á hendur!
En séu þessi ummæli kommún-
istablaðsins til þess fallinn aðvekja
undrun, þá eru þau, sem á eftir
fara, ekki síður athyglisverð. Blað-
ið segir, að það sé kannske bót
í þessu máli, að góðri stjórn megi
takast §íðar að lagfæra það, sem
þinginu hafi mistekizt. Er með
þessum orðum máske verið að gefa
í skyn, að kommúnistar ætli að
beita sér fyrir því í ríkisstjórn-
inni að hún hafi yfirlýstan þing-
vilja í slíku máli að engu? Það
gæti verið fróðlegt fyrir þing og
þjóð, að fá að vita það, þó að
ehgum detti að vísu í hug, að
ráðherrar annarra flokka hafi
ekki verið fullkomlega samþykkir
þingviljanum, sem allir vita, að
í þessu máli er þjóðarvilji, og
muni halda sér stranglega á grund
velli hans.“
Ja, hvað/er ekki hægt að láta sér
koma í hug í þessum efnum, því .að
hingað til hefir það virzt svo, að
kammúnistar gætu ráðið því, sem þeir
vildu í ríkisstjórninni. Það er vissu-
lega betra fyrir þjóðina að hafa vök-
ult auga á aðgerðum ríkisstjórnar-
innar í þessu máli og skapa henni
eins öflugt aðhald og auðið er.
U