Tíminn - 17.08.1945, Page 8

Tíminn - 17.08.1945, Page 8
DAGSKRA er 8 bezta íslenzkn tímaritið um þjóðfélagsmál. REYKJAVÍK Þeir, sem viljja kynna sér þjóðfélagsmál, inn- Iend og útlend, þurfa að lesa Dagskrá. 17. ÁGtiST 1945 61. balð ? M\ÁLL TÍITIAÍV’S 13. ág:úst, mánudagur^ Bcðið eftlr svari. Japan: Japanska stjórnin frestaði enn að svara orðsend- ingu Bandamanna, þar sem skil- yrði Potsdamorðsendingarinnar voru nánar tilgreind. Svars þessa var beðið með mikilli eftirvæntingu um allan heim. Bandaríkin: Truman forseti boðaði allsherjarárás á Japan, ef uppgjafarsvar þeirra bærist ekki hið allra fyrsta. 14. ágúst, þriðjudagur: Uppgjjöf Japana. Nokkru fyrir miðnætti var til- kynnt samtímis í London, Was- hington. Chungking og Moskvu, að Japanskeisari og stjórn hans hefðu gengið að öllum skilyrð- um Potsdam-orðsendingarinnar. Orrustum verður því hætt og uppgjafarsamningarnir undir- ritaðir við fyrsta tækifæri. í tilefni af uppgjöf Japana voru fyrirskipaðir tveir almennir frí- dagar í Bretlandi og Bandaríkj- unum. Rússland: Undirritaður var í Moskvu vináttusamningur milli stjórnar Rússlands og stjórnar Chiang Kai Shek. Er þetta tal- inn árangur af viðræðum Soong utanríkismálaráðherra við rúss- neska stjórnmálamenn. 15. ágúst, miðvikudagur: Brezka þingið sctí. Bretland: Georg konungur setti brezka þingið. Hann skýrði frá því, að stjórnin myndi á þessu þingi beita sér fyrir þjóð- nýtingu Englandsbanka og kola- nárefanna, stórvægilegum bygg- ingaframkvæmdum, eftirliti með atvinnuvegunum og sjálf- stjórn Indverja. Petain marskálkur Frakkland: Pétain dæmdur til dauða. Dómstóllinn lagði þó til að dómnum yrði ekki fullnægt vegna hins háa aldurs hans. Japan: Japönsku stjórninni bárust íyrirmæli Mae Arthurs um það, hvernig haga skyldi undirritun uppgjafasáttmálans. Nokkrar skærur héldu áfram í Mansjúríu og Burma. Kína: Kommúnistaherinn í Norður-Kína hefir neitað að hlýðnast þeim fyrirmælum Chi- ang Kai Shek að halda kyrru fyrir og fara ekki til móts við Rússa. Ýmsir óttast borgara- styrjöld. Áverki verður manni að bana Á mánudaginn var andaðist ^á Landsspítalanum Þórður Árnason, verkamaður, Nýlendu- götu 7, af völdum áverka, sem hann hlaut, er 19 ára piltur sparkaði í hann í ölæði. Nánari málsatvik eru þau, að laugardaginn 4. þ. m. var Þórður heitinn staddur úti fyrir húsi því, sem hann bjó í við Nýlendu- götu. Bar þá piltinn þar að, og var hann drukkinn. Veittist hann að Þórði með stríðni og lenti í orðasennu milli þeirra og gerði pilturinn sig líklegan til að ráðast á Þórð. Leitaði þá Þórður undan inn í næsta hús og pilturinn á eftir. Sparkaði hann í Þórð svo illyrmislega, að af hiutust þær afleiðingar, sem áður er um getið. Þórður heitinn var nýlega orð- inn sjötugur. Hann var lengi starfsmaður hjá Eimskipafélagi íslands. Stiílkubarn ferst í bílslysi Síðastl. miðvikudag um kl. 5,30 vildi það hörmulega slys til við Baldurshaga, að þriggja ára stúlkubarn, Erla Karlsdóttir (Þorsteinssonar, bakara, nú veitingamanns í Baldurshaga) varð fyrir bifreið og beið bana. Nánari tildrög slyssins eru sem hér segir: Vörubifreiðin R 2644 var á leið ofan frá Sandskeiði. Sá bílstjórinn, er hann nálgaðist Baldurshaé^., að þrjú börn voru þar að leik norðan við veginn. Telur hann að þegar hann átti eftir um bíllengd að börnunum, hafi eitt þeirra hlaupið út á veginn fyrir bílinn. Hann hafi hemlað þegar og beygt til vínstri út af veginúm. Þegar hann hafði stöðvað bílinn lá barnið um bíl- lengd fyrir aftan hann á vinstri vegbrúninni. Bar hann það þeg- ar inn í húsið, en það var síðan flutt í sjúkrahús, þar sem það andaðist um kl. 8 í gærkvöldi. Höfuðkúpan hafði brotnað. Viðbygging við Arnarhvál Um þessar mundir er að hefj- ast undirbúningur að viðbygg- ingu við Arnarhvál. Viðbygging þessi mun verða um 20 metra löng meðfram Lindargötu og verður það þá að- alhlið hússins. í nýju bygging- unni mun Hæstiréttur fá hús- næði, en hann hefir hingað til verið til húsa í hegningarhús- inu, eins og kunnugt er. Auk þess verða í húsinu ýmsar opin- berar skrfistofur. Húsameistari ríkisins, Guðjón Samúelsson, hefir fyrir nokkru iokið við teikningar að viðbót- arbyggingunni og hefir verkið þegar verið boðið út. Fimm til- boð bárust, hið lægsta var 1 milj. 701 þús. krónur. Viðbygg- ingin verður þrjár hæðir og kjallari. Engin síld Engin síld barst til Siglufjarð- ar 1 gær, en í fyrradag lönduðu nokkur skip lítið eitt af gamalli síld. í tvo daga hefir stormur verið úti fyrir og ekki hægt að fara í nótabáta. Flest veiðiskip- in hafa því legið í höfn. Mikill hafís er .fyrri Norður- landi og riálgast hann land. Er mikill ís báðumegin við Skaga og um 20 mílur út af Siglufirði. í gær kom til Siglufjarðar 5. skipið frá Svíþjóð með farm af tómum tunnum. Ef ekki rætist úr síldveiðinni fyrri helgina, þá er búizt við, að margir bátar hætti veiðum. Vísitalan Kauplagsnefnd og Hagstofan hafa reiknað út vlsitölu fram- færslukostnaðar fyrir ágúst- mánuð. Er hún óbreytt frá fyrra mánuði, eða 275 stig. Sjötíu og fimm ára Ólafur Ingvar Sveinsson, bóndi og fyrrverandi hrepps- nefndaroddvíti á Grund i Vest- urhópi varð 75 ára, i gær. Þjóðverjar sendu hingað.. (Framhald af 1. slðu) Báðir segjast þeir hafa leiðst út í þetta af þeim forsendum, að þeim var boðin hjálp til heim- ferðar, er síðar var því skilyrði bundin að þeir ynnu að þessum fréttasencíingum sem þeir og lofuðu. Það var samkomulag þeirra að vinna ekkert að þessu eftir að heim var komið, heldur gefa sig fram við yfirvöldin. 3. ÍMagnús Guðbjörnsson og Sverrir Matthíasson komu hing- að til lands að Eiði, Langanesi, 25. apríl 1944. Komu þeir á kaf- báti upp undir landið, en reru síðan til lands á gúmmíbát. Þeir skildu eftir í lendingunni bát- inn og farangur sinn, þar á meðal 2 senditæki og báðu um að láta yfirvöldin vita um komu sína og voru þegar handteknir af amerískum hermönnum. Þeir hafa viðurkennt, að hafa verið sendir hingað af Þjóðverj- um til þess að senda fregnir af veðurfari, skipaferðum og öllu því, er við kom hernaðarmál- efnum hér. Báðir höfðu þeir verið látnir læra meðferð og notkun senditækja áður en þeir fóru. Þeir höfðu dvalið við atvinnu í Þýzkalandi og halda því báðir fram, að þeim hafi upphaflega verið boðið að komast heim og síðan verið flæktir út í þetta. Þeir segjast ekki hafa- ætlað sér að inna af höndum erindi aitt og þess vegna gefið sig fram. 4. Ernst Fresenius, Hjalti Björnsson og Sigurður Norð- mann Júlíusson komu hingað til lands á þýzkum kafbáti hinn 30. apríl 1944 og lentu í Selvogsnesi á Austurlandi. Þeir voru hand- teknir hinn 5. maí, er þeir voru á leið upp til lands. Þeir höfðu með sér tvö senditæki. Erindi þeirra átti áð vera að senda Þjóðverjum alls konar upplýsingar um veðurfar, skipa- ferðir, hernaðarsvæði og hern- aðarmálefni hér á landi. Áður en þeir fóru voru þeir látnir læra loftskeytatækni. Ernst Freseníus var foringi fararinnar. Hann var í þýzka hernum og fór hingað að skip- un yfirmanna sinna og sem hermaður. Freseníus hefir dvalið hér á landi áður um nokkurra ára Fundur norðlenzkra presta og kennara Siðastliðinn laugardag var að Hólum í Hjaltadal haldinn sam- eiginlegur fundur presta og kennara á Norðurlandi, og er það fjórði fundurinn, sem þessir aðilar eiga með sér. Á fundinum voru flutt tvö erindi. Séra Óskar Þorláksson flutti erindi, sem hann nefndi „Kirkjan og framtíðinv, og Snorri Sigfússon námsstjóri flutti erindi um skóla- og fræðslumál. Allmargar ályktanir voru gerðar. Um 30 prestar og kennarar sóttu fundinn. Siglufirði í fyrradag lá fjöldi erlendra og innlendra síldveiðiskipa inni á Siglufjarðarhöfn. Um kvöldið dró til mikilla óláta og ölvunar sjómanna. Urðu miklar rysking- ar og handalögmál á götum bæja/fins og réði lögreglan ekki við mannfjöldann. Óeirðir þess- ar stóðu langt fram á nótt. Á Siglufirði eru aðeins fjórir lög- regluþjónar og er það allt of fátt yfir síldveiðitímann. Fangelsi er að heita má gagnslaust, þar sem það rúmar ekki nema 4—5 fanga. Áfengisútibúið á Siglu- firði var aðeins opið í 4 klukku- stundir um daginn og mun á 1 þeim tíma hafa selzt vín fyrir imarga tugi þúsunda króna. skeið og var veittur ísl. rík- isborgararéttur með lögum nr. 39, frá 8. september, en hann kveðst hafá afsalað sér honum. Þeir Hjalti og Sigurður segj- ast hafa verið flæktir út í þetta á þeim forsendum, að þeim var í upphafi boðin aðstoð til að komast til íslands, en þeim hafi ekki verið fært að snúa við, þeg- ar þeim var sagt frá skilyrðun- um. Báðir telja þeir það hafa verið ætlun sína að gefa sig fram er til íslands var komið og vinna ekki að erindi því, sem þeir höfðu undirgengizt, enda segjast þeir hafa framkvæmt skemmdarverk á senditækiriu áður en það var tekið í notkun. 5. Guðbrandur Hlíðar hafði fengið fararleyfj. úr Danmörku til Svíbjóðar að afloknu námi i ársbyrjun 1944 og síðar farar- leyfi frá Svíþjóð en var teppt- ur í Englandi á leið hingað 12. febrúar 1945. Hann hafði staðið í sambandi við Þjóðverja nokkurn, er dvalið hafði hér á landi fyrir nokkrum árum, m. a. nálægt Akureyri, og þá komizt í kynni við fjölskyldu hans. Hann hefir viðurkennt aö hafa undirgengizt eftir að til í-slands væri komið, að aðstoða menn er til hans kynnu að leita og sendir væru frá Þjóðverjum. Átti hann að þekkja þá, er þeir bæru honum kveðju frá St. Bernhards-hundinum Halldóri. Átti aðstoð hans að vera i því fólgin að láta þeim í té nauð- þarfir, ef að því ræki, svo og að útvega þeim hitamæla, loft- þyngdarmæla og þess háttar. Einnig var farið fram'á það við hann, að hann sendi héðan bréflega, en með leyniletri, sem hann var látinn læra, upplýs- ingar um ýmsa hernaðarlega mikilvæga staði hér á landi. Guðbrandur hefir haldið því fram, að hann hafi verið þving- aður út I þetta af áðurgreind- um Þjóðvérja, er leitaði hann uppi undir yfirskyni vináttu við fjölskyldu hans. Hann kveðst þegar áður en hann kom til Sví- íþjóðar hafa eyðilagt efni það, j er nota skyldi við leyniskriftina og segist ekki hafa ætlað sér að halda loforðin við Þjóðverjana, er til íslands kæmi. Tíundi maðurinn, sem afhent- ur var af hernaðaryfirvöldun- um, Páll Sigurðsson, var látinn laus úr gæzlu fyrir nokkrum dögum eða strax er fyrri lágu upplýsingaf um mál hans, er sýndu, að grunsemdir þær, er á honum hvíldu, höföu eigi sann- azt. AfurhaverlbLð (Framhald, af.l. síðu) raunir, sern^ gerðar eru undir fögru yfirskyni, en með and- stæðum tilgangi, eins og t. d. „bændaráðstefnur" kommún- ista. Með því að halda áfram og treista eininguna um stofnun bændasamtakanna, sem varð á Búnaðarþinginu, munu bændur skápa sér traust vopn í þeirri baráttu, sem nú er fyrir hönd- um. Viðræðnr við Al- fiýðusambandið. Þegar Búnaðarþing kom sam- an höfðu borizt þau tilmæli frá ríkisstjórninni, að fulltrúar frá Búnaðarfélaginu og Alþýðusam- bandinu ræddust við um verð- lagsmálin. Búnaðarþingið varð við þessari ósk og kaus til við- ræðnanna af sinni hálfu Haf- stein Pétursson, Sigurð Jónsson og Þorstéin Þorsteinsson, en af hálfu Alþýðusambandsins tóku þátt í viðræðunum Gunnar Benediktsson, Hermann Guð- mundsson og Þorsteinn Péturs- son. Viðræður þessar leiddu ekki til neinnar endanlegrar niður- stöðu, því að fulltrúar Alþýðu- sambandsins vildu ekki að svo komnu máli fallast á, að bænd- ur fengju þá hækkun á afurða- verðinu, sem þeim ber sam- kvæmt sex-manna-nefndarálit- Cjatnla Síc Wijja Síc ÓElGlNGJðM Ast. (The Big Street). Aðalleikarar: Henry Fonda, Lucille Ball. I Sýnd kl. 5 og 9. í Sá á kvöllna sem á völina (Uncertain Glory). Errol Flynn, Paul Lukas, Jean Sullivan. Sýnd kl. 9. TÓNSNILLINGURINN (My gal sal) Rita Hayworth og Victor Mature. Sýnd kl. 5 og 7. 'Tjarnarbíc . . r i ... .. .. m. „ . Þelr gerðu garðinn frægan Á fleyg'iíerð (Riding High) OG Dáðir vorn drvgðar eru ágætar skemmtlbækur og | hafa ank þess þann kost að Söngva- og dansmynd í 1 eðlilegum litum, frá Vestur-sléttunum . DOROTHY LAMOUR DICK POWELL VICTOR MOORE GIL LAMB vera ódýrar. • | Sýning j£l. 5, 7 og 9. | U R B Æ N U IVI Stríðslokum fagnað. Strax og fregnír bárust af því kl. 11 á þriðjudagskvöldið, að friður vœri kominn á, hófust fagnaðarlæti á göt- um bæjarins og við höfnina. Skip þeyttu eimpípur sínar í allt að því klukkustund, flugeldum var skotið og klukkum hringt. Pjöldi fólks safnaðist saman í miðbænum og við höfnina, þá áliðið væri kvölds, þegar fregnin þarst. Allt fór þó friðsamlega fram, enda bar lítifS á ölvun. Flugpóstsamgöngur milli íslands og Bretlands eru nýlega hafnar. Þegar þessar ferðir verða komnar í fast horf, má búast við að flogið verði daglega með póst milli lándanna. Flug-buröargjald fyrir venjulegt einfalt sendibréf verður kr. 1,20, ef það er ekki þyngra en 20 gr. Flugpóstur fer nú vikulega til Norður- landa og kostar nú kr. 1,80 undir einfalt bréf (allt að 20 gr.) þangað. Pósturinn til Norðurlanda er afgreidd- ur frá pósthúsinu á hverjum föstudegi. Adolf Buch, fiðlusnillingurinn heimsfrægi, sem væntanlegur er hingað á vegum Tón- listarfélagsins, eins og kunnugt er, mun koma hingað ásamt konu sinni loftleiðis frá Ameríku um miðja næstu viku. Buch mun dvelja hér í um 10 daga. E.s. Reykjafoss lagði af stað héðan til Svíþjóðar síðastl. mánudagskvöld. með skipinu fóru þessir farþegar: Frú Ester Sigurð- son, Jakobsen trúboði með konu og tvö börn, Bjarne Klingsen og Dagmar Nilsen. Séra Jakob Jónsson er kominn heim úr sumarleyfi. Við- talstími hans er kl. 6—7 e. h. á Leifs- götu 16. inu. Sýna kommúnistar það hér einu sinni enn, hve lítið er að marka orð þeirra og yfirlýsing- ar, þar sem hér er að ræða um fullnægingu á samkomulagi, sem þeir hafa sjálfir gert fyrir hönd Alþýðusambandsins. Ýms fleiri mál en verðlags- málin bar á góma í þessum við- ræðum, eins og t. d. um útvegun verkafólks í sveitavinnu. Fól Búnaðarþing stjórn Búnaðar- félags íslands að halda þessum viðræðum áfram. Gert er þó ráð fyrir því, að haldi áfram um- ræður um verðlagsmálin, að hið væntanlega stéttasamband bænda útnefrii fulltrúa af hálfu bænda. Lagarfoss kominn E.s. Lagarfoss kom til Reykja- víkur úr ferð sinni til Norður- landa kl. 9 í kærkvöldi. Ferðin hafði gengið að óskum. Skipið kom til í Englandi. Með skipinu komu hingað 45 farþegar frá Norðurlöndum. Rögnvaldur Sigurjónsson, | hinn kunni pianosnillingur hélt fyrstu hljómleika sýna hér í bæ síðastl. þriðjudagskvöld í Gamla Bio. Voru þeir aðeins fyrir styrktarfélaga Tón- listarfélagsins. í gærkvöld hélt svo listamaðurinn fyrstu hljómleika ina fyrir almenning. í bæði skiptin var ’ honum prýðisvel tekið af áheyrendum og varð að leika mörg aukalög. Mænuveikin heldur áfram að breiðast út í Reykjavík. Síðan um seinustu helgi er vitað um tvö ný tilfelli. Veikin er enn væg, og líklegt að hún hafi þegar náð hámarki. Kíghósti og mislingar bárust til Reykjavikur með Esjufar- þegunum og hafa þessir sjúkdómar. breiðzt lítillega út. Talið er að ekki þurfi að óttast verulega útbreiðslu þeirra nú, þar sem Stutt er síðan þessar farsóttir gengu síðast í Reykja- vík. • Skrifstofur Mjólkursamsölunnar fluttar. Síðastl. þriðjudag voru skrifstofur Mjólkursamsölunnar fluttar úr Fiski- félagshúsinu í hið nýja húsnæði Sam- sölunnar við Suðurlandsbraut. Húsið er nú að mestu fullgert, en vélarnar í mjólkurstöðina vantar ennþá. Flugferð til Svíþjóffar. Síðastl. laugardag flaug ein af flug- vélum SILA-félagsins fyrsta farþega- flugið frá íslandi til Svíþjóðar. Ferðin gekk að óskum. Farþeggr voru þessir: Steinunn Jónsson, Slgrún Bjarnason, Karl Begmann, Inger Eriksson, Sigrún Eriksson, Gréta Ramselijus, Eva Sig- urðardóttir, Guðlaugur Rósinkranz, Sven Erik Cornelijus, Ingi valur Egils- son, Margrét Árnadóttir og Ármann Snævarr. Sparisjóður Mjólkurfélags Reykjavíkur. Samkvæmt auglýsingu í Lögbirt- ingablaðinu hefir verið ákveðið að leggja niður sparisjóð Mjólkurfélags Reykjavíkur. í skilanefnd sjóðsins eru Eyjólfur Jóhannesson framkvæmda- stjóri og Gunnar Thoroddsen prófessor. Kröfulýsingarfrestur er 6 mánuðir. Ávarp forseta (Framhald af 1. síðu) styrjaldarlokunum koma vinnu- dagar, sennilega erfiðir, sem tala til hvers einstaklings um að hlífa sér ekki og leggja að mörkum allt sem hann megnar. Við óskum að samvinnan við vinaþjóðir okkar megi halda áfram. Við erum fús til þeirrar samvinnu, til þess að tryggja framtíðarfrið og öryggi í heim- inum, á þann hátt, sem okkur er fært. Og fögnuður okkar í dag, og samfögnuður, yfir sigrinum og friðnum, kemur frá dýpstu hjartarótum okkar.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.