Tíminn - 17.08.1945, Síða 5

Tíminn - 17.08.1945, Síða 5
61. blað TfMINJy, föstndaginn 17. ágiíst 1945 5 KermarastóLL í íslenzkum fræðum (Framhald af 4. siöu) ama. Tilgangur lífsins hlýtu'r að vera æðri og meiri en kapphlaup um efnisleg verðmæti. Ef draumarnir um framtíðina snú- ast að mestu um betri lífskjör, er hætt við að menningarlíf þjóðanna verði á lágu stigi; að andleg framsókn verði dauða- dæmd. „Þegar hugsjónir deyja, deyr þjóðin“. Við, þegnar landsins, sköpum aldarandann. Ef hann er sýktur af ágirnd, öfund, eigingirni og nautnasýki, þá er það’ okkur kjálfum að kenna. Fólk af íslenzkum stofni get- ur unnið þjóðinni mikið gagn, með því að efla hinn forna ís- lenzka menningaranda, sem metur andleg verðmæti ofar þeim efnislegu; hin sígildu og algildu verðmæti ofar þeim, sem mölur og ryð fær grandað. ís- lenzkir foreldrar og íslenzkar byggðir geta gefið þjóðfélaginu marga nýta og merka borgara, með því að gefa börnunum líkt veganesti og Vilhjálmur Stef- ánsson fékk frá sínum foreldr- um og sinni byggð: að innræta þeim virðjngu fyrir íslenzkum menningarverðmætum, að kvéikja hjá þteim brennandi menntunarþrá; að vekja hjá þeim þá hugsjón að verða menn með mönnum og landi og þjóð að sem mestu gagni. Sem betur fer, höfum við Vestur-íslendingar alltaf átt og eigum enn, konur og menn ,sem skilja það, hve dýrmætt tíllag okkar íslenzki arfur getur orðið því þjóðfélagi, sem við búum í. Við höfum því frá upphafi reynt með ýmsu móti að verndá þann arf frá glötun. Fyrir áhuga ágætra manna, mun nú vera kominn af stað ■ nokkur hreyfing í þá átt að stofna kennarastól í íslenzkum fræðum við Manitoba-háskól- ann í miðfylki Kanada, þar sem íslendingar eru fjölmenn- astir. Mun tilgangurinn ekki einungis sá, að tryggja það að kanadiskt námsfólk af íslenzk- um ættum hafi tækifæri í ó- komnar aldir til þess að full- nema sig í íslenzkri tungu og kynnast sögu og bókmenntum ættþjóðar sinnar, heldur jafn- framt að gefa samborgurum okkar tækifæri til þess að kynn- ast íslenzkri menningu. Við höf- um þegið mikið frá kanadisk- um menntastofnunum; við vilj- um líka vera veitandi. Stofnun kennarastólsins er stórt átak, bæði frá fjárhags- legu og skipulagningar sjónar- miði séð. Um þá hlið málsins get ég ekki rætt vegna ókunnugleika enda mun vonandi ýtarleg grein- argerð verða gerð af réttum að- ilum um framgang málsins, áð- ur en lagt um líður. En það mun öllum ljóst, að þessu Grettistaki verður ekki lyft, nema með sterkum samtökum og með á- huga óeigingjarnra, hugsjóna- ríkra og stórhuga manna. Áhugi fyrir þessu menningar- máli mun vera vaknaður i okk- ar íslenzku byggðum. Á íslend- ingadeginum á Hnausum síðast- liðið ár, var aðalinntakið í ræðu forseta dagsins það, að íslend- ingar sýndu bezt þjóðrækni sína í því að kveikja menntalöngun hjá börnum sínum og gefa þeim tækifæri til að menntast til þess að þau yrðu landinu að sem mestu gagni. Hann hvatti fólk til þess að reyna að auka aðsókn íslenzkra ungmenna að Mani- i toba-háskólanum og bar fram jþá tillögu, að sjóður yrði stofn- ! aður til þess að verðlauna það íslenzka námsfólk, sem skaraði fram úr. Forseti íslendinga- dagsins á Hnausum á þessu ári, ! minntist þess í ræðu sinni, að : það væri eitt stórt menningar- mál, sem allir íslendingar gætu sameinast um, en það væri það, að stofna kennarastól í íslenzku og íslenzkum fræðum við Mani- toba-háskólann. Þessir glögg- skyggnu menn munu sennilega hafa talað- fyrir munn margra. Ekki er ólíklegt að allir þeir, sem eiga íslenzkan blóðdropa í æðum, óski þess og biðji að gifta fylgi þessu mikilvæga máli, svo er þaþ örlagaríkt fyrir þjóðern- islega framtíð okkar hér í lándi. íslenzku frumherjarnir, feður og mæður, afar okkar og ömm- ur, elskuðu íslenzkuna og allt það sem íslenzkt er. Þeir gerðu mikið fyrir okkur. Þeir eiga það skilið, að þeirra sé minnst. Ekki getum við minnst þeirra á veg- legri og virðulegri hátt heldur en „að reisa, innan vébanda Manitobaháskólans, íslenzkri tungu, sögu þjóðarinnar og bók- menntum, það órjúfandi varn- arvígi, ær holskeflur komandi alda fái aldrei hrist af grunni.“ LARS HANSEN: Fast fpeir sóttu sjóinn FYRSTI KAPÍTUUf. Hann var alkunnur meðal íshafsskipstjóranna — þótt ekki væri hann í neinum hávegum hafður. Hann var einn í þeirra hópi, en þó hálfgerður utanveltubesefi. Ástæðan til þess var í fyrsta lagi sú, að fleytan hans var svo lítil — skúta, ekki nema "48 feta löng. í öðru lagi varð hann Kristófer ekki talinn ósvikinn íshafsgarp- ur — það höfðu hinir, sem áttu ráð á stærri skipum, aldrei viljað viðurkenna, að hann væri. Það var 'nú svona með skútuna hans, að hún var lítil og gömul og fúin, svo að Kristófer gat alls ekki hugsað til íshafsferðar fyrr en komið var vor. Hann varð að bíða og lagði venjulega ekki af stað frá Tromsö fyrr en öll önnur skip voru komin norður undir ís. Og loks var svo það, að hann Kristó- fer var fiSkimaður. Hann stundaði fiskveiðar, bæði undan Finn- mörk og við Lófóten. Við Lófóten var hann á hverju ári, en Finnmerkurveiðunum hagaði hann þannig, að hann sigldi þangað beint frá Lófóten, ef fiskilegt þótti, en það kom aldrei til mála, að hann lægi lengi þar norður frá, því að hann varð að komast svo snemma til Svalbarða, að hann missti ekki af eggjunum og dún- inum. Satt að segja hafði Kristófer allar klær úti, sama hvað var. Hann kveinkaði sér ekki einu sinni við að fara í flutninga- skjökt og sækja brenni inn í Balsfjörðinn, ef hann fékk þá borg- un, sem honum líkaði. En slíka flutninga fékk hann ekki, svo fremi sem nokkra aðra fleytu var að fá. Því að það var segin saga, að hann kom aldrei með meira en sjötíu og fimm faðma af viði til Tromsö, þótt farmurinn væri mældur áttatíu faðmar, er hann lagði af stað. Út af þessu varð auðvitað fjárans rekistefna, og Kristófer blótaði og ragnaði og hét því, að þetta skyldi vera í síð- asta skiptið, sem hann flytti brenni fyrir þá aula, sem ekki vissu, hve viður gat mismælzt, eftir því hvernig honum var hlaðið. Hjá þeim þarna inni í Balsfirðinum hafði viðurinn allur legið sitt á hvað, svo að það var ekki að undra, þótt hann m'ældist öðru visi hjá heiðarlegum og vandvirkum mönnum hér í Tromsö — og sýndi ekki annað en það, hvílíkir rummungsþjófar þeir voru inni í firðinum. Og endirinn varð ætíð sá, að Kristófer gekk með sigur af hólmi. En Balsfirðingar sóru og sárt við lögðu, að fyrr skyldu þeir bera viðinn á bakinu til Tromsö en leita oftjir á náðir Kristó- fers um flutning. Fáum nóttum seinna fór svo hann Kristófer kannske og sótti fimm faðma af viði, sem hann átti geymda hjá bróður sínum á Sandeyri. En þannig var nú samt Kristófer gerð- ur, að þegar hann kom heim með þessa fimm faðma, sem hann hafði hreint og klárt stolið frá Balsfirðingum, mátti vita það fyrirfram, að hann færi með helminginn að minnsta kosti til einhverrar barnmargrar, fátækrar ekkju, sem hann sjálfur eða kona hans hafði spurnir af, og væri ekkjan sérstaklega illa á vegi stödd, gat allt eins vel farið svo, að hún fengi viðinn allan. Þegar svo bar undir, sagði hann Kristófer kannske rétt til svona við kerlinguna sína: — Það hefði svo sem verið hampaminna fyrir mig að láta Bals- firðingana fá allan viðinn. Kristófef var á fiinmtugsaldri, meðalmaður á hæð, en saman- rekinn. Hann var kvæntur og átti„fjögur börn — tveggja, fimm, sjö og átta ára. Skútan hét „Noregur" — kerlingin Karen, ættarnafnið Bom- stad áður en hún giftist. Hún var venjulega kölluð „Norska ljón- ið“. Hún var dökk á brún og brá eins og allt Bomstadsfólkið, og raunar var það trú manna, að það væri líka talsvert af Tatara- blóði í Kristófer. Kristófer hafði úti allar klær, seint og snemma, árið um kring. Hann var ekki að setja fyrir sig vindgjólu eða lsafaldsmuggu, og fólk í Tromsö hafði í mörg ár beðið þeirra frétta, að nú væri Kristófer kominn niður á hafsbotn — bæði Kristófer og „Nor- egur“. Skútan hafði verið meira og minna fúin frá skjólborði»nið- ur i kjöl þegar Kristófer keypti hana — fyrir fcér um bil tuttugu árum. Og þar við bættist, að hann Kristófer var hreinn gapi á sjó. Hann var ekki einn af þeim, sem gáði vandlega til veðurs — fjarri fór því. Væri hann ferðbúinn, þá sigldi hann, hvort heldur nótt eða dagur, logn eða rok. Eins og til dæmis þegar hann Jóhannes Holst ætlaði að senda tígulsteininn út í Fugley nyrðri. Enginn maður í Tromsö fékkst til þess að takast á hendur slíka ferð yfir opið haf um miðjan vetur og það út í annað eins krákusker og Fugley — enginn nema hann Kristófer. Þetta var einmitt ferð, sem hæfði honum, því að það var borgað tveimur krónum meira fyrir hverja hundrað steina, sem fluttir voru til Fugleyjar, heldúr en á nokkurn annan stað í nágrenninu. Hann hlóð skútuna og réði sér háseta. Það versta var, hvað honum gekk skolli illa að leita uppi'mann, sem vildi hætta sér í slíka ferð. Hásetinn vissi auðvitað, að á „Noregi“ varð að standa við dæluna dag og nótt, en hann hafði ekki athugað það, að tígulsteinninn drekkur í sig vatn, rétt viðlíka og þurr svampur, svo að það nægéi til þess að sökkva skútunni*ef nógur sjór kom Frá veldisdögum Japana Japanskur bryndreki á siglihgu. ANNA ERSLEV: Fangi konungsins (Saga írá dögum Loðvíks XI. Frakkakonungs). Sigríðui* lngimarsdóttir þýdch. Síöan stóö hann á fætur, tók ofan og kvaddi. „iáiaau viö“ lirópaöi veitingamaöurmn. Þu veröur iik- iega aö borga skrna þina áöur en pu ierö, kari minn.“ ueorg horiöi a hann, stemhissa. „Yöur sKjátlast, góöi maöur! Eg skulda yöur ekkert nema pakkiæti íynr paö, aö ég íekk aö sitja á buöar- troppmium hjá yðm.“ „jæja! En hvaö segir pú um steikárilminn, sem pu neyttir meö brauÖinuV Hann veröuröu aö borga, aö mer neiium og lifandi.“ „EruÖ pér frá yður?,“ sagði vesalings Georg. En nú var veitingamaöurinn oröinn reiður. „Varaöu pig, strákhvofpur!,:' æpti hann. „Hér á landi rikja lög og regla. Borgaöu strax, paö sem pú ákuldar, eiiegar pú ieröú svarthohÖ!“ Folk var nú farið aö safnast kring um pá. Sumir voru á Georgs bandi, aörir fylgdu veitingamanninum aö mál- um og varö af pessu háreysti mikil. . A „HvaÖ gengur hér á, góöir hálsar,“ spuröi nú roskinn maöur góölegur ásýndum. H^nn var betur klæddur en hinir og haföi silfurbúinn staf í hendi. „O, herra dómari! Hérna er. staddur stráklingur, sem ætiar að svíkjast um aö borga meistara GeirharÖi,“ sagöi einn í hópnum. „Ónei, ekki ætlaði ég aö hafa nein svik í frammi,“ greip Georg fram í meö ákefð. „En hver hefir nokkru sinni verið krafinn borgunar fyrir steikarilm?“ „Hvað ert pú að segja?,“ hváði dqmarinn öldungis i.lessa. MáliÖ var nú lagt fyrir hann, og hánn hugsaði sig um í nokkrar mínútuf. Þá kom glettnissvipur á góð- iátlegt andlit hans. „Hefirðu peninga handbæra, ungi maðyr?“ Georg hikaði lítið eitt. Honum pótti hart að missa þessa fáu skildinga, e.n skreytntfyrirleit hann, og svaraði því um leið og hann tók mörkin tvö upp úr vasanum: „Þetta er aleiga mín.“ . 1 Dómarinn kinkaði vinsamlega kolli til hans og tók við peningunum. Svo gekk hann til veitingamannsins, sem horfði háðs- lf-ga á unga piltinn. Óánægjumuldur heyrðist frá mannfjöldanum, og dóm- arinn heyrði greinilega orð eins og: „Ská.rra er það nú xéttlætið!“ „Þetta er vel borgað fyrir steikarilm!“ „Aumingja strákurinn! Þetta er aleiga hans!“ Dómarinn lét sem hann heyrði ekki muldrið i fóikinu og gekk til veitingamannsins, sem stóð með útrétta hend- ina, reiðubúinn að taka við peningunum. Dómarinn lagði þá þó ekki í lófa hans, heldur liélt þeim aö eyra hans og sló þeim saman hvað eftir annaö', svo söng í. „Heyrirðu hljóminn?,“ spurði dómarinn. „Já, ójá, þeir eru úr ósviknu silfri.“ „Jæja, þá hefir hljómurinn af peningunum greitt íiminn af steikinni þinm. Ungi maðurinn getur nú farið leiðar sinnar.“ Að svc mæltu benti dómarinn Georg að koma til sín ug fékk honum peningana. Mannfjöldinn laust upp fagn- aðarópi og hyllti með því hinn snjalla og réttláta dómara sinn. Georg hélt ferð sinni áfram glaður í sinni og rakst brátt á góðhjartað fólk, sem skaut yfir hann skjólshúsi fyrir vel sungna vísu. Veitingamaðurinn ágjarni sat eftir með sárt enniö. inn. _ , Þetta vissi hann Kristófer aftur á móti upp á sína tíu fingur, en hann var nú einu sinni þannig gerður, karlinn, að hann lét sér þess háttar smámuni í léttu rúmi liggja, og þegar farmurihn var látinn í skipið, var „Norska ljónið“ niðri í lestinni til þess að hlaða steinunum. „Noregur“ lét úr höfn í grárri vetrarskímunni úm ellefuleytið, með stórsegl og framsegl uppi. Þetta var rétt fyrir jólin, og rjúk- andi stormur og éljadrög í Balsfjarðarkjaftinum. „Norska ljón- ið“ stóð fremst á gömlu bryggjunni og hrópaði á eftir bónda sínum, að hann yrði að muna sig um þa'ð að vera kominn heim á jólakvöldið. Þrír eða fjórir íshafsskipstjórar, sem stóðu álengdar, sögðu; — Er það á þessum jólum eða þeim næstu, sem þú ætlast til, að hann verði kominn heim? Hún vatt sér hvatskeytlega að þeim, og um leið og hún benti út í fjúkið, sagði hún: V. ~í RÆNINGJABÆLI. Georg hélt nú áfram göngu sinni og lét ekkert á sig fá, hvorki rigningu, storm né brennandi sólarhita. Hann gekk dag eftir dág allt frá sólarupprás til stjörnuskins. Þegar hann kom að bæ, barði hann hæversklega að dyr- um, baðst gistingar og lét söng og hljóðfæraleik að laun- um. -v Flestir tóku honum vel, en þó kom það fyrir, að honum var vísað á bug með harðneskjuorðum. Þá lagðist hann til hvíldar undir háu tré og sveipaði um sig kápunni, sem ísabella hafði gefið honum. Hann huggaði sig við þá tilhugsun, að betur gengi næsta dag, enda þótt garnirnar 1 honum gauluðu af hungri.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.