Tíminn - 17.08.1945, Side 1

Tíminn - 17.08.1945, Side 1
;; RITSTJÓRI: ' ÞÓRARINN ÞÓRARINSSON. ÚTGEFFANDI: FRAMSÓKNARFLOKKURINN. Símar 2353 og 4373. PRENTSMIÐJAN EDDA h.f. 29. árg. Ileykjavík, föstndaginn 17. ágúst 1945 RITST J ÓR ASKRIFSTOFDR: EDDUHÚSI. Lindargötu 9 A. Símar 2353 og 4373. AFGREIÐSLA, ENNHECMTA OG AUGLÝSINGASKRIFSTOFA: EDDUHÚSI, Llndargötu 9A. Siml 2323. 61. balð // n V/ð samfögnum. af einlægu hjarta Avarp forseta Islands í tilefni af stríðslokunum í Asíu Forseti íslands, hr. Sveinn Björnsson, flutti síðastl. miðviku- dagskvöld ávarp til þjóðarinnar í tilefni af stríðslokunum í Asíu. Ávarp forsetans fer hér á eftir: Fyrir rúmum þrem mánuðum fögnuðum við ásamt mörgum öðrum þjóðum friðnum í Evrópu. Þann dag sagði ég, að þótt vina- þjóðir okkar ættu enn þá í bar- áttu á fjarlægum Kyrrahafsslóð- um, þá væri það trú ökkar og von, að þeirri baráttu slotaði mjög bráðlega. Nú er sá dagur upp ruttninn, máski fyrr en margir þorðu að vona. Og um leið er kominn vopnafriður i öllum heiminum. Því hlýtur fögnuður okkar aö vera mikill á þessari stundu. Eftir sex ára ógnir og meiri og víðtækari hörmungar en þekkzt hafa áður í nokkurri styrjöld mannkynssögunnar, er þessum hildarleik nú lokið með fullum sigri þeirra, sem barizt hafa hetjubaráttu fyrir hugsjónum frelsis og lýðræðis gegn veld- um einræðis og kúgunar á flest- um sviðum Við minnum't þeirra, sem fórnað hafa lifi sínu í þessari baráttu. Og við samfögnum af einlægu hjarta þeim þjóðum, sem barizt hafa hinni góðu baráttu til sigurs. Hvers vegna er samfögnuður okkar svo mikill? kann einhver að spyrja. Við höfuxn ekki tekið þátt í styrjöldinni. Fyrst og fremst má um það deila. Fórnir höfum við fært. í öðru lagi hlýtur hver maður með heilbrigðri hugsun að fagna því, að þeim manndrápum, pyndingum og tortimingum, sem slík styrjöld hefir í för með sér er nú hætt. í þriðja lagi boða styrjaldar- lokin öllum morgunroða nýrra og betri tíma. Einræðisþjóðlr eru af velli lagðar af þjóðum, sem hafa þær sömu skoðanir sem við, að þjóðirnar sjálfar eigi að ráða sér, að öll þjóðin og ekki einstakir einræðissinn- ar eigi að ákveða, hverjum hún vill fela það vald, sem þarf til að skipa málum hennar með hagsmuni allra fyrir augum. Við vonum og trúum því, að allt einræði sé með þessum styrj- aldalokum úr sögunni um aldir og eilífð, einræði ríkja, einræði hernaðarvalda, einræði fárra manna, einræði stétta og hags- munasamtaka. Þess vegna er þessi stund ó- umræðilega mikil stunð, sem hlýtur að kalla fram í brjósti okkar allra tilfinningar og hugs- anir líkar þeim, sem felast í þessum ljóðlinum þjóðskálds- ins: Nú finnst mér það allt svo litið og lágt, sem lifað er fyrir og barizt er móti Við hverja smásál ég er í sátt Nú andar guðs kraftur í ljóss- ins riki. Við minnumst um leið góðrar sambúðar við þær þjóðir, sem hafa átt herlið hér í landi á ófriðarárunum. t Að loknum fögnuðinum' yfir (Framhald á 8. síOu) Sýnishorn V. Barátta Ólafs Thors gegn dýrtíðinni Hver treystlr slíkum niaiuii? Þann 11. marz 1942 fórust Ólafi Thors þannig orð um þá afstöðu Alþýðuflokksins að neita að taka þátt í setningu gerðardómslaganna: „Hann lagðist á sveif með kommúnistum í baráttunni GEGN HAGSMUNUM LAUNASTÉTTANNA, GEGN HAGS- MUNUM GAMALLA OG MUNABARLAUSRA, í baráttunni fyrir öngþveiti í þjóðfélaginu. í örvinglan kastaði hann öllu fyrir borð, eigin fortíð í mál- inu, skoðun sinni, velferð umbjóðenda sinna og hagsmunum alþjóðar, allt í því sama skyni að reyna að rétta bardagann, reyna að afla sér kjörfylgis á kostnað alþjóðar. SJLFUR- PENINGARNIR URÐU AÐ VÍSU NOKKRIR. JÚDASAR- LAUNIN EINHVER. Alþýðufl. fékk skárri kosningaúrslit í kaupstöðum landsins en hann áður hafði gert sér vonir um. En nú er aftur komið að skuldadögunum. Nú eru svikin komin í dagsins ^jós. Nú veit Alþýðuflokkurinn hvað bíður hans. Nú mundi Alþýðuflokkurinn einskis fremur óska en þess að hafa átt dálítið meira hugrekki, þegar gerðardóms- lögin voru sett, því að nú brestur hann hugrekki til að horf- ast í augu við DÓM ÞJÓÐARINNAR yfir þeim svikum, sem hann þá framdi, ofan á allt annað.“ Hvað skyldi þjóðin dæma Ólafi marga „silfurpeninga“ í næstu kosningum? Að lokum heilsar Ólafur upp á kommana með þessum orðum: „Ég hefi engu svarað kommúnistum. Ég veit, að Alþýðufl. hefir löngun til að láta gott af sér leiða, hinir illt og SLÍKA ÞJÓNA ERLENDS KÚGUNARVALDS VTL ÉG EKKI LÁTA NJÓTA ANDSVARS." Nú sjá menn daglega, að aðalstjórnmálagrein Morgun- blaðsins er bergmál af Þjóðviljanum, og tæpast er orðalags- munur þar á. Slík undirlægja er Morgunblaðið orðið við þessa „þjóna erlends kúgunarvalds". Svo langt er Ólafur genginn frá þeirri stefnu, sem hann hélt fram 1942. Afurðaverðið verður að byggjast áfram á grundvelli sexmann anefndarálitsins AðaLbækistöðvar Montgomerys í þessu húsi hefir Montgoviery aðalbœkistöðvar sínar í Þýzkalandi. Staður- inn heitir Schloss Ostebvaldi. Þjóðverjar sendu hingað níu ■ \ islendinga í njósnarerindum Flinni þelrra komu tíl Islands með kafbátum. Frá sakadómara hefir blaðinu borist eftirfarandi skýrsla um mál hinna 10 íslendinga, sem nýlega voru afhentir stjórnar- völdunum hér: • „Látnir hafa nú verið lausir úr gæzluvarðhaldi þeir menn, sem afhentir voru hingað af hernaðaryfirvöldunum, sakaðir um starfsemi í þágu Þjóðverja hér á landi. Frumskýrslur hafa verið teknar af þeim, en rannsókn í málum þeirra verður haldið áfram, en síðan verða þau send til dómsmálaráðuneytisins til fyrirsagnar. Gæzluföngunum var sleppt úr varðhaldi með því skilyrði, að þeir dveljist innan lögsagnarumdæmis Reykjavíkur meðan á málinu stendur, eða á öðrum þeim stað er dómarinn samþykkir. Um málsatvik þau, sem fram hafa komið við rannsóknina, skal þetta tekið fram: 1. Jens Björgvin Pálsson var loftskeytamaður á Arctic. Arctic var sent til Vigo á Spáni í árs- lok 1941 og kom aftur til Reykja- víkur 25. febrúar 1942. Meðan skipið lá í Vigo leituðu Þjóðverjar á Jens og undirgekkst hann að senda þeim veðurfregn- ir á heimleiðinni, svo og að út- vega þeim íslenzk blöð, ef hann kæmi aftur til Spánar. Honum var fengið senditæki. Hann kveðst hafa sent þeim 8 skeyti á leiðinni heim, einungis varð- andi upplýsingar um veður á leiðinni. Jens kveðst hafa verið þving- aður til þessa starfa, með því að Þjóðverjarnir hafi hótað að sökkva skipittu á leiðinni hing- að, nema því aðeins að hann lofaði þessu. 2. Einar Björn Sigvaldason og Lárus Sigurvin Þorsteinsson komu til Raufarhafnar hinn 17. apríl 1944. Þeir komu tveir ein- ir á litlum mótorbát frá Noregi og voru þegar settir í varðhald i brezkum herbúðum. Þeir höfðu haft með sér senditæki falið í olíubrúsa, en köstuðu því fyrir borð áður en þeir komu. Einnig þeir voru sendir hingað til að afla Þjóðverjum veðurfregna. Einar var látinn læra Hoftskeyta- tækni I Þýzkalandi, en Lárus var við slíkt nám í Kaupmanna- höfn er Þjóðverjar leituðu til hans. Frh. á 8. síðu. saga í dag hefst ný framhalds- saga í blaðinu. Er hún norsk og lýsir lífi sjómanna í Norð- ur-Noregi, eins og það hefir gerzt fram á síðustu tíma. Höfundur sögunnar er Lars Hansen, kunnur rithöfundur, er aðallega lýsir lífi og svaðilförum sjómanna og selveiðimanna í norðurhöfum. Er frásagnarhátt- ur hans þrunginn fjöri og krafti, er hentar söguefninu vel. Hann er norrænn mjög í anda, og kann meðal annars ís- lenzku. Ái tý/A x * t V Rithönd höfundarins. Á norskunni heitir saga þessi „En havets sön“. Saga sú, er Tíminn flutti síð- ast og lauk fyrir fáum dögum, vakti ^venjulega athygli og mun hafa verið lesin meira en nokk- ur önnur framhaldssaga nú um langt skeið, enda þótt dómar manna um hana að öðru leyti væru sundurleitir. Þessi nýja saga er henni ger- ólík, en ástæða er til að ætla, að hún verði einnig vinsæl hjá þorra lesenda blaðsins. Ályktanir seinasta búnað- arþings um verðlagsmálin Búnaðarþingið, sem haldið var í seinustu viku, hafði aðallega tvö mál til meðferðar, stéttarsamtök bænda og verðlagsmál land- búnaðarins. Ákvarðanir þingsins um stéttasamtökin hafa áður verið birtar hér í blaðinu, en að þessu sinni verða birtar álykt- anir þingsins um verðlagsmálin. Er það meginefni þeirra, að haldið verði áfram að fylgja sex-manna-nefndarálitinu við á- kvörðun afurðaverðsins. Alyktanir Búnaðarþingsins um verðlagsmálin eru svohljóð- andi: „1. Búnaðarþingið ályktar að skora á Alþingi og ríkisstjórnina að sjá um að enda þótt núgild- andi dýrtíðariöggjöf falli úr gildi, að meira eða minna leyti, þá sé Hagstofu íslands falið með lögum að reikna árlega út vísi- tölu landbúnaðarins á grund- vcílli sex-manna-nefndar-álits- ins, þannig, að hún sé rétt á hverjum tíma. 2. Búnaðarþing beinir þeirri áskorun til ríkisstjórnarinnar, að svo fremi að haldið verði á- fram niðurgreiðslum úr ríkis- sjóði á verði kjöts, mjólkur og mjólkurvara, þá verði umrædd niðurgreiðsla látin ná til allrar söluvörunnar í hverjum vöru- flokki en ekki aðeins til nokk- urs hluta hennar. 3. Búnaðarþing beinir þeim tilmælum til ríkisstjórnarinnar, að hún stuðli að því, að bænd- ur fái það verð fyrir vörur sín- ar á hverjum tíma, sem sex- manna-nefndarálitið gerir ráð fyrir og að ríkissjóður bæti upp verð á útfluttum landbúnaðar- vörum meðan hið óeðlilega verzlunarástand er ríkjandj í viðskiptalöndum okkar erlendis, ef það er nauðsynlegt til þess að bændur geti fengið hið um- rædda verð. 4. Búnaðarþing ályktar að beina því til ríkisstjórnar og annarra aðila, sem fara með verðlagsmál landbúnaðarvara eftir 15. sept. n. k., að þeir leyfi hækkun á mjólk frá almennu verðlagi á þeim stöðum, sem sér- stakir örðugleikar eru um fram- leiðslu hennar, svo sem í Vest- mannaeyjum". Þessar ályktanir Búnaðarþings eru beint áframhald af sam- þykktum þeim um verðlagsmál- Kr. 1,65 Mjög athyglisvert verkfall stendur nú yfir í Reykjavík. Kjötkaupmenn hafa neitað að selja nýja lambakjötið, nema smásöluálagningin fáist hækk- uð, en hún er 13% á heildsölu- verðið eða kr. 1.65 á kg. í októbermánuði 1939 var smá- söluverð á nýju kjöti kr. 1.45. Það sýnir bezt í hvert óefni dýr- tiðarmálunum er komið, að nú telja kaupmenn ekki nóg að fá kr. 1.65 í smásöluálagningu fyr- ir kjötkg. eða 20 aurum meira en allt útsöluverðið var 1939! Hér skal eigi lagður dómur á það, hve réttmæt þessi krafa kaupmanna er. En það mætti kaupstaðarfólki vera ljóst, að þurfi kaupmenn að fá meira en kr. 1.65 fyrir að höggva í sund- ur kjötkg., vefja það í umbúðir og rétta það yfir búðarborðið, þá þurfi bændur að fá meira en lítið margfaldaða þá upphæð, ef þeir eiga að fá alla sína fyrir- höfn við framleiðsluna eins vel borgaða. in, sem það gerði í vetur, en meginefni þeirra var, að það teldi „sjálfsagt, að verðlagið verði ákveðið á þeim grundvelli, sem lagður veröur af sexmanna- nefndinni og að vísitala land- búnaðarvara vei’ði reiknuð út á sama hátt og undanfarið til verðákvörðunar varanna, enda þótt viðkomandi ákvæði um dýr- tíðarráðstafanir yrðu þá úr gildi faliin.“ Jafnframt tók Búnaðar- þingið þá skýrt og endanlega fram, að það myndi ekki fallast á neinar tilslakanir frá þessu verði, þar sem tilraun þess á síðastl. hausti til að gefa öðrum stéttum fordæmi um eftirgjafir, hefði aðeins verið svarað með margvíslegum nýjum hækkun- um. Það, sem er nýtt í framan- greindum ályktunum seinasta Búnaðarþings, eru mótmælin gegn því, að haft sé tvenns kon- ar verð á landbúnaðarvörum, en ríkisstjórnin mun hafa haft til athugunar að taka upp slíkt fyrirkomulag. Mótmæli Búnað- arþings og rökstuðningur þess fyrir þeim ætti vissulega að geta orðið til þess, að ríkisstjórnin taki það mál til nýrrar athugun- ar og falli frá þeirri tilhögun, sem er jafn varhugáverð fyrir bændur og efnaminni neytend- ur. Þýðingarmesta ákvörðun síð- asta Búnaðarþings kemur ekki fram í þessum tillögum, en það er sú ákvörðun þess, að stofná nýtt stéttarsamband bænda inn- an búþaðarfélagsskaparins, sem fari rtieð verðlagsmálin fyrir hönd bænda í framtíðinni. Ályktanir Búnaðarþings um það mál voru birtar í seinasta blaði. Mbl. segir kröfurnar „stefna fullliátt“. Þótt undarlegt megi virðast, hafa ályktanir Búnaðarþings farið í taugarnar á ritstjórum Morgunblaðsins. Er komizt svo að orði í forustugrein blaðsins 15. þ. m., um ályktanirnar, að „kröfurnar séu hvergi skornar við nögl“ og „hætt sé við, að rík- isstjórninni þyki sumar kröf- urnar stefna fullhátt“. Verður þó tæpast annað sagt með réttu en að kröfur Búnaðarþings séu í hógværasta lagi og ekki sé til mikils mælst, þótt farið sé fram á, að fylgt verði sex- manna-nefndarálitinu, þ. e., að bændum séu tryggðar svipaðar tekjur og hliðstæðum stéttum. Mætti bændufti vissulega vera ljóst, að eigi muni þeim van- þörf á að skipa sér vel um það stéttar.samband, sem Búnaðar- þing hefir undirbúið, þegar að- almálmagn stjórnarinnar lýsir því yfir, að stjórninni finnist slík jafnréttiskrafa bænda „stefna full hátt“. Sú eining, sem ríkti á þessu Búnaðarþingi, bæði um stofnun stéttarsambandsins og verðlags- málin, mun vonandi halda á- fram að aukast og styrkjast meðal bændastéttarinnar og hún varast allar klofningstil- (Framhald á 8. síðu)

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.