Tíminn - 17.08.1945, Side 3

Tíminn - 17.08.1945, Side 3
61. blað 3 TÍMEVTV. föstadagtim 17. ágúst 1945 Bernharð Stefánsson: Uppgjöf Jóns Pálmasonar - Síðari hluti greinar - m. Jón Pálmason slær enn um sig með orðum Jónasar Jónssonar og segir að hann sé vitrasti mað- ur Framsóknarflokksins. Ekki mun ég gera lítið úr viti Jónas- ar, þó ég efist úm að Jón hafi nokkurn óskeikulan „vitmæli" til að geta dæmt um, hver sé vitrastur, hver næstur o. s. frv. En sér Jón virkile'ga ekki, að þa<5 er dálitið varasamt fyrir hann að ,taka mjög undir ádeilur Jón- asar á Framsóknarmenn? Þær hljóta að hitta hann sjálfan og samherja hans fyrst og fremst. Að Framsóknarflokkurinn ræddi við kommúnista haustið 1942 um 'hugsanlega stjórnar- myndun, er sú synd, sem Jónas getur ekki fyrirgefið, og allar á- deilur hans á Hermann og Ey- stein eru út af þessu. Framsókn- arflokkurinn hafnaði þó skil- yrðum kommúnista og þess vegna varð ekkert úr þeirri stjórnarmyndun. En á's. 1. haust.i ræddi „Sjálf- stæðisflokkurinn“ ekki einasta við kommúnista, heldur gekk hann að öllum kostum þeirra og myndaði" stjórn með þeim. Þar sem Jónas telur viðtal Fram- sóknarmanna við kommúnista svöna mikla synd, hlýtur hann að telja þetta athæfi „Sjálf- stæðismanna" algert hyldýpi spillingar og lasta, þó honum þyki hentugra að tala ekki mik- ið um það sem stendur. Þetta er alveg augljóst mál. Ekki ætti Jön heldur að tala mikið um lömb, sem pólitískir smalar reki. Það er áreiðanlega enginn maður á Alþingi nú, sem hefir skipað sér í fylkingu fjær sínu rétta eðli og raunverulegu stefnu heldur en Jón Pálmason. Hann hefir haft mjög líkar skoðanir og Pétur Ottesen og Jón á Reynistað, og maður sér hvaða afstöðu þeir tóku. Ég ef- ast ekkert um, að hann hefir viljað fylgjast með þeim, en með hvaða svipu hann hefir verið rekinn í stjórnardilkinn vil ég ekki leiða getum að. Um þá fjarstæðu Jóns, að nú- verandi stjórn eigi að vera frið- heilög sökum þess, að húi| beri alþjóðarhag meira fyrir brjósti en aðrar stjórnir hafa gert, þarf ekki lengur að ræða. Jón er eini bóndinn á þingi) sem fylgir stjórninni og svipað mun hiút- fallið vera úti um landið. Sam- þyktir félagssamtaka bænda úti um allt land nú í vor bera þess skýrt vitni, að þeir sem stétt treysta stjórninni ekki til for- ustu í sinum málum^ sem ekki er von. Svo gildir einu hvað Jón segir. Bændur vita vel sjálfir hvað að þeim snýr og að þessi stjórn er ekki þeirra stjórn. Andstaða þeirra og flokks þeirra er því eðlileg og sj álfsögð. Sama er að segja um hótanir Áka Jakobssonar, sem Jón segir að hafi engar 'verið. Bændur hlustuðu þúsundum saman á hann í útvarpinu og þeir muna margir hvað hann sagði, þó Jón hafi gleymt því eða vilji breiða yfir það. í grein Jóns kemur loks skýr- ing á því, hvers vegna „Sjálf- stæðismenn" stukku svo mjög úpp á nef sér þegar við stungum upp á dr. Birni Þórðarsyni sem forsæti.sráðherra, en hingað itl hefir tal þeirra um þetta verið lítt skiljanlegt. Það var þá eftir allt saman ekki dr. Þjörn Þórð- arson, sem þeir höfðu á móti heldur hitt, að með hann sem forsætisráðherra þóttust þeir ekki geta losnað við Björn Ól- a‘fsson, meðfram vegna þess, að þeir bjuggust við Vilhjálmi Þór frá Framsókn. Fullar heimildir um V. Þór gátu þeir þó ekki haft ein^og Jón segir, því ekkert var um það ákveðið í Framsóknar- flokknum, þó ég hins vegar telji liklegt, að hann hefði orðið fyr- ir valinu. Ég er að vísu ekki kunnugur innri málum „Sjálfstæðisflokks- ins,“ en ekki get ég séð, hvaða heimtingu Björn Ólafsson hefði getað átt á því að vera áfram ráðherra í nýrri stjórn, jafnvel þó sumir af fyrv. ráðherrum ættu þar sæti. Jón neitar því að sveitaþing- menn „Sj álfstæðisflokksins“ séu kallaðir „karakúldeildin", held- ur séu það aðeins þeir þingmenn flokksins, sem oftast fylgi Fram- sókn að málum, en þetta er bara eitt og hið sama, því það eíu einmitt sveitaþingmenn flokks- ins, sem oftast fylgja okkur að málum. Jón þykist nú vera orð- inn laus við slíkt. Ég er þó ekki viss um að svo sé með öllu. Ætl- ar hann t. d. að svíkja í rafveitu- málinu? Ef hann gerir það ekki, þá er ég hræddur um, að til séu Reykvíkingar í hans flokki, sem telja hann áfram til „karakúl- deildarinnar". Að fylgja um- bótamálum sveitanna er nefni- lega sú „smittun“, sem Jón talar um. Jón talar ’mikið um bardaga- aðferðir og telur minn vopna- burð óheiðárlegan. Ég hefi þó ekki minnst á einstaka menn nema tilneyddur af ummælum * hans. Sjálfur þykist hann vera hinn göfuglyndi riddari. Jú, það er svo sem riddaramennska og göfuglyndi að segja, að mjög sé nálægt því að Framsóknarmenn séu landráðamenn, og að draga Pál Zóphóníasson inn í umræð- urnar, alveg að tilefnislausu, á þann þokkalega hátt, sem hann hefir gert. Sérstaklega er hann hrifinn af þeirri göfugmennsku sinni að þykjast vita einhverjar vammir og skammir um Fram- sóknarmenn, án þess að nefna þær. Skilur hann ekki að slíkar dylgjur eru þó mun andstyggi- legri og eitraðri, ef nokkur tekur mark á, heldur en bein brigzl? Já, það er von að hann sé hrif- inn af riddaraskap sínum. Þrátt fyrir það, sem á milli ber um hríð, kveð ég Jón Pálma- son í allri vinsemd og óska hon- um persónulega góðs gengis. Skemmtileg unglingabók FYLGIST MEÐ Allir, sem fylgjast vilja með almennum málum, verða að lesa TÍMANN. Útvegið sem flestir ykkar einn áskrifanda að Tímanum og lát- ið afgreiðsluna vita um það sem fyrst. Þið, sem í dreifbýlinu búið, hvort heldur er við sjó eða í sveit! Minnist þess, að Tíminn er ykkar málgagn og málsvari. Sýnið kunningjum ykkar blaðið og grennslizt eftir því, hvort þeir vilja ekki gerast fastir áskrif- endur. Utanáskrift: Tíminn, Lindar- götu 9 A, Reykjavík. Bókaútgáfan Norðri hefir ný- ! lega gefið út hina þekktu bók Mary O’Hara um drenginn Ken og tryppið hans. Heitir hún á frummálinu „My friend Flicka^, en í þýðingu hefir hún hlotið nafnið „Trygg ertu, Toppa.“ Þýðandi er Friðgeir H. Berg, skáld og rithöfundur á Akureyri. Bók þessi hlaut mikinn og skjótan frama, er hún kom fyrst út vestan hafs. Var hún þá fljót- lega kvikmynduð og þýdd á fjöl- 'mörg tungumál. Hefir hún þannig farið sigurför víða um heim, enda er hér um að ræða ritverk, er á skilið að hljóta mikla útbreiðslu. Hún er fyrst og fremst lýsing j á sambúð manna og dýra, dreg- j in af slíkri skarpskyggni og samúð, að unun er að lesa. Slík I bók ætti ekki sízt að vera eft- 1 irsótt og hugðnæmt lestrarefni : hér á landi, þar sem langflestir, I ungir og gamlir, hafa alizt upp í sambúð við dýr, mótazt og þroskazt af þeirri sambúð og eiga þaðan ýmsar sælustu bernskuminningar sínar. Sem betur fer eigum við í okkar eigin’bókmenntum marg- ar glæstar og djúpsæjar lýsing- ar á dýrunum og sambandi þeirra við mennina og mann- anna við þau, og mættu þó fleiri vera. En þó að þessi bók sé skrifuð handan við þúsund mílna haf, mun hún áreiðan- lega finna hljómgrunn hér. Fyrst og fremst er hún ætluð unglingum, og sjálfsagt munu þeir lesa hana af mestri á- fergju. Þeir munu sjá sjálfa sig í sporum Kens og hugsa til tryppisins síns. En trúlegt er, að þeir, sem eldri eru, hafi ekki síður ánægju af' bókinni, og upp úr fylgsnum hugams kunni að stíga gömul minning frá liðnum árum um tindilfætt tryppi, kannske fyrstu eignina, og eitthvert smá- atvik, sem annars va" fyrnt yf- ir fyrir löngu, en vaknar til nýs lífs við lesturinn. Og það eru góðar bækur, sem slikar tilfinn- ingar vékja. Stundum kynnu tilfinning- arnar ef til vill að vera sárar — kannske eitthvað svipaðar því, sem segir í vísu drykkju- mannsins: Ég hef selt hann yngra Rauð, er því sjaldan glaður. Svona er að vanta veraldarauð og vera drykkj umaður. Í Annar ráular svo ef til vill y 1 fyrir munni sér, angurvær, og þó sæll við glæður gamalla minninga: Heillavinur, þér ég þakka þína grónu ævitryggð, þyggðu klappið mjúkt á makka meðan rökkvar yfir byggð. Þýðing Friðgeirs H. Berg á þessari bók, er greinin átti að fjalla um, er víða tilþrifamikil, en prófarkalestur laklegur og greinarmerkj asetning ekki til fyrirmyndar. Bókin er prýdd nokkrum skemmtilegum myndum úr kvikmyndinni, er gerð var út af sögunni. H. K. Þorsteiim M. Jómsson: Sannleikurinn mun gera yður frjálsa Þorsteinn M. Jónsson, skólastjóri á Akureyri, er verð- ur sextugur á mánudaginn kemur, 20. ágúst, er einn af merkari skólamönnum landsins, auk margs annars, sem hann hefir látið til sín taka. Birtast hér kaflar úr ræðu, er hann fjutti síðastliðið vor, við skólaslit í Gagnfræða- skólanum á Akureyri. í ræðu þessari er boðskapur, sem ekki væri vanþörf á, að fólk leggði eyru við á þeim tví- sýnu tímum, sem nú ganga yfir heiminn. Nú eru einhverjir allra at- burðaríkustu tímar, er mann- kynið hefir lifað. Stórkostleg- asta gerningahríð hefir geisað í fimm undanfarin ár, stórkost- legri en nokkur önnur, er ver- aldarsagan greinir frá. í hrið þessari hafa farizt menningar- verðmæti, er aldrei fást áftur, svo sem alls konar listaverk, ár- angur af starfi heilla kynslóða og jafnvel fjölda margra kyn- slóða hefir verið eyðilagður; borgir liggja í rústum, þúsund- ir skipa liggja á hafsbotni, tugir miljóna manna hafa farizt, miljónir manna eru særðir eða taugabilaðir örkumla aumingj - ar, hungur og jafnvel hungur- dauði blasir við miljónum manna; hatur og heift logar í hugum sigurvegara og hinna sigruðu, hvorra til annarra. Hinir sigruðu kveljast af ör- væntingu og hjá þeim geisar sjálfsmorðafaraldur, og gleði sigurvegaranna er lævi blandin. Undirokuðu þjóðirnar, er nú hafa verið leystar undan á- nauðaroki, fagna frelsi, en því frelsi og þeim fögnuði fylgir líka sorti. Frelsi og friður murm þau hugtök, sem nú eru oftast nefnd þessa dagana. En meðan hatur ríkir í heiminum, á meðan dauðadóms-dómstólar eru starf- ræktir, þá eru þjóðirnar ekki frjálsar. Menningin er í brotum. Hún er nú sem rekald, er rekið hefir á fjörur eftir manndráps- óveður. Slíkur er sá heimur, sem unga fólkið á nú að taka við. „Sannleikurinn mun gera yð- ur frjálsa“, er setning, er Jó- hannesar-guðspjall hefir eftir meistaranum mikla frá Nazaret. Mér fer sem fleirum, að hug- takið frelsi er nú tíðum í huga minum. Ungu gagnfræðingar! Á þessari skilnaðargtundu okkar hefi ég einkis frekar að óska ykkur en að þið verðið frjáls. En hvernig eru skilyrðin fyrir ykk- ur, að svo geti orðið. Þjóðfélag vort er stjórnarfarslega frjálst og að því leyti eru skilyrðin ykk- ur ekki óhagstæð. Þjóðfélagið tryggir einstaklingsfrelsið sæmi- lega vel. Hér er trúfrelsi, funda- frelsi, málfrelsi, ritfrelsi, prent- frelsi, atvinnufrelsi o. s. frv. Skipulag þjóðfélagsins sýnist því ekki hefta frelsi þegnanna.Þjóð- frelsið og einstaklingsfrelsið er mikilsvirði, og það er um þetta frelsi meðal annars, sem barizt hefir verið undanfarandi ár. En þótt lög þjóðfélagsins sí’nist tryggja okkur öllum freísi, þá er nú svo, að enn megum við, og meira að ségja líka hinir vold- ugu sigurvegarar styrjaldarinn- ar, óttast ófrelsið meira en flest annað. Það ófrelsi er gömul fylgja mannkynsins, allt frá frúmstigi þess og fram á þenn- an dag. Og ég er þess fullviss, að sú óheillafylgja hefir færzt í aukana þessi fimm síðustu og verstu ár. Það er með þessa fylgju líkt og púkann á fjós- básnum, er þjóðsögurnar segja frá, er magnaðist við blótsyrðin. Hinn gamli íslenzki málsháttur: „Með illu skal illt út reka“( er ekki saminn af spekingi og hef- ir því ekki sannleika að geyma. Illu verður aldrei útrýmt með illu. Hið illa magnar jafnan hið illa. — Þessi óheillafylgja mann- kynsins, sem ég hefi nú minnst á, er ófrelsi, sem ekki er háð stjórnarskrám eða lögum landa og þjóða, heldur er sálræns eðl- is. Það býr í mönnunum sjálf- um og menn geta magnað það og afmagnað. Vil ég nú með nokkrum orðum reyna að skýra hið sálræna ófrelsi, ófrelsi, sem jafnvel getur orðið eins hættu- legt eða hættulegra en stjórnar- farslegt ófrelsi, enda er hið stjórnarfarslega ófrelsi tíðum staðgengill þess. Sá er aðalmunur á manni og skynlausri skepnu eða dýri, að dýrin leiðast af eðlishvötinni; þau lægri alveg og hin æðri að mestu leyti. Þau taka og hvert eftir öðru án sjálfstæðrar hugs- unar. Rökhugsun sýnist ekki hjá þeim, nema þá lítilsháttar hjá afburða vitrum dýrum, helzt húsdýrum. Aðalsmerki mann- 1------------------------------ anna fram yfir dýrin eru hæfi,- leikar til þess að hugsa sjálf- stætj; og með rökum. í bernsku og hjá mönnum á lágu þroska- stigi ber mikið á eftirhermu- hneigðinni líkt og hjá æðri dýr- unum; hver tekur eftir öðrum án rökhugsunar. Allir menn verða alla ævi fyrir alLs konar áhrifum hver frá öðrum. En það er einkenni hins þroskaða manns, að allt, sem hann sér og heyrir, leggur hann undir mat skynsemi sinnar. Hann leitar að sannleikanum í öllum fyrirbærum lífsins og myndar sínar eigin skoðanir. Og hafi hann viljaþrek, þá fylgir hann skoðunum sínum fram. Það eru slíkir menn, sem meistarinn mikli sagði við: „Sannleikurinn mun gera yður frjálsa." Enginn er frjáls, sem ekki rök- hugsar sjálfur viðfangsefni sín í lífinu og ekki lætur leiðast af eigin ályktunum ,eða þorir ekki að fylgja því í orðum sínum og gerðum, sem hann telur vera rétt. Hann er öðrum háður, þræll annarra, hvernig svo sem háttað er lögum um einstak- lingsfrelsi í þjóðfélagi hans. Enginn er sannur listamaður, er stælir aðeins aðra, en skapar sjálfur ekkert frumlegt. Og enginn er þroskaður maður eða frjáls maður, sem ekki venur sig á að hugsa sjálfstætt. Það, sem gefur smáþjóð eins og okkur íslendingum tilveru- rétt* er að eiga tiltölulega marga sjálfstætt hugsandi menn, mið- að við fjöldann. Þegar landnámsmennirnir settust hér að, bjuggu þeir á dreifðum býlum. Þeir höfðu að stríða við alls konar örðugleika landnemans, er sjálfur varð að treysta sér, og ráða fram úr ótal örðugleikum á eigin spýtur. Þjóðfélag vort átti því í öndverðu marga frjálst hugsandi menn, i að vísu bundna að meira eða minna leyti við aldaranda sinn- ar tíðar. — Á öllum öldum hafa íslendingar átt marga menn, sejn hafa verið sjálfstæðir í hugsun — rökhugsandi — og þeim er það að þakka, að við erum til sem þjóð. — En fer nú þeim mönnum fjölgandi eða fækkandi á meðal þjóðarinnar, sem hugsa sjálfstætt og eru andlega frjálsir? * Breyttir þjóðhættir valda nokkurri hættu í þessu 'efni. Eftir því sem fleira og fleira af þjóðinni elst upp í stórum bæjum og fjölmenni, þarf meira til þess en áður, að hver ein- staklingur þroskist sjálfstætt. Uppeldið í fjölmenninu gefur minna næði en í fámenninu og því færri stundir fyrir ungling- ana til sjálfstæðrar íhugunar. Og meiri verður hættan að verða fyrir sterkum áhrifum af því, sem kalla má múghugsun, þar sem hver tekur upp annars skoð- anir án sjálfstæðrar íhugunar. Skoðanirnar verða svo nokkurs- konar þröngsýnistrúarbrögð, þar sem engin rökhugsun kemst að. Múghugsunin þarf lítið til þsss að að verða að múgæsingu, hún er eins eldfim og sprek eða hálmur. Nazisminn, sem setti verald- arstríðið af stað, var eitt af þessum múghugsunar synda- flóðum, þar sem andlegt ófrelsi var búið að gersýkja miljónir manna víðs vegar um heiminn. Það, sem kom galdraofsóknun- um af stað á sínum tíma og trú- arbragðastyrjöldunum, var sama eðlis. Orsökin var sú, að ein- staklingarnir voru búnir að týna hinu andlega frelsi sínu, það hafði drukknað í múghugsun- arflóðinu. Ég er þess fullviss, að ómögulegt væri að fá almenn- ing í nokkru landi veraldar til þess að leggja út í aðra eins vit- firringu sem stríð, ef hver ein- staklingur væri andlega frjáls og léti ekki múghugsun drekkja sjálfstæðri hugsun þeirra. Af múghugsuninni stafar alls kon- ar heimska einstaklinga og þjóða. Nú loks eftir fimm’ ár er að slota hinu skæðasta ofviðri, sem geisað hefir síðan sagan hófst, ofviðri, sem magnað var af mönnum, er vildu bæla niður andlegt frelsi manna. — Þeir höfðu magnað múghugsun og spúð henni eins og eiturgasi út yfir þjóðirnar. Þeir höfðu reynt að kæía sannleikann, svo að hann gerði mannkynið ekki frjálst aftur. En þegar þessu of- viðri slotar, þá ganga sögur um að menn tryllist af kæti og sleppi allri skynsemi. Hermönn- um á Reykjavikurhöfn er útbýtt áfengi og íslenzk yfirvöld láta á- fengið flóa út úr ríkisverzlun- inni, til þess að fá næga skatta í ríkissjóðinn. En Bakkus er bezti bróðir múghugsunar og múgæsinga. Hann er öflugasti brautryðjandi afmenningarinn- ar. Og fullir íslendingar og full- ir brezkir hermenn slást á göt- um Reykjavíkur í gleði yfir styrjaldarlokum, og vísa á bug því sem þeir áður höfðu átt af heilbrigðri skynsemi. — Er ekki talsverð ástæða til þess að ótt- ast, að enn sé nokkuð í land þar til almennt megi segja, að sann- leikurinn hafi gert menn frjálsa, en enginn annar en hann er fær um að gera það. „Sannleikurinn mun gera yð- ur frjálsa“. Þetta er eitt af hin- um mörgu sannyrðum, er meist- arinn frá Nazaret hefir flutt mannkyninu, og jafnan munu standa óhögguð. Ég hygg, að þjóðfélagi voru muni ekki stafa meiri hætta af öðru en því, að múghugsunin (Framhald á 6. siSu) *

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.