Tíminn - 28.09.1945, Page 1
arEBTJÓRI:
ÞÓRARINN HÓRABDÍSSON.
tmamméXBi:
FRAMSÓKN AKFLOKKDRINN
8ímar 2353 0« 4373.
PRENTSMEÐJAN EDDA bJ.
EDnaHÚSD UnAsj&ötn * A.
Símar 2353 og 4373.
APOREIÐSLA, INNHKBra’A
OG AUGLÝSINGAJSKEIP8TQPA:
EDDUHÚSI, Llndargötu BA.
Siml 2323.
29. árg.
Reykjavík, föstudagiim 28. sept. 1945
73. blað
'm
Ólögleg álagning
Johnson & Kaaber
| nam nær 400 þús. kr.
Fyrsta heildsalamálið tekið til dóms.
Seinlæti stjórnarinnar í
heíir dregið stórlega
dýrtíðarmálunum
úr kjötsölunni
Málflutningsmaður kommúnista, Ragnar Ólafsson, hefir loks
lokið endurskoðun í fyrsta heildsalamálinu, en það er mál heild-
verzlunarinnar O. Johnson & Kaaber. Strax og henni var lokið,
sendi sakadómari dómsmálaráðuneytinu niðurstöður rannsókn-
arinnar og hefir það nú fyrirskipað málshöfðun gegn fram-
kvæmdastjórum fyrirtækisins, Arent Claessen og Ólafi John-
son. Þegar málshöfðunin var ákveðin, voru liðnir rúmir níu
mánuðir frá því, að kæra viðskiptaráðs kom fyrst fram, og sýnir
það bezt hið óhæfilega sinnuleysi stjórnarvaldanna í þessum
málum.
Nýjustu fréttir af
,persónulegum er-
indreka’ utanrík-
ismálaráðherrans
ÞaS mun enn í fersku minni,
að Ólafur vor Tryggvason Jen-
sen m. m. gaf út „opinbera til-
Icynningu" um það, að Einar Ol-
geirsson hefði farið erlendis
fyrir þrábeiðni sína til að að-
stoða Pétur Benediktsson í
verzlunarmálum! Af afrekum
þessa „persónulega erindreka"
Ólafs hefir ekkert heyrzt þang-
að til Stefán Jóh. Stefánsson
upplýsir eftirfarandi í Alþýðu-
blaðinu í gær:
„Þjóðviijinn læzt vera harla
ókunnugur samningsuppkasti
þvi, er Einar Olgeirsson gerði
við Finna, bæði um kaup á
miklu magni af pappir, ekki sízt
SALERNAFAPPÍR (feitletrun
Stefáns) og ósamsettum síldar-
tunnum án gjarða. En eitt er
vist og rétt, að aðstandendur
Þjóðviljans þekkja þetta samn-
ingsuppkast vel, og það er ekki
dyggð Einars Olgeirssonar og
flokksbræðra hans, að sá samn-
ingur var ekki gerður".
Hinn „persónulegi erindreki“
Ólafs er auðsjáanlega ekki að-
gerðaiaus erlendis. — Mikið má
islenzka lýðveldið vera stolt af
þeim virðuleik, sem hvílir yfir
öllum sviðum utanríkisþjón-
ustunnar, innanlands jafnt sem
utan, undir forystu núverandi
utanríkisráðherra. — Er slík
þjónusta kannske ekki vel til
þess fallin að auka virðingu
íyrir hinu unga lýðveldi?
Dómsmálaráðuneytið sendi
blöðunum eftirfarandi fréttatil-
kynningu um þetta mál síðastl.
mánudag:
„Sak;adómarinn í Reykjavík
sendi dómsmálaráðuneytinu
hinn 11. þ. m. útskrift af réttar-
rannsókn í verðlagsbrotamáli
heildverzlunarinnar O. Johnson
& Kaaber h. f., ásamt fullnaðar-
skýrslu hins löggilta endurskoð-
anda, Ragnars Ólafssonár hrl.,
er falin hafði verið rannsókn
á verðlagningu hlutafélagsins.
Samkvæmt þeirri skýrslu nemur
hin ólöglega álagning hlutafé-
lagsins kr. 369.855.23.
Dómsmálaráðuneytið hefir í
dag lagt fyrir sakadómara að
ijúka rannsókn máls þessa og
höfða síðan mál gegn stjórn-
endum og framkvæmdastjórum
hlutafélagsins, þeim Arent
Claessen og Ólafi Johnson, fyrir
brot gegn verðlagslöggjöfinni og
XV. kafla hegningarlaganna,
3VO og til upptöku hinni,'ólög-
legu álagningu.' Ákvörðun um
málssókn gegn meðstjórnanda
félagsins, Friðþjófi Johnson,
verður tekin er hann kemur til
landsins og mál hans hefir ver-
ið rannsakað.“ j
Skrif Tímans um fyrri mán-
aðamót um seinagang endur-
skoðunarinnar hafa bersýni-
lega ítt við hinum seinláta
málaflutningsmanni kommún-
ista, þar sem hann hefir lokið
henni nokkrum dögum síðar.
Væri næsta eðlilegt að ætla, að
endurskoðuninni væri ólokið
enn, ef ekki hefði notið- við
þessarar áminningar Tímans.
Þjóðviljinn og Alþýðublaðið
látast mjög hreykin yfir því, að
stjórnin skuli hafa tekið rögg
á sig og fyrirskipað umrædda
(Framhald á 8. síðu)
Templarar mótmæla aukinni
áfengissölu i Reykjavík
Fyrri hclmmg þessa árs var flutt inn næstum
eins mikið áfengi og bæði árin 1943 og 1944.
Síðastl. þriðjudag var hald-
inn almennur templarafundur
í Góðtemplarahúsinu að tilhlut-
un stúkunnar Verðandi nr. 9.
Á fundinum var rætt um áfeng-
issöluna og auknar áfengisút-
sölur hér í Reykjavík. Þessar
tillögur voru samþykktar:
1. „Almennur fundur' templ-
ara haldinn af st. „Verðandi“
nr. 9, þann 25. sept., mótmælir
harðlega vínveitingu á Hótel
Borg, og öðrum tilslökunum í
sambandi við áfengisveitingar
og sölu í landinu.
2. Almennur templarafundur
haldinn að tilhlutun st. „Verð-
andi“ nr. 9 skorar á íþrótta- og
menningarfélög landsins, að
vinna af megni móti nautn
áfengra drykkja, og útiloka þá
frá skemmtunum og dansleikj-
um félaganna. Jafnframt skor-
ar fundurinn á félögin að vinna
af alefli gegn öllum undanþág-
um á vínveitingum og áfengis-
sölu, og öllu er gerir landslýð
hægara áð ná í áfengi.
3. Almennur fundur templara
haldinn af st. „Verðandi“ nr. 9
skorar á Þingstúku Reykjavíkur
að gangast fyrir- almennum
borgarafundi í Reykjavík um
áfengismál Reykjavíkur. Á fund-
inn sé boðið ráðherrum og þing-
mönnum bæjarins.
4. Almennur templarafundur
haldinn í Reykjavík 25. sept.
1945, skorar á þlngmenn Reykja-
víkur að vinna að því af alefli,
að lög um héraðsbönn komi
strax til framkvæmdar."
Framsögu á fundinum höfðu
Sigfús Sigurhjartarson, Þor-
steinn J. Sigurðsson og Pétur
Zóphoníasson. Pétur upplýsti
m. a., að árið 1943 hefði verið
flutt inn áfengi fyrir 1. milj.
kr., árið 1944 fyrir 2 y2 milj. kr.
og fyrri helming þessa árs fyrir
Verkfall yfirvofandi á skipum
Eimskipafélagsins og Skipaút-
gerðarinnar
Sjómcim gera kröfur, sem eru byggðar á
„samræmmgarstefiiu“ ríkisstjórnariimar.
Ströng LæknLSskoðun
Síðan Himmler tókct að ráða sig af dögum með því að geyma lítið eiturglas
uppi i sér og gleypa það, áður en fangaverðir hans fengfu'náð því, fer fram
mjög vandleg skoðun lijá Bandamönnum á öllum lierföngum. Á myndinni
sést amerískur lœknir vera að skoða japanskan hermanh.
Horfur eru á því, að verkfall hefjist hjá hásetum og kyndurum
á skipum Eimskipafélags íslands og Skipaútgerðar ríkisins 1. okt.
næstkomandi. Sjómannafélag Reykjavíkur hefir borið fram kröf-
ur um breytingar á kaupi og kjörum þessara stétta í tilefni af
því, að áhættuþóknunin á að falla niður. Kröfur félagsins mið-
ast við það, að heildarkaupið verði svipað á Eimskipafélagsskip-
unum, en hækki á skipum Skipaútgerðarinnar, en þar hefir það
verið lægra hingað til. Auk þess er krafizt ýmsra nýrra hlunninda.
Hvorki Eimskipafélagið né Skipaútgerðin hafa enn viljað fall-
ast á þessar kröfur. .
Ef fallist yrði á kauphækkanir þær, sem gerðar eru á skip-
um Skipaútgerðarinnar, myndu árleg útgjöld hennar alltaf auk-
ast um 630 þús. kr., ef miðað er við dýrtíðarvísitöluna 275.
Tímanum hefir borizt grein-
argerð um þetta mál frá Eim-
skipafélagi íslands og fer hún
hér á eftir:
„Sjómannafélag Reykjavíkur
hefir boðað verkfall hjá Eim-
skipafélagi íslands frá 1. n. m.,
og er hér um að ræða háseta og
kyndara á skipum félagsins.
Árstekjur háseta hafa undan-
Afmælis Kristjáns
konungs minnst
í fyrradag blöktu fánar viðs
vegar um bæinn í tilefrii 75 ára
afmælLs Kristjáns konungs.
Kl. 11 var dönsk messa í Dóm-
kirkjunni, og .prédikaði séra
Bjarni Jónsson vígslubiskup, og
minntist konungsins.
Á milli klukkan 3—5 hafði
sendiherra Dana og frú hans
móttök fyrir gesti í sendiherra-
bústaðnum við Hverfisgötu, og
í fyrrakvöld gengust fél. Dana
hér fyrir veizluhöldum, Det
Danske Selskab hélt hóf sitt í
Tjarnarcafé, en Dannebrog í
Þórscafé.
3 milj. kr. Sést vel á þessum töl-
um, hve hraðvaxandi áfengis-
neyzlan er.
farið verið yfir höfuð þær sem
hér segir:
í Englandssiglingum: Kaup
og yfirvinna ca. kr. 17.000,00,
stríðsáhættuþóknun ca. kr.' 20.-
000,00. Samtals ca. kr. 37.000,00.
í Ameríkusiglingum: Kaup og
yfirvinna ca. kr. 16.000,00,
stríðsáhættuþóknun ca. kr. 25,-
000,00. Samtals ca kr. 41.000,00.
Kröfur Sjómannafélagsins
hvað háseta snertir eru i stórum
dráttum á þá leið:
að núverandi grunnkaup, sem
haustið 1942 var hækkað um
40%, verði hækkað um 50% frá
því sem það er nú
og að hásetar haldi áfram
rúmlega hálfri stríðsáhættu-
þóknuninni.
Með þessu móti mundu há-
setar í Englandssiglingum hafa
áfram hér um bil sömu árs-
tekjur og þeir hingað til hafa
haft (ca. 37 þús. kr.) og í Ame-
ríkusiglingum einnig ca. 37
þús. kr.
Aðstaðan er svipuð viðvíkj-
andi kyndúrum, að öðru leyti
en því, að árstekjur þeirra í
Englandssiglingum hafa verið
ca. 35 þús. kr., sem mundu hald-
ast óbreyttar samkvæmt hinum
nýju kröfum. í Ameríkusigling-
um hafa árstekjur kyndara ver-
ið hér um bil 42 þús. kr. og
myndu verða rúmlega 38 þús.
(Framhald á 8. síðu)
Neytendur vilja ekki kaupa kjöt til vetr-
arins, meðan þeir vita ekki hvað
gert verður í dýrtíðarmálunum
Ríkisstjórnin ætlar eícki að gera þaff endasleppt í málum bænda.
Til viðbótar því, aff verðlagsvaldiff hefir alveg veriff tekiff af
bændum, og þeim skammtaff 12.5 aurum minna^fyrir mjólkur-
lítrann og kr. 2.64 minna fyrir kjötkg. en þeim ber, hefir sein-
læti ríkisstjórnarinnar í dýrtíffarmálunum stórspillt kjötsölunni.
Vegna þess að neytendum er ókunnugt um, hvaff ríkisstjórnin
muni gera í dýrtíffarmálunum, hafa þeir frestaff öllum venju-
legum kjötkaupum til vetrarins. Þetta hefir valdiff miklum erfiff-
leikum viff slátrunina, en mest hættan er þó fólgin í því, aff
þessi kjötkaup falli aff meira effa minna leyti niður, þótt neyt-
endur teldu sér hinar nýju dýrtíffarráffstafanir hagstæffar, þar
sem vitneskjan um þær kemur ekki fyrr en eftir að venjuleg
haustkauptíð er liffin hjá.
Samdráttnr
k j ötsöluimar.
Tíminn hefir kynnt sér,
hvernig ástatt er í þessum mál-
um i Reykjavík, á Akureyri,
Húsavík og víðar. Frá öllum
þessum stöðum er sömu sög-
una að segja, að kjötsalan hef-
ir verið þar miklu minni en
venja er til um þetta leyti árs.
Áður hafa menn keypt mikið
kjöt í heilum kroppum á þess-
um tíma og saltað það niður
til vetrarins. Nú viðgangast
slík kjötkaup yfirleitt ekki og
kjötkaup til daglegrar neyzlu
virðist með minnsta móti.
Höfuðástæðan til þessa er sú,
að neýtendur vita ekki, hvað
gert verður í dýrtíðarmálunum,
en búast þó frekast við, að nið-
urgreiðslunum verði haldið á-
fram og vilja því ekki kaupa
kjöt til vetrarins áður en verð-
ið lækkar. Þótt niðurstaðan
verði sú, að niöurgreiðslurnar
haldi eitthvað áfram eða eitt’-
hvað annað gert, er neytendur
telja sér ekki óhagkvæmt, er
næsta vafasamt, að þeir haldi
þeirri venju að salta niður kjöt
til vetrarins, þar sem vitneskj-
an um dýrtíðarráðstafanirnar
hennar héðan af ekki fyrr en
hinni venjulegu haustkauptíð
er lokið að mestu. Hjá mörg-
um munu þessi kjötkaup því
alveg falla niður og aflei'ðingin
verður þá sú, að heildarkjöt-
kaupin minnka, því að menn
kaupa aldrei eins mikið kjöt,
þegar það er keypt með smá-
söluverði í búð, eins og þegar
þeir kaupa það með heildsölu-
verði til söltunar.
Fari hins vegar svo, að dýr-
tíðarráðstafanirnar verði óhag-
stæðar, er þessi kjötsala vitan-
lega töpuð með öllu.
Afleiðingin af þessu seinlæti
stjórnarinnar í dýrtíðarmálun-
um verður því alltaf verulegur
spmdráttur kjötsölunnar, auk
þeirra erfiðleika, sem það veld-
ur við slátrunina, að ekki skuli
vera hægt að selja eins mikið
kjöt strax og venjulega.
Óverjandi seinlæti.
Seinlæti það, sem stjórnin
hefir gert sig seka um í sam-
bandi við dýrtíðarráðstafanirn-
ar, er með öllu óverjandi.
Stjórninni mátti vera það ljóst
mál, að hún yrði að hafa nýjar
ráðstafanir undirbúnar, þegar
niðurgreiðslurnar féllu niður
15. sept. síðastl., ef ekki átti að
sleppa dýrtíðinni lausri og
skapa ýmsa erfiðleika, eins og
t. d. þann, sem hér hefir verið
minnst á. Þetta hafði stjórninni
verið margbent á og þess vegna
höfðu Framsóknarmenn líka
iagt til á seinasta þingi, að
Alþingi yrði kvatt það tíman-
lega saman, að það gæti verið
búið að taka nýjar ákvarðanir
um þetta áður en niðurgreiðsl-
urnar féllu niður 15. sept. Hefir
það nú sannazt fullkomlega, að
hyggilegt hefði verið að fylgja
þeirri tillögu Framsóknarflokks-
ins.
Það eru ekki aðeins bændur,
sem afleiðingarnar af þessu
sinnuleysi stjórnarinnar hafa
bitnaö á, heldur einnig lág-
launafólk í kaupstöðum. Það
hefir nú undanfarinn hálfan
mánuð þurft að kaupa mjólk og
kjöt hærra verði en sanngjarnt
er samkvæmt vísitölunni. Hefði
sannarlega sungið ófagurt í
tálknum kommúnista, ef þannig
hefði verið búið að launþegum
meðan þeir voru ekki í stjórn.
En nú eru ráðherrastólarnir
taldir slíks virði, að ekki er á
þetta minnst.
Þetta seinlæti stjórnarinnar
er þó ekkert einsdæmi um
vinnubrögð hennar. Þau eru
svona öll. Undandráttur og
kjarkleysi við að horfast í augu
við staðreyndirnar eru ein höf-
uðeinkenni núverandi stjórnar-
bræðings. Þetta mun jafnvel
sjást enn skýrar, þegar hinar
margboðuðu dýrtíðarráðstaf-
anir koma.
Sammála nm eitt.
Enn verður ekki sagt um það
með vissu, hverjar þessar nýju
dýrtíðarráðstafariir verða, en
ólíklegt er, að þær verði fólgnar
í öðru en að afstýra hruni um
stund með einhvers konar
greiðslum úr ríkissjóði. Margt
mun stjórnin hafa haft til at-
hugunar, en samkomulag mun
yfirleitt ekki hafa orðið nema
um eitt. Það er það að halda
dýrtíðinni að nokkru leyti niðri
með því að auka byrðarnar á
bændum einum með lækkun af-
urðaverðsins, án þess að nokk-
urs svipaðs sé krafizt af öðr-
um stéttum. Með því að ætla
bændum minni rétt og lakari
kjör, hyggst dýrtíðarbandalag-
ið, er stendúr að stjórninni, að
geta fleytt sér enn um stund og
haldið uppi háu kauptöxtunum
og milliliðaokrinu.
Það er nú bændanna að sýna,
að þeir láta ekki bjóða sér slíkt.
Jafn ákveðnir og bændur eiga
að verá í því að taka á sig sinn
skerf í allsherjarniðurfærzlu,
eiga þeir að vera ákveðnir í því
að láta ekki færa niður hjá sér
einum og setjast þannig skör
neðar en aðrar stéttir. Fyrir
bændur skiptir nú miklu að
fylkja sér vel um samtök sín
(Framhald á 8. síðu)