Tíminn - 13.07.1945, Blaðsíða 4

Tíminn - 13.07.1945, Blaðsíða 4
4 TÍMIM, föstudaginn 13. júlí 1945 52. blað Séra Jakob Jónssons Takmark Góðtemplarareglunnar Ræða flutt á 60 ára afmæli atnknnnar Verðandf 3. |». m. Þess hefir verið\óskaö, að ég færi hér nokkrum orðum um hin alþekktu kjörorð Góðtemplara- stefnunnar: „Trú, von og kær- leikur.“ Sem upphaf þeirrar hug- leiðingar bið ég yður að hlýða á 13. vers hins 13. kapítula í I. bréfi Páls postula til Koriþu- borgarmanna: „En nú varir trú, von og kœrleikur, þetta þrennt, en þeirra er kærleikurinn mest- ur.“ í kvöld erum vér að minnast sextíu ára afmælis stúkunnar „Verðandi.“ Það þarf ekki lengra tímabil til að minna á það að kynslóðir koma og kynslóðir fara. Reykjavík er í mörgu tilliti orðin önnur borg og ísland ann- a§ land á þessum 60 árum. En verkefni Góðtemplarareglunnar er enn jafn-þýðingarmikið og þá. Ein einasta kynslóð getur ekki útrýmt áfengisbölinu úr þessu landi. Eldri kynslóðin, sem iegst til hvíldar, verður að geta treyst því, að eitthvað sé til, sem varir, þótt mannlífið sé hverfult. Á varanlegum grundvelli verður starfið að byggjast, en ekki þvi, sem fer og fýkur með einni kyn- slóð á jörð. Páll postuli trúði því, að trúin, vonin og kærleikurinn væri varanlegur í brjóstum mannanna. Því trúir Góðtempl- 'arareglan líka. Þótt mennirnir hverfi og aðrir komi í staðinn, þá byggir hún á því, að svo lengi sem menn fæðist, muni búa í þeim öllum möguleikinn til að trúa, vona og elska. Betri eða viturlegri kjörorð gat reglan ekki kosið. ý-- „Enginn getur með áhyggjum aukið einni alin við hæð sína,“ sagði Jesús Kristur. Hann vissi, að vöxturinn jókst síður en svo við kvíða og örvílnan. Sama máli gegnir um hvern þann vöxt og gróður, .sem á að laða fram í mannlegum sálum og mannlegu lífi. Góðtemplarareglan hefir sett sér neikvætt mark, þar sem er útrýming áfengra drykkja. En takmarkið er jákvætt engu að síður, því að það er siðmenn- ing,göfgi og bróðjirlegt samfélag mannarina. Og því marki verður aldrei náð með vantraústi, kviða og hatri, en þetta eru andstæður trúar, vonar og kærleika, eins og myrkrið er andstæða ljóssins. Það er þó engan veginn und- arlegt, þó að hinar neikvæðári tilfinningar geri vart við sig hjá mörgum þeim, sem sjá, hvað er að gerast, jafnvel í vorri sið- menntuðu borg, Reykjavík. Rosknar konur með silfurkrýnt höfuð ramba í sætum sínum við annan rétt i veizlusölum og á næstu grösum er hávaðasöm æskumær í fögrum silkikjól en með verra orðbragð heldur en nokkurn tíma heyrðist á þilfari nokkurrar fiskiskútu. Og niðrM Hafjyxrstræti riðar róninn í leit sinni a'ð næturstað í borð um einhverju skipinu eða í hálm- bing að húsabaki. Ef þú sæir barnið þitt vera að lenda út á þessa .braut, annað hvort undir yfirskyni hirðmenskunnar eða með nöktum ræfilskap landeyð- unnar, — Væri þá nokkuð óeðli- legt, þótt þú hugsaðir á þessa leið: Vei þeim, sem lokka barnið mitt út í þetta með spiltum hirð- siðum eða hafa það að féþúfu á þennan hátt, Vei þeim, sem villa svo fyrir því með hugsun og smekk, að því þyki svínstrýnið fagurt, ef á þvi situr gullhringur. Vei þeim skattgreiðeridum þessa lands, sem heldur vilja greiða skatta sína sem álagningu á ólyfjan og eiturbrugg, heldur en borga tillag sitt með heilbrigðum hætti til menningarstofnana landsins eða atvinnuvega. Vei þeim, sem gabbar barnið mitt út í drykkjuskapinn, og á síðan lítið annað athvarf handa því en fangaklefana í stað hins hrunöa heimilis, aðhlátur og spott í stað almennrar virðingar, fyrirlitningu í stað kærleika. Þannig hugsar margur faðir og móðir, sem sér óreglu og drykkjuskap grafa undan fram- tíðarhamingju æskumannsins. Ef til vill má. þó kenna honum að ýmsu leyti um það, hvernig fór. Pilturinn eða stúlkan voru dálítið kærulaus og veik fyrir. Ábirgðartilfinningin var ekki vöknuð. Tilfinningarnar örar, hugsunin lítt þroskuð. En ein- mitt þess vegna reið ennþá' meira á því, að vakað væri yfir því góða í sálum þeirra og hin sanna feg- urð og manngöfgi fyrir þeim brýnd. Já, — bæði kvíðinn, áhyggj- urnar og jafnvel beiskjan eru mannlegrar tilfinningar og eðli- legar, þegar svona stendur á. Og þó er þar enginn grundvöllur undir lækningar þessara hræði- legu meinsemda, heldur í trúnni, voninni og kærleikanum. Það er eðli tr£arinnar að ráð- ast gegn því, sem er ofurefli fyr- ir mannanna sjónum. Merki trú- arinnar er krossinn, sem auglýsir elsku þess guðs, sem þjáist með börnum sínum og lætur mátt sinn fullkomnast í veikleika þeírra, sem vinna að heill með- bræðra sinna. Ef guð er með oss, hver er þá á mó.ti oss? Trúin hefir líka þann skyggnihæfileika að sjá guðsþ&mið í manninum, hvort sem um er að ræða þann sem fellur fyrir freistingunum, eða hinn, sefti leiðir bróður sinn út í ógæfuna. Vonin er táknuð með akkerinu, sem heldur skip- inu föstu á lægi sínu, hvernig sem vindurinn blæs. Vonin er trú á framtíðina, fullvissa um möguleika hins góða. Vonin er sú tilfinning, sem fær garð- yrkjumanninn til að sá og hlúa að lítilli hríslu, jafnvel þótt hann viti, að langur tími hlýtur að líða, unz árangurinn sézt. Sann- ur templar hættir aldrei að vona. Vér höfum oft séð vonir bregð- 1 ast, en við höfum líka séð þær ‘ rætast, langt fram yfir allar lík- ur. Reglan þekkir mörg dæmi I þess, að ,menn, sem heimurinn | taldi glataða drykkjumenn, hafa | að nýju orðið starfhæfir borg- 1 arar og góðir heimilisfeður. Og ég hygg, að ekki sé of mikið sagt, þó að einmitt þessir menn hafi oft orðið beztu templararn ir. Þeir skilja bezt hvar skórinn kreppir og eiga auðveldast með að setja sig í spor þeirra, sem enn berjast við freistinguna. Þeir kunna líka oftast bezt að meta, hvers virði það er að eiga heima í bræðrafélagi, þar sem illvirkinn kemur eigi. Postulinn mat trúna og vonina mikils, en kærleikann þó mest. Tákn kærleikans er hið brenn- andi hjarta. Ef það skortir slær fölva á krossinn og akkerið, að sínu leyti eins og hjartað tekur að kulna, ef það fær ekki mátt sinn frá honum, sem krossinn bar, og þá festu, sem akkerið veitir. Starf góðtemplararegl- unnar er fyrst og fremst kær- leiksstarf. Hún á að vera hinn miskunnsami Samverji, sem græðir sár þeirra, sem ræningj- arnir skilja eftir sjúka við veg- inn. Starf þetta hefir tvær hlið- ar, hina opinberu, sem allir sjá, og fólgin er í ýmiskonar menn- ingarstarfi, áhrifum á löggjöf- ina, stofnun hæla eða heimila, fundahöldum o. s. frv., — og hina, sem snýr áð einstaklingn- um með þeim persónulegu áhrif* um> sem í kyrrþei ná að móta manninn til liins betra. Orð Krists um salt jarðar eiga hér við, sem víðar, þótt það hljómi undarlega, þá er það leitin að kærleika, sem kemur mörgum út í drykkjuskap. Leitin að góð- um vúnum, leitin að félagsskap. Illa er sá maður kominn, sem enga vini á nema þá, sem teygja hann til svalls' og óreglu. Þeim manni vill Reglan veita nýja vini. Innan hennar vébanda er því ekkert nauðsynlegra en þetta, að orðin bróðir og systir eigi að baki séMsanna velvild, sannan kærleika. Fátt má ég vera reglunni þakklátari fyrir en þá góðu vini, sem ég þar hefi eignazt. Það er einmitt hin persónulega vinátta, sem knýr sannan templar til þess að láta sér umhugað um vini sína, sem eru drykkjumenn. Stundum þef- ir þaö reynst mesta gæfa drykkjumannsins, að hann átti góðan vin, sem var templar, því að sá templar, sem er hugsjón sinni trúr, fyrirlítur aldrel neinn drykkjumann. Hann sér í honum bróður í hættu staddan. Og það er hugsjón bróðurkærleikans, sem hér tengir hjarta við hjarta,. hönd við hönd. Án tillits til litar og þjóðernis, án tillits til trúar- bragða og stjórnmála, án tillits til stéttar og stöðu á bróður- kærleikurinn að tengja saman alla menn. Að þessu stefnir Reglan. Þar vinnur hún í anda hans, sem er allra bróðir og á alla að bræðrum, — í anda Jesú Krists. Á þessu fagra sumar- kvöldi erum vér að minnast sextíu ára starfs stúkunnar „Verðandi.“ Vegna útvarpsins geta önnur reglusystkini víðs- vegar á landinu og úti á hafinu tekið þátt í því með oss. Og þér sem eruð utan Reglunnar eruð nú enn einu sinni minntur á þennan félagsskap. Hafið þér athugað það, að vér templarar lítum ekki stærra á oss en svo, að vér teljum oss þurfa yðar hjálp, hver sem ert. Enga gjöf getur þú gefið dýrmætari en sjálfan þig til fylgis yið þann félagsskap, sem starfar á grund- velli trúar, vonar og kærleika. En öll óskum við góðs þessari- stúku og reglunni um gjörvallan heiminn. Qlessun þess Guðs, sem er kærleikur, hvíli yfir henni. Og kærleiksrík hönd hans leiði yður^ alla. ----------í---------------------i Somardagnr Eftlr Ásmund Helgason frá Bjargi. Sæbjorg Dómsmálaráðherra hefir hinn 2. þ. m. falið forstjóra Skipaút- gerðar ríkisins að gera uppkast að samningi um leigu á björgun- arskipinu „Sæbjörgu“ til ríkis- sjóðs um 15 ára tímabil til björgunarstarfsemi og eftirlits í Höfundur þessarar greinar er Ásmundur Helgason frá Bjargi. Hann var áður dugn- aðarmaður mikill, en er nú orðinn gamall og farinn að heilsu, og getur því ekki sinnt eins vinnu og hugurinn vildi. í vor hefir hann dvalið í sum- arbústað og hefir hann sent Tímanum þaðan eftirfarandi grein: Það var kominn 29. júní. Veðrið var stillt og bjart og hlýtt í lofti, svo að allt sýndist benda á, að nú væri ,þó sumarið gengið í garð. Allt, sem lífsanda dró og gat hreyft sig úr hýðinu, var á ferð og flugi að viðra sig í guðs grænni náttúrunni eða á sjó úti. Mennirnir! Sumir til að fá sér hressandi fjallaloft eftir langt innistarf og skemmta sér um leið, líka til að safna nýjum lífs- þrótti undir næsta starfstíma. Aðrir til að afla lifsviðurværis úr sjó eða á landi, handa sér og fjölskylduliði sínu og fá í gjald- eyrir fyrir ríkissjóðinn, svo að hann geti framfleytt sínu skuldaliði, sem nú virðist vera orðið allfjölmennt. Það var hálfgerð leiðinda ólund í mér yfir því að sjá og vita þetta starfandi líf, en geta engan þátt tekið í þeirri starf- semi, því ýms innri tæki líkam- ans höfðu neitað að vinna þau ætlunarverk, sem þeim í upp- hafi hafði verið áskapað. Kom þar fram gamla dæmi- sagan, þegar limir líkamans urðu ósáttir með störf sín, vesl- aðist hann upp. Það getur og verið táknrænt dæmi fyrir þjóð- félagið. Þar sem ég var nú orðinn hálfgerður fjallbúi, þá datt mér í hug að ganga út í grasbrekk- una, sem er suður af sumarbú- staðnum og vita hvort ég hitti ekki þar í kring einhvern af hinum smávöxnu fleygu kunn- ingjum frá fyrri dögum. Nú loks var þó sumarið komið með unað og ást, og það hefir ávalt fært’mér frið í sál, sem ekki brást. Þegar í brekkuna kom, er Faxaflóa, að lokinni fyrirhug^* blasir svo vel við hádegissólinni, aðri stækkun og breytingum á sem nú sendi sitt alltlífgandi skipinu, enda gangi ríkissjóður vel tempraða geislaflóð yfir í ábyrgð fyrir láni til þessara hauður og haf, tók ég mér, sæti framkvæmda. og tók að virða fyrir mér um- hverfið. Brekkan sjálf var nýbúin að „sauma sér sumarklæðin grænu“ en að öðru leyti skrúð- laus, því engin Jurt var þar bú- in að opna blómakörfuna sína. Néðan við brekkuna eru mó- ar, þar sem skiptast á hinar mörgu lyngtegundir, er sumar skila frá sér síðar hinum indælu berjum, og að^ar hinum bragð- leiðu lúsamulningum. Þar sýndu sig í fullu blómskrúði hinar Talsamband Síðastl. sunnudag var opnað símasamband milli íslands — Noregs — Svíþjóðar og Finn- lands. Frá því símasamband var opnað milli Danmerkur og ís- lands, hafa hátt & þriðja hundr- að símtöl verið afgreidd frá ís- landi til Danmerkur, en um 80 frá Danmörku til íslands. =F mynda hans ytri háttsemi, en hið bárnslega var honum einnig meðfætt og lýsti sér ávallt í kveðskap hans, og það var þetta góða'einkenni hans, sem ávallt hefir verið hans verndarengill og varðveitt hans betri mann fyrir lífsins verri löstum og spillingu. Eins og Jón Borgfirð- ingur tekur fram,-vita menn ekki til að Sigurður hafi nokkuð ljótt kveðið á ævi sinni, iog má það þykja all-merkilegt, þegar gætt er að öðru siðferði hans, og ekki síður að aldarhættinum. Aftur virðist þetta eðlilegt, þegar menn skoða betur hið dýpra og sanna eðli skáldsins. Þá sést að varhyggð Sigurðar við að kveða klúrt eða ljótt kom eðlilega fram af því, að hann sífellt i hjárta sínu geymdi sína andans unn- ustu, sína fríðu Rósu, sína skáld- dis. Það var hvorki 'feftirstæling eða tómur vani, er hann ákall- ar þessa dís.hún var hans átrún- aður, hans hugsjón og hans fyrirmynd; það var þessi gyðja, sem var hans góð’a draumkona í útleg'ð hans, sekt og solli; það var „Rósa“,sem rétti honum líknandi hönd eftir hverja hrös- un, og gaf honum aftur nýja lyst og nýjan kraft til Ijóða, því hefði ekki menntagyðjan verið sönn ástmey hans, var alveg óskiljanlegt, hve lengi hann gat haldið sínum betra manni, já, eins og endurnýjast þrátt fyrir vaxandi breyskleika og bágindi, svo að kveðskapur varð brátt hans eina viðhald, yndi og líf. Að vísu virðist hinum andlegu kröftum hans sýnilega hnigna hin síðustu 10 ár, sem hasn lifði (orkti), en andinn var hinn sami, og listin og ljóðayndið virðist jafnvél að hafa farið vaxandi að sama skapi, sem hinn ytri maður hrörnaði (sbr. frásagnir* Jóns Borgfirðings um hans sfiustu ár og einkum um hans raunalegu — skemmtilfegu síðustu ferðalög). Sigurður Breiðfjörð var vort bezta alþýðuskáld, enda gjörir það alþýðu íslendinga sóma, að hún á sinn hátt virðist jafnan hafa við það kannast, að hann væri það, og ótal margir af öll- um stéttum sýndu honum gott og glöddu hann — ekki ætíð með fé og stórgjöfum, heldur oftar með þeim atlotum, sem slíkir menn virða mest, en það er virðing, elska og viðurkenn- ing þakkláts hjarta. Sigurður naut og vináttu ekki fárra af landsins meiriháttar mönnuA, og sumir þeirra sýndu honum bæði rausn og veglyridi, enda þótt þeim máske hafi á stund- um fundizt, sem slíkum mönn- um (vandræðaskáldum) væri ekki vandalaust að hjálpa. Einkum sýnast þeir ágætu kaup- menn Árni Thorlacius og Bryn- jólfur Benediktsen að hafa lagt alúð á að verða honum og gáfu hans að liði. Dr. Sveinbjörn Egilsson hélt og mjög í hönd með Sigurði, og orkti varnar- kvæði fyrir hann: „Sjálfur Ið- unnar annar ver“, þegar hinir gáfuðu en frekar einstrengings- legu Fjölnistar réðust á hann og tættu í sundur rit hans á hans síðustu og erfiðustu árum Sigurður lifði á tímamótum, og olli það honum sem skáldi meiri baráttu og áhyggju — að vér ekki segjum: ábyrgðar — en nokkurt hinna eldri alþýðu- eða rímnaskálda hafði þurft að mæta. Hinir nýju smekkmenn og skáld risu öndverðir gegn rímnakveðskapnum, vildu inn- leiða alveg nýja siðu og smekk í skáldskap, og varð þeim, eins og títt er um nýbreytnismenn, að þeir gæta ekki hófs, heldur sundurrifu gott með illu. En þar sem þeir áreittu Sigurð, yfir- sást þeim á tvennan hátt: margt í rímnakveðskap hans var betra eða jafnt hinu bezta, sem áður hafði verið kveðið, og í annan stað unni Sigurður sjálfur hinni nýju stefnu, og kvað margt í hennar anda og formi, t. a. m. kvæðin: „Veiztu vinur hvar“, „Þá Ása-Þór sá íslands fjöll“ o. fl. Að öðru leyti höfðu þeir Fjölnistar fulla ástæðu til að finna að rímnakveðnskapnum yfir höfuð SS tala, og þarf ekki um það fleiri orðum að fara. En þar sem þeir gátu fundið margt með sönnu að flestum rímum Sigurðar, hefðu þeir einkum átt að sjá og láta hann njóta sann- mælis i því, að það var einmitt hann, sem vildi reyna að bæta rímnakveðskapinn. Allar hans betri rímur, svo sem Núma-, Svoldar-, Víglundar-rímur o. fl., eru kveðnar eins og í nýjum stíl, eru losaðar úr hinum gamla, stirða og storknaða eddu-dróma. í stað hins hlægilega eldra „Kjalara — hlunkara — klunk- ara stagls, kveður Sigurður oft- ast eftir mæltu máli, með hóf- legum og oft heppilega völdum kenningum og kryddar frásögn- ina á margan hátt, en einkum með sínum einkennilegu man- söngvum, sem eru meðal þess skemmtilegasta, sem hann hefir kveðið, t. a. m. mansöngvarnir „Móðir jörð, hvar maður fæðist“ og „Á eg að halda áfram lengra eða hætt£“ (3. og 9. ríma í Númar.) ’og ýmsir fleiri. En Þar sem vér teljum Sigurð beztan alþýðuskálda, sem meðal vor hefir lifað, þá tölum vér ekki um hann eingöngu sem rimna- skáld, heldur sem skáld og mann yfir höfuð að tala. Hann er bezta skáld alþýðu að því leyti, sem hann skemmtir alþýðu bezt, og hún skilur hann bezt. Sigurður var hvorki djúpur í anda né há- fleygur, en ekkert íslenzkt skáld hefir verið gamansamari og smáskrítnari í ljóðum en hann. Einkum hefir kvenfólki voru þótt mikið varið í skáldskap hans, og skulum vér hér að end- ingu nefna eitt hans aðal-ein- kenni: hann var íslenzkur ásta- maður og skáld eða hver er sá (sú) á voru landi, sem ekki kannast við Sigurð Breiðfjörð frá þeirri hlið — kannast við hans einkennilegustu og þjóð- legustu — ef ekki hina fegurstu og beztu hlið: Þar sem hann kveður um stúlkur og indælis- ástir? Að Vísu þola ekki ástaljóð hans samanburð við kveðskap Burns hins skozka og hans líka, ef nokkrir eru, og að vísu munu margar af þess háttar Vísum hans gleymast fyrir öðrum fegri og fullkomnari, em til þessa hef- ir ekkert rímna- eða alþýðu- skáld náð áliti og ástsæld Sig- urðar Breiðfjörðs hjá alþýðu- kvenfólki, og — vér bætum við: fyrir dómstóli þeirra, sem bezt kunna að dæma um $líka hluti. Hið eina rit í óbundnum stíl eftir Sigurð, er bækhngurinn „Frá Grænlandi“, ágætlega samið kver í sinni röð. Lýsing höfundar ævisögunn- ar á útliti skáldsins mun vera byggð nærri sanni; þó segja oss menn hér, er þekktu hann vel, að hár hans hafi svart verið (en eigi jarpt); hann var meira en meðalhár vexti, herðalotinn, svartur á brún og brá, og augun einkennileg mjög, svört, snör og i leiftrandi. ■— bráðþroska jurtir Lambablóm og Blóðberg (eða Blóðbjörg). Þarna hlaut að vera hinn ákjós- anlegasti staður fyrir minnstu loftfarana, að halda brúðkaups- tíð sína, byggja bústaði til að ala þar upp börn sín og kenna þeim að bjarga sér, syngja söngva sína og leika sér. Út frá móunum liggur gras- þýft flatlendi, sem hlýtur að vera útvalinn staður fyrir lóur, spóa, hrossagauka og fleiri fugla af þeirri tegund, til að byggja þar hreiður sín og lifa þar ást- arinnar friðsæla lífi. Þegar ég hafði drukkið í mig unaðsilm brekkunnar, gekk ég niður á’móana. Sá ég brátt mar- íuerlu sitjandi á þúfu. Svo trítlaði hún eða smályfti sér á vængjunum milli þúfna, syngj- andi sínum rómi, elskhuga sín- um til skemmtunar, sem sat þar skammt frá á aleigunni þeirra og var að vekja börnin þeirra til lífsins. Enn hélt ég áfram. Sá ég þá á steini steindepil, er sumir kalla „steinklöpp“. Hann barði þar steinbumbu sína, sem gefur svo einkennilegt hljóð frá sér, að okkur unglingana langaði svo mikið til að herma eftir honum; en það var okkur bannað, því að ef að við geröum það, var hann vís til að fara undir ærnar hjá okkur og jgjúga á þeim annan spenann, sem hver annar til- beri, og þá fengu ásauðirnir júgurmein, en það vildum við ekki. Nú sat hann þarna á stein- inum, söng með sínu nefi og skemmti unnustunni, sem sat á eggjunum þar skammt frá. Lengra gekk ég. Heyrði ég þá rödd, sem var „fögur, heiðskír og hrein“, er söng um „Hve mjúkt . er í júní í ljósgrænni laut, hve létt er þar vetrarins hörmum að gleyma“. Ég fór þá að hugsa um hvort þessi sól- skríkjuhjón mundu vera nokk- uð í ætt við snjótittlingana einhverja, sem ég var að færa út moðrusl og brauðmola í vetrar- harðindum meðan ég var mað- ur á Bjargi. Svo gekk ég niður á grasmóa- þembuna. Sá ég þá og heyrði til spóans, þar sem hann var að „vella í graut“. En þegar hann gerði það, sagði gamla fólkið „að úti væru vorhörkur og vetr- arþraut". Eins og vani hans er, þegar hann sér mannræningja, skauzt hann emjandi £úfu af þúfu frá konu sinni og börnum, efalaust til að villa aðkomanda frá búi sínu. Ég hafði nú enga löngun til að ágirnast bú hans, hélt því í humátt á ef£ir honum, en þá smálengdi hann flugið, og er hann taldi sig hafa komið mér nógu langt frá bústað sínum, flaug hann langan hring og renndi sér niður nálægt konu sinni og tók að vella á ný. Litlu síðar sá ég gamla, góða vininn frá fyrri jdögum, sem við smalarnir höfðum óbrigðult traust á sem veðurspá, er „Blessuð lóan syngur sætt og segir dýrðin, það er hennar þakkargjörðin, þegar hún kem- ur hér í fjörðinn". Það hljóð þótti okkur vænt um. En allt minna þót{i okkur varið í ef hún söng raunahljóðið „spýtí, spýtí“, því dýrðin, dýrðin, boðaði okkur næsta dag sól og hlýju, en spýtí regn, þokuloft og kalsa- veður,- Nú vaggaði hún sér þarna eft- ir grasþembunni hnarreist og óhrædd, eins og sá, sem er sér þess meðvitandi, að hafa verið öðrum til ánægju og gagns. Nú söng hún hin heitu ástarljóð sín og bauð mér að skoða búið sitt, ef ég aðeins léti börnin sín í friði. Þá mundi ég.ógn vel eftir því, að ég átti móður og vildi því sízt af öllu spilla móðurgleðinni. En söngur allra litlu vinanna fannst mér samstilltur af fjór- um setningum, er hljóða svo: Sumariif enn. Ljósið enn. Líf- ið enn. Ástin enn. Ég sneri svo heim í bústað minn hughraustari í anda og reyndi að festa mér betur í minni snilldarlýsinguna á ell- inni hjá góðskáldinu: Elli, þú ert ekki þung anda guði kærum. Fögúr sál er ávallt ung undir silfurhærum. Á. H.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.