Tíminn - 19.10.1945, Page 8

Tíminn - 19.10.1945, Page 8
Þeir, sem vilja kynna sér þjoðfélagsmál, irmlend og útlend, jourfa að lesa Dagskrá 8 REYK/AVÍK D A G S K R. Á er bezta íslenzka tímgritiB um þjóðfélagsmál 19. OKT. 1945 79. blað ? MMÁLL TÍmAJWS ^ 14. október, sunnudagur: Ólga í Ungverjalandi. Ungverjaland: Ógnaröld sögð ríkjandi i Budapest og víðar. í sveita- og bæjarstjórnarkosn- ingum, sem nýlega íóru fram, fékk smábændaflokkurinn svo- nefndi meira fylgi en bandalag kommúnista og jafnaðarmanna. í tilefni af þessu virðast kom- múnistar hafa hafið skipulegar ofsóknir gegn smábændaflokkn- um. Ilolland: Stjórnin lýsti yfir því, að hún væri fús til viðræðna við þjóðernissinna á Jövu, að þeim þó undanskildum^ sem haft hafa samvinnu við Japani. Uppreisnir kvaðst hún hins vegar berja niður með harðri hendi. Birtar voru fréttir af vopnaviðskiptum Hollendinga og þjóðernissinna víða á Jövu og einnig hafa orðið vopnavið- skipti milli þjóðernissinna og Breta. Austurríki: Bandaríkin viður- kenndu stjórn Renners. Spánn: Afnumið eftirlit með fréttaskeytum frá landinu. 15. október, mánudagur: Laval skotiim. Frakkland: Dauðadómurinn yfir Laval var framkvæmdur og hann skotinn í fangelsisgarði einum i París. Rétt fyrir aftök- una gleypti Laval eitur, en ekki er vitað, hvernig hann hafði náð í það. Eitrinu var dælt úr honum. Laval neitaði að láta binda fyrir augun á sér áður en hann var skotinn og hrópaði hárri röddu rétt áður: Ég dey Ung söngkona fer utan / til framhaldsnáms Guðrún Á. Símonar, söngkona fór héðan til Englands síðastl. miðvikudag og ætlar hún að leggja stund á framhaldsnám í sönglist við tónlistaháskóla í , Guðrún Á. Símonar Lundúnum. Söngkonan hefir undanfarin ár stundað söng- nám hjá Sigurði Birkis söng- málastjóra og hefir á þessu ári aflað sér mikilla vinsælda um land allt fyrir söng sinn. Frá því að hún hélt fyrst sjálfstæða söngskemmtun 20. marz síðastl. hefir hún sungið á samtals 15 hljómleikum. Þar af eru 6 sjálf- stæðar söngskemmtanir í Reykjavík, 2 á Akureyri og 2 á ísafirði. Þá söng Guðrún á 5 hljómleikum með Karlakór Reykjavíkur á síðastl. vori. Auk þessara opinberu hljómleika hefir söngkonan oft sungið í útvarpið og hafði gert það löngu áður en hún hélt fyrstu sjálf- stæðu hljómleikana. í útvarpið söng hún síðast síðastl. föstu- dagskvöld. Ungfrú Guðrún hefir hvar- vetna fengið hinar beztu við- tökur áheyrenda og góða dóma sérfrfóðra manna. Hún er efni- leg söngkona sem mikils má af vænta í framtíðinni. vegna þess, að mér þótti of vænt um Frakkland. Austurríki: Bretar viður- kenndu stjórn Renners. 16. október, þriðjudagur: Viðsjár í Búlgaríu. Búlgaría: Stjórnarandstæð- ingar lýstu yfir því, að þeir myndu ekki taka þátt í þing- kosningum, sem eiga að fara fram 18. nóv., vegna marghátt- aöra þvingunarráðstafana stjórnarinnar. Þýzkaland: Eisenhower lýsti yfir því, að samfylking kom- múnista og jafnaðarmanna, sem starfandi er á hernámssvæði Rússa, yrði ekki leyfð á her- námssvæði Bandarikjamanna, þar sem um mjög tortryggileg- an félagsskap virðist þar að ræða. Java: Þjóðernissinnar til- kynntu, að það væri rangt, að þeir hefðu sagt Hollendingum stríð á hendur. Finnland: Tilkynnt stórfelld gengislækkun. 17. október, miðvikudagur: Stjúrn í Grikklandi. Grikkland: Damaskinos rik- isstjóri hefir sjálfur tekið að sér stjórnarmyndun og verður sjálfur forsætisráðherra. Indland: Flokkur Múham- eðstrúarmanna tilkynnti, að hann myndi hefja baráttu gegn Gyðingum vegna Palestinudeil- unnar. Japan: Keisarinn lýsti yfir náðun rúmlega einnar milj. pólitískra fanga. Bretland: Attlee tilkynnti, að brezki herinn myndi far'a frá Austur-Indium strax og Holl- lendingar gætu tekið þar við völdum. — Hafnarverkamenn hafa við endurnýjaða atkvæða- greiðslu samþykkt að halda verkföllum áfram. Mansjúría: Rússar tilkynntu, að þeir myndu fara þaðan fyrir lok nóvember. ♦ (JR V ALS Spaðkjöt frá Borgarfirði eystra nýkomið i hálf- tuimum. Dýrtíðarvélin í gangi: Eín máltíð kostar eins og vikufæði fyrir stríð Fast fæði og lausar máltíðir á matsöluhúsum hér í bænum hafa hækkað gífurlega í verði í þessum mánuði. Verður fast mánaðarfæði selt i þremur verð- flokkum. 1. flokks fæði verður selt á kr. 480 á mánuði, 2. flokks fæði á kr. 420 og 3. fl. á kr 360. Kvenmannsfæði verður 20 kr lægra i hverjum flokki og verði minni mjólk en Í4 úr líter inni- falið i fæðinu, lækkar það um 15 kr. á mánuði, í hverjum flokki. Flestar matsölur hér í bænum verða í öðrum flokki. Áður var mánaðarfæði selt á kr. 322 og virtist það nægilega hátt samanborið við vísitölu, þegar borið er saman við verð á fæði hér fyrir strið. Verðlagi ■ á lausum máltíðum verður skipt í þrjá flokka. Tví- réttuð kjötmáltíð eða f|skmál- tíð í 1. fl. kostar kr. 9,75 og eftirmatur kr. 3,15. í 2. flokki kostar kjötmáltíð eða lax, koli eða lúða kr. 7,00, en venjuleg fiskmáltíð (þ. e. þorskur eða ýsa) kr. 5,50. í 3. fl. kostar kjötmál- tíð kr. 6,50 og fiskmáltíð kr 5,00. Tjarnarcafé og Hótel Borg verða í sérstökum verðflokki, sem byggist á því að þar eru máltíðir fjölbreyttari, en annars staðar. í Tjarnarcafé kostar máltíðin kr. 17.25 og á Hó^el Borg frá kr. 11,50 og upp í kr. 23.00. Þessar hækkanir eru afleiðing af stefnu stjórnarinnar í dýrtíð- armálunum, sem hefir stórauk- ið ýmsan tilkostnað við matsölu- rekstur. Sýnir það bezt, hve vel stjórninni vinnst við það að koma dýrtíðinni upp, að ein dýr máltíð kostar nú orðiö eins mik- ið og vikufæði fyrir stríð! Kostar kr. 480,00 Afgreitt frá Frystihúsinu Herðubreið, sími 2678. — Sent lieim samdægurs, ef pantað er fyrir hádegi. Samb. ísl. samvinnufélaga Búið yður undir spilakvöldin I vetur og lærið Vínarsagnkerfiö # Fullyrt er að þeir, sem fara eftir sagnreglum þessum muni aldrei verða í vafa um hvernig réttast sé að segja á spilin. Eignist VÍNARKERFIÐ. Bókaútgáfa Guðjóns Ó. Guðjónssonar. (jatnla Síó ÓÐI R | RtSSLMDS (Song of Bussia) Amerísk stórmynd. — Músik eftir Tschaikowsky. Aðalhlutverk: Robert Taylor, Susan Peters. Sýning kl. 5, 7 og 9. Bönnuð yngri en 12 ára. Ibjja Síó ÆVIMARK TWAIN’S (The Adventures of Mark Twain). Söguleg stórmynd. hlutverk: Fredric March, Alexis Smith. Sýningar kl. 6 og 9. Aöal- Tilkynning frá Viðskiptaráðinu Viðskiptaráðið vill hér með vekja athygli innflytjenda á eftir- farandi atriðum: I) Að nú er að mestu lokið við reglulegar úthlutanir gjald- eyris- og innflutningsleyfa fyrir yfirstandandi ár. J) Að umsóknir sem berast hér eftir, verða því aðeins teknar til greina á þessu ári að um brýna nauðsynjavöru sé að ræða, eða aðrar sérstakar ástæður séu fyrir hendi, enda séu hinar sér- stöku ástæður í þeim tilfellum rökstuddar af umsækjanda. 3) Að þótt öll þau leyfi, sem í umferð eru og ónotuð kunna að vera, gildi í lengsta lagi til loka þessa árs, verður beiðnum um framlengingu þeirra fram á næsta ár ekki sinnt fyrr en samtímis því að leyfisveitingar fyrir næsta ár hefjast, sem líkur eru til að ekki verði fyrr en upp úr næstu áramótum. 18. október 1945. Viðskiptaráðið Minnisteysi (Framhald af 1. síðu) sóknarflokkurinn við þeirri ósk. J. J. var þá ekki mættur á íundi. En það er líka í eina skiptið, sem hann hefir ekki greitt atkvæði með því að taka upp samningatilraunir við kom- múnista. Ef það hefir verið brot á sam- þykktum íramsóknarflokksins (eins og J. J. heldur fram, að vísu ranglega) að taka upp þessi samtöl við kommúnista, hefir J. J. sjálfur brotið sam- þykktirnar og meira en allir aðrir, því að hann var á þessu tímabili formaður flokksins. í fyrsta lagi með því að greiða því atkvæði, að samningaum- leitanir voru teknar upp haust- ið 1942. í öðru lagi með því að taka sjálfur þátt í þessum samningaumleitunum. í þriðja lagi með því aö greiða því at- kvæði fyrri hluta vetrar 1942, að teknar yrðu upp samninga- umleitanir við kommúnista um þriggja flokka stjórn. Fyrir þetta þýðir J. J. ekkert að þræta, því að allt þetta er skjalfest í fundabók Framsókn- arflokksins meðan J. J. var sjálfur formaður. J. J. ætti því ekki að vera með endurtekip blaðaskrif um þessi atriði, því að það hlýtur að verða honum til stöðugt vaxandi leiðinda. Afnám kágunar- ákvæðisins (Framhald af 1. síðu) ið er, að landbúnaðarráðherra samþykki áætlun fyrir sjóðinn, og þar sem hér er eingöngu um að ræða fjárframlag frá land- búnaðinum, leggur búnaðarþing áherzlu á, að þetta ákvæði verði numið úr lögum.“ Samþykkt stofnfúndar Stétt- arsambands bænda var svohljóð- andi: „Fulltrúafundur bænda hald- inn að Laugarvatni dagana 7.—9. september 1945, ályktar að skora á Alþingi að nema það ákvæði úr lögum um búnaðarmálasjóð, að ráðstöfun á fé sjóðsins sé háð samþykki landbúnaðarráðrerra.“ Samþykkt með samhljóða at- kvæðum. Auk þessa háfa Búnaðarfélagi íslands borizt svipaðar áskoran- ir og mótmæli víðs vegar af landinu, t. d. frá mjög mörgum aðalfundum búnaðarsamband- anna, aðalfundum kaupfélaga o. fl.“ Verðtagsbrot Laus staða Oss vantar afgreiðslumann í sölubúð frá næstu ára- mótum. 0 Eiginhandarumsóknir, ásamt launakröfu, sendist til Sigurðar Steinþórssonar, kaupfélagsstjóra, fyrir 15. nóvember næstkomandi. í umsóknunum séu upp- lýsingar um aldur, nám og starfsferil. 1' Kaupfélag Stykkishólms. Ullarverksmiðjan GEFJUN framleiðir fyrsta flokks vörur. Spyrjið þvx jafnan fyrst eftir Gefjunarvörum þegar yður vantar ULLARVÖRIJB U R B Æ N U (Framhald af 1. síðu) Dómsmálaráðuneytið hefir hinn 13. þ. m. lagt fyrir saka- dómara að ljúka rannsókn Dr. phil. Matthías Jónasson flytur opinbera Hannesar Árnasonar fyrirlestra við Háskóla íslands á þess- um vetri, föstudaga kl. 6—7 síðdegis í I. kennslustofu. Efni: Uppeldisstarf foreldra. — Fyrsti fyrirlesturinn var fluttur síðastl. föstudag. Nýr Grumman-flugbátur. Flugfélagið Loftleiðir h.f. hefir fest kaup á nýjum Grumman-flugbáti í Ameríku af sömu gerð og flugbátur félagsins, sem nýlega laskaðist í lend- ingu á Skerjafirði. Flugbátur þessi er á leið\il landsins og bíður nú veður- teptur í Grænlandi. Er þessi nýi flug- bátur bætist í hópinn, eiga Loftleiðir h.f. 4 flugvélar alls, tvær Stinson-vél- ar, eina Nursaman-vél og svo Grum- man-flugbátinn. > . Aflasölur. í síðastl. viku seldu þessir togarar afla sinn í Bretlandi: Kári 2593 Kits fyrir 6.677 sterlingspund, Gyllir 3231 kits fyrir 9.523 pund, Rán 1747 kits fyrir 3.717 pnud, Óli Garða 2994 kits, fyrir 7.832 pund, Karlsefni 2815 kits, fyrir 8.072 pund, Sindri 1646 kits, fyrir 4.844 pund og Júpiter 3844 kits fyrir 10.726 sterlingsund. Hátíðahöld Hringsins. Næstkomandi sunnudag heldur Kvenfélagið Hringurinn fjölbreyttar skemmtanir í öllum helztu samkomu- húsum bæjarins. Sjóðm-inn, sem nú nemur um 780 þús. kr„ þarf þó mikið að aukast enn eða þrefaldast, áður en hann er talinn verkefni sínu vaxinn. Til þess eiga allir að hjálpa og gera það m. a. með þvi að taka þátt í há- tíðahöldunmn á sunpudaginn. máls þessa og höfða síðan mál gegn stjórnendum hlutafélags- ins, þéim Páli B. Melsted, Elínu Melsted og Pétri Eggerz Stef- ánssyni, fyrir brot gegn verð- lagslöggjöfinni, gjaldeyrislög- gjöfinni og XV. kafla Jiegning- aflaganna, svo og til úpptöku á á hinni ólöglegu álagningu. (Samkv. tilkynningu frá dóms málaráðuneytinu). Innbrot. I Aðfaranótt síðastl. laugardags var brotizt inn í verzlunina Rín, Njáls- götu 23 og stolið þaðan tveimur har- monikum. Önnur var rauðleit hnappa- harmonika, en hin hvitleit pianohar- monika. Báðar voru þær kassalausar. Lögreglan biður þá, er upplýsingar gætu gefiö um verknaðinn, eða séð hafa harmonikurnar, að láta sig vita hið allra fyrsta. Frá Svíþjóð komu nýlega með SILA-flugvél eft- irtaldir menn: Bjarni Forberg bæjar- símastjóri, Magnús Kjaran stórkaupm. og frú, Símon A. Henning auglýsinga- teiknari og Sverre Huse. Sá síðast- nefndi kemur til viðræðna við Bruna- bótafélagið. Farþegar til New York frá Reykjavík með Span Splice fóru nýlega: Bjarnfríður Victoría Sigmð- ardóttir, Þóruhn Andrésdóttir, Bryn- dís Þorstqinsdóttir, Hulda Þórðardótt- ir, Agla Jacobsen með 10 ára dreng, Herdís Guðmundsdóttir, Stefanía Ei- ríksdóttir með ungt barn, Guðbjörg Eiríksdóttir, Sigr.ún Ársælsdóttir, Helgi Gíslason, Valtýr Albertsson læknir. Til Stokkhólms eru nýlega farnir flugleiðís: George Höst, sendiherra Dana, frú Christine Sigurðsson, Björn Fanö verkfræðing- ur, Einar Sturluson verkstjóri, Stefán H. Halldórsson nemandi og Kristjana E. Jóhannsdóttir nemandi, Sesselja J. Svendsen og barn, Jóhanna Þórarins- dóttir nemandi, Stefán Kristinsson bókari, Ólafur Ólafsson verzlunarfull- trúi, frú Sigrún E. Ólafsson, frú Mar- grét Eyjólfsdóttir, frú Alda Möller leikkona og tveir starfsmenn rúss- nesku sendisveitarinnar. Frá Bandaríkjunum er nýlega kominn með flugvél ATC frá Bandaríkjunum Egill Vilhjálmsson framkvæmdastjóri og frá Englandi: Bjarni Pálsson vélstjóri og frú Jó- hanna Ottósson. — Til Bandaríkjanna fóru flugleiðis: Sibil Kamban, Finn- ur S. Björnsson nemandi og Ásgeir G. Samúelsson.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.