Tíminn - 13.07.1945, Blaðsíða 5

Tíminn - 13.07.1945, Blaðsíða 5
52. MaÖ TÍMIM, föstndagfam 13. jiilí 1945 5 Lin þetta lei/li fi/rlr 89 árum: Þegar bróðursonur Napo- * leóns kom til Islands Þó^ að nú komi árlega tugir | BauS prins Ólafi þá með sér út þúsunda erlendra manna til í skip sitt og leisti hann þaðan landsins, Þykja komur erlendra út n>eð gjöfum, er voru stein- þjóðhöfðingja ennþá miklir við- stungin mynd af sjálfum honum burðir og merkilegir. Á 19. öld | og silfurmedalíu með andlits- voru það fáir erlendir menn, sem lögðu leið sína hingað norð- ur til íslands og var því koma sérhvers ferðalangs viðburður, sern tekið var eftir. Koma er- lei%ira stórmenna, svo sem bróð- ursonar Napoleons hlaut því að vekja óskipta athygli lands- manna. Vorið og sumarið 1856 var óvenju gestkvæmt á íslandi og komu þá óvenju margir merkir menn til landsins. Þekktastir þeirra voru Nápoleon prins og enskur lávarður nokkur, Duffer- in að nafni. mynd sinni á og tignarnafni. Slíkar orður lét hann gera í sam- bandi við þessa för sína og voru þær úr gulli og silfri. Daginn eftir, hinn 1. júlí, lagði prins af stað í ferðalag til Geysis með fríðu föruneyti. Voru í för- inni yfir hundrað hestar og tíu hestasveinar, auk fylgdarmanna prinsins. Leiðsögumenn hans voru sliftamtmaðurinn og Bjarni Jónsson lektor. Stiftamtmaður- inn borgaði brúsann í umboði hinnar dönsku stjórnar. Komu þeir aftur til Reykjavíkur úr þeirri ferð 5. júli og gaf prinsinn fregnir um, _ að komu hins franska prins væri von. Danir höfðu breytt út þá sögu, að prinsinn mundi ekki ferðast undir sínu rétta nafni hér á landi, heldur mundi hann bera gervinafnið Meudon greifi. Þetta reyndist helber vitleysa, þegar til kom og bar hann sitt rétta nafn Jerome Napoleon. Hinn 2. jún. kom á Reykja- víkurhöfn franskt skip. Vað það mikið skip, þrímastrað og búið fallbyssum. Það kom hingað með kolaforða handa skipi prinsins. Aðfaranótt hins 29. sama mán- aðar komu enn tvö stór skip, hlaðin vistum og kolum handa prinsinum. Það var loks" snemma morguns, hinn 30. júní, að skip Napoleons sjálfs kom, en þáð var franska gufuskipið Reine Hortenze. í fögru yeðri snemma morguns lagðist það á Reykjavíkurhöfn, með öll þrjú möstrin hlaðin skrautlegum fánum hinna ýmsu þjóða. í fylgd með því var annað franskt gufuskip, stórt og frítt. Þegar skip prinsins hafnaði sig, varð uppi fótur og fit í bæn- um. Allir þeir, er vetlingi gátu valdið, höfðu safnazt saman til að horfa á komu þessa þjóð- höfðingja. Átta stór skip voru á höfninni í Reykjavík þennan morgun, en ekkert þeirra var þó danskt. Fjögur voru frönsk, þrjú ensk og eitt spanskt. Þegar skip prins- ins komu, skaut franskt herskip er lá á höfninni, 21 fallþyssu- skoti til að fagna komu hans. Helztu menn landsins bjugg- ust nú brátt á skipsfjöl. til að taka á móti hinum virðulega erlenda gesti. Kl. ujn 10 fóru út í skipið stiftamtmaðurinn, bæj- arfógetinn og biskupinn. Allir voru þeir klæddir embættis- skrúða sínum og hinir virðuleg- ustu ásýndum, biskupinn var klæddur í hempu. Fögnuðu þeir vel prinsinum, er tók vinsamlega á móti þeim og sýndi þeim virð- ingu. Fólk í landi fór'nú að verða mjög óþreyjufullt að sjá mann- Napoleons. Hann kom loks í land um kl. 1. Fór hann á land í sín- um eigin bát, skrýddum fánum ýhrsum og hinum franska erni. Stiftamtmaðurinn, er kominn var áður í land, tók á móti hon- um á bryggjusporðinum og bauð hann velkominn til landsins fyr- ir hönd drottnara síns, Dana- konungs. Hann bauð honum því næst að ganga með sér heim í hús sitt, en þar voru þá fyrir allir helztu embættismenn bæjarins og hafði stiftamtmað- ur boðað þá þangað til að leiða þá fyrir prinsinn. Strax að aflokinni þessari móttökuhátíð fór prinsinn út að skoða bæinn. Skoðaði hann dómkirkjuna, kirkjugarðinn, skólann og prentsmiðjuna. Þar gaf hann prenturunum 60 gull franka, og loks skoðaði hann gildaskálann og lyfjabúðina. Gekk svo inn í búð kaupmanns nokkurs, en verzlaði ekki við hann og hélt svo aftur út í skip sitt. Síðar um daginn fór Napoleon út í Viðey á bát sínum frá skip- inu og skoðaði eyna og varpið. Hann heimsótti þar Ólaf sekre- téra og lagði fölur á æðarkollu nokkra, er lá á hreiðri sínu undir stofuglugga. Gaf Ólafur honum kolluna og hreiðrið með. Vilhelm Moberg: Snemma um vorið bárust fþá hverjum lestarmanna sinna 30 gullfránka. Geðjaðist prins- inum vel að landi og lýð og þótti íslendingum hann ljúfur í viðmóti, örlátur á fé og því öðruvísi, en höfðingjar þeir, er þeir áttu að venjast. Daginn eftir komuna frá Geysi hafði sjóforinginn, Demas að nafni, boð úti í hinu franska herskipi Artemise og bauð þang- að mörgum bæjarbúum, með konur sínar og dætur. Var þar mikill gleðskapur og ræðuhöld, en að lokum var dansað fram eftir nóttu. Næsta dag, 7. júlí, hélt skip prinsins frá Reykjavík og fór til Dýrafjarðar. Fór Napoleon þar í land og skoðaði fiskverk- unarstöð nokkra, er Frakkar vildu fá til aðseturs fyrir fiski- skip sín hér við land. Dvaldi hann einn dag á Dýrafirði og fór með mikilli rausn og gaf gjafir. Ætlun Napoleons var að fara til Jan Mayen, en skipið varð að snúa aftur vegna hafísa og sneri það þá aftur til Reykja- víkur, því að þar þótti hinum unga prinsi gaman að vera, enda mun hann þá þegar hafa fellt hug til einnar heimasætunnar í bænum, Sesselíu Þórðardóttur, stjúpdóttur Björns riddara Gunnraugssonar, en ekki mun hann þó hafa talið vænlegt að halda með svo ótigna stúlku norður af íslandi til konungs- garðs suður í Frakklandi, enda ekki víst að ástamál þeirra hafi verið á þvi stigi. Skipið kom aftur til Reykja- víkur 15. júlí. Daginn eftir hélt stiftamtmaður veizlu eina mikla til heiðurs prinsinum, heima í húsi sínu. Var til hennar boðið öjlum helztu fylgdarmönnum hans, yfirmönnum af frönsku skipunum og um hundrað bæj- arbúum, ýmsum körlum og kon- um, enda mun prinsinum hafa leikið hugur á að sjá þá sem flesta, ekki sízt stúlkurnar, sem honum leizt mjög vel á. í veizlunni voru hátt á annað hundrað manns. Tjaldaður var stór og mikill veizlusalur sunn- an undir stiftamtmannshúsinu og sneru dyrnar að aðalinn- gangi í húsið. Salur þessi var allur búinn hið bezta, alsettur vaxljósahjálmum og blómkerf- um. í samsætinu voru margar ræð- ur fluttar og gleðskapur mikill. Prinsinn talajSj fyrir minni ís- lands og rómaði mjög land og þjóð. Hann minntist Dana einn- ig, fremúr stutt, en hlýlega, og gat þess,að Frakkar hefðu kunn- að að meta góðan vilja þeirra til að hjálpa þeim í Napoleonsstyrj- öldunum. Þegar borð höfðu verið tekin upp, var stiginn dans og þá er prinsinn hélt loks til skips fylgdu honum margir niður á bryggju og kvöddu hann með virktum og þakklæti. Daginn eftir bauð hann að skilnaði nokkrum heldri mönnum út á skip sitt og gaf þá enn gjafir. Hann hélt þeim skilnaðarveizlu um borð og skemmtu menn sér hið bezta fram eftir nótu. Meðal þeirra, sem boðið var í þetta fámenna skilnaðarsamsæti á skipsfjöl, var fyrrnefnd Sessilía, og gaf prinsinn henni að skiln aði forkunnarfagran gullhrin^ og lét taka af henni mynd. Er svo sagt, að þau hafi skilið með miklum kærleikum. (Framhald á 7. síðu) Eiginkona FRAMHALD til óttinn byrjar að draga úr henni mátt. Því að hún veit ekki, hvað nú gerist. Þjófur stelur, það vita allir fyrirfram. En hvað gerir Páll? Hann, sem getur verið á tveimur stöðum samtimis. Hvað gerir hann við hana? Augu Páls eru svo stór og stirðnuð og fólsleg, þau gína við henni, þau ætla að gleypa hana. Þau eru ferleg, augu eigin- mannsins, hún stenzt þau ekki. Og hún vill hlaupa langt í burtu, hún vill fela sig, losna við að sjá Pál, eins og hann stendur þarna og starir, losna við að svara ásökunum hans, flýja óttann. Og hún fleygir sér endilangri upp i rúmið — nú sér hún ekkert. En hún heyrir Pál taka aftur til máls. Það er þó ef til vill ekki hann, þvi aö hún kannast ekki við málróminn, hún hefir aldrei heyrt þessa rödd fyrr. En þetta getur ekki verið Hákon, og þá er það líka Páll. Það er einhver, sem hvæsir: — Þið hafið gabbað mig — þið tvö! Það er þá satt. Djöflar er- uð þið, bæði tvö! Þetta hvæs hljómar ömurlega i svefnhúsinu. Var þetta Páll ..? Hákon stendur kyrr við dyrnar. Hann hreyfir hvorki legg né lið. Og undarlegur friður hefir færzt yíir hann. Hvað, sem i skerst, þá er þessu lokið: að verða að dyljast, að verða að beita óheilindum, lygum, blekkingum. Nú er friður og ró i sál hans Margrét hlustar, full eftirvæntingar. Nú heyrist hvæsið aftur: — Þú hefir tælt hana — þú! — Já, svarar Hákon stuttur í spuna, og honum kemur það einkennilega fyrir sjónir, að þörf skuli vera á þessari játningu. — Vorum við ekki gróðir grannar? — Það vorum við. — Var ég ógreiðvikinn nágranni? Manstu eftir hálminum og rúgnum og uxunum — manstu, að þú máttir taka uxana af básunum? — Ég man það. — Og þú tældir konuna mína? — Já. — Þá ertu djöfullinn sjálfur! — Kallaðu mig það, sem þér lízt. — Djöfullinn þinn! Mennirnir standa andspænis hvor öðrum, og orðin hrjóta út úr þeim. Kertaljósin flökta í súgnum frá opnum dyrunum. Hákon getur ekki afsakað sig. Hann hefði átt að fara til granna síns forðum og segja: Nú tek ég hana. Þá veiztu það! Þá hefði hann ekki þurft að svara til neinna saka. Nú getur hann ekkert nema beðið átekta. Hyggur hann á mannhefndir eða ætl- ar hann að láta lögin skera úr málinu eða hvað ætlar hann að gera? Páll kjökrar, hann getur ekki stunið fleira upp. Og hann læsir fingrunum í hárið, eins cfe hann ætli að slíta það af höfðinu. Þeldökk stúlka stöðvar hann úti á hvolnum, þegar hann er að leggja af stað. Er þetta ekki hún, sem er hjá Hákoni? Hún er hrædd eða ringluð, hún kemur fast að hesti hans og hvíslar: Hann ætlar burtu til þess að gæta hagsmuna sinna við arfa- skiptin, en hann á líka hagsmuna að gæta heima. Ef hann felur sig og hefir gát á öllu í kvöld, mun hann komast að raun um, hver það er, sem gætir heimilisins, þegar hann er fjarverandi. Það kemur maður til konunnar hans, hún hvíslar nafn manns- ins. Ef hann felur sig og fer hvergi, mun hann komast að raun um, hvort þetta er ekki satt. Hverju á Páll að trúa? Er kvenmaðurinn genginn af göflunum? Hatrið logar í augum Elínar. í dag hefir hún uppgötvað, að hús- bóndinn er búinn að bera föt og matvæli út í skóg. Loks skilur hún, hvað hann hefir í hyggju: Hann ætlar að leggjast út með konu Páls. Þessi ókind hefir náð slíku valdi yfir honum, að hún ginnir haryi með sér. Því að hann getur ekki farið af frjálsum vilja. Konan vill ekki sleppa honum, fyrr en hún er búin að ger- spilla líkama hans og sál. ,Þetta getur Elín ekki horft á. Hún getur ekki farið sina leið og skilið hann aleinan eftir hjá kon- unni. Hún ætlar að bjarga honum frá henni. Og þá sér hún ekki annað ráð heldur en ljóstra upp um þau. Páll vill ekki trúa henni, hún sver, að hún segi satt. Og loks sleppir hann hesti sínum í lundinn og læðist heim. — Það var satt, sem hún sagði, sú svarta. Páll hefir ávallt talið það sjálfsagt, að hann væri einn um konu sína. Honum hefh aldrei dottið í hug, að máske felldi hún hug til annars manns, sem líka felldi hug til hennar. Aldrei hefir hann óttazt, að einhver kæmi og stæli býlinu úr höndum hans, og jafn lítið h'efir hann óttazt, að maður kæmi og tæki konr’ una frá honum. Þess vegna hefir hann aldrei hugleitt, hvað hann ætti að gera við slíkan mann. Og nú veit hann ekki, hvaða tökum hann á að taka Hákon. Hann veit aðeins, að hann hefir verið ^vívirðilega svikinn, því að hann hafði sýnt það, að hann var vinur þessa manns. Svo rekur hann augun í byssu Hákonar í króknum .... Höfuð Páls verður funheitt eins og hlóðarsteinn: Hann er með skotvopn. Og hann þrífur byssu sína. Skjóta .... hann ætlar að skjóta hann .... Þessi djöfull skal afmáður! —• Deyja, djöfullinn þinn! Deyja! — Nei, nei, nei .... Ljúfi Guð. Nei, nei, nei . .. .! Óp Margrétar kemur úr rekkjunni. Hún æpir eins og hnífur hafi verið rekinn í hana. Hún veit ekki sjálf, hvernig hún gat rekið upp þetta skerandi óp, sem hljómar í húsinu. Hákon hefir þegar tekið byssu sína og spennt bóginn. Hann lætur ekki líf sitt fyrir byssu Páls eins og örmagna tófa, hann ætlar að verja hendur sínar. En engu skoti er hleypt af. Páll þrýstir ekki fingrinum á gikk inn. Hákon gerir það ekki heldur. Það er óp konunnar, setti stöðvar Pál og vekur ^iann til um- hugsunar. Hér má ekki he-yrast óp, hér má ekki verða neinn há- vaði, sem getur vakið sófandi .fólk í þessu húsi eða grenndinni Hér má ekki gerast neitt, seni getur dregið fólk á vettvahg. Margrét hefir hlaupið að honum og þrifið um byssuna hans, en hann slær hana frá sér með krepptum hnefanum. — Slepptu byssuhlaupinu! Snautaðu frá! Annars sl^al ég taka þig til bæna. Margrét sleppir og hörfar frá, hún sér, að óp hennar hefir bjargað. Páll Gertsson er hygginn maður. Hann hefir aldrei gert neitt, sem máli skipti, án þess að hugsa sig fyrst vandlega um. Og óp Draugurínn á Hringsakri Eftir FREDERIK KITTELSEN. Sigríöur Ingimarsdóttir þýddi. Draugurinn!! „Eigum viö að hlaupa?,“ hvíslaði Stjáni. „Það er of seint.“ Rödd Axels titraði. „Við verðum að horfast djarflega í augu við hættuna!“ „Ó, Stjáni, ég er svo hræddur! Haltu fast í mig! Ég skal ekki æpa. Heldurðu að hann drepi okkur?,“ stundi Níels. \ ’ .. Draugurinn nálgaðist óðum. Loks var hann kominn alveg að þeim. Þá þoldi Niels ekki lengur mátið. Hann sleppti göfflunum og spennti greipar. ,>Ó, Jesú, bróðir bezti“ — byrjaði hann. Honum hugkvæmdist engin betri bæn. Stjáni hríðskalf og þegar draugurinn — ófeskjan — stóð fyrir framan þá, stökk hann á fætur og hrópaði angistarlega: „Ó, góöi, gerðu okkur ekki mein! Það erum bara við!“ Níels grét og stundi hástöfum. „Hvað er þetta? Hvað gengur að ykkur, drengir? Hvað eruð þið að gera hér á þessum tíma nætur? Eruð þið brjálaðir? Þið voruð rétt búnir að gera mig &auðhrædda!“ sagði draugurinn og sló á lærið. í sama bili dró ský frá tunglinu og fyrir framan þá stóð — Elsa Maren konan á Skarði, með tvo mópoka á bakinu. Drengirnir voru ekki lengi að skilja mistökin, og þegar konan spurði þá, hvað þeir hefðu verið að gera þarna voru þeir komnir langar leiðir burtu. Þeir hlupu heim sem fætur toguðu- Níels veslingur, iiljóp svo hratt, að allar tölurnar slitnuðu úr buxunum hans. Þeir fleygðu frá sér göfflunum, hnífunum og skambyssunni og vörpuðu þá fyrst öndinni léttar þegar þeir voru komnir í bólin sín. Én það varð þegjandi samkomulag þeirra á milli að fara aldrei framar í „draugaleit,“ ekki sízt vegna þess, að María eldabuska harðneitaði að gefa þeim morgunmat daginn eftir vegna þess að þeir höfðu tínt brauð- hnífnum! ENDIR. E. s. „Lagarioss" fermfr í Kaupmannaliöfii og Gauta- borg' um næstu máuaðamót. IVánari npiilýsingar á aðalskrffstofu vorri. H. I. Eimskipafiélaj^ íslands Frestur tfl að kæra til yfirskatta- nefndar át af úrskurðuni skattstjóra oj*’ nfðuriöfnunarnefndar á skatt- og úí- svarskærum, rennur út |>aim 24. júfí n. k. Kærur skulu komnar í bréfakassa skattstofunnar á Albýffuliúsinu fyrfr kl. 24 þann dag. Yiírskattaneind Reykjavjíkur Veltuskattur Frestur til að skfla veltuskattsskýrsl- um til skattstofunnar, samkvæmt 4. gr. laga nr. 62, 12. marz 1945 rcnnur út 14. jjúlí næstkomandi. SKATTSTJÓRIIV/V I REYKJAVÍK. 4ÚTBREIBIÐ TIM ANN 4

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.