Tíminn - 27.04.1945, Blaðsíða 4

Tíminn - 27.04.1945, Blaðsíða 4
4 TÍMIM, föstiidagiim 27. aprfi 1945 31. blað Séra Halldór Jónsson, Reynívöllum: I§land§áætlun Vér íslendingar höfu'm stofn- að lýðveldi á landi hér með samþykki stórvelda. Vér vonum, að með stofnun lýðveldis höfum vér stigið heillaríkt spor. Um leið og það var stigið, rættist draumur, sem átti sér langan aldur, og mun því fagna sérhver góður íslendingur. En þá kemur til vorra kasta, íslendinga, að taka lýðveldinu vel, ekki að- eins í orði, heldur í raun og sannleika, og vert er nú að sýna, að vér séum hinum nýja vanda vaxin og glötum ekki fyrir hand- vömm því, sem þegar áunnizt hefir. Við gætum hæglega glat- að hinu fengna frelsi, ef við ekki hegðuðum okkur hófsám- lega og skynsamlega, svo sem samboðið væri frjálsri þjóð. Sundurlyndið kom forðum hinni íslenzku þjóð í koll. Það vita all- ir. Vegna þess glataðist frelsið. Sundurlyndi gæti oss hæglega orðið að falli að nýju, ef vér ekki þekktum vorn vitjunartíma og ef svo illa tækist til, en vér skulum öll vona, að til slíks komi eigi. Hið fyrsta til að fagna lýð- veldinu, er friður innanlands. Hann getur hæglega átt heima, þótt mörg sé skoðun og marg- breytt lund. Það er vegna afreka andans, einstæðra bókmennta, sem eftir hinni íslenzku þjóð hefir verið tekið af öðrum þjóðum, og þau aflað henni virðingar meðal þeirra. Langstærsti og glæsileg- asti votturinn um afrek and- ans yrði i framtíðinni sá, að vér lærðum að láta oss koma saman og vinna saman í bróð- erni. í skjóli friðarins mundu dafna vísindi og listir, langt fram yfir það, sem er, og í skjóli hans verða til ótal afrek á sviði athafna- og framkvæmdalífs og hvers konar starfsemi, sem mið- ar að því að göfga þjóðina. — Fyrsta, langfyrsta og sjálf- sagðasta skilyrði þess, að ís- lendingar fáf til fulls notið gáfna sinna og hæfileika, sem án efa eru miklir, hvort sem eru andlegs eða líkamlegs eðlis, er það að vér lifum 1 friði hver við annan, hættum allri fávís- legri úlfúð og áreitni. Hvorugt af því borgar sig. Öll sundrung hefnir sín grimmilega, eins og öll reynsla sýnir. Eina von lítillar þjóðar um frama.og farsæld er sú, að allir, allir taki höndum saman um heill og heiður fósturjarðarinn- ar. Vér óskum þess, að aðrar þjóð- ir geti litið til vor með virðingu, en heitust ætti sú óskin að vera, að vér gætum átt slíka virðing skilið. Það hefir verið réttilega sagt af vitrum og góðum íslending- um; fleirum en einum, að það sem áunnizt hefir með stofnun lýðveldis á landi hér, væri alls ekki lokatakmarkið. Það hefir verið réttilega sagt, að lokaspor- ið í frelsisbaráttu þjóðarinnar, takmarkið, væri sífellt fram- undan, það er að segja: hin sanna frelsishugsjón. Stofnun lýðveldis á landi hér er aðeins áfangi, að vísu gleði- legur, á langri frelsis- og þroska- braut, en alls eigi hið eina tak- mark í frelsisbaráttu þjóðar- innar. Þess vegna þurfum vér með- al annars að keppa að því betur og betur, að vinna saman í bróð- erni að hverju þjóðheillamáli. Máltækið segir, að „margar hendur vinni létt verk“. Reynsl- an sýnir ótvírætt, að þetta er sannleikur. Á hinu ér megin- munur, þegar einn rífur niður það, sem annar byggir. Það get- ur aldrei góðri lukku stýrt. Sem betur fer hefir mjög mik- ið verið gert þjóðinni og landinu til heilla á undanförnum áratug- um, og því meira, sem betur hef- ir rýmkazt um frelsi hennar. Fjölmörg stórvirki hafa verið unnin til sjávar og sveita af ein- staklingum, sveitar- og bæjar- félögum, og að tilhlutun Alþing- is og ríkisstjórnar, sem fáa eða enga hefði órað fyrir eða dreymt um fyrir nokkrum tugum ára. Brýr og vegir, skipastóll, verk- smiðjur, stórfelldar húsabætur og rafvirkjanir, hitaveita Reykjavíkúr, stórfelldar rækt- unarframkvæmdir, svo eitthvað sé til dæmis tekið, — allt er þetta glöggur vottur þess, hve mikið hefir verið aðhafzt og á- unnizt á skömmum tíma. Þó má segja, að það, sem þegar hefir áunnizt, sé aðeins örlitið brot af þeim verkefnum, sem fram- undaV eru og því, sem gera þarf. Til dæmis má taka, að rækt- aða landið, tún, matjurtagarðar og nýræktin, eru eins og smá- deplar enn sem komið er í hinu mikla flæmi hins ræktanlega lands alls yfir. Á því einu má sjá, hve mikið gera þarf og bíð- ur framtíðarinnar og komandi kynslóða. Á öðrum sviðum má í flestum efnum sviplíkt segja. Alls staðar má heita erum vér aðeins á byrjunarstigi. Gæði landsins og anðlindir u n þess eru, sem betur fer, geysi- miklar, og á þessu landi gæti efalaust átt heima, liðið vel og lifað menningarlífi, nokkrar mil- jónir manna í stað rúmlega hundrað þúsunda, ef landinu væri fullur sómi sýndur eins og vonandi verður betur og bet- ur, er fram líða stundir. Ennþá vantar svo ótal margt til að sinna þörfum þeirrar kynslóðar, sem nú lifir, hvað þá heldur þeirra, sem enn eru ófæddar. Er vonandi, að úr þessu verði bætt betur og betur með vaxandi þekkingu á því, sem þjóðin á, sem er hið yndisfagra land, og vaxandi skilning á sinni köllun. Vér vitum, að flestar aðrar þjóðir bera sinn herkostnað. Þær fórna fjármunum, blóði og tár- um á styrjaldartímum og verða að bera slíkar byrðar, er oss blátt áfram hrýs hugur við. Einnig á friðartímum verða þær að bera sinn herkostnað, sem er eigi lítill hluti af þjóðartekj- um. Vér íslendingar höfum komizt hjá slíkum byrðum. Vér erum vopnlaus þjóð, og höfum eigi efni á slíkri eyðslu, vegna fæðar vorrar og smæðar. Allur herafli landanna lifir í óvirkri aðstöðu á friðartímum móts við hið vinnandi fólk, nema hvað her- inn er á 'friðartímum tæki til að halda uppi lögum og reglu að svo miklu leyti, sem þess gerist þörf. Á ófriðartímum, er ekki að sökum að spyrja. Þá vinnur her- lið landanna að því að rífa nið- ur, drepa fólk, sökkva skipum, brjóta niður brýr og alls konar mannvirki, fara eins og eyðandi eldi um ból og byggðir o. s. frv., annaðhvort í varnar- eða árás- arskyni. Það vinnur að þvl að afmá ómetanleg menningar- verðmæti frá liðnum öldum og árum. Vér íslendingar verðum vís- ast lengst af lausir við allt, er að hernaði og hermennsku lýt- ur, og hinar þungu fjárhagslegu byrðar meðal annars, sem slíku fylgir. En væri nú ekki sanngjarnt, að vér af fúsum og frjálsum vilja vildum leggja . á oss nokkrar byrffar, ættjörffinni og einkum komandi kynslóffum til heilla, með þeirri vitund, að slíkt mundi þegar koma oss sjálfum að notum? Hverri kynslóð bæri einnig að hafa það hugfast, að henni ber heilög skylda til að skila til komandi kynslóða land- inu betra, fegurra og byggilegra en hún tók við því sjálf. Það er fjölda margt, margar byrðar, sem menn verða að bera að valdboði og inna af hendi sem skylduskatt, og þar er, eins og gengur, margur óánægður. En væri ekki ánægjulegt að lyfta athyglisverðum Grettistökum með frjálsum samtökum, en vita þó um leið, að það kæmi þeim sjálfum að notum, er að þeim stæði? Það er mælt, að ekkert sé nýtt undir sólinni, og að vísu er það ekki nýtt, að mikið hafi verið unnið á landi hér með frjáls- um framlögum einstaklinganna og félaga, og jafnan komið að blessunarríkum notum. En slík samtök hafa eigi verið almenn, heldur bundin við tiltölulega fámenna hópa. Yrði of langt mál að nefna dæmi. Iðulega hefir, eins og kunn- ugt er, verið helzta vonin, að fá hinu og þessu framgengt, sem brýn þörf þótti á og varð- andi marga, að taka sig saman og hrinda því þannig í fram- kvæmd með frjálsum fórnum, vinnu eða peningum. Líka leið þarf þjóðin í heild sinni að fara, til þess eins og þegjandi og hljóðalaust að koma í framkvæmd ýmsum aðkallandi nauðsynja- og menningarmál- um, er sízt þola bið, og lítil lík- indi eru til að hafist fram fyr en eftir of langan tíma og eftir leiðum, sem ógeðfelldari eru. Hin almennu samtök mundi verða fagur vottur um þroska þjóðarinnar og verða veigamikið atriði til að sameina hugi henn- ar og gefa henni gleggri skilning á sinni mikilsverðu köllun sem einnar þjóðar. Á þessum forsendum hefi ég byggt tillögu mína um „íslands- áætlun“, en um hana geta menn lesið í Lesbók Morgunblaðsins 9. júlí 1944 og annarri grein í Morgunblaðinu 19. ágúst síðastl. Var þó hugmyndinni eigi lýst þar til neinnar hlítar, heldur í aðaldráttum. Tillaga mín um „íslandsá- ætlun“ er I fæstum orðum á þá leið: aff hver maffur á landi hér, karlar og konur, á aldrinum 16— 60 ára, leggi árlega fram eitt dagsverk ókeypis til almenn- ingsþarfa til að hrinda í fram- kvæmd hinum og þessum aff- kallandi nauffsynjamáium, er al- menning varða (menningar- og mannúðarmálum), annaffhvort í vinnu eða peningum, eftir vild hvers eins og ástæðum. Á slíkt að skoðá sem frjálsa fórn þegnanna á altari ættjarð- arinnar. Undanskildir þessari þegnskaparkvöð áttu að vera atvinnuleysingjar á hverjum tíma, snauðir menn og sjúkir, er eigi geta séð fyrir sér án ann- ara hjálpar. Að láta sem svarar eitt dags- verk eða það, sem því nemur, mundi engan muna um, en þjóð- félaginu í heild sinni yrði að því ómetanlegur styrkur, því „safn- ast þegar saman kemur“. Með „íslandsáætlun“ minni vakir tvennt fyrir mér: AÐ með þessum hætti mætti koma í framkvæmd að vissu leyti þegjandi og hljóðalaust ýmsum aðkallandi nauðsynj a- málum alþjóðar á hverjum tíma, líkt og væri eftir óskráðum lög- um, og AÐ slík samtök og samvinna mundi skapa samhug og sátt manna á meðal, og skilning á því, að margar hendur vinna létt verk. Brátt mundi menn verða þess varir, hve ánægjulegt það væri að vinna þannig saman öllum til heilla, og ég geri fastlega ráð fyrir því, að ef farið yrði al- mennt eftir tillögu minni um „íslandsáætlun“, væri það að- eins byrjun á nýrri stefnu, og að hér mundi sannast sem ella einatt, að „mjór er mikils vísir“. Að sameinast um eitt eða ann- að aðkallandi verkefni alþjóð manna til sæmdar og heilla, eins og með einum huga og einni sál, væri óumræðilega mikils virði. Þaff mundi tákna friff og sátt. Þó tillaga mín sé miðuð við fólk á aldrinum 16—60 ára, geri ég ráð fyrir, að margir, sem eldri væri en 60 ára.myndu fúsir til að styðja viðleitnina, eins og marg- ir unglingar innan 16 ára að aldri. En hin óskráðu lög ná eigi til þessa fólks sem fyr segir. Að- eins þetta: Einnig þeir eru vel- komnir. Ég ætlast til þess, aff umrædd starfsemi standi stöffug ár frá ári og að hver kynslóð taki við af annari. Þess vegna gæti ég eigi síður kallað tillögu mína eilífffaráætlun. Fyrir mér vakir og ég geri fast- lega ráð fyrir því, aff hvert sveit- arfélag og bæjarfélag sé út af fyrir sig meff sína starfsemi. Þetta gerir framkvæmdina margfalt auðveldari, vinsælli og geðfelldari. Einnig veit hver bezt hjá sér, hvað helzt er þörf fyrir og mest kallar að í það og það skiptið. — Það getur verið svo fjölda margt, sem þörf er á. Það getur verið kirkja, sem þarf að reisa eða endurbyggja, það get- ur verið barna- eða unglinga- skóli, sjúkrahús, elliheimili eða einhver önnur líknar- eða menningarstofnun, það getur verið brú eða vegarkafli eða stórvirkar vélar til ræktunar- framkvæmda, skip, bátar, hafn- arbætur, jafnvel hús yfir fátækl- inga og húsnæðisleysingja. Þarf- ir alþjóðar eru óteljandi og á hvérjum tíma verður auðvitað að snúa sér fyrst að þvl, sem sízta biðina þolir. Þegar svo einu verkefni er lokio, svo viðunandi Fullveldisljóð Eins og kunnugt er var efnt tll samkeppni um beztu ljóð til þess að flytja _ og syngja á fullveldishátíð íslendinga 17. júní 1944. Hátíðarnefndinni barst mikill fjöldi ljóða og kvæða, og þó er víst, að ekki komu öll kurl til grafar. Það munu fleiri hafa ort, en þeir, sem gáfu sig fram við nefndina. Sumt af þessum ljóðum hefir verið birt í blöðum, tímaritum og útvarpi, en meginhlutinn mun þó vera óbirtur enn. Enginn vafi er á því, að það er illa farið, ef þessi fagnaðar- ljóð íslenzkrar alþýðu hverfa í djúp gleymskunnar, án þess að þjóðin eigi þess kost, að sjá þau og læra. Það er ekki nóg að þau birtist í blöðum, því að megin- hluti þeirra glatazt, og þó að eitthvað af þeim ljóðum, sem blöðin hafa birt, kunni að lifa á vörum þjóðarinnar fyrstu ár- inn, þá er hætt við, að þau brenglist og breytist unz þau eru ekki annað en lítilsvert rusl sem hverfur og gleymist. Hvað á þá að gera? Því er fljótsvarað. Það á að safna öllum þessum Ijóðum saman í eina heild og gefar þau út í bók, bæði þau, sem þegar er búið að prenta, og eins hin, sem enn eru óprentuð, ásamt myndum af höfundum þeirra og helztu dráttum úr æviágripi höfundanna. Ef útgáfa bókarinnar tækist vel, yrði vönduð að frágangi og verðið á bókinni hóflegt, myndi hún seljast vel. Hitt er þó aðal- atriðið, að seinni tíma menn ættu þarna greiðan aðgang að öllum þessum ljóðum á einum stað, og gætu myndað sér rétta skoðun á gleðihrifningu þjóð- arinnar á þessum merku tíma- mótum, því hvergi er henni bet- ur lýst en einmitt í þessum ljóð- um. Ég vil því hér með skora á þá menn, sem sæti áttu í full- veldishátíðarnefndinni, að hlut- ast til um, að þessu verki verði komið í framkvæmd, svo fljótt sem unnt er; annað hvort með því að vinna verkið sjálfir eða fela framkvæmd þess einhverj- um valinkunnum bókaútgef- anda. Sigurj. Kristjánsson, frá Krumshólum. sé, er tekið til við það næsta og svo koll af kolli. Til þess ennfremur að gera starfsemina auðveldari, ætlast ég til, að sé dagsverkiff greitt meff peningum, en eigi með vinnu, sé það metiff eftir því verkakaupi, sem gildir á hverj- um staff í hvert sinn, en það er breytilegt, eins og allir vita. (Framhald á 5. síðu) Föður sinn missti Guðmundur fimm ára gamall, og tók þá ekki annað við en sveitin. Var honum komið fyrir hjá vandalausu fólki, og dvaldist hann þar um nokkurt skeið. fsaveturinn mikla, 1881—1882, voru fádæma harðindi á Norðurlandi. Minn- ingarnar frá þeim vetri grópuð- ust óafmáanlega í huga Guð- mundar, er þá var einungis níu ára að aldri og fjarri ástríkum móðurörmum. í frásögninni Vorharðindi dregur hann upp mynd þessara ógnartíma með þvílíkum hætti, að seint eða aldrei gleymist þeim, er lesið hafa: „Fátæklingarnir flosnuðu upp hópum saman. Heilar fjölskyld- ur fóru á sveitina eða vergang- inn — sem eiginlega var eitt og hið sama. Ég man eftik, þegar þessir aumingjar voru að drag- ast bæ frá bæ, bláir í framan af megv-ð og máttleysi, með skyr- bjúginn 1 tannholdinu og sina- kreppuna í hnésbótunum — þar til þeir lögðust fyrir á einhverj- um bænum, komust ekki lengra. Þar urðu þeir að deyja eða hjarna við. Flestir hjörnuðu við — og voru sendir til Ameríku um sumarið. Engin björg fékkst, nema fá- einir gamlir, ólseigir landselir, sem skriðu upp á ísinn og voru rotaðir þar. Kjötið af þeim var svart eins og tjara og gat aldrei soðnað. En það þótti gott samt, því að það var þó nýtt. Salt- kjötið, sem menn áttu frá vetr- inum, brenndi menn í munninn, og hangikjötið gátu menn ekki melt, þótt til væri, því allir voru í raun og veru orðnir veikir af harðréttinu. Og svo var þetta ekki til nema hjá þeim, sem bezt bjuggu. Hinir urðu að láta sér nægja að sleikja um beinin á skepnunum, sem þeir misstu, eða leita sér saðningar í skemmdum eggjum eða seigu selakjöti. Kaupstaðurinn var allslaus — enginn kornmatur af neinu tagi, ekkert kaffi, enginn sykur. Ekkert — alls ekkert, sem fólkið þarfnaðist, ekki svo mik- ið sem saltlúka til að sá í mat- inn.“ Slíkar voru bernskuminningar Guðmundar Magnússonar. Þarf ekki að skyggnast lengi um til að sjá.vað til reynslu þessara ára sótti hann kveikina í fremstu skáldrit sín,_ Höllu og Heiðarbýlissögurnar. Áhrifin frá harðindatímunum koma ljósast fram í hinum magni þrungnu lýsingum Þorradægra á grimmd og hörku vetrarins. Hefir og skáldið sagt það sjálft, að þær lýsingar standi á dýrkeyptri reynslu æskuára sinna. En væri skyggnzt dýpra og efnið ræki- lega kannað, kæmi það eflaust í ljós, að minningarnar frá þessu æviskeiði hafa sett djúptækt mót á flest eða öll rit skáldsins. III. Stórmerkur kafli í ævi Guð- mundar Magnússonar var dvöl hans .á Seyðisfirði. Þangað kom hann tæplega tvítugur að aldri, vistráðinn til Skapta ritstjóra Jósepsonar, er gaf út blaðið Austra. Hafði Guðmundur áður verið við sjómennsku í Mjóa- firði og haft þar miður gott at- læti. Segir kunnugur maður, að þegar hann kom til Skapta, hafi hagur hans verið hinn bágborn- asti á allar lundir. Sú.var ætl- unin, að Guðmundur hjálpaði til við afgreiðslu Austra og gerði ýmsa snúninga í prentsmiðj- unni, en brátt kom þar, að hann hóf prentnám. Sigríður, kona Skapta ritstjóra, dóttir séra Þor- steins Pálssonar á’Hálsi, var hið mesta kvennaval, gáfuð vel, prýðilega menntuð og boðin og búin til liðsinnis hverjum þeim, sem hún fann manntak i. Mun hún fljótiega hafa gefið því gaum, að allmikið var spunnið í norðanpilt þann, sem kominn var þar á heimilið. Lestrarþrá Guðmundar og menntalöngun var fyrir löngu vöknuð, en fram til þessa höfðu verið fá tækifæri til að svala henni. Frú Sigriður tók piltinn nú undir verndar- væng sinn og studdi hann með ráðum og dáð. Leiðbeindi frúin honum um bókaval og hjálpaði á allar lundir til aukins þroska. Guðmundur orti nokkuð af kvæðum um þetta leyti og skrifaði smásögur. Hafa þær til- raunir sjálfsagt haft á sér við- vaningsblæ, og er sagt, að frú Sigríður læsi hvað eina yfir, gagnrýndi stranglega, en hvetti Guðmund þó jafnan til að halda áfram Qg gera betur. Mpn ekk- ert hafa birzt af þessum skáld- skap, nema eitt eða tvö kvæði í Austra. Seyðisfj arðardvölin varð Guð- mundi lærdómsrík mjög. Þar eystra var þá allt á ferð og flugi, athafnalíf allblómlegt og sam- skipti manna einatt með þeim hætti, að ósjaldan gerðust sögu- legir viðburðir. Á þessar slóðir sækir Guðmundur efniviðinn í ýmsar smásögur sínar, en þar er list hans ef til vill lýtalaus- ust og ótvíræðust. Hitt mun einnig fullvíst, að skáldsögurn- ar Leysing og Borgir, eru að verulegu leyti smíðaðar úr aust- firzkum efnivið, einkum hin síðartalda. Þar bregður fyrir ljóslifandi myndum frá Seyðis- firði, bæði í staðhátta- og per- sónulýsingum. Mun auðvelt að rekja vissa drætti í svipmóti og skapgerð sumra sögupersón- anna til. ákveðinna fyrirmynda þaðan að austan, þótt ekki sé um beinar eftirhermur að ræða, þar eð skáldið mótar efnið jafn- an frjálslega í hendi sér. Það mun naumast leika á tveim tungum, að dvölin á Seyðisfirði hefir haft djúptæk áhrif á Guðmund Magnússon, og enduróma þaðan gætir í mörgum sögum hans. Þar eystra logaði allt í deilum, og var það daglegt brauð að hatrammir andstæðingar áttust við af á- kefð og heift á almennum mannfundum. Stóð hinn mesti styr um séra Björn á Dverga- steini og var Skapti, húsbóndi Guðmundar, allmikið við þær deilur riðinn. Fylgdi hann presti að málum. Er sennilegt, að til þessara vopnaviðskipta megi rekja það, hvað Jóni Trausta var tamt að nota ræðusniðið í skáld- sögum sínum, oft á kostnað formlistarinnar. IV. Doktor Steingrímur J. Þor- steinsson færir að því glögg rök í riti sínu, að Jón Thoroddsen notar víða ákveðnar fyrirmynd- ir að sögupersónum þeim, er hann skapar. Stundum þræðir hann með mikilli nákvæmni skapgerðareinkenni fyrirmynd- anna og fléttar inn í sögu sína atvikum úr lífi þeirra, lítt eða ekki breyttum. Öllu oftar tekur hann þó aðeins viss einkenni frá hverjum einstaklingi, en notar jafnvel tvær eða fleiri fyrirmyndir við mótun sömu persónu. Vinnubrögð Guðmund- ar Magnússonar munu hafa verið nokkuð með öðrum hætti, en þó ekki óskyld að öllu leyti. Hann virðist sjaldan grípa til lýsinga á lifandi mönnum án þess að breyta mörgu fella úr, auka við eða víkja til eftir at- Vikum. Allt um það sækir hann ákveðin atriði og vissa drætti til sérstakra fyrirmynda, og fer þá stundum svo nærri, að ekki verður um villzt hvert uppistað- an er sótt. Til eru orð Guð- mundar sjálfs fyrir því, að kunnasta söguhetja hans, Halla, á sér ákveðna fyrirmynd, hvort sem henni er nákvæmlega fylgt eða ekki. Árið 1913 gaf Guð- mundur Háskóla íslands nokkr- ar helztu skáldsögur sínar, er þá voru út komnar. Skrifaði hann framan við þær, hverja um sig, nokkrar athugasemdir og upplýsingar. Um Höllu farast honum orð á þessa leið: „Halla var skrifuð haustið 1905. Ég átti þá heima á hæsta lofti í húsi Helga Magnússonar & Co. (Bankastræti 6) og var skrifborð mitt við gluggann, sem að miðbænum snýr. Ég hafði verið á lestrarsal Alþingis um sumarið og þá skrifað í hjá- verkum mínum tvær sögur, sem veturinn eftir birtust í Eimreið- inni, og síðar í Smásögum mín- um. Er það í fyrsta skipti, sem dularnafn mitt birtist. — Halla var langt um lengri eins og ég gekk frá henni fyrst. Hún átti að vera eins konar ævisaga al- þýðukonu og fyrirmyndin var gömul kona, sem ég þekkti á uppvaxtarárum mínum. Þegar sagan var prentuð, var klippt bæði framan og aftan af henni; þó ekki nógu mikið. Þorsteini ritstjóra Gíslasyni var það að þakka, að sagan var gefin út. Brátt sá ég, að efni það, sem ég hafði byrjað á með Höllu, var mér langt um ofvaxið. En undir- tektir þær, sem bókin fékk, örvuðu mig til að halda þó á- fram og úr þvi urðu Heiðarbýlis- sögurnar.“ Framan við Barniff, fyrsta þátt Heiffarbýlisins, skrifar Guð- mundur nokkur orð, þar sem hann segist ekki hafa fylgt ná- kvæmum fyrirmyndum við lýs- ingar á landslagi og atburðum. Það mun að vísu rétt, en eflaust notar hann þó margvíslegar minningar frá æskuárum sínum á Melrakkasléttu, er hann sem- ur þennan ságnabálk. V. Guðmundur Magnússon hlaut oft harða og óvægilega gagn- rýni, og tók það einatt ákaflega nærri sér. Hinir vandlátari menntamenn og fagurfræðingar (Framhald á 5. síöu)

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.