Tíminn - 04.05.1945, Blaðsíða 4
4
TÍMIM, ftistudagiim 4. mai 1945
33. blað
Halldór Krístjánsson:
Um ungmennafélög og viðhorf þeirra
til stjórnmálanna
Tíminn birti 6. marz s. 1. grein,
sem heitir afneitun ungmenna-
félaganna, og er eftir mann að
nafni Jónas Baldursson. Um þá
grein er margt gott að segja,
sem von er, því að höfundurinn
er myndarlegur ungmennafé-
lagi. Mér virðist þó, að einhver
misskilningur hafi slæðst með í
greinina, því að hún er byggð
á útvarpserindi Gests Andrés-
sonar á Hálsi 2. des. s. 1. eða til-
efni, sem það á að hafa gefið,
þar sem Gestur hafi varað ung-
mennafélaga við því að blanda
þjóðmálum inn í starfsemi sína.
Segr Jónas, að sú aðvörun hafi
bergmálað um gervöll ung-
mennafélög landsins síðustu ár-
in, endurtekin með sóttheitum
ákafa rökvana ótta. Ég veit ef
til vill ekki nákvæmlega hvað
það er, sem fyrir Jónasi Bald-
urssyni vakir, en mig langar til
þess, fyrst farið er að ræða þessi
I Tímanum, að segja nokkur orð
um viðhorf ungmennafélaga til
þjóðmála og stjórnmála eins og
það kemur mér fyrir sjónir.
Hvort ég ræði málið af sóttheit-
um ákafa, kann ég ekki að
dæma, enda ekki vanur að mæla
blóðhitann stöðugt, en hitt vona
ég. að meira beri hi^mér á rök-
semdum en ótta. En það dæma
nú lesendurnir.
Gestur Andrésson sagði í er-
indi sínu, að ungmennafélögin
væru ópólitísk og fór um það
nokkrum orðum og taldi til
kosta. Ég skal ekki segja, að ég
vilji gera allt, sem hann sagði,
að mínum orðum, en ályktanir
hans og aðvaranir, ef um aðvar-
anir er að ræða, voru tvímæla-
laust réttar. Enginn félagsskap-
ur, sem starfar víðtækt, kemst
hjá því að láta þjóðmál varða
sig, en þegar sagt er, að ung-
mennafélög séu ópólitísk, er átt
við það, að þau blandi sér ekki
í dægurdeilur stjórnmálaflokka,
gangi ekki neinum sérstökum
flokki á hönd og meti menn ekki
eftir þvi, hvaða flokk þeir fylla.
Þetta er nauðsyn og fyrir því
skal ég nú færa nokkur rök.
Við Jónas Baldursson erum
báðir Framsóknarmenn og höf-
um m. a. komið á þrjú síðustu
flokksþing Framsóknarmanna,
fylgzt með gangi mála þar og
gerð samþykkta, þó að okkur
hafi líkað úrslit mála dálítið
misjafnt eins og gengur. Jafn-
framt höfum við báðir starfað í
ungmennafél. í sveitum okkar
okkar og unnið okkur þar nokk-
urra tiltrú. Nú erum við báðir
ákveðnir stjórnarandstæðingar
og kemur ágætlega vel saman
um það, að stefna ríkisstjórnar-
innar sé hættuleg sveitalífi og
sveitamenningu og að vissu leyti
fjandsamleg ýmsum þeim hug-
sjónum, sem ungmennafélögun-
um hafa verið kærar og ná-
tengdar, svo sem landgræðslu-
hugsjóninni. Þrátt fyrir þetta
megum við ekki álykta, að ung-
mennafélögin hljóti að eiga að
ganga Framsóknarflokknum á
hönd og þeir, sem ekki séu með
okkur í stjórnarandstöðu séu ó-
hæfir ungmennafélagar. Það
eru svo mörg þjóðmál önnur,
sem sameina okkur og þurfa
okkar allra við, að við megum
ekki gleyma þeim.
Ég er Jónasi Baldurssyni fylli-
lega sammála um það sögulega
samband, sem hann telur vera á
milli þeirrar vakningar, sem átti
sér stað með stofnun ung-
mennafélaganna, þróun sam-
vinnuhreyfingarinnar og stofn-
un Framsóknarflokksins og
þjóðmálastarfsemi hans framan
af. Þetta eru óumdeilanleg sögu-
leg sannindi. En þetta segir ekki
neitt til um það, hvaða afstöðu
við eigum að taka í dag. Við
Jónas Baldursson munum hvor-
ugur fylgja Framsóknarflokkn-
því að hann er okkur vel að
fyrir mörgum árum, heldur af
um vegna þess, sem hann var
skapi eins og hann er nú. Því
megum við ekki heldur ætlast
til þess að margra ára gamlir
atburðir bindi samvizku nokk-
urs manns og ráði afstöðu hans.
Viðhorfin breytast daglega eða
svo að segja það. Ný vandamál
mæta og því er það nútíðin, sem
skipar mönnum í flokka. Enginn
veit, hvað framtíðin geymir.Sag-
an geymir mörg dæmi þess, að
menn sem virtust vera bundnir
sterkum böndum við flokk sinn
og áhrifaríkir þar, hafa orðið
viðskila við hann og er þá oft
um það deilt hvorir betur fylgi
hinni gömlu „sönnu“ stefnu.
Þannig er gangur lífsins um all-
an heim og því geta ekki
víðtækar æskulýðshreyfingar
bundið sig við einstaka áhrifa-
menn.
Eitt af þeim þjóðmálum, sem
ungmennafélögin hafa lagt lið,
er bindindismálið. Það er stór-
mál, sem varðar þjóðina alla, og
skal hér fátt rakið af allri þeirri
óhamingju og böli og háðung,
sem áfengisneyzlu fylgir. Fyrir
utan blóðuga fjársóun er það
víst að áfengisnautnin á drjúg-
an hluta í öllu því versta og
aumasta, sem þjóðfélagið á til.
Hún er landplága og þjóðarböl.
Enginn stjórnmálaflokkur hefir
í alvöru fylgt fram jákvæðri
stefnu í baráttu við áfengið, svo
langt sem ég man, þó að stund-
um hafi í orði verið látið að
vilj a áhugasamra bindindis-
manna um samþykktir og yfir-
lýsingar. Ég er líka sannfærður
um það að lagfæringin verður
að koma fyrst og fremst frá al-
þýðu landsins og hennar sam-
tökum. Við eigum leiðinlega
mörg dæmi um menn, sem voru
bindindismenn af * hugsjón
heima í héraði meðan þeir lifðu
og hrærðust í samfélagi við heil-
brigðan smekk hins bezta af al-
þýðufólkinu, en gugnuðu siðan
fyrir fínni tízku drykkjuveizl-
anna í heldrimannalífi höfuð-
staðarins. Hefir oft farið svo að
slíkir hafa hneigzt til þess að
drekka frá sér vit og virðuleik
við ýmiskonar tækifæri og þarf
ekki meir að fjölyrða um það.
En sú sára reynsla sannar gagn-
kvæma nauðsyn þess að treysta
félagsbönd bindindismannanna.
Baráttan við áfengið er ekki
flokksmál. Ég undrast jafnan
viðhorf þeirra manna, sem ekki
eru sljóir fyrir áfengisbölinu, en
hæla þó og halda.fram svokall-
aðri hófdrykkju og taka sjálfir
þátt í henni og smita þannig út
frá sér þeirra ólyfjan, sem mestu
böli veldur. Hins vegar býður
mér við hinum, sem tala um
löngun sína til að útrýma
drykkjuskap, en sitja sig þó
sjaldnast úr færi með að drekka
sjálfir og kenna öðrum að
drekka. Slíkir hafa á sér yfir-
skin guðhræðslunnar en af-
neita krafti hennar og á þar við
hið forna postullega heilræði:
Forðastu þvílíka.
Hvar í flokki, sem bindindis-
menn standa, hafa þeir þá sögu
að segja, að þeir treysta ýmsum
mönnum úr andstöðuflokkunum
betur en mörgum flokksbræðra
sinna. Þar á ég t. d. samleið með
Vilmundi landlækni, Sigurjóni
Ólafssyni, Pétri Ottesen, Sigfúsi
Sigurhjartarsyni og Árna Óla,
svo að nefndir séu nokkrir menn
sem ekki eru pólitískir sam-
herjar.
Svo skulum við víkja aftur að
ræktunarmálunum. Einn höfuð-
þáttur landgræðslustarfsins er
sandgræðslan. Forvígismaður
sandgræðslu á íslandi er Gunn-
laugur Kristmundsson, sem hef-
ir gert hana að lífsstarfi sínu.
Ungur fór hann utan að sækja
sér raunhæfa menntun til und-
irbúnings starfinu og síðan hef-
ir hann verið óþreytandi að
kenna íslendiingum að meta
sandgræðslustarfið. Hann hefir
kennt þeim aðferðir og vinnu-
brögð, sem að gagni koma, grætt
upp blásna auðn og sýnt þannig,
hvað hægt er að gera. Á þenna
hátt hefiir hann lagt raunhæf-
an grundvöll fyrir landgræðslu-
hugsjónir U M. F. Dæmi hans og
starf er leiðarljós allra U.M.F. í
landgræðslumálunum, þar sem
nokkur uppblástur er. Þó hygg
ég að Gunnlaugur Kristmunds-
son hafi aldrei verið í Fram-
sóknarflokknum með okkur
Jónasi Baldurssyni. Ég tel hon-
um það ekki til gildis, en þetta
gat hann samt. Hitt er svo ann-
að mál, að Framsóknarflokkur-
inn dugar hugsjónum Gunn-
laugs bezt allra flokka.
Hér vil ég svo nafna annan
mann, sem mjög hefir stutt og
styður ræktun íslands og hefir
með rannsóknum sínum unnið
ómetanlegt starf fyrir land-
græðsluhugsjónir U. M. F. Sá
maður er Klemens Kristjánsson
á Sámsstöðum. Hann hefir leitt
það í ljós, að kornrækt á að
verða fastur í liður í jarðrækt á
íslandi og þannig er hægt að
fá innlent kjarnfóður fyrir búfé
landsmanna og að ekki þarf
meira að hafa fyrir ræktun þess
en títt er víðsvegar í akuryrkju-
löndum úti í heimi. Þannig hefir
hann m. a. gengið af hrópyrðum
manna eins og Sigurðar Péturs-
sonar gerlafræðings, dauðum
fyrir fram. Hvað þýðir Sigurði
að tala um hnattstöður íslands
og gnægðir Dana af kolhydröt-
um og álykta svo að hér á landi
komi ekki svínarækt til greina
af þeim sökum, þegar Klemens
hefir árum saman framleitt
kolhydrötin með árangri, sem
er sambærilegur við ræktun
Dana? Hingað til hefir reyndin
þótt ólýgnust og því taka venju-
legir menn tilraunir fram yfir
hvatvlslegar ályktanir af hnatt-
stöðu og meðalhita. Og hvað
þýðir Sigurði Péturssyni að tala
um það að okkur vanti gott hey
móts við aðrar þjóðir, þegar
Klemens er búinn að sanna það
með tilraunum að enda þótt ís-
lenzkt vallarsveifgras hafi gefið
18% minna uppskerumagn en
kanadiskt, sé meltanleg eggja-
hvíta í því íslenzka 52% meiri.
Ég hélt nú reyndar, að það væri
kennt í flestum barnaskólum,
að ljósið og birtan væri einhvers
virði fyrir jurtagróðurinn, auk
þess sem flest börn ættu að sjá
það, en líklega leggur gerla-
fræðin minni áherzlu á þetta,
enda vitanlegt að mesti sægur
gerla þróast vel í myrkri. En
björtu næturnar á íslandi gera
það að verkum, að gróður jarö-
arinnar er hér kjarnmeiri en í
suðlægari hnattbeltum og því er
hnattstaða fslands ekki að öllu
leyti óhagstæð, þótt norðlæg sé!
En það er einmitt tilraunir og
og blákaldar staðreyndir þeirra,
sem eru raunhæf rök í þessum
málum. Því er það, að þegar
hvatvísir hugsvifamenn eins og
Sigurður Pétursson belgja sig
upp í nafni lærdóms og vísinda,
þá missa sleggjudómar þeirra
marks og falla máttlausir niður
í ljósi reynslunnar eins og sótt-
kveikjur veslast upp og deyja
í sólargeisla. Þannig hefir Kle-
mens á Sámsstöðum gefið rækt-
unarhugsjónum U.M.F vísinda-
legan og raunhæfan grundvöll
til að byggja lífsstarf á. Ég er
ekki fróður um stjórnmálaaf-
stöðu þessa ágæta manns, en þó
hygg ég að hann hafi um tíma
verið í einum andstöðuflokki
Framsóknarmanna.
Ég hefi hér fjölyrt dálítið um
þessa tvo leiðtoga af því að ég
nefndi þá til dæmis, og svipaðar
sögur er að segja af ótal sviðum
öðrum. í öllum flokkum eru
menn, sem vinna svo vel að
menningarmálum, að víðtækur
menningarfélagsskapur æsk-
unnar hefir ekki ráð á að af-
neita þeim og hugsjónum þeirra.
Ég hygg, að hvergi í lýðfrjáls-
um löndum séu allir ágætis-
menn á sviði félagsmálanna í
einum stjórnmálaflokki. Og
meðan svo er geta ekki félög
eins og ungmennafélög íslands
gengið nokkrum flokki á hönd.
Nú skulum við hugsa okkur
mann, sem hefir að ýmsu leyti
svipuð sjónarmið og Sigurður
Pétursson en er laus við hroka
og uppskafningshátt og hugsar
alvarlega. Honum skilst, að
þssar þúsundir, sem eru hér á
landi, geti allar lifað í einni borg
af nokkrum nýtízkutogurum,
fáeinum stórum verksmiðjum
og því, sem í kringum þetta er.
Ekki þurfi meiri landbúnað en
fáeinar kýr til þess að fá ný-
mjólkursopa fyrir smábörnin, ef
ekki væri gerlegt að fljúga með
hana frá Ameríku. Slíkur mað-
ur hefði vitanlega engan áhuga
fyrir ræktun landsins og fynd-
ist að það mætti blása upp. Ég
væri þeim manni vitanlega
mjög ósammála eins og þeir vita
allir, sem eitthvað þekkja til
mín. Ég vil gera málstað lands-
ins og útskaganna að minum
málstað. En þrátt fyrir það gæti
ég unnið að mörgu með þessum
hugsaða manni. Hann kynni að
vera áhugasamur áhrifamaður
um bindindismál. Hann gæti vel
verið hvatamaður um drengilegt
íþróttalíf og heilbrigðar skemmt
anir. Þannig gæti hann yfirleitt
verið hollur og æskilegur félagi.
Skyldi ég þá ekki geta unnið
með honum að þessum sameig-
inlegu hugðarmálum, sem sann-
arlega þurfa liðsinnis við? Ætti
það að hindra samstarf, þar sem
mannfélagið þarf með, að við
erum ósammála um eitt þýð-
ingarmikið atriði? Og hver er
kominn til að dæma um það,
hvort hættulegra er, að van-
meta gróður landsins og græðslu
og trúa því, að byggðin megi
að verulegu leyti eyðast eða hitt,
að vanmeta heilbrigt líf og gera
sér dátt við það, sem er einhver
mesta siðferðileg spilling og
hætta íslenzkra unglinga, tó-
baksnautnin?
Jónas Baldursson nefnir sam-
vinnumálin í grein sinni og því
vil ég taka dæmi af þeim líka.
U.M.F. eiga að rækta huga æsk-
unnar og móta hana til góðra
félagshátta. Þau eiga að gefa
hinu unga fólki tilfinningu fyr-
ir því, að takmark uppeldisins
er góður félagi. Þá verða það
eftirsóknarverðar félagslegar
dyggðir að varðveita og þroska
hæfileika sína og verða þannig
að sem mestu liði í sameigin-
legri framsókn. Eins á slíkum
mönnum að lærast að meta mál
og st'efnur eftir því, hver áhrif
það hefir á almanna hag.
Grundvallarkrafan er jafnrétti
og jöfn aðstaða. Hitt mega svo
ungmennafélögin aldrei ætla
sér að leggja hömlur á sam-
vizkufrelsi og hið frjálsa mat,
hver stefnan sé í beztu samræmi
við hugsjónir félagslífsins. Hér
skulum við líta á verzlunarmál-
in. Sumir halda, að kaupmanna-
verzlanir í frjálsri samkeppni
séu fólkinu fyrir beztu. Aðrir
trúa á samvinnuverzlun og þar
erum við Jónas Baldursson báð-
ir í flokki, Svo eru ýmsir, sem
trúa á einkasölur á vegum rík-
isins. Það er ekki á verksviði
U.M.F. að taka féiagslega af-
stöðu í heild til þessara mála,
þó að sjálfsagt megi ræða þau
á vegum þeirra. Þeir, sem trúa
á ríkisverzlanir og kaupmanna-
verzlanir geta verið eins góðir
ungmennafélagar og ég. Og hart
þætti mér, ef ég þætti ekki hlut-
(Framhald á 6, $lðu)
voru þau notuð nema þegar veð-
ur voru válynd.
Höfuðfatið var oftast prjóna-
húfa, sem fljótlega var hægt að
breyta í veðrahúfu.
Höfðu þeir, sem áttu, hatta ut-
an yfir þeim til hlífðar og hlý-
inda. Líka áttu aðrir svokallað-
ar lambskinnshúfur, búnar til
úr unglambaskinnum, fóðraðar
með einhverju þunnu efni.
Húfur þessar voru léttar og
hlýjar, en ekki endingagóðar.
Ég heýrði í æsku talað um og
sá húfur, sem nefndar voru Hol-
lendingar. Þær voru í laginu
líkastar „kaskeitum" úr sterku
og góðu efni, en voru þá orðnar
gamlar og slitnar. Var mér
tjáð, að þær væru frá þeim
timum (fyrir 1860), sem Hol-
lendingar fiskuðu hér við land
og höfðu verzlunarviðskipti við
landsmenn. Voru það helzt þeir,
sem búsettir voru á yztu nesjum
og smávíkum, sem nutu þessara
kj ara. Mun þar hafa mestu um
ráðið, að þar þrifust ekki þefar-
ar eða hundflatur skrælingja-
lýður hinnar þrællyndu verzl-
unarstéttar Dana, til þess að
nasa uppi, ef einhver maður
reyndi að bæta eitthvað úr fyrir
sér um hina illræmdu verzlun.
Þar þnfust ekki menn með Jú-
dasareðli eða kvislingahneigð.
Mér sögðu gamlir menn, sem
ólust þar upp á yztu bæjum, að
þeir myndu vel eftir því, þeg-
ar farið var til fanga út í hol-
lenzku duggurnar með vettl-
inga, plögg og fleira, er Hollend-
ingar vildu fá í vöruskiptum.
Fengu landsmenn svo í staðinn
dúka, klúta, húfur eða yfirleitt
helzt það, sem að fatnaði laut,
— stundum líka litið eitt af
hörðu bfauði.
Ekki sögðust þeir muna eftir
því, eða hafa heyrt talað um
það, að nokkurn tíma hefði
komið til árekstra milli lands-
manna og Hollendinga í þessum
viðskiptum, heldur hefðu öll þau
viðskipti farið fram kurteislega
og á friðsaman hátt.
Á þeim árum voru hvergi eins
mannmörg heimili sem á yztu
nesjum og víkum. Mun það hafa
verið sjaldgæft, ef færri en 15
—20 eða fleiri voru þar heim-
ilisfastir ársmenn.
Mun það sannast vera, að i
Móðuharðindunum og eftif þau
fjölgaði fólki í Múlasýslum að
ráði. Mun enginn hluti lands-
ins þá hafa verið betur settur
en Austfirðir, og er mér grunur
á, að viðskiptin við Hollandinga
hafi átt sinn þátt í því.
En þetta var víst útúrdúr frá
lýsingum á klæðnaði fólksins.
Spariföt flestra karlmanna
voru úr fínu vaðmáli, sem ofið
hafði verið í 75—80 tanna skeið,
úr hvítri ull. Þegar búið var að
þæfa voðina, var hún lituð úr
hellu með litlu af vinanda eða
ediki út í. Fötin þar næst sniðin
og saumuð. Flestir höfðu klúta
um hálsinn, alla vega lita.
Fótabúnaður flestra mun hafa
verið líkur: skór úr geldsauða-
skinni, sem litað hafði verið úr
sortulyngi og voru því tinnu-
dökkir. Þeir voru svo bryddir
með drifhvítu eltiskinni, sem
stakk mjög vel af við dökkan
tinnulitinn. Innan í voru hafðir
íleppar með margvislega litu út-
prjóni.
Þá tíðkaðist að vera i ljósblá-
um leistum utan yfir sokkun-
um.
Það kostaði mikla fyrirhöfn
að búa til þessa ljósbláu leista,
og af því ég þekkti þann tilbún-
ing vel, ætla ég að láta lýsingu
af honum fylgja hér með.
Efni, sem nefnt var „indigó",
fluttist í smápökkum. Var það
leyst upp í hreinni keytu í tré-
byðu, 30—40 potta að rúmmáli.
Það var látið leysast þar upp í
þrjá sólarhringa og hrært upp
daglega. Á fjórða degi var ullin
látin niður í löginn. Svo var
hún hreyfð daglega og snúið vel
1 byðunni. Þótti það leiðinda-
verk vegna lyktarinnar, sem af
leginum lagði.
Eftir sex daga var fulllitað.
Var ullin, eða hvað sem litað
var, þá orðið vel dökkblátt. Síð-
an var ullin þurrkuð, þar næst
táin, eftir það tvíkembd með
hvítri ull saman við, eftir því
hvað ljósblátt plaggið skyldi
vera. Sokkaplögg með þessum
lit þóttu hin fallegustu í þann
tíð, en voru efalaust hin dýr-
ustu, ef allt verk við tilbúning
þeirra hefði verið reiknað til
verðs.
Draummaður minn, sem tíð-
um segir mér sitthvað, sem ég
vissi ei vel, hefir tjáð mér, að
hollenzkir sjómenn hefðu fyrstir
manna flutt „indigó“ til íslands
og sagt aixstfirzkum viðskipta-
vinum sínum fyrir um það,
hvernig vinna skyldi úr því, og
urðu þær reglur síðan alþekkt-
ar eystra.
Mér væri þökk að fá að vita,
hvort þetta muni geta verið rétt.
Þá áttu ýmsir menn bláar eða
dökkar prjónapeysur með silf-
urhnöppum á. Voru þeir eins og
kúlur í laginu, með fæti undir.
Þóttu þær í mínu ungdæmi hinn
mesti hátíðabúningur.
Búningur sjómanna var líkur
og vetrarklæðnaður, nenla þeir
voru í skinnsokkum í stað skinn-
leista. Skinnsokkar voru þeir
kallaðir, ef þeir náðu vel í sokka-
band, Lika áttu margir skinn-
buxur til þess að hhfa sér við
bleytu,
Klæðnaði kvenfólks var ég
ekki eins kunnugur, en þó skal
frá sagt, sem ég bezt veit,
Nærfatnaður kvenna var eins
og karlmanna úr finasta vað-
máli, sérstaklega skyrtan.
Sá Ijóti ósiður var mjög al-
gengur í þann tíð, að kvenfólk
hafði nærbuxur sínar opnar í
klyftum. Mun það hafa verið
gert þeim til þæginda, er losa
þurfti líkamann við það, sem
hann varð að koma frá sér.
Ég ætla að iáta fylgja hér með
sanna sögu, þar sem segir af
þrekmiklum og frískum kven-
manni, sem var rétt búinn að
týna lífinu á fjöllum uppi fyrir
þennan klæðnað. Það var á
póstleiðinni frá Grífnsstöðum á
Hólsfjöllum til Eskifjarðar.
^Níels Sigurðsson, sem um
margra ára skeið var póstur á
þessari leið, sagði svo frá: Það.
var einu sinni, er ég fór frá
Grímsstöðum austur, sem stúlka
að nafni Þuríður -£- stór, þrek-
leg og frisk á fæti — bað mig
um að lofa sér að verða mér
samferða að Möðrudal.
Það var nokkur lausasnjór á
jörðu og útlit fyrir norðanveður.
Ég sagði henni það velkomið,
ef hún treystist til að kafa ó-
færðina, þótt svo bættist við
norðanveður í ofanálag.
En hún kvaðst ekki kvíða því.
Við héldum svo af stað, en
ekki höfðuijfi við lengi farið, er
veður versnaði, og litlu síðar
var kominn norðanstórhríð með
frosti.
Ég teymdi fyrri hestinn, en
lét Þurígi ganga í slóð þeirra.
Þetta gekk lengi yel, en svo sá
ég, að húp fór að dragast aftur
úr. Stanzaði ég þá Og spurði
hana, hvopt hún væri vesöi. En
hún kvað pei vlð því, ep sagði
jafnframt, að það fyki svo mikið
af snjó upp á líf sér um opið á
hnjáskólinu, að það gerði sér
illmögulegt að ganga,
„Mikill andskotans klæðnaður
er þetta á ykkur kvenfólki að
ætla þannig útbúnar i snjó og
frosti yfir fjöll“, sagði póstur þá.
Ég hafði nú ekki önnur ráð
en að taka ullartrefil, sem ég
hafði um hálsinn og vefja hon-
um um læramót og líf stúlk-
unnar, eftir því sem ég gat í því
veðri og kringumstæðum, svo
hvergi yrði op fyrir snjóinn til
þess að komast inn á líf hennar.
Þetta dugði, því þegar Þurið-
ur losnaði við snjófokið, náði
hún fljótlega dugnaði sínum
aftur, svo að. við gátum haldið
áfram, og náðum við að Möðru-
dal heilu og höldnu“.
Þannig sagðist Níels pósti frá.
En svo bætti hann við:
„Þegar kvenfólk síðan hefir
beðið mig um samfylgd yfir
fjallvegi í misendis veðri, hefi
ég sett því það skilyrði að vera
í heilum nærbuxum, en ekki
hnjáskóli".
Þá var kvenfólk í hnéháum
jSOkkum með spjaldofin bönd,
alla vega útofin að litum, vafin
um „sokkaband“, til þess að
halda sokkunum uppi. Falleg-
asti litur á sokkum þótti vera úr
ljósblárri samkembu, sem áð-
ur er lýst. Þar næst úr dökku
efni, litað úr hellulit eða sortu-
lyngi. Fleiri liti höfðu þær á
sokkum sínuip.
Þá var kvenfólk klætt milli-
pilsi. Það var ábyggilega skí'aptr
legasta fatið, sem þær klæfldust
daglega, að sípu leyti ejns Qg
milliskyrtur karlmanpa, endá
voru föt þessi pft úr þku efpi
— tvistur í uppistöðu, en band
í ívafi — og eins farið að með
tilbúning munstursips; þræð-
irnir voru lagaðir tii í kambin-
um, unz litapiðurröðunin likaði,
Dúkar þessir voru ávallt sam-
settir af mörgum litum, þótt
litlar væru siglingar á þeim tím-
um og litir fengjust ekki frá út-
löndum, því að konurnar voru^
ekki ráðalausar að afla sér
fallegra lita, Þær voru margar
svo vel að sér í grasafræði, að
þær vissu, að úr, íslenzkum
jurtum og lyngi mátti fram-
leiða flesta eða alla liti, sem
þær girntust. Ætlg ég að nefna
nokkrar tegundir og liti, sem
framkallaðir voru úr þeim.
Úr krækiberjalyngi: rósrauð-
ur litur — það er ljósrautt.
Úr bláberjaiyngi: heiðblár
litur.
Úr beitilyngi: gulur litur.