Tíminn - 30.10.1945, Blaðsíða 2

Tíminn - 30.10.1945, Blaðsíða 2
Tl>flTV\, jtriðjndagiim 30. okt. 1945 82. blað /f díðatiaHqi 1 „Nýsköpunar“-blekkingin. Þann 20. þ. m. lýsti Mbl. starfsháttum kommúnista í bæjarstjórn Reykjavíkur á þessa leið: „Allt ber því að sama brunni. Tillöguflutningur sócialistanna í bæjarstjórn miðar yfirleitt ekki að því að fá málefni fram, né að vinna til góðs fyrir bæjarbúa. AUra síst þá þeirra, sem verst eru staddir, eins og þó er látið í veðri vaka. Þvert á móti er allt gert í auglýsingaskyni fyrir menn, „sem stendur á sama“ um raunverulegar um- bætur. Allt sver sig í sömu ætt og ljóslega hefir opinber- að sig undanfarna daga, þeg- ar Þjóðviljamenn hafa gerzt svo ósvífnir að kalla einmitt mögnuðustu afneitun lýð- ræðisins vera fullkomnasta íorm þess. Tilgangurinn er sá að ná vöidunum í nafni Iýðræðis og umbóta, til þess síðan að forsmá lýðræðið og setja í þess stað flokksein- ræði og kúgun“. Þetta er án efa rétt lýsing á starfsháttum kommúnista í bæjarstjórninni. En mætti hún ekki vera Sj álfstæðismönnum nokkur leiðbeining um, til hvers kommúnistar eru að nota þá með stjórnarsamvinnunni. Kommúnistar hafa farið í ríkis- stjórnina undir yfirskyni um- bóta og „nýsköpunar“, en mein- ingin með nýsköpunarglamrinu þar er vitanlega sú sama og í bæjarstjórninni, enda sýna verkin merkin. Forsprakkar Sjálfstæðis- flokksins mættu sannarlega sjálfs sín vegna hugleiða, hve lengi þeir ætla að hjálpa kom- múnistum til að auglýsa sig með „nýsköpun", sem er marg- fallt stórfelldari blekking en til- lögurnar í bæjarstjórninni. Áhyggjur Mbl. í forustugrein Mbl. 27. þ. m. er lýst miklum áhyggjum út af stjórnarandstöðunni. Hún er sögð skamma allt, sem stjórnin gerir. „Svona stjórnarandstaða getur ekki leitt til góðs“, and- varpar blaðið. „Hún misskilur gersamlega hlutverk sitt, og að lokum fer svo, að enginn tekur mark á því, sem hún segir eða gerir". Því fer vissulega fjarri, að stjórnarandstæðingar skammi allt, sem stjórnin gerir, heldur mætti frekar segja, að.stjórnar- andstaðan kæmist ekki yfir að gagnrýna nema það helzta af því, sem miður fer. Qg vissu- lega mun mörgum ganga erfið- lega að skilja þéssar áhyggjur Mbl. yfir gagnrýni stjórnarand- stöðunnar, ef þær staía ekki af öðru en því, að „enginn taki mark á því, sem hún segir eða gerir“! Skyldi áhyggjur Mbl. ekki heldur sprottnar af hinu, að það finnur að gagnrýnin er á rökum reist og hittir því markið? Hvort finnst mönnum trú- legra? Stolnar fjaðrir. Mbl. heldur þvi nýlega fram, að það sé rangt hjá Tímanum, að stjórnin hafi ekki unnið að annarri „nýsköpun“ en vél- báta- og togarakaupunum, eins gæfulega og það hefir líka tek- izt. | Þessu til sönnunar bendir | blaðið á aukin vélakaup land- búnaðarins og auknar rafvírkj- anir. Hin auknu vélakaup land- búnaðarins stafa eingöngu af á- huga bænda, sem hafa óskað eftir miklu meira af vélum en hægt hefir verið að fullnægja. Raforkuframkvæmdirnar, sem hafnar hafa verið á þessu ári, eins og t. d. Andakílsárvirkjun- in, voru ákveðnar og undirbún- ar fyrir tíð núv. stjórnar og verður henni því ekki eignuð nein hlutdeild í þeim. Þannig getur stjórnarliðið, þegar hinum gæfulegu vélbáta- og togarakaupum sleppir, ekki skreytt stjórnina með öðru en stolnum fjöðrum í „nýsköpun- ar“-málunum. Áburður og gjaldeyrir. Það, sem af er þessu ári, hefir verið fluttur inn erlendur á- burður fyrir nær þrjár milj. kr. Má vel if þessu marka, hve mikill gjaldeyrissparnaður það yrði, ef áburðurinn væri fram- leiddur í landinu sjálfu. Á- burðarkaup bænda eiga þó vafalaust eftir að aukast, og gjaldeyriseyðslan verður þá enn meiri, ef áburðurinn verður inn- fluttur. Gróusaga um kjötverðið. Mbl. er enn að japla á þeim tilbúningi, að útsöluverð á kjöti hefði orðið kr. 15.00—18.00 kg., ef Framsóknarmerfn hefðu fengið að ráða. Þetta er hreinasta Gróusaga. Hefðu Framsóknarmenn ráðið, hefði verið ákveðin allsherjar- lækkun, sem náð hefði hlut- fallslega jafnt til afurðaverðs- ins, kaupgjaldsins, verzlunará- lagningar og annars þess, sem heldur uppi dýrtíðinni. Kjöt- verðið hefði því orðið lægra en nú, en hins hefði jafnframt verið gætt, að hlutfall sex- mannanefndar-álitsins hefði haldLst milli þess og kaup- gjaldsins. Mbl. undir eftirliti. Morgunblaðinu varð það ný- lega á að birta frétaskeyti frá heimskunnri fréttastofu, þar sem skýrt var frá því, að Rúss- ar byggjust til vetrarsetu á Bsrgundarhólmi og hefðu auk þess hug á að fá herbækistöðv- ar á Svalbarða. í tilefni af þessu hefir Kristinn Andrésson alþm. farið fram á ritvöllinn í Þjóð- viljanum, ásakað Mbl. harðlega fyrir sóvétníð og krafizt þess, áð það hefði betra eftirlit nieð fréttaflutningi sínum. Er ber- sýnilegt á orðum Kristins, að ráðherratlgn Ólafs Thors er hætta búin, ef Mbl. birtir fleiri fréttir, sem ganga kunna í þessa átt. Mbl. hefir reynt að malda dá- (Framhald á 7. síðu) ErLent yfirlit Verður heimsfriðnum bjargað? Síðan lauk íundi utanríkis- málaráðherranna í London hef- ir svartsýnin um viðhald heims- friðarins aukizt stórum. Vonir manna um góða sambúð stór-J veidanna hafa orðið fyrir mikl- um hnekki og þvi er nú mikið um það rætt, hvort önnur leið sé til að bjarga friðnum, ef al- þjóðasamvinna bregst. Eftir því, sem lengra hefir liðið, hafa mönnum líka orðið gleggri orsakirnar, sem leiddu til árangursleysis ráðherrafund- arins. Með hverjum nýjum al- þjóðafundi, sem haldinn er, kemur yfirgangsstefna Rússa greinilegar í ljós. Bandamenn féllust á víðtækar landakröfur þeirra á Krímarfundinum (inn- limun hálfs Póllands) og á Potsdamráðstefnunni (nokkurn- hluta Austur-Prússlands), auk þess, sem þeir höfðu látið af- skiptalausa innlimun stórra finnskra, rúmenskra og tékk- neskra héraða (Kyrjálaeiði, B'essarabía, Ruthenía) í Sovét- ríkin. Með öllum þessum land- vinningum var drottnunargirni Rússa þó hvergi nærri fulnægt, heldur sýndi það sig á ráðherra- fundinum, að þeir vildu fá við- urkenndar leppstjórnir í Rúm- eniu, Búlgaríu og Ungverjalandi, sem var það sama og tryggja þeim yfirráðin í þessum löndum. Þetta létu þeir sér heldur ekki nægja, heldur kröfðust þeir einnig bækistöðva við Dardan- ellasund, á Tylftareyjum og í Tripolis. Með þeim kröfum var bezt sýnt, að Rússar eru ekki eingöngu að gera landakröfur til að tryggja öryggi sitt, heldur til að undirbúa sókn til fullkom- inna heimsyfirráða. Þess vegna heimta þeir bækistöðvar við Miðjarðarhafið og búa sig þann- ig bersýnilega undir það að verða flotaveldi. Utanríkismálastefna Rússa virðist þannig hafa öll sömu ein- kenni og utanríkismálastefna þýzku nazistanna fyrir stríð. Er búið er að fá einn landvinn- inginn viðurkenndan, er borin fram krafa um þann næsta og svo koll af kolli. Fyrir vestur- ZADDIR NÁ6RAHNANNA 2 Þriðjuadgur 30. oUt. Staðfestur dómur í kosningunum 1942 klifuðu kommúnistar á því sí og æ, að þeir vildu samstarf við umbóta- menn í landinu. Framsóknar- menn héldu því hinsvegar fram, að þetta væri blekking ein. Sér- staklega áréttaði Hermann Jónasson þetta í seinustu út- varpsumræðunum fyrir haust- kosningarnar. Hann sýndi þar fram á, að kommúnistar meintu ekkert með þessum yfirlýsing- um, því að þeir vildu engar um- bætur innan núv. þjóðskipulags. Þrátt fyrir þessa vantrú á það, að hugarfarsbreyting hefði orðið hjá kommúnistum, þótti Fram- sóknarmönnum sjálfsagt að láta þá ganga undir nokkurs konar próf. Fljótlega eftir haust- kosningarnar hófust viðræður um myndun þjóðstjórnar og tóku Jónas Jónsson og Eysteinn Jónsson þátt í þeim af hálfu Framsóknarmanna. Viðræður þessar báru engan árangur. Með þessu var vilji kommúnista tii þátttöku í umbótastjórn þó ekki fullprófaður, enda fóru þeir skriflega fram á, að hafnar yrðu ýiðræður um myndun þriggja flokka umbótastjórnar. Fram- sóknarmenn töldu sjálfsagt, að afstaða kommúnista yrði þannig ' upplýst til fulls, og urðu þvi við þessum tilmælum. Framsóknar- menn gerðu sér því líka far um, að þessar viðræður yrðu sem ít- arlegastar, enda lauk þeim svo, að kommúnistar voru afhjúpaðir með öllu og það sást eins greini- iega og verða mátti, að þeim var ekkert fjarri en stuðningur við umbótastjórn. Það sama og gerðist hér í samningaumræðunum milli kommúnista og Framsóknar- manna á árunum 1942—1943, hefir nú gerzt í öllum nágranna- löndunum. Kommúnistar hafa þar boðið umbótaflokkunum samstarf og ítarleg prófun á umbóta-og samstarfsvilja þeirra hefir farið fram. Niðurstaðan hefir hvarvetna orðið hin sama. í Bretlandi, Svíþjóð, Noregi og Danmörku hafa umbótaflokk- arnir komizt að þeirri niður- stöðu eftir viðræðurnar við kommúnista, að enga samvinnu væri hægt að hafa við þá um umbótastjórn. Dómurinn, sem Framsóknarflokkurinn hafði kveðið upp yfir kommúnistum eftir viðræðurnar 1942—43, hefir þannig verið staðfestur af öllum umbótaflokkum nágrannaland- anna. Þegar menn athuga þessar staðreyndir, má þeim vera ljóst, að stjórn sú, sem nú situr að völdum með þátttöku kommún- ista, er síður en svo umbóta- stjórn, þrátt fyrir allt glamur hennar um „nýsköpun“ og fram- farir. Kommúnistar vilja ekki umbætur, því að þeir vilja koll- varpa þjóðskipulaginu og vilja því, að menn séu sem óánægð- astir með það. Þess vegna geta þeir ekki átt samstarf við um- bótamenn, en hins vegar getur farið vel á með þeim og spillt- ustu auðmannaklíkum, eins og nú eru dæmi fyrir á Balkan- skaga, þar sem þeir hafa hjálpað Groza barón og mönnum af hans sauðahúsi til valda. Jafn ófúsir og kommúnistar eru til þátttöku í umbótastjórnum, eru þeir fúsir til þátttöku í stjórnum, sem vinna að upplausn þjóðskipu- lagsins með fjármálastefnu sinni eða öðrum hætti. Þess vegna mætti öllum verða ljóst eðli þeirrar stjórnar, sem hér fer með völd, og hvað af henni muni hljótast, ef umbótamönn- um tekst ekki að skapa starf- hæf viðreisnarsamtök, sem leysi hana af hólml í tæka tíð. Þjónar Rússa Haustið 1939 urðu allhörð á- tök í sameiningarflokki alþýðu — Sósialistaflokknum, vegna þess, að ýmsir flokksmannanna gagnrýndu samvinnu Rússa við nazista óg yfirgang þeirra víð smáþjóðirnar. Endalokin urðu þau, að Héðinn Valdi- marsson, Benjamín Eiríksson og margir fleiri fóru úr flokkn- um, en hinir blindu Rússadýrk- endur sátu eftir. í tilefni af þessum átökum skrifaði núv. menntamálaráð- herra, Brynjólfur Bjarnason, grein í Þjóðviljann 22. okt. 1939, þar sem hann deilir á Benjamín Eiríksson fyrir að hafa gagnrýnt vináttusamning Rússa við nazista. „Vonir verka- lýðsins um sigur sósíalismans“, segir Brynjólfur í greininni, „eru tengdar við það, að til er sósíalistiskt stórveldi, sem ræður yfir sjötta hlutanum af þurrlendi jarðar“, og allar árás- ir á þetta ríki eru(því raunveru- lega árásir á sósíalismann og veikja hann. Til frekari áherzlu bætir svo Brynjólfur við: „f þvi sambandi er gott að minnast þessara orða Dimi- trofs: PRÓFSTEINNINN (feitletr- un Brynjólfs) á einlægni og heiðarleik hvers starfsmanns verkalýðshreyfingaxinnar, hvers verkalýðsflokks og hvers lýðræðissinna í auð- valdsríkjunum, er AFSTAÐA (feitletrun Brynjólfs) hans til hins mikla lands sósíal- ismans“. Skýrara verður stefna hrein- ræktaðs kommúnista ekki mörk- uð. Prófsteinninn á einlægni hans og heiðarleika er ekki fyrst og fremst afstaðan til hans eig- in þjóðar og lands, heldur af- staðan til Rússlands. Vegna þeirrar trúar, að sigur sósial- ismans geti ekki náðst með öðrum hætti en þeim, að Rúss- ar komi sem frelsa’rar, eins og nú á sér stað í Balkanlöndun- um, verða öll önnur tillit að víkja og afstaðan til þeirra að móta framkomu ,hins rétttrúaða kommúnista fyrst og síðast. Þess vegna má ekki einu sinni gagnrýna Rússa, eins og; Benja- mín Eiríksson gerði, þótt gagn- rýnin sé á fullum rökum reist. Þetta skýrir vel afstöðu kom- múnista til styrjaldarmálanna hér, fyrst fjandskapinn gegn setuliði Breta og herverndar- samningnum og síðan ásóknina 1 það að segja Þjóðverjum og Japönum stríð á hendur. Allt var þetta miðað við afstöðu Rússa í það og það skiptið. íslenzkir hagsmunir voru hins vegar alltaf sniðgengnir og einskisvirtir. Þetta skýrir líka vel afstöðu kommúnista nú til þess orð- róms, að Bandaríkjamenn vilja fá herstöðvar hér á landi. Af- stöðu Rússa til þess máls má glöggt marka af frásögnum Norðurlandablaðanna um þenn- an orðróm. Göteborg Sjöfarts- og Handelstidning segir t. d. frá honum 10. þ. m. undir fyrir- sögninni: „Island kan bli tviste- frö mellem Amerika og Ryss- land (ísland getur orðið þrætu- epli milli Ameríku ‘ og Rúss- lands)“, og aftur 15. þ. m.: „U. S. A.-baser pá Island og oro i Moskva. Ryske Islandsministern kem för rapport (Bækistöðvar Bandaríkjamanna á íslandi og ókyrrð í Moskvu. Rússneski sendiherrann á íslandi kominn til Rússlands til að gefa skýrslu)“. Af þessum fyrirsögn- um hlutlausra blaða má gleggst marka, að Rússar hafa mikinn áhuga fyrir íslandi. Það er þessi áhugi Rússa og ekkert annað, sem veldur því, að íslenzku kommúnistarnir eru nú farnir að berja sér á brjóst og látast berjast gegn því í nafni íslenzks sjálfstæðis, að Banda- ríkin fái hér herbækistöðvar. Það er af þelrri ástæðu, sem þeir láta þó jafnframt skína í það, að „íslendingar gætu sætt sig við“ (sbr. Þjóðviljann 27. þ. m.), að hér yrðu alþjóðlegar her- bækistöðvar, því að þá yrðu Rússar þó alltaf með! Skýrara getur það ekki verið, að það eru ekki íslenzkir hagsmunir, sem kommúnistar bera hér fyrir brjósti, þó'tt þeir látist gera það. Það eru rússneskir hagsmunir og rússnesk sjónarmið. Hversu lengi getur þjóðin þolað flokk, sem þannig sýnír hvað eftir annað, að hann tel- ur afstöðuna til erlends ríkis eiga að vera „prófstein á ein- lægni sína og heiðarleik"? í Vísi 24. þ. m. er rætt í forustugrein um seinustu hækkun dýrtíðarvisitöl- unnar og segir þar m. a.: . .„Hversu lengi á að láta dýrtíð- ina vaxa án þess að gripið sé til varanlegra úrræða til að stöðva hana og færa niður? Nú hefir vísi- talan hækkað um 7 stig, en alls hefir hún hækkað um fjórtán stig, síðan núverandi ríkisstjórn tók við völdum. Fyrrverandi ríkisstjórn sem ekki studdist vlð mikinn vel- vilja Alþingis, tók við visitölunni í 272 og skilaði henni eftir nálega tvö ár i 271 stigi. Núverandi ríkisstjórn, sem styðst við sterkan meirihluta þings, hefir ekki getað komið í framkvæmd neinum ráðstöfunum gegn dýrtiðinni, heldur hefir hún látlð fljóta undan straumnum. Nú er svo komlð að ný verðhækkun- aralda er að rísá fyrir handvömm og úrræðaleysi hennar. í byrjun stjórnarstarfsins var því óspart haldið á lofti, að stjórnar- flokkarnir mundu „þegar kallið kæmi“, þegar nauðsyn krefði, taka höndum saman og færa dýrtíðina niðiu- með haldgóðum ráðum. Morgunblaðið spurði fyrir skömmu hvenær „kallið kærni". Og var svo að heyra sem blaðinu þætti nóg komið og nú skyldi hafizt handa. En ekkert „kall“ kom og Mbl. virt- ist gera sig ánægt með þær lélegu bráðabirgðaráðstafanir, sem gerð- ar voru — og nú hafa hækkað vísitöluna um 7 stig.“ Enn segir Visir: „Stjórnin ér auðsjáanlega alveg ráðþrota. Hún mundi ekki hafa látið visitöluna hækka nú upp í 285 stig, ef hún hefði getað komið sér saman um nokkrar skynsam- legar ráðstafanir. Margir munu undrast það, að Sjálfstæðisflokkur- inn skuli sætta sig við þetta niður- lægjandi ástand. Allir vita, að verði nú ekki stungið við íótum og geng- ið tll baka, hlýtur það að hafa ægilegar afleiðingar áður en lagt um líður. Allt hækkar nú í verði vegna vísitölunnar, fæði, fatnaður, húsbyggingar. Reksturskostnaður vex og iðnvörur hækka í verði. Hvarvetna koma áhrifin fram.“ Vísir bendir svo á þá lausn að lokum, að tekinn verði upp nýr vísitölugrund- völlur, sem byggist á útflutnings- framleiðslunni. Er þar um sömu lausn að ræða og Framsóknarmenn hafa margbent á. En forráðamenn Sjálf- stæðisflokksins eru á öðru máli og virðist sætta sig prýðilega við' það ástand, sem Visir lýsir svo réttilega hér á framan. * í Degi 18. þ. m. er rætt um frv. Framsóknarmanna um eflingu Fiski- málasjóðs. Siðan er vikið að undir- tektum þeim, sem frv. hefir fengið hjá kommúnistum. Dagur segir: „Það er fróðlegt að kynnast þvi, hvað viðtökur þetta mál til stuðn- ings og eflingar sjávarútveginum fær hjá aðalmálgagni kommúnista. „Þjóðviljinn" frá 10. þ. m. getur um nokkur ný þingmál í hlutlausum fréttum og skýrir frá aðalinnihaldi þeirra, þar til hann að siðustu kem- ur að þvi máli, sem frá hefir ver- ið skýrt hér á undan. Þá úthverfist þetta málgagn „nýsköpunarinnar" og skyrpir úr klaufum eins og hér segir: „Eysteinn Jónsson 2. þm/ Sunn- mýlinga, og Björn Kristjánsson þm. Norður-Þingeyinga flytja frv. imi „fiskimálasjóð, markaðsleit sjávarafurða, útflutning á fiski o. fl.“ Mun þetta vera eitt af kosn- ingafrumvörpum Framsóknarflokks ins, borið fram eingöngu í áróðurs- skyni, og sýnist því ekki ástæða til að rekja það hér. Útvegsmenn' og sjómenn þekkja umhyggju Framsóknarflokksins fyrir sjávar- útveginum frá hinu langa valda- tímabili flokksins og munu einhuga fagna því, að Framsóknarforsprakk arnir ráða ekki lengur málum þeirra. Er hætt við að kosninga- frumvörp Eysteins & Co. dugi ekki til að breyta áliti sjómanna og út- vegsmanna á flokki þeirra." Annað en þetta hefir málgagn kommúnista og rikisstjórnarinnar veldin var um að velja á fundin- um í London að fara í slóð Chamberlains og Ðaladiers í Múnchen, ellegar að rísa gegn yfirganginum, þótt það leiddi til ósamkomulags á fundinum. Vegna þeirrar dýrkeyptu reynslu, sem nýlokin heims- styrjöld er, var Múnchenleið- in ekki valin. Síðan utanríkismálaráðherra- fundinum lauk, hefir stefna Rússa orðið enn ljósari. Þeir hafa unnið kappsamlega að því að styrkja aðstöðu sína á Balk- anskaganum og í Mið-Evrópu og eflt bækistöðvar sínar á Born- holmi. Trú þeirra virðist sú sama og nazistanna forðum, að vegna þess að vesturveldin eru friðar- unnandi lýðræðisríki muni ár- vekni þeirra fljótt sljóvgast, eins og reyndin varð eftir síð- asta stríð. Þau muni vinna það til fyrir friðinn að gera nýjar tilslakanir og jafnvel hylla þá, sem fyrir þeim standa, líkt og Bretar á sínum tíma dáðu Chamberlain eins og þjóðhetju eftir heimkomuna frá Múnchen. Meðan árvekni vesturveldanna sljóvgast þannig og herstyrkur þeirra dregst saman, munu Rússar festa sig hvarvetna í sessi, efla herstyrk sinn og þó ekki sízt fimmtu herdeildirnar. Þegar þeir eru orðnir nógu sterkir og vesturveldin nógu sinnulaus, er „kall“ heimsbylt- ingarinnar. komið. Svo virðist, sem forvígismönn- um vesturveldanna sé þessi fyrirætlun noklquð ljós. Mót- leikur þeirra virðist því sá, sem Douglas Reed taldi bezta svarið við yfirgangsstefnu nazista á sínum tíma. Þegar friðsamleg- ar samningaumleitanir duga ekki, sagði hann, er ekki um annað að gera en vígbúast og verða öflugri en ofbeldismenn- irnir. Það „eina, sem heldur barsmiðamanni í skefjum, er vitneskjan um að lögreglan sé honum ofjarl. Þessari stefnu virðast Banda- menn og þó sérstaklega Banda- ríkjamenn nú fylgja. Leið (Framhald á 7. slSu) ekki til þessa merkilega framfara- máls að leggja, ekkert nema skæt- ing, illyrði og róg um Framsóknar- flokkinn, og tilefnið það eitt, að flokkurinn' beitir sér fyrir því, að ýmsar starfsgreinar sjávarútvegs- ins verði studdar og efldar meir en áður hefir verið. Ekki er það ann- að en rakalaus rógur, að Fram- sóknarflokkurinn hafi á valdatíma sínum verið fjandsamlegur sjávarút veginum. það sýnir barátta hans fyrir stofnun síldarverksmiðja, það sýnir bjargráðastarf hans til handa togaraflotanum og öðrum sjávar- útvegi árið 1939 o. m. fl., enda nefnir Þjóðviljinn ekki eitt einasta dæmi máli sínu til sönnunar, og mundi þö ekki hafa á því staðið, ef þau hefðu verið fyrir hendi. — En það er vandalaust að sjá hvar fiskur liggur undir steini hjá mál- gagni kommúnista. „Þjóðviljínn" er á nálum um, að frv. þeirra Eysteins og Björns mælist vel fyrir meðal útvegsmanna og sjómanna, eins og það á skilið, þess vegna er fyrir sálarsýn „Þjóðviljans" um að gera að afflytja það og spilla fyrir því strax í fæðingunni, og því er gripið til rógsins um Framsóknarmenn al- mennt, af því að blajið treystir sér ekki til að ráðast á frumvarpið málefnalega eða þær framkvæmd- ir, sem því er ætlað að styðja. Það er heldur ekki árennilegt að f jand- skapast við niðursuðuverksmiðjur, byggingu hraðfrystihúsa og verk- smiðja til vinnslu úr fiskúrgangi o. fl., því allt eru þetta viðurkennd- ar nauðsynjaframkvæmdir fyrir sjávarútveginn. Hitt er miklu þægi- legra að vekja tortryggni gegn þeim mönnum, er fyrir umbótunum beita sér.“ t Vissulega kemur afstaða kommún- ista til framfaramála hér vel í ljós. Hún er sú, að tortryggja þau og flutn- ingsmenn þeirra og stöðva þau þann- ig, því að kommúnistar vilja engar framfarir innan rikjandi þjóðskipu- lags, svo að hægt sé að æsa menn sem mest gegn því.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.