Tíminn - 21.09.1945, Qupperneq 3

Tíminn - 21.09.1945, Qupperneq 3
71. blað TlMlIVIV, föstMdagmn 21. sept. 1945 Þorkell krafla Tilkynning frá ríkisstjórninni i. Sú var tíðin, að tilkynningar frá ríkisstjórninni þóttu áreið- anlegar og merkar fréttir. Landsmenn lögðu við hlust- irnar, er þess háttar tilkynning var birt. í deilumálum þóttu slíkar tilkynningar lítt vefengj- anlegur úrskurður, því að fáir eða engir léyfðu sér að efast um sannleiksgildi þeirra —' enda var það venjulega ástæðulaust. Þar sem siðmenning ríkir í stjórnarfari, helzt þessi háttur, enda grundvöllur sæmilegs stjórnarfars að treysta megi op- inberum tilkynningum frá ríkis- stjórn landsins. En hjá ýmsum þjóðum hefir þetta breytzt mjög í seinni tíð. Og þar sem ósannsögulir og að ýmsu öðru leyti ekki nægilega heiðarlegir menn hafa komizt tii valda, hlaut svo að fara. Ef menn eru ósannsögulir, er ekki aðeins skiljánlegt, heldur og auðsætt, að það, sém þeir skrifa, tala eða tilkynna úr ráðherra- stólnum verður svipuð skreytni og blekk-ing og þeir hafa látið frá sér meðan þeir sátu í öðrum sætum. Sætið hefir breytzt, en ekki maðurinn né löstur hans. Skrif hans voru áður meira og minna ósannar blaðagreinar eða ræður, en heita nú „Tilkynh- ingar frá ríkisstjórninni" o. s. 'frv. Dæmin um svona fyrirbæri eru því miður ekki óþekkt. En í núverandi styrjöld hefir ýmis konar ómenning, ósannsögli og siðleysi dafnað í ýmsum löndum eins og gorkúlur á mykjuhaug. í fréttum útvarps og blaða hafa tíðum birzt „tilkynningar frá ríkisstjórnum" einræ^isríkjanna eða leppstjórnum þeirra. Stjórn nazista í Þýzkalandi hafði gefið út svo<mikið af „opinberum til- kynningum frá. ríkisstjórninni“ ýktum og svo bersýnilega ó- sönnum, að þegar þriðja ríkið tilkynnti opinberlega dauða for- ingjans, trúði henni tæpast nokkur maður. Svo langt niður í sorpið er hægt að draga stjórn- arfarið á þennan hátt. Franco gaf ekki alls fyrir löngu út „til- kynningu frá ríkisstjórninQi" um það, að fullkomið lýðræði ríkti á Spáni og ríkisstjórnirnar í Balkanlöndunum gáfu út „op- inbera tilkynningu"' um, að þar ríkti lýðræði, og í væntanlegum kosningum ætti að ríkja lýðræði. Utanríkisráðherrar lýðræðis- ríkjanna, (Bandaríkjanna og Bretlands) hafa hins vegar lýst yfir, að á þessum yfirlýsingum verði ekkert rhark tekið. Og nú hefir að minnsta kosti stjórn Búlgara orðið að renna því nið- ur, aflýsa áður auglýstum kosningurri og leyfa öllum flokkum að bjóða fram og taka þátt í þeim, en áður átti að banna það. — Þannig mætti lengi rekja misnotkun einræðis- ríkja og leppstjórna á opinber um tilkynningum. En í Ndrrður- og Vestur-Evrópu, þar sem ríkt hefir og ríkir heilbrigðara stjórnarfar, hafa „opinberar til- kynningar ríkisstjórna" yfir- leitt verið sannar, enda teknar trúanlegar. En hér á íslandi hefir í seinni tíð verið unnið „dýggilega“ að hraðri „nýsköpun" á þessu sviði. Þeir menn, sem annars hafa hvorki reynst greindir eða næm- ir, hafa réynst alveg sérstak- lega næmir á þennan löst og ósið. Það lítur næstum út fyrir að þeir þurfi ekkf einu sinni að nema hann, heldur sé þeim þetta í blóð borið. Sú „tilkynning frá ríkisstjórn- inni“ Balkantegundar, sem einna fyrst vakti athygli, var op- inber tilkynning Ólafs Thors, forsætisráðherra, fáum dögum fyrir kosningar haustið 1942, um 3að að nægilegt síldarmjöl væri til í landinu og að fullnægt yrði öllum pöntunum á þessari vöru. Þetta dugði þá. Landsmenn trúðu náttúrlega „opinberri til- kynningu frá ríkisstjórninni.“ En tveimur eða þremur dögum eftir kosningar, þegar átti að standa við tilkynninguna í fram- kvæmd, var gefin út önnur „op- inber- tilkynning" þess efnis, að ekki veeri unnt að fullnægja nema 70% áf pöntunum bænda! — Landsmönnum varð almennt bilt við. — Hafði ekki verið birt tilkynning frá ríkisstjórninni í gagnstæða átt rétt fyrir kosn- ingar? Hvað var að ske? Hvers konar nýir siðir voru þetta? — Síðan stjórnarskipti urðu á síð- astliðnu hausti hafa komið svip- aðar „tilkynningar frá ríkis- stjórninni,“ og smátt og smátt hefir trúin á þessar tilkynning- ar dofnað og verðgildi þeirra fallið með enn meiri hraða en verðgildi íslenzkra peninga, enda hvort tveggja til sömu manna að rekja. Þær tilkynningar.sem for- sætisráðherrann hefir látið frá sér ganga, skulu ekki raktar hér '— það yrði alltof langt mál. — En hitt er víst flestum ljóst, að þær eru flestar í litlum skyld- leika við enskt eða norrænt stjórnarfar. Þær myndu hins vegar sóma sér betur við hlið þeirra tilkynninga, er ýmsar stjórnir Súðaustur-Evrópu hafa gefið út um þessar mundir, — þó að það sé ekki sérstaklega ánægjulegt fyrir íslenzka lýð- veldið að svo er komið. - • II. Hinar síðu^tu „tilkynningar frá ríkisst j órninni“ skulu nú raktar í stuttu máli og sýnt hvers eðlis þær eru. — 1. Ein tilkynningin er þess efnis, að fyllsta samkomulagi sé náð um öll ágreiningsatriði sem verið hafi um sumar grein- ar hins færeyska samnings. Segjum nú svo, að þetta sé satt, sem þó er nokkur ástæða til að efast um. Það er þó aðalatriðið, að það var ekki ósamkomulag um skilning á ákvæðum fær eyska samningsins, sem stóð í vegi fyrir framkvæmd hans — eins og „tilkynningin frá ríkis- stjórninni“ segir. Hitt er hið sanna, að ríkisstjórnin (at vinnumálaráðherrann) og Fiskimálanefnd hafði svikið augljós og óumdeild ákvæði samningsips. — Tilkynningin er því gefin út til að blekkja, til þess að hylja hneyksli, enda óspart til þess notuð af Þjóð- viljanum og iJlorgunblaðinu. Frá heiðarlegri ríkisstjórn hefði þessi tilkynning hljóðað eitthvað á þessa leið: -„Van efndir þær af íslands hálfu, sem orðið hafa á fæœyska samn- ingnum og ýms blöð hafa gert að umtalsefni, hafa nú verið leiðréttar. Fiskimálanefnd tók tveggja miljón króna lán, með ábyrgð ríkissjóðs til að greiða vanskilaskuldir íslands við Fær- eyinga.“ — Það yrðu víst flestir undrandi, ef slík tilkynning — sannleik- urinn sjálfur — hefði komið frá ríkisstjórn íslands. — Þannig er stjórnarháttum komið. 2. Næst kemur svo tilkynning frá utanríkismálaráðherranum þess efnis, að „misskilnings" hafi gætt á sænska samningn- um. Ekki er sagt hver þessi mis- skilningur sé og hann því ekki leiðréttur með því að tilgreina hann og leiða fram hinn rétta skilning á því, sem hafi verið misskilið. í þess stað er tilkynnt að sænska samninganefndin hafi „símað allan samninginn“ áður en ríkisstjórnin veitti nefndinni umboð til að undir- rita hann.Tveir ráðherrar (kom- múnista-ráðherrarnir) hafi haft það eitt við samninginn að a^- huga, að þeir hafi viljað að Sví- ar seldu íslendingum 50 þús. tunnur umfram það. sem greint var í samningunum og gert það að sljélyrði fyrir samþykki sínu á honum. — Ef Svíar létu þess- ar 50 þús. tunnur, voru þeir því samþykkir samningnum að öllu leyti — samkvæmt tilkynning- unni. Það, sem rætt hefir verið um í samningi þessum, er það á- kvæði, sem sjaldan mun hafa sézt áður í milliríkjasamningi, að íslendingum er skylt að leyfa innflutning á þeim vörum, sem Svíar samkvæmt samningnum veita útflutningsleyfi fyrir. En Svíum er hins vegar ekki skylt að leyfa innflutning á vörum, sem íslendingar leyfa útflútning á, nema semjist um verð og gæði. Yfir þetta hneyksli eiga hin óákveðnu orð tilkynningar- innar um ótilgreindan „mis- skilning“ á samningnum að breiða. Það er gefið til kynna, að þessi skilningur á samningnum sé „misskilningur", — því það er þetta atriði samningsins sjálfs, sem hefir verið rætt um opinberlega. Utanríkisráðherr- ann þorir hins vegar ekki að ganga beint til yerks og segja, að þau atriði sænska samnings- ins, sem tilgreind eru hér að framan, séu misskilin, því afrit af samningnum |eru í margra manna höndum og þessi ákvæði hans skýlaus og viðurkennd. — En svo kemur kórónan á þessa „tilkynningastarfsemi“ ríkis- stjórnarinnar. Rétt eftir að hans hágöfgi Ólafur Tryggvason Jen- sen Thors, utanrikis- og forsæt- isráðherra íslands m. m., hefir gefið úr þessa „opinberu til- kynningu" og birt hana í rík- isútvarpi og blöðum, er birt önn- ur tilkynning í Þjóðviljanum frá tveimur af ráðherrum í ríkis- st j órn hans, kommúnistunum Brynjólfi og Áka, þess efnis, að tilkynning hans hágöfgi forsæt- isráðherrans sé ósannindi, — Samningurinn hafi ekki legið orðréttur 'fyrir ríkisstjórninni áður en hún samþykkti hann, heldur aðeins óljós útdráttur og auk þess hafi þeir verið mót- Bókaútgáfa Menningarsjóðs og Þjóðvinafélagsins Fyrir síðustu helgi boðuðu formaður menntamálaráðs, Valtýr Stefánsson, og forseti Þjóðvinafélagsins, Bogi Ölafs- son, blaðamenn á sinn fund til þess að segja þeim sitthvað af hverju um útgáfufyrirætlanir Meningarsjóðs og Þjóðvinafé- lagsins. Útgáfustarfsemi þessi hófst árið 1939 fyrir forgöngu þáver- fallnir því að nefndin fengi um- andi fórmanns menntamálaráðs, boð til að undirrita hann. Ætli við förum nú ekki að nálgast heimsmetið einmitt á þessu sviði. Hingaff til hefir ekki spurzt til þess stjórnarfars, hvorki suff- ur í Balkanríkjunum, Suffur- Ameríku né annars staffar, að forsætis- og utanríkisráffherra einnar stjórnar gefi út opinbera tilkynningu og ráðherrar hans jafnharffan aðra, þar sem til- kynning forseta stjórnarinnar er blátt áfram lýst ósannindi, og þaff um milliríkjasamning. Þetta átti Ólafur karlinn eftir í pokahorninu — ofan á allt annað. Þetta mpn vera það, sem fornmenn kölluðu að „vera frægur að endemum“. 3. Ólafur hafði grun um það, að kommúnistarnir yrðu vondir við hann vegna tilkynningar- innar um sænsku samningana. En hann taldi sig hafa fundið ráðið til að stinga upp í þá og hafa þá góða. Sterkur orðróm- ur gengur um það, að kommún- istar hafi talið sér nauðsyn að senda mann ; til' Rússlands til skrafs og ráðagerða. Þeir fundu þá það heillaráð að láta senda Einar Olgeirsson í verzlunarer- indum til Rússlands og að ríkis- sjóður skyldi kosta ferð hans. Ólafur gefur út tilkynningu (Framhald á 6. slSu) Jónasar Jónssonar, og hafa á þessum- tíma verið gefnar út 27 bækur, er félagsmenn hafa fengið fyrir árgjald sitt. Var það fyrstu fjögur árin tiu krón- ur, en er nú tuttugu. Er svo komið, að ekki er gert ráð fyrir neinum riklsstyrk til útgáfunn- ar, nema hvað Menningarsjóður ver þriðjungi tekna sinna til að greiða ritlaun og aðra andlega vinnu vegna útgáfunnar. Auk félagsbókanna hafa ver- ið gefnar út bækur, sem seldar hafa vérið með sérstöku verði. Er þar fyrst að nefna bréf Stephans G.. Stephanssonar. Hefir orðið hlé á þeirri út- gáfu vegna þess, að ekki hefir þótt ráðlegt að senda handritin að vestan. Nú eru þau komin, og byrjar útgáfa þessi á næsta ári. Alls verða bréfin í 4 bindum. En mesta rit, sem bókaútgáfan hefir haft með höndum, er Saga íslendinga. Var gert ráð fyrir því í upphafi, að hún yrði í 10 bindum. Eru þrjú af þeim komin út sem kunnugt er og ná yfir tímabilið 1500—1770. Hlé verður á þeirri útgáfu í ár. Áætlað er, að sögu- bindin verði þrjú fyrir 1500, en fjögur frá 1770—198. Þjóðvinafélagsbækurnar And- vari og Almanakið koma út í haust að vanda, eða snemma 1 vetur. í almanakinu verður m. a. að þessu sinni grein eftir Helga Elíasson fræðslumála- stjóra um skipun menntamála á íslandi frá 1874. í Andvara verð- ur m. a. grein um Þorstein Gísla- son ritstjóra. Auk þessara bóka eru nú í prentun: Úrvalsljóð Matthíasar Joc- humssonar með formála eftir Jónas Jónsson alþingismann, Heiðinn siður, bók um trúarlíf íslendinga til forna, eftir Ólaf Briem, mag. art., og Marít Chapdelaine, landnámssaga eftir franskan rithöfund. Louis Hemon að nafni, þýdd af Karll ísfeld ritstjóra. Loks er Egils saga, búin til prentunar af Guðna Jónssyni mag. art., nú í prentun. Þá hefir verið ákveðið að gefa út Illions- og Odysseifskviðu 1 þýðingu Sveinbjarnar Egilsson- ar. Kristinn Ármannsson, yfir- kennari, og dr. Jón Gíslason búa textann til prentunar og skrifa stuttan formála og skýringar. Hafa þeir borið þýðingu Svein- bjarnar saman við hinn griska frumtexta. — f útgáfu þessari munu verða bæði kort og myndir. Ólafur Hansson mennta- skólakennari hefir tekizt á hendur að semja sögu heims- styrjaldarinnar síðari fyrir út- gáfuna. Hefir hann lokið * við handrit af fyrri hluta þessarar bókar. Skiptist bókin í 18. kafla, og verður þetta mikið rit. Stjórn bókaútgáfunnar hefir haft til athugunar möguleika á því að gefa út öll ritverk Jóns Sigurðssonar. Er þess vænzt, að (Framhald á S. siðu) Bjarni Ásgeirsson: Böngur og réttaferöir . \ Þessa dagana eru fyrstu leitir nýafstaffnar og réttadagar um allt land. Þaff hafa til skamins tíma veriff miklir hátíðisdagar í sveitum landsins og eru þaff víða enn. — Tíminn birtir hér kafla úr útvarpserindi, sem Bjarni Ásgeirsson alþingismaður flutti í útvarpið á mánudaginn var. þokast hópurinn hægt eða hratt eftir því, sem vegurinn leyfir. Á eftir þeim í'ylgir tryggur hóp- ur íslenzkra fjárhunda, sem eru jafn ómissandi í þessum hern- Nú er komið að réttum. Leitir eru byrjaðár næstum um allt 'and og fyrstu réttlr á stöku stað. * Áður fyrr á árunum, mun hafa mátt segja, að hvert mannsbarn á landinu biði fj allleitanna og réttanna með óþreyju og eftir- væntingu, þegar líða tók á sum- ar. Þetta kemur fram hjá Jónasi Hallgrímssyni, þegar að hann kveður um vorið í sveitinni, þá flögrar hugurinn jafnflramt til haustsins og gangnanna. „Eins mig fýsir alltaf þó, aftur að fara i göngur.“ — Hið sama hjá Erni Arnarsyni þegar hann minnist vorstarfanna í rímum Odds sterka — Haustið jafnan hug- ann dró — heyjaföng og matar nóg — er með söng á söðuljó — sig í göngur smalinn bjó. - Og réttardagarni'r voru méstu há- ■tíðisdagar ársins í veraldlegum skilningi. Nú er þetta af skiljan- legum ástæðum allmjög annað. Nú eru réttirnar miklum hluta þjóðarinnar, einkum mörgum ungum mönnum, framandi við- burður. — Hversu margir eru það ekki, sem enga grein gera sér þess, hvert heljarátak þarna er tekið, ég vil segja hvert afrek íslenzkir búandmenn eða leitarmenn hafa af höndum leyst haust eftif haust, öld fram af öld og fram á þennan dag, með því að láta greipar sópa í einni lotu um allt land, til að smala óbyggðirnar sauðlausar. Og ekki einu sinni á hausti hverju, heldur tvisvar, þrisvar og víða oftar en það. — Leitarleiðangurinn líkist einna mest reglubundnu herútboði. Hugsum okkur 8—9 þúsund vaskra manna hefja þessa sókn um svipað leyti umhverfis allt landið — úr hverri byggð, næst- um frá hverju býli. Á völdum og vel járnuðum hesti með nesti og nýja skó, með tjöld og annan nauðsynlegan farangur leggur skarinn upp í smáhópum úr byggð eftir byggð með fjallkóng- inn í fararbroddi — eins og her- deildarforingja. Hann er ein- valdur yfir sinni ,deild eins og herdeildarforingi og hans boði og banni lýtur hver leitarmaður. Bjarni Asgeirsson aði, eins og skriðdrekar í nú- tíma styrjöld. Þegar ár verða á vegi þeirra ýlfra þeir ofúrlítið á bakkanum, en kasta sér svo út í vatnið á einhverju hundavað- inu og synda svo sínu alkunna hundasundi — venjulega ská- halt undan straumpum fyrst í stað, en taka sig svo á og fara að pæla I strauminn, þegar þeir sjá, að í óefni er komið með landtökuna — þangað til þeir þvælast upp að hinum bakkan- um —á land, hrista sig og hend- asi svo í áttina á eftir rlddara- liðinu. Oft tekur eigandinn Fram til fjalla og inn í óbyggðir seppa sinn á hnakkkúluna og' reiðir hann yfir þegar vatns- miklar ár; eru á leiðinni — þvi að allir láta sér annt um rakka sína, sem nú verða álíka dýr- mætir og mennirnir — þannig, að góður fjárhundur getur meir en bætt upp lélegan leitarmann. Þegar nú stundin nálgast, að blásið er til atlögu og hver mað- ur kominn á þann stað, er hon- um hefir verið fenginn til um- sjár, má segja, að fylkingin sé órofin — ofan við öll afréttar- lönd landsins, maður við mann, nema þar, sem stórár, jöklar og aðrar torfærur, sem eru. öllum skepnum ófærar, kljúfa af- réttarlöndin sundur í sérstakar heildir. Og svo hefst hin mikla sókh á öllum vígstöðvum. Fénu er smalað til byggða — úr öllum áttum i allar áttir um gervallt landið, hverju safni að sinni rétt. Hjá þeim, sem lengst þurfa að leita,, tekur fyrsta smala- mennskan um 11 daga, hjá mörgum allt að viku og þaðan niður í einn dag. Á þessum tíma er smalað sam- an og rekið til rétta miklum hluta af þeim, um milljón sauðkindum, sem dreifðar eru um hin íslenzku víðlendi yfir sumarmánuðina. Það segir sig nú sjálft, hvort ekki hefir stundum verið svakk- samt í þessum leitar-leiðangrum eins og haustveðráttan er stund- um hér á landi. Það má nærri geta, hvert sældarlíf það hefir verið á meðan menn höfðu lítil ráð á haldgóðum vatnsklæð- um, að lenda í haustrigningun- um í almætti sínu upp á regin- fjöllum og heiðum — verða að vaða ár og læki verjulausir —

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.