Tíminn - 01.05.1945, Blaðsíða 2

Tíminn - 01.05.1945, Blaðsíða 2
TÍMEVIV, þyigjudagmii 1. maí 1945 32. blað Þriðjjudtiyur 1. maí Svikín víð bændur Þótt bændur hafi ekki búist við neinu góðu af hálfu núv. ríkisstjórnar og fengið líka glögga staðfestingu á ' þeirri skoðun sinni á seinasta Alþingi, mun þeim þó samt hafa komiö- á óvart, að stjórnin myndi gera sig seka um svo sviksamlegt at- hæfi að bregðast samkomulagi sexmannanefndarinnar um verð það, sem þeir eiga að fá fyrir afurðir sínar. Með slíkum verkn- aði er gengið svo langt í því að rjúfa trúnað við bændur, að jafnvel forhertustu fjandmönn- um þeirra var ekki trúandi til þess. Þegar bændur féllust á sam- komuiag sexmannanefndarinn- ar gerðu þeir verulegar tilslak- anir, a. m. k. hvað snerti mjólk- urframleiðsluna. Enn meiri til- slökun gerðu þeir síðastl. haust, þegar þeir gáfu eftir 9.4% verð- hækkunina. Sá þegnskapur og vilji til að gefa gott fordæmi, er lýstu sér í þessum tilslsökun- um bænda, meðan aðrar stéttir gerðu auknar kröfur, átti vissu- lega að vera öllum sæmilegum mönnum aukin hvatning til að standa við gefin loforð um að sexmannanefndar samkomu- lagið yrði haldið. Ríkisstjórnin og þó sérstaklega landbúnaðarráðherra hennar hefir hins vegar litið öðru vísi á þetta mál. Skoðun hans er bersýnilega sú, að þessar eftir- gjafir bænda hljóti frekar að stafa af undirlægjuhætti en þegnskap og því sé óhætt að gangá á lagið og knýja þá til enn meiri eftirgjafar. Með því að ganga þannig á rétt bænda, geti ríkissjóður sparað á þeim nokkurt fé til að halda uppi auk- inni eyðslu á öðrum sviðum. í samræmi við þessa skoðun sína, rangtúlkar ráðherrann síðan sexmannanefndarálitið og neitar að greiða 740 þús. kr. eða sem svarar 4—5 aurum á hvern mjólkurlítra til þess að bænd- urnir fái það meðalverð fyrir mjólkina á seinasta ári, sem þeim er heitið í sexmanna- nefndarsamkomulaginu. Með þessu leggur hann raunveruleg- an skatt, sem nemur 108—135 kr. á hverja meðalkýrnyt til að geta frekar staðizt eyðsluna af nýju launalögunum og^öðrum launahækkunum, sem ríkis- stjórnin hefir beitt sér fyrir. Þeir bændur, sem kunna að hafa haldið, að þeir ættu ein- hvers góðs að vænta af Kveld- úlfsdeild Sjálfstæðisflpkksins, hafa hér fengið það svar, sem eigi verður um villst. Landbún- aðarráðherra hennar hefir hér tekið að sér það verkefni að níðast á bændum til að geta fullnægt eyðslukröfum komm- únista. Það er vissulega engin. nýjung frá hans hendi, eins og þátttaka hans í „mjólkurverk- falli“ æstasta íhaldsins og kommúnista 1935 var ljóst dæmi um. Sá bóndi, sem hér eftir styður Kveldúlfsdeildina eða kommúnista, ætti vissulega ekki að þurfa að vera í vafa um, að með því er hann að styðja að eigin ófarnaði. Það hefir vissulega verið bændum til sóma, að þeir hafa að undanförnu sýnt meiri þegn- skap og minrii kröfuhörku en aðrar stéttir. Þeir hafa þannig lagt sinn skerf til þess, að dýr- tíðarvandamálin yrðu heppi- lega leyst. En þegar þessum þegnskap þeirra er mætt með slíku ódrenglyndi og sviksemi, sem raun er á orðin, dugir þeim ekki góðmennskan ein lengur. Andstæðingar bænda verða að finna, að tilslakanir þeirra hafa ekki stafað af undirlægjuhætti og hægt sé því að ganga á rétt þeirra endalaust. Þegar þegn- skap og tilslökunum bænda er ekki aðeins svarað með því að hækka laun flestra annara, heldur eru einnig sviknir samn- ingar á þeim og reynt að hafa það ax þeim, sem þeim réttilega ber, þá er ekki um annað að ræða fyrir þá en að taka rösk- lega á móti og heimta fullan rétt sinn. Allt annað mun bjóða nýj- um svikum og ófarnaði heim. Hið eina rétta svar bænda við Á viðavangi ‘1 „Uppgötvanir“ nýbyggingaráðs á Skagaströnd. Ríkisstjórninni er orðið ljóst, að mestur ljóminn er farinn af „nýsköpuriarloforðunum“ í stjórnarsáttmálanum, þar sem enn hefir orðið minna en lítið um efndir. Henni er því ljóst að finna þarf ný ráð til að halda fólki í trúnni og „punta“ betur upp á „nýju fötin keisarans“. Seinasta herbragð stjórnar- innar í þessum efnum hefir ver- ið að sendá allt nýbyggingar- ráð, einn ráðherra og marga sérfræðinga norður á Skaga- strönd. Eftir lieimkomu þessara ferðalanga, eru stjórnarblöðin síðan látin skrifa á þá leið, að nýbyggingarráð hafi eiginlega orðið fyrst til að upgötva að Skagaströnd hafi mikil skilyrði sem framtíðarbær og þar þurfi því að reisa höfn og síldarverk- smiðju og tryggja kauptúninu nægilegt ræktunarland! Þetta væri allt saman gott og blessað, ef sá böggull fylgdi ekki skammrifi, að fyrir alllöngu er búið að samþykkja lög um stór- ar hafnargerðir á Skagaströnd og framkvæmdir komnar nokk- uð áleiðis. Einnig hafa fyrir nokkrum árum verið samþykkt lög um byggingu stórrar síld- arverksmiðju á Skagaströnd, en sú framkvæmd hefir ,tafizt, eins og flestar aðrar slíkar bygg- ingar, af stríðsástæðum. Fyrir alllöngu síðan var líka hafizt handa um að tryggja Skaga- strönd nægilegt ræktunarland og var það mál komið vel á- leiðis fyrir tíð núverandi stjórn- ar! Stjórnarblöðin ættu því ekki að vera að gera- sig hlægileg með því að ræða" meira um „uppgötvanir“ nýbyggingaráðs á Skagaströnd. „Nýsköpun“ stjórnarinnar þar og annars staðar mun líka hvort sem er verða fyrst og fremst dæmd eft- ir verkunum en • ekki eftir skrumferðalögum og auglýs- ingatildri nýbyggingaráðs. Samanburður, sem kommún- istar ættu að hafa vit til að forðast. Þá færist vissulega skörin upp i bekkinn hjá landráðalýð kom- múnista. þegar hann fer að deila á Hermann Jónasson fyrir stjórnina á utanríkismálunum meðan hann var forsætisráð- herra. Hermarm, Jónasson átti drýgsta þáttinn* í þeim aðgerð- um á sviði utanríkismálanna, er skapað hafa fslendingum bezt álit meðal annarra þjóða. Undir forsæti hans var Þjóð- verjum synjað um flugvellina og undir forsæti hans var her- verndarsáttmálinn gerður. ís- lenzkur námsmaður, sem er vestanhafs, hefir nýlega lýst því mjög ljóslega í grein í Alþýðu- blaðinu, hve mikinn þátt þessir tveir atburðir eiga í því góða áliti, sem íslendingar njóta í Ameríku. Hermann Jónasson átti líka drjúgan þátt í því að Bretum yrði tekið vinsamlega og munu margir minnast enn óhróðurs kommúnista um hann í tilefni af ræðu hans, þegar hann til- kynnti þjóðinni hernámið. Hermann Jónasson átti og drýgstan þátt í að móta þá stefnu, að fylgt yrði gerðum samningum í skilnaðinum við Dani, og munu allir nú viður- kenna, að sú stefna hafi reynzt happasæl. Hinn kommúnistiski land- ráðalýður, sem á sínum tíma barðist gegn góðri sambúð við Breta og herverndarsáttmál- anum, og sem nú seinast barð- ist fyrir vansæmandi stríðs- þátttöku íslands, ætti því sízt af öllu að fara út á þá braut að gera samjöfnuð á sér og Her- manni Jónassyni. Skem/.xdar- verk og landráðahixeigð kom- múnista eru nógu augljós, þótt þau séu ekki borin saman við það, sem bezt hefir verið gert í utanríkismálum. Hafa Thorsararnir breyzt? Það er vissulega talsvert ann- að hljóð í Þjóðviljanum nú, þeg- ar hann skrifar um Thorsar- | ana, en fyrir nokkrum árum síðan. Nú heita þeir orðið fram- ! faraöflin í Sjálfstæðisflokkn- 1 um“ og „heiðarlegir atvinnurek- ! endur“, sem verkalýðurinn geti | verið meira en þekktur fyrir að hafa samstarf við. Hins vegar gat að líta slíka lýsingu á Thors- ' urunum í Þjóðviljanum 23. ! marz 1937: j „Alkunnur auðmaður sagði, að enginn yrði miljónamæringur án þess að strjúkast við tugt- ! húsveggina á leiðinni til auð- æfanna. Það má segja hið sama um Thorsarana á leið þeirra til valdann^hér á landi. í stutfu máli sagt, er upp- hafið að vegsauka þeira í svindli gamla mannsins í Miljónafé- laginu, í tíð minnisleysisins, — en síðan er vegurinn varðaður með stóru málunum á Hesteyri, litlu flöskunum á Korpúlfsstöð- um og villum Thorsaranna í Reykjavík. Og undirstaðan eru 5 miljónir króna af sparifé þjóð- arinnar, sem þessum herrum hefir verið fengið til umráða af „trúnaðarmönnum“ þjóðarinn- ar. Það er gott dæmi um, hve ger- samlega Thorsararnir hafa mis- notað það traust, sem þeim hef- ir verið sýnt sem ATVINNU- REKENDUM af þeim, sem treysta þein^ — að þeir skuli fara allra útgerðarmanna verst með togara sína, hirða minnst um viðhald þeirra, á sama tíma, svikum landbúnaðarráðherrans er að efla svo stéttarsamtök sín og- pólitísk samtök sín, að and- stæðingarnir treystist ekki til að misbjóða þeim. Bændur verða að efla búnaðarsamtökin til að gæta stéttarhagsmuna sinna og þeir verða að efla flokk sinn og þá aðila, er vilja vinna með honum á hinum pólitíska vettvangi. Enginn fylgismaður Kveldúlfsdeildarinnar og kom- múnista má komast á þing í sveitakjördæmi. Það svar myndu andstæðingarnir skilja. Það myndi stöðva svikin og kveða niður andstöðuna gegn réttlátum framfaramálum bænda. Sjö prósent í blöðum kommúnista og Kveldúlfsdeildar Sjálfstæðis- flokksins hefir oft verið haldið uppi þeim áróðri, að dreifing- arkostnaður Mjólkursamsölunn- ar væri óhæfilega mikill. Hafa þau m. a. i^ynt að nota þetta sem sönnun þess, að taka beri hana af bændum og leggja hana undir Reýkjavíkurbæ. Seinustu ársreikningar Mjólk- ursamsölunnar sýna bezt, hve réttmætur þessi áróður er. Öll vörusala Samsölunna,r 1944 nam 24.855 þúsund kr., þar af nam ! sala mjólkur og mjólkurafurða 20. 252 þús. kr. Öll rekstrarút- 1 gjöld Samsölunnar á árinu, þar með talinn kostnaður vegna vanmats og afskrifta, námu 7.1% af áðurgreindri vörusölu. Þess munu sennilega engin dæmi, að nokkurt fyrirtæki hér- lendis hafi sýnt lægri dreifing- arkostnað á síðastl. ári og er hér þó um vöru að ræða, sem einna dýrust er í dreifingu. T. d. nam rekstrarkostnaðurinn hjá KRON 12.82% á síðastl. ári eða var næstum helmingi hærri. Verðlagsyfirvöldin fyrirskipa í engu tilfelli lægri álagningu en 15%, og í flestum tilfellum leyfa þau miklu meiri álagningu, jafnvel upp í 60%. Heildsöluá- lagning er hér ekki tekin með. Þessi lági rekstrarkostnaður Samsölunnar 'gefur það gleggst til kynna, hve hagkvæmlega hún er rekin, og ber það vitan- legá fyrst og fremst að þakka forstjóra hennar og fram- kvæmdastjórn. Jafnframt má.af þessu marka, hve hyggilegt það væri, eða hitt þó heldur að taka hana aí bændum og fela rekst- urinn óðrum aðilum. Reksturs- kostnaður Samsölunnar sýnir það vissulega, að bændum er betur treystandi til að stjórna henni vel en nokkrum aðila öðr- um. sem þeir byggja sjálfum sér vönduðustu skrauthýsi bæjar- ins“. Svona voru nú Thorsararnir að dómi Þjóðviljané 1937 og að hvaða leyti hafa þeir nú breyzt síðan? Eina breytingin, sem menn hafa veitt eftirtekt, er sú, að þá voru þeir andvígir kommún- istum, en nú hlaða þeir undir þá á allan hátt af blindri valdafíkn. Þess vegna eru þeir oi’ðnir hreinir í augum kom- múnista, en skyldi það hafa gert þá hreinni í augum umbóta- manna landsins? Barátta kommúnista gegn „kúgun, svindli og lögbrotum“. Þjí'.ðviljinn sagði me-ira í grein sinni um Thorsaranna 23. marz 1937. Honum fórust enn- fremur orð á þesa leið: „Valdasaga Thorsaranna, svindilferill Kveldúlfs, er- því brátt á enda. Þar með lýkur Ijótum kafla í íslandssögunni: kaflanum um spillingu fyrsta þjóðbankans á íslandi, hagnýt- ingu hans fyrir eina fjölskyldu til að arðræna íslendinga — sagan um kúgun, svindl og lög- brot til að halda þessu valdi fjölskyldunnar Jensen við eins lengi og stætt væri. EN SEINUSTU ÁTÖKIN GETA ORÐIÐ HÖRÐ. (Leturbr. Þjóð,- viljans). Fjárglæframennirnir hafa hótað að veita viðnám, þegar loksins á að láta lög og rétt ganga yfir þá. Og þá er vitanlegt, að það nægir ekki að íslenzka alþýðan sé sammála, — að Alþýðuflokkurinn sé nú á sama rnáli og Kommúnistaflokk- urinn hefir verið undanfarin ár — ÍSLENZKI VERK ALÝÐUR - INN VERÐUR AÐ VERA SAM- TAKA. Alþýðuflokkurinn og Kommúnistaflokkurinn sam- fylktir í þessari harðvítugu bar- áttu við spillingu, lögbrot og fjárglæfra valdamestu fjöl- skyldunnar á íslandi.“ Og fyrirsögn umræddrar Þjóðviljagreinar hljóðaði líka á þessa leið: „Burt með Kveldúlfsokið af íslenzku þjóðinni. Burt með Kveldúlfsspilling- una úr íslenzku þjóðlífi. Alþýðuflokkurinn og Komm- únistaflokkurinn verða nú að (Framhald á 7. síðu) ERLENT YFIRLIT: Hvað verður rætt á ráð- steínunni í San Fransisco? I umræðum þeim, sem orðið hafa um ráðstefnuna í San Fransisco í íslenzkum blöðum, hefir oft gætt þeirrar skoðun- ar, að ráðstefnunni væri yfir- leitt ætlað að fjalla um öll al- þjóðleg vandamál. Því hefir t. d. verið haldið fram, að þar yrðu teknar ákvarðanir um skipun viðskipta- og fjármála eftir styrjöldina, og jafnvel gengið svo langt, að ákveða um vernd- un fiskimiðá- Þessi skfoðun er alröng. í fund- arboðinu, sem sent var út af Bandaríkjamönnum, Bretum, Kínverjum og Rússum, er skýrt tekið fram að ráðstefnan eigi að fjalla um eitt mál. Þetta mál er stofnun nýs þjóðabandalags til að koma í veg fyrir styrjald- ir á komandi árum. Vegna allskonar villandi orð- róms um tilgang ráðstefnunnar var því lýst opinbei'lega yfir. í Washington 21. marz síðastl., að ráðstefnan myndli ekki verða friðarráðstefna. Hún myndi ekki fjalla um lausn fjárhagslegra, fé lagslegra og pólitískra vanda- mála, er sköpuðust í sambandi við styrjaldarlokin. Hún myndi ekki ræða neinar ákvarðanir um skipun landamæra eftir styrj- öldina, né hafa nein afskipti af nýlendumálum. Hún myndi ekki taka til rrieðferðar skaðabóta- greiðslur, er sigruðu þjóðirnar yrðu að greiða. Hún myndi ekki ræða um, hvernig framtíðar- stjóxn Þýzkalands eða Japans yrði háttað. Hún myndi ekki heldur ræða um, hvernig refsá bæri stríðsgræpamönnunum. Eina verkefni hennar væri að ræða um og ákveða skipulag og verksvið þjóðabandalags þess, sem stofnað yrði til að koma í veg fyrir styrjaldir og halda uppi friði í heiminum. Tilgangurinn með því að binda verksvið ráðstefnunnar þannig við eitt verkefni er vafalaust sá, að þannig veröi hindrað, að ým- is ágreiningsmál landamæra- legs eða annars eðlis verði til þess að spilla fyrir samkomu- lagi um stofnun þessa nýja frið- arbandalags, öll slík mál er ætl ast til að jafna síðar á öðrum ráðsteínum eða af öðrúm al- þjóðlegum stofnunum, er settar verða á laggirnar til að leysa ýms sérstök alþjóðleg vandamál. Milli þessara stofnana og frið- arbandalagsins verður svo vafa- laust samvinna og hún i sumum tilfellum mjög náin. Þrátt fyrir það, þótt þannig sé reynt að útiloka af San Fransisco-ráðstefnunni, sem flest ágreiningsmál, svo að betra samkomulag náist um stofnun friðarbandalagsins, munu rísa þar allmörg ágreiningsefni, sem enn er ekki séð, hvernig leyst verða. Eitt þessara ágreiningsefna er sú krafa Rússa, að þeir fái að fara með þrjú atkvæði á þingi friðarbandalagsins. Fyrst eftir að Rússar báru kröfuna fram, fóru Bandaríkjamenn fram á sams konar réttindi. Þeir hafa siðar lýst yfir því, að þeir ætli að falla frá þeirri kröfu og ætli einnig að reyna að fá Rússa til að gera það sama. Arr/að slíkt ágreiningsmál, sem er öllu alvarlegra, er synj- unarréttur sá, sem ætlast er til að stórveldin hafi í, öryggisráð- inu, en það kemur til með að taka margar mikilsvægustu ákvarðanirnar. í öryggisráðinu eiga stórveldin fimm (Banda- ríkin, Bretland, Frakkland, Kína og Rússland) að eiga fast sæti og nær engin ákvörðun þess samþykki, ef eitt þessara ríkja greiðir atkvæði á möti henni. Þetta ákvæði er mörgum smáríkjum þyrnir í augum, og hafa sum þeirra lýst sig and-- víg því. Rússar hafa hins vegar sett þetta ákvæði að ófrávíkj- anlegu skilyrði, og hafa því ýms- ir stjórnmálamenn lýst þeirri skoðun sinni, að þeir álíti hyggi- legra 'að fallast á þetta, heldur en að láta Rússa vera utan bandalagsins strax í upphafi. Hins vegar fara þeir eigi dult með, að þetta ákvæði veikir mjög trú þeirra á framtíð bandalags- ins. Mörg atriði önnur eru og lík- leg til að verða ágreiningsmál. Yfirleitt er talsverður kurr í smáþjóðunum yfir frumtillög- unum, er stórveldin hafa ákveð- ið að leggja fyrir ráðstefnuna. Telja þau, að réttur smáþjóð- anna sé þar fyrir borð borinn og sé í mörgum tilfellum sama og enginn. Frh. á 7. síðu. mPÐ/R NÁ6RANHANNA Dagur hefir nú svarað mjög ræki- lega árásinni á eyfirzka samvinnu- menn í Mbl.-greininni „Hólastóll og hundaþúfa." Sýnir blaðið fram á, hve rangt sé að marka búnaðarfram- kvæmdir af framlögum búnaðarsam- bandanna, er séu fýrst og fremst „ráð- gefándi og leiðbeinandi“ félagsskapur, og sé það álíka gáfulegt ofj að dæma útgerðarframkvæmdir af framlögum fiskideildar i Piskifélaginu. Um árás- ina á KEA segir Dagur (18. f. m.): „Það skýtur nokkuð skökku við, þegar forráðamenn Korpúlfsstaða- búskapar Sjálfstæðismanna og kommúnista — þar sem gæðing- um broddborgaranna er beitt á túnið— bera eyfirzkum bændum á brýn sofandahátt um velferðar- mál héraðs síns og litlar athafnir. Þeim ferst það áreiðanlega ekki. Það er vafasamt hvort nokkurt hérað á landinu hefir fyrir al- hliða samvinnu allra stétta innan þess betri möguleika til framfara og framsóknar en einmitt þetta hérað, ef allar dáðir veröa -ekki drepnar af hundaþúfupólitík Reykjavíkurvaldsins, sem miðar að að því að hneppa allt líf úti á landsbyggðinni í dróma og stofna „Nýju-Ameríku“ í Reykjavík. Ey- firzkir samvinnumenn hafa verið í sókn fyrir hérað sitt, til allra átta, á undanförnum áratugum. Þegar félagi þeirra óx fiskur um hrygg hóf það að skipuleggja mjólkurframleiðslu héraðsins og gera hana að nýtízku, arðbærri atvinnugrein. Þar héldust í hendur hagsmunir héraðs og bæjar. By- firðingar hafa náð því marki fyrir löngu, að mjólkursamlag þeirra er bezt skipulagða stofnun af því tagi á landinu. Þessum samtökum bændanna í samlaginu hefir fylgt stóraukin ræktun, sívaxandi mjólkiu'framleiðsla og bætt af- koma. Eyfirzkii- bændur hafa fyr- ir löngu leyst mjólktuvandræði þau, sem Mbl. verður svo tíðrætt um. Höfuðstaður þeirra héraðs þjáist ekki af mjólkurhungri. Það tímabil er langt að baki og önnur verkefni blasa við.“ Samvinnufélagsskapurinn í Eyjafirði hefir og sótt fram á fleiri sviðum. Dagur segir: „Þróunin hefir verið hin sama á sviði sauðfjárræktarinnar og sjávarútvegsins. Bændurnir og sjó- mennirnir hafa í gegnum félagið komið upp sláturhúsum og frysti- húsum víðsvegar um héraðið. Þar á meðal má telja tvö ný sláturhús, auk tveggja mikilla stækkana á frystihúsum, á því árinu, sem Mbl. segir, að félagið hafi ekkert gert nema byggt hótel á mölinni. Sann- • leikurinn er hins vegar sá, að fé- lagið hefir lagt fram meira fé á því ári til eflingar framleiðslu- starfsemi útgerðar og bænda held- ur en varið var í byggingu hótels- ins. Sókn félagsins til framfara í héraðinu beinist bæði að fram- leiðslugreinum og menningarmál- um yfirleitt. Félagið hefir styrkt ríflega skólabyggingar í héraðinu og hefir lagt fram stórfé úr sam- eiginlegum sjóði til sjúkrahúss- málanna, auk fjölda annarra mála.“ Þá víkur Dagur að gistihúsmálinu og Segir svo: „Þessi saga og þróun á undan- gengnum áratugum er því sönnun þess, að eyfirzkir samvinnumenn, — ekki aðeins bændur heldur verkamenn, sjómenn, iðnaðar- menn, skrifstofu- og. verzlunar- menn, menntamenn og aðrir hér- aðsbúar yfirleitt — þurfa ekki að bera kinnroða fyrir það, þótt þeir réðust í að bæta úr aðkallandi nauðsyn héraðs og bæjar í gisti- húsmálunum. Þeir ákváðu, að reisa sér menningarheimili, gisti- hús, sem í engu stæði að baki þeim húsakynnum, sem reykvískir kaup- menn, heildsalar og spekúlantar höfðu komið upp í höfuðstaðnum með aðstoð ríkisins. Þeir töldu sig eins vel að því komna að hvíla limi í hægu sæti og peningalýð Réykjavíkur. Þeir töldu sig menn á borð við eigendur Morgunblaðs- ins. Bygging hins veglega og nauð- synlega gistihúss á Akureyri á því ekkert skylt við þann þræls- og þjónslundaða hugsunarhátt, sem birtist í Morgunblaðsgreininni. Byggingin er ávöxtur frjáls sam- starfs dugandi manna um heiður og nauðsyn héraðs síns. Stofnun- in er auk þess enginn ómagi, held- ur arðsamt fyrirtæki. Hún er nauðsynlegur hlekkur í þeirri keðju, sem gerir Eyfirðingum og Norðlendingum yfirleitt mögulegt að standa á rétti sínum gegn ásókn hinnar hrokafullu klíku, sem telur Reykjavík hina íslenzku Berchtesgaden og alla aðra staði undirgefin skattlönd hinna út- völdu. Það er því mála sannast, að ey- firzkir bændur þurfa ekki frekar en aðrir byggjendur þessa héraðs að óttast Hólastóls-aðstöðu þeirra samtaka, er þeir sjálfir hafa byggt upp. Hitt er augljóst, að þeir þurfa gð varast hundaþúfusjónarmið Reykjavíkurvaldsins, sem gefur þeim forríkan bíóeiganda fyrir al- þingismann, en traðkar á rétti þeirra til sjálfstjórnar og sjálf- 4>jargar. Það er sú megþihætta, sem ógnar þessu héraði um þessar mundir." Og sú hætta ógnar ekki aðeins Eyja- firði, heldur öllrnn íslenzkum byggðum utan höfuðstaðarins.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.