Tíminn - 01.05.1945, Blaðsíða 5

Tíminn - 01.05.1945, Blaðsíða 5
32. lílað TÍMmN, þrigjjudagmn 1. maí 1945 RITSTJÓRI: SIGRÍÐUR INGIMARSDÓTTIR Ttl fiumans í tómstundum. Hvað veldur vinsældum kvenna, og hvað getið þér sjálf gert til þess að afla yður vin- sælda? Hér fara á eftir 20 spurning- ar, sem þér skuluð svara játandi eða neitandi eftir beztu sam- vizku. 20 jákvæðar spurningar skipa yður í flokk sjálfra engl- anna, o: hinna alfullkomnu kvenna (en hvar er þær að finna?). 15 jákvæðár spurning- ar benda á miklar vinsældir. En séu jáin fSerri en tíu, þarfnist þér alvarlegra endurbóta. (Tak- ið þetta samt ekki of hátíðlega). 1. Getið þér talað eða lesið eitt erlent tungumál? y 2. Hafið þér svo góða þekkingu á einu málefni a. m. k., t. d. garðrækt, barnauppeldi, sögu, tónlist, að þér getið rökrætt það og fengið viðurkenningu fyrir skynsamlegar ályktanir? 3. Þykir yður tilveran skemmti- leg, vegna þess að þér finnið stöðugt nýjar hliðar á henni? 4. Lesið þér dagblöðin og fylg- ist með því, sem er að gerast utan lands og innan? 5. Haldið þér, að flestar kon- ur séu á réttri hillu sem hús- piæður? 6. Eigið þér marga trygga vini, og eignist þér stöðugt nýja vini? 7. Hlustið þér með athygli, þegar verið er að ræða lausn þjóðfélagslegra vandamála? 8. Viðurkennið þér að kurteis- leg umgengni sé nauðsynlegt undirstöðuatriði vinsælda, enda þótt yður falli ekki allt það fólk í geð, sem þér þurfið að um- gangast? 9. Kunnið þér þá list að þiggja það, sem gefið er af góðum hug, þannig að gefandanum líki, jafnt-og listina að gefa? 10. ' Eruð þér ósmeyk við að verða alvarlega ástfangin, þótt það kunni að hafa alvarlegar afleiðingar? 11. Eruð þér langrækin? 12. Hafið þér athugað, hvort það, sem kemur yður í slæmt skap, er ekki oft smámunir ein- ir, sem auðvelt er að sigrast á? 13. Getið þér tekið góðlátlegri gagnrýni án þess að móðgast? 14. Getið þér deilt án þess að reiðast eða koma með persónu- legar móðganir í garð hins að- ilans? 15. Geymið þér tárin, þar til þér fáið ekki varizt þeim, í stað þess að nota þau til þess að fá málum yðar framgengt? 16. Að máli lækna, listamanna og fegurðarsérfræðinga ættu hlutföllin í líkama fagurra og heilbrigðrar konu að vera sem næst þessufHæð 163 cm., brjóst- vídd 89 cm., mittismál 68 cm., mjaðmavídd 94 cm., hálsinn (við axlir) 38 cm. að ummáli, öklinn 20 cm., armlengd 58,5 cm. Nálg- ast hlutföllin í líkama yðar þetta mál? _ 17. Er yður annt um ytra út lit yðar? 18. Eyðið þér alltaf dálitlum tíma í snyrtingu á kvöldin, hversu þreyttar sem þér eruð? 19. Haldið þér, að það sé jafn nauðsynlegt að fara að staðaldri til tannlæknis og að klæða sig og mála eftir nýjustu tízku? 20. Haldið þér, að aölaðandi framkoma og fallegur málrómur verði að vera samfara konufeg urð, til þess að hún eti talizt fullkomin? Ú d ý r a r m tg n d a b œ h u r . Útlend blöð með skrautlegum litmyndum koma nú orðið á mörg heimili hér á landi og fást í flestum bókabúðum. Börnun- um þykir gaman að skoða þessi blöð, en af óvitaskap rífa þau blöðin í tætlur. Nýlega las ég í ensku blaði frásögn konu, sem bjó til ágæta myndabók handa ungu barni sínu. Myndirnar voru allar klipptar út úr blaðinu og límdar inn í bók, sem hún bjó til sjálf. Hún fékk sér nokkra metra af sterkum umbúðapapp- ír (,,maskínu“-pappír) og klippti hann niður í arkir, sem voru h. u. b. 1 metri á lengd. Á S v o v a r u m c konur kveðIð . Karlmenn eru leikföng kvenna, konur eru leikföng djöfulsins. — Victor Hugo. Þaö, sem fjandinn getur ekki gert gerir kvenfólkið. — Franskur málsháttur. Konur eru verstu óvinir kvenna. — Franskur málsháttur. Það er auðveldara að koma á sáttum í allri Evrópu en milli kvenna. Lúðvik 14. Frakkakonungur. Konúr eru gyðjur hins ókunna lahds. — Tontenelle. Konan er fyrsta húsdýr karl- mannsins. — Didrot. Oft heldur konan því fram, að hún harmi elskhuga sinn, en er þá aðeins að kanna ástina sjálfa. — Ba Rochefocauld. Guð skapaði konuna til þess að temja mannihn. --Voltaire. \ Fögur kona er *augnayndi, góð kona gleður hjartað; önnur er gimsteinn, hin er fjársjóður. — Napoleon Bonaparte. pappírinn límdi hún fyrst renn inga af venjulegum sáraumbúð um (sáragas er það oft nefnt). Renningana límdi hún svo þétt, að hvergi var bil á millj. Þegar límið var orðið þurrt, límdi hún úrklippurnar á arkirnar og lét þær síðan liggja undir fargi heila nótt. Þá braut hún hverja örk í miðju og setti þær hverja innan í aðra í réttri röð eftir efni myndanna. Síðan hefti hún arkirnar saman með sterku seglgarni. Var þá myndabókin tilbúin og entist barninu vel og lengi, því að „gasið“ var svo sterkt, að það var næstum ó- mögulegt að rífa blöðin. Engum manni hefir enn heppn- ast að finna heppilega aðferð til þess að ráða konu heilrœði — ekki einu sinni eiginkonu sinni. — Balzac. Vinur, varaðu þig á fögrum kon- um! Þegar bliðuhót þeirra hefj- ast, er þrœlkun okkar í nánd — Victor Hugo. Eiginmaður er plástur, sem lœknar öll mein meydómsins. — Molére. Allar meyjar eru góðar, en hvað an koma þá þessar slœmu eig- inkonur? — Skozkur málsháttur. Sá, sem tapar konu sinni og tíeyringi, hefir tapað tíeyringi — Skozkt. Grasfræið er komið. Blóm & Ávextir Sími 2717. Vinnið ötullega fyrir T ímann. Vilhelm Moberg: Eiginkona. FRAMHALD - Og þarna özlar, Margrét og er aðra stundina rjóð, hina náföl. Slík kona býr yfir leyndarmáli. Og það, sem Margrét býr yfir, lað skín af henni — í augum þeirra, sem sjáandi eru. Varir hennar bærast, þarna sem hún^reikar um og tínir, og dökkur roði færist í kinnarnar á henni. Þá er hún að rifja eitthvað upp. Og hún skotrar augunum kringum sig, og í dkkva þeirra spegl- ast mikil hamingja: Kona, er svona hagar sér — hún á mikinn fögnuð í leynum hjartans. Hann, sem hún gat ekki án verið, kom aftur. Margrét! Dyrnar opnuðust. Og svo var ekkert á allri jörðinni, sem hún þarfnaðist framar né þráði. Kvöldin voru orðin skuggsæl núna í júnímánuði. Þau Hákon földu sig í þéttum laufrunnunum og föömuðu hvort annað að sér. Þar stigu þau sinn heita blóðdans á jörðinni. Greinar með nýj- um blöðum skýldu þeim undir skuggsælli laufhvelfingu sinni, gras merkurinnar angaði undjr þeim. Það lagði eim upp úr jörð- inni kringum þau. Og þegar sólin gekk til viðar, voru fuglarnir vanir að syngjast á inni í kjarrinu. Þá hvíldu þau sig eftir areynsluna, teygðu úr sér á jörðinni. Þau voru í tengslum við jörðiija — í þeim heimi, þar sem allt grær og blómgast og ber ávöxt, án þess að láta truflazt af heila- brotum um líf og dauða. Þar drottnaði fullkomið áhyggjuleysi. Fæðing og tortíming var metið að jöfnu og olli engum kvíðá. Yfir þeim glitruðu hin safaríku blöð þessa vors, undir þeim rotn- aði laufið, sem féll í fyrra. Eitt leiddi af öðru. Og þau voru sjálf tvö nýútsprungin blöð, sem héngu á greýi sinni á lífsins tré meðan sumarsins naut. Og þau voru lítil, titrandi blöð, sem bærðust fyrir blæ eilífðarinnar — blænum, sem einn góðan veð- urdag myndi' feykja þeim brott af trénu þeirra. En á þessari stundu er andardráttur þeirra þrunginn sætl^ika sjálfs lífsins. Þau hafa losnað úr kreppunni og fullnægt tilgangi lífsins: Þau hafa gleymt sjálfum "sér. ðg þarna reikar Margrét og hugsar ef til vill um það, sem gerðist í gærkvöldi. Og þá gerir hún það, sem ljótt er. Því að varir hennar opnast í brosi, þegar hún hugsar um, að þetta ha^fi verið hórdómur og stórsynd. Og mennirnir hegna henni strax harð- lega, og Guð hegnir henni með eilífum kvölum í helvíti. Já, Margrét hegðar sér illa — og helmingi verr, ef hún er sæl og glöð í synd sinni. Og nú virðist sem hún sé laus við allan' ótta. Hvernig gæti hún annars látið eins og hún sé að bæla niðri í sér hláturinn? Svo fer hún að hugsa fra,m í tímann, langt út yfir þann dag, sem nú lýsir, og spyr sjálfan sig, hvað hana muni dreyma á þessari fífu, sem hún er með í svuntunni. Margar nætur mun hún hvíla höfuð sitt á fífukoddanum, oft mun hana sjálfsagt dreyma á þeim kodda, og þá man hún auðvitað ekki til sjálfrar sín. En — ætli hún liggi líka oft andvaka og bylti sér, þreyjulaus og kvíðafull, eins og hún hefir gert upp á síðkastið? Skyldi hún gráta ofan í fífuna á nóttunni? Nei, hún vill ekki hugsa um það — ekki núna, þegar hún óskar sér einskis framar. Hún vill hugsa um annað: Skyldi höfuð hans nokkurn tíma hvíla við vanga hennar á þessum kodda — á fífunni, sem hún tínir núna? Skyldu varir þeirra mætast í heitum kossi á þessum fífukollum? Og Margrét kuðlar þá saman í hendi sér, eins og hún ætli að kreísta út úr þeim leyndarmál þeirra. Hinar eru á víð og dreif um engin, húsfreyjurnar í þorpinu, heimasæturnar og vinnukonurnar. Og þarpa í fífutínslunni er svarthærð, brúneygð kona, sem öðru hverju réttir úr bakinu og lítur til Margrétar. Þessi þeldökka kona tautar við sjálfa sig, því að hún veit, hvað hún er, þessi unga húsmóðir! — Hórkerling! tautar sú svarthærða, og varir hennar loga af batri. Nú er þó komin hórkerling í Hegralækjarþorp. T ólf bera þann þrettánda br ott. Gestir vilja, að húsráðendur séu glaðir í bragði, þegar þá ber að garði, og þeir vilja, að húsráðendurnir horfi á eftir þeim með eftirsjá, þegar þeir fara. Um fátækling, sem flækist bæ frá bæ skiptir allt öðru máli. Ef Hermann vill sjá húsbóndann glaðan þarf hann ekki annað en segja honum, að hann sé á förum til r.ágrannans. Hann hefir þegar orðið þess var, að Frans Gottfreð er farinn að vísa honum á dyr með augunum. Frans Gottfreð á ekki nema áttungsjörð. Það væri sanngjarnt, að Hermann færi nú að flytja sig um set til oddvitans, því að hann á þó sjöttungsjörð. En Hermann er það lengi um kyrrt hjá Frans Gottfreð, að hann verður vitni að þeim einstæða atburði, sem gerist á heimili hans þetta sumar. Hér um bil sjónarvottur fær hann að verða 'ljann svaf að vísu um nóttina, þegar það gerðist, en hann getur áuðveldlega ímyndað sér, hvernig allt bar til. Reyndar svaf hann í sama herbergi. Og hundrað sinnum varð hann að endurtaka það, sem hann vissi, fyrir hitt fólkið í þorpinu. Frans Gottfreð lúrir á ótta sínum eins og ormur á gulli, og ör lagaþráður hans er á enda spunninn þessa daga. Hermann sveitarlimur er til húsa hjá honum. Hann hefir spurt alla flakk- ara eftir einhenda manninum, til þess að þjófurinn komi honum ekki að óvörum. Og hann hefir gert sér í hugarlund, hvernig þessi hræðilegi náuþgi muni haga sér: Hann gerir þetta eða hitt. En samt sem áður má hugsazt, að eitthvað, sem hann hefir ekki gert ráð fyrir, geti komið fyrir. Það, sem lpks gerist, hefði hann aldrei látið sér detta í hug. Kvöld eitt, er Frans Gottfreð kemur heim úr skóginum frá því að svíða akurstæði, situr ókunnur maður í eldhúsinu. Flækingur, segir húsfreyjan. Hann hefir beðizt gistingar og lofar að borga næturgreiðann. Hann er með einhvern varning. Bóndinn skeytir ekki frekar um gestinn, fyrr en hann stendur upp af stólnum og setzt við borðið með hinum. Þá uppgötvar hann, að önnur úlpuermin hangir tóm niður með hliðinni. Hann er einhendur. Það er eins og rekinn sé hnífur í andlitið á Frans -Gottfreð, það verður hér um bil sprenging í hjartanu. Þjófurinn! Það er hægri höndin, sem vantar. Stendur heima! Þetta hefði hann aldrei getað látið sér detta í hug. Að þjófur- inn kæmi bara eins og venjulegur og friðsamur sölukarl og bæði um mat og húsaskjól og settist að borði með honum. Þetta er alveg makalaus dirfska. Því að hann hlýtur þó að vita, að Skólasaga Færeysk gamansaga eftir M. A. Wmther. Þýðing Aðalsteins Sigmundssonar. Á heimleiðinni spurði Pétur Kristján: — Hví spurðir þú hann ekki, hvernig honum leizt á blöðrubekilinn, meðan við sátum hjá kúnni? Og báðir íleygðu sér niður á sátu og skellihlógu. — Þetta var ágætur dagur, sagði Jón. — O-já, hann var ekki verri en hinir. Og mikið höfum við lært í dag, svaraði Pétur Kristján. í K. voru margir slíkir dagar á árinu, þótt ekki væru þeir allir eins og sá, sem nú hefir verið frá skýrt. II. ANNAR SKÓLADAGUR. „Oft kemur grátur eftir skellihlátur,“ segir málshátt- urinn. Og oft fer svo, að skemmtun eins og sú, sem þeir íón og Pétur Kristján stofnuðu til, hefir miður góðar afleiðingar. Síðari hluta dagsins, sem áður er frá sagt, hittust strákarnir. Þeir höfðu þá étið miðdegisverð og farið í slarkföt. „Þetta fáum við borgað, áður en langt líður,“ sagði Jón. „Hann hlýtur að komast að því, að við höfum nent gaman að honum. Þó að ekki væri annað, þá getur það frétzt eftir hinum börnunum, að það vorum við, sem þvældum-kúna í tjóðrinu.“ — Sú stund, sem er góð, er ekki slæm, sagði Pétur Kristján. — Og ef við hefðum ekkigert það, sem við gerð- um, þá hefðum við báðir verið hýddir í dag. Auðvitað launar hann okkur lambið gráa, ekki er að efa það, ef við högum okkur ekki þannig, að hann fái ekki færi á okkur, sem varla kemur til. Jón stakk upp á, að þeir skyldu lesa vel í biblíusögum og kveri undir morgundaginn. Pétur Kristján sam- þykkti það. Voru þó báðir hálf daufir í dálkinn, því að sjálfsagt gat kennárinn fundið upp einhverja gildru til að festa þá í. Þeir lágu úti í matjurtagarði og voru að róta þar í moldinni. Þá fundu þeir músarholu. Þeir grófu svo djúpt, að þeir fundu músina og náðu henni. — Það gæti verið gaman að ala hana, þessa, sagði Jón. — Eða gefa kennaranum hana, sagði Pétur Kristján. Honum þykir svo gaman að músum. Þeir ráku upp hlát- ar, því að sannleikurinn var sá, að kennarinn var hrædd- ur við mýs, eins og kvenfólk getur frekast verið. Ég nota alltaí „M A GIC“ í allan þvott. Takmarkaiiir á siilw lykuri ÁkveSið hefir verið að heimila verzlunum að afhenda sykur í næstkomandi maímánuði gegn sykurreitum nr. 2 og nr. 1 af núgildandi matvælaseðli. Óheimilt er að afhenda gegn sykurreit- um nr. 3 í þeim mánuði. SkömmtanarskríSstofa ríkísins. ORÐSEHDCVG TEL KAUPEJVDA TÍMAXS. Ef kaupendur verða fyrir vanskilum á blaðinu, eru þeir vin- samlega beðnir að gera afgreiðslunni þegar aðvart. T I M I N N cr víðlesnasta auglýslngablaðlð! /

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.