Tíminn - 13.11.1945, Side 1
RITSTJÓRI:
ÞÓRARINN ÞÓRARINSSON
ÚTGEPANDI:
PRAMSÓKN ARFLOKKURINN
Símar 2353 og 4373
PRENTSMIÐJAN EDDA h.f.
RITSTJÓRASKRIFSTOFUR:
EDDUHÚSI. Lindargötu 9 A
Símar 2353 og 4373
AFGREIÐSLA, INNHEIMTA
OG AUGLÝSINGASKRIFSTOFA:
EDDUHÚSI, Lindargötu 9A
Sími 2323
29. árg.
Reykjavík, þriðjudagiim 13. nóv. 1945
örlæti stjórnarmnar við milliliðina:
Kjötsalarnir fá að leggja
48 aurum meira á hvert
kjötkg. en í fyrra
Þessi hækkun ein eykur útgjöld ríkissjóðs um
U/jí miljo kr.
Fátt sýriir betur, hver er afstaða ríkisstjórnarinnar til milli-
liSastéttarinnar en ákvörðun kjötverðsins að þessu sinni. Þótt
ríkisstjórnin hafi látið ákveða verðið til bænda þannig, að þeir
muni alltaf fá einni kr. minna fyrir kjötkg. en í fyrra, fer fjarri
því að álagningin hafi verið lækkuð tilsvarandi hjá kjötsölunum.
Þvert á móti fá þeir að leggja 48 aurum meira á hvert kjötkg. en
þeim var leyft í fyrra, eða kr. 1.33 í stað kr. 0.85. Þar sem ríkis-
stjórnin ráðgerir að borga niður verðið á 3200 smál. af kjöti, svar-
ar þetta til þess, að kjötkaupmönnum verði borgaðar 1 yz millj.
kr. úr ríkissjóði umfram það, sem þurft hefði, ef smásöluálagn-
ingin hefði haldizt óbreytt.
Hvað gerist í ut-
anríkismálunum?
Tímanum er kunnugt um, að
stjórn Bandaríkjanna hefir fyrir
allöngu veitt íslcnzku ríkis-
stjórninni samþykki til þess, að
birta opinbera tilkynningu
um, hvað hæft væri í þeim orð-
rómi, að Bandaríkin hefðu ósk-
að eftir leigu á lierbækistöðvum
á íslandi.
Það stafar því ekki af neinni
tillitssemi til erlendra stjórnar-
valda, að ríkisstjórnin hefir
enn enga tilkynningu birt um
þessi mál.
í skjóli þessarar Ieyndar,
dafna vitanlega ýmsar sögu-
sagnir. Meðal annars gengur sú
saga um bæinn, sem talin cr
hafa við gild rök að styðjast
að stjórnin hafi nýlega gcngið
frá svarskeyti til Bandaríkja-
stjórnar, sem kommúnistar telja
algera neitun á málaleitun
hennar, en aðrir stjórnarsinnar
túlka þannig, að stjórnin hafi
talið sig fúsa til viðræðna við
Bandaríkin um hernaðarmálin!
Er sagt að Ólafur Thors hafi
samið þessa „sniðugu“ orðsend-
ingu!
Seinustu fregnir herma, að
Bandaríkjastjórn hafi svarað
því, að hún teldi svar íslenzku
stjórnarinnar jákvætt og óskaði
því eftir að samningaviðræður
byrjuðu sem fyrst.
Þjóðin hefir vissulega heimt-
ingu á, að því, sem er að ger-
ast í þessum efnum, sé ekki
haldið leyndu fyrir henni og
hún fái fyllstu aðstöðu til að
fylgjast með því. Jafnmikið stór-
mál á ekki að meðhöndla og
afgreiða sem Iitilfjörlegt bak-
tjaldamálefni.
Búnaðarfélag minnist
50 ára afmælis
Sunnudaginn 4. þ. m. hélt
Búnaðarfélag Austur Eyjafjarð-
arhrepps hátíðlegt 50 ára af-
mæli sitt. Hátíðin var haldin í
samkomuhúsi hreppsins að
Skarðsbúð og hófst* hún kl. 12
á hádegi með guðsþjónustu er
haldin var af sóknarprestinum
sr. Jóni M. Guðfinnssyni í Holti.
Veður var hið ákjósanleg-
asta og^ fjölmenntu hreppsbúar
mjög á samkomuna. Mætt voru
öll hjón úr hreppnum og margt
annað fólk, þar á meðan ýmsir
gestir er boðið hafði verið aö
vera viðstaddir, þar á meðál
og þingm. Rangæinga, formaður
Búnaðarsambands Suðurlands
o. fl. Að lokinni guðsþjónustu
setti formaður búnaðarfélagsins
Ólafur Pálsson óðalsbóndi á
Þorvaldseyri samkomuna og
bauð alla velkomna. Ólafur er
einhver gildasti bóndi í Rangár-
þingi og einhver mesti búnaðar-
frömuður sem til er í bænda-
stétt. Því næst flutti Hjörleifur
(Framhald á 8. siOu)
í fyrra var smásöluálagning á
kjöti ákveðin 13% af útsölu-
verðinu, sem var kr. 6.50 kg. Nú
hefir smásöluálagn,ingin verið
ákveðin 14% af útsöluverðinu,
sem er kr. 10.85 kg. í fyrra var
því smásluálagningin á kjötkg.
kr. 0.85, en nú er hún kr. 1.33.
Smásöluálagningin hefir þannig
verið hækkuð um 48 ai^ra á kg.
Fyrir þessari hækkun er ekki
hægt að færa nokkura réttlæt-
anlega ástæðu. Enn óréttlætan-
legri verður hún vitanlega, þeg-
ar þess er gætt, að ríkisstjórnin
hefir stórlækkað verðið til
bænda, sem búa þó við stórauk-
inn framleiðslukostanað.
Hversu stórfelld þessi hækk-
un er, má vel marka á því, að
hún nemur rúmlega 1.5 millj.
kr. á kjötmagni því, sem ríkis-
stjórnin ráðgerir að borga niður
verðið á, en hún áætlar að það
verði 3200 smál. Þessi iy2 millj.
kr. hefði vissulega verið betur
komin hjá bændum en smásöl-
unum.
Sé gert ráð fyrir, að heildar*
kjötsalan innanlands verði 4000
smál., nemur þessi hækkun
smásöluálagningarinnar tveim-
ur millj. kr. Sé hins vegar miðað
við sömu kjötsölu innanlands og
í fyrra, 5100 smál., nemur þessi
hækkun rúmlega^2V2 millj. kr.
Þessi stórfellda hækkun smá-
söluálagningarinnar á kjötinu á
sama tíma og verðið til bænda
er stórlækkað, er vitanlega eins
óréttmæt og óskammfeilin og
hugsast getur. En hún sýnir
líka vel hina ólíku afstöðu rik-
isstjórnarinnar til milliliðanna
annarsvegar og bændanna
hins vegar. Þeirrar afstöðu
þurfa hinar vinnandi stéttir
vel að minnast, og þá ekki sízt
bændur, í næstu kosningum.
P
Gjafasendingar til Is-
lendinga í Þýzkalandi
Samkvæmt símskeyti frá Lúð-
víg Guðmundssyni, hefir tek-
izt að fá lánaða mat-
arpakka hjá Rauða Krossin-
um handa öllum íslendingum í
Þýzkalandi, sem til hefir náðst
og er dreifingu pakkanna senn
lokið.
Lúðvíg lætur þess getið í skeyti
sínu að marga íslendinga vanti
hlýjan ytrl og innri vetrarfatn-
að og skófatnað og biður Rauða
Kross íslands að tilkynna þetta
aðstandendum.
Áformar Rauði Kross íslands
að senda pakka þessa með Dr.
Alexandrine, og mun senn verða
tilkynnt nánar um hvar og hve-
nær móttaka fer fram.
86. blað
Misheppnuð herferð í mjólkurmálinu
Hversvegna er ekki haft strangara eftir-
lit með vöruvöndun hjá brauðsölunum?
Hversvegna þurfa bæjarbúar iðulega að
kaupa skemmdan og úldinn fisk?
BREZKI FJARMALAR.AÐHER.RANN
Herför sú, sem var hafin með mjólkurskýrslu Sigurðar Péturs-
sonar gerlafræðings, hefir fengið skjótan endir. Gerlafræðingur-
inn hafði gerlarannsakað nokkur sýnishorn af mjólkinni, eins og
hún var, þegar hún kom til Mjólkurstöðvarinnar, og úrskurðaði
á grundvelli þeirra athugana, að mestur hluti mjólkurinnar
væri eyðilagður og ósöluhæfur. Dómsmálaráðherrann þóttist síð-
an sýna hina mestu röggsemi með því að fela téðum gerlafræðingi
eftirlit með mjólkinni. Við nánari umræður málsins upplýstist
svo, að sömu dagana og gerlafræðingurinn hafði úrskurðað mjólk-
ina eyðilagða, þegar hún kom til stöðvarinnar, hafði hann gefið
vottorð um að hún væri óaðfinnanleg vara, þegar búið var
að gerilsneyða hana í Mjólkurstöðinni og hún var send út í mjólk-
urbúðirnar! Jafnframt upplýstist, að hann hefði á vegum Mjólk-
ursamsölunnar annast það eftirlit um 10 ára skeið, sem dóms-
málaráðherra fól honum, svo að þar var ekki um neina breytingu
eða endurbót að ræða.
En þessi misheppnaða herferð ætti þó engan veginn að verða
til þess, að mál þessi, eftirlitið með matvælasölu í bænum, verði
látið niður falla. Það er fleira en mjólkursalan, sem þarf athug-
unar við. og jafnvel enn meiri, t. d. brauðgerðirnar, brauðasalan
og fisksalan.
Mynd þessi er af hinum nýja f jármálaráðherra Breta, Hugh Dalton. Hann
hefir nýlega Iagt fram fyrstu fjárlög sín og hafa þau yfirleytt hlotið góða
dóma, einnig hjá andstæðingunum. Það, sem einna mest einkennir stefnu
hans, er markviss viðleitni til að halda dýrtíðinni í skef jum og hindra allar
meiriháttar verð- og kauphækkanir, eins og glöggt kom fram i hafnarverk- :
föllunum á dögunum. Á þeim grundvelli telur hann að cndurreisnin í Bret- .
landi geti gengið bezt og fljótlegast. Dalton er talinn einn af lærðustu við-
skiptafræðingum Bretlands og var prófessor í viðskiptafræði áður en hann j
gerðist ráðherra. Faðir hans var mikils metinn prestur og Dalton er einn af
þeim fáu leiðtogum verkamannaflokksins, sem hefir stundað nám í Eton.
Hann er 62 ára.
Félag Framsóknar-
kvenna í Reykjavík
Fyrir nokkru var stofnað
félag Framsóknarkvenna í
Reykj avíkur. Stofnendur voru um
50 konur búsettar hér í bæ.
Eins og nafnið bendir til fylgja
konur þessar Framsóknar-
flokknum að málum, og eru lög
félagsins að mestu sniðin eftir
lögum Framsóknarfélaganna í
Reykjavík Auk þess var félag-
inu sett sérstök stefnuskrá og
birtist hún hér á eftir, þar sem
hún skýrir tilgang félagsins bet-
ur en nokkuð annað:
„Aðaláhugamál félagsins eru
þessi:
1. Að reyna- að ráða bót á
erfiðleikum húsfreyjanna með
baráttu fyrir: a) bættum húsa-
kynnum b) betri og fullkomnari
áhöldum við heimilisstörfin. c)
sameiginlegum þvottahúsum. d)
hvíldartíma á sumrum til hress-
ingar og heilsubótar.
2. Að efla baráttu gegn áfeng-
isbölinu í landinu.
3. Að koma á meira og víð-
tækara samstarfP milli kennara
og heimila.
Félagið vill vinna að þessum
og öðrum umbótamálum með
samvinnu og sameiginlegum á-
tökum sem allra flestra kvenna
(Framhald á 8. sUJu)
V erzlunarjöf nnð-
urinn óhagstæð-
ur um 23 milj. kr.
Samkvæmt bráðabirgðayfirliti
Hagstofunnar var verzlunar-
jöfnuðurinn óhagstæður um 23.4
milj. kr. í lok október. Innflutn-
ingurinn til þess tíma hafði
numið 248.1 milj. kr., en út-
flutningurinn 224.7 milj. kr.
Á sama tíma í fyrra nam inn-
flutningurinn 209.4 milj. kr„ en
útflutningurinn 207.8 milj. kr.
Hann var þá óhagstæður um
1.6 milj. kr„ cða 22 milj. kr.
minna en nú, enda þótt út-
flutningurinn þá hefði verið
mun minni en nú.
Kosningar í Færeyjum
í Færeyjum fóru fram kosn-
ingar til Lögþingsins síðastl.
þriðjudag. Úrslit urðu þau, að
Folkaflokkurinn fékk 5700 atkv.
og 11 þ ingmenn, Sambands-
flokkurinn 3700 atkv. og 6
þingmenn, Jafnaðarmenn 3000
atkv. og 6 þingmenn og Sjálf-
styriflokkurinn 1200 at,kv. og
engan þingmann.
Frá því í seinustu kosningum
hefir Folkaflokkurinn tapað
(Framhald á 8. siOu)
Kosninga-
undirbúningur.
j Það er vissulega komið á dag-
inn, að rannsókn Sigurðar Pét-
] urssonar og birtingin á skýrslu
hans, er aðeins þáttur í undir-
jbúingi stjórnarflokkanna fyrir
j bæjarstjórnarkosningarnar. —
Þess vegna er skýrslan byggð á
þeirri fullkomnustu hlutdrægni,
sem hugsanleg er. Það er aðeins
birt niðurstaða athugunarinnar
á gerlafjöldanum, áður en
mjólkin er gerilsneydd, en ekki
þegar búið er að gerilsneyða
hana. Vitanlega er það þó það,
sem skiptir aðalmáli. Á grund-
velli slíkrar „rannsóknar“,
þykist dómsmálaráðherrann svo
ætla að gera sig að miklum
manni og skipar Sigurð sem
eftirlitsmann við Mjólkurstöð-
ina, eða í sama starf og hann
hefir haft á hendi um 10 ára
skeið! Og Jón Axel kemur nú
tveimur mánuðum fyrir bæjar-
stjórnarkosningarnar fram með
þá tillögu í bæjarráðinu, að
hafinn skuli rekstur kúabús á
Korpúlfsstöðum, enda þótt bær-
inn sé nú búinn að eiga Korp-
úlfsstaði á fjórða ár og Jón hafi
aldrei hreyft þessu máli í bæj-
arstjórninni allan þann tima
fyrr en nú!
Allt þetta sýnir, að hér er ekki
um viðleitni að ræða til að reyna
að bæta mjólkina, heldur ein-
göngu viðleitni málefna fátækra
manna til að finna eitthvað til
að auglýsa sig með fyrir bæj-
arst j órnarkosningarnar.
Endurbætur
á mjúlkursölunni.
Hitt er svo annað mál, að
vissulega er ýmsu í sambandi
við meðferð mjólkurinnar á-
bótavant. Stöðin er ófullkomin,
ekki er hægt að selja mjólkina
í flöskum, flutningar eru sums-
staðar ekki 1 nógu. góðu lagi og
hjá einstöku bændum er senni-
lega ekki vandað nóg til kæl-
ingar og hreinlætis. En unnið
hefir verið markvisst að því að
bæta úr öllu þessu og þegar
miðað er við allar aðstæður,
verður því ekki neitað, að náðst
hefir furðu góður árangur. Með
því að halda þessu starfi áfram,
mun árangurinn þó verða enn
betri, einkum eftir að nýja
mj ólkurstöðin er tekin til starfa.
Það mun ársiðanlega reynast
farsælast hér eins og á Akur-
eyri, að mál þessi séu í höndum
bænda sjálfra og samtaka
þeirra, enda hefir það verið og
er eitt helzta markmið þessara
samtaka að vinna að bættri
vöruvöndun. Hitt getur svo vel
komið til mála, að bærinn setji
upp eitt eða tvö kúabú til
reynsla af opinberum búrekstri.
að ekki hafi enn fengizt næg
reynslu af opinberum búrekstri.
Sú samkeppni mun áreiðanlega
ekki verða búskap bænda hættu-
leg.
Brauðgerðirnar og
brauðsalan.
Hið sífellda tal um lélega
mjólk og vonda mjólkurmeð-
ferð mætti vissulega verða til
þess, að reykvískir neytendur
beindu athyglinni að því, hvort
ekki myndi meðferð fleiri mat-
væla ábótavant og það í enn rík-
ara mæli. Svo virðist þó tæpast
vera. Hávaðinn um mjólkurmál-
in hefir verið svo mikill, að
hann hefir þaggað niður allt
annað. Það er líka vel trúlegt,
að ýmsir, sem hafa verið breysk-
ir á öðrum sviðum, hafi af á-
settu ráði ýtt undir hann.
Sá orðrómur hefir þó lengi
verið á gangi, að eftirlitið með
brauðgerðarhúsunum myndi í ó-
fullkomnasta lagi. Húsakynni
sumra brauðgerðanna er ber-
sýnilega í lakasta lagi og sögur
fara af því, að ekkert framúr-
skarandi hreinlæti sé viðhaft.
Afgreiðslan í brauðbúðunum
tekur þó út yfir allt, því að þar
eru brauðin látin velkjast fram
og aftur og misjafnlega þrifa-
legt afgreiðslufólk hefir þau
meira og minna milli handanna.
þótt mörgum finnist — og það
oft réttilega, — að ekki sé gætt
nægilegs hreinlætis við af-
greiðslu mjólkurinnar í mjólk-
urbúðunum, er það alls ekki
sambærilegt, hve stórum þrif-
legri hún er en brauðaaf-
greiðslan.
Það er 'svo annað mál, að
brauðverðið er mjög hátt, enda
eru fáar atvinnugreinar nú
taldar arðvænlegri en brauð-
gerðir. Gæti það vissulega verið
stór þáttur í því að minnka
(Framhald á 8. síOu)