Tíminn - 28.09.1945, Qupperneq 4

Tíminn - 28.09.1945, Qupperneq 4
4 TÍMIM, föstMdagiim 20. sept, 1945 73. blað Bjarni Bjarnason., LaugarvatrLL: Laugarvatnsfundurinn og % stéttarsamband bænda Tíminn er eina blaðið, sem hefir gert tilraun til þess að skýra lesendum sínum frá bændafundinum að Laugarvatni sem hófst 7. september si 1. En blaðið leggur ýmist áherzlu á, að algert samkomulag hafi ríkt á fundinum eða að allir fulltrúarnir hafi orðið á eitt sáttir að lokum. Vegna þess, að hvergi hefir verið gerð grein fyrir gangi mála á fulltrúafundinum og einnig vegna þess að fyrrnefnt sjónar- mið, sem fram kom'í Tímanum, er ekki rétt, vil ég biðja ritstjór- ann fyrir eftirfarandi upplýs- ingar um fundinn: Á fulltrúafundinum að L,aug- arvatni 7.—9. sept. s. 1. komu fram tvö höfuðsjónarmið varð- andi grundvöll þann, er stétt- arsamtök bænda skyldu byggð á. Annað sjónarmiðið, það, að stéttarsamtökin yrðu með öllu óháð Búnaðarfélagi íslands, var borið uppi af fundarboðendum í umboði bænda á Suðurlands- undirlendinu, svo og ýmsum öðrum fulltrúum, svo sem Gull- bringusýslu, Dalamanna, öðrum fulltrúa Snæfellinga, N.-ísfirð- inga, V.-Húnvetninga og Þing- eyinga. Ýmsir fulltrúar óskuðu að vera hlutlausir um grundvöll- inn, unz atkvæðagreiðsla, hefði fram farið meðal bænda. Þetta sýndi atkvæðagreiðsla, sem fram fór á fundinum, og ég mun skýra hér frá. Hitt sjónarmiðið var tengt við þann grundvöll, sem síðasta auka-Búnaðarþing sam- þykkti, að samtökin yrðu deild í Bf. í. Umræður vegna þessa ágrein- ings og nefndarfundir stóðu yf- ir í nærfellt þrjú dægur. Fyrri hluti umræðutímans snerist eingöngu um þessar tvær leiðir. Skipulagsnefndin gat ekki orðið sammála og bar því fram tvær tillögur. Fyrri hluti till. meirihlutans var þannig: „Fundurinn samþykkir að stofna stéttarsamband bænda á grundvelli þeim, sem lagður var á auka-Búnaðarþingi 1945.“ Breytingatillaga minnihlutans við þessa tillögu var þannig: „Fulltrúafundur haldinn að Laugarvatni 7.—8. sept. 1945, samþykkir að stofna stéttarsam- band bænda óháð Búnaðarfé- lagi íslands." Síðari hluti till. meirihlutans var um það, að fram færi alls- herjar atkvæðagreiðsla bænda um form stéttarsambandsins, og voru allir sammála um það at- riði. Um framanritaðar till. urðu enn langar umræður. Flestir ræðumanna óskuðu fyrst og fremst eftir samkomulagi á fundinum og skoruðu á meiri- og minnihlutann að finna leið til samkomulags. í tilefni af þessum umræðum og eindregn- um óskum ræðumannanna bar minnihlutinn fram eftirfarandi tillögu: „Fulltrúafundur, haldinn að Laugarvatni 7.—9. sept. 1945, samþykkir að stofna stéttarsam- band bænda og kjósa bráða- birgðastjórn og semja bráða- birgðareglur fyrir stéttarsam- bandið.“ Síðari hluti till. var svo hinn sami og fyrr er sagt, að fram skyldi fara allsherjar atkvæða-' greiðsla um framtíðarskipulag- ið. Eins og allir sjá, er þessi till. hlutlaus um grundvöllinn. Minnihlutinn lýsti yfir því, að ef þessi tillaga yrði samþykkt, sætti-hann sig að öðru leyti við gerðir fundarins og mundi beita sér eihhuga. Tillögunni var vísað til skipu- lagsnefpdar, en þeir, sem mestu réðu í meirihluta nefndarinnar, vildu ekki sveigja til samkomu- lags um þennan þátt höfuðmáls fundarins. Till. okkar minnihluta manna var síðan borin upp og felld með 21 gegn 15 atkv., 9 fulltrúar greiddu ekki atkvæði. Réttur helmingur fulltrúanna vildi þannig heldur hamra fram sjón- armið Bf. í. en fá samkomulag um hlutlausa tillögu, og bíða að öðru leyti eftir atkvæðagreiðslu bænda um málið. Þegar hér var komið málum, lýsti ég yfir því, fyrir mig per± sónulega, að ég tæki ekki þátt í fundarstörfum lengur, þar sem mér virtist enginn samkomu- lagsvilji hjá helming fundar- manna og nokkrir fundarmenn létu reka á reiðanum. Ég héldi mig því óháðan þessum samtök- um, þar sem ég væri gersamlega mótfallinn, að stéttarsamband bænda um verðkröfur á land- búnaðarvörum yrði deild í Bún- aðarfélagi íslands, meðal annars vegna þess, að slíkt form mundi skaða Búnaðarfélagið. Ástæða er til þess að láta það koma fram í þessu sambandi, að stjórn Búnaðarfélags íslands, Búnaðarþing og loks skoðana- bræður þessara aðila á Laugar- vatnsfundinum, hafa samhliða rökræðum um grundvöll stéttar- sambands bænda jafnt og þétt losað þau úr tengslum við Bún- aðarfélag íslands. Auka-Búnaðarþingið í ágúst s. 1. gerði í fyrstu ráð fyrir að kjósa einn mann í framkvæmda- ráð stéttarsambandsins og yrði hann formaður ráösins, en eftir að stjórn Búnaöarsambands Suðurlands og fleiri menn höfðu mætt á nefndarfundi í Búnaðar- þingi eftir ósk stjórnar Búnað- arfélags íslands og rökrætt þessi mál, féll þingið frá þessu atriði. Þá eru ákvæði í lögum B. 1 frá síðasta aukaþingi um það, að formaður B. f. skuli stjórna að- alfunjli stéttarsambands bænda, og stjórn Bf. í. og búnaðarmála- stjórn hafa þar málfrelsi og til- lögurétt. Þetta tók Laugarvatns- fundurinn ekki upp í lög hins nýstofnaða stéttarsambands, eftir því, sem mér er tjáð. Enn- fremur vai* orðinu „fram- kvæmdaráð“ þreytt í fram- kvæmdastjórn, sem síðan kaus sér formann. Á þessu öllu er auðsætt að stjórn B. F. í. hefir lært mikið á hreyfingu þeirri um félagsmál bænda, sem vakin var hér á Suðurlandsundirlend- inu. Stjórn Búnaðarfélags ís- lands hefir samt sem áður „lög- helgað“ stéttarsambandið sem deild i B. F. í. þetta er illa farið, Hví voru ekki kláfferjurnar á Jökulsá á Dal endurbættar í vor? þar sem slík ákvörðun verður af formlegum ástæðum sam- bandinu fjötur um fót. Ýmsir menn hafa varað við þessu formi, þeir verða því ekki sak- aðir með réttu síðar meir, þeg- ar það sannast, að alfrjálsi grundvöllurinn er rétta leiðin. Þannig mundi bændafélags- skapurinn, B. F. í. og stéttar- sambandið um verðlagsmál, koma á og halda við miklu fjöri í landbúnaðinum, hvort öðru ó- háð, en í fyllstu samvinnu um allsherjar vakningu sveitalífs í landinu. Bjarni Bjarnason, Laugarvatni. Af upphafi þessarar greinar mætti ætla, að frásögn Tímans um Laugarvatnsfundinn hefði ekki að öllu leyti verið sann- leikanum samkvæm. Greinin sýnir hins vegar annað. Hún sýnir, eins og Tíminn hefir tekið fram, að allhörð deila hefir verið þar um formsatriöi. Hins vegar haggar hún ekki því, að full- komin eining hefir ríkt um að- alatriðin, þ. e. stofnun stéttar- sambandsins, tilgang þess, kosn- ingu sambandsstjórnar og kröf- una um að henni verði falin verðlagning landbúnaðarafurða. Viðkomandi umræddu forms- atriði, þ. e. tengslunum við Bún- aðarfélag íslands, fannst líka lausn, sem allir voru sammála um, en hún er sú, að mál þetta verður lagt undir úrskurð bún- aðarfélaga. Óþarft verður því að halda uppi deilum um það mál lengur, heldur bíða eftir úrskurði bændanna, sem áreiðanlega eru menn til þess að kveða hann upp, án þess að fá nokkrar sér- stakar „leiðbeiningar.“ Og þeim úrskurði, sem þeir fella, munu áreiðanlega allir sætta sig við að hlýta, nema fyrir þeim vaki einhver önnur sjónarmið en efl- ing stéttarsamtakanna. Athyglisvert mætti bændum þykja það, að eftir Laugarvatns- fundinn eru það einkum stjórn- arblööin, sem reyna að vekja tortryggni út af tengslum stétt- arsambandsins við Búnaðarfélág íslands og telja, að það sé þann- ig gert háð ríkisvaldinu! Bænd- ur geta áreiðanlega gert sér grein fyrir því, hvort stjórnar- liðið myndi vera óánægt yfir því, ef stéttars^mbandið ,væri ráunverulega háð ríkisvaldinu og stjórnarklíkan gæti þannig drottnað yfir því. Ekkert sýnir raunverulega betur en óánægju- nöldur stjórnarliðsins, að áróð- urinn um að stéttarsambandið Þótt þeim ám fækki með ári hverju, sem óbrúaðar eru, þá eru þær enn margar, sem brýr vant- ar á. Yfir sumar þessar ár eru ferjur, og eru þær ýmist kost- aðar af sýslusjóðum, hrepps- sjóðum eða bara einstökum, framtakssömum mönnum. Rík- issjóður hefir árlega veitt nokk- urt fé til ferjuhalds. Hefir þaö bæði verið styrkur til að koma upp ferjum, og líka styrkur til að starfrækja þær. Þessir styrk- ir voru sundurliðaðir hér áður fyrr, og til tekið í fjárlögum, hvað hver ferja skyldi fá, en fyr- ir nokkrum árum var farið að hafa upphæðina í einu lagi, og ríkisstjórnin, eða ef til vill vega- málastjóri fyrir hennar hönd, látin skipta henni og ákveða hvaða ferjustaðir yrðu hans að- njótandi. Á þessa árs fjáflögum eru ætlaðar 12000 kr. til ferju- halds. Það var lagt til í Alþingi, að upphæðin, yrði sundurliðuð í fjárlögunum ,en það var fellt. Hins vegar skrifaði fjárveitinga- nefnd ríkisstjórninni bréf 8. jan- úar 1945 og skýrði frá því, hvern- ig hún teldi, að bæri að skipta þessum 12000 kr. milli hinna ýmsu ferjustaða, og hefir verið litið svo á. að slik bréf væru nokkurs konar lög fyrir ríkis- stjórnina. Eftir því var ætlazt til þess, að þriðjungur af ferjufénu í ár, eða 4000 krónur, færu til þess að gera við kláfferjurnar eða drættina á Jökulsá á Dal, og sé háð ríkisvaldinu, er ekki á rökum reistur. Hins vegar eru þaö skiljanleg klókindi af stjórn- arliðinu að halda þessum áróðri uppi, ef vera mætti, að hann skapaði sundrung meðal bænda og þeir gleymdu hinni raunveru- legu hagsmunabaráttu vegna formsatriða. Þann tilgang stjórn arliðsins mega bændur ekki láta heppnast. Þeir eiga að hefja hagsmunabaráttuna yfir form- ið og vonandi leggur Bjarni á Laugarvatni ekki svo mikið upp úr forminu, eins og yirðist mega skilja á grein hans, að hann skerist þess vegna úr leik í þeirri hagsmunabaráttu, sem bændur þurfa nú að hefja undir forustu stéttarsambandsins. Ritstj. þótti ýmsum það nokkuð mikið. Jökulsá á Dal rennur um 60 —70 kílómetra leið eftir miðri sveit og klýfur hana í tvennt — byggðin beggja megin í Daln- um. Víða rennur hún í gljúfrum, og meiri hluta ársins er hún með öllu óreið. Á þessari um 65 km. leið, sem áin rennur milli bæj- anna í dalnum ,er ein gömul brú, sem hreppurinn hefir kost- að, en auk þess eru á ánni fimm drættir eða kláfferjur, og þær verður að nota, þegar menn þurfa að fara yfir ána, eða þeg- ar heimilin að austanverðu þurfa að draga að sér lífsnauð- synjar. Þessar kláfferjur átti nú að laga. Það hefír þráfaldlega komið fyrir, að þær hafa bilað og hlotizt slys af. Nú átti að reyna að fyrirbyggja slíkt. En hvað skeður? Fjárveitingin er ekki notuð. Vorið líður og ekk- ert er gert, sumarið líður og ekk- ert er gert og haustið kemur. Þá er það, að bændurnir á Vað- brekku og Aðalbóli eru búnir að sækja síldarmjöl sitt á annað hundrað kílómetra í kaupstað, og komnir með það að kláfferj- unni ,sem er milli Brúar og Vað- brekku. Bóndinn frá Aðalbóli er kominn til þess að taka á móti síldarmjöli sínu og hjálpa til við að koma því öllu yfir ána. Þeir eru búnir að strengja upp gömlu strengina og ætla að byrja á því að ferja Aðalbólsbóndann, Pál Gíslason, yfir ána, en þá sliínar annar strengurinn, kláfurinn hvolfist og Páll hrapar margar mannhæðir niður í gljúfrið og í því rennur áin í þröngum kast- streng. Úr Jökulsá er enginn vanur að komast lifandi aftur, sem í hana fer. Páll er i þungum leður-vaðstígvélum, en annars ekki þungt klæddur (í samfest- ing), og það má geta nærri, hvernig mönnunum á klappar- brúninni hefir liðið. En Páll er syndur sem selur, hraustmenni og á bezta aldri. Og honum heppnaðist að synda að austur- bakkanum, nokkuð neðan við sjálfar klappirnar, sem kláfferj- an er á milli, og ná landi rétt ofan við það, þar sem áin rennur aftur í þrengslin. Þar rennur hún á flúðum í kaststrengjum, og er ekki líklegt, ef hann hefði hrakið faðm lengra, að hann (Framhald á 5. síðu) mæli. — Enn hvílir undirbún- ingsstarfið á heimilunum, sér- staklega til sveita, og ef heim- ilin geta leyst það starf vel af hendi, þá verður sæmilega greindu barni ekki erfitt námiö í skólanum. Það er engin hending að mál- ið er kennt við móðurina. Það er fyrst og fremst hennar verk að kenna málið, kynslóð fram af kynslóð, og enginn skóli get- ur að fullu tékið að sér hennar starf, nema með gjörbreyttu skipulagi.-------- Fram undir síðustu aldamót, var meiri hluti þjóðarinnar uppalinn í strjálbýlum sveitum, en oft á mannmörgum skemmti- legum heimilum. — Á liðnum fjórum áratugum hefir stór- breyting orðið í þessu efni, og stöðugt fjölgar þeim, sem fæð- ast og alast upp í kaupstöðum og þéttbýli. Hin mannmörgu heimili þekkjast nú varla, og þannig fækkar fólki í sveitum landsins. þótt fá býli leggist í eyði. — Alþýðumenning íslands hefir fram að þessu fyrst og fremst verið menning strjálbýlis. — Margir óttast um íslenzka al- þýðumenningu í þessu byltinga- róti, og vitanlega breytist hún við breytt skilyrði. Enginn vafi er á því, að strjálbýli og þéttbýli hefir hvort sína kosti og galla, þegar mið- að er við uppeldi og fræðslu, og ekki er rétt að einblína á kosti strjálbýlis, þegar rætt er um menningargildi þess, en ekki er það hending ein, sem ræður, að flest skáld og afreks- menn íslenzku þjóðarinnar, sem nú ber hæst, er að fæðingu og uppeldi sveitamenn. — Kaup- staðirnir — þéttbýlið — hafa þannig fengið margan góðan stofn frá byggðum landsins, — en sveitirnar eru fátækari eftir. — Þegar ég nefndi hlut- verk heimilisins í fræðslu og uppeldi, gat ég þess, að skólar sveitanna tækju yfirleitt ekki við börnunum fyrr en við tíu ára aldur og þar stunda þau nám í þrjú til fjögur ár. — í kaupstöðum og kauptúnum taka skólarnir við börnunum 7 ára og í þeim stunda börnin námið árlega í 24—32 vikur í sex til sjö ár. — Þau njóta venjulega kennslu í sólbjörtum og hlýjum skólastofum og marg- ur ágætur kennari leggur fram krafta sína til þess að björnin njóti sem bezt skólavistarinnar. — í sumum sveitum er kennslu- tímanum skipt niður á sex til tíu kennslustaði. Húsakynni eru mjög misjöfn og stundum þurfa börnin að ganga alllanga leið á kennslustaðinn. — Þótt margir ágætir menn fáist við far- kennslu við þessi skilyrði, þá er það enn mjög algengt, að þeir hafi enga sérmenntun til þessa starfs. Fyrir 23 árum var ég farkenn- ari í sveit, og um sama leyti var mér vel kunnugt um aðbúð barna og nám í skólum kaiip- túnanna. Ég hefi nú um þriggja ára skeið kynnzt þessu hvoru- tveggju á ferðum mínum, og reynsla mín er þessi: Farskólahaldið hefir litlum eða engum framförum tekið á liðnum aldarfjórðungi. Húsa- kynni í sveitum hafa vitanlega batnað, en mörg nýju húsin eru svo þröng, að varla er hægt að halda þar skóla, og margir eru tregir til að lána ný hús, því að vitanlega sér þá fljótt á þeim og húsgögn verða fyrir sliti og skemmdum. Á sama aldarfjórð- ungi hafa skólar í kaupstöðum og þéttbýli og nokkrum sveitum fengið miklar og margvíslegar endurbætur. Stór og glæsileg steinhús hafa verið reist til skólahalds og námið hefir verið sniðið meir við hæfi barnsins | og námsgreinum hefir verið fjöjgað. íþróttir, söngur, handavinna og teiknun eru nú kenndar í flestum föstum skólum, en í farskólum sveitanna er mjög erfitt að koma slíku við. Þarna er mikill aðstöðumun- ur. Þau síðarnefndu njóta skóla- vistar í 6—7 ár í 24—32 vikur ár- lega, en hin, sem búa við far- skólana, njóta skólavistar í 3— 4 ár í 8—12 vikur árlega, mest 16 vikur. Nú veit ég, að margur hugs- ar sem svo: Kemur þessi að- stöðumunur fram, þegar prófuð er þekking barnanna að liðnum skólaárum, — og verður þekk- ing barnsins betri í fjölmenn- inu með langri skólagöngu en í sveitunum með sínum stutta skólatíma og erfiðu aðstöðu far- skólanna? Ég viðurkenni það, að ég get ekki gefið rökstutt svar við þessari spurningu. — Þau próf, sem ég hefi framkvæmt á ferð- um mínum, eru ekki svo marg- brotin, að árangur þeirra geti gefið þau rök, sem fullnægj- andi svör verða byggð á. Og svo skal ætíð hafa það hugfast, að margt hiff bezta í starfi skól- anna og heimilanna, er ekki hægt að mæla með neinum prófum. Ég vil þó vekja athygli hugsandi manna á ýmsum staðreyndum, sem ekki er hægt að vanmeta, og að síðustu vil ég benda á þau úrræði, sem ég tel að gætu stutt að því, að sveit- irnar — hinar strjálbýlu byggð- ir landsins — hefðu áfram for- ystu um menningu alþýðunnar, eða að' minnsta kosti héldu velli, en ég óttast með áfram- haldandi hinum geysilega að- stöðumun, sem ég hefi bent á, sé stór hætta á, að æskulýður sveitanna dragist aftur úr, ef hin fjölmörgu sveitahéruð, sem Ivantar skóla, búa við slík kjör j framvegis, — þótt ég viður-i j kenni það, að enn halda sveit- j irnar furðu vel velli, þrátt fyr- ir mikinn aðstöðumun í mörg undanfarin ár. Þegar rætt er um skólahald í sveitum, þá er það eins og allir vita, með þrennu móti: heima- vistarskólar, heimangönguskól- ar og farskólar. Fastir heimangönguskólar koma aðeins til greina í þé£t- býlum sveitum, og verða þá börn frá afskekktustu bæjun- um að eiga dvöl á nágranna- bæjum skólans. Heimavistar- skólar taka börnin til dvalar og er þá jafnan börnunuih skipt í tvo flokka eftir aldri. En langflest skólahéruðin til sveita á mínu eftirlitssvæði, eiga enn að búa við farskólana, og mun ég því ræða um þá nokkuð nánar. Nýju fræðslulögin gera ráð fyrir því, að hvert skólahverfi (en venjulega er hver hreppur sér skólahverfi) reisi sinn skóla eða sameinist um byggingu skóla við næsta eða næstu skólahverfi. En sérstök bráðabirgðaákvæði eru um það, að þar til skóla- byggingar og sameining skóla- hverfa komist í framkvæmd, skuli gilda gömlu login um far- s^ólahald í þeim skólahéruð- um. Venjulega er hver hreppur skólahverfi, en hreppar eru um 200 á öllu landinu. Þegar undan er sk^ilin þau skólahverfi, er reist hafa skólahús, annað- hvort heimavistar- eða heim- angönguskóla, þá munu um 110 skólahverfi búa við þá skóla- skipun, er við nefnum far- skóla. Geysilegt átak þarf til þess, að skipa þessum málum þannig, að hvert skólahverfi eignist sinn skóla, eða samein- ist við önnur skólahverfi um þyggingu skóla. Mörg skóla- hverfi verða því enn um sinn að búa við þessi kjör. Ég vil taka það strax fram, að þótt ég telji, að farskólar eins ög þeir eru víða reknir, með mörgum og oft laklegum kennslustöðum, séu oft vand- ræðastofnanir, þá viðurkenni ég það, að góður farskóli líkist að mörgu leyti hinni fornu heimilisfræðslu, og nær þess- vegna oft undraverðum ár- angri, einkum í bóklegri þekk-i ingu. Nú vil ég biðja menn að staldra við meö mér á miðl- ungsheimili í sveit, að morgni, þegar kennsla er að hefjast í farskóla, Það er krapahríð, og börnin, sem ganga að, koma blaut og hrakin. Sum hafa gengið 3—4 km. og eru ef til vill hálfblaut í fætur. Kennslu- stofan er lítil stofa eða bað- stofuendi og stundum er upp- hitunin olíuvél eða prímus. — Sætin eru ef til vill baklausir bekkir og koffort. Hendur barnanna eru blautar og kaldar því að ekki er það víst, að þau hafi aðgang að handlaug til þess að þvo og þerra hendur sínar. Þröngt er við borðið í kennslustofunni og engin geymsla fyrir bækur og annað sem skólanum tilheyrir. Á þessum stað og við þennan aðbúnað hefst svo kennslan. Þessa augnabliksmynd þekkja allir, sem í farskólahéruðum búa. Sums staðar er aðstaðan betri en hér er lýst, en líka þekkist það, að hún sé lakari. Berum þetta nú saman við aðbúð barna í kaupstöðum og þéttbýli. Þar koma börnin um stuttan veg inn í hlýja og bjarta skólaganga. Þar eru fata- geymslur og staður fyrir skó- fatnað. Börnin setja á sig inni- skó og þvo sér, ef þau þurfa, í handlaug með heitu og köldu vatni, og raða sér svo hvert við sínar stofudyr. — Ef til vill er sunginn sálmur, og síðan ganga börnin inn og kennsla hefst. Þetta hvorttveggja eru sannar lýsingar og geta menn svo í huganum borið saman aðbún- inn og kjörin. Þótt það sé mikils vert að börn á þessum tímum fái lög- skipaða fræðslu, þá er þó eitt, sem allir foreldrar og kennarar þurfa ætíð að muna, að heilsa barnsins er þess dýrmætasta eign, og henni má ekki spilla. En baklausir skólabekkir og loftlitlar stofur með olíuupp- hitun, er hvorttveggja stór- hættulegt heilsu skólabarna. Og menningu þjóðarinnar er mjs- boðið, ef hvert skólabarn á ekki aðgang að handlaug ,og sal- erni. Þau skólahéruð, sem enn um stund þurfa að búa við far- skólahald, þurfa að vinda brácj- an bug að nauðsynlegum end- urbótum. Börnin geta ekki beðið. Hver árgangurinn ýtir öðrum af stokki. Um rekstur heimavistarskól- anna vil ég segja það, að þótt reynslan' af. starfi þeirra sé ekki löng, þá er hún yfirleitt góð, og ekkert skólahverfi þekki ég, sem vildi leggja þá niður og hverfa að farskólahaldi aft- ur. ” I Höfuðkostir þeirra eru þessir: Húsakynni eru yfirleitt heil- næm og hlý. Hægt er að flokka börnin í 2 flokka eftir aldri, og næst því betri árangur af kennslunni. Víðast er hægt að koma við íþróttum, handa- vinnu og söng. Börnin æfast í að sjá um sig sjálf og sína muni, umgangast vandalausa, hirða herbergi sín, bera mat á borð og fleira, sem er þeim veganesti í lífsbaráttunni. Ef samvinna er góð milli (Framhald á 7. síðu)

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.