Tíminn - 12.10.1945, Blaðsíða 1
\ í
| rnmmmémm: |
\ BÓBARINS ÞÓRARINSSON. 1
; ÓtMEara'ANÐI:
FRAMSÓKNARPLiOKKTJRINN1' <
s s
Símar 2353 oa 4373. |
PRENTSMEÐJAN EDDA bj. \
S S
RITSTJ ÓRA PtKRTESTOFOR:
EDDUHÚSI. IJBdSHSÖtu 9 A. >
Slmar 2353 Og 4373.
AFGREIÐSLA, INNBEIMTA |
OG AUGLÝSINGASKRIFSTOFA: )
EDDÚHÚSI, Llndargötu 9A. }
Slml 2323 S
29. árg.
, Reykjavík, föstudagiim 12. okt. 1945
77. blað
, Nýsköpun ‘r íkisstjór nar-
innar í Ijósi staðreynda
Frá umræðum i ueðri deild um vélbáta- og
togarakaup stjórnariuiiár
Síðastl. mánudag' og þriðjudag urðu allmiklar umræður í neðri
deild um tvö bráðabirgðalög ríkisstjórnarinnar, lögin um báta-
smíðarnar innanlands og togarakaupin. Hafa stjórnarblöðin
reynt að guma mikið af þessum máium og sagt, að þau sönnuðu,
hve vel stjórnin ynni að því að efna „nýsköpunar“loforð sín.
Jafnframt hafa þau talið alla gagnrýni stjórnarandstæðinga
órökstutt nöldur, er sýni andúð við „nýsköpunina." Við nánari
athugun er það ljóst, að þessi áróður er ætlaður til þess að breiða
yfir mistök stjórnarinnar í sambandi við þessar framkvæmdir.
Bátakaupin.
Það mun láta nærri, að búið
sé að kaupa eða tryggja smíði
á 110—120 vélbátum. Af þessum
bátum eru um 80 byggðir að
frumkvæði /fyrrv. ríkisstjórnar
(sænsku bátarnir) eða einstakl-
inga. Allir þessir bátar eru þegar
seldir eða sala þeirra tryggð.
Sýnir það bezt, að einstaklingar
og sveitar- og bæjarfélög hafa
svo mikinn áhuga fyrir þessum
málum, að óhætt er að treysta
framtaki þeirra, en ríkið veiti
þeim nauðsynlegar leiðbeiningar
og aðstoð við kaup og leyfisút-
vegun. Eina bátaaukningin, sem
er gerð að frumkvæði og á veg-
um núv. ríkisstjórnar, eru smíð-
ar á 35 bátum innanlands. Þess-
ir bátar verða langdýrustu bát-
arnir og enginn þeirra er enn
seldur. Er allt útlit fyrir að þeir
verði ekki seldir, nema að ríkið
veiti miklu meiri styrk til kaupa
á þeim en öðrum bátum. Af
þessum ráðstöfunum getur ekki
leitt annað en mikil aukaút-
gjöld fyrir ríkissjóð eða útgerð-
ina, (miðað við það, að bátarnir
hefðu verið smíðaðir annars
staðar, ellegar að ríkið verður
að sitja uppi með þá og annast
útgerð þeirra. Hinn óhagstæða
verðmun má marka á því, að 62
smál. bátarnir, sem stjórnin
lætr smiða innanlands, kosta a.
m. k. 567 þús. kr., en 60 smál.
bátar fást nú smíðaðir í Dan-
mörku fyrir 320 þús. kr. (sbr.
frásagnirnar af bátakaupum
Akurnesinga á öðrum stað hér
í blaðinu).
í umræðunum í þinginu var
það gagnrýnt, að stjórnin skyldi
ekki hafa unnið að því að tryggja
sér kaupendur, jafnhliða og hún
undirbjó smíði bátanna, og, að
hún skyldi ekki einnig hafa leit
að tilboða i smíði þeirra erlend-
is og tryggt þannig, að bátarnir
yrðu eins ódýrir og frekast var
völ á.Þetta hvort tveggja var van
rækt og þess vegna situr ríkið
nú uppi með miklu dýrari
báta en ella og hefir engan
þeirra selt enn.
Afsökun stjórnarsinna var að-
allega sú að ekki hefði mátt bíða
eftir ákvörðun einstaklinga eða
bæjarfélaga því að þá hefði
(Framhald á 8. síðuj
I RÍKISSTJÓRNIN STÖÐVAR
BÁTAKAUP AKURNESINGA
Ástæðan virðist sú, að Akurnesiug'ar gátu
fengið í Danmörku nýja báta, sem voru
247 l>ás. kr. ódýrari en jafnstórir bátar,
sem stjórnin er að láta smíða!
Fyrir nokkru síðan leitaði Akraneskaupstaður eftir tilboð-
um í Danmörku í smíði nokurrra vélbáta. Þetta bar þann
árangur að tilboð fékkst í smíði tíu 60 smál. vélbáta, og var
verðið kr. 320.000 á bát.
Akraneskaupstaður leitaði þessu næst til ríkisstjórnarinn-
ar og óskaði þess, að hpn veitti 100 þús. kr. vaxtalaust lán
á hvern bát, eins og venja hefir verið að veita til bátakaupa
að undanförnu.
Af fullkomlega óskiljanlegum ástæðum neitaði ríkisstjórn-
in að verða við þessum óskum.
Synjun stjórnarinnar hafði þau áhrif, að útvegsmenn á
Akranesi treystu sér ekki til að semja um smíði, nema á
þrcmur þessara báta, en hefðu samiö um smíði á 10, ef um-
rætt lán hefði fengizt.
Rikisstjórnin hefir þannig hindrað mikla aukningu vél-
bátaflotans á Akranesi. Engar réttlætanlegar ástæður eru
fyrir þessari framkomu, en hún er hins vegar talin byggjast
á því, að stjórnin álítur sig ekki geta komið út bátunum,
sem hún er að láta smíða innanlands, ef þannig verður
farið að byggja báta erlendis í stórum stíl. En verðmunurinn
á þessum dönsku bátum og hliðstæðum bátum (62 smál.),
sem stjórnin er að láta smíða innanlands, er hvorki meira *
né minna en 247 þús. kr. eða hátt upp í það helmings munur.
Þetta mál bregður sannarlega góðri birtu yfir það, hve
mikilla vanhygginda og ráðleysis gætir í „nýsköpunar“-
vinnubrögðum stjórnarinnar.
• >--------T.,»r»—T-r-,o,—,rr------------1--r~n—r~n-Q
• %
♦
Oþolandi framkoma ríkisstjórnarinn
ar í mikilvægu utanríkismáli
Bandarlkin ganga í nýja þjóðabandatagið
Mynd þessi var tekin 8. ágúst síðastliðinn, þegar Truman forseti undirritaði
fyrir hönd Bandaríkjanna lög Þjóðabandaiagsins nýja. Við hlið hans situr
Jones F. Byrnes, utanríkisráðherra Bandaríkjanna.
Stórfelld efling
Fiskimálasjóðs
Þýðiugarmikið frumvarp, scm Framsóknar-
meun hafa lagt fra mí neðri deild
Tveir þingmenn Framsóknarflokksins, Eysteinn Jónsson og
Éjörn Kristjánsson, hafa lagt fram frumv. í neðri deild um Fiski-
málasjóð, markaðsleit sjávarafurða, útflutning á fiski o. fl. Er
þar gert ráð fyrir stórlega auknum .fjárráðum sjóðsins, en til-
gangur hans er einkum að styðja margvíslegar framkvæmdir
í þágu sjávarútvegsins. Enn fremur er gert ráð fyrir ýmsum öðr-
um mikilsverðum breytingum á starfsháttum sjóðsins,#m. a., að
forustan í þessum málum verði falin Fiskifélagi Islands í stað
fiskimálanefndar, og að félög útvegsmanna og fiskimanna eða
sveita- og bæjarfélög hafi forgangsrétt að lánum sjóðsins. Með
frumv. þessu, ef samþykkt verður, er stigið stórt spor í þá átt,
að koma á betri hagnýtingu sjávarafurða og afla markaða fyrir
þær, en stjórnarflokkarnir hafa alveg vanrækt að sinna því verk-
Stjórnin þegir við erlendum og innlend-
um kviksögum, sem varða sjálfstæði
þjóðarinnár
Seinustu vikurnar hefir gengið hér í bænum þrálátur orðróm-
ur um það, að Bandaríkjastjórn hafi snúið sér til íslenzku ríkis-
stjórnarinnar og óskað eftir að hafnir yrðu samningar þess efnis,
að Bandaríkin fengu leigðar hernaðarbækistöðvar á tveimur eða
þremur stöðum á íslandi, þ. e. Keflavíkurflugvöiiinn, Hvalfjörð
og jafnvei Fossvog. Þessi orðrómur hefir nú náð svo langt, að
hann hefir birzt í ýmsum erlendum blöðum, einkum á Norður-
löndum, og í útvarpsstöðvum í Moskvu og Helsingfors. Bendir
ýmislegt til þess, að íslenzkir menn hafi átt þátt í því að koma
efni.
í frv. er gert ráð fyrir, að
Fiskimálasjóður njóti ekki að-
eins þeirra tekna, sem hann
hefir nú, þ. e* y2% af andvirði
greiddra sjávarafurða, heldur
einnig a. m. k. 2y2 milj. kr. ár-
legs framlags úr ríkissjóði næstu
10 árin. Þá er sjóðnum og heim-
ilað 10 milj. kr. lántaka.
Hlutverk Fiskimálasjóðs er að
veita lán til niðursuðuverk-
smiðja, hraðfrystihúsa, verk-
smiðja til að vinna úr fiskúr-
gangi, beitugeymsla og ýms iðn-
rekstrar í þágu sjávarútvegs-
ins. Lánin skulu vera vaxtalaus,
afborgunarlaus fyrstu 5 árin og
mega nema 25% af stofnkostn-
aði. Félög útvegsmanna og fiski-
manna og sveita- og bæjafélög
skulu hafa forgangsrétt að lán-
unum. Ennfremur skal sjóður-
inn veita styrki til markaðsleita
og hvers konar tilraunastarf-
semi (ný veiðarfæri, verkunar-
aðferðir o. fl.), er fari fram
undir yfirumsjón Fiskifélags
íslands.
Loks er gert ráð fyrir, að
stjórn sjóðsins megi veita lán
til bátakaupa eða bátasmíði á
þá staði, þar sem tilfinnanleg
vöntun er báta, fjármagn er
lítið fyrir hendi, en rétt að efla
útgerð að dómi Fiskifélags ís-
land^.
Þessa stórmerka máls er nán-
ar getið á 3. síðu blaðsins, þar
sem meginefni greinargerðar
frv. er birt.
Samvinnuskólinn
Samvinnuskólinn var settur
10. okt., eins og venja er til.
Við skólasetningu flutti Jónas
Jónsson skólastjóri ræðu.
í skólanum 1 stunda nú nám
fleiri nemendur en nokkru
sinni fyrr, og eru báðar deildir
tvískiptar, en í fyrra var tekin
upp sú nýlunda, vegna hinnar
miklu aðsóknar að skólanum
að tviskipta yngri deild. Alls
stunda því nám ‘í skólanum 96
nemendur, þar af 58 í eldri deild.
Breytingar á kennaraliði skól-
ans frá fyrra eru þær, að í stað
Jónasar Kristjánssonar, er
kenndi íslenzku í yngri deild,
kennir þar nú Andrés Krlstjáns-
son. Viðskiptalandafræði, sem
Guðlaugur Rósinkranz hefir
undanfarið kennt í báðum deild-
um, kennir nú Friðfinnur Ólafs-
son viðskiptafræðingur.
Aðsókn að skólanum er geysi-
mikil, og varð að vísa mörgum
frá vegna þrengsla, þó að báðar
deildir skólans séu nú tvískipt-
ar. Þegar hafa borizt allmargar
umsóknir um skólavist næsta
skólaár.
honum á framfæri erlendis.
Skýrsla, sem verður
að koma.
Sú afstaða, sem íslenzka
ríkisstjórnin hefir tekið til
þessa orðróms, er óverjandi.
Henni hefir lengi verið vel
kunnugt um hann hér innan-
lands, án þess þó að gera nokk-
uð til að upplýsa þjóðina um
það sanna í málinu. Þegar fyrsta
fréttin um þetta birtist í er-
: lendu blaði, sneri utanríkis-
málaráðuneytið sér tiljslenzku
blaðanna og óskaði eftir, að
ekkert yrði um hana getið fyrr
en tilkynning kæmi um málið
frá utanríkismálaráðherranum.
Tímanum þótti sjálfsagt að
verða við þessum tilmælum rík-
isstjórnarinnar, enda taldi hann
víst, að tilkynningin frá henni
myndi ekki dragast að ráði úr
þessu. En eitt blað virðist hafa
haft þessi tilmæli að engu, því
að .næsta dag ræðst Þjóðviljinn
með miklu offorsi á þá, sem séu
að hugsa til þess að selja Banda-
ríkjamönnum landið. Hefði
þetta tilefni eitt átt að vera
stjórninni ærin ástæða til að
gera mönnum grein fyrir, hvað
væri hér á seiði. En stjórnin
heldur áfram að þegja og Þjóð-
viljinn færist enn í aukana
næsta dag á eftir. Ekki bólar
þó neitt frekara á skýrslu
stjórnarinnar, og í viðtáli við
annað stjórnarblaðið, Alþýðu-
blaðið, sem óskar upplýsinga
forsætisráðherra um málið, lýs-
ir hann yfir því, að hann „vilji
ekki gera það að umtalsefni".
Það er þannig einna svipaðast
og ríkisstjórnin stefni að því að
múlbinda öll blöðin, nema
Þjóðviljann, svo að hann geti
óáreittur rætt málið frá einni
hlið.
Þetta getur ekki gengið þann-
ig lengur. Þjóðin heimtar að
gögnin verði lögð á borðið og
hún fái að ræða það frá öllum
hliðum. Hefir slík orðsending
borizt frá Bandaríkjamönnum
og orðrómurinn greinir frá?
Hverju hefir ríkisstjórnin svar-
að? Lýsa skrif Þjóöviljans af-
stöðu ríkisstjórnarinnar?
Hvernig á að bregðast
við slíkum máíum?
Sé sá orðrómur réttur, að rík-
isstjórninni hafi borizt slik orð-
sending, er gott að hafa í huga,
hvernig fyrv. stjórnir hafa tekið
á slíkum málum, þegar þeim
hafa borizt þau að höndum.
Þegar Þjóðverjarnir báru fram
óskir um flugvelli hér 1939, var
beim svarað nær tafarlaust og
síðan birt um það opinber yfir-
lýsing. Þegar Bandaríkin fóru
fram á að fá hernaðarbæki-
stöðvar hér sumarið 1941, var
þeim einnig svarað tafarlaust
og málið síðan lagt fyrir þing
og þjóð. Þannig á að halda á
slíkum málum, svara þeim
fljótt og einarðlega og sýna
þannig styrk og festu í fram-
komunni við önnur ríki. Hins
vegar sýnir það fyllsta veikleika
og skapar verðskuldaða óvirð-
ingu að leggjast á slík mál og
láta þau síast út og koma af
stað alls konar kviksögum áður
en þeim er svarað. Gagnvart
þjóðinni sjálfri er það-svo alveg
óþolandi, að hún sé lengi
leynd slíkum málum og fái fyrst
opinberar fréttir um þau í tyrk-
nesku eða rússnesku útvarpi.
3Vóg komið af lcvik-
sögumim.
Úr því sem komið er, er ekk-
ert undanfæri til fyrir stjórnina
að þegja lengur um þetta mál.
Úún verður að segja það greini-
lega, hvað hæft er í umræddum
orðrómi, og hún verður að
marka sér ákveðna afstöðu til
slíkrar orðsendingar, ef hún
hefir borizt. Frekari þögn getur.
ekki orðið til annars en tjóns
og leiðinda fyrir þjóðina.
Þannig er t. d. farið að ræða
um það í erlendum blöðum, að
íslendingar muni kannski fall-
ast á tilboð Bandaríkjanna, ef
þeir fái hagkvæma viðskipta-
samninga í staðinn. Þeir ætli
m. ö. o. að selja sig. Jafn ófrægi-
legum orðrómi þarf vitanlega að
hnekkja, því að hver, sem af-
staða íslendinga verður í þessu
máli, mun hún aldrei markast
af fjárhagslegum ástæðum,
heldur af allt öðrum sjónarmið-
um.
Láti stjórnin þögnina haldast
áfram, munu slíkar kviksögur
halda áfram að breiðast út og
geta gert þjóðinni margvíslegan
skaða. Það er vissulega meira
en nóg komið af svo góðu.
Fyrir þjóðiria er það lika í
flestan máta óviðunandi að geta
ekki rætt þetta mál á sama tíma
og það er rætt í heimsblöðun-
um, ef það er eitthvað meira
en orðrómurinn einn. En vitan-
lega getur þjóðin ekki rætt
þetta mál af gagni, ef umræð-
(Framhald á 8. síðu)
Rætt um búnaðar-
ráðið á Alþingi
Tvo undanfarna daga hafa
vcrið harðar umræður í neðri
deild um búnaðarráðslög ríkis-
stjórnarinnar. 1 umræðunum
tcku þátt Bjarni Ásgeirsson,
Páll Zóhoníasson og Eysteinn
Jónsson af hálfu Framsóknar-
manna, en Pétur Magnússon og
Jón Pálmason af hálfu stjórn-
arinnar. Að loknum umræðum
var lögunum vísað til 2. umræðu
gegn atkvæðum Framsóknar-
manna.
Margt athyglisvert kom fram
í þessum umræðum og verður
þeirra nánar getið í næsta blaði.