Tíminn - 19.10.1945, Blaðsíða 5

Tíminn - 19.10.1945, Blaðsíða 5
79. blað TÍMIM, föstadaglim 19. okt. 1945 5 Ræða Eysteins Jónssonar LARS HANSEN: Fast þeir sóttu sjóirm. FRAMHALD Það vildi nú svo vel til, að „Noregur" hafði varla Jekið dropa síðustu daga. Þannig stóð á því, að þeir höfðu lent í selaspýju er þeir fóru til Digraháls með líkfylgdina — það var þessi blá- leita — og þetta hafði fyllt hverja rifu á skútunni. Hfinn Kristófer gat útskýrt þetta allt, þvi að hann hafði komizt í þetta áður. Og Þór hafði aldrei átt jafn náðuga daga síðan hann kom á skútuna. Hann ætlaði varla að trúa því, að það væri ekki sjór í gamla „Noregi“ og stóð þess vegna við dæluna og hamaðist allt hvað af tók. En það kom fyrir ekki — það var ekik deigur dropi innan borðs. Þegar hann Kristófer var kominn í sjóstakkinn sinn, tók hann undir eins við stýrinu. Stormurinn færðist í aukana, en drættirnir í andliti hans hörðnuðu að sama skapi og augun skutu gneistum. Hann minnti á Þorgeir í Vík. Klukkan var fjögur, og þó mátti heita náttmyrkur, svo svart- ur var hann. Allt í einu hrópaði Kristófer eins hátt og röddin leyfði: — Gætið ykkar, piltar — haldið ykkur — nú kemur brotsjór. Og nú kom brotsjór. Hann kom æðandi þvert á skipið og öld- una. Hann Kristófer átti ekki nema um tvo kosti að velja — annað hvort að stýra á ölduna og eiga það á hættu, að brotsjórinn kaffærði skútuna eða beita upp i þversjóinn og hætta á það, að vindaldan kastaði henni á hliðina. Umhugsunarfresturinn var ekki langur. Um leið og hann hrópaði aðvörunarorðin til félaga sinna, herti hann takið um stjórnvölinn og renndi skútunni í hornið, þar sem æðandi sjóirnir mættust og féllust í faðma eins og þeir ætluðu að gleypa skipið i einu vetfangi. „Noregur“ smaug eins og áll inn í beljandi flauminn, lyftist upp og smaug gegnum vindölduna, en þversjórinn steyptist inn yfir borðstokkinn, inn yfir þilfarið með því dómadags brothljóði, sem aðeins heyrðist i stórsjó úti á reginhafi. Nikki á Bakkanum og Þór þrifu þar í, sem þeir náðu fyrst handfestu, er Kristófer hrópaði. Það þurfti ekki að óttast, að þeim fipuðust tökin, meðan „Noregur" stóðst átökin. En það fór verr fyrir Lúlla. Um leið og sjórinn reið yfir skipið, kom harður stormsveipiir, sem fyllti stórseglin og lyfti skútunni til hálfs upp úr sjónum, sem beljaði út yfir borðstokkinn eins og þungur foss og hreif allt með sér. Það var rétt að höfuð og herðar á Lúlla stóðu upp úr grænfreyðandi sjónum, en hann hafði náð góðu taki á stagi, svo að flaumurinn hefði ekki náð að hrífa hana með sér, ef hann hefði ekki séð stóran lóðastamp, sem í voru fimm hundruð önglar, ver^ að sogast útbyrðis. Hann sleppti undir eins hægri- handar takinu og ætlaði að grípa í stampinn áður en hann steyptist í hafið. En afleiðingin varð sú, að hafið hreif hvort tveggja til sín, Lúlla og stampinn. Hann Kristófer leit nógu snemma við til þess að sjá í iljarnar á honum, um leið og hafið svelgdi hann, ásamt lóðaflækjunum, og eina kveðjan, sem honum hugkvæmdist, var þessi: — Þar hirti fjandinn bæði Lúlla og lóðastampinn. En hann var þeim mun skjótráðari, þegar háska bar að hönd- um, og nú beitti hann gamla „Noregi“ á svipstundu upp í vind- inn, svo að seglin héngu máttlaus og skútan nam staðar og byltist eins og hjálparvana rekald á öldunum. Þeir störðu, allir þrír, út í fjúkið og öldurótið, sem nú gekk yfir skipið úr öllum áttum. En þeir gátu ekki komið auga á neitt. En allt í einu stökk Kristófer út að borðstokknum á hléborða. Þar hafði hann tekið eftir línuenda. Síðustu önglarnir höfðu krækzt í fokkufaldinn, áður en sjórinn náði þeim útbyrðis. Hann Nikki hafði staðið aftur á og rýnt út i myrkrið. En nú tók hann einnig viðbragð, hljóp til Kristófers, stjakaði honum frá línuendanum og þreif hann sjálfur. Hann baðaði út höndum og var sýnilega að reyna að segja eitthvað, en kom engu hljóði upp. Allt drukknaði í pati og handleggjaslætti. En hitt skildu þeir Kristófer og Þór undir eins, að hann hafði séð eitthvað fyr- ir aftan skipið, og nú fóru þeir einnig að rýna þangað. Það varð ölduskil rétt sem snöggvast, og þá sá Kristófer einn- ig svarta þústu aftan við skutinn. Það var augljóst, að hann Lúlli hafði orðið fastur á einum lóðarönglinum, þess vegna hróp- aði hann aðvörunarorð til Nikka að draga gætilega og skipaði Þór að vera viðbúnum að kippa honum inn yfir borðstokkinn, ef hann kæmi svo nærri, að hann næði til hans. Sjálfur hljóp hann að stýrinu. Nú fyllti vindurinn aftur stagfokkuna, „Noregur" nötraði við átökin og fór hægt og léttilega yfir stag. Nikki hamaðist við að draga línuna inn yfir borðstokkinn. Það kom sér vel, að hann var handleggjalangur, svo að hann gat dregið hana jöfnum, löngum tökum. En þrátt fyrir hröð hand- tök, var hann jafnan reiðubúinn að gefa eftir, ef svo mikið stríkkaði á línunni, að hann óttaðist, að hún slitnaði. Hann (Framhald af 4. síðu) stafana eru í fjárlagafrumvarp- inu sett mörgum milj. kr. lægri en þau hljóta að verða á heilu ári, miðað við þær ráðstafanir, sem hæstv. ríkisstjórn hefir þegar gert. Enginn eyrir er ætlaður til þess að greiða útflutningsupp- bætur á landbúnaðarafurðir eða í aðrar greiðslur til þess .að bæta það gífurlega tjón, sem ráðstaf- anir ríkisstjórnarinnar í af- urðasölumálunum hafa nú þeg- ar valdið bændastétt landsins. Ályktaiiír. Niðurstöður þeirra athuganía, sem ég hefi gert á gjaldahlið fjáríagafrumvarpsins, eru þá þessar: 1. Framlögin til þýðingar- mestu verklegu framkvæmd- anna og til þess að halda uppi samgöngum, eru lækkuð. 2. Ekkert fé er ætlað í frum- varpinu til stuðnings „nýsköp- un“ atvinnuveganna eða nýrra framfaramála yfirleitt, sem efst eru á baugi með þjóðinni. Fyrir slíkar fjárveitingar er ekki rúm á fjárlögum ríkisins eins og nú er komið. 3. Rekstrarútgjöldin hafa hækkað gífurlega og eru þó á- ætluð lægri í frumvarpinu en nokkrar líkur eru til að þau verði í framkvæmd, að ó- breyttri stefnu. 4. í frumvarpið vantar bein- línis ýmsa fyrirsjáanlega út- gjaldaliði. Þrátt fyrir þetta nemutr gj aldahlið frumvarpsins sam- tals um 130 milj. kr. / Greiðsliihallinn. Tekjurnar eru áætlaðar sam- tals 117 milj. kr., og er það rúm- lega 6 milj. kr. hærra en þær eru áætlaðar í núgildandi fjár- lögum. Er þá gert ráð fyrir að halda öllum sköttum og tollum og skattaukum frá í fyrra, þar á meðal tekjuskattsviðaukan- um, nema veltuskattinum og 2% útflutningsgjaldi af togara- fiski. Greiðsluhalli er áætlaður 13 milj. kr., og er þá gert ráð fyrir, að á næsta ári verði gripið til þess úrræðis að taka ríkislán í hallann, þótt tekjurnar fari mikið á .annað hundrað milj. krónur. En geta menn gert sér í hug- arlund, hvernig fjárlagafrum- varpið liti út, ef í það væru sett öll fyrirsjáanleg og óum- flýjanleg útgjöld, að óbreyttri stefnu, og allar þær fjárveiting- ar til framfaramála, sem þar þyrftu og ættu að vera, miðað við þann framfarahug, sem nú ríkir með þjóðinni og þá nauð- syn, sem fyrir hendi er? Geta menn gert sér í hugar- lund, hvernig ríkisreikningur- inn mundi síðan líta út, ef þetta væri gert, verðbólgan látin leika lausum hala, íslendingar yrðu að lifa á framleiðslu sinni og útflutningsvara eingöngu eins og verður á næstunni og verð- lag fisks tæki að leita jafn- vægis við annað verðlag, þegar framboð matvæla eykst? í þessu sambandi verða ekki tölur nefndar, en hafi menn ^ekki séð það áður, þá ættu ménn að sjá það nú, hvert stefnt er, og hversu mikið er að treysta á forustu þeirra, sem hafa leitt út í það fen, sem við nú erum staddir i. „Síeffimbreytiiig“ ráðherrans. En hvað átti þá að gera? Það átti að gera það, sem hæstv. fjármálaráðherra þótt- ist ætla að gera, þegar hann sagði í lok síðasta þings (með leyfi hæstv. forseta tekið orð- rétt úr blaði ráðherrans .— Morgunblaðinu): „Ég undirstrika enn, að breyta verður um stefnu í fjár- málum. Mér er það ljóst, að á því, hvernig tekst að breyta um stefnu í þessum málum, veltur mjög, hvort núverandi ríkis- stjórn tekst að ná því marki, sem hún stefnir að. Ég tel ó- hugsandi að halda áfram á sömu braut og farin hefir verið hingað til“. Þetta sagði hæstvirtur fjár- málaráðherra þá. En hvað gerlr hann nú? Hefir hann breytt um stefnu? Nei, öðru nær. Hann hefir lagt fram fjárlagafrum- varp, sem byggt er á sömu hel- stefnunni i fjárhags- og dýr- tjíðarmálum og fylgt var við stjórnarmyndunina og allt s. 1. ár. Hæstvirtur fjármálaráð- herra hefði hins vegar átt að gera sér grein fyrir því,' að hann átti, eins og nú var komið, ekki að leggja fram þetta fjár- lagafrumvarp, heldur lausnar- beiðni sfna. Það er ömurlegur vitnisburð- ur um vanþroska þingræðisins á íslandi, að menn skuli hafa fyrir framan sig í senn þessa yfirlýsingu hæstv. ráðherra, sem ég las upp áðan, sem gefin var fyrir nokkrum mánuðum, og fjárlagafrumvarp það, sem sami hæstv. ráðherra hefir lagt fram nú. Það, sem gera þarff. > Með hverjum mánuði, sem líður, verða vandamálin erfiðari viðfangs. Það er óbætanlegt tjón, að ekki var breytt um stefnu á s. 1. hausti, eins og Framsóknarflokkurinn vildi láta gera. Þörfin fyrir algera stefnu- breytingu er ennþá brýnni nú en þá. Það, sem nú þarf að gera, er blátt áfram það, sem svo oft hefir verið bent á áður og gerð- ar tillögur um: Það þarf að ráðast gegn verðbólgunni með niðurfærslu allra þeirra liða, sem áhrif hafa á verðmyndun í landinu, svo sem kaupgjalds, afurðaverðs, verzlunarkostnað- ar, flutningsgjalda og bygging- arkostnaðar. Auka kaupmátt peninganna, jafnframt því sem greiðslur eru lækkaðar í krónutölu. Lækka framleiðslukostnað, ríkisútgjöld og heimilisútgjöld. Áður en þetta er framkvæmt eða um leið, verður að leiðrétta það, sem gert hefir verið til þess að raska jafnvægi inn- byrðis og tryggja þannig, að menn taki jafnan þátt í þess- um ráðstöfunum. Jafnframt þarf að fara fram allsherjar eignauppgjör 1 land- inu og leggja þannig trausta undirstöðu að hinhi nýju skip- an í fjármálum og atvinnu- málum. Misréttið í skattamálum og fjárhagsmálum er orðin óþol- andi meinsemd í þjóðlífinu og það verður ekki þolað, að gerð- ar séu nauðsynlegar ráðstaf- anir til þess að minnka verð- bólguna og til viðreisnar, nema jafnframt verði jafnaðar þær misfellur, sem orðið hafa um framlög til almennra þarfa. Verðbólgu- og stríðsgróðinn verður að mynda þann stofn- sjóð, sem þarf að koma upp á vegum ríkisins, til þess að styðja framfarirnar. Þessar framkvæmdir eru nauðsynlegar til þess að forðast kreppu og kyrrstöðu og til þess að skapa grundvöll að fram- förum og þróttmiklu athafna- lífi. Þjóðin verðui* að taka í taumana. Ég geri mér engar vonir um, að hæstvirt núverandi ríkis- stjórn standi fyrir stefnubreyt- ingu í þessu efni. Öðru nær. Gerir nokkur sér lengur vonir um slíkt? Ég held ekki. Hæst- virt ríkisstjórnin hefir hvorki vilja né þrótt til þess að rífa sig upp úr því feni, sem hún stakk sér í, þegar í öndverðu. Mér sýnist það meira að segja vera alveg fullkominn ásetning- ur hæstvirtrar stjórnar að halda völdunum, gefast ekki upp né játa til hlítar hvernig komið er, fyrr en allt fjármagn er upp- étið, sem hönd verður á fest. Það verður að koma til kasta þjóðarinnar sjálfrar að veita viðnám verðbólgu- og skulda- stefnu hæstvirtrar ríkisstjórnar og koma í veg fyrir, að hér verði búin til stórfelld kreppa í at- vinnu- og fjármálum. Þjóðin fær tækifæri til þess, á næsta vori. — Vonandi verður það ekki svo seint, að ekki verði bjargað. Þjóðin fær þá tækifæri til þess að sýna, hvort hún vill heldur framhald þeirra vinnu- bragða, sem nú tíðkast, eða úr- ræði þeirra, sem gegn þeim hafa barizt og jafnframt lagt fram tillögur um aðra stefnu í fjár- hags- og atvinnumálunum. Nægilega margir verða að sýna það í verki í næstu alþingis- kosningum, að menn láta ekki bjóða sér það ráðleysi, sem nær allir viðurkenna nú orðið, að einkenni það, sem gert er í þýðingarmestu vandamálun- um. , Þeir, sem fyrir misrétti hafa orðið, verða að sýna það í verki, að þeir sætta sig ekki við það, að þeirra réttur sé að vettugi virtur. Það er engin ástæða til þess að vera sérstaklega svartsýnn, þótt miklu hafi verið spillt. Ef landsmenn láta I ljós óánægju sína, ekki bára með því að finna að, heldur með því að minnka fylgi þeirra og fella þá frá því að fara méð umboð sín, sem fyrir þessu standa. En menn verða að gera sér grein fyrir því, að ef þeir þola óréttinn, brigðmælgina og ráð- leysið, án þess að láta það varða fylgistapi og fylgisaukningu annarra, sem vinna að því, sem þeim er nær skapi, þá geta þeir ekki búizt við því, að áhrif þeirra nái inn í þingsalina. Gagnrýni og óánægja er ekki nóg. Menn venjast á að meta hana að engu, ef hún er ekki sýnd í verki. ANNA ERSLEV: Fangikonungsins (Saga frá dögum Loðvíks XI,- Frakkakonimgs). Sigríður Ingimarsdóttir þýddi. • Marteinn munkur, sem skrifaði það fyrir ísabellu. Remý- klaustrið var ekki nefnt þar á nafn. É g ætla nú að fara aftur, þangað sem ég svaf í nótt og leita að bréf- inu á leiðinni og í náttstaðnum, ef ske kynni —. Nei, nú skil ég hvernig í öllu liggur, Berthold hefir stolið bréfinu, eyðilagt það og skrifað annað í þess stað. Það var löðurmannlega gert!“ Georg neri hendur sínar í örvæntingu, því að nú sá hann enga leið til þess að sanna, að hann hefði á réttu að standa. Þá fann hann, að hönd var lögð á öxl hans og ábótinn sagði vingjarnlega. „Vertu rólegur, Georg Ramer! í þessu bréfi er talað um þig sem stoð og styttu bróðurdóttur minnar. Guði sé lof, að kænskubragð mitt heppnaðist. Ég breytti nefni- lega orðum bréfsins til þess að komast að sannleikan- um. Þar stendur í raun og veru allt það, sem þú hefir sagt okkur, Georg. Þetta er því rétta bréfið og þessi maður, sem þú nefnir Berthold, hefir stolið því frá þér í nótt. Ég þakka hinni helgu meyju fyrir, að ég skyldi ekki fá honum hanzkann. Hann hefði víst ékki notað hann til þess að frelsa vesalings bróður minn. — Bert- hold verður að fá sína refsingu,“ bætti hann við og liringdi bjöllu. En Berthold þreif hurðina upp á gátt og þaut eins og örskot eftir ganginum og út, áður en munkarnir fengu ráðrúm til þess að handsama hann. „Látið hann eiga sig, þorparann þann arna,“ hróp- aði Georg og ljómaði nú af ánægju. „Bréfið er fundið og brátt fær meistari Hubertus frelsi sitt að nýju.“ „Já, það getur þú reitt þig á, sonur sæll,“ svaraði klerkurinn hrærður. „Hanzkann skaltu fá, ef hann megnar að frelsa líf bróður míns.“ X. HJÁ LÆKNI KONUNGSINS Georg hvíldi sig í klaustrinu það sem eftir var dags- ins, en morguninn eftir lagði hann af stað með hina tiýrmætu gjöf sína. Dyravörðurinn hneigði sig djúpt, þegar hann gekk fram hjá, því að pilturinn bar nú í barmi sér einn feg- ursta helgigrip klaustursins. Georg hélt nú heim á leið, glaður og reifur. Komst hann klakklaust til Gatanó-kástalans og þar tók Hinrik honum opnum örmum. Foreldrar Hinriks álitu með réttu, að Georg væri björgunarmaður sonar þeirra og vissu varla, hvernig þau gætu bezt sýnt þakk- læti sitt. Þau fengu honum boðsbréf til fjölskyldu gullsmiðs- ins og var þeim boðið að dvelja á Gatanó í mánuð til þess að meistari Húbertus gæti safnað kröftum eftir fangelsisvistina. Greifinn á Gatanó vissi vel, að vistin í járnbúrunum konungsins gat eyðilagt heilsu fang- anna. Þegar Georg fór frá Gatanó hafði hann frítt föru- neyti og var klæddur eins og heldri maður. Greifinn gaf honum nefnilega hest og lét fjóra vopnaða menn fylgja honum alla leið. Varð hann þvíækki fyrir nein- um trafala á leiðinni. Georg söng þá gönguvísur sínar glaður í bragði. — Kvöld eitt sat ísabella í stofunni ásamt bræðrum sín- um. Þau voru þögul og sorgbitin. Kinnar ungu stúlk- unnar voru náfölar og hvarmarnir rauðir af gráti. Nú var svo langt liðið frá brottför Georgs, að öll von var úti um afturkomu hans. ísabella hafði því góða og gilda ástæðu til að syrgja. Faðir hennar og unnusti voru báðir horfnir. En þá heyrðist skyndilega rösklegt fótatak fyrir dyr- um úti. Hurðinni var hrundið upp og hinn langþráði ferðamaður þusti inn í stofuna. Hann var svo ánægju- legur á svipinn, að þau vissu strax, að för hans hafði ekki orðið árangurslaus. Nú þurfti margs að spyrja og mörgu að svara. Drengsnáðarnir hlustuðu steini lostnir á frásögnina um ræningjabælið og strokufangana og urðu fyrst á- r ægðir, þegar Georg sagði þeim, að faðir Hinriks hefði tekið alla ræningjana til fanga. — En þau ísabella og Georg sátu lengi eftir að dreng- irnir voru háttaðir, töluðu um framtíð sína og þökkuðu guði fyrir, hvað förin heppnaðist vel.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.