Tíminn - 13.07.1945, Blaðsíða 1

Tíminn - 13.07.1945, Blaðsíða 1
RITST JÓRASKRIFSTOFDR: EDDUHÚSI. Lindargötu 9A. Símar 2353 og 4373. AFGREIÐSLA, INNHEIMTA OG AUGLÝSINGASKRIFSTOFA: EDDUHÚSI, Llndargötu 9 A. Síml 2323. 29. árg. Reykjavík, föstudagiim 13. júlí 1945 52. blað íiland er land æTintýranna Viðtal viíS Stefano fslandi Stefanó Islandi, óperusöngvarinn frægi, var meðal farþega með Esju frá Danmörku, en hann hefir dvalið þar í landi öll styrj- aldarárin og sungið við Konunglega leikhúsið í Kaupmanna- höfn. Stefanó gaf blaðamönnum tækifæri til að tala við sig í fyrradag, og átti tíðindamaður blaðsins þá eftirfarandi viðtal við Laxfoss hefur áætlanarferðír að nýjiis Umiangsmesta víðgerð á skipi, sem gerð hefur veríð á Íslandí RlSIiS'.X fJR SVARFAÐARÖALHUM 'l Lýsing á skipinu effir vídgeröiaa Viðgerð Laxfoss er nú lokið og fór skipið í reynsluför í gær með blaðamenn og um 60 gesti, hluthafa og þá, sem unnið höfðu mest að viðgerðinni. Skipið er í alla staði hið vistlesasta til fólks- flutninga og mikil bót fyrir samgöngiirnar, að það skuli nú aft- ur vera komið í Iag. Skipið fer fyrstu áætlunarferð sína í Borgar- nes í dag, en eftirleiðis verður ferðum þess þannig háttað, að farið verður í Borgarnes sunnudaga, þriðjudaga, föstudaga og laugar- daga, en til Akraness fer skipið á sunnudagsmorgna, mánudaga, kvölds og morgna og miðvikudagsmorgna. Til Vestmannaeyja verður einnig farin ein ferð í viku, frá Reykjavík á miðvikudags- kvöldum og frá Vestmannaeyjum á fimmtudagsmorgnum, H.f. Skallagrímur, sem er eigandi Laxfoss hefir einnig á leigu m.s. Víði og mun hann annast ferðir til Akraness og til Borgarness á mánudögum og þriðjudögum. Laxfoss mun ekki koma við á Akra- 1 nesi i Borgarnesferðunum. Hér á myndinni sést íslenzka tröllið, Jóhann Pétursson á hafnarbakkanum i Kaupmannahöfn er E sfa lagðist þar upp að. Jóhann Pétursson kominn heim eftir 10 ára utivist Árið 1935 kom til Kaupmannahafnar íslendingur, sem mörgum varð starsýnt á. Þetta var svarfdælski risinn, Jóhann Pétursson frá Ingvörum, að leggja af stað út í heiminn. f tíu ár fór hann víða um Norðurálfu og sýndi sig í mörgum stórborgum. En á mánudaginn var steig hann aftur á land í Reykjavík í hópi þeirra 304 farþega, sem komu heim með Esju. Hefir tíðindamað- ur Tímans hitt hann að máli, og fer hér á eftir sumt af því, sem hann sagði um æviferil sinn og fyrirætlanir. hann: — Hefir ekki margt drifið á dagana í öll þessi ár? — Jú, sumu get ég sagt frá, en sumu ekki. Ég hefi verið við Konungl. leikhúsið í Kaup- mannahöfn síðan 20. apríl 1938, fer ég söng fyrst sem gestur í „Maddame Butterfly“, en 1941 varð ég fastráðinn við leikhús- ið og hefi verið það síðan. Ég hefi lítið sungið annars staðar á Stefanó fslandi i hlutverki bon Jose í óperunni Carmen eftir Bizet. Vorhátíð Fram- sóknarmanna á Austurlandí i Framsóknarmenn á Austur- landi héldu v'orhátið í Atlavík í Hallormsstaðaskógi siðast- liðinn sunnudag. Mun þetta hafa verið ein fjölmennastasam- komgn, sem þar hefir verið hald- in, en skemmtanirnar í Atlavík eru jafnan fjölsóttustu skemmt- anirnar austanlands. Margt fólk kom þangað daginn áður og var í tjöldum um nóttina. Alls sóttu samkomuna um 2000 manns. Sigurbjörn Snjólfsson, bóndi, Gilsárteigi, formaður Fram- sóknarfélags Suður-Múlasýslu, setti samkomuna og stjórnaði henni. — Ræður fluttu Ey- steinn Jónsson, fyrv. ráðherra, og Vilhj. Hjálmarsson bóndi á Brekku í Mjóafirði. Páll Her- mannsson alþm. las upp kvæði. Karlakór Fljótsdæla skemmti með söng undir stjórn séra Marinós Kristinssonar á Val- þjófsstað og Jón Vigfússon söng- stjóri á Seyðisfirði stjórnaði fjöldasöng. Þá voru sýndar kvik- myndir og dans stiginn lengi fram eftir nóttu. Flokkur Ármenninga, sem var á ferðalagi eystra, kom á sam- komuna um kvöldið og sýndi iþróttir við mikla hrifningu sam- komugesta. Veður var hið bezta og hjalpaði það til að gera skemmtunina enn ánægjulegri. þessum tíma. Þó hefi ég sungið við„Konungl. óperuna í ^tokk- hólmi og haldið sjálfstæðar söngskemmtanir þar í borg og einnig í Gautaborg og Malmö, en vegna samgöngubanns við Svíþjóð hefir ekki getað orðið úr söngförum þangað síðastl. ár. Um Danmörk hefir ekki ver- ið hægt að ferðast, því óvíst var, hvort ég hefði þá getað komizt strax aftur til leikhúss- ins í Kaupmannahöfn. : _ Ég var að hugsa um að fara í söngför til Ameríku en af því getur ekki orðið í ár, vegna þess, að samkvæmt núgildandi isamningi við leikhúsið hefi ég svo stuttan leyfistíma. Ég hefi í hyggju að fá samningunum breytt að ári, þannig, að ég fái lengri leyfi og myndi það skapa mér möguleika til að fara i söngfarir til annarra landa. Fastráðnir söngvarar geta fengið leyfi leikhússins til að halda sjálfstæðar söngskemmt- anir, en þeir geta ekki sagt upp nema með árs fyrirvara samn- ingum sínum við leikhúsið. — Konunglega leikhúsið hefir þá starfað öll árin? — Já, það gerði það reyndar, þó oft lægi við, að því yrði -lokað. Þjóðverjar höfðu illt auga á. því og starfsfólki þess. Þeir gátu aldrei fengið því fram- gengt, að teknar yrðu til með- .ferðar þýzkar óperur eða leikrit, sem þeir reyndu þó mikið til. Það fékkst aldrei neinn til að syngja í þýzkum óperum, eða til að syngja fyrir þýzka herinn, en Þjóðverjar gerðu mikið til þess að fá söngvara til að skemmta hernum. Til þess að komast und- an þessu, var venjulega sú að- ferð höfð, að útvega læknisvott- orð og komast þannig hjá því. Þetta gekk alltaf, en með þessu urðum við óvinsælir hjá Þjóð- verjum. — Handtóku Þjóðverjar yður nokkurntíma? — Já, þeir handtóku mig þrisvar sinnum, en slepptu mér alltaf aftur eftir eins til tveggja daga rækilegar yfirheyrsl- ur. Ég gat orðið alltaf, hvenær sem var, átt von á handtökum síðustu þrjá mánuðina fyrir uppgjöfina. í þessi þrjú skipti, sem ég var hnepptur 1 fangelsi, var ég handtekinn um miðjar nætur kl. 12*og 1. Smám saman varð maður hræddur um líf sitt, ekki eingöngu fyrir Þjóðverjum, heldur einnig fyrir dönskum föðurlandssvikurum, sem voru enn grimmari en Þjóðverjar. Það var um langan tíma, sem ég þorði ekki annað en að fara huldu höfði og þorði ekki að vera heima á næturna um lang- an tima. — Hafið þér nokkra hugmynd um, hvers vegna Þjóðverjar sátu svo um yður? — Ég set það í samband við handtöku eins vinar míns og samstarfsmanns, Henry S^ær, barritonsöngvara. Hann var tek- inn til fanga tveimur mánuðum fyrir uppgjöfina, ásamt konu sinni og syni. Hjónin sluppu við pyndingar, en sonurinn var píndur, en hann var hraustur og skýrði aldrei frá neinu, sem ekki mátti vitnast. Þeir vissu það, að ég var vinur þessa manns og hafa sennilega hafl^ grun um, að við hjálpúðum fé- (Framhald á 8. siðu) Jóhann fæddist á Akureyri 1913, og voru foreldrar hans Sig- urjóna Jóhannsdóttir og Pétur Gunnlaugsson, nú bæði látin. En er drengurinn var fárra vikna, fluttu þau búferlum út í Svarf- aðardal, og þar ólst hann upp. Jóhann var enn barn að aldri, er faðir hans dó frá níu börnum, þar af sjö innan fermingarald- urs. Átti ekkjan við fátækt að búa með barnahóp sinn, og varð Jóhann að leggja hart að sér við vinnu, ^em honum mun þó hafa verið mjög óhollt, svo vaxtarmikill, sem hann var, þótt fólk hafi ef til vill álitið hið gagnstæða — fundizt hann hafa beinin til þess að taka á. Framan af hafði Jóhann ekki verið meiri vexti en önnur börn, en um tólf ára aldur tók hann að stækka mjög ört, og er hann var fermdur, var hann hærri en presturinn, sem þó var með stærstu mönnum. Óx hann síð- an jafnt og þétt nokkuð fram yfir tvítugt, og er nú 2,25 senti- metrar á hæð. Mestu vaxtarár sín, frá ferm- ingaraldri til tvítugs, stundaði hann sjómennsku nyrðra. Var þá orðinn rammur að afli, reri einn á borð á móti tveimur full- orðnum karlmönnum og lyfti einn lýsistunnum, sem annars voru tveggja manna tak. Síðustu ár sín á íslandi var hann undir læknishendi hjá Steingrími Matthíassyni á Ak- ureyri og þjáðist af fótaveiki, sem átti rót sína að rekja til of þröngra stígvéla, sem hann hafði notað. Síðan sigldi Stein- grímur með hann til Hafnar ár- ið 1935, eins og áður er sagt, og kom honum þar í samband við menn, sem höfðu með höndum sýningar á ýmsu, sem almenn- (Framhald á 8. siðu) Búnaðarþíng Stjórn Búnaðarfélags íslands hefir nýlegá ákveðið að kveðja saman Búnaðarþing 7. þ. m. Verður þar rætt um verðlagsmál Iandbúnaðarins og fleiri hags- munamál bænda. í gær, er skipið var afhent eigendum af þeim aðilum, er séð hafa um endurbyggingu þess ; fluttu ræður þeir Þórður Pálma- son formaður Skallagríms, Hjalti Jónsson, fyrv. skipstjóri, Gísli Jónsson alþingismaður, Emil Jónsson ráðherra og Bjarni. 'Ásgeirsson alþm. — Stjórn h.f. jSkallagríms er nú þannig skip- uð: Þórður Pálmason formaður, Davíð Þorsteinsson og Friðrik Þórðarson, sem er skipaður af fjármálaráðh. Framkvæmda- stjóri félagsins er Friðrik Þor- valdsson hafnarstjóri í Borgar- nesi. Héc-fer á eftir greinargerð um viðgerð skipsins, sem mun vera sú mesta, er hingað til hefir 'ver- ið framkvæmd hér á landi: M/s „Laxfoss“ var smíðað í Aalborg 1935. Stærð skipsins var þá 290 smálestir, lengd 125 fet, breidd 22 fet, dýpt 12 fet: Var það þá útbúið með 250 bremsu- hestafla Diesel-vél, tveimur Diesel-aukavélum, rafmagns- vindum og öllum nýtísku útbún- aði. Skipið var byggt í hæsta flokki enska Lloyds-flokkunar- félagsin til ferða með vörur og farþega á milli Reykjavíkur og Borgarness og annara hafna á íslandi og meðal annars sérstak- lega styrkt til þess að geta brot- ið lagís á fjörðum, ef með þyrfti. Var 'skipið allt hið vandaðasta að öllum frágangi. Á reynsluferð skipsins þegar það var afhent gekk það tæpar 12 mílur með fullri ferð. Skipið kom hingað til landsins í byrjun júlímánaðar 1935 og hóf þá þegar ferðir um Faxa- flóa og víðar, er það hélt uppi, þar til 10 jan. 1944 að það strandaði vestur af Örfirsey í ofviðri og blindhrið að kvöld- lagi. H/f Skallagrímur í Borgar- nesi var eigandi skipsins allan tímann og hafði útgerðarstjórn þess á hendi. Þann 11. marz 1944 var skipið tekið á flot og flutt inn á Reykjavikurhöfn og sett í drátt- arbraut í Reykjavík sama dag. Kom þá í ljós, að skipið var svo mikiö skemmt, að vátryggjendur vildu ekki taka að sér að gera við það, enda var skipið mjög lágt vátryggt. Greiddu þeir því vá- tryggingarupphæðina út til eig- enda, en skipsflakið féll í hlut þeirra aðila, sem höfðu bjargað því, en það voru Stálsmiðjan h/f, Reykjavík ásamt Hamar h/f og Vélsmiðjunni Héðinn ^i/f. Strax eftir að skipinu hafði verið bjargað höfðu eigendur skipsins sterkan hug á því að fá gert við það svo fljótt að unnt væri að taka það í notkun sum- arið- 1944. En það reyndist ókleyft að fá gert við skipið á svo skömmum tíma og var þá horfið frá því um stund að endurbyggja skipið og gerðar ýtrekaðar tilraunir til þess að fá annaö skip í ferðirnar, sem þó ekki tókst. Um haustið 1944 voru á ný teknar upp umræður um endurbyggingu skipsins og varð það úr að fyrrverándi eigendur keyptu flakið og gerðu samning við þáverandi eigendur þess um að endurbyggja skipið, breyta þvi og setja í það nýja vél, allt fyrir kr. 1.525.000.00, en vélina, sem kostaði tæpar 300.000.00 skyldu verkkaupendur sjálfir Greiða. Var samningur þessi undirritaður 27. nóv. 1944 og skyldi skipinu skilað fulltilbúnu til kaupenda fyrir 1. maí 1945. Var þá þegar hafizt handa um viðgerðir á skipinu, og heiir þeim síðan verið haldið áfram óslitið og er nú fyrst lokið i dag, er verksali jafnframt afhendir^ eigendum skipið til fullra um- ráða. Skipið hefir verið að öllu leyti byggt upp í sama formi eins og það áður var og hefir þvi að engu leyti verið breytt (Framhald á 8. síðu) Nýtt rit: „Stefna(íkommúnísta í utanríkismálum „Stefna“ kommúnista í utan- ríkismálum, heitir bæklingur, sem Framsóknarflokkurinn hef- ir gefið út um stefnuleysi og hringlandahátt kommúnista hin síðari ár í sambandi við styrj- aldarviðburðina og utanríkismál þjóðarinnar. Bregður bæklingur þessi skýru ljósi yfir það, hvernig nú væri komið fyrir íslendingum ef ráð- um kommúnista hefði verið hlýtt varðandi afstöðu þjóðar- inpar til stríðsaðilanna. Hefir áreiðanlega eng4nn flokkur frá því Alþingi var endurreist leik- ið jafn ófyrirleitið og þjóðhættu- legt hlutverk, sem kommúnista- flokkurinn í hinu rússneska þjónsstarfi sínu. Eru tekin um- mæli Þjóðviljans á hinum ýmsu tímum málinu til skýringar. Munu ýmsir verða undrandi, er þeir rifja upp hin furðulegu vinnubrögð kommúnista í utan- ríkismálunum hin síðustu ár og sanna þau, ásamt öðru, hvert traust þeir verðskulda hjá þjóð- inni. Bæklingurinn fæst hjá nokkr- um bókaverzlunum í Reykjavík og Hafnarfirði og á afgreiðslu Tímans.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.