Tíminn - 19.10.1945, Qupperneq 4

Tíminn - 19.10.1945, Qupperneq 4
4 ]V!\, föstndagmii 19. okt. 1945 79. blafS Ræða Eysteins Jdnssonar við 1. umræðu fjárlaganna % (Framhald af 1. slðu) Kemnr að skulda- dög'nm. Leið svo fram í ágúst. Póru þá draumar að þyngjast, og geta menn gert sér í hugarlund, að líðan ríkisstjórnarinnar, og þá sérstaklega hæstv. fjármálaráð- herra, hafi verið eitthvað svip- uð því, sem segir í þjóðsögunni um konuna, sem fól Gilitrutt vefnaðinn. Varð nú ekki undan því komizt að horfa framan í staðreyndirnar. Vísitölu land- búnaðarins varð að reikna. Kom þá í ljós það, sem vita mátti, að hún hafði hækkað verulega eða um nærri 10%. Stóðu málin nú þannig, að bændur áttu inni önnur 10% frá s. 1. hausti. Þurfti verðlag til þeirra því að hækka um 20%, til þess að þeir stæðu jafnfætis öðrum stéttum. Urðu nú lítils virði full- yrðingar stjórnarliðsins frá því s. 1. vetur og vor um, að fram- kvæmd kauphækkananna hefði engin áhrif. á dýrtíðina í land- inu og að dýrtíðin væri stöðvuð. Ef verðlag landbúnaðarafurða átti að setjast í samræmi við kaup og annan framleiðslu- kostnað og niðurgreiðslur úr ríkissjóði að hætta, þá var vísi- talan fljótlega komin á fjórða hundrað stig. Þannig hafði rík- isstjórnin búið í haginn þann stutta tíma, sem hún hafði set- ið að völdum. Angu valilliafaimn. Fór nú víst að fara um þá, sem hæst höfðu hrópað gegn því, að nauðsyn bæri til niður- færslu verðbólgunnar. Aðal stuðningsblöð stjórnarinnar gerðu nú alt í einu þá uppgötv- un, að Framsóknarflokkurinn hefði haft rétt fyrir sér. Morg- unblaðið sagði, að nú væri tæki- færi til þess að aðhafast eitt- hvað raunhæft í dýrtíðarmál- unum, ekki mætti tæpara standa um afkomu atvinnuveganna. Og jafnvel Þjóðviljinn tók und- ir. Morgunblaðið boðaði, að nú mætti vænta þess, að kallið kæmi frá ríkisstjórninni, — að augu valdhafanna hefðu opnazt — og skírskotað yrði til lands- manna um að standa nú saman um og aðhafast eitthvað raun- hæft í dýrtíðarmálunum. Enginn tók þetta fjas alvar- lega, svo við yrði vart. Menn hafa áður séð skrif Morgun- blaðsins um þessi efni. Menn hafa heyrt skraf hæstvirts nú- verandi forsætisráðhera og hæstv. fjármálaráðherra urn bölvun dýrtíðarinnar, og séð þá lyppast niður jafnharðan og byrja að lofsyngja verðbólguna á nýjan leik, undir eins og á stundað nám við Latínuskólann um veturinn og lagði af stað úr Reykjavík í jólaleyfi á Þor- láksdag. Han'n hugðist fara leiðina í tveimur áföngum, og gisti í Mosfellssveit um nóttina. Hann átti heima uppi í Kjós í Hækingsdal, sem er innarlega norðan Laxár, og þangað hugðist hann að ná á aðfangadag. Mun hann hafa ætlað að fara hina stytztu leið yfir Svína- ! skarð, en það er fremur brattur fjallvegur. Fönn var mikil um þetta leyti, og ganga því þreytandi, ekki sízt fyrir þá, sem vanir voru kyrr- setum. Hinn ungi maður hefir sjálfsagt fljótt orðið þreyttur, og þá sennilega lagt sig niður og ætlað að hvíla sig smástund. En svefninn hefir sigrað hann og meðvitundin þá sagt skilið við líkamann fyrir fullt og allf. Þorsteinn Erlingsson orti eftir piltinn erfiljóð, og eru þau gull- falleg eins og vænta mátti. Þau er að finna í kvæðabók hans, Þyrnum, á bls. 165. * Hörmulegt er, þegar ungir menn á léttasta skeiði verða úti eða bíða bana af völdum slys- fara á annan hátt. Enn hörmu- legra er, þegar börn innan við fermingu hljóta þann dauð- daga. Verður hér sagt frá einu slíku tilfelli. Tökubörn hafa oft sætt því þurfti að halda til þess að halda völdunum. Menn bjugg- ust því ekki við miklu. Og í þessu hefir mönnum heldur ekki yfirsézt. Allt fór á sömu leið og vant vai;. Ríkisstjórnin gafst upp við lausn málsins. Það kom ekkert kall. Augu vald- hafanna höfðu kannske opnazt örlitla stund, en það, sem þau sáu, var ekki þægilegt og þá var ekkert annað að gera en leggja þau aftur á ný. Engar raun- hæfar ráðstafanir voru gerðar. Aðeins kák eitt, en verra og hættulegra kák en nokkru sinni fyrr. Það mátti líka svo sem nærri geta, hvað þeir menn gátu gert, til þess að lækka dýrtíðina, sem vegna metnaðar höfðu bundið sig í þessum málum s. 1. haust og tekið sér fyrir hendur að kalla þá menn ónefnum og ausa þá auri, sem höfðu bent á raun- hæf úrræði til lækkunar verð- bólgunnar. Hvers var að vænta af þeim mönnum, sem tekið höfðu að sér stjórnarmyndun fyrir nokkr- um mánuðum á þeim grund- velli að engrar niðurfærslu væri þörf? Bændani skipaðir forráðameim. Ríkisstjórninni var það vel ljóst í sumar, að bændastéttin var ófáanleg til þess að taka á sig, einhliða, byrðar dýrtíðar- innar. Bændur voru staðráðnir í því að halda fram hlut sínum eins og aðrir. Þeir höfðu í fyrra haust reynt þá leið að slaka til einir og ætluðu að gefa með því fordæmi og gera mögulega alls- herjar stefnubreytingu í dýr- tíðarmálunum. En þær ráðstaf- anir voru herfilega misnotaðar og reist ný dýrtíðaralda. Undir forustu hæstv. fjár- málaráðherra var þá gripið til þess nú að skipa bændastéttinni forráðamenn til þess að gera það, sem menn vissu fyrirfram, að nær allir bændur landsins voru mótfallnir. Þessir stjórn- skipuðu forráðamenn bænda- stéttarinnar voru látnir ákveða stórkostlega verðlækkun á kjötvörum til bænda, frá þvi sem þeir fengu heim í bú sín s. 1. haust, og 10% lægra verð á mjólkurvörum en þeir ættu að fá samkvæmt sexmanna- nefndarálitinu. Þetta var gert nær sömu dagana, sem bændur stofnuðu stéttarsamtök sín og gerðu kröfu um að verðleggja sjálfir afurðir sínar. Með þessum fáheyrðu þving- unarráðstöfunum, sem ekki hefðu verið kallaðar aðeins þrælalög, heldur einhverju enn sterkara nafni, ef aðrar stéttir misjafnri aðbúð, og algengt var það í gamla daga — og þess sézt enn merki þótt í smærri stíl sé — að foreldrar gerðu mjög upp á milli sinna eigin barna og þeirra, sem vandalaus voru. Það var, og er enn siður, að fá snúningadrengi frá sjávarsíð- unni til sveitanna á sumrin, og' var vistin hjá þeim oft verri en margui; hyggur. Bar það stund- um við, að rekizt var á drengi á alfaraleiðum, sem voru að strjúka úr illri vist fjarri heimili sínu. Oft vpru þeir soltnir og illa skóaðir, stundum hálfgKátandi og hlupu við fót. Flóttalegt augnatillit þeirra og óttablandinn svipur tjáðu meira en orð, og margir óttuðust eft- irför á hesti, og þá hrísvandar- flengingu, ef í þá mundi nást. Um það, frá hverju börn þessi struku, skal sagt hér eitt dæmi. Árið 1890 var drengur tekinn af fátækri ekkju í Ölfusi og látinn á bæ* einn austur í Flóa. Drengur þessi var ellefu ára gamall, og verkin, sem hann átti að vinna, voru sem hér segir: Að sumrinu til fór hann snemma á fætur að smala ánum, og að því loknu varð hann að standa við rakstur á engjum. Kvöld- hvíldin var að smala ánum saman aftur, og ef hann var lengur að því í einn tíma en annan, þá var ýmist dregið af mat hans eða hann flengdur. hefðu átt í hlut, var megin- þunga dýrtíðarinnar, sem rík- isstjórnin hefir skapað, velt yf- ir á bændur, en til viðbótar var svo gripið til úrrséða, sem á sínu sviði jafngilda helzt veltuskatt- inum fræga. Úrræðið, ef úrræði skyldi kalla, var í stuttu máli það, að tekinn var hluti af kjötverðinu út úr vísitölunni og dýrtíðinni þar með að því leyti sleppt lausri, en viss hluti þjóðarinnar keyptur undan þessu að nokkru leyti, með fjárgreiðslum úr ríkissjóði. Þjóðinni er þannig skipt í hreina og óhreina, í verðuga og óverðuga. Þeir óverð- ugu eru allir þeir, sem hafa tvo menn eða fleiri í sinni þjónustu. Þegar þessi afrek eru talin, er þó ekki lengra komið en svo í málinu, að vísitalan hækkar verulega þrátt fyrir þetta, og ríkissjóður verður að greiða allt að 20 milj. kr. á ári enn til þess að halda vísitölunni ekki fjarri 280 stigum. Þetta er hin nýja stefna í dýrtíðarmálunum. En það eru engar ýkjur, að bessar ráðstafanir vekja ýmist sára gremju eða þeim er tekið' með nöpru háði um allt land. Hættnlegt ástand. Afleiðingar þess ráðleysis, sem ríkt hefir og ríkir ennþá í þessum málum, eru margvísleg- ar í atvinnulífi og fjármálalífi þjóðarinnar. Ýmsir ráðamenn þjóðarinnar virðast vinna hreint og beint markvisst að því að búa til kreppu i atvinnu- og fjármálum landsins. Þessir menn eru ekki heldur langt frá mark- inu, eins og glöggt sést á afleið- ingum þess, ef eitthvað ber út af um hæsta stríðsverð eða ó- venjulega aflasæld og árgæzku til lands og sjávar. Það gæti verið ástæða til að draga upp mynd af því, hvernig horfir nú orðið af þessum ástæð- um um rekstur landbúnaðar ig sjávarútvegs, afkomu bænda og fiskimanna, um byggingakostn- að og hvernig þeir eru settir, sem ekki áttu þak yfir höfuð sér fyr- ir styrjöldina, en því miður er’ ekki tími til þess að fara út í þá sálma að þessu sinni. Hér er aftur á móti til um- ræðu fjárlagafrumvarp það, sem hæstv. ríkisstjórn hefir lagt fyrir Alþingi, en þetta fjárlagafrum- varp gefur nokkuð glögga hug- mynd um hvert stefnir um fjár- málastjórnina. Hvernlg „stefna“ stjjórnarinnar lelknr ríklssjóðlnn. Ég hefi margsinnis bent á það, og geri það enn, að verðbólgu- Að vetrinum var hann látinn bera vatn í bæ og gripamargt fjós, moka undan tíu hrossum og sjá um fóðrun átta lamba. Og kaupið, sem hann fékk, var eftirtalið léttmeti og garmar, sem nú mundu ekki talin föt, ekki einu sinni í háði. Svona var nú stundum líðan töku- barnanna, stundum betri og stundum verri. Þessi þjóðar- löstur hefir nær horfið í seinni tíð og sér víst enginn eftir hon- um. Harðneskjan er þokuð fyrir manníið og réttlætistilfinningu. Nokkru fyrir síðustu aldamót strauk drengur sunnan úr Hraunum úr vist sinni í Rang- árvallasýslu. Hann mun hafa lagt af stað viku fyrir Jóns- messu. Einhvernveginn komst hann yfir árnar þar eystra, og yfir Ölfusá hjálpaði honum Sím- on Jónsson á Selfossi. Þegar drengurinn kom út í Ölfus, var hann hálf skælandi af þreytu og settist niður við og við sér til hvíldar. Þar hitti hann konu, sem spurði hann að heiti og á hvaða ferð hann var. Síðan hélt hann áfram. Nóttina eftir var kvatt dyra á bæ einum í Ölfusi og spurt eftir strokudrengnum. Húsfreyjan á bæ þessum sagði til ferða hans. Og brátt er ferða- sagan á enda. Drengurinn náð- ist á Smiðjuhæð, sem er skammt fyrir austan Hveradali. Og það var ekki einn karlmað- stefnunni fylgja síhækkandi ríkisútgjöld. Kostnaðurinn við ríkisreksturinn verður svo mik- ill, að draga verður úr verkleg- um framkvæmdum, skattar verða óviðráðanlegir, og loks kemur að því að stórkostlegur tekjuhalli verður, samhliða nið- urskurði verklegra framkvæmda. Lítum þá í fjárlagafrumvarp- ið, og gefum því gætur, hvort þess sjáist merki, að í vændum séu þessir atburðir. Gildandi fjárlög voru þau langhæstu, sem Alþingi hafði nokkru sinni samþykkt, og var þó gefið mál fyrir fram, eins og hæstv. fjármálaráðherra upp- lýsti raunar í ræðu sinni áðan, að gjöldin fyrir þetta ár verða miljónatugum hærri en fjárlög- in, en þau gerðu ráð fyrir 110 milj. króna útgjöldum. En það fjárlagafrumvarp, sem hér er til umræðu, gerir ráð fyrir 115 milj. króna útgjöldum á rekst- arreikningi og 130 milj. kr. greiðslum úr rikissjóði. Þetta fjárlagafrumvarp er því nú þeg- ar, þegar það er lagt fram, um 20 milj. kr. hærra en gildandi fjárlög. Við skulum nú athuga í hverju þetta liggur. Verkl©gar fram- kvæmdir. Það verður fljótt augljóst, að þessi gífurlega hækkun á rót sína að rekja til sívaxandi rekstrarútgjalda ríkisins og dýr- tíðargreiðslna, sem teknar eru inn á fjárlögin, en ekki til þess að almennar verklegar fram- kvæmdir hafi verið auknar. Þvert á móti eru framlög til margra þeirra verklegra fram- kvæmda, sem mest eru aðkall- andi og mesta almenna þýðingu hafa, lækkuð, frá því sem þau er« í núgildandi fjárlögum. Skal ég geta um nokkur slík framlög og fjárveitingar til þýðingar- mikilla mála, til þess að gefa hugmynd um blæinn á þessu mesta fjárlagafrumvarpi í sögu íslenzku þjóðarinnar — en það er um það bil sexfalt hærra en fjárlögin voru fyrir stríð. Til nýrra landssímalína um byggðir landsins eru ætlaðar 400 þús. kr. Geta menn gert sér í hugarlund, hvort þessi fjárveit- ing muni svara til eftirspurnar eða þarfa. í þessu sambandi ber þess sérstaklega að gæta, ajp nú fer væntanlega að koma hið langþráða efni til þessara framkvæmda. En eftir fjárlaga- frumvarpi að dæma, þolir Landssíminn ekki meiri framlög. Þannig er verðbólgustefnan búin að koma hag hans. Framlögin til landhelgisgæzlu eru hækkuð um einar 200 þús ur, sem neytti mannskaps síns á þessum umkomulausa smæl- ingja, heldur tveir rosknir og vel færir. Þrautseigja er sterkasta hlið margra íslendinga, og svo var um þennan dreng. Á nýjan leik strýkur hann, og fer nú í byrj- un engjasláttar. Og yfir hin miklu jökulvötn Suðurlands kemst hann með aðstoð brjóst- góðra manna. Og Hellisheiði leggur hann undir lítinn og lú- inn fót. Síðast varð hans vart ofarlega í Svínahrauni. Þar hitti hann hinn nafnkunni ferða- langur Einar stopp Eyjólfsson. Sýndist Einari drengurinn mjög aðfram kominn og sagði honum að koma að Árbæ og tjá hús- freyjunni þar vandræði sín. Mundi hann þá fá hjá henni greiða, og komast þaðan heim. Svo skildu þeir. Hvað svo hefir tekið við hjá hinum smáa ferðamanni, getur enginn sagt frá, því hann bar aldrei fyrir mannleg augu meir. Er líklegt, að bein hans liggi í Svínahrauni eða einhvers staðar þar í grennd. Eftirför var honum veitt í þetta sinn eins og í fyrra skipt- ið, og komst sendimaður alla leið til Reykjavíkur. Þar dagaði hana uppi við brennivíns- neyzlu í sólarhring, en síðan var haldið heim úr árangurslausri för. kr. Má nærri geta i hvaða sam- ræmi slíkt er við þörfina, þegar þess er gætt, að brýna nauðsyn ber nú til þess að auka stór- kostlega landhelgisgæzluna, með hliðsjón af því að styrjöldin er hætt, og búast má við því, að erlend skip taki að Sækja aftur á íslandsmið. Framlög til nýrra þjóðvega eru lækkuð um 1 milj. kr. og framlög til brúargerða um 300 þús. kr. Framlög til flóabátaferða eru lækkuð um nærri 1 milj. kr. Er erfitt að sjá, á hvaða viti þetta er byggt, þegar þess er gætt, að stórkostleg þörf er á auknum og bættum strandferð- um. Það verður bókstaflega ekki komizt undan að sinna beim kröfum, sem gerðar hafa verið og gerðar eru í þá átt. Framlög til hafnargerða og lendingarbóta eru lækkuð um meira en 1 milj. kr. Á sama tíma eru nefndir ríkisstjórnar- innar og ráð á þönum um land- ið þvert og endilangt, mælandi fyrir nýjum höfnum, og mönn- um er lofað stórfelldum fram- kvæmdum í þeim málum á næst- unni, auk þess, sem fyrir dyr- um standa byggingar sérstakra landshafna, eftir því sem uppi hefir verið- látið, og vitað, að stjórnarfrumvarp um byggingu einnar slíkrar hafnar mun verða lagt fram á þessu þingi. í frv. er engin fjárveiting sjáanleg, hvorki smá né stór, til stuðnjngs þeirri nýsköpun at- vinnulífsi^, sem ríkisstjórnin hefir gumað af fyr og síðar. Til raforkumála er veitt að- eins sú hálfa miljón, sem á- kveðin var til raforkusjóðsins með lögum áður en núverandi ríkisstjórn kom til valda. í frumvarpinu er sýnilega ekki gert ráð fyrir neinum stór- felldum nýjum ráðstöfunum í ræktunar- eða nýbýlamálum. Engin fjárveiting er í frv. til þess að styðja riýjungar í sjáv- arútvegsmálum. Ætti það þó að vera öllum ljóst, að mikil þörf er á því, að rækilega verði studdar margs konar rannsókn- ir og tilraunir í þágu sjávarút- vegsins. Það þarf að veita fé til bess að gera tilraunir með nýj- ar veiðiaðferðir og verkunarað- ferðir, auk þess sem leggja þarf fram fé til þess að vinna nýja markaði víðs vegar í öðrum löndum. Fjölda mörg önnur ný- mæli í sjávarútvegsmálum eru þannig vaxin, að þeim verður ekki hrundið í framkvæmd nema með stucfningi þess op- inbera. Það er ekki grænn eyrir af 130 miljónum ætlaður til bessara mála. Ástandið í byggingarmálum landsmanna, bæði í sveitum, kauptúnum og kaupstöðum er verra en það hefir nokkru sinni verið á síðari áratugum. Það barf ,stór átök í þeim efnum, og óhugsandi að þau verði gerð, án þess að ríkið leggi þar eitthvað verulega að mörkum umfram bað, sem verið hefir. Ekkert er ætlað í fj árlagáfrumvarpinu til stuðnings slíkum framkvæmd- um, umfram það sem verið hefir. Stjórnarflokkarnir hafa lofað fullkomnum alþýðutryggingum, sem lögleiddar eigá að verða begar á þessum vetri. Ekki er einn eyrir ætlaður í fjárlaga- frumvarpinu fyrir þeim stór- kostlega kostnaði, sem af þeirri framkvæmd hlýtur að leiða. Það er augljóst, að fslendíng- ar verða að leggja fram meira fé en þegar hefir verið gert til hjálparstarfsemi sameinuðu þjóðanna. Fyrir því er ekkert gert í fjárlagafrumvarpinu. Þannig er þá komið málum, að lagt er frapi fjárlagafrum- varp, þar sem ráðgerð eru 315 milj. kr. rekstrarútgjöld og 130 miljón kr. heildarútgjöld, en jafnframt lækkaðar fjárveiting- ar til ýmsra hinna þýðingar- mestu verklegra framkvæmda. Enginn eyrir er ætlaður til margumræddrar nýsköpunar og látið eins og þau framfaramál séu ekki til, sem þjóðin hefir mestan áhuga fyrir. Þannig eru áhrif verðbólgu- stefnunnar á möguleika ríkis- sjóðs til þess að standa undir verklegum framkvæmdum og félagslegum útgjöldum. Það er ekki furða þótt þaö hafi verið eitt aðal verkefni hæstv. ríkisstjórnar undan- farna mánuði að halda fram þeirri kenningu, að öllu væri 6- hætt og engin ástæða til bess fyrir þjóðina að ranka við sér og breyta um stefnu. Þetta var nú um verklegar framkvæmdir og framlög til fé- lagsmála. Rekstnrskostnaðnr eykst. En bað verður allt annað uppi á teningnum, þegar vikið er að rekstrarútgjöldum ríkisins. Það er tæplega hægt að finna einn einasta lið þessarar tegundar í frv., sem ekki hefir stórhækk- að frá því sem er í gildandi fjárlögum. Þetta stafar bæði af launahækkunum og svo af hinni gífurlegu útþenslu og eyðslu í öllum greinum, sem einkennir starfrækslu undir forustu nú- verandi ríkisstjórnar. Það er rétt að nefna nokkrar tölur. Kostnaður við stjórnarráðið, ásamt ríkisbókhaldi og fjár- hirzlu, er áætlaður á 3. miljón kr. Kostnaður við utanríkismál er kominn á 2. milj. kr. Kostn- aður við ^tjórn landsins, dóms- mál og lögreglustjórn og emb- ættiseftirlit, það er að segja 8.— 11. gr. fjárlaganna samanlagt, eru komnar upp í 18,7 milj. kr., samkvæftit fjárlagafrumvarp- inu, eða orðnar jafnháar því, sem öll fjárlögin voru fyrir stríð. Þessil- kostnaðarliðir eru á gildandi fjárlögum áætlaðir 15 milj. og 300 þús., og er þá miðað við gömlu launalögin og vísitölu 250 stig. Hækkunin nemur 3.4 milj. kr. Svona ört sígur á ógæfuhlið. Það er aug- ljóst, að útgjöld fjárlaganna af þessu tagi eru þó allt of lágt áætluð, miðað við þá reynslu, sem nú er að fást, og að ó- breyttri stefnu. Engin fjárveiting er ætluð til þeirra mörgu nefnda og ráða, sem stjórnin hefir komið á lagg- irnar. Til Nýbyggingarráðs er t. d. ekkert fé veitt, enda þótt það hafi komið upp miklu skrif- stofubákni og hafi stórfelldan kostnað við ferðalög og nefnda- sendingu. Til Búnaðarráðs er heldur ekkert fé veitt, að því er ég bezt get séð. Nefndafárið. Hæstv. ráðherrar héldu um það fjálglegar ræður á síðasta þingi, sumir hverjir, að það yrði að fækka nefndum og minnka kostnaðinn. Blöð stjórnarinnar tóku undir þetta. En hverjar hafa svo efndirnar orðið? Mér telst svo til, að ríkisstjórnin hafi ekki skipað færri en 30 nefndir á þeim stutta tíma, sem hún hefir setið að völdum, en lagt niður apeins örfáar. f þessum nefndum munu vera samtals eitthvað aðeins innan við <500 manns, fyrir utan allt starfslið. Er þetta áreiðanlega met í nefndaskipunum. Er nú líka svo komið, að ríkisstjórnin virðist í seinni tíð hafa lagt kapp á að halda nefndaskip- unum leyndum, og er það alveg nýtt í stjórnarsögu landsins, eins og raunar ýmislegt fleira. Má því vel vera, að mun fleiri nefndir hafi verið skipaðar, þótt ekki sé upplýst orðið enn. Á síðasta þingi var samþykkt þingsáíyktun, þar sem skorað var á ríkisstjórnina að draga verulega úr rekstrárútgjöldum ríkisins og gera starfskerfið ein- faldara og óbrotnara. Árangur- inn af þessari þingsályktun sést á þessu fjárlagafrumvarpi. Rekstrarútgjöldin hafa aldrei verið meiri en ráðgert er í frv. og þó eru þau í raun réttri miklu hærri en þar er látið koma fram. Auk þess, seih þegar hefir ver- ið nefnt, vantar á, að talin séu í frv. ýms þau gjöld, sem fyrir- sjáanleg eru. Fjárframlög til dýrtíðarráð- (Framhald á 5. síðu) )

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.