Tíminn - 19.10.1945, Síða 7

Tíminn - 19.10.1945, Síða 7
79. blalf TtMITVTV, föstndagmn 19. okt. 1945 7 A VIÐAVANGI (Framhdld af 2. slðu) að Framsóknarmenn vildu setja sjávarútveg skör neðar en land- búnað eða vel það. Þetta er hin mesta í'jarstæðg, eins og allir þeir vita, sem fylgst hafa með löggjafarstarfi síðustu áratugi, (sbr. síldarverksmiðjur ríkisins, síldarskipulagið, Fiskimálasj óð). Annað er hitt, að Framsóknar- blöðin hafa oft staðið í drengi- legri vörn fyrir bændur og land- búnað gegn fantalegum róg- skrifum og árásum annarra og %hefir það sett svip sinn á bar- i áttuna. Þóroddur studdi ádeilur sínar á landbúnaðinn með þeirri full- yrðingu, að íslenzkar landvörur væru 4—6 sinnum dýrari en hægt væri að fá þær frá út- löndum. í þvi sambandi skal honum bent á það, að þriðjung- ur af smásöluverði kjötsins er kostnaður, sem legst á það, eftir að það kemur úr höndum bænda. Eftir hagfræði þessa stjórnar- kappa myndi þá kjötið verða einum fjórða eða helmingi dýr- ara en hægt væri að fá það frá útlöndum, þó að bændur gæfu það á sláturstað. Svona fleipur sýnir hverjum hugsandi manni rökþrot óverj- andi máLstaðar. Ef eitthvað vit er í þessum tölum, þá sanna þær betur en allt annað, að dýrtíð- in er dauðadómur yfir allt at- vinnulif landsmanna og bjarg- ræðisvegi og mega iðnaðarmenn hugleiða það, ekki síður en aðrir. „Eini gallinn.“ Þóroddur Guðmundsson fann einn galla á fjárlagafrumvarpi Péturs Magnússonar. Hann var sá, að gert er ráð fyrir fjárveit- ingum til stofnana, sem Fram- sóknarmenn ráða yfir. Nefndi hann þar til dæmis Búnaðar- félag íslapds. Þótti honum það mjög miSráðið að leggja fjár- styrk til fyrirtækja, nema þau skilyrði væru sett, að þeim yrði ekki beitt gegn ríkisstjórninni. Það er að sjálfsögðu erfitt fyrir menn, sem vanizt hafa vestrænu lýðræði, að skilja þetta, en í ljósi fræðslunnar um austræna lýðræðið, þar sem engin stétt getur skipzt í flokka, skýrist það betur. Nú fengu þeir tækifæri. Þóroddur fjölyrti mjög um kaupfélagsmál Siglfirðinga og fór bæði rangt og villandi með. Er augljóst, að kommúnistum hefir þótt rtiikið við liggja, að reyna að rétta hlut sinn í því máli og þótt sem nú gæfist ein- stakt tækifæri til þess, með því að flytja útvarpsræðu, þar sem enginn kæmist að til andsvara. Það virðist vera nauðsyn fyrir svona menn að búa undir vernd hins austræna lýðræðis um málflutning, þar sem stjórnar- flokkurinn einn fær að tala við fólkið. Annars mun þeim félög- um ganga það illa, að snúa fólki til fylgis við ofbeldi sitt og ó- stjórn í kaupfélagsmálum á Siglufirði. Þar er bæði fjárstjórn þeirra og fundarstjórn orðin fræg að endemum, svo sem verð- ugt er. tyttfhdatf/'éttir Hér á myndinni sést eitt af þeim áhöldum, sem hjálpaði Bretum og Banda- ríkjamönnum til að vinna styrjöldina. Með þessu áhaldi var hægt að fá vitneskju um fjandsamlegar flugvélar, þó i fjarlægð væru. Bréf utan af landi Tíminn hefir á stundum ósk- að eftir pistlum úr sveitinni. Ég er að hugsa um að senda honum einu sinni fáeina haga- lagða, ef hann vill hirða þá. Undarleg þögn. Hér um slóðir þykir það með fádæmum einkennilegt, að ekk- ert heyrist enn frá fram- kvæmdastjórn bændasamtak- anna, sem kosin var á Laugar- vatni í haust.* Menn líta svo á, að hið stjórnskipaða landbún- aðarráð og verðlagsráð þess hafi að nokkru svikið okkur bændur með því að hvika frá sexmanna- grundvellinum. En hann hafa menn almennt talið hina helztu réttarbót okkar bændanna hin síðari ár og virðast bændur af öllum flokkum hafa verið ein- huga um að ekki mætti slaka á þeirri jafni'éttiskröfu, án þess að sómi og velferð bændastétt- arinnar væri í veði. Nú virðast sumir, og þar á meðal Jón Pálmason alþingismaður, líta svo á, að það sé sanngjarnt, að bændur gefi eftir á þess- um vettvangi. En þá er minni mitt illa svikið, ef það er ekki rétt hermt, að sami maður hafi stundum áður mjög lofað sex- manna-samninginn og jafnvel talið sér það að nokkru persónu- lega til gildis, að hann komst á. Gott ef hann þóttist ekki hafa fundið það upp, að ef allir nefndarmenn yrðu sammála, skyldi gerð þeirra verða að lög- um. Nú, Jóni er að sjálfsögðu heimilt að hafa skipt um skoð- un, en vera má, að ýmsum kjós- endum hans þyki illt að snúast hér með honum, ef að þeir fá ekkert fyrir það, nema skaðann og skömmina. Víst er það, að hér um slóðir gerum við bændur kröfu til ?ess, að stjórn B. í. og hin nýju stéttasamtök bænda láti senn til sín heyra og sýni viðleitni í 3á átt að bjarga því við að nýju, að það sé viðurkennt, að bændur hafi rétt til sambæri legra kjara og aðrar vinnandi stéttir. Höfuðmein blaðanna. Hér ber það oft á góma, að menn telja blöðin allmiklu verri en þörf gerist. Er þar átt við vikublöðin. Ýmislegt er talið því máli til stuðnings, en einkum það, að alltof mikið skorti á það, að hin almennu landsmál séu rakin og skýrð þann veg, að við kjósendurnir getum skilið þau til hlítar og greitt um þau atkvæði af nægilegri þekkingu. Menn eru leiðir á hinum sí- felldu illindum, einkum ef þau eru persónuleg. En við viljum vita það rétta í hverju máli og trúum ekki á sigursæld lýginn ar. Við viljum til dæmis fá rit að meira um rafmagnsmál sveitanna og nýsköpunarplön stjórnarinnar. Og svo ýms meiriháttar þingmál. Við tökum og undir með þeim, sem bent hafa á, að þörf sé á að fara að ræða ítarlega hina vænt anlegu stjórnarskrá. Jón forseti. Öllum þóttu það nokkur tíð- indi, að Jón Pálmason skyldi eimmitt núna vera kosinn for- seti sameinaðs þingá. Ég tek ekki mark á því, að sumir gerðu ekki annað en *að hlæja að því Einstaka menn hlæja að öllu Mér og fleiri finnst það hins vegar að vissu marki sómi fyrir bændastéttina, að slíkur maður skyldi valinn úr okkar stétt. Það sýnir að hún er jafnvel meiri í augum kommúnista, en þeir láta oftast . i veðri vaka. Því varla er Jón nokkurt einsdæmi né konungsgersemi, heldur að eins gildur bóndi, eftir því. sem ég hefi haft spurnir af. Ég hefi séð hann og veit, að hann nýtur sín í forsetastóln- um. Hitt finnst manni óneitan lega æði mikil spilling, ef Gísla er sparkað fyrir þær sakir, að hann dirfist að hafa í sumum FlugvélamóSurskip hafa aldrei verið notuð í hernaSi, svo nokkru nemi fyrr en í þessari styrjöld. Bæði Bretar og Bandaríkjamenn lögðu mikla áherzlu á, að afla sér slíkra skipa, og var þeim mjög beitt í sambandi við lqftárásir Bandaríkjamanna á stöðvar Japana á Kyrrahafi og í viðureigninni við ka'f- báta Þjóðverja á Atlandshafi. Myndin hér að ofan er tekin á einu af flug- vélamóðurskipum Bandamanna og sýnir mann vcra að gefa flugvélum lend- ingarmerki. býtum fyrir erfiði okkar til að geta notið þeirra fríðinda, er margir njóta nú og allir eiga að njóta. Ég öfunda hvorki skáldið né rithöfundinn af þeirra kjör- um, en ég vil ekki láta nautin sletta í mig halanum, né þessa fóstra okkar skirpa framan í okkur bændur. Nartið í samvinnufélögin. Það andar kalt frá lækninum til samvinnufélaganna og virð- ist sem hann telji að þau rýji okkur bændur, en kaupmenn sé okkar sönnu bjargvættir og vel- unnarar. Ekki veit ég um per- sónulega reynslu hans í þeim málum, en hitt er mér torskilið, hvernig okkar eigin fyrirtæki geti féflett okkur samvinnu- menn. Og hvaðan kemur kaup- mönnunum allur stríðsgróðinn. Því það hefir landslýður fyrir satt að engir hafi á undanförn- um árum grætt til jafns við kaupmennina. En þó alltaf sé staglast á verði okkar vara bændanna, þá er að mestu þag- að um gróða milliliðanna nú á dögum. En væri það ekki þegn- skapur að þeir minnkuðu hann ofurlítið. Hvað gerir nýbyggingarráð? En meðal anarra orða. Þeir eru stjórnarsinnar, Kiljan og Kolka. Og þeir eru nú báðir búnir að láta svo ljós sín skína í landbúnaðarmálum, að manni getur vart dottið annað í hug en að nýbyggingarráðið hljóti að vera búið að uppgötva þá, og setji nú þessi „geni“ sín á ein- hverja ríkiseignina og láti þá sýna hvað þeir megna.... meira en í munninum. Ef það eftir allt saman virðir þá hvorki viðlits né á- heyrnar, verður okkur bændum að fyrirgefast, þó að við tökum þá ekki of alvarlega. Og svo hugljúf sem Kolku er hunda- þúfan, ætti honum að vera minnisstæður lærdómurinn í visu Steingríms. Hann er enn i fullu gildi. Ef til vill þykir eitt ótrúleg- ast þegar frá líður: Hvað við bændurnir unnum mikið fyrir lítið þau árin, sem flestir aðrir fengu svo mikið fyrir lítið. Grímur á Eyri. *) Stjórn Stéttarsambandsins kom saman til fundar í byrjun þessa mán- aðar og ræddi ýms málefni bænda- stéttarinnar og gerði þýðingarmiklar ráðstafanir, en fréttir af þeim fundi hafa ekki verið komnar, þegar þessi grein var skrifuð. málum aðrar skoðanir en flokks- forustan. Hvílík handjárna- pólitík í lýðfrjálsu landi. Þetta fer að verða eins og í Belsen. Tveir spámenn. Tveir menn hafa upp á síð- kastið einkum tekið að sér að dæma okkur bændurna, þeir Kiljan og Kolka. Síðan Sölvi spekingur komst undir græna torfu mun vart hafa sézt öllu meira mikillæti en í greinum yessara mikilsvirtu höfunda. Hvorugur þeirra virðist þó skilja að greinar þeirra eiga aðeins heima í Speglinum. Þess er fyrst að geta að hvor- ugur þeirra hefir að því er kunn- ugt er nokkra þekkingu á bú- skap og búnaðarmálum, hvort heldur faglega né reynslulega. Þeir hafa nákvæmlega jafn góðar ástæður til að rita um okkur bændurna og við bændur margir að skrifa um læknis- fræði og rithöfunda og störf Deirra. En mundi ekki Kolka telja okkur marga hælisþurfa, ef við gerðumst svo djarfir að tala með álíka yfirlæti um hans sérgrein og ekki séð heldur að Kiljan tæki okkur gilda sem hæstarétt, ef um fagurfræðileg efni væri að ræða? Nei, þetta eru víst prýðilegir fagmenn hvor á sínu sviði, en að því er snertir þessi bænda- skrif þeirra á við hið fornkveðna að skósmiðnum hæfir bezt að halda sig við leistann. Og svo hitt að: Ósnotur maður, es með aldir kömur, þat er bezt at hann þegi, engi það veit at hann ekki kann, nema hann mæli til margt. Hatur Kiljans. Kiljan virðist næstum hata okkur bændurna. Er það illa farið um svo góðan bóndason. En hér er ef til vill sém oftar að sjaldan launa kálfar ofeldi, Engu skáldi hefir hinn vinnandi lýður og þar á meðal bændurnir goldið svo vel í lifanda lífi sem honum. Og nú kemur auraustur í staðinn. Hann um það. Hitt er enn óskiljanlegra hve hann er gjörsamlega ófróður um öll sveitamál. Um mat hans á íslenzkri vöru hafa aðrir ritað og skal ekki við það bæta öðru en því að ég skil ekki hver biður hann eða skoðanábræður hans að leggja sér íslenzkt kjöt, smjör eða mjólk til munns, ef það er jafn vel stórhættulegt og enginn manna matur.. Og ekki skil ég, hvernig Kiljan, sem lifir á rík- inu sjálfur, gefur með okkur bændunum, sem með öðrum höldum lífinu í honum. Kjör bænda og annarra. Ekki þekki ég vinnuaðferðir né vinnuafköst Kiljans og þvi hefi ég enga tryggingu fyrir því að hann standi okkur bænd- um að sínu leyti nokkuð framar. Sannleikurinn er sá að við bændur munum nú fara að standa öðrum stéttum á sporði í þessum efnum Og myndum þó Eandaríkjamenn héldu fyrir nokkru síðan flugsýningu á aðalflugvelli Dana, Vera miklu lengra komnir ef Kastrup-flugvellinum. Meðal áhorfendanna var konungur Danmerkur og við hefðum haft efni á þvf Það síst 1,ann hér a myndinni með amerískum hershöfðingja, Cannon að nafni. er ekki sinnuleysi okkar, sein veldur því að við höfum yfir- leitt ekki ágætis íbúðir og fyrir- myndar peningshús, alls konar vélar og öll nútíma þægindi, heldur fátæktin. Þrátt fyrir allt glamrið um verðlag landbúnað- arvörunnar hin síðari ár höfum , við ekki komist lengra en það, j að við erum flestir skuldlausir ! og getum fætt okkur og klætt eftir brýnustu' þörfum. Ekki i svoleiðis að við lifum yfirleitt j mest á lambakjöti, né eigum I samkvæmisbúnað, einkabíla, eða getum brugðið okkur við og við til útlanda, eins og þeir, sem við ölum mest, þar á meðal hátt- virtir greinahöfundar. Þótt við hefðum efni á því myndum við heldur ekki nota það á slíkan hátt. Nei, þá myndum við byggja upp íbúðar- og peningshúsin, raflýsa, kaupa fleiri vélar og svo framvegis. Við myndum al- veg öfugt við það sem Kiljan segir einmitt vinna heildinni gagn.... rétt eins Og hingað tjl. Loftvarnabyssur af þessari gerff voru mikiff notaffar af Bretum í styrjöldinni Þetta eru nú sannindi málsins, °S komu aff miklum notum. Í orrustunni um Bretland vát fjöldi þýzkra að Við bændur berum Of lítið úr 1 flugvéla skotinn niður meff loftvamabyssum. Erlent yfirlit (Framhald af 2. slðu) rússneska setuliðið hefir kynnt sig illa í Tékkóslóvakíu og virð- ist því aftur hafa dregið mikið úr fylgi kommúnista. í nýaf- stöðnum sveita- og bæjarstjórn- arkosningum fengu kommúnist- ar flest atkvæði, en þó munaði litlu á þedm og bæði flokki Ben- esar og jafnaðarmönnum. Ríkisstjórnin, sem er skipuð fulltrúum allra hinna löglegu stjórnmálaflokka, hefir verið mjög umsvifamikil. Hún hefir þjóðnýtt bankana og ýms stór- fyrirtæki, skipt stórum jarðeign um milli smábænda og hafist handa um brottflutning Þjóð- verja úr Sudetahéruðunum í stórum stíl. Hafa ýmsir átalið þær aðfarir hennar, en Tékkar hafa sér til afsökunar, að þeir siga Þjóðverjum meira en grátt að gjalda og telja sig vera meira en fulisadda af sambúðinni við þá. Það er þó viðurkennt, að Tékkar séu stórum mannúðlegri við Þjóðverja en Pólverjar. Nokkur rússneskur her er enn i Tékkóslóvakíu, en hann er nú talinn á förum þaðan. Þingkoán- ingunum mun hafa verið frestað með tilliti til þess, að enn væri her í landinu. Þá mun það og hafa ýtt undir kosningafrestun- ina, að enn eru hugir manna órólegir eftir hernámið og múg- æsingar tíðar. Nýlega var t. d. sagt frá því, að 50 þús. manna hefðu safnast saman í Prag til að horfa á hengingu varaborg- arstjórans þar, sem hafði verið verkfæri Þjóðverja. Benes forseti hafði oft lýst þeirri skoðun sinni áður en styrjöldin hófst, að lýðræðið þarfnaðist margra endurbóta og það yrði að taka ýmislegt úr hagkerfi kommúnista og naz- ista sér til fyrirmyndar. M. a. ’agði hann áherzlu á, að fram- kvæmdavaldið þyrfti að verða sterkara og óháðara löggjafar- valdinu, og leggja yrði hömlur á óvandaðan áróður. Hann og félagar hans munu hafa fullan hug á að gera tilraun til breyttra stjórnarhátta, þar sem kosningafrelsi og efnahagslegt jafnræði verður meira samrímt en áður hefir tíðkast. Hitt er ekki jafnvíst, að hinar ytri að- stæður leyfi þeim slíkt.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.