Tíminn - 09.03.1945, Blaðsíða 6
6
TÍMCVN, föstudagiim 9. marz 1945
19. blalS
DÁNARMlMmG:
Guðg’eir Jóhannsson
kennari *
„Tíminn“ hefir beðið mig að
ritá nokkur minningarorð um
Guðgeir Jóhannsson, vin minn
og samverkamann. Er mér það
ljúft og skylt, sem stend hér nú
einn eftir fyrstu kennaranna við
alþýðuskólann á Eiðum. Til
hinna tveggja, Benedikts og
Sigrúnar Blöndal, hugsa ég
einnig með mikilli virðingu og
vinarhug. — Guðgeir varflfædd-
ur á Nesjavöllum í Grafningi
16. maí 1886. Bjuggu þar for-
eldrar hans, Jóhann Grímsson
og Katrín Guðmundsdóttir.
Tveggja ára gamall fluttist
hann þaðan að Fífuhvammi í
fóstur-til Þorláks alþingismanns
Guðmundssonar, móðurbróður
síns, og Valgerðar Ásmunds-
dóttur konu hans. Gengu þau
hjón honum að nokkru leyti í
foreldra stað, og naut hann þar
mikils ástríkis. Eftír lát fóstra
síns fluttist hann með fóstur-
móður sinni til Reykjavíkur og
dvaldist þar með' henni, unz
hún lézt, vorið 1912. Urfi sama
leyti útskrifaðist hann úr Kenn-
araskólanum að loknu þriggja
ára námi. Ekki KSngu síðar réðst
hann í nokkurra mánaða utan-
för,.m. a. til Þýzkalands og Eng-
lands, en þar dvaldist hann
lengst. Haustið 1913 gerðist
Guðgeir kennari við unglinga-
skólann í Vík í Mýrdal, og þar
kenndi hann samfleytt í þrjá
vetur. Á 1. vetrardag 1916 gekk
hann að eiga Láru Guðjónsdótt-
ur í Vík, ágæta konu. Hafa þau
eignazt tvö börn, Gerði og Birgi.
Veturinn 1916—1917 var Guð-
geir kennari við unglingaskóla
í Þykkvabæ í -Landbroti. Næsta
ár dvaldist hann við ýmiss kon-
ar störf í Reykjavík, en vetur-
inn 1918—1919 varð hann aftur
kennari við unglingaskólann í
Vík. Þegar Alþýðuskólinn á Eið-
um hóf störf sín haustið 1919,
varð Guðgeir þar fastur kenn-
ari og kenndi samfleytt til vors
1930. Veturinn 1930—1931 var
hann kennari við Kennaraskól-
ann, en 1931—’32 aftur á Eiðum.
Vorið 1932 kom hann til Reykja-
víkur alkominn. Starfaði hann
þar fyrst við Kaupfélag Reykja-
víkur, en síðar við Áfengisverzl-
un ríkisins. Sumarið 1934 bauð
hann sig til þings í Vestur-
Skaftafellssýslu móti Gísla sýslu
manni Sveinssyni, en náði ekki
kosningu. Lengst af þessi ár
hafði hann á hendi tímakennslu
i Gagnfræðaskóla Reykjavíkur.
Síðastliðið vor tók hann að
kenna mikillar vanheilsu og lá
í Landspítalanum allan síðari
hluta sumars, unz hann lézt
24 október.
Ég kynntist Guðgeiri ekkert
fyrr en haustið 1919, er Alþýðu-
skólinn á Eiðum hóf störf sín.
En kennari hans, séra Magnús
Helgason, hafði áður lýst hon-.
um fyrir mér. Taldi hann Guð-
geir einna fremstan allra nem-
enda (sinna að gáfum og mann-
kostum, og kennari hafði hann
þótt -frábær þessi ár, sem hann
væri búinn #ð kenna. Hugði ég
því gött til samvinnunnar og
varð sannarlega ekki fyrir von-
brigðum. Trúrri né dyggari sam-
verkamann gat ég vart hugsað
mér, og munum við allir, Eiða-
menn, sammála um það, að þátt-
ur Guðgeirs í sögu skólans sé
merkur og ágætur.
Brautryðjendastarfið fyrir
skólann var að sönnu í erfiðasta
lagí, en Guðgeir hopaði hvergi
á hæli fyrir erfiðinu. Hann
skoraðist aldrei undan neinum
vanda, og þurfti oft ærið þrek
og fórnfýsi til þess að ráða fram
úr. Hann fagnaði mjög hverju
þvi, sem á vannst, og smám
saman efldist skólinn. Hann var
sannmenntaður og góður kenn-
arí og laðaði nemendur þannig
að sér með Ijúfmennsku sinni,
að þeim mun undantekningar-
laust þafa þótt vænt um hann.
Svo uirðu áhrif hans varanleg
og djúp. Nemendahópurinn óx,
og þessi mannvænlega og prúða
sveit sló hrlng um skóla sinn
honum til þroska og gengis.
Kennarar og nemendur eldri og
yngri mynduðu Eiðasambandið
sín í milli og héldu á hverju
sumri mót í Eiðahólma. Varð
mörgum hugsað heim að Eið-
um, þótt þeir ættu þar ekki
lengur dvöl. Guðgeir tók þátt
í þessum samtökum af lífi og
sál, flutti erindi í Eiðahólma
og fagnaði gestunum, sem að
garði bar. Kennarastarfinu á
Eiðum undi hann hið bezffca,
og mun hafa talið það aðallífs-
starf sitt. Festi hann djúpar
rætur eystra, nærri því eins og
hann væri borinn þar og barn-
fæddur. Hann plantaði skógar-
hríslur umhverfis kirkjuna á
Eiðum og hlúöi að nýgræðingi,
sem tók að vaxa þar, sem forð-
um stóð Eiðaskógur.
Guðgeir Jóhannsson
Guðgeir tók einnig mikinn og
góðan þátt í málum sveitarinn-
ar og stofnaði Samvirkjafélag
Eiðaþinghár til eflingar sam-
vinnu, líknarmálum og félags-
þroska. Vann það undir forustu
hans, hvers konar nytjastörf og
blómgaðist svo, að það lifir og
starfar ehn í dag. Ástsældir
hans uxu með hverju ári, og
duldist engum, að gróandi fylgdi
verkum hans fyrir sveit, heim-
ili, skóla.
Með störfum Guðgeirs hér í
Reykjavík hin siðari ár fylgdist
ég miður, þótt vinátta okk-
ar héldist jafnan hin sama. En
ég veit, að hann hefir unnið
þau af frábærri skyldurækni, og
hann naut fyllsta trausts starfs-
bræðra sinna. Bezt hefir hon-
um vafalaust fallið kennslan,
og þótti méí- leitt, að hann
skyldi ekki geta stundað hana
meir. Ástsældir hans af nem-
endum héldust sem fyrr. Þótt
unglingar ættu í hlut, mjög mis-
jafnir að þroska, kunnu þeir að
meta kennslu hans og ljúflyndi.
Við, sem kynntust Guðgeiri
mest, geymum mynd hans
minningu okkar til sálubóta.
Hitt er annað mál, hvernig okk-
ur gengur að lýsa honum fyrir
öðrum.
Hann var allra manna hóg-
værastur og lítillátastur, vildi
þjóna hverju góðu málefni, er
hann mátti, já, mér liggur við
að segja, hverjum mánni, sem
þarfnaðist hans. Jafnframt bar
hann manna ríkastan metnað
í brjósti, fyrir hönd ættjarðar
sinnar og alls þess, er hann vissi
fagurt, satt og gott.
Hann var, að minni hyggju,
listamaður að eðlisfari, hefði að
líkindum geta2\ orðið afburða
náttúrufræðingur — og skáld.
Hann var ágætlega ritfser, eins
og sjá má af bók hans um
Kötlugosið 1918, og vel máli far-
inn. Það var unaðslegt áð hlýða
á hann lýsa íslenzkri náttúru-
fegurð, er saman fór nákvæmni
og snilld. Hann gat horft hug-
fanginn á menjar fyrri alda
jarðsögunnar og lesið okkur
hinum þær rúnir, og hann var
glaður eins og barn við barm
Huldu lands okkar. Hann þekkti
sveitasæluna og friðinn flestum
fremur.
Lítt mun hann hafa gjört að
því að fella hugsanir sínar 1
ljóð. Þó vissi ég til þess.'Yfir
beim ljóðum var bjart af heið-
ríkju og sól, og lagði á móti eins
og fjallablæ og bjarkarangan.
Síðasta ljóð hans var kveðja til
jarðlífsins. Það heitir Moldin og
er á þessa leið:
Vagga lífsins, moldin milda,
mjúk og hlý af regni og sól,
öllum tengda, öllum skylda,
öllum jafnt þú veitir skjól.
Melðar stærstir, minnstu feróin
máttínn hlutu fyrst hjá þér.
Skrifstoíur
J
Eftirlíts bæjar- og sveítarfélaga
Framiærslumálaneindar ríkisíns
eru iluttar í Tjarnargötu 10, 4. hæð.
i
m HKjm om
Sjafnar tannkrem gerir
■ y
tennurnar mjallhvítar
Eyðir tannsteini og himnu-
myndun. Hindrar skaðlega
sýrumyndun í munninum og
varðveitir með því tennurn-
ar. Inniheldur alls engin
skaðleg efni fyrir tennurnar
eða fægiefni, sem rispa tann-
glerunginn. Hefir þægilegt og
hressandi bragð.
NOTIÐ SJAFNAR TANNKREM
KVÖLDOG MORGNA.
*
Sápuverksmiðjan Sjöfn
Akureyri
Ódýrt
V # / Matskeiðar, plett 2,65
Matgafflar, piett 2,65
Mathnífar, plett 2,40
Teskeiðar, plett 1,25
Ávaxtahnífar, plast. 1,25
Kökuhnífar, plast. 3,25
Kökuspaðar, plast. 3,25
Sykursett, gler 240
Smjörkúpur, gler 2,65
Bollapör, góð 3,00
BoIIar, stakir 1,80
K. EINARSSON
& BJÖMSSON
Bankastræti 11.
TÍMINN
Þeir, sem fylgjast vilja með
almennum málum verða að lesa
Ýímann.
Frumskógar og frosnu tóin
finna jafnt, hvað moldin er.
Allra landa míð og merkur
moldarinnar eru gjöf,
eins og iífsins straumur sterkur
stefnir gegnum loft og höf.
Blómin fyrstii, börnin ungu
brosa þínum grunni frá.
Eilíf ljóð á unaðs tungu
um þig syngja loftin blá.
Guðgeir var% trúmaður mikill,
kreddulaus og frjálslyndur,
treysti Guði skilyrðisláust og
sigri hins góða að lokum eftir
harðat fæðingarhríðir þessarar
veraldar. Með trú og hugprýði
hefir hann horft á dauða sinn
eins og fæðingu nýs lífs.
Hvér hann var í hvívetna nán-
ustu ástvinum sínum, skal ekki
fjölyrða. En viðkvæmari ást og
umhyggju heimilisföður hefi ég
aldrei þekkt. Það var þeim
arfur, sem hvorki grandar mölur
né ryð. ,
Þeir, sem áttu Guðgeir að
vini, urðu við það ríkari og betri.
Minningu hans í hugum þeirra
fylgir mild bifta, en hvergi ber
skugga á.
Hann var íslandi í öllum
greinum ^óður sonur.
Ásmundur Guðmundsson
Hngleiðiogar
(FramhalcL af 3. síðu)
ein. ‘Því fleiri, sem hverfa frá
þeim störfum, sem skapa tekjur
þjóðarbúsins, til annarra meira
eða minna nauðsynlegra starfa,
því minna hefir þjóðin í heild
til þess að bíta og brenna, og
því þrengri verða lífskjör henn-
ar. Þegar svó tiltölulega fáum
einstaklingum og fyrirtækjum
hefir liðizt fyrir aðgerðaleysi
máttlítilla og stefnulausra
stjórnarvalda að nota óvenju-
lega möguleika ófriðaráranna
til þess að draga í eigin vasa
mikinn hluta þjóðarauðsins, er
ekki að undra, þótt ískyggilega
horfi fyrir þessari þjóð.
Stéttastríðið og ójöfn skipting
þjóðarauðsins milli borgaranna
eru meinsemdir á þjóðarlíkam-
anum, sem verða að læknast, ef
ekki á illa að fara. Og til þess
duga engin lausatök. Nýsköpun-
ar- og friðarhjal rikisstjórnar-
innar er auglýsingaskrum eitt,
eins konar sjónhverfingablæja,
sem lögð er yfir meinsemdirnar
til þess að hylja um stundar-
sakir ófr-iðarólguna og ranglætið
í þjóðfélaginu. í því felast engin
ráð til lausnar eða lækninga-
máttur. Framfarir og aukin
tækni á sviði framleiðslumál-
anna er að sjálfsögðu ekki að-
eins æskileg heldur knýjandi
nauðsyn. En á þeim auknu af-
köstum, sem af þeim munu
leiða, verður ekki flotið meðan
framfarirnar og hin aukna
tækni eru ekki annað en orð
og hugsmíðar.
Efnahagslegt og stjórnarfars-
legt sjálfstæði íslenzku þjóðar-
innar í framtíðinni veltur á
því, að hún hafi manndóm til
þess að hefja réttlætið til vegs
innan þjóðfélagsins. Að leiðtog-
um hennar lærist að setja hags-
muni þjóðarheildarinnar yfir
hagsmuni einstakra manna og
stétta. Að þeir beiti vitsmunum
sínum og yaldi til þess að skera
úr hagsmunadeilum stétta á
réttlátari hátt, en ekki til þess
að ala á þeim deilum og efla
þær. — Þeir tímar eru skammt
undan, að framkoma fjölmargra
núverandi leiðtoga þjóðarinnar
þolir’ sinn dóm, og sá dómur
verður þungur, ef þeir ekki
breyta þegar um stefnu og ger-
ast fulltrúar réttlætisins, én
eyðendur spillingarinnar.
Samband ísl. samvinnufélaga.
SAMVINNUMENN:
Látið aðeins vandaðar framleiðsluvörur frá
yður fara. Munið að vöruvöndun borgar sig.
SAVON de PARÍS mýhir húðina og
styrkir. Gefur henni yndisfagran litblœ
/
og ver hana kvillum.
/
[ . ' : ■. - - . ' ■ ./ ; ■
NOTIÐ
SAVON
Anglýiing
um skömmtun á crlcndu smjöri.
•
|amkvæmt reglugerð útgefinni í dag löggildist hér
með stofnauki nr. 1, sem fylgdi skömmtunarseðlum
fyrir tímabilið 1. janúar til 1. apríl, sem innkaupa-
heimild fyrri tveim pökkum (453'gr. X 2) af erlendu
smjöri, og gildir hann sem innkaupaheimild fyrir
þessu magni til 1. júlf n. k.
Verð þess smjörs sem selt er gegn þessari innkaupa-
* heimild er ákveðið kr. 6,50 hver pakki í smásölu.
Viðskiptamálaráðuneytið, 3. marz 1945.
Pétur Magnússon
Torfí Jóhamisson.
Tr| áræktar-
aámskelð
verður, ef þátttaka fæst nægileg, á Hallormsstað í vor
komandi, fyrir stúlkur frá 20. maí til 20. júní. Ouk uppi-
halds verður nemendum gr^iddur styrkur.
Raítækj avinnustoían Selíossi
framkvæmir aUskonar rafvlrk jastört.
ORÐSENDING TIL KAUPENDA TÍMMS.
Ef kaupendur verða fyrir vanskilum á blaðinu, eru þeir vin-
samlega beðnir að gera afgreiðslunni þegar aðvart.
y