Tíminn - 30.10.1945, Blaðsíða 6
6
82. blað
TÍMINN, [»yi8jMdaglnn 30. okt. 1945
«
*
)
Baráttan um landbúnaðinn
(FramluM af 3. tíOu)
s Jónssonar á Hvanneyri í Morg-
unblaðinu þ. 10. þ. m. rúmlega
31%. Þetta verður naumast of-
brýnt fyrir mönnum, hvort sem
þeir eru bændur eða ekki. Þetta
sýnir hvað öll umsetning er!
orðin dýr hér á landi. Það er því
ekki allt bændum að kenna að
hér er dýrt að lifa. Samanborið
við verðlag í sumum nágranna-
löndunum yrði kjötið nógu
dýrt fyrir neytendur, þó að
* bændur gæfu það.
Málsvarar Búnaðarráðsins
halda ,því fram, að hefði verðlag
búnaðarframleiðslu verið sam-
kvæmt sexmannanefndar-áliti
og ríkissjóður tekið ábyrgð á
því til bænda, myndi það hafa'
kostað 40 miljón króna framlag.
Ég skal ekki véfengja þann
reikning að svo komnu. En við
þetta skýrist kjarni þessa máls,
en hann er sá, hvort bændur
eigi einir að bera byrðar verð-
bólgunnar eða ekki. Á að rýra
tekjur bænda svo að við getum
enn í nokkrar vikur leyft okkur
að hafa þá dýrtíð sem er? Eða
á að láta bændur hafa atvinnu-
tekjur bænda, svo að við getum
minnka verðbólguna samkvæmt
því, sem atvinnulífið þarf með,
á þeim grundvelli?
Hér þarf ekki að fjölyrða um
þær réttlætiskröfur að ein stétt
hafi svipuð kjör og aðrar. Það er
þó veigamikið atriði í þéssu máli.
Hitt gæti verið ástæða til að
athuga, hvers vegna bændur
þurfa svipaðar tekjur og aðrir.
Ég geri ráð fyrir því að les-
endur mínir hafi það grundvall-
arsjónarmið að æskilegt sé að
framleiða landbúnaðarvörur hér
á landi. Þessi grein er ekki skrif-
uð fyrir aðra. Þá geri ég enn-
fremur ráð íyrir því, að menn
fallizt á það, að sennilegt sé að
ódýrast verði að reka landbún-
að sem sjálfstæðarí' atvinnuveg
en ekki hjáleigurekstur annarra
atvinnuvega. Þeir menn, sem
hafa þessa skoðun, munu vera
mér sammála um það, að bænd-
ur verði að fá lífvænlegar tekj-
ur, svo að þeir yfirgefi ekki
framleiðslu sína, en einbeiti sér
að framhaldi þess mikla starfs,
sem þeir standa nú í, að koma
búskap sínum í nútíðarhorf.
Hitt er svo annað mál á hvern
hátt ríkisvaldið styrkir þá starf-
semi og flýtir fyrir því, að land-
búnaðarframleiðsla á ísiandi
geti orðið svo ódýr sem gæði
landsins og veðurfar leyfa.
Það er hægt að nefna ýms
dæmi um mistök, sem stafa af
því, að bændur eru ver settir
fjárhagslega en aðrar stéttir.
Vik þekkjum ýms dæmi um það,
að menn hafi brugðið búi og
flutt í kaupstað til að stunda
atvinnu þar, og nytji jarðir
sínar aðeins lítillega í orlofi sínu.
Þetta á ljótan þát^ í mjólkur-
skorti sumra þorpa hér á landi.
Eins eru fjölmörg dæmi um það,
að ýmsir nýríkir braskarar hafi
klófest jarðir og hafi þær sér
að leik vegna veiðiréttinda, sem
fylgja þeim, og þyki fínt að eiga
/ sumarhótel fyrir fjölskyldu sína
og gesti. Er það þar frægast að
endemum þegar þessir gróða-
menn kaupa langar spildur til
þess, að engin^i óvelkominn skuli
setja kofa síná niður í námunda
við sumarhótel þeirra og saurga
svo staðinn.
Þessi þróun hefir átt sér stað
vegna þess að braskið hefir verið
verndað og bændur settir skör
neðar flestum öðrum með tekj-
ur. Hefðu jafnframt verið gerð-
ar öruggar ráðstafanir til þess
að umráðaréttur jarðeignanna
væri í höndum þeirra manna,
sem landbúnaðarsjónarmið eru
ríkjandi hjá, hefði mátt komast
hjá miklum vandræðum, þó að
bændur væru tekjulægri en ann-
að fólk. En það var ekkert gert
til að hindra braskgróðann og
þegar ríkisstjórnin getur ekki
lengur st^ðið undir’ þeirri dýr-
tíð, sem hún hefir barizt fyrir
og búið til,er fyrsta úrræði henn
ar að níðast á bændum og leggja
þunga óstjórnarinnar á þá sér-
staklegar. Reikningur stjórnar-
innar um 40 miljóna fjárkröf-
una er miðaður við núverandi
vísitölu. En með því að færa
vísitöluna niður breyttist þetta.
Við það að minnka dýrtíðina
lækkaði þessi fjárkrafa. Með því
að draga úr verðbólgunni væri
hægt að gera þessa fjárkröfu að
engu. Og sú leið væri bæði hyggi-
legri og heiðarlegri.
Það er ekki mikill vafi á því,
hvað myndi verða næsta spor á
áeirri braut,sem hér er lagt út á.
Þegar útflutningsverðið lækkar,
verður úrræði ríkisstjórnarinnar
kauplækkun. Þegar ekki þykir
lengur fært að leggja þungann á
bændur eina verður öllum
launamönnum bætt við. Það má
vera að káuplækkunin verði
dulbúin í gervi gengislækkunar,
en hún er eina rökrétta fram-
haldið af þessum ferli. Milliliðir
óg braskarar eru friðhelgir., Það
er ekkert gert til að minnka
ýmis konar vérzlunargróða og
umboðstekjur. Meira að segja
eru reistar rammar skorður við
dvi, að fólkið fái að færa verzl-
un sína til kaupfélaganna, sem
skila þeim aftur ágóðanum. Það
er sýnishorn af fjármálastefn-
unni.
Eitt af því, sem borið er fram
t
sem rök fyrir því, að bændur
megi ekki fá miklar >tekjur, er
það,að þeir festi nokkuð af þeim
í framkvæmdum þar, sem eng-
inn muni vilja vera á komandi
tímum. Þetta er ein af skárri
röksemdum stjórnarliðsins, því
að í þessu er sannleikskorn, þó
að lítið sé. En hugleiða mættu
menn jafnframt þessu, hversu
margir miljónatugir skyldu nú
vera bundnir í bátum, sem eng-
inn vill nota á næstu vertíðum
og eru því arðlaus eign. Því mið-
ur erum við ekki svo framsýnir
búmenn, að við'getum ráðstafað
hverjum peningi svo, að hann
beri eilífa ávexti. En varanleg-
ust og tryggust not verða þó af
dví fé, sem lagt er«- í ræktun
landsins, eftir því sem sjá má.
Það hefir orðið mikil vakning
á íslandi í þá átt að nota sér
fullkomnari tækni en áður. Þetta
nær til allra stétta. Nú liggur
það vandamál fyrir að hjálpa
landbúnaðinum yfir á það stig
að geta notið tækninnar. Áreið-
anlega væri það misráðið að
gera hlut bænda svo auman að
atvinnuvegurinn"clrægist saman
og mikið af húsum og ræktun,
sem gerð hefir verið á síðustu
árum, færi í niðurníðslu. Sú
hætta vofir þó yfir höfði okkar
í dag. Og það úrræði að setja
bændur skör neðar en aðra
mdhn, bæði réttarlega og fjár-
hagslega, er framkvæmd þeirrar
hættu. Allir þeir, sem vilja hafa
sjálfstæðan landbúnað á íslandi,
taka höndum saman til að
hrinda þeim ókjörum.
Enn eiga bændnr
síðasta orðið eftir.
Svo að segja undantekningar-
laust hafa bændur mótmælt
bráðabirgðalögunum um Bún-
aðarráð. Framkvæmd kjötsöl-
unnar í haust hefir ekki heldur
verið aðlaðandi fyrir bændur.
Yfir framtíðinni hefir verið
haldið þeirri óvissu sem mest
mátti verða. Það hefir orðið til
þess að menn hafa frestað
kjötkaupum sem allra mest. Því
hafa verzlanirnar orðið að
geyma meira kjöt og gerir það
verzlunina í heild dýrari og af-
komuskilyrði framleiðendanna
verri. Þetta háttalag er því hinn
versti ógreiði við bændur og
raunar í samræmi við þá löggjöf,
sem á undan fór. Það er allt á
eina bókina lært.
Bændur hafa svarað þessum
tiltækjum stjórnarinnar neit-
andi. Ýmsir stjórnarliðar vilja
þó ekki taka slíkt alvarlega en
hugsa sér að þaö sé bara ein-
hvers konar smánöldur, sem
ekkert sé meint með. Þetta líði
frá og þegar til komi muni þeir
fá bændaatkvæði eins og vant
er.
Ég skal engu spá um það
hvernig þær vohir rætast. Það
er e. t. v. ekki' rétt að svipta
neinn bjartsýninni. En hitt er
víst, að undir því er mjög komin
pólitísk framtíð og áhrif bænda-
stéttarinnar. Ef bændur lyppast
niður frá mótmælum sínum og
fela þeim mönnum,sem þeir hafa
verið að andmæla, umboð sitt á
Alþingi, þá verður lítið lagt upp
úr orðum og vilja íslenzkra
bæhda framvegis. Menn munu
þá halda að þeim sé aldrei al-
vara. Þeim megi bjóða hvað sem
sé. Þeir nöldri bara ögn en kjósi
svo a? gömlum vana gegn skoðun
sinni og sannfæringu. Ef bænd-
ur hins vegar snúa baki við
þeim þingmönnum, sem kunna
að taka á sig ábyrgð bráða-
birgðalaganna og þoka þeim á-
kveðið til hliðar, þá sýna þeir
öllum, að þeir meina það, sem
þeir segja. Þá skilja stjórnmála-
mennirnir hvað það gildir að
rísa gegn vilja þeirra. Þá mun
bændastéttin verða §terk stétt
í stjórnmálum íslendinga.
Þetta mál er því að verða dá-
lítil prófraun á stjórnmála-
þroska íslenzkra bænda. Hvert'
það atkvæði, sem bændafólk
leggur hér eftir á Jón Pálmason
og sálufélaga hans, rífur niður
áhrif og þýðingu bændastéttar-
innar. Hvert bændaatkvæði, sem
þessir menn missa, er styrkur
stéttarinnar og skipar henni
nær öndvegi síjórnmálalifsins.
Bændastéttin á eftir að segja
sitt síðasta orð í þessum málum
við kjörborðið. Þar greiðirl hún
atkvæði um líf sitt og dauða
sem sjálfstæðrar stéttar. Hún
á um það tvennt að velja. Láti
hún mótþróalaust bjóða sér
hvort tveggja, minni rétt og
krappari kjör en öðrum stéttum,
eins og Pétur Magnússon og
„sovétráð“ hans gera, þá eru
dagar hennar brátt á enda. En
berjist hún einhuga fyrir tilveru
sinni mun hún sigra og verða
landi sínu styrk stoð svo sem
verið hefir.
G yðingaofsókrLÍrrLCLr
í Danmörku
(Framhald af 4. síðu)
tækir Gyðingar fluttir ókeypis
yfir sundið, enda þótt sjómenn-
irnir ættu það á hættu aö verða
rændir kænum sínum og hafðir
í haldi margar vikur.
Áhrifamikil stund.
Fiskimaður frá Norður-Sjá-
landi, sem fór einu sinni með
eitt hundrað Gyðinga yfir til
Svíþjóð^r, hefir sagt svo frá
fögnuði og innilegu þakklæti
fólksins, er það kom inn í
sænska landhelgi eftir mikinn
velting og ískyggileg ‘afskipti
þýzkra varðskipa:
— Allt flóttafólkið þyrptist
saman á þilfarinu og hélt þar
guðsþjónustu á vísu Gyðinga,
sagði hann. Ég hefi aldrei séð
neitt, sem hafi hrært mig jafn
djúpt. Það hafði slík áhrif á mig,
aö ég gleymi þeim aldrei. Ég
sé þetta fólk enn fyrir mér, fölt
og tekiö í andliti eftir þjáningar
síðustu daga, liggjandi á hnján-
um á þilfarinu úti á rúmsjó,
spenna greipar, mæna tárvotum
augum upp í gráan hausthim>-
inninn og flytja guði sínum
þakkargjörð. Þá fyrst skildi ég,
hvað þetta fólk hafði orðið að
þola — og frá hverju það hafði
sloppið.
Bókmenntir og listir
(Framhald af 3. slðu)
sjöunda tug síðustu aldar. Krist-
ján var Norður-Þingeyingur að
uppruna, fæddur að Ási í Keldu-
hverfi. Hann missti föður sinn,
er hann var biarn að aldrl,
hugðist að ganga í latínuskól-
ann, en varð að hætta við það
sökum fjárskorts. Fór hann í
þess stað í Möðruvallaskóla.
Nokkru fyrir aldamótin fluttist
hann vestur um haf og settist
að í Winnipeg. Fékkst hann þar
nokkuð við ritstörf og skrifaði
meðal annars skáldsögur undir
dulnefninu Snær Snæland.
Endurminningar hans munu
skrifaðar nokkru eftir alda-
mótin og ágæta vel úr garði
gerðar. Er þar að finna glöggar
og sannar lýsingar á lifi og
háttum fólks norður í heim-
byggð höfundarins fyrir 70—75
árum. Eins og að líkum lætur
er flest breytt orðið síðan,
margt til hins betra — eitthvað
kannske á hinn veginn.
Hvers eiga bændur .
(Framhald af 4. síðu)
sem henni er ætlað að framleiða
— og hættan af „sprengiefni
Péturs“ liðin hjá.
Við næstu kosningar munum
við bændur reyna að muná,
hverjir eru líklegastir að vinna
að heill okkar — og þjóðarinnar
í heild.
3
umuinnun
er máigagn samvinnuhreyfingarinnar. Hún flytur
ávallt fróðleik um samvinnumál.
cuia
°f
(eóié
Innilegt þakklæti votta ég öllum þeim hinum mörgu,
er sýndu mér vinsemd og hlýjan hug við fráfall eigin-
manns rqíns,
Jóns Ólasonar frá Ártúiii.
Sérstaklega vil ég þakka framkvæmdastjórn Kaupfélags
Langnesinga fyrir þá miklu virðingu og höfðinglega rausn,
er hún sýndi hinum látna með því að kosta að öllu leyti
útför hans.
Ártúni, 16. okt. 1945.
Fyrir mína hönd, barna minna og annarra ættingja.
RÓSA GUNNLÖGSDÓTTIR.
UI larverksm iðjan
GEFJUN
framleiðlr fyrsta flokka vörur.
Spyr jiS því Jafnan fyrst eftir
Gefjunarvörum
þegai yðnr vantar ULLABVÖRUB
I
u
Fundur
Næstkomandi föstudag, hinn 2. nóvember, kl. 8y2 síðd. verður
fundur haldinn í fiskifélagsdeild Reykjavíkur. Fundurinn verð-
ur í húsi Fiskifélagsins.
Fundarefni:
1. Gengið frá nýjum lögum fyrir deildina.
2. Kosin stjórn deildarinnar, varastjórn og endurskoðendur.
I
3. Kosnir 4 aðalfulltrúar á Fiskiþing og jafnmargir til vara.
4. Önnur mál, sem fram kunna að koma.
"/ ff
Þeir, sem hafa í hyggju að ganga í deildina, sendi inntöku-
beiðni til skrifstofu Fiskifélagsins fyrir októberlok. Upplýsingar
um inntökuskilyrði eru gefnar í skrifstofunni og í síma 3864.
Reykjavík, 26. okt. 1945.
Fiskimálastjóri
Við móðurbarm