Tíminn - 28.09.1945, Qupperneq 2
TÍMIM, föstudagiiw 28. scpt. 1945
73. hlað
Föstudayur 28. sept.
Neyðarkall Morgunbl.
Forustugrein Mbl. á fimmtu-
daginn var heitir: Hvenær
kemur ltallið? í upphafi grein-
arinnar segir, að verðhækkun
landbúnaðarafurða 15. þ. m.
„mætti vissulega opna augu
valdhafanna fyrjr því, að það
er ekki lengur hægt að fresta
virkum aðgerðum í dýrtíðarmál-
unum“. Síðar í greininni segir,
að „auðveldlega geti farið svo,
að nýsköpunin í atvinnulífi
þjóðarinnar, sem stjórnin
vinnur kappsamlega að, nái
ekki tilætluðum árangri, ef ekki
verðut í tæka tíð fundin leið
til þess að minnka dýrtíðar-
flóðið í landinu“. í niðurlagi
greinarinnar segir svo, að riú
verði „kallið að koma frá ríkis-
stjórninni“ um niðurfærSlu dýr-
tíðarinnar, sem allir taki jafn-
an þátt í.
Þetta neyðarkall Mbl. mætti
vissulega verða til þess, að
menn létu hugann renna eitt ár
aftur í tímann.
í september í fyrra hafði rík-
isstjórnin, sem þá fór með völd,
neitað að sitja áfram, nema
breytt yrði um stefnu í dýrtíð-
armálunum og hafizt yrði handa
um niðurfærzlu. Búnaðarþing
hafði verið kvatt saman til að
ræða um verðlagsmálin og sam-
þykkt að gefa eftir verðhækkun
landbúnaðarafurða um eins árs
bil, ef verða mætti, 'að það yrði
öðrum til fyrirmyndar. Fram-
sóknarflokkurinn lýsti yfir því,
að hann tæki ekki þátt í neinni
ríkisstjórn, nema hún, hefði
stöðvun og niðurfaérzlu dýrtíð-
^rinnar að takmarki.
Þessar aðvaranir hefðu vissu-
lega átt að nægja til þess, að
mönnum væri ljóst, hvernig
komið væri. Sú var þó ekki
reyndin, hvað snerti forkólfa
kommúnista og iSjálfstæðis-
flokksins. Þeír tóku höndum
saman um ríkisstjórn, sem ekki
mátti heyra stöðvun og niður-
færzlu í dýrtíðarmálunum
nefnda á nafn. Aðvaranir Fram-
sóknarmanna voru kallaðar
hrakspádómar. Þegar Fram-
sóknarmenn beritu á, að dýrtið-/
in gæti orðið „nýsköpuninni"
fjötur um fót, var því einu svar-
að, að Framsóknarmenn héldu
þessu fram af fjandskap við
„nýsköpunina“. Höfuðpaur
stjórnarsamsteypnnar, Ólafur
Thors, gekk fram fyrir skjöldu
og lýsti yfir því, að enginn vissi,
hvort verðlag útflutningsfram-
leiðslunnar myndi lækka og enn
síður vissi nokkur, hvort „ný-
sköpunin" myncri ekki gera at-
vinnuvegunum kleift að standa
undir óbreyttu kaupgjaldi, þótt
útflutningsverðið lækkaði. Því
væri bæði ósanngjarnt og rang-
látt að minnast á kauplækkun
áður en árangur „nýsköpunar-
innar“ kæmi í ljós.
Til áréttingar þessari mál-
færzlu og sönnunar því, að allt
væri í stakasta lagi, var slegið
upp nokkurs konar dýrtíðar-
veizlu, þar sem Brynjólfur og
Ólafur veittu ríkulega á báða
bóga. Opinberir starfsmenn
fengu launahækkanir, flest
verklýðsfélög landsins kaup-
hækkanir og stórgróðavaldið
fékk áfram skatthlunnindi og
ónógt skatta- og verðlagseftir-
lit. Allar gjafirnar hjálpuðu til
þess að auka dýrtíðina, en vit-
anlega var því engu skeytt.
Þetta veizluhald helzt í ellefu
mánuði eða allt til 15. sept. síð-
astliðins, er bráðabirgðaaðger?^-
irnar í dýrtíðarmálunum féllu
niður. Afleiðingar veizluhalds-
ins voru þá orðnar slíkar, að
ekki varð komizt hjá því „að
opna augun“. Það, sem við
sjónum blasti þá, var hærra af-
, urðaverð, hærra kaupgjald, auk-
in verðbólga og dýrtíð á öllum
sviðum. Því- er það, sem Mbl.
spyr nú í angist sinni „hvenær
kemur kallið frá ríkisstjórn-
inni“ og Þjóðviljinn krefst þess,
að „stjórnin leggi fram stefnu
í dýrtíðarmálunum". Betur verð-
ur það ekki játað, að stjórnin
hafi verið og sé enn stefnulaus
í þessum málum.
Þjóðin getur vissulega á þessu
séð, hvort ekki hefði verið
t) í ía 0 a
H9
Iívisling, Jón og Ólafur.
Jón Pálmason, sem gengur
orðið undir nafninu „bænda-
kvislingur“, ritar nýlega grein
í Mbl., merkta „Z.“ Þessi „heið-
arlegi“ og „orðvari“ blaðamaður
kveðst telja það hina mestu
sorpblaðamennsku af Tímanum
að ljá rúm greinum, þar sem
minnzt er á Kvisling og Ólaf
okkar Tryggvason Jensen Thors
í sömu andránni og því spáð að
báðir muni fá sinn dóm með
mismunandi hætti. Með þessu
hyggst Jón að koma af sér
nafninu „bændakvislingur“, því
að ef það er sorpblaðamennska
að líkja Ólafi við Kvísling,
gildir væntanlega sama um Jón.
Tíminn getur vel fallizt á það
með Jóni, að þessi samlíking sé
á margan hátt villandi. Hinn
frægi verjandi Kvislings sagði í
varnarræðu sinni, að Kvisling
væri mjög vel gefinn maður.
En hann lifði í öðrum heimi en
flest fólk. Kvisling væri pólit-
ískur ofsatrúarmaður, sem væri
sannfærður um, að hann hefði
gert rétt. Framkoma Kvislings
í réttinum og margt fleira virð-
ist staðfesta þessa skoðun verj-
andans. Fréttaritarar ýmsra
merkra stórblaða, er voru við-
staddir réttarhöldin, hafa tek-
ið undir þessa skoðun um Kvisl-
ing.
En hváð er Jón? Hann er
ritstjóri ísafoldar. Hann fær
rífleg laun fyrir að halda þar
fram skoðunum, sem eigendur
blaðsins telja æskilegastar, og
oft eru orðnar annað á morgun
en þær voru í dag. Allt bendir
þvi til, áð ritstjórnarlaunin
megi sín því meira hjá Jóni en
sannfæringin. Hann er eigin-
hagsmunabraskari en ekki
ofsatrúarmaður.
Hvað er Ólafur? Við skulum
hafa hans eigin orð um það.
Þau hneyksla væntanlega eng-
ann, sem sorpskrif. Ólafur sagði,
að sá maður, sem ynni það til
fyrir völd og augnabliksvin-
sældir, að auka dýrtíðina, væri
„böðull“ allra þeirra stétta, sem
hann nú teldi upp og sagði síð-
an — sannkallaður „böðull al-
þjóðar“. Ólafi buðust svo völd
1942, ef hann vildi gerast „böð-
ull alþjóðar“ — og hann tók
boðinu. Honum buðust völd aft-
ur hjá kommúnistum 1944 með
sama skilyrði — og enn tók
hann boðinu fegins hendi. —
Afleiðingar „böðulsverkannaw
eru nú smátt og smátt að koma
í dagsljósið. En enginn ásakar
Ólaf um, að þau stafi af ofsa-
trúnaði, heldur persónulegri
valdafíkn.
Þeir Ólafur og Jón kunna
að vera líkir eins og af þessu má
sjá. En samanburður á þeim og
Kvisling er vissulega vafasam-
ur. En hverjum er sá saman-
burður óhagstæður? Því geta
lesendur velt fyrir sér.
Hvaða ráðherra gaf út ósanna
„opinbera" tilkynningu?
Ennþá er almenningur í ór
vissu um það hvort það er Ól-
afur eða Áki og Brynjólfur, sem
gefið hafa út 'vísvitandi ósanna
opinbera tilkynningu um sænska
utanríkissamninginn, þótt bönd-
hyggilegra í fyrra að fylgja ráð-
um þeirra, sem beittu sér fyrir
stöðvun og niðurfærslu. Hún
getur líka á þessu séð, hversu
heppilegt muni vera að eiga
mál sín í höndum manna, sem
þá brugðust við vandanum,
eins og reynzlan er dómbærust
um nú, og ,enn hafa bersýnilega
ekki upp á nein úrræði að
bjóða, þótt þeir þykist hafa
„opnað augun“. Hefir ekki
þegar verið beðið nógu lengi
„eftir kallinu“?
Það, sem þarf að gera
Þrátt fyrir það þótt stjórnar-
flokkarnir séu nú farnir að sjá
og viðurkenna öngþveitið í dýr-
tíðarmálunum, verður þess ekki
vart, að þeir hafi upp á neinar
úrlausnir að bjóða. Þeir aðeins
.skrafa um, að svona sé ástandið
orðið og eitthvað þurfi því að
gera til úrlausnar, en varast
jafnframt að benda á nokkra
leið til lausnar. Allar líkur eru
fyrir því, að þessu háttalagi
haldi þeir áfram og því sigi allt-
af meira og meira á ógæfuhlið-
ina undir forustu þeirra.
Framsóknarflokkurinn er
eini flokkurinn, sem hefir á-
kveðna stefnu um lausn dýrtíð-
armálsins. Hún var greinilega
mörkuð á seinasta flokksþingi
og var eðlilegt framhald af
fyrri gerðum flokksins í þessum
málum.
Stefna Framsóknarflokksins
er hlutfallslega jöfn niður-
færzla á kaupgjaldi og afurða-
verði, og sé niðurfærzlan mið-
uð við það, að útflutningsfram-
leiðslan sé arðvænleg. Jafnframt
vill flokkurinn vinna að því, að
komið verði á föstum tengslum
milli launa og kaupgreiðslna
annars vegar og afkomu fram-
leiðslunnar hins vegar, en hún
byggist vitanlega mest á út-
flutningnum. Launin hækka
og lækka þá í samræmi við
framleiðslutekjurnar og ætti
kaupdeilunum og slíkum erjum
að vera lokið, þegar því fyrir-
komulagi er komið á.
Þær ráðstafanir, sem hér
eru nefndar, etu þó e'kki ein-
hlítar né réttlátar einar út af
fyrir sig, að dómi Framsókn-
arflokksins. Jafnhliða niður-
færzlu kaupgjalds og afurða-
verðs, telur flokkurinn „að
fylgja verði ráðstafanir til hlut-
fallslegrar skattlagningar eigna-
auka yfir visst lágmark, sem
myndazt hefir á stríðsárunum“.
Tekjum þeim, sem þannig fást,
vill hann verja til eflingar
atvinnuvegunum og aukins at-
vinnuöryggis á annan hátt. Ef
laun bænda og verkafólks eru
lækkuð með niðurfærzlu, eykst
verðmæti stríðsgróðans að sama
skapi, ef sérstakar ráðstafanir
eru ekki gerðar því til hindrun-
ar. Það væri vitanlega full-
komnasta ranglæti að auka
þannig vérðmæti stórgróðans
með launalækkun hjá lágtekju-
fólki. Þess vegna verður að
skattleggja hann og tryggja rík-
inu þann hagnað, er þannig
skapast.
Við skattlagningu á þessum
eignaauka dugir vitanlega ekki
að fara eftir núverandi eigna-
framtölum, sem vitanlega eru
mörg alröng. Skatturinn myndi
þá aðeins verða refsing á þá
h&iðarlegu, en verðlaun fyi^ir
þá brotlegu. Þess vegna verður
að fara fram nýtt eignaframtal,
sem framkvæmt er með svip-
uðum hætti og nú er gert í Nor-
egi og Danmörku. Með þeim
móti ætti líka að vera hægt að
upplýsa skattsvikin og tryggja
ríkissjóði þannig verulegar tekj-
ur, auk eignaaukaskattsins. .
Þær tekjur, sem þannig
fengjust, og áreiðanlega myndu
skipta tugum milj. kr., myndi
verða hægt að nota til eflingar
atvinnuvegunum og til annarra
framkvæmda, t. d. raforkumál-
anna.
Jafnhliða þessum ráðstöfun-
um þarf svo að kappkosta að
koma í veg fyrir allt okur í
verzlun og húsnæðismálum og
annars staðar, þar sem það við-
gengst. Takmarkjð er, að kaup-
geta launanna minnki ekki,
þótt þau lækki í krónutölu.
Aðeins með því að láta nið-
urfærsluna ná þannig til allra og
þá ekki sízt til þeirra nýríku,
getur hún orðið réttlát og heið-
arleg. Hitt er ekkert annað en
ranglæti af verstu tegund að
ætla að velta dýrtíðarbyrðun-
um yfir á bak bænda og lág-
launafólks með lækkun afurða-
verðsins og fölsun visitölunnar.
Því meira, sem menn athuga
þessi aðalvandamál þjóðarinn-
ar, því betur munu þeir sann-
færast um, að Framsóknar-
flokkurinn berst fyrir hinni
réttu lausn þeirra. Þess vegna
eiga allir, sem vilja vinna að
viðreisn í þessum málum, að
fylkja sér um Framsóknarflokk-
inn, en láta ekki úrræðaleysi og
dugleysi stjórnarflokkanna
standa í vegi þess að fjárhag
þjóðárinnar og einstaklinganna
verði bjargað, eins og bersýni-
lega er nú stefnt að.
in berist meira að Ólafi, sem
engu hefir enn svarað tilkynn-
ingu Áka og Brynjólfs. Blöð
stjórnarinnar forðast að minn-
ast á þetta einu orði. En fer
landsmönnum ekki að þykja nóg
um þessi vinnubrögð? Fer það
ekki að teljást fremur óviðfeldið,
að uppi í stjórnarráði sitji ráð-
herra, sem sannað er að hafi
gefið út opinbera tilkynningu
um utanríkissamning — og
hana vísvitandi ranga?- Ef
þetta er þolanlegt stjórnarfar —
hvað er þá lengur óþolandi?
Reifari um stéttarsam-
band bænda.
Öll forustugrein Mbl. á sunnu-
daginn var er helguð þeim á-
róðri, að Stéttarsamband bænda
sé ekkert annað en áróðúrstæki
Framsóknarflokksins. í því til-
efni er búin til löng saga, sem
hefst á þá leið, að mikið írafár
hafi gripið Framsóknarmenn,
þegar þeir fréttu af fundarboði
Búnaðarsambands Suðurlands.
Það hafi svo orðið að ráði hjá
þeim að kalla saman Búnaðar-
þing og þar hafi þeir fengið
samþykktar tillögur um að
leggja nýju samtökin undir
Búnaðarfélagið. Þessu næst
hafi Framsóknarflokkurinn
sent menn um allt landið og
rekið smiðshöggið á það verk á
Laugarvatnsfundinum, að leggja
Stéttarsambandið undir Fram-
sóknarflokkinn.
Það er með þennan reifara
Mbl., eins og marga fleiri, að
staðreyndirnar eru honum ó-
þægilegar. Búnaðarþing var
fyrst og fremst kvatt saman
vegna • verðlagsmálanna til að
undirbúa viðnám bænda gegn
þeim ráðstöfunum, er í vændum
voru. Sjálfstæðismaðurinn Pétur
Ottesen var fundarboðuninni
fylgjandi og ellefu af tólf Sjálf-
stæðismönnum á Búnaðarþingi
voru fylgjandi þeirri tilhögun,
að Stéttarsambandið yrði í
tengslum við Búnaðarfélagið.
Ef Framsóknarflokkurin hefði
hugað á yfirráð í Stéttarsam-
bandinu, var það líka ekkert
betra fyrir hann, að Stéttar-
sambandið yrði tengt Búnaðar-
félaginu, þar sem völdin í báð-
um samtökunum eru háð einu
og sama skilyrði, hvort sem þau
eru aðskilin eða ekki, þ. e.
meirihlutafylgi bændanna. Allt
skraf Mbl. um það.að Framsókn-
(Framhald á 8. siðu)
E R L E N T YFLRLIT
Kosningar í Frakklandi
Síðastl. sunnudag fóru fram
héraðsst j órnar kosningar í Frakk-
landi, en þeim svipar einna
mest til sýslunefndarkosninga
hér, að því undanskildu, að þær
ná einnig til borganna. Kosn-
inga þessara hafði verið beðið
með eftirvæntingu, þar sem þær
voru taldar mikilsver,ður átta-
viti um úrslit þingkosning-
anna og þjóðaratkvæðagreiðsl-
unnar, sem fara eiga fram seint
í október.
Niðurstaðan í héraðsstjórnar-
kosningunum hefir á ýmsan
hátt komið mönnum á óvart.
í bæjar- og sveitarstjórnar-
kosningunum, er fóru fram síð-
astl. vor, unnu kommúnistar
mest á. Því var spáð, að héraðs-
stjórnarkosningarnar myndu
enn sýna aukið fylgi þeirra.
Þessar spár brugðust. Kommún-
istar fengu nú minna fylgi en
í vor, þótt þeir hafi hins vegar
aukið fylgi sitt verulega miðað
við seinustu héraðsstjórnar-
kosningar, sem fóru fram 1937.
Þeir flokkar, sem mést hafa
aukið fylgi sitt, hvort heldur er
miðað við bæjar- og sveitar-
stjórnarkosningarnar í vor
eða héraðsstjórnarkosningarnar
1937, eru jafnaðarmenn og
katólski Framsóknarflokkurinn,
sem er nýr róttækur miðflokkur
undir forustu Bidault utanríkis-
málaráðhérra og oft er líka tal-
inn flokkur de Gaulle, þótt hann
telji sig utanflokka.
Radikalir og hægri menn
töpuðu í kosningunum. Þykir
líklegast, að radikalir hafi
misst verulegt af fylgi sínu til
katólska Framsóknarflokksins.
Einnig hefir katólski Framsókn-
arflokkurinn náð fylgi margra
frjálslyndra íhaldsmanna.
Líklegt þykir að úrslit í þing-
kosningunum, sem munu fara
fram seint í október, verði á
þessa leið. Jafnframt þykir þetta
vera glögg vísberiding um það,
hvernig aðallínurnar muni verða
í frönskum stjórnmálum næstu
árin.
Síðan slitnaði upp úr samn-
ingaviðræðum kommúnista og
jafnaðarmanna, hefir aukizt
samvinna milli jafnaðarmanna
og de Gaulle. Markmið de Gaulle
er talið að koma upp róttækri
miðfylkingu, sem mynduð sé
með samstarfi katólska Fram-
sóknarflokksihs, jafnaðar-
mannaflokksins og radikala-
flokksins. Jafnaðarmenn og þá
einkum foringi þeirra, Leon
Blum, er þessu hlynntur. Sama
máli mun gegna um suma for-
ingja radikalaflokksins, t. d
Herriot og Daladier, en ýmsir
aðrir forustumenn flokksins
hafa verið þessu frekar and-
vígir og hefir flokkurinn veitt
de Gaulle talsverða mótspyrnu
upp á síðkastið. Ýmsir telja það
hafa spillt fyrir honum í kosn-
ingunum, því að de Gaulle nýt-
ur mikillar þjóðhylli. Þykir lík-
legt að ósigurinn í héraðsstjórn-
arkosningunum, verði til þess
að þeir leiðtogar radikalaflokks-
ins, er vilja samvinnu við de
Gaulle, styrkist í sessi innan
flokksins.
Takist þessi samvinna eftir
þingkosningarnar, sem nú þykja
enn meiri líkur til en áður,
verða þrjár aðalstefnur ríkj-
andi 1 frönskum stjórnmálum
á næstu árum, kommúnisminn,
frjálslynd umbótastefna, sem
jafnaðarmenn, katólskir Fram-
sóknarflokkurinn og sennilega
radikalir styðja, og svo íhalds-
stefnan, sem hægri flokkarnir
fylgja. Sigur jafnaðarmanna og
katólska Framsóknarflokksins
í héraðsstjórnarkosningunum
virðist gefa til kynna, að róttæk
umbótastefna, sem forðast öfga
kommúnismans og afturhalds-
ins, eigi nú mestu fylgi að fagna
í Frakklandi.
Jafnhliða þingkosningum
] mun fara fram eins konar at-
! kvæðagreiðsla um stjórnarskrár-
málið. Til þingsins verður ekki
kosið eftir gildandi kosningalög-
um, heldur eftir reglum, sem de
Gaulle og stjórn hans hafa sett.
Samkvæmt kosningareglum
þessum verða nú kosnir 600
þingmenn, sem skipa skulu
eina málstofu. Atkvæðagreiðsl-
an verður síðan um það, hvort
franska þingið skuli vera nema
þessi eina málstofa, en sam-
kvæmt stjórnarskránni eru
málstofurnar tvær, fulltrúa-
deild og öldungadeild. Verði
niðurstaða þessarar atkvæða-
greiðslu jákvæð, er öldunga-
deildin þar með úr sögunni,
en verði niðurstaðan neikvæð,
mynda þingmennirnir, sem nú
verða kosnir, fulltrúadeildina,
en öldungadeildin verður kosin
síðar. De Gaulle beitir sér fyrir
því, að öldungadeildin verði
þannig lögð niður og nýtur til
þess styrks bæði vinstri flokk-
(Framhald á 8. síðu)
í Degi 20. þ. m. birtist ritstjórnar-
grein, þar sem rætt er um samninga-
viðræður þær, sem Framsóknarmenn
áttu við kommúnista veturinn 1943.
Dagur sýnir fram á, að þær hafi gert
mikið gagn, þar sem engum hafi þurft
að dyljast eftir það, að umbótaglamur
kommúnista væri markleysa ein og þeir
vildu ekki umbótastjórn. Svipuð
reynsla er nú fengin á Norðurlöndiun.
Dagur segir:
„Sama sagan, sem gerðist á ís-
landi þegar Framsóknarmenn leit-
uðu samninga við kommúnista um
umbótastjórn, hefir nú endurtekið
sig bæði í Danmörku og Noregi. í
báðum þeim löndum þóttust komm-
únistar fúsir til þátttöku í stjórn
með öðrum frjálslyndum lýðræðis-
flokkum að stríðinu loknu. Umbóta-
menn þar fóru eins að og Fram-
sóknarmenn hér. Þeir prófuðu
- kommúnista með því að leita samn-
inga við þá um grundvöll sterkrar
frjálslyndrar umbótastefnu. En
kommúnistar eru alls staðar sjálf-
um sér líkir. Þegar til alvörunnar
kom, var auðsætt að samstarfsvilji
þeirra var uppgerð og fals á sama
hátt og átt hafði sér stað hér á
landi. Á sama hátt og hér voru
kommúnistar í Danmörku og Nor-
egi dæmdir óhæfir til samvinnu
af þeim, er tóku þá undir próf í
þeim efnum.
Þeir, sem enn eru að halda því
fram, að það hafi borið vott um
óleyfilega hneigð Framsóknar-
manna til vináttu og bræðralags
við undirförula byltingamenn að
ræða við kommúnista á sinum tíma
um myndun umbótastjórnar og
þvinga þá til að svara því glöggt
og skilmerkilega, hvort þeir vildu
vinna á umbótagrundvelli eða ekki,
þeir hljóta að fella nákvæmlega
sama dóminn um umbótamenn
þeirra tveggja Norðurlanda, sem
hér hefir verið minnzt á. Annars
eru þeir sjálfum sér ósamkvæmír."
Eftir að Framsóknarmenn höfðu af-
hjúpað innræti kommúnista með við-
ræðunum 1943, hefðu vissulega engir
þurft að glepjast lengur á fagurgala
þeirra. Sízt af öllu hefðu forkólfar
Sjálfstæðisflokksins átt að gera það,
er höfðu manna mest áfellst Fram-
sóknarmenn fyrir að tala við komm-
únista, hvað þá, ef mynduð hefði verið
stjórn með þeim. Sú varð þó raunin
á, að forkólfar Sjálfstæðisflokksins
festust í neti kommúnista. Dagur segir:
„Fyrir ári síðan gengu þessir
sömu foringjar til stjórnarsamvinnu
. við byltingamennina, en höfðu áð-
ur álasað Framsóknarmönnum fyr-
ir að eiga samræður við kommún-
ista, sem ekki leiddu til stjórnar-
samvinnu. Nú gaf Ólafur Thors
kommúnistum þann vitnisburð, að
þeir væru ómissandi í stjórn til
þess að halda uppi lýðræðinu og
vinna að „nýsköpun" atvinnuveg-
anna með sér. Menn vita, hvað olli
þessari „kollsteypu" Ólafs. Hún var
eina leiðin fyrir hann til hinna
æðstu valda. Þó var meira um vert
þær málefnalegu „kollsteypur", er
hann varð að gera til þess að kom-
ast undir náðina hjá kommúnist-
um. Margt það, er hann áður hafði
sagt svart, varð hann nú að segja
nú hvítt og svo öfugt.
En þessi mikla greiðvikni hans
við kommúnista varð honum dýr.
Fyrst tapaði hann stuðningi fjórða
partsins af þingflokki sínum, og
síðan hefir óánægjan magnast með-
al óbreyttra flokksmanna hans um
landi. Þeir eru alltaf betur að átta
sig á því, að stjórnarfarið undir
handleiðslu Ólafs Thors og komm-
únista er rotið og spillt og að flest
gengur á tréfótum. Álit íslendinga
rénar erlendis vegna samnings-
brigða við Færeyinga. Fyrsta skip
„nýsköpunarinnar" sekkur niður á
hafsbotn í blíðalogni. Linkind við
hóp brotlegra heildsala er þjóðinni
hneykslunarefni. Svo er margt
fleira. Nú síðast er stéttarsamtök-
um bænda mætt með ofbeldisfullu
gerræði frá hendi stjórnarvaldanna.
Hin upphaflgu málgögn stjórnar-
innar hafa verið eða eru óðum að
snúa við henni bakinu. Víslr, Al-
þýðublaðið og Skutull á ísafirði
dæma ýmsar stjórnarathafnir afar
hart. Jafnvel íslendingur hefir tek-
ið ógleði mikla yfir stjórnarfarinu
svo sem bílabraski stjórnarinnar og'
mörgu fleiru stórhneykslanlegu. Það
eru aðeins Morgunblaðið og Þjóð-
viljinn, sem enn fylgja stjórninni
að málum, nema ef einhverjir vilja
telja Verkamanninn með, en þeir
eru víst sárafáir. — Sjálfstæöis-
flokkurinn hefir goldið mikið af-
hroð fyrir dekur Ólafs Thors við
Kommúnista og á þó áreiðanlega
eftir að bíta betur úr nálinni í þvi
efni. Alltaf eru flokksmennirnir að
koma auga á ný og ný axarsköft
og margs konar ófremdarástand,
sem flest á rót sína að rekja til
kommúnista og taumlipurðar Ólafs
Thors við þá. En við alla þessa und-
anlátssemi foringja Sjálfstæðis-
flokksins við þá, eru kommúnistar
orðnir hinir dreissugustu í þeirra
garð og hóta þeim að þurrka út
áhrif þeirra á bæjarmálefni Reykja-
víkur við næstu bæjarstjórnarkosn-
ingar. — Mikið eiga forkólfar Sjálf-
stæðisflokksins eftir að læra af
sambúð sinni við kommúnista.“
Já, vissulega munu Sjálfstæðismenn
eiga eftir að læra margt enn af sam-
búðinni við kommúnista, þótt lær-
dómurinn ætti þegar að vera orðinn
nægur til þess að þeir geti séð, hvert
verið er að leiða þá.
\>