Tíminn - 19.10.1945, Page 2

Tíminn - 19.10.1945, Page 2
2 TÍMIM, föstiidaginn 19. okt. 1945 79. blatt F j árlagaumræðurnar. Fjárlagaumræðurnar í fyrra- dag voru á margan hátt hinar sögulegustu. * Málflutningur stjórnarsinna bar hin fyllstu merki vonds málstaðar. Hann einkenndist af taumlausum blekkingum, eins og glöggt kom fram hjá Emil Jónssyni, þegar hann sagði, að Framsóknarmenn vildu ekkert nema kauplækkun, eða óstjórnlegasta hatri, eins og glöggt kom fram hjá Þóroddi Guðmundssyni, er bersýnilega vildi beita Framsóknarmenn svipuðum aðferðum og stjórnar- andstaða er beitt í löndum hins „austræna lýðræðis.“ Hvort tveggja lýsti, eins vel og hugsazt gat, lélegum málstað, því aðeins þeir, sem hafa vont mál að verja, beita slíkum málflutningi. Þetta Þarf heldur engan að undra, þegar litið er á niður- stöður fjárlagafrumv., en frá þeim er skýrt á öðrum stað7 Glöggt kom það fram í um- ræðunum, hvers vegna komm- únistar hafa viljað fá Jón Pálmason fyrir forseta. Þór- oddur Guðmundsson fór hinum verstu svívirðingarorðum, jafnt um viðstadda sem fjarstadda menn og myndi hvaða forseti annar en Jón hafa vítt slíkt orð- bragð. Þá talaði Þóroddur lengi fram yfir ræðirtímann um kaup- félagsmálið á Siglufirði, sem var eins langt frá dagskrármálinu og hugsazt gat. Hvaða"forseti annar en Jón hefði synjað um auka ræðutíma til slíks mál- flutnings. Höfum við einkarétt á tæknirini? ^ Einn spaugilegasti þáttur um- ræðanna var sá, þeígar Emil Jónsson var að lýsa þvf, að stjórnin vildi ekki gera neitt í dýrtíðarmálunum fyrr en séð væri um árangur aukinnar tækni í atvinnuvegunum. Skyldi hann halda, varð einum áheyr- anda að orði, að íslendingar hafi einkarétt á tækninni? Maðurinn átti við það, að aðrar þjóðir myndu ekki síður auka tæknina en við og þess vegna myndi auk- in tækni ekki bæta aðstöðu okk- ar á þann hátt, að við þyldum meiri dýrtíð en þær. Aukin tækni myndi aðeins hjálpa okk- ur til að dragast ekki aftur úr, og því væri sjálfsagt að auka hana eftir fyllstu getu. Hins vegar væri barnaleg bjartsýni að telja hana úrræði í dýrtíðar- málunum. Málflutningur Emils. Eysteinn Jónsson benti á það, að 400 þús. kr. fjárveiting til nýrra símalína hrykki skammt til samræmis við þarfir og kröf- ur þjóðarinnar eftir nokkurra ára kyrrstöðu, þegar loksins kæmi hið langþráða efni til þessara framkvæmda. Emil Jónsson gerði sér lítið fyrir og mótmælti þessu með því, að lesa upp tölur fjárlagafrumvarpsins um aðrar framkvæmdir Lands- dímans. Með slíKri blekkingu reyndi hann svo að sanna föls- un á Eystein. Hefir ráðherrann sennilega treyst á það, að meiri- hluti hlustenda sæi ekki við svona leikreglum og gerði þá minna til um þá greindustu. Ánægðir með ósómann. Fjárlagaumræðurnar voru ekki sízt að því leyti eftirtektar- verðar fyrir alþýðu fslands, að stjórnarflokarnir kannast ekki við nein skattsvik eða misrétti í skattamálum og fjárhagsmál- um. Það er þá engra lagfæringa að vænta þaðan. Sjálfur fjár- málaráðherrann byggði svar sitt á hinum trausta grunni þeirra fullyrðinga, sem Þóroddur Guð- mundsson flutti og ályktaði, að hið fjárhags-lega misrétti, sem stjórnarandstæðingar töluðu um væri það eitt, að nú væri ekki lengur hægt að lifa af því einu að vera Framsóknarmaður. Því var einu sinni trúað á Siglu- firði, að Þóroddur Guðmunds- son lifði á því einu að vera kommúnisti. Svo mikið er víst, að hann vann þá engin launa- Föstudagur 19. oht. Dómur fjárlaganna Fjárlagaumræðurnar, er fóru fram frá Alþingi síðastl. þriðju- dag, voru lærdómsríkar. Þær voru svo öruggur dómur i mörg- um deiluatriðum se^nasta þings. Því var haldið fram af Fram- sóknarmönnum þá, að útgjöld ríkisins á þessu ári myndu alltaf verða 140—150 millj. kr. Fjár- lögin væru því ramfölsk, þar sem útgjöldin á sjóðsyfirliti væru ekki áætluð nema 110 millj. kr. Það er nú þegar sýnt, að sjóðsútgjöldin verða ekki undir 140—150 millj. kr. Hitt er svo annað mál, að stjórninni mun að líkindum takast að ná saman nægu'fé til að mæta þessum útgjöldum. Til þess liggja ekki sízt þrjár ástæð- ur, stóraukinn áfengisgróði, veltuskatturinn og bilaokrið. Með þessum þokkalegu tekju- stofnum verður sennilega unnt að verjast skuldasöfnun í ár. Framsóknarmenn héldu því og fram á seinasta þingi, að stefnan, sem mótaði fjárlögin, væri ófær til frambúðar, þótt hægt yrði að fleyta ríkissjóði með örþrifaráðum eins og veltu- skattinum, í nokkra mánuði. Undir þetta var þá tekið af fjár- málaráðherranum, sem hélt því líka fram, að þetta væri ekki „sín stefna.“ Ráðherranum hef- ir þó ekki flökrað við „kollsteyp- unni,“ því að nýja fjárlagafrv. er byggt á sömu stefnunni og áður. Afleiðingin er sú, að nær 13 millj. kr. greiðsluhalli er á- ætlaður í frumvarpinu og eru þó lækkuð mörg framlög til verklegra framkvæmda, t. d. nýrra vega, hafnarbóta og strandferða. Ennfremur vantar margvísleg útgjöld inn í frv. og ekki er varið einum eyri um- fram það, sem venjulegt er, til þeirrar „nýsköpunar11 atvinnu- veganna, sem ríkisstjórnin þyk- ist bera svo mjög fyrir brjósti. Útgjöldin eru þó áætluð 20 millj. kr. hærri en í fjárlögum þessa árs og verða því með svipuð- um umframgreiðslum og i ár alltaf 160—170 millj. kr. Hverjum hugsandi manna, má vissulega vera ljóst, að slík fjár- málastefna getur ekki endað með öðru en skelfingu óg það því fremur, sem stjórnarliðar eru nú sjálfir farnir að spá, að verðfall útflutningsvaranna 'sé skammt undan. Eigi að halda henni áfram verður að gera annað tveggja (eða jafnvel hvort tveggja), að leggja á óbil- gjörnustu skatta, eins og veltu- skattinn, eða safna skuldum til að mæta rekstrarútgjöldum ríkisins. Þjóðinni mætti nú verða ljóst, hve röng sú fjármálastefna er, sem fylgt hefir verið á undan- förnum árum. í lok hins mesta gróðatímabils á ríkið enga telj- andi sjóði, en skuldar 38 milj. kr., og ríkisstjórnin leggur fram fjárlagafrumv. með 13 millj. kr. greiðsluhalla, þótt skorin séu þar niður mörg framlög til verk- legra framkvæmda og engin aukaframlög veitt til „nýsköp- unarinnar.“ f stað þe$sa hörmu- lega ástands, myndi ríkissjóður nú geta verið skuldlaus og átt hundruð millj. kr. í sjóði, ef dýrtíðin hefði verið stöðvuð haustið 1941 eða veturinn 1942, eins og Framsóknarmenn beittu sér fyrir. Þá hefði verið hægt að hefja margfallt stórfelldari „ný- sköpun“ en nú á sér stað,i án skuldasöfnunar. Slíkur er munurinn á stefnu Framsóknarmanna og stjórnar- bræðingsins. Fyrir þjóðina gæti þetta verið örugg leiðbeining um það, hvorri stefnunni henni muni hyggilegra að fylgja, stefnu Framsóknarflokksins eða stjórnarliðsins. Þeir eiga engan Emil í fjármálaumræðunumd fyrra dag gerðist Emil Jónsson sam- göngumálaráðherra höfuðmál- svari þeirrar fjármálastefnu, sem einkennir fjárlagafrv. og veldur því, að þar er gert ráð fyrir 13 milj. kr. greiðsluhalla, þótt sleppt sé úr því mörgum lögboðnum og óhjákvæmilegum greiðslum, ýms framlög til verk- legra framkvæmda séu lækkuð og engin aukaframlög séu ætluð til „nýsköpunarinnar.“ Reyndar var það ekki undar- legt þótt Emil Jónsson gengi hér fram fyrir skjöldu, því að niður- skurðurinn á verklegum fram- kvæmdum nær einkum til þeirra mála, sem heyra undir ráðu- neyti hans. Þannig er framlagið til nýrra vega lækkað um 1 milj. kr. og framlagið til hafnarbóta um 1.4 milj. kr. frá því, sem er í núgildandi fjárlögum. Og fjár- veitingin til strandferða er lækkuð um eina milj. kr. Þessum hörmulegu niðurstöð- um, þessum samdrætti á fram- kvæmdum í stað „nýsköpunar," hugðist Emil að leyna með þvi að kenna landbúnaðinum um alla dýrtíðina og gylla „nýsköp- un“ stjórnarinnar fyrir hlust- endum. Svo vel tókst honum að leika þetta hlutverk, að höfuð- paur stórgróðavaldsins, Ólafur Thors, sagði við hann að lokinni ræðunni: Þú varst ■'góður, þú stóðst þig vel. Frá sjónarmiði stórgróða- mannsins stóð Emil sig vissu- lega vel. Það er ekki á hverju strái „verkalýðsleiðtogi,“ sem reynir að dylja fyrir almenningi áhrifin af miljónagróða milli- liðanna á dýrtíðina með því að telja haha eingöngu verk land- búnaðarins. Það eru ekki heldur á hverju strái „verkalýðsleiðtog- ar,“ sem lýsa ánægju sinni yfir þeirri „nýsköpun," að dregið sé úr framlögum til vegalagninga og hafnarbóta og sérhver króna, sem fer til nýbygginga, sé gerð helmingi verðminni en hún gæti verið. En sannleikurinn um þá „nýsköpun“ stjórnarinnar, sem Emil gumaði mest af, (smíði 35 vélbáta innanlands og byggingu tveggja síldarverksmiðja) er sá, að fyrir það fjármagn, sem nú fer til þessara framkvæmda mætti fá 60 vélbáta og fjórar verksmiðjur, ef fjármálastefna stjórnarinnar hefði ekki ráðið og dýrtíðin væri því svipuð og í nágrannalöndunum. Raunveru- lega vinnur ríkisatjórnin þannig að því að „nýsköpunin“ verði miklu minni en hún hefði getað orðið, auk þess, sem rekstrar- grundvöllurinn er gerður eins ótraustur og hugsast getur. Um allan heim berjast líka flokksbræður Emils Jónssonar gegn þeirri fjármálastefnu, sem þannig minnkar „nýsköpunina“ og skapar henni ótryggan starfsgrundvöll, néma á íslandi. Alls staðar annars staðar hafa þeir beitt sér fyrir stöðvun dýr- tíðarinnar, líkt og Framsóknar- menn hér. Þeir vita, að dýrtíðin er versti óvinur „nýsköpunar- innar“ og því versti óvinur verkalýðsins, er til lengdar læt- ur. Um allan heim berjast jafn- aðarmenn líka gegn okri og miljónagróða milliliðanna, nema á íslandi. Þar ganga Emil Jóns- son og fleiri jafnaðarmannaleið- togar fram fytir skjöldu og reyna að fela milliliðaokrið með því að skella allri skuldinni á bændastéttina. Hvergi myndu jafnaðarmenn taka þátt í ríkis- stjórn.er dregur stórlega úrverk- legum framkvæmdum þeirra ráðuneyta, sem þeir veita for- sjórt, nema á íslandi. Þar er Emil Jónsson hinn ánægðasti yfir því að vera vega- og hafnar- málaráðherra i stjórn, sem minnkar framlög til vegalagn- inga og hafnarbóta. Um allan heim fordæma jafnaðarmenn sambræðslu við stórgróðavaldið og milliliðina, nema á íslandi. Þar gengur Emil Jónsson ber- serksgang til að telja alþýðunni trú um, að samvinnan við Kveld- úlf og heildsalana sé eini vegur- inn til sáluhjálpar og „nýsköp- unar“ og hikar ekki við til að afsaka þá samvinnu, að skrökva því upp, að framfaraöflin vilji ekkert nema kauplækkun! Sá er líka munurinn, að á íslandi er jafnaðarmannaflokk- urinn síminnkandi. Annars stað- ar eykst fylgi jafnaðarmanna. Skýringin er augljós. Þar eiga þeir engan Emil Jónsson né menn af hans sauðahúsi. Erlent yfirlit Stjórnarfarið í Tékkðslóvakíu •* I t , ' störf i þágu íslenzkra atvinnu- vega. En sleppum því. Sennilega hafa allir þeir mörgu, sem hafa andúð á fjármálaóstjórn, skatt- svikum og gegndarleysi gróða- brasksins fundið það, að stjórn- in tekur á þessum málum með léttúð og alvöruleysi. Fyrst svo er, þá er gott að þjóðin viti það, og heyri það sem oftast af vör- um sinna æðstu mann, að þeir eru sáttir við svínaríið. Vopnin snerust. Þóroddur deildi mjög á Fram- sóknarflokkinn fyrir það, að hafa látið eina og aðra kaup- félagsstjóra panta fisktökuskip á smáhafnir úti um land. Svo hefðu þau þá stundum þurft að bíða eftir afla. Ef þetta væri ekki skemmdarstarfsemi vissi hann ekki hvað skemmdarstarf- semi væri. Útvegsmenn og sjómenn við þessar smáhafnir ættu að hug- leiða þetta vel. Hér talar sá, sem hælir sér af umhyggju fyrir þeim. Honum hefir víst fundizt að þeir ættu að láta sér nægja að panta skipið, þegar þeir væru búnir að veiða fiskinn. Þeir gætu átt hann í kös nokkra daga meðan verið væri að útvega skipið og senda það til þeirra. Þóroddur er ækki öfundsverð- ur af svona málflutningi. Hann hefir sjálfur orðið til að koma því upp og sanna það, að það er Framsóknarflokkurinn, sem á undir fiögg að sækja með hagsmunamál útvegsmanna og fiskimanna í þorpunum en flokk ur hans sjájfs, sem berst þar á móti. Þegar engir eru, sem styðja þá kröfu smáhafnanna, að þar bíði skip, þegar aflinn kemur að landi, eru taldir dagar þeirra sem útflutningshafna ís- fiskjar. Þóroddur sannaði því sjálfur, að það er Framsóknar- flokkurinn, sem heldur hlífi- skildi yfir atvinnulífi þessara staða gegn ofsóknum þeirra kumpána. Grillur Þórodds og gervirök. Þóroddur bjó sér til þau rök, (Framhald á 7. siOu) Tiltölulega lítið hefir verið rætt i heimsblöðunum um stjórnarfarið í Tékkóslóvakíu síðan Þjóðverjar voru hraktir þaðan. Deilan milli stórveld- anna um stjórnarfar landanna í Suður- og Mið-Evrópu hefir ekki náð til Tékkóslóvakíu. Við slíku hefði þó hæglega mátt bii- ast, þar sem Tékkóslóvakía liggur á eins konar vegamótum, þar sem hagsmunasvæði Rússa og Bandamanna mætast. Þessu valda ýmsar ástæður og þó kannske mest þær, að tékkneska stjórnin, sem var í Bretlandi á stríðsárunum, hlaut fljótlega viðurkenningu allra stórveld- anna og hefir tekist að halda henni eftir heimkomuna. Mun ekki sízt mega þakka þetta stjórnmálahyggindum Benesar, sem hefir þrætt milli skers og báru og tekist furðanlega að gera báðum til hæfis. Áður en Þjóðverjar réðust inn í Tékkóslóvakíu, var hún eina landið í Mið- og Austur-Evrópu, þar sem vestrænt lýðræði hafði þróazt allan tímann frá því er landið varð sjálfstætt eftir fyrri heimsstyrjöldina. Margir töldu þó.lýðræðið ekki standa þar föst um fótum, því að stórir flokkar sem unnu beinlínis að því að eyðileggja það, áttu þar mikil ítök. Má þar t. d. nefna þýzka þjóðernisflokkinn, sem hafði 44 þingmenn af 300 alls, og stór- bændaflokkinn, sem hafði 48 þingmenn, en báðir þessir flokk- ar voru fasistiskir. Einnig voru þar ýmsir þjóðernislegir minni- hluta flokkar, er unnu gegn rík- isheildinni. Benes var þá strax talinn þeirrar skoðunar að banna ætti flokka, seiri væru fjandsamlegir stjórnskipulaginu og ynnu að eyðileggingu þess, en Masaryk var gagnstæðrar skoðunar. Síðan hernámi Þjóðverja lauk og fram til þessa dags, hefir að- eins fjórum flokkum verið leyft að starfa í landinu. Fyrir stríð- ið höfðu þeir samanlagt aðeins 118 þingmenn af 300 alls. Þessir flokkar eru kaþólski þjóðflokk- urinn, (íhaldsflokkur), er hafði 22 þingmenn, jafnaðarmenn, er höfðu 38 þingmenn, þjóðernis- sósíalistar (þ. e. flokkur Benesar og Masaryks, er bar svipað nafn og nazistaflokkurinn þýzki, þótt stefnan væri önnur), sem hafði 28 þingmenn og kommúnistar, sem höfðu 30 þingmenn. Það hefir þegar verið ákveðið, að fyrst um sinn verði fleiri flokkum ekki leyft að starfa í landinu. Áður voru flokkarnir 13. Stjórnin telur, að 9 þeirra hafi gert sig svo seka um sam- vinnu við Þjóðverja, að þeir hafi glatað tilverurétti sínum. Hún heldur því fram, að margir flokkar séu skaðlegir lýðræðinu, og með starfsemi þeirra fjögurra flokka, sem leyfðir eru, sé þjóð- inni líka auðvelt að velja um allar helztu stjórnmálastefn- unnar. í fyrstu vildu kommún- istar, að þessir fjórir flokkar mynduðu eina samfylkingu og kæmu fram sem einn fiokkur, eins og nú tíðkast í Rúmeníu og og Búlgaríu. Benes beitti sér eindregið gegn þessu og einnig jafnaðarmenn og forsvarsmenn kaþólska þjóðflokksins. Komm- únistar féllu því frá kröfum sín- um. Ráðgert hafði verið, að þing- kosningar færu fram í Tékkó- slóvakíu í haust, en þeim hefir verið frestað til vorsins. Hins vegar verður kosið bráðabirgða- þing, sem tilnefnt verður af þjóðráðunum, en svo nefnast bráðabirgða héraðsstjórnirnar, sem voru myndaðar í vor til að fara með verkefni þau er sveita- og sýslustjórnir höfðu áður haft. Þessum tilnefningum verður þó á þann veg háttað, að hver flokkur fær fulltrúa miðað við fylgi hans fyrir hernámið. Skip- un bráðabirgðaþings mun þvi engu breyta um hlutföllin milli flokkanna. Ekki verður með neinni vit- neskju um það sagt, hvernig fylgi flokkanna er nú háttað. Kommúnistum fjölgaði mikið á hernámsárunum og þó ekki sízt vegna þess, að Rússar urðu til að hrekja Þjóðverja úr landi. En (Framhald á 7. síðu) mvm mbmNANNA í hinu nýja blaði, Útsýn, er hóf göngu sína nú í vikunni, segir svo í greinarþáttum, er nefnist: Vettvangur vikunnar: „Það hefir verið hnittilega sagt, að stærsti flokkurinn í landinu væri þeir, sem væru utan flokkanna. Þetta er í sjálfu sér mjög góð lýs- ing á íslenzkum stjórnmálum í dag. Stjórnmálaflokkarnir eru í meiri og minni upplausn og eru að smámissa tökin á fyrrverandi kjósendum sín- um. Þótt menn telji sig kannske að nafninu til til einhvers flokks eru menn sáróánægðir með hann, engu að siður en hina flokkana og hanga þar aðeins, vegna þess að þeir hafa ekki í önnur betri hús að venda. Stjórnarflokkarnir hafa undan- farið fyllt eyru landsmanna með sifelldu tali um nýsköpun. Þetta tal vakti nokkra hrifningu eða eftir- væntingu í fyrstu, en nú eru margir farnif að álíta, að sú nýsköpun sem þjóðinni ríði mest á, sé ný- sköpun stjórnmálanna, annað hvort innan flokkanna eða utan þeirra. Og það er enginn vafi á því, að i vændum er róttæk nýsköpun í ís- lenzkum stjórnmálum, ef til vill ekki minni en sú skoðanabylting, sem átt heflr sér stað víða annars staðar í heiminum og er nú að koma i ljós í kosningum í ýmsum löndum. — Enda þótt þetta blað hafi engan flokk á bak við slg og ætli sér ekki að verða málgagn neins ákveðins flokks, þá vill það mjög gjarnan geta stuðlað að þeirri nýsköpun í íslenzkum stjórnmál- um, sem verður að koma og mun koma áður en langt um líður. Eftir að íslendingar fengu inn- lenda stjórn á ný, mótuðust islenzk stjórnmál um langt skeið af sjálf- stæðisbaráttunni, baráttunni fyrir stjórnarfarslegu frelsi, til að losna úr viðjum Danastjórnar. Þetta mál skipti mönnum í stjórnmálaflokka hér á landi allt til 1918, þegar ís- land varð á ný fullvalda ríki, að vísu í lausu sambandi við Dan- mörku, en þannig, að slíta mátti tengslin eftir 25 ár. Við þessi tíma- mót varð eðlileg nýsköpun í ís- lenzkum stjórnmálum, er menn tóku að skipa sér í stjórnmála- flokka eftir innlendum málefnum. Ýmislegt bendir til þess. að nú, þegar höggvið hefir verið á hin fornu tengsl, sem bundu ísland við aðra þjóð, verði aftur þáttaskipti í íslenzkum stjórnmálum. Fram- undan kann að vera ný sjálfstæð- hún geti að einhverju leyti rofið hina gömlu flokkaskiptingu. — En engu minni líkur eru til, að þau vandamál, sem skapazt hafa á stríðsárunum, geti orðið upphaf að nýsköpun stjórnmálanna. Hér er pólitískt þrotabú, sem verður ekki hjá komizt, að gert verði upp. Þeir stjórnmálamenn, sem stjórn- að hafa landlnu á stríðsárunum, hafa ekki reynzt vandanum vaxnir. Allt hagkerfi þjóðarinnar er í upp- lausn. Hér er ægilegri dýrtíð og verðbólga heldur en í flestum ef ekki öllum öðrum löndum heims- ins, þrátt fyrir það að við vorum svo gæfusamir að geta staðið utan við styrjöldina að mestu. í höfuð- stað landsins eru þúsundir manna húsnæðislausar eða búa í mann- spillandi íbúðum. — Hvers konar spilling veður uppi. Verzlunarmál þjóðarinnar eru að gera hana að viðundri. Á hverjum degi bætast við ný verzlunarfyrir- tæki, og fjölgun þeirra virðist eng- in takmörk sett. Flestir helztu menn þjóðarinnar, þar á meðal álitlegur hluti stjórnmálamann- anna, eru orðnir heildsalar eða á einhvern hátt riðnir við brask og spákaupmennsku. — Skattsvik og verðlagsbrot, sem nema milljónum og tugum milljónum króna, eiga sér stað fyrir augunum á stjórn- endum landsins og með þegjandi samþykki þeirra. Hvers konar ó- reiða, sviksemi og trassaskapur í viðskiptum og vinnu fer dagvax- andi. Drykkjuskapur er orðinn svo mikill, að til vandræða horfir, en stjórnarvöldin virðast hugsa um það eitt í því sambandi að auka sem mest tekjur ríkissjóðs af þess- rnn þjóðarlesti. Þannig blasa við ömurleg sjúk- dómseinkenni þjóðlífsins á nærri öllum sviðum, innan um þá stund- arvelgengni, sem hið mikla heims- •böl, stríðið, hefir fært þessari þjóð.“ Blaðið víkur því næst að því, að gagnvart þessum vanda standi ríkis- stjórnin, sem fljótt á litið virðist vera sterk, þar sem hún nýtur stuðnings þriggja flokka og . verkalýðssamtak- anna. Það segir: „Þetta ætti að vera einhver hin sterkasta stjórn, sem mynduð hefir verið á íslandi, enda er enginn vafi á þvi, að mikill hluti þjóðarinnar fagnaði myndun hennar einlæglega bæði vegna þess stjórnmálaöng- þveitis, sem verið hafði áður , en stjórnin var mynduð og engu síður vegna þeirra fyrirheita um nýsköp- un og bætta félagsmálalöggjöf, sem lofað var í stefnuskrá stjórnarinn- ar. Hinu gáfu margir minni gaum, að mörg stefnuskráratriðin voru í- skyggilega loðin og að stefnuna vantaði í mjög þýðingarmiklum málum, og þá fyrst og fremst í dýr- tíðar- og fjármálunum.“ Að lokum segir blaðið: „Á Alþingi því, sem nú er komið saman, reynir fyrst fyrir alvöru á stjórnarsamstarfið og þann grund- völl, sem það er byggt á. Ýmis vandamál bíða úrlausnar, auk þess sem komið er að skuldadögum með ýmís af loforðunum í stefnuskrá stjórnarinnar. — Dýrtíðarmálin hafa aðeins fengið bráðabirgða- lausn með bráðabirgðalögum, sem sett voru einum degi áður en þing kom saman. Eru það í sjálfu sér fáheyrð vinnubrögð. Stjórnarflokk- arnir verða nú að finna einhverja lausn á dýrtíðar- og fjármálaöng- þveitinu. Þá liggur fyi’ir að efna loforðið um fullkomnar almanna- tryggingar, sem í engu standi að baki því, sem bezt gerist annars staðar. Og eftir er að skapa hinn fjárhagslega ramma „nýsköpunar- innar." Já, vissulega er eftir að tryggja hlnn fjárhagslega ramma „nýsköpunarinn- ar“ og meðan hann vantar, verður hún aldrei meira en orðin tóm.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.