Tíminn - 27.04.1945, Blaðsíða 8

Tíminn - 27.04.1945, Blaðsíða 8
DAGSKRÁ er bezta islenzka tímaritið um þjóðf élagsmál. 8 REYKJAVÍK Þeir, sem viljja kgnna sér þjóðfélagsmál, ímt- Iend og átlend, þurfa að lesa Dagskrá. 27. APRÍL 1945 31. blað ~f MNÁLLTÍIHAKS ^ 19. apríl, fimmtudagur: Leipzig tekin. Vesturvígstöðvarnar: Banda- menn tóku Leipzlg til fullpustu. Bretar fóru inn 1 úthverfi Har- burg, sem er vestan Elbe gegnt Hamborg. Austurvígstöðvarnar: Þjóð- verjar sögðu frá harðri sókn Rússa á Oder og Neissevígstöðv- unum. 20. apríl, föstudagur: Mirnberg tekin. Vesturvígstöðvarnar: Banda- menn tóku Niirnberg. Þeir höfðu hluta Hollands á valdi sínu. Þeir tilkynntu fullan sigur í Ruhr og voru alls teknir þar 317 þús. fangar. Austurvígstöðvarnar: Rússar skýrðu í fyrsta sinni frá hinni nýju sókn sinni til Berlínar. Þeir hafa farið yfir Oder og Neizze og eiga 30 km. ófarna til borg- arinnar. Þeir sögðu einnig frá mikilli framsókn á Dresdenvíg- stöðvunum. Pólland: Bandaríkjastjórn hafnar nýj um tilmælum Rússa um þátttöku Lublinstjórnarinn- ar í San Francisco-ráðstefn- unni. 21. apríl, laugardagur: Sóknin til Berlínar. Austurvígstöðvarnar: Rússar hafa sótt inn í úthverfi Berlín- ar og tekið nokkur þeirra. Þeir voru 7 km. frá miðbiki borgar- innar. Þeir tóku Jutterborg, en þaðan eru 50. km. til Dessau, er Bandamenn tóku. Vesturvfgstöðvarnar: Banda- menn tóku Asch í Tékkóslóvak- íu, en þaðan eru 150 km. til Prag. Þeir tóku Dessau. ftalíuvígstöðvarnar: Banda- menn tóku stórborgina Bologna. Frakkland: Hæstiréttur Frakka dæmdi Dentz hershöfð- ingja til dauða. 22. apríl, sunnudagur: Sótt til Mimchen. Vesturvfgstöðvarnar: Banda- menn eru komnir til Augsburg, 80 km. frá Múnchen. Frakkar sóttu að Bodenvatni og var lít- ið um varnir. Austurvígstöðvarnar: Rússar 3 km. frá Unter den Linden í Berlín. Harðir bardagar eru í borginni. Rússar voru 20 km. frá Dresden. Pólland: Rússar ganga frá nýjum sáttmála við Lublin- stjórnina. 23. apríl, mánudagur: Harbnrg tekin. Vesturvígstöðvarnar: Banda- menn tóku Harburg og hófu lokasóknina gegn Bremen. Þeir voru 20 km. frá Regensburg í Suður-Þýzkalandi. Austurvígstöðvarnar: Harðar orustur voru í Berlín. Þjóðverj- ar segja Hitler stjórna vörn- inni þar. Rússar tóku Frankfurt við Oder. Landráð kommúnista (Framhald af 1. síðu) | landráðastarfi kommúnista fyrr á árum. Þeir sem sagt telja ís- lendingum nú mest til gildis, sem þeir sjálfir börðust hatram- legast á móti. Þeir telja íslend- ingum hernaðarverndarsáttmál- ann til gildis, sem þeir stimpl- uðu þó landráð á sínum tíma og greiddu atkvæði á móti í þing- inu. Þeir telja íslendingum til gildis flutninga til Bretlands, sem þeir kröfðust þó að yrði I hætt, þegar Bretum kom það verst. Greinilegri vitnisburð var ekki hægt að fá fyrir þessum fyrri landráðum kommúnista, en þessar játningar í þeirra eigin tillögu fáum árum seinna. Það mætti vissulega vera um- hugsunarvert fyrir almenning, hvernig nú væri ástatt i þessum málum, ef kommúnistar hefðu fengið að ráða á undanförnum árum. Þá hefði skapazt full- kominn fjandskapur milli ís- lendinga og Bandamanna í stað gagnkvæmrar vináttu og vel- vildar, sem nú er ríkjandi. Og samt þykjast þessir landráða- menn hafa rétt til að nefna þá, er hafa skapað þessa vináttu, „einagrunarsinna" og „óvini föðurlandsins“. Afstaða Framsóknar- manna. Tillaga sú, sem var flutt af Framsóknarmönnum, var byggð á því, að svarað yrði hreinlega og vafningalaust. Framsóknarmenn hafa talið og telja enn, að slík framkoma henti smáþjóðum bezt og sé þeim mest til sóma, hver, sem í hlut á. Framsóknarmenn töldu það ekki til ávininngs að hafa hála afstöðu og reyna að leika tveimur skjöldum. Þeir álitu, að það yrði einskis metið. Þeir töldu, að það gagnaði bezt, að segja Bandamönnum hreinlega, að í styrjöld gætu þeir ekki farið, en skírskotuðu jafnhliða til hinnar vinsamlegu sam- vinnu við þá, sem vonandi yrðu meira metin, en lítilslækkandi striðsyfirlýsing á síðustu stundu stríðsins, er ekki kæmi Banda- mönnum að minnstu gagni. Fengist ekki þátttaka í ráð- stefnunni þannig með heið- arlegum hætti, var betra að sitja heima. Hefði stjórn og Alþingi stað- ið einhuga um þessa stefnu, er nokkur líkindi til þess, að íslend ingar hefðu komizt á San Fran- cisco-ráðstefnuna, án stríðs- þátttöku. En kommúnistar sáu um það, að þjóðin var klofin í málinu, og þess vegna hafa sumir erlendir aðilar vafalaust viljað ganga á lagið og trúað því, að hægt væri að þvinga alla þjóðina til undanhalds. Eftir að kommúnistar höfðu rofið ein- ingu þjóðarinnar, yar það von- laust, að þátttaka íslands feng- ist viðurkennd. Landráðastefna kommnnista í stríðsyfirlýsingar- málinu. Framkoma kommúnista 1 þessu máli mætti vera þjóð- inni allri lærdómsrík. Þeir vilja láta íslendinga gerast stríðsað- ila á seinustu stundu stríðsins, án þess að það kæmi sameinuðu þjóðunum að nokkru gagni. Þeir hirða ekki um, þótt ís- lendingar geri sig með þessu lít- ilmannlega og hlægilega í senn. Þeir skeyta ekki um, þótt þetta geti kostað fangelsun á annað þúsund íslendinga í Danmörku og Noregi, og aukna kafbáta- hættu fyrir íslenzk skip. Þfeir hirða ekki um, þótt aðstaða þjóðarinnar sé veikt með því að rjúfa einingu hennar í þessu máli. Að dómi kommúnista varð að vinna -allt þetta til, því að Rússar áttu upptökin að skilyrð- unum og ef til vill gat stríðs- þátttaka íslands leitt til þess, að Rússar fengju hér bæki- stöðvar. Svo fullkominn er und- irlægj uháttur þeirra við Rússa. Þeir, .sem ekki hafa áður gert sér grein fyrir landráðáeðli kommúnista, ættu ekki að þurfa að villast um það hér eftir. Bændnr sviknir (Framhald af 1. slðu) verið nýléga yfirlýst af hag- stofustjóra, sem var í sex- mannanefndinni, að 123 aura verðið hafi verið miðað við það, að bændur fengju það við stöðv- arvegg, þ. e. að enginn annar kostnaður félli á það en kostn- aður við flutning mjólkurinnar til mjólkurbúsins eða mjólkur- stöðvarinnar. Allur annar rekstrar- og dreifingarkostnað- ur átti að leggjast ofan á 123 aura verðið, en ekki að takast af því. Það er því fyllsta rangtúlkun á samkomulagi sexmannanefnd- arinnar, að lögboðin varasjóðs- gjöld og kostnaður við húsnæði Mjólkurstöðvarinnar eigi að tak- ast af 123 aura verðinu til bænda Þar er um kostnað að ræða, sem á að leggjast ofan 123 aura verð- ið í útsölu. Hefði sexmanna- nefndin gert ráð fyrir að nokkur annar kostnaður en flutnings- kostnaðurinn til búanna ætti að takast af verðinu til bænda, hefðu hún vitanlega tekið það með í reikninginn og haft verð- ið þá hærra en 123 aura, sem því svaraði. Það þarf ekki að taka fram, að varasjóðsgjöldin, sem líka eru lögboðin. eru óhjákvæmileg rekstrarútgjöld við dreifinguna til öryggls og tryggingar rekstr- inum. Svipað má segja um til- lagið til húsnæðis Mjólkurstöðv- arinnar, því að engin mjólkur- sala verður rekin án slíks hús- næðis — án mjólkurstöðvar. Um hitt má vitanlega deila, hve hátt framlagið til stöðvarinnar hafi átt að vera, en það mun vera um 3 aura á hvern innv. lítra á s. 1. ári. Þegar þess er gætt, að stöðin er byggð á verðbólgutím- um, virðist eðlilegt að hún sé greidd sem mest niður áður en verðið lækkar, svo að hún verði þó ekki of þungur baggi á mjólk- urverzluninni. Til þess ber líka að taka tillit, að nokkurn hluta framlagsins á síðasta ári má skoða sem vexti af því fé, er bú- ið er að leggja í stöðina. Það sýnir svo bezt smásálar- skapinn að teknar eru 25 þús. kr. af tekjum af brauðasölunni, er hingað til hafa runnið óskiptar , í byggingarsjóðinn og leyfilegt j er samkv. hæstaréttardómi ! Brauðasalan eykur ekki að Stríðsyflrlýsingar- málið. (Framhald af 1. slðu) 4) Við þessa starfsemi orðið fyrir manntjóni, sem fylli- lega er sambærilegt hlut- fallslega við manntjón margra hinna sameinuðu þjóða í styrjöldinni, en þessi þátttaka íslands „ í styrjaldarrekstrinum er sú eina, sem þeir eiga kost á sakir algers vopnleysis þjóðarinnar. Þeir vænta þess því, að þessi þátttaka verði þeim metin tll jafns við beinar stríðsyfirlýs- ingar annara þjóða, sem hafa möguleika til hernaðarlegrar 'þátttöku í styrjöldinni, sem ís- land hefir ekki“. j Jafnframt bar flokkurinn fram svohljóðandi yfirlýsingu: | „Sósíalistaflokkurinn lýsir þvi yfir, að hann telur rétt að rík isstjórnin undirskrifi, fyrir hönd íslands, Atlantshafssátt' málann og aðrar sameiginlegar ! skuldbindingar hinna samein uðu þjóða, að svo miklu leyti, sem það samrýmist sérstöðu ís lands, sem vopnlausrar þjóðar“. Ennfremur tilkynnti flokkur- inn, að hann myndi greiða at- kvæði með tillögu forsætis- og utanríkisráðherra, ef tillaga flokksins yrði felld. Framsóknarflokkurinn bar fram svohljóðandi tillögu: „Sameinað Alþingi ályktar að lýsa yfir því: að íslendingar gerast ekki . stríðsaðili, að ísl^ndingar telji sig hafa haft þannig samskipti við hinar sameinuðu þjóðir, að þeir telja sig mega vænta þess að geta átt samstarf með þeim um alþjóðamál framvegis“. Atkvæði fóru þannig, að til- laga Sameiningarflokks Alþýðu, Sósíalistaflokksins, var felld með 38 atkvæðum gegn 10. Tillaga Frámsóknarflokksins var felld með 31 gegn 15. Tillaga forsæt- is- og utanríkisráðherra var síð- an samþykkt með 34 gegn 15. Var hún síðan tilkynnt sendi- ráðum íslands erlendis, sem vilja Alþingis i málinu. Hinn 28. febrúar tilkynnti sendiherra Sovétríkjanna í Reykjavík ríkisstjórninni, að Sovétrikin hefðu sömu afstöðu til málsins, sem Bretland og Bandarlkin. íslandi hefir ekki verið boðin þátttaka í téðum fundi. Reykjavík, 25. apríl 1945. neinu leyti rekstrarkostnað Samsölunnar, því starfsmanna- hald hennar þyrfti að vera hið sama, þó henni væri sleppt. Ráðuneytið byggir þó þennan frádrátt sinn á því, að brauða- salan auki rekstrarkostnaðinn. Stjócnin ákveðin I því að svíltja. Strax eftir að bréf þetta barst Mjólkursamsölunni, munu ýmsir forráðamenn hennar og mjólkurbúanna hafa farið á fund landbúnaðarráðh. í þeirri góðu trú, að hér væri að ræða um misskilning af hans hendi, sem hann væri fús til að leið- rétta. Því var þó síður en svo að heilsa, heldur reyndist það vera fullkominn ásetningur hans að svíkj a sexmannanefndarsam- komulagið með framangreind- um hætti og hafa af bændum 740 þús. kr. eða sem svarar 4—5 aurum á hvern mjólkurlítra, sem þeir seldu á síðastl. ári. í viðtölum þessum var ráð- herranum bent á, að mjólkur- búin og Mjólkursamsalan hefði þó farið mjög vægilega í það, að reikna ýmsan kostnað, t. d. fyrningar og vexti af eigin fé, og gætu þessir aðilar því kraf- izt meira fé með þeim hætti, en þeir hefðu gert. Ráðherrann sat eigi að síður fastur við sinn keip og ákveðinn í því að láta bændur ekki fá sexmannanefnd arverðið. Lærdómsrík saga. Öll þessi viðskipti við land búnaðarráðherra mega vissulega vpra bændum lærdómsrík. Tví- vegis hafa þeir gefið eftir af mjólkurverðinu, haustin 1943 og 1944. Þakkirnar, sem þeir fá, eru svo svik á lofuðu verði, sem nemur 4—5 aura á líter eða 740 þús. kr. alls, af hálfu þess fjár málaráðh’era, sem hefir þó unn- ið kappsamlega að því, að hækka laun flestra annarra síð- an hann kom til valda. Glögglegar gat ráðherrann ekki lýst því yfir af hálfu stjórn arinnar, að stefna hennar er að misnota sér drengilegar eftir- gjafir bændanna og reyna að spara í skiptum við þá til að halda uppi eyðslunni á öðrum sviðum. Á sama tíma og Pétur Magn- ússon hækkar laun opinberra starfsmanna um 8—9 milj. kr., svíkur hann bændur um 740 þús. kr. í uppbætur á mjólkurverðið eftir að þeir eru þó búnir að gefa eftir 10% verðhækkun. Betri sönnun geta bændur ekki fengið fyrir því en þessa framkomu Péturs Magnússonar, að frá Kveldúlfsdeild Sjálfstæð isflokksins eiga þeir einskis góðs að vænta og þeir bændur eru því að styðja sinn eiginn fjand mann, sem með einum eða öðr um hætti efla hana til valda. Þessi framkoma Péturs Magn- ússonar er sannarlega slíkt hnefahögg í andlit bænda, að þeir eru minni menn eftir en áður, ef þeir láta sér hana ekki að kenningu verða. Bændur eru meiri menn en ella vegna þess, að þeir hafa hingað til sýnt meiri hófsemi og tilslakanir en aðrir. Þeir hafa í lengstu lög reynt að gefa gott fordæmi og því dregið úr kröf- um sínum. En eftir að þetta héf- ir verið að engu virt, en þeir hlotið svik og svívirðingar í stað- inn, eru þeir minni menn eftir en áður, ef þeir láta traðka þannig á sér. Nú er það því þeirra að risa upp og sýna að slík framkoma verður ekki boðin þeim lengur. Svar bændanna á að vera að efla samtök sín og þá ekki sízt hin pólitísku samtök, því að á Alþingi verða þessi og önnur mál endanlega ráðin. Ekkert annað en öflug samtök bænd- anna geta áorkað því, að hætt verði að misbeita þá þannig, eins og hér er byrjað á. Fram- tíð frjálsrar og sjálfstæðrar bændastéttar byggist framar öllu á því, að bændurnir skipi sér nú vel saman um stéttar- samtök sín og flokk. G A M L A B 1 Ó K A 1 R O Amerísk söng- og gaman- n;ynd. Jeanette MacDonald. Robert Young. Sýnd kl. 9. Líf í veði! (Pierre Of The Plains) John CarroU, Ruth Hussey, Bruce Cabot. Sýnd kl. 5 og 7. Bönnuð yngri en 12 ára. * NÝJA B t Ó •> a A ÚTLEIÐ (Between two Worlds) Stórmynd eftir hinu frœga leikriti. Aðalhlutverkln lelka: Paul Henreid, Fay Emerson, John Garfield. Sýnd kl. 4, 6,30 og 8. LITMYNDIN UVMÓM Sýnd kl. 6. ••TJARNARBlÓy Fjallið EVEREST GRAKLÆDDI MAÐURIM frásagnir um hæsta fjall jarð- arinnar og tilraunir manna til (The Man in Grey) að brjóstast upp á hæsta tind- Áhrifamikill sjónleikur eftir inn. skáldsögu eftir Lady Eleanor Skemmtileg og fróðleg bók, Smith. prýdd mörgum fallegum mynd- Margaret Lockwood, um. Phyllís Calvert, Fæst í flestum bókaverzlun- Stewart Granger. i m, en upplagið orðið mjög Sýning kl. 5, 7 og 9. takmarkað. ■ Bönnuð yngri en 14 ára. ' LEIKFÉLAG REYKJAVÍKUR KauDmaðurii iníFenevium Gamanleikur í 5 þáttum, eftir William Shakespeare. Sýning annað kvöld kl. 8. Aðgöngumiðar seldír í dag frá kl. 4—7. ATHS. Ekki svarað í síma fyrr en eftir kl. 4^. Aðgangur bannaður fyrir börn. Ú R B Æ N U M Víðavangshlaup í. R. var háð á sumardaginn fyrsta. Var það þrítugasta Víðavangshlaupið, sem háð hefir verið. Sveit frá í. R. vann hlaupið og er það í fyrsta sinn, sem því félagi auðnast sigurinn. Hlaut hún 10 stig, átti 2., 5. og 6. mann. í sveit- inni eru: Óskar Jónsson, Jóhannes Jónsson og Sigurgísli Slgurðsson. A- sveit Ármanns hlaut ll'stig, átti 3., 4. og 7. mann og B-sveit Ármanns átti 8., 9. og 11. mann. Fyrstur að marki varð Haraldur Björnsson, K. R., á 13:10,8 mín., annar Óskar Jónsson í. R„ -13:11,0 mín. og þriðji Hörður Haf- liðason, Á„ 13:13,2 mín. Frú Rannveig Smidt, hin kunna vestur-íslenzka kona er nýlega komin til landsins flugleiðis að vestan. Frú Rannveig hefir unníð mik- ið og þarft landkyningarstarf vestan- hafs. Hún hefir flutt um 80 fyrirlestra um ísland og skrifað fjölda blaða- og tímaritsgreina. 25 ár eru liðin síðan frúin var hér á landi síðast. Loftur Guðmundsson ljósmyndari er nýlega kominn til landsins eftir nokkurra mánaða dvöl 1 Ameríku. Hann mun á næstunni fá hingað til landsins tæki til þess að taka iitmyndír af fólki. Félag íslenzkra iðnrekenda hefir sótt til bæjarráðs um afnot af hæfilegu húsnæði í Miðbæj arskólanum í byrjun júnímánaðar, til að halda þar sýningu á íslenzkum iðnaðarvö’-jm, er félagsmenn framleiða. Tilgarigur sýn- ingarinnar er sá, að kynna þjóðinni íslenzkar iðnaðarvörur. — Bæjarráð vísaði umsókninni til skólanefndarinn- ar til umsagnar. Fjölbragðaglíma Ármanns fór fram síðasta vetrardag í íþrótta- húsi Jóns Þorsteinssonar. Keppendur voru 7. Guðmundur Ágústsson sigraði. Annar varð Steinn Guðmundsson og þriðji Sigurður Hallbjörnsson. Keppt var um fjölbragðabikar Ármanns. Drengjaglíma Ármanns var háð um leið og Fjölbragðaglím- an. Kepþendur voru 5 og var dæmt eftir föllum. Þórður Jónsson bar sigur úr býtum með 4 vinninga, 2. varð Árni Sigurðsson með 3 vinnlnga og 3. Grét- ar Sigurðsson með 2 vinninga. Drengjahlaup Ármanns fór fram síðastl. sunnudag. 20 kepp- endur tóku þátt í hlaupinu. Sveit Ár- manns varð hlutskörpust og fékk 6 stig. 2. varð sveit í. R„ fékk 17 stig, 3. K.R., 27% stig. Tími fyrstu drengj- anna var: Gunnar Gíslason (Á) 7:21,4 min„ Stefán Gunnarsson (Á) 7:24,8 mín. og Jón S. Jónsson (Á) 7:24,8 mín. Sundmeistaramót íslands fer fram í Sundhöllinni í Reykjavík dagana 27. og 30. þ. m. Skráðir þátt- takendur eru 76 frá fimm félögum. Ármann sendir 29, KR 21, Ægir 19, ÍR 7 og Þingeyingur 1. — Keppt verð- ur í 10 meistarasundum og 4 unglinga- sundum. Verður í fyrsta sinij keppt um íslandsmeistaratitil í björgvmarsundl. Skólaboðsund fór fram í Sundhölllnni síðastl. mlð- vikudagskvöld. Úrslit urðu þau, að A- sveit Iðnskólans bar sigur úr býtum á 4,44 mín. Önnur varð B-sveit sama skóla og þriðja sveit Háskólans. Glímuför K.-R. Um seinustu helgi fór 18 manna glímuflokkur frá Knattspyrnufélagi Reykjavíkur i glímuför um Borgar- fjörð. Förin var farin \mdir stjórn Glímukennara félagsins Ágústar Krist- jánssonar. Sýnd var glíma á Akranesi, í Reykholti og Borgarnesi. í sambandi við glimusýningarnar voru sýndar kvikmyndir. Innbrot var framið nýlega í fataverzlun við Laugaveg i Reykjavík. Voru það tveir erlendir sjómenn, sem frömdu inn- brotið. Þjófarnir höfðu á brott með sér nokkrar kvenkápur en tvær kápur fundust í porti skammt frá verzlun- inni. Þjófurinn, sem gætti þýfisins náðist á Amtmannsstígnum og var hann þá klæddur í þrjár kvenkápur, en hélt á þeirri fjórðu undir hendinni. SHIPAUTCERÐ rrrr^Hi.-n ,,Esja“ austur um land til Seyðisfjarðar um miðja næstu viku. Pantaðir farseðlar óskast sóttir og flutn- ingi skilað á morgun (fyrir kl. 3.00). Elsa‘ »» Vörumóttaka til Vestmanna- eyja árdegis í dag

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.