Tíminn - 17.08.1945, Page 2

Tíminn - 17.08.1945, Page 2
2 M, ftistmlagiim 1T. ágúst 1945 61. balð " E RLE NT Y F I RLIT Stríðslokin í Asíu Föstudagur 17. ágúst Þrjár stefnur Af þeim mörgu stóru atburð- um, sem gerzt hafa seinustu mánuðina, er vafasamt hvort nokkur verður örlagaríkari en kosningarnar i Bretlandi. Áhrif þeirra eiga vafalaust eftir að reynast hin' þýðingarmestu og að öllum líkindum hin heilla- vænlegustu. Þeirri skoðun hafði víða auk- izt fylgi á stríðsárunum, að eftir styrjöldina myndi aðeins gæta tveggja stefna í heiminum, í- haldsstefnunnar og kommún- ismans. Hefðu íhaldsmenn sigr- að í Bretlandi og kommúnistum jafnframt aukizt þar fylgi, myndi þessi skoðun vafalaust hafa rutt sér enn meira.til rúms. Umbótaflokkunum hefði hnign- að og menn skipast meira og meira í tvær fjandsamlegar höf- uðfylkingar, íhaldsmenn annars vegar og kommúnista hins veg- ar. Endalokin hefðu svo vel get- að orðið bandalag íhaldssamra ríkja annars vegar og kommún- istíS'kra ríkja hins vegar og af- leiðingin af því ný heimsstyrj- öld. , Kosningaúrslitin í Bretlandi taka af öll tvimæli um það, að flokkaskipting komandi ára muni ekki verða með þessum hætti. Brezka þjóðin hafnaði í- haldsstefnunni greinilega - og kommúnismanum þó enn greini- legar. Hún kaus að fylgja um- bótastefnunni, sem var borin uppi af verkamannaflokknum, verkalýðshreyfingunni og sam- vinnuhreyfingunni. Þessi sigur umbótastefnunnar í Bretflhidi er- fullkominn trygging þess, að aðalstjórnmálastefnurnar halda áfram að vera þrjár, íhalds- stefnan, kommúnisminn og umbótastefnan, sem þræðir nokkuð bil beggja og studd verð- ur af sósíaldemókrötum, sam- vinnumönnum og öðrum um- bótamönnum. Það má telja alveg víst, að kosningaúrslitin í Bretlandi stuðli að því, að umbótastefn- unni vaxi fylgi í mörgum lýð- ræðislöndum, t. d. á Norður- löndum og í samveldislöndum Breta. Telja má og víst, að þessi úrslit brezku kosninganna muni mjög sl^yrkja þau samtök'í Bandaríkjunum, sem Roosevelt forseti studdist við. Fyrir heimsmálin mun þetta vaxandi gengi umbótastefnunn- ar vafalaust hafa mikil og heillavænleg áhrif. Eins og um- bótastefnan er bezta tryggingin fyrir jafnvægi i þeim þjóðfé- lögum, þar sem hún nær að þróast, eins mun hún verða bezta tryggingin fyrir jafnvægi í heimsmálunum, ef áhrif henn- ar fær verulega notið þar. Kosningaúrslitin í Bretlandi eru vissulega bæði áminning og hvatning til íslenzkra umbóta- manna í senn. Sá tími er kom- inn, að þeir þurfa aftur að fylkja liði sínu til samstilltra átaka. Framsóknarmenn, Alþýðu- flokksmenn og frjálslyndir Sjálfstæðismenn eiga að fjar- lægja óþörf deilumál og mynda bandalag til að hnekkja yfir- gangi kommúnismans og stór- gróðaafturhaldsins og tryggja raunsærri umbótastefnu ekki minna gengi hér en í nágranna- löndunum. Gott fordæmi Enska sunnudagsblaðið „The Observer“ lagði ýmsar spurn- ingar fyrir áhrifamenn úr helztu stjórnmálaflokkum Bretlands skömmu áður en þingkosning- arnar fóru þar fram. Meðal ann- ars lagði það nokkrar spurningar fyrir Ernest Bevin, sem nú er orðinn utanríkismálaráðherra, og ^jallaði ein um afstöðu flokks hans til landbúnaðarmálanna. Bevin svaraði því, að flokkurinn vildi vinna að eflingu landbún- aðarins og bættum kjörum sveitafólks og nefndi því til sönnunar einna helzt, að flokk- urinn vildi tryggja sveitunum Æskilegur samanburður. Hinn kunni gáfumaður, sem stýrði Mbl. á undan Valtý Stef- ánssyni, lét einhverju sinni svo ummælt, að gáfnafar Valtýs myndi oft reynast heppilegra andstæðingum hans en sam- herjum. Þessi spá hefir sannazt á margan hátt, en þó ekki sízt á því, að Valtýr er öðru hvoru að bera saman fjármálastjórnina hjá ráðherrum Sjálfstæðis- flokksins seinustu fimm árin og fjármálastjórn Eysteins Jóns- sonar 1935—38. Slíkur saman- burður auglýsir svo vel þann vanmátt, sem hefir einkennt fjármálastjórn íhaldsins, og gefur jafnframt svo vel til kynna hversu góð afkoman hefði getað verið hjá ríkissjóði, ef vel hefði verið haldið á þeim málum. Fyrir andstæðinga Val- týs er því vissulega ástæða til að fagna því, að gáfnafar hans skuli hafa leitt hann út á þessa braut, því að það er vissulega gott og æskilegt, að þessi sam- anburður sé rifjaður upp sem oftast, því að af honum má þjóðin mikið læra. Fjármálastjórn Eysteins Jónssonar. Eysteinn Jónsson fór með fjár- málastjórnina á einhverjum erfiðustu fjárhagsárum, sem hér hafa verið. Þrátt fyrir það lækk uðu á þessu tímabili þær skuld- ir, sem ríkissjóður stóð sjálfur stiraum af. Rekstrarafgangur ríkisins var til jafnaðar 800 þús. kr. á ári á þessu tímabili, en rekstrarhallinn hafði numið til jafnaðar 1,1 millj. kr. næstu fjögur ár á undan. Framlög til verklegra framkvæmda voru stóraukin og ýms gjöld af út- flutningsvörum voru felld niður. Þrátt fyrir þennan árangur voru skattar og tollar á þessum ár- um ekki nema 13 kr. hærri á íbúa á ári en á tímabilinu 1925 —34. Það, sem réði mestu um þennan góða árangur, var hag- sýni og sparnaðui? við bein rekstrarútgjöld ríkisins og* ráð- deild um afgreiðslu fjárlaga. Fjármálastjórn fhaldsins. Seinustu fimm árin, sem Sjálfstæðismenn hafa haft fjár- málastjórnina, hafa verið mestu veltiár, sem hér hafa nokkurn tíma komið. Hinir gömlu tekju- rafmagn fyrir sama verð og borgarbúar fengju það. Verkamannaflokkurinn enski hefir líka sýnt, að hann vill hér láta lenda við meira en orðin tóm, því að eitt af þeim málum, sem hann hyggst að framr kvæma á þessu kjörtímabili er að þjóðnýta. öll orkuver lánds- ins. Með því að koma orkuver- unum þannig undir eina stjórn, verður auðveldast að koma á haganlegustum rekstri og nýta orkuna bezt. Með slíku fyrir- komulagi er talið mögulegt að tryggja sveitunum rafmagn fyr- ir sama verð og borgunum, án þess að rafmagnsverðið þurfi að hækka þar. Það mun vafalaust vera rétt skoðun hjá Ernest Bevin og flokki hans, að raforkumálin séu eitt stærsta og mest aðkall- andi framfaramál brezks land- búnaðar um þessar mundir. Þrátt fyrir batnandi kjör land- búnaðarins þar seinustu árin, ber mikið á fólksflótta úr sveit- unum og þykir þar ekki valda minnstu, að sveitirnar vantar enn ýms nútimaþægindi og þá ekki sízt rafmagn. Það myndi færa ljós og yl inn á sveita- heimilin og létta störf hús- mæðranna stórkostlega. Það myndi og létta stórlega marga aðra vinnu, heyþurrkun, mjalt- ir o. fl. o. fl. Þótt þörf brezku sveitanna fyrir raforkuna sé mikil, gildir það þó vissulega enn þá frekar um íslenzku sveitirnar. Það er líka áreiðanlega ekki ofmælt, að raforkumálið er eitt allra stærsta og þýðingarmesta mál íslenzku sveitanna og lausn þess myndi meira en nokkuð annað hamla gegn fólksflóttanum það- an. stofnar ríkisins hafa gefið marg- fallt hærri tekjur en áður. Hefði vel verið á þessum málum hald- ið, hefðu þessar umframtekjur af gömlu tekjustofnunum átt að geta nægt til að halda uppi meiri framkvæmdum en nokk- uru sinni áður, greiða upp skuld ir ríkisins og safna talsverðum sjóðum til komandi ára. En all- ar þessar tekjur hafa farið í súginn og til viðbótar hafa svo skattar og tollar verið hækkaðir í stórum stíl. Þrátt fyrir það hafa framkvæmdir ekki orðið tiltölulega meiri en áður, eng- um sjóðum hefir verið safnað, sem talizt geta, og skuldirnar hafa lækkað um einar 7 millj. kr. Ríkið hefir nær ekkert bætt hag sinn á þessum miklu velti- árum og er algerlega óundirbú- ið að mæta þeim fjárhagskröf- um, sem framfarir næstu ára krefjast. Skattalög Eysteins og Péturs. Þau -höfuðeinkenni á fjár- málastjórn Eysteins Jónssonar 1934—1938 og fjármálastjórn Sjálfstæðismanna 1939—46, $em hér hafa verið dregin fram, sýna næsta vel, hve óheppilegt er fyrir Sjálfstæðismenn að gera samanburð á þeim. Niður- staðam af slíkum samanburði sýnir það eins glöggt og verða má, að hefði gætt sömu festu, árvekni og ábyrgðar í fjármála- stjórn ríkisins hjá ráðherrum Sjálfstæðisflokksins á veltiár- unum og hjá Eysteini Jónssyni á kreppuárunum, myndi fjár- hagúr ríkisins standa nú með miklum blóma. Ríkið myndi vera orðið skuldlaust og eiga mikla sjóði, én í stað þess eru skuldirnar enn verulegar og sjóðirnir tómir. Það mun áreið- anlega leitun á fjármálastjórn, sem hefir látið ríkið vera jafn snautt og vanmáttugt eftir mestu gróðaárin í sögu hlutað- eigandi þjóðar. Ekki verður samanþurðurinn heldur betri, þegar VSltýr fer að tkla um „skattaáþjánina“ í tíð Eýsteins Jónssonar. Hvaða skattgreiðandi myndi ekki held- ur kjósa skatta- og tollalög Eysteins Jónssonar en skatta- og tollalög þeirra Péturs Magn- ússonar og Ólafs Thors? Bæði skattar og tollar eru nú miklu hærri en þeir voru í stjlrnartíð Eysteins Jónssonar. Á rafmagnsmáli sveitanna hér er ekki um aðra viðhlítandi lausn að ræða en þá, sem nú er verið að undirbúa í Bretlandi. Sveitirnar verða að fá rafmagn fyrir sama verð og kaupstaðirn- ir. Orkuverin verða að vera þjóð- areign. Þannig verður auðveld- ast að byggja nógu stór orkuver á réttum stöðum. Þannig verður reksturinn ódýrastur og nýting- in bezt. Fyrir þessari lausn hefir Framsóknarflokkurinn beitt sér. í milliþinganefndinni í raforku- málum hlaut hún líka fullan skilning fulltrúa Alþýðuflokks- ins og Sjálfstæðisflokksins. Frumvarp milliþinganefndar- innar er byggt á þessum grund- velli. En af hálfu kommúnista og afturhaldsdeildar Sjálfstæð- isflokksins hefir hún mætt mót- stöðu. Þessi þokkalega samfylk- ing reynir að æsa menn gegn þessari lausn raforkumálanna með þeirri fullyrðingu, að raf- magnið verði dýrara hjá þeim en ella, ef að henni sé horfið. Slíkt er þó yfirleitt fullkomnasta blekking, því að virkjanir verða smærri, ef hver hókrar út af fyrir sig, rekstrarkostnaðurinn meiri og nýtingin verri. Á þingi því, sem kemur saman í haust, verður þetta mál eitt allra stærsta málið. íbúar sveitanna og þeirra mörgu sjó- þorpa og kauptúna, sem eiga framtíð sína undir framgangi raforkufrv., þurfa að látt þing- menn finna sem greinilegast þann vilja sinn, að þeir muni eigi þola frekari tafir og undan- brögð í þessu máli. Það má ekk- ert láta ógert til að vinna sigur á afturhaldsöflunum og tryggja framgang þessa mikilvæga um- bótamáls. Valtýr grípur til listarinnar. Sjálfstæðismenn eiga bágt með að gleyma þeim vonbrigð- um, sem fundahöldin í sumar hafa valdið þeim. Valtýr fer því enn einu sinni á stúfana í seinasta Reykjavíkurbréfi Mbl. og beitir þar allri sinni víðfrægu „orðsins list“ til að lýsa því, að fundirnir, er Framsóknarmenn boðuðu til, hafi gersamlega mis- heppnast. Til að sýna smekk þann og listfengi, er sómi vel formanni Menntamálaráðs, kallar hann ræðumennina á fundunum flökkumenn, úti- legumenn, tómthúsmenn, legáta, öræfamenn og aumingja/ en aðra fundarmenn lætur hann sér nægja áð kalla einu nafni hraéður! Það er auðséð á því, hve Val- týr heíir mjög reynt á hugar- flug sitt og listfengi við ritsmíð þessa, að hann hefir talið mikils við þurfa. Mætti vissulega ætla, að fundirnir hefðu ekki valdið honum þvílíkra heilabrota, ef þeir hefðu raunverulega gengið til, eins og hann vill vera láta. Fúkyrðin og sleggj udómarnir hefðu þá vafalaust orðið tals- vert færri, en meira verið til- greint af beinum sönnunum. Málflutningur Valtýs ei*"þannig nægjanleg afsönnun fyrir því, sem hann ætlar að sanna, og sýnir að enn er ekki gróið yfir vonbrigðin, sem fundahöldin í vór og sumar bökuðu stjórnar- liðinu. Ófullnægjandi „afsökun“. Morgunblaðið hefir undanfar- ið verið að birta kafla úr bók eftir austurískan ihaldshag- fræðing, þar sem margt skyn- samlegt er sagt um kommún- ismann. Þjóðviljinn hefir tekið þetta óstinnt upp og talið þetta háskalegt fyrir stjórnarsam- vinnuna. Mbl. hefir reynt að afsaka sig með því, að þessir kaflar séu birtir á síðu, sem Samband ungrá Sjálfstæðis- manna hafi fehgið til umráða, og þess vegna beri hvorki að (framhald á 7. síðuj Vísir birtir forustugrein 14. þ. m. er nefnist stjórnarsamvinnan: „Heyrzt hefir að stjórnarsam- vinnan hér á landi hafi vakið nokkra athyglí erlendis, með því að þar mun almennt litið svo á, að ýms tormerki séu á eðlilegri sam- vinnu við kommúhista. Þótt sam- starf milli flokka væri upp tekið á styrjaldarárunum, virðist nú svo, sem stefnan gangi í aðra átt, enda hafa hreinar flokksstjórnir verið myndaðar bæði í Bretlandi og Sví- þjóð, þar sem skilyrði voru fyrir hendi til slíkrar stjórnarmyndunar. Segja má hins vegar að samstarf flokka í flestum öðrum löndum sé enn í deiglunni, með því að engin endanleg skipan er þar víðast hvar komin á innanlandsmálin. Sums staðar taka kommúnistar þátt í stjórnarsamstarfi, en annars staðar ekki, og raunin mun sanna að þeir munu hröklast úr stjórnarsamvinnu í hverju lýðræðislandi. Kommúnistar í öllum löndum og þá einnig hér, hafa talið að þróunin í stjórnmálunum mundi yfirleitt beinast til vinstri, og á tímabili höfðu þeir ástæðu til að ætla slíkt. í Bretlandi sýndi það sig að vísu að almenningur hneigðist til frek- ara frjálslyndis, en gætt hefir til þessa í brezkum stjórnmálum, en hins vegar afgreiddu kjósendur kommúnistana á þann veg, að ekki verður rætt um neina sigurför hjá þeim, með því að þeir fengu aðeins tvo þingfulltrúa kjörna. Brezki Al- þýðuflokkurinn hefir ávalt staðið fast gegn áhrifum kommúnista og mun gera hér eftir. Sama máli gegnir um sænska Alþýðuflokkinn. Hann hefir fyrir löngu tekið ákveðna afstöðu gegn kommúnisma og engin breyting hefir orðið á þeirri afstöðu flokksins, þótt Svíar hafi orðið að þola áróðúr kommún- ista í ríkara mæli en ýmsar þjóðir aðrar. Það er því ekki að undra, þótt frændþjóðir okkar á Norður- löndum gefi stjórnarsamvinnunni hér auga, og ýmsir séu vantrúaðir á árangurinn. Sannast mála mun það einnig Nokkru fyrir miðnætti síðastl. þriðjudagskvöld var tilkynnt samtímis í London, Washington, Chungking og Moskvu, að Jap- anir hefðu gengið að uppgjafar- skilyrðum þeim, sem þeim voru sett í Potsdam-orðsendingu þeirra Trumans, Churchills og Chiang Kai Shek. Japanski her- inn hafði þá þegar fengið fyr- irskipun um að gefast upp og aðeins var beðið eftir tækifæri til að undirrita uppgjafarsamn- inginn, en MacArthur hershöfð- ingi mun undirrita hann af hálfu Bandamanna. Áður en Japanir tilkynntu þessa endanlegu uppgjöf sína, höfðu þeir fengið lofórð Banda- manna fyrir því, að keisarinn fengi að halda völdum áfram, en hins vegar má telja það víst, að þau verði svo stórkostlega skert, að þau verði ekki meira en form- ið eitt. Styrjöld sú, sem lýkur með þessari uppgjöf Japana, hófst raunverulega 1931, þegar Jap- anir lögðu Mansjúríu undir sig, en formlega hófst hún ekki fyrr en í júlí 1937, er Japanir gerðu innrás í Kína. Snemma í desem- ber 1941 gerðu svo Japanir á- rásina á Pearl Harbor og lýstu yfir stríði við Bandaríkin og Bretland. Fyrstu mánuðina þar á eftir unnu Japanir mikla sigra, en fljótlega eftir það tók leikurinn smátt og smátt að snúast við og undanhald þeirra byrjaði. Þeir biðu hvern ósig- urinn öðrum meiri. Sást það á stjórnarskiptunum í Japan í vor, að Japanir voru þegar búnir að gera sér. ljóst, að þeirra beið ekki annað en uppgjöf, þótt þeir drægju hana á langinn í von um hagkvæmari uppgjafarskil- mála. Það, sem mestu hefir ráðið um ósigur Japana, eru hinir miklu yfirburðir bandaríska flotans og flughersins. Þessir yfirburðir voru orðnir augljósir löngu áður en Evrópustyrjöld- inni lauk. Eftir lok hennar gátu svo Bandaríkin enn stóraukið flota sinn og ílugher á Kyrra- hafsvigstöðvunum og brezki að fyrr en varir er stjórnarsani- vinnan núverandi úr sögunni. Hagsmunaárekstrar hafa þegar orð- ið verulegir milli stjórnarflokkanna, en munu verða enn meiri á þessu hausti. Þótt tilhneigingar gæti hjá sumum stjórnmálamönnum til und- ansláttar við kommúnista, eru lín- urnar óðum að skírast. Kommúnist- /, ar hafa sjálfir ráðgert að slíta stjórnarsamvinnunni og nota til þess heppilegasta augnablikið, þannig að komið verði við sem fyllstum áróðri í þágu flokksins. Það augnablik er ekki komið enn, enda allsendis óvíst að það komi úr þessu, þótt stjórnarsamvinnan hljóti að fara út um þúfur af öðrum á- stæðum, sem nánar skal ekki vikið að.. Allt frá upphafi hafa kommún- istar fjandskapazt eftir frekustu getu við þær þjóðír, sem við eigum mest undir að sækja, en þegar af , þeirri ástæðu er seta þeirra í ríkisstjóminni óheppileg og óeðlileg, ef miðað er við íslenzka hagsmuni. Xnn á við hafa kommúnistar engin afrek unnið, en sýnt fádæma klaufaskap í þeim málum, seni þeim hefir verið falið að stjórna, svo sem útvegsmálunum. Stjórnar- samvinnan hefir haldizt, en þó hangið á horriminni til þessa, enda mun hún vara skamma hríð. Borg- araiegu flokkarnir eiga að taka höndum saman þegar á haust- þinginu og efna til nýrrar stjórnar og stjórnarhátta.“ , Margir sjálfstæðismenn munu áreið- anlega hugsa á sama veg og Vísir, en stórgróðamannaklíkan 1 flokknum er vissulega á öðru máli, því að hún telur hag sinum bezt borgið í samstarfi við kommúnista og reynslan af fyrstu mánuðum stjórnarsamvinnunnar gefur henni líka fullkomlega ástæðu til að áiíta það. * * * í ritstjórnargrein Alþýðublaðsins 14. þ. m. er rætt um uppgjöf Japana. Segir þar m.: a. flotinn og flugherinn komu smám saman til viðbótar. Jap- önum mátti því vera ljóst og var það líka, að víð margfallt ofurefli var að etja. Kjarnorku- sprengjan færði þeim svo heim sannin um það til fullnustu. Það má telja nokkurn veginn fullvíst, að þátttaka Rússa I Asíustyrjöldinni á allra seinustu stundu, hafi ekki átt neinn veru- legan þátt í því að flýta fyrir uppgjöf Japana. í skrifum margra amerískra blaða í júlí- mánuði síðastl. kom það t. d. greinilega fram, að þau töldu þátttöku Rússa í Asíustyrjöld- inni ekki mikilsverða úr þessu, og mörg þeirra vöruðu Truman forseta eindregið við því að kaupa stríðsþátttöku Rússa því verði, að þeim yrðu afhent lönd til umráða í Asíu eftir stríðið. í enska blaðinu „The Daily Telegraph“ birtist 2u. júlí s.l. grein um þessi mál eftir frétta- ritara þess í Washington og segir þar meðal annars á þessa leið: „Styrjöldin við Japan er nú komin á það stig, að margir em- bættismenn gera ráð fyrir mjög skjótri uppgjöf Japana. Þótt þátttaka enska Jlotans og flughersins sé fyllilega viður- kennd, fara menn ekki dult með ánægju sína yfir því, að hinn mikli hernaðarstyrkur Banda- ríkjanna hafi fyrst og fremst komið Japönum á kné. Þátttaka Rússa í styrjöldinni við Japan er nú talin miklu þýð- ingarminni en^áður. Hreinskilnislega sagt er þátt- taka Rússa ekki lengur talin néitt eftirsóknarverð lengur. Sá hernaðarlegi ávinningur, sem hlytist við það, er ekki talinn geta réttlætt nein landafsöl til Rússa, er væri ósamrímanleg fyrri yfirlýsingum Bandaríkja- manna. Ummæli ýmsra öldungadeild- armanna, sem hafa eindregið stutt alþjóðlega samvinnu, vísa ákveðið í þessa átt. John Ball, öldungadeildar- þingmaður frá Minnesota, (hann (Framhald á 7. slðu) Stríðsyfirlýsing Rússa á hendur Japönum á síðustu stundu hefir ekki orðið þeim til álitsauka úti um heim. Hún minnir allt of mikið á árás þeirra á Pólland í upphafi styrjaldarinnar, þegar herskarar Hitlers höfðu að mestu lagt það að velli, eða stríðsyfirlýsingu Musso- linis á hendur frökkum, þegar þeir höfðu verið sigraðir af Þjóðverjum sumarið 1940. Nokkurn úrslitaþátt í því að knýja Japani til uppgjafar hefir stríðsyfirlýsing Rússa og Inn- rás í Mansjúríu og Kóreu bersýni- lega ekki átt. En greinilegt er, að gjarnan vilja þeir vera með við skiptingu herfangsins og endur- skipun landamæra 1 Austur-Asiu að stríðinu loknu. Mörg vandamál tr eftir að leysa þar eystra, þó að Japan hafi nú verið lagt að velli, ef friðurinn á að verða varanlegur. Og léttara verður varla að leysa þau eftir íhlutim Rússa. Það er að vísu ekki endilega víst, að fyrir Rússum vaki, að færa beinlínis út landamæri sín á meg- inlandi Austur-Asíu. Préttin sem (barst í gær um það, að kínverskir kommúnistar væru farnir að hugsa sér til hreyfings og boðuðu sókn inn í Mansjúríu til móts við rauða her- inn, gæti máslœ bent til hins, að eitt leppríkið til ætti að koma upp austur þar á kostnað Kína, sem nú loksins eftir átta ára styrjöld við Japan væntir þess að fá frið til að græða sár sín og safna kröftum á ný. Mætti þá fara svo, að friöurinn yrði valltur 1 Austur-Asíu, þó að Japan sé að velli lagt. Og fyrir framtíð mannkynsins verður það máske engu síður ör- lagaríkt, hvað upp af rústum ófrið- arins rís I Austur-Asíu, en hér vestur í Evrópu.“ Stríðsþáttaka Rússa á seinustu stundu hefir vissulega aukið á kvíða manna í sambandi við lausn landa- mæradeilnanna í Austur-Asíu. Athygli manna næstu vikurnar mun ekkl sízt beinast að því, sem gerist þar austur frá.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.