Tíminn - 01.05.1945, Blaðsíða 8

Tíminn - 01.05.1945, Blaðsíða 8
DAGSKRÁ er bezta íslenzha tímuritiS um Þeir9 sem vilja ki/nna sér þjóðfélagsmál, tnn- þjóðfél ugsmál. 8 REYKJAVÍK lend og útlend, þurfa að lesa Dagskrá. 1. MAÍ 1945 32. blað AIVWÁIjL. TÍfflAVS 24. apríl, þriðjudagur: Orrnstur í Berlín. Austurvígstöðvarnar: Mjög grimmilegar orrustur geisuðu í Berlín. Þjóðverjar voru sagðir flytja þangað varalið. Rússar hafa náð y3 hluta borgarinnar. Vesturvígstöðvarnar: Banda- menn voru 5 km. frá Regens- burg og 40—50 km. frá Miin- chen. Þeir voru 50 km. frá borg- inni Passau við austurrísku landamærin. Frakkar tóku Ulm. Ítalíuvígstöðvarnar: Banda- menn tóku borgirnar Ferrara, Modena og Spezía og fóru á nokkrum stöðum yfir Pófljót. 25. apríl, miðvikudagur: Helmsráðstefna sett. Bandaríkin: Ráðstefnan í San Fransisco var sett. Austurvígstöðvarnar: Riissar tilkynntu, að þeir hefðu um- kringt Berlín. Vestfurvjgstöðvarnar: Biarizt ákaft í Bremen. Bandamenn voru 25 km. frá Passau og börð- ust í úthverfum Regensburg. 26. apríl, fimmtudagur: Upplausn á Italíu. Ítalía: Varnir Þjóðverja i ít- alíu hafa brostið algerlega. Skæruliðar hafa tekið Milano, Genua og Torino. Brezki herinn hefir tekið Verona. Austurvígstöðvarnar: Rússar hafa tekið % hluta Berlínar. Þeir hafa tekið Stettin og Brno í Tékkóslóvakíu. Vesturvígstöðvarnar: Bretar tóku Bremen. Hröð sókn í Suð- ur-Þýzkalandi. Þýzkaland: Göring hefir látið af yfirstjórn flugmálanna vegna hjartabilunar. 27. apríl, föstudagur: Herirnir sameinast. Styrjöldin i Þýzkalandi: Til- kynnt í Washington, Moskvu og London, að her Bandamanna og Rússa hefði náð saman daginn áður við Torgau í Þýzkalandi. Bandaríkjamenn tóku Regens- burg og fóru yfir austurrísku landamærin hjá Passau. Orrust- ur héldu áfram í Berlín og unnu Rússar á. Þeir tóku Pots- dam. Ítalía: Mussólini, Graziani og fleiri fasistaforingjar voru Jónas Jónsson sextugnr (Framhald af 1. slðu) hófst allmikill klofningur í Framsóknarflokknum, er leiddi til þess að nokkrir menn fóru úr flokknum. Ágreiningur þessi var að nokkru leyti um það, hvort flokkurinn ætti að hverfa inn á íhaldssamari leiðir, og var Jónas í fylkingarbrjósti þeirra, er því voru fráhverfir. Hann vildi, að flokkurinn væri áfram umbóta- og samvinnuflokkur, er gæti unnið til beggja handa eftir málefnum. Þessi stefna sigraði. Flokkurinn vann mikinn sigur í næstu kosningum og tók aftur við stjórnartaumunum undir forustu nýrra manna. Hófst þá aftur nýtt glæsilegt framfara- tímabil, þótt aðstæður væru hinar örðugustu, vegna verðfalls og markaðsleysis erlendis. Árin 1934—43 var Jónas Jóns- son formaður Framsóknar- flokksins. Jafnhliða formennsk- unni gegndi hann mörgum trúnaðarstörfum fyrir flokkinn, t. d. átti hann sæti í þeim nefnd- um, er fjölluðu um lausn sjálf- stæðismálsins, í menntamála- ráði, í ÞingVallanefnd, í milli- þinganefnd í skólamálum, í bankaráði Landsbankans, í dansk-íslenzku ráðgjafanefnd- inni meðan hún starfaði og 1 skipulagsnefnd atvinnumála. í>að, sem hér hefir verið nefnt, gefur aðeins lauslegt yfirlit um stjórnmálaa,fskipti Jónasar Jónssonar, enda yrðu þau ekki rakin til hlítar nema í löngu máli. Flest þeirra eru líka al- menningi meira og minna kunn. handteknir af skæruliðum, er þeir reyndu að flýja til Sviss. 28. apríl, laugardagur: Friðartilboð Himlers. Friðartilboð: Upplýst var, að Bretum og Bandaríkjamönnum hafi borizt tilboð frá Himmler um algera uppgjöf Þjóðverja. — Sænskur greifi, Bernadotte, flutti boðið. Tilboðinu var neitað, þar sem það var ekki einnig sent Rússum. Styrjöldin í Þýzkalandi: Rúss- ar unnu á í Berlín. Bandaríkja-\ menn tóku Augsburg og eru 30 km. frá Múnchen. „Frelsisvinir“ úr nazistaflokknum gerðu upp- reisn þar, en hún var bæld nið- ur. Ítalía: Her Bandaríkjanna fór inn í Genua og sótti víða hratt fram. • Burma: Bretar hafa sótt hratt fram til Rangoon og eiga þang- að 90 km. ófarna. 29. apríl, sunnudagur: Mussolini líflátinn. Ítalía: Tilkynnt var, að al- þýðukviðdómur skæruliða í Mil- Benito Mussolini ano hefði daginn áður dæmt Mussolini og 17 aðra fasista- leiðtoga til dauða og þeir verið skotnir samstundis. Líkin hafa verið hengd upp á torgi í Mil- ano. Her Bandamanna fór inn í Milano og Feneyjar. Styrjöldin í Þýzkalandi: Her Bandaríkjamanna fór inn í Múnchen. Bretar fóru yfir Elbe sunnan við Hamborg. Rússar unnu á í Berlín. Þeir hafa sótt 100 !/m. vestur fyrir Stettin og eru komnir inn í Mecklenborg- arfylki. i Jónas Jónsson hefir þó haft mörg fleiri járn í eldinum en stjórnmálin, m. a. samíð nokkr- ar vinsælar kennslubækur og ritað margt gfeina og ritgerða um fagurfræðileg efni. Hin mörgu og margbreyttu störf hans bera þess órækt merki, að þar sem hann hefir farið, hefir verið á ferð óvenjulegur gáfumaður, fjölhæfur og mikil- virkur. Hin seinustu ár hefir ágrein- ingur, sem ekki verður rakinn að þessu sinni, orðið þess vald- andi, að Jónas Jónsson hefir hætt að skrifa í blöð Framsókn- armanna og deilt á ákvarðanir flokksins og ýmsa forráðamenn hans. Hvað, sem þessum ágrein- ingi líður, flytur Tíminn Jón- asi Jónssyni á þessum tímamót- um í ævi hans beztu þakkir fyrir samstarfið á fyrri árum og jafnframt þakkir fyrir annað það, sem hann hefir gert í þágu Framsóknarflokksins. Þessa starfs hans verður þó nú og í framtíðinni bezt minnst með þeim hætti, að merkið, sem hann og aðrir framsæknir æsku- menn hófu fyrir þremur áratug- um, verði aldrei látið niður falla, heldur verði Framsóknar- flokkurinn stöðugt aukinn og efldur til að gegna hlutverki frjálslynds og framsækins um- bóta- og samvinnuflokks. Þá verður tryggð áframhaldandi sókn þjóðarinnar til aukins þroska óg betri lífskjara, og af- stýrt yfirdrottnun auðmanna eða alræði öreiga, sem eru draumsýnir öfgamanna til hægri og vinstri. Tvö íurðulcg1 * 1 * 3 tíðindí . . . (Framhald af 1. slðu) kringumstæðum og ekkl heldur á minnstan hátt til ávinnings- fyrir Bandamenn. íslendingar höfðu líká þeim mun gildari ástæðu til að líta þannig á, þar sem því var strax yfirlýst af sendiherrum Breta og Banda- ríkjanna, að þessar þjóðir myndu láta íslendinga alveg einráða í þessu máli og ákvarð- anir íslendinga í því hafa held- ur engri gagnrýni sætt í Bret- landi og Bandaríkjunum, svo kunnugt sé. Það er svo fjarri öllu lagi að ætla að kenna einstökum mönn- um eða fámennum flokkum um ákvarðanir íslendinga í stríðs- yfirlýsingamálinu. Öll íslenzka bjóðin var sameinuð um það að fara ekki»í stríðið, þegar for- ingjaklíka kommúnista er und- unskilin. Svikarar við íslenzkan málstað. Þótt íslendingar kunni að vonum illa missögnum og röng- um getgátum hins rússneska blaðamanns, verður hitt þó að teljast stórum alvarlegra, að til skuli vera menn í landinu, sem taka þessum erlendra áróðri tveimur höndum í stað þess að taka upp varnir fyrir málstað bjóðarinnar. Slíkt sýnir slíka óþjóðhollustu og undirgefni við erlent vald að undrum sætir. Þetta hefir málgagn Komm- únistaflokksins, Þjóðviljinn, þó gert. Með þessu háttalagi hafa kommúnistar afhjúpað sig jafn- vel enn greinilegar en nokkru sinni fyrr sem algerar undir- lægjur Rússa og algera svikara við íslenzkan málstað. Og ekki gerir það hlut þeirra betri, að rangfærslur hins rúss- neska blaðamanns eru eins og alveg teknar upp úr skrifum Þjóðviljans um stríðsyfirlýs- ingamálið. Er líka næsta senni- Tvo dauðaslys Það sorglega slys varð á Pat- reksfirði s. 1. föstudagsmorgun, um 8-leytið, að einn af starfs- mönnum vélsmiðjunnar Sindri, 'Vðalsteinn Þórðarson, datt ofan, af 2i/2 meters háum vegg niður 4 steingólf og meiddist svo mik- 'ð, að hann andaðist skömmu íiðar. Aðalsteinn var 33 ára að aldri, ættaður frá Skriðnafelli á Barðaströnd. Hann var ó- kvæntur. Síðastl. sunnudagskvöld vildi bað slys til, inn við Blesa-gróf í Reykjavík, að maður að nafni Stefán Þórðarson til heimilis að áðalstræti 8, varð fyrir sand- bruni og beið bana af. Slysið vildi til með þeim hætti, að Stefán var, ásamt fjórum öðrum mönnum, að moka sandi á bíl í sandnámi bæjarins inn við Blesa-gróf, er sandbakki hrundi yfir hann. Það tókst fljótlega að ná Stefáni undan sandinum og var hann þá með lífsmarki, en hann andaðist á leiðinni til sjúkra- húss. Davíð Stefánsson hlaut sumargjöf Birtíngaholts Sumargjöf Birtingaholts hef- ir verið veitt Davíð Stefánssyni skáldi. Eins og kunnugt er, stofnaði séra Magnús Helgason sjóð, að upphæð 20.000 kr. og mælti svo fyrir, að vextir sjóðsins annað- hvort ár skyldu veittir að verð- launum því skáldi,.sem frumort hefði á íslenzku fegurst ljóð á næstliðnum 10 árum, að dómi þriggja manna: Forseta Hins ís- lenzka Bókmenntafélags, höf- uðkennara í íslenzkum bók- menntum við Háskóla íslands og kennaranum í íslenzku við Kennaraskólann í Reykjavík. — Síðast þegar veitt var úr sjóðn- um, hlaut Guðmundur Friðjóns- son skáld á Sandi sumargjöfina. legt, að greinar hans séu þýdd- ar og sendar austur og þar sé hann talinn miklu merkara blað en hér. Niðurstaðan verður sú, að rógi hans*um íslendinga er útvarpað meðal einnar fjöl- mennustu þjóðar heimsins! Falsvottorð Mbl. Það mætti vissulega vera þjóð- inni alvarlegt umhugsunar- efni, að flokkur, sem hefir hag- að sér eins og kommúnistaflokk urinn í stríðsyfirlýsingamálinu, skuli eiga sæti 1 ríkisstjórninni og hafa forsætisráðherra henn- ar í þvílíkri „hengingaról“, eins og eitt af blöðum Alþýðuflokks- ins hefir orðað það, að hann getur skipað honum eftir vild sinni. Seinasta skipunin, sem komm únistarnir hafa gefið honum, er að láta Mbl. kpma sér til hjálpar í stríðsyfiriýsingarmál- unum, því að þeir finna, hve höllum fæti þeir standa þar. Þetta gerir Morgunblaðið líka dyggilega síðastl. sunnudag. í forustugrein blaðsins er lýst mikilli vandlætingu yfir því, að nokkuð skuli á þetta mál minnst og því síðan haldið blá- kalt fram, að enginn þingmaður hafi lagt það til að íslendingar færu í stríðið! Þetta falsvottorð dirfist blað- ið að gefa eftir að sú tillaga kommúnista liggur opinberlega fyrir, að lýst yrði yfir stríðs- ástandi og undirritaður Was- hingtonsáttmálinn svonefndi, en í honum segir svo: „Hver ríkisstjórn um sig skuldbindur sig til þess að leggja fram ÖLL EFNI SÍN, HERNAÐ- ARLEGA OG FJÁRHAGSLEGA, í baráttunni gegn þeim aðilum þríveldasamningsins og ríkjum, er hafa aðhyllzt hann, sem hún á í styrjöld við.“ Þetöa. falsvottorð gefur Mbl. eftir að því er yfirlýst í forustu- grein Þjóðviljans 25. apríl síð- astl.: „Þeir (þ. e. sosialistar) vildu láta VEÐURKENNA, AÐ ÞJÓÐ- TN SÉ RAUNVERULEGA f STRÍÐI, og hafi háð það og vilji heyja það með hverjum þeim tækjum, sem hún ræður yfir.“ Engum óvitlausum manni get- ur blandast hugur um, að með þessari afstöðu sinni hafa kom- múnistar stefnt að beinni stríðs- þátttöku, þótt reynt sé að grímuklæða hana. Annað stjórn- arblað, Alþýðublaðið, fer ekki heldur dult með þá skoðun sína. Það mætti vissulega mikið vera, ef liðsmenn Sjálfstæðis- flokksins þola það til lengdar, að aðalmálgagn flokksins sé notað til að falsa staðreyndir kommúnistum í vil og sé látið ganga fram fyrir skjöldu til að kveða niður nauðsynlegar um- ræður, sem eru kommúnistum óhagstæðar. Eða er það kann- ske meining þeirra að lyfta svo undir kommúnista, að þeir stigi þeim brátt yfir höfuð, eins og líka eru fullar horfur á í næstu bæjarstjórnarkosningum í Reykjavík? Leikfimissýning (Framhald af 1. síðu) piltar úr yngri deild skólans, undir stjórn Þóris Þorgilssonar íþróttakennara. Næst sýndu stúlkur úr báðum deildum undir stjórn Björns Jakobssonar skólastjóra íþróttaskólans. Þá sýndu piltar úr eldri deild, undir stjórn Þóris Þorgilssonar, og loks komu fram nemendur íþrótta- skólans undir stjórn skólastjóra hans, Björns Jakobssonar. Mesta hrifningu áhorfenda vakti sýning stúlknanna. En sú sýning var hvort tveggja í senn, leikfimis- og danssýning. Björn Jakobsson stjórnaði stúlknasýn- ingunni og lék undir á fiðlu. Annars var öllum flokkunum prýðilega tekið af áhorfendum, og er þessi Reykjavíkurför í- þróttamanna frá Laugarvatni merkilegur viðburður í íþrótta- lífi höfuðstaðarins. Svo fjöl- mennur hópur þróttamanna ut- an af landi hefir aldrei sýnt í Reykjavík fyrr. G A M L A B í Ó " AFTURGÖNG- URIVAR (The Remaxkable Andrew) Brian Donlevy, William Holden, Ellen Drew. Sýnd kl. 9. Umhverfis jjörðina (Around the World) Söngva- og gamanmynd. Mischa Auer, Joan Davis, Kay Kayser og hljómsveit. Sýnd kl. 5 og 7. Fjallið EVEREST frásagnir um hœsta fjall jarð- arinnar og tilraunir manna til að brjóstast upp á hæsta tind- inn. Skemmtileg og fróðleg bók, prýdd mörgum fallegum mynd- um. Fæst í flestum bókaverzlun- i m, en upplagið orðið mjög takmarkað. | N t J A B í ó " TUNGLSKINS- NÆTUR („Shine on Harwest moon“) Ann Sheridan Dennis Morgan Jack Carson Irene Mauning. " Sýnd kl. 6,30 og 9. Allar vRdn meyj- arnar eiga hann. Leon Errol! og hinni frægu Caca Lomba hljómsveit. ! Sýnd kl. 3 og S. Sala hefst kl. 11 f. hád. ••TJARNARBÍÓ" SJÓLIÐAR (The Navy Way) Skemmtileg mynd frá æfinga- stöðvum ameríska flotans. Robert Lowery Jean Parker. Sýnd kl. 7 og 9. Skðeruliðar (The People’s Avengers) Rússnesk mynd með enskum texta um baráttu og afrek skæruliða að baki víglínu Þjóð- verja. Sýnd kl. 3 og 5. Bönnuð börnum innan 16 ára. Sala hefst kl. 11. ol • LEIKFÉLAG REYKJAVÍKUR Kaupmaðurinn í F eneyjum Gamanleikur í 5 þáttum, eftir William Shakespeare. Sýniiiíí annað kvöld kl. 8. Aðgöngumiðar seldir í dag frá'kl. 4—7. ATHS. Ekki svarað í síma fyrr en eftir kl. 4yz. \ Aðgangur bannaður fyrir börn. Ú R B Æ N U M 1. maí hátíðahöld verka- lýðsfélaganna fara fram með svipuðum hætti og undanfarin ár. Sú nýbreytnl hefir þó verið tekin upp að nú mun „gangan" staðnæmast fyrir framan sendiráð Rússa, Bandaríkjanna og Breta og verða þar flutt ávörp. Um kvöldið verða skemmtanir í Iðnó, Alþýðuhús- inu og í Listamannaskálanum. „Friður á jörðu“, óratóríó Björgvins Guðmundssonar tónskálds verður flutt í fyrsta sinn á morgun og þá fyrir styrktarmeðlimi Tónlistarfélagsins. Næsta föstudag verður verkið flutt fyrir almenning. Dr Victor von Urbantshitsch hefir annazt undirbúning og stjórnar flutn- ingi verksins. Þetta er fyrsta íslenzka óratóríó, sem flutt hefir verið. Sýning á vinnu barna í Austurbæjarskólanum var opin fyrir almenning laugar- dag og sunnudag s. 1. Voru þar til sýnis ýmsir fagrir og haganlega gerðir munir, sem börnin höfðu sjálf unnið. Aðalfundur Rauða-kross íslands var haldinn nýlega í Reykjavík. Var lögð þar fram skýrsla um starfsemi félagsins á síðasta ári. En aðalefni þeirrar skýrslu hefir áður verið rakið hér í blaðinu. Ameríski Rauði-kross- inn hefir tilkynnt, að hann muni gefa íslenzka Rauða-krossinum sjúkrabif- relð, sem viðurkenningu fyrir ánægju- legt samstarf. Auk þess hafa félags- deildirnar í Vestmannaeyjum, á ísa- firði og Sauðárkróki allar í huga kaup á sjúkrabifreiðmn. Rauði-kross- inn á von á tveimur nýjiun sjúkrabif- reiðum innan skamms. ísfirðingafélag var stofnað í Reykjavík fyrra sunnudag. Á stofnfundinum innrituð- ust 160 félagar. Fyrsta stjórn félags- ins er þannig skipuð: Formaður Elías Halldórsson og meðstjórnendur Jón Leós, Jón Jóhannesson, Sveinn Helga- son og Magnús Thorberg. Þeir ísfirð- ingar, búsettir hér í bænum, sem óska að gerast félagar, geta snúið sér til Sveins Helgasonar, Lækjargötu 10 eða Jóns Jóhannessonar, Hafnarstræti 22. Gestir í bænum: Guðmundur Jónsson hreppstjóri á Sveinseyri, Tálknafirði, Björn Stefáns- son kaupfélagsstjóri, Stöðvarfirði, Eiríkur Brynjólfsson ráðsmaður á Kristnesi, Eyjafirði, Finnur Kristjáns- son kaupfélagsstjóri, Svalbarðseyri og Sigurður Jóhannesson kaupfélagsstjóri Haganesvík, Þórir Steinþórsson skóla- stjóri, Reykholti, sr. Einar Guðnason 1 Reykholti og kona hans, Anna Bjarnadóttir B. A. Dýraverndarinn, 1. og 2. tbl., 31. árg. hefir borist blaðinu. M. a. eru þessar greinar: Bún- aðarþing afgreiðir merkilega ályktun um dýraverndun, Svartkolla eftir Jón Guðbrandsson, Saurbæ i Fljótum, Ólík örlög, Níðst á krumma eftir Herm. Pálsson, Hjallanesi, Þorranætur kvæði eftir Óskar M. Ólafsson frá Hagavík, Hrossahald eftir Á. G. E., Lausavísur um Litla-Brún eftir Óskar Stefánsson, Héðinshöfða, Týra eftir Jón Ferdin- andsson, Birningsstöðum, Fnjóskadal, Neisti eftir Guðjón F. Davíðsson, Ein- stætt atvik, Tvær smásögur eftir Sig- urbjörn Á. Gíslason. Menntamál, 3. hefti 18. árg., hefir borist blaðinu. Efni er m. a.: Skógræktin og skólarnir eftir Skúla Þorsteinsson, Handavinnu- nám í heimavistarskólum eftir Stefán Sigurðsson, Biblusögurnar nýju eftir Ó. Þ. K., Launalögin nýju eftir Ó. Þ. K., Barnakennarar á íslandi 1944—45 og fréttir og félagsmál. Til minningarsjóðs Jakobs Ó. Lárussonar. Afhent Önnu frá Moldnúpi: Guðrún frá Seljavöllum til minningar um Ragnar Jakobsson kr. 25,00. Guðrún Þórarinsdóttir kr. 50,00 (áheit), frá ísafirði kr. 10,00 (áheit), G. kr. 50,00 (áheit), N. N. kr. 50,00. Kærar þakkir. A J. Frakklandssöfnunin. Peningagjafir: Andrés Ólafsson, Brekku 250 kr., Kvenfélag Hraungerð- ishrepps 200 kr., Afhent í verzl. París 2015 kr., safnað af sr. Gísla Brynjólfs- syni 150 kr., safnað af Friðr. Gunnars- syni 1110 kr., N. N. 100 kr. Jón Gísla- son dr. phil. 100 kr., Einar Ólafsson 200 kr., tekjur af myndlistasýningu frú Barböru Árnason til franskra barna 2000 kr., safnað af Carl Ryden 600 kr. Kærar þakkir. Trúlofun. Nýlega opinberuðu trúlofim sína ungfrú Sigríður Bergsdóttir, Sunnu- veg 6). Hafnarfirði og Oliver Steinn Jóhannesson verzlunarstjóri ísafoldar- bókaverzlunar. Hjónaband. Nýlega voru gefin saman í hjóna- band af séra Friðrik Hallgrímssyni ungfrú Edda Jónsdóttir frá Suðureyri við Súgandafjörð og Ástvaldur Stef- ánsson málari, Ásvallagötu 6. Heimili ungu hjónanna verður þar.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.