Tíminn - 27.04.1945, Blaðsíða 1

Tíminn - 27.04.1945, Blaðsíða 1
RITSTJÓRI: ÞÓRARINN ÞÓRARINSSON. ÚTGEFPANDI: FRAMSÓKNARFLOKKURINN. Símar 2353 oK 4373. PRENTSMIÐJAN EDDA hi. RITST JÓRASKRIFSTOFUR: EDDUHÚSI. Lindargötu 9A. Símar 2353 og 4373. AFGREIÐSLA, INNHEIMTA OG AUGLÝSINGASKRIFSTOFA: EDDUHÚSI, Lindargötu 9A. Sími 2323. 29. árg. Reykjavík, föstndagiim 27. apríl 1945 31. bla« Barátta kommúnista fyrír styr j aldarþ átttökunni afhjúpuð Kommúnistar játa fyrri laudráð sín í eigin tillögu. Ríkisstjórnin hefir nú loksins orðið við þeirri kröfu að birta skýrslu um stríðsyfirlýsingamálið. Hefir stjórnin þrjózkazt við að gera það í nær tvo mánuði, og er vitanlegt, að því hafa ráðið óskir kommúnista, sem óttuðust orðið afstöðu sína og vildu láta málið fyrnast sem mest áður en skýrslan væri birt. Skýrslan ber þess líka ljósan blæ, að reynt er að breiða yfir ávirðingar kom- múnista eftir því, sem auðið er. Þrátt fyrir það getur engum dul- izt, sem les skýrsluna, að kommúnistar hafa gert sitt ýtrasta til að koma íslandi í styrjöldina. V illnndi orðalag. Skýrsla stjórnarinnar er birt á öðrum stað í blaðinu, en rétt þykir að vekja hér at- hygli á nokkrum atriðum henn- ar. Þykir þá rétt að byrja á fyrsta atriðinu, sem er mjög vill- andi, og er auðsjáanlega haft þannig, til að hjálpa kommún- istum. Þetta atriði er á þá leið, að á síðara stigi málsins hafi „borizt þær fregnir frá Was- hington, að eigi þyrfti að segja neinum stríð á hendur, og eigi að yfirlýsa stríðsá- standi, heldur nægði að við- urkenna, að hér hefði ríkt ó- friðarástand og undirrita téða sáttmála". Fljótt á litið myndi margur geta álitið, að þeta þýddi það, að íslendingar hefðu getað fengið sæti á ráðstefnunni í San Fran- cisco, án stríðsþátttöku. Slíkt er fullkomin blekking. Það lá aldrei annað fyrir en að íslend- ingar yrðu að gerast stríðsaðili, ef þeir ætluðu að fá aðgang að ráðstefnunni, og hafi borizt til- boð um eitthvað annað, hefir því þá verið haldið leyndu fyrir utanríkismálanefnd og Alþingi, sem verður þó að teljast óllklegt. Það, sem hér er átt við, getur vart verið annað en sú bollalegg ing íslenzka sendiherrans í Washington, að íslendingar lýstu því yfir i stað beinnar stríðsyfirlýsingar, að þeir hefðu I átt í ófriði (styrjöld) síðan 1941 og undirrituðu svo umrædda samninga, er m. a. fjalla um sameiginlegan styrjaldarrekstur. Slíkt var vitanlega það sama og gerast stríðsaðili, en því bætt við aðra vansæmd, að íslend- ingar hefðu gert sig seka um þau lítilmannlegu ósannindi, að telja sig hafa verið stríðsaðila á þriðja ár, án þess að að hafa Þjófnaðurinn í Grundarfirði Aðfaranótt seinastl. sunnu- dags var framið innbrot og stór- þjófnaður hjá útibúi Kaupfélags Stykkishólms í Grafarnesi. Þjófarnir sneru í sundur lás og komust þannig inn í vöru- geymslu kaupfélagsins, en það- an var innangengt í skrifstofu þar sem tveir peningakassar voru geymdir. Kassarnir voru báðir hafðir á brott, en í þeim var um 70 þús. krónur í pening- um og ávísunum. Tiltæki þjófanna þykir mjög býræfið, þar sem haldinn var dansleikur um nóttina, skammt frá innbrotsstaðnum. Á dansleik þessum var einnig fjöldi utan- bæjarfólks og er því erfiðara að hafa upp á sökudólgnum. Sýslumaðurinn í Stykklshólmi, Kristján Steingrímsson, fór þeg- ar að Garfarnesi, er uppvlst varð um þjófnaðinn og hefir hann þar með höndum rann- sókn í málinu. haft kjark til að segja það opin- berlega! Á þetta villandi orðalag í stjórnarskýrslunni, er bersýni- lega hefir verið stílað að ósk kommúnista, reyna þeir nú að hengja hatt sinn og segja, að þeir hafi viljað þessa aðferð en ekki að lýsa yfir beinni stríðs- þátttöku. Þannig á að reyna að blekkja almenning og leyna því fyrir honum, að hér var um ekkert annað en stríðsyfirlýs- ingu að ræða með öllum hennar afleiðingum, en aðferðin enn lítilmannlegri en bein stríðsyf- irlýsing. Stríðsyfirlýsing kommúnista. í stjórnarskýrslunni eru ekk- ert rakin átökin um málið í ut- anríkismálanefnd eða á Alþingi, heldur aðeins birtar lokatillög- urnar. Menn fá því enga vitn- eskju um það, að kommúnistar börðust alllengi hatramlega fyrir því, að svarið yrði já- kvætt, þ. e. birt bein styrjaldar- yfirlýsing, en þegar þeir sáu, að slíkt yrði ekki samþykkt, fóru þeir inn á þá braut að flytja til- lögu þá, sem birt er í stjórnar- skýrslunni, og er ekkert annað en grímuklædd stríðsyfirlýsing, er óhjákvæmilega hefði gert þjóðina að stríðsaðila, ef sam- þykkt hefði verið. í tillögunni, er t. d. talað um „þátttöku íslands í styrjaldar- rekstrinum“, en slíkt er vitan- lega sama og játning um stríðs- aðild, og síðar er sagt, að íslend- ingar voni, að „þessi þátttaka verði metin tii jafns við beinar stríðsyfirlýsingar annara þjóða, sem hafa möguleika til hern- aðarlegrar þátttöku í styrjöld- inni, sem ísland hefir ekki“. Skýrar verður ekki sagt, að íslendingar sjálfir telji sig stríðsaðila, en þá vanti aðeins vopnin. Úr þeirri vöntun gátu Bandamenn boðizt til að bæta og hefðu vafalaust gert það, fyrst íslendinga vantaði ekki viljann. Hefði tillaga kommún- ista verið samþykkt, hefði hún því óhjákvæmilega leitt til stríðsþátttöku. Hér eftir þarf því enginn að efast um stríðs- vilja kommúnista. Skrif Þjóðviljahs voru raunar búin að upplýsa þetta áður. Þjóðviljinn lauk lofsorði á stríðsyfirlýsingu Sýrlendinga, hann taldi sjálfsagt, að íslend- ingar færðu „fómir“ til að komast á San Francisco-ráð- stefnuna, og hann kvað stjórn- ina verða að bæta úr „því, sem Alþingi hefði mistekizt“. Allt þetta sannaði það, sem nú hefir verið upplýst til fullnustu, að fyrir kommúnlstum vakti, að ís- lendingar færu í stríðið. Kommúnlstar játa fyrri landráð sín. Tillaga kommúnista er ekki sízt merkileg fyrir þá sök, að hún er eins konar játning á (Framhald á 8. síOti) Síðlaus svik landbúnaðarráðherranss Bændur sviknir um 4-5 aura verð- • ' - ð uppbót á hvern mjólkurlítra ÞÝZKT FLÓTTAFÓLK Hér á myndinni sést þýzk kona með tvö börn sín, sem hefir flúið heim- ili sitt til að finna sér öruggari dvalarstað. Slíkt flóttafólk skiptir nú mörgum miljónum í Þýzkalandi og býr við hin ömurlegustu kjör. Samt halda nazistar áfram stríðinu og auka þannig mest raunir sinnar eigin þjóðar. $tríðsyfirlýsingarmálið: Greinargerð ríkis- stjóriiarinnar Um miðjan febrúar s. 1. skýrði sendiherra Breta á íslandi frá því, að hinum sameinuðu þjóð- um og þeim samstarfsþjóðum þeirra („Associated Nations"), er hefðu sagt Þjóðverjum og eða Japönum stríð á hendur fyrir 1. marz 1941 myndi verða boðin þátttaka í ráðstefnu, er halda ætti innan fárra vikna til þess að ræða um framtíðarskipan heimsins („World Organiza- tion“). Jafnframt skyldu þessar þjóð- ir undirrita Atlantshafssátt- málann og Washingtonsáttmál- ann frá 1. janúar 1942. Þegar sendiherra Breta flutti þessi boð tók hann það skýrt og greinilega fram að stjóm Stóra- Bretlands hefði falið honum að forðast að hafa nokkur áhrif á ákvörðun ríkisstjórnar íslands i þessu máli. Nokkru síðar bárust ríkis- stjórninni fyrir milligöngu sendiherra íslands í Washing- ton sams konar skilaboð frá stjórn Bandaríkjanna. Var þar og beint tekið fram, að vér réð- um einir hvað vér gerðum. Þegar hér var komið mæltist ríkisstjórnin til að ísland sætti öðrum skilmálum en aðrar þjóð- ir og færði rök fyrir þeirri ósk. Fáum dögum eftir það bárust enn þær fregnir frá Washington að eigi þyrfti að segja neinum stríð á hendur og eigi yfirlýsa striðsástandi, heldur nægði að viðurkenna, að hér hefði rikt ó- friðarástand, síðan 11. desember 1941, og undirrita téða sáttmála. Myndi þá litið á ísland sem eina hinna sameinuðu þjóða, en það veitti íslandi þátttöku í téðri ráðstefnu. Eftir að utanrikismálanefnd hafði fjallað um þetta mál var það rætt á lokuðum þingmanna- fundum. Hinn 25. febrúar bárust fregn- ir um að áðurnefndri ósk íslend- inga væri synjað. Hinn 27. febrúar bar forsætis- og utanríkisráðherra fram á lok- uðum þingmannafundi svohljóð- andi tillögu í málinu: „Alþingi álitur, að það sé fs- lendingum mikil nauðsyn að verða nú þegar þátttakandi í samstarfi hinna sameinuðu þjóða og telur að_ vegna afnota Bandamanna af íslandi í þágu styrjaldarrekstrar eigi íslend- ingar sanngirniskröfu á því. íslendingar geta hins vegar hvorki sagt öðrum þjóðum stríð á hendur né háð styrjöld af aug- ljósri ástæðu, sem Alþingi felur ríkisstjórninni að gera grein fyrir.“ Sameiningarflokkur Alþýðu’, Sósíalistaflokkurinn, bar þá fram svohljóðandi breytingartil- lögu: „íslendingar vænta þess, að þeir verði taldir eiga rétt til þess að sitja ráðstefnur hinna frjálsu sameinuðu þjóða, þar sem þeir hafa: 1) Lánað Bandamönnum land sitt fyrir hernaðarbæki- stöðvar, 2) Framleitt matvæli elngöngu fyrir hinar sameinuðu þjóðir síðan styrjöldin hófst, 3) Flutt þessi matvæli" til þeirra staða, er Banda- menn hafa getað notfært sér þau, og (Framhald á 8. síðu) i MG birtist á 3. síðu þriðja greln Lysteins Jónssonar um atvinnu- mál. Neðanmáis er grein eftir Gils Guðmundsson um Jón Trausta og sögur hans. Ofan máls á 4. síðu er fyrri hluti greinar eftir séra Halldór Jónsson á Reynivölium í Kjós, um íslandsáætlun hans. Drengileg tilslökun bænda er laun- uð þanníg, að þeir eru sviknir um 740 þús. kr., medan laun ilestra annarra eru stórhækkuð Þótt þaff hafi jafnan þótt ljóst, aff núverandi ríkisstjórn myndi verffa bændum þung í skauti, eins og líka sést á afgreiðslu helztu stórmála landbúnaffarins á seinasta þingi, hefir þaff samt komiff flestum á óvart, að stjórnin skyldi verffa til þess aff svíkja-mjólk- urframleiffendur um sexmannanefndarverffiff. Siík svik viff bænd- ur, eftir hina drengilegu tilslökun á síffastl. hausti og eftir að flestar affrar stéttir hafa fengiff ríflegar hækkanir í tíff núv. stjórnar, eru svo siffiaus, aff erfitt er að finna hliffstæð dæmi. Þessi svik eru þó komin á daginn, eins og sagt var frá í sein- asta blaffi. Ríkisstjórnin neitar aff greiffa nauffsynlegar uppbætur á útsöluverff mjólkurinnar og ber fyrir sig algera mistúlkun á samkomuiagi sexmannanefndarinnar. Verffiff, sem bændur fá fyrir seinasta ár, verffur því 4—5 aurum lægra en þeir eiga aff fá samkvæmt sexmannanefndar-samkomulaginu og Mjólkursamsal- an gert kröfur um fyrir hönd bænda. Samkomulag sex- mannanefudarmnar. Það varð samkomulag allra flokka á Alþingi 1943, að skipuð yrði nefnd með tveimur full- trúum frá bændum, tveimur fulltrúum frá launþegum og tveimur óháðum sérfræðingum og skyldi henni falið að finna út vísitöluverð fyrir landbúnað- inn, er byggðist á því, að bænd- ur fengju svipaðar meðaltekjur og verkamenn og iðnaðarmenn. Fullt samkomulag varð í nefnd- inni og komst hún m. a. að þeirri niðurstöðu, að meðalverð til bænda ætti að vera kr. 1,23 fyrir mjólkurlítra. Verð þetta skyldi gilda fyrir tímabilið 15. sept. 1943—15. sept. 1944, en þá skyldi ganga í gildi nýtt verð fyrir næsta ár miðað við þær kaup- breytingar, sem þá hefðu orðið. Mjólkurverð til bænda reynd- ist yfirleitt hærra árið 1943 en sexmannanefndarverðið og staf- aði það af því, að annað verð gilti þá fyrstu þrjá ársfjórðung- ana. Þannig fengu bændur vest- an fjalls þá 132.7 aura fyrir mjólkurlíterinn, bændur austan fjalls 124.7 aura og bændur í Borgarfirði 121.7 aura. Þann 15. september síðastl. átti nýtt mjólkurverð að ganga í gildi samkvæmt sexmanna- nefndarsamkomulaginu, byggt á kaupbreytingum, er orðið hefðu næstu 12 mánuði á undan. Sam- kvæmt þelm breytingum átti verðið að hækka um 9.4% og hefði mjólkurverið til bænda þá, átt að verða um 134—135 aura fyrir líterinn. Þessa verðhækkun gáfu bændur eftir til að afstýra stóraukinni verðbólgu og til að leitast fyrir um, hvort aðrar síéttir yrði ekki fúsari til tll- slökunar, þegar fordæmi hefði verið gefið. Þessi tilslökun bænda var vit- anlega gefin i fullu trausti þess, að þeim yrði tryggt 123 aura verðið og þar yrðu ekki nein svik i tafli. Slíkra svika hefði vlssulega ekki heldur átt að vænta eftir fyrri framkomu bænda. Þeir höfðu slakað til sumarið 1943, er þeir féllust á sexmannanefndar- verðið. Þeir höfðu aftur slakað til haustið 1944, er þeir gáfu eft- ir verðhækkunina, sem átti að verða samkvæmt sexmanna- nefndarálitinu. Neitað um miuðsyn- legar greiðslur úr ríkissjóði. Eins og kunnugt er, var sú að- ferð tekin upp 1943 til að hafa hemil á dýrtíðinni að lækka út- söluverð landbánaðarvaranna innanlands með því að greiða nokkurn hluta verðsins beint úr ríkissjóði. Þetta hækkaði ekki að neinu leyti verðið til bænda og var því engin uppbót til þeirra, eins og stundum er haldið fram í blekkingarskyni. Þetta var al- menn ráðstöfun til að koma í veg fyrlr að háa k&íipgjaldið sligaði atvinnuvegina alveg og þó fyrst og fremst atvinnuveg- ina við sjávarsíðuna. Þann 19. marz síðastl. skrifaði Mjólkursamsalan landbúnaðar- ráðuneytinu bréf, þar sem skýrt var frá því, að reikningar Sam- sölunnar og hlutaðeigandi mjólkurbúa fyrir 1944 leiddu í ljós, að enn vantaði 1.214 þús. kr. frá ríkissjóði til þess að hægt væri að greiða 123 aura fyrir lítrann sem meðalverð til fram- leiðenda á verðlagssvæði Reykjavíkur á árinu 1944. Þess hefði mátt vænta, að upphæð þess yrði greidd strax, en í stað þess berst Mjólkursamsölunni svarbréf frá ráðuneytinu dágs. 9. þ. m , þar sem tjáð er að ráðu- neytið munii jfkki greiða 740 þús. kr. af þessari upphæð, en það nemur milli 4—5 aurum á hvern mjólkurlítra, er mjólkurbúin tóku á móti á síðastl. ári. í bréfi þessu er því haldið fram, að rangt sé að greiða um- rædda upphæð, þar sem telja beri með í verðinu til bænda 202 þús. kr., sem lagðar eru i varasjóð búanna, 513 þús. kr., sem lagðar eru í byggingarsjóð nýju mjólkurstöðvarinnar og er það öll upphæðin, sem tekin er af verði mjólkurinnar, og loks 25 þús. kr. af tekjum á brauða- sölu, en þær tekjur hafa und- a.nfarið verið lagðar allar I byggingarsj óðinn. Alger svik á sexmaimaiiefndar- samkomnlaginn. Það liggur strax í augum uppi að þessi frádráttur, sem hér er gerður af landbúnaðarráðuneyt- inu, er algert svik á sexmanna- nefndarsamkomulaginu. Þar er skýrt tekið fram og hefir líka (Framhald á 8. síðu)

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.